Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. hlaut í gær viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Rannveig Grétarsdóttir stofnaði og stýrir Eldingu og hefur gert fyrirtækið að einu framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála en Elding hefur EarthCheck vottun og Bláfánaveifuna.

Náttúran.is óskar Rannveigu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Ljósmynd: Rannveig Grétarsdóttir, af vef Eldingar.

 

Messages: