Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Lummusveppur ()Paxillus involutus

Lummusveppur (Paxillus involutus)

Frekar stór grábrúnn sveppur sem dökknar við snertingu. Flatur hattur með innbeygðu hattbarði. Var áður fyrr talinn ætur eftir suðu en sú aðgerð eyðileggur aðeins þann hluta eiturefnanna sem valda magakvölum. Önnur eiturefni hans geta valdið skemmdum á blóðrásinni þegar þau ná vissu magni í líkamanum.

Ljósmynd: Paxillus involutus, Wikipedia Commons.

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex ...

Berserkjasveppur (Almanita muscaria)

Berserkjasveppur (Almanita muscaria)

Berserkjasveppur er sveppur af ættkvísl reifasveppa. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30 sm í þvermál. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.

Berserkjaveppur er eitraður og inniheldur nokkur ...

24. ágúst 2014

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Pípusveppur með gulan til gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum. Mjög góður matsveppur.

Best er að tína unga sveppi og skera stafinn burt af eldri sveppum þar til sést í fagurgult holdið. Myndar svepprót með lerki og vex álíka langt frá trénu og rótarkerfi þess nær. Vex oft í miklu magni í tiltölulega ungum lerkiskógum.

Ljósmynd ...

Ullblekill (Coprinus comatus)

Ullblekill (Coprinus comatus)

Hávaxinn, grannur hattsveppur með ullarkennda áferð á hatti. Bragðgóður sveppur, sérstaklega ef hann er steiktur eða soðinn í rjóma.

Tínið aðeins unga sveppi sem enn eru hvítir og helst lokaðir. Geymist ferskur í nokkra klukkutíma en geymist vel frystur.

Algengur sveppur í byggð, meðfram þjóðvegum þar sem hann vex oft í þyrpingum.

Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus) Wikipedia ...

Furusveppur (Suillus luteus)

Furusveppur (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með dökkbrúnan, stundum slímugan hatt og fölgult pípulag. Stafurinn er hvítur og hvítur kragi á honum.

Bragðgóður matsveppur sem hentar vel í flesta svepparétti. Best er að tína sveppinn þegar hann er ungur. Auðvelt er að fletta brúna laginu og slíminu af með hníf.

Ljósmynd: Leccinum scabrum, Wikipedia Commons.

Kóngssveppur (Boletus edulis)

Kóngssveppur (Boletus edulis)
Digur pípusveppur með brúnan hatt og ljóst pípulag sem gulnar heldur við þroskun. Mjög góður matsveppur með bragði sem minnir á hnetur. Ungir sveppir með hvítum staf eru bestir og þá má nota hráa í salöt. Alltíður í skógum á Vesturlandi og hér og hvar, jafnt í náttúrulegum birkiskógum sem plöntuðum barrskógi.

Ljósmynd: Kóngssvepurr (Boletus edulis) Wikipedia ...

Hæstvirti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason.

Á undanförnum mánuðum hefur borið á mikilli fjölmiðlaumfjöllun um velferð eldisdýra. Þar hafa m.a. samtök um dýravelferð látið til sín taka og bent á að núgildandi reglugerðarákvæði heimili framleiðendum dýraafurða að halda eldisdýr við aðstæður sem eru ekki í samræmi við gildandi lög um dýravernd. Í lögunum er m.a. kveðið á um ...

Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

Ég er forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og ég vinn að því að fá sjálfbærnihugsun inn í alla starfsemi skólans.

Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

Ég er með BS próf í jarðfræði frá HÍ og MS í jarðvísindum og PhD í jarðefnafræði frá Northwestern University í Evanston ...

Nau (borið fram eins og Ná eða Now í ensku) er fataframleiðandi staðsettur í Portland í Bandaríkjunum. Nau framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað. Notast er við lífræn og endurunnin efni í framleiðslu fatnaðarins. Einnig er mikið notast við ull. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi samanstendur Nau af færri en 20 starfsmönnum. Hugmyndin á bak við Nau er að endurhanna tískuna eins og hún ...

Yfir 1200 manns komust inn í Háskólabíó á fyrirlestur Vandana Shiva í kvöld en 300 manns þurftu frá að hverfa. Vandana Shiva hreif salinn með sér með persónutöfrum og orðræðu sem málaði mynd af stöðunni sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag á áhrifamikinn og auðskiljanlegan hátt. Skilaboðin sem Vandana færði okkur um þá ógn sem stafar af einræktun og ...

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum á föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Um viðamikla vinnu er að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 – 20 ár í heildina en fyrsti áfanginn er verkefni til þriggja ára.

Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat ...

Hvert var upphaf baráttustarfa þinna?

Fyrst tók ég þátt í baráttu gegn eyðingu skóga í Himalajafjöllum þar sem ég ólst upp. Árið 1981 hóf hópur kvenna á svæðinu herferð þar sem við stóðum vörð um trén með því að faðma þau. Ef það átti að höggva niður trén yrði að höggva okkur niður fyrst.

Áhugi minn á umhverfismálum hafði þó ...

29. ágúst 2011

Bíó Paradís sýnir myndina Scientists under attack í kvöld kl. 20:00 en myndin er sýnd í tengslum við komu vísinda- og baráttukonunar Vandana Shiva til Íslands.

Vandana Shiva er hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þóunar, umhverfis- og mannréttindamála. Hún er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni ...

Milljarða hagsmunir í húfi
Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Hvert prósent sem sparast í innflutningi jarðefnaeldsneyta sparar gríðarlega mikinn gjaldeyri. Eins og sést á töflunni hér til hliðar var flutt inn eldsneyti fyrir 55 milljarða ...

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fundar með hugsuðinum og baráttukonunni Vandana Shiva á mánudag í tilefni af komu hennar hingað til lands. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra taka einnig þátt í fundinum.

Vandana Shiva hefur barist fyrir sjálfbærri þróun með áherslu á umhverfis- og mannréttindamál um áratuga skeið. M.a. er hún þekkt um allan heim fyrir baráttu ...

Myndband um söfnun,verkun og sáningu birkifræs til endurheimtunar landgæða er nú aðgengilegt á netinu. Umhverfisfræðingurinn, garðyrkjumeistarinn og náttúruunnandinn Steinn Kárason hafði umsjón með gerð myndbandsins, samdi handrit og tónlist, en Axa ehf sá umframleiðsluna.

Um tilurð myndbandsins segir Steinn að hann hafi haft dálæti á íslenska birkinu frá blautu barnsbeini og vilji veg þess sem mestan, enda birkið ein ...

26. ágúst 2011

Fjölbreyttir orkugjafar mögulegir
Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorkustöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki einblína á einn endurnýjanlegan orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu.

Eins og greint var frá í ...

Orkunotkun Íslendinga mun taka gagngerum breytingum verði áætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti að veruleika. Samkvæmt henni munu meira en tíu prósent af allri orku sem nýtt er í samgöngum koma úr endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020, eftir níu ár. Í dag kemur eitt prósent úr slíkum orkugjöfum.

Til þess að þetta verði að veruleika er ljóst að umfangsmiklar breytingar þurfa að ...

Laugardaginn 27. ágúst verður heilmikil hátíð í Laugardal þegar Grasagarðurinn heldur uppskeruhátíð í nytjajurtagarðinum, býbændur kynna hunangsuppskeru sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Íbúasamtökin halda árlegan útimarkað í trjágöngunum á milli Grasagarðsins og Húsdýragarðsins. Auk þess verða alls kyns skemmtilegar uppákomur í dalnum yfir daginn.

Í Grasagarðinum taka garðyrkjufræðingar og annað starfsfólk garðsins á móti gestum milli kl.13-15 og ...

Í september hefst námskeið fyrir barnshafandi konur í Orkulundi heilsumiðstöð, í Viðjalundi á Akureyri.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30-18:00.

Kennarar eru Anna Dóra Hermannsdóttir yogakennari og Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir.

Takmarkaður fjöldi.

Verðandi feður sérstaklega boðnir með í ákveðna tíma.

Nánari upplýsingar hjá Ingu í síma 899 9803.

Grafík: Barnshafandi kona, Guðrún Tryggvadóttir og Signý ...

Eftir að drög að þingsályktunartillögu til Rammaáætlunar var kynnt nú á dögunum hefur fréttamaskínan haft í nógu að snúast við að segja sorgarsögur úr munni hinna og þessara sem telja sig hlunnfarna með drögum að þingsályktunartillögunni.

Þetta er sama maskínan og fór í gang til að hrópa húrra fyrir Kárahnjúkavirkjun og bankaútrásinni sálugu. PR maskína virkjanaiðnaðarins sparar ekkert til og ...

Viðey í Þjórsá verður friðlýst á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst að ósk landeigenda. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, mun undirrita friðlýsinguna í umhverfisráðuneytinu kl. 15. Eyjan er 3,37 ha að stærð og verður friðlýst sem friðland.

Viðey í Þjórsá er sérstök m.a. vegna þeirrar umgerðar sem straumþung áin veitir. Mikilvægi svæðisins felst einnig í möguleika á samanburði t.d. birkisins ...

23. ágúst 2011

Kyle Vialli er lífsorkuþjálfari, einn vinsælasti fyrirlesari Bretlands og einn  fremsti heilsufræðingur Evrópu.  Kyle hefur einbeitt sér að rannsóknum á mataræði og næringu í u.þ.b. áratug ásamt því að halda fyrirlestra víða um Evrópu. Kyle er Íslendingum að góðu kunnur eftir að hafa komið hingað til lands í fyrrahaust og vetur með fyrirlestra sem nutu mikilla vinsælda.

Kyle ...

Áhugi á sveppatínslu meðal útivistarfólks fer sífellt vaxandi, auk þess sem sveppatendum hér á landi fjölgar og útbreyðsla þeirra eykst. Í skógum víða um land er nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust.

Við sveppatínslu er að mjög mörgu að hyggja. Þó það sé bæði skemmtilegt og nytsamlegt að tína sveppi til matar, þá er ...

Umræðan um hnattræna hlýnun tekur á sig ýmsar myndir. Og sumir vilja meina að áhrifin séu mun víðtækari en aðeins hnattræn.

Þessa skoðum má sjá í grein sem Domagal-Goldman vísindamaður hjá NASA ( hann tekur samt fram að greinin sé ekki á vegum stofnunarinnar ) ásamt Seth Baum og JacobHaqq-Misra frá Pennsylvania Sate University skrifuðu fyrir skemmstu.

Í greininni skoða þeir ýmsar ...

21. ágúst 2011

Í Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf í 31 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu ...

Sæng barnsins ætti ekki að vera of þung og ekki of stór. Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

Við val á sængurfötum ættum við m.a. að taka tillit til þess að ...

20. ágúst 2011

Er ég ferðaðist með fjölskyldu minni yfir Kjöl í sumar sló mig mjög hve mikið af sauðfé var þar á beit. Ég hugsaði til Herdísar Þorvaldsdóttur og hennar löngu baráttu við að opna augu landsmanna fyrir þögguninnni sem á sér stað um þetta vandamál. Ógrynni fjár er varið í landgræðslu en viðkvæmustu svæðin látin óáreitt fyrir ofbeit, eins og ekkert ...

Drög að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða fela í sér mikilvægan sigur í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands. Við stofnun Náttúruverndarsamtaka Íslands árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið í stefnu samtakanna. Þingsályktunartillagan er stórt skref í þá átt. Við blasir að stofnaður verði Hofsjökulsþjóðgarður* með Þjórsárver í suðri (Norðlingaölduveita hefur loks verið slegin af),** Kerlingafjöll í ...

Skógræktarfélag Reykjavíkur velur borgartré árlega í samstarfi við Reykjavíkurborg. Borgartré 2011 verður formlega útnefnt laugardaginn 20. ágúst kl. 11:00.

Dagskrá:
Kl. 10:45 Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytur þrjú lög og kynnir hún sérstaklega hvert og eitt þeirra. Þau tengjast öll fuglum og trjám, skógi.
Kl. 11:00 Jón Gnarr borgarstjóri kynnir Borgartréð 2011 og afhjúpar skjöld.
Kl. 11:10 ...

Í dag erum við orðin háð handfylli grænmetis- og ávaxtategunda til fæðuframleiðslu heimsbyggðarinnar en arfleifð okkar taldi þúsundir tegunda sem nú eru horfnar af sjónarsviðinu. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hve margar tegundir hafa horfið á síðustu öld, en rannsókn Rural Advancement Foundation International sem bar saman gögn um framboð á fræjum á almennum fræmarkaði árið 1903 ...

18. ágúst 2011

Samfelldar mælingar á styrk CO2 (koltvísýrings) í lofthjúpnum hófust árið 1957 á Suðurskautslandinu (suðurpólnum) og árið 1958 á Mauna Loa á Hawaii. Þessar mælingar sýndu fljótlega að styrkur CO2 í lofti jókst ár frá ári og var aukningin sambærileg í hitabeltinu og á suðurpólnum.

Við upphaf mælinga var styrkurinn um 315 ppm en árið 2010 var hann orðinn um 390 ...

Kvikmyndin Ge9n verður sýnd í Bíó Paradís þ. 9. september nk.

Ge9n er kvikmynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerðina voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi“. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir ...

Mánudaginn 29. ágúst heldur Vandana Shiva opinberan fyrirlestur í Háskólabíói, kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis.
Vandana Shiva er hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þóunar, umhverfis- og mannréttindamála. Hún er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni og bættrar umgengni við umhverfið.

Vandana Shiva hóf snemma á ferli ...

Hráfæðinámskeið Sollu hafa fyrir löngu skipað fyrsta sæti á sviði fræðslu um hráfæði og er það reyndar raunin víðar en á Íslandi því Solla er heimsfræg í hráfæðibransanum.

Hráfæðinámskeið Sollu eru frábær námskeið fyrir byrjendur í hráfæði. Á þessu námskeiði kennir Solla ykkur matreiðsluaðferðina á bak við hráfæðið og að taka hráfæðið meira inn í matseðilinn, útbúa einfalda, fljótlega, holla ...

Samtök lífrænna neytenda standa fyrir sýningu heimildamyndarinnar um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:00.

Myndin er söguleg heimildamynd um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur sem trúði á hugmyndfræði Rudolfs Steiners og leiðarljós frelsarans til að breyta félags- og uppeldismálum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Frásögn af konunni sem óhrædd synti gegn straumnum og ...

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU - öndvegisseturs þ. 29. ágúst nk. kl. 17:00.

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU ...

Framleiðsla á matvörum úr vottuðum sjálfbærum þorskveiðum við Íslandsstrendur uppfyllir alþjóðlegar kröfur

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Akraborg ehf. á Akranesi uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottunin var formlega staðfest með útgáfu vottorðs sem Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri Akraborgar ehf. hefur nú veitt viðtöku.

MSC-rekjanleikavottun (MSC Chain of ...

Næsta laugadag, þann 13. ágúst, verður lífrænn dagur á Sólheimum. Þennan dag koma góðir gestir til Sólheima, má þar nefna að Íris Hera Norðfjörð frá veitingastaðnum Kryddlegnum hjörtum verður gestakokkur, en hún býður gestum uppá lífrænar súpur, sem eru hennar sérgrein, ásamt lífrænu brauði og salati frá Sólheimum. Hátíðin verður í Grænu könnunni, kaffihúsi Sólheima og verða söluaðilar, framleiðendur og ...

Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 20 verður boðið upp á fræðslugöngu um Grasagarðinn þar sem skipulag garðsins og ný stækkun verða kynnt.

Í ár fagnar Grasagarður Reykjavíkur 50 ára starfsafmæli en garðurinn var stofnaður 18. ágúst 1961 og skipar garðurinn stóran sess í garðsögu Íslands. Garðurinn hefur þróast mikið á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun hans. Í upphafi ...

Hráfæðikokkurinn Kate Magic frá Brighton í Englandi verður með tvö námskeið hér á íslandi, dagana 19. & 21. ágúst.

Námskeiðin eru tvennskonar:
Föstudeginum 19. ágúst verður Kate með fyrirlestur þar sem hún fer í Hráfæði heimspekina og hvernig auðvelt er að skipta um mataræði sem og gæði þess að vera á góðu mataræði.

Sunnudaginn 21. ágúst verður Kate með sýnikennslu ...

Linda Pétursdóttir, heilsuráðgjafi í Washington DC í samvinnu við Mann Lifandi, kynnir "tíu daga hausthreinsun".

Um er að ræða tíu daga milda hreinsun með hollustufæði þar sem þú hlúir daglega að eigin líkama og sál. Á námskeiðinu lærir þú hver máttur heilsufæðis er og hvernig neysla þess hefur jákvæð áhrif á vellíðan þína. Á námskeiðinu er enginn skortur á mat ...

Ari Hultqvist, áður verslunarstjóri í Yggdrasil, starfrækir nú sölubás fyrir lífrænar og íslenskar vörur á miðju Lækjartorgi undir nafninu LÍFgRÆNT en markaðurinn er rekinn í samvinnu við Græna Hlekkinn.

Á torginu selur Ari grænmeti, brauð, kökur, sultur, safa, söl, þara, fjallagrös, te o.fl. frá öllum helstu framleiðendum lífrænna vara á Íslandi auk þess sem hann selur lífræna innflutta ávexti ...

Jörðin úr geimnumÍ myndaröð National Geographic má sjá áhrif hnattrænnar hlýnunar. Sama hverjar menn telja ástæður hlýnunarinnar þá eru afleiðingarnar hrikalegar. Ekki síst fyrir mannskepnuna og umsvif hennar. Mörg stærstu samfélög heims eru við strandlínuna og eiga þau undir högg að sækja hækki yfirborð sjávar eins og útreikningar vísindamanna gera ráð fyrir. Hér fyrir neðan má sjá tengla á þessar myndir.

04. ágúst 2011

Grænn vöxtur kemur fram sem svar við einhverjum þeim alvarlegustu áskorunum sem heimurinn glímir við í dag. Nauðsynlegar tæknilausnir eru til. Nauðsynlegt fjármagn er til staðar. Sérfræðingar hafa greint áskoranirnar og komið fram með fjölmargar tillögur fyrir þá sem móta eiga stefnuna. Þrátt fyrir það skortir enn samræmingu og nauðsynlegan hraða á umbreytingunum yfir í grænt hagkerfi til að koma ...

Langisjór og hluti af Eldgjá og nágrenni hafa nú verið friðlýst og hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gefið út reglugerð þar um. Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps gengu frá samkomulagi um gjörðina. Innan þessara svæða eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu. Að auki hefur svæðið mikið útivistar-, fræðslu- og vísindagildi.

Friðlýsingin er liður í stækkun þjóðgarðsins, um 420 ...

01. ágúst 2011

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Skilaboð: