Náttúran birtir nú annað sáðalmanak fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...

Nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem ber heitið Vakinn, verður formlega ýtt úr vör í Sunnusal Radisson Blu Hótel Sögu þriðjudaginn 28 febrúar kl 14:30. Í framhaldinu verða kynningarfundir haldnir víða um land.

Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa um nokkurt skeið unnið að þróun metnaðarfulls gæðakerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og binda aðstandendur kerfisins  miklar vonir við að VAKINN ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands hafna því alfarið að nánast allt suðvesturhorn landsins verði  gert að einu samfelldu orkuvinnslusvæði eins og gert er ráð fyrir í drögum að þingsályktun að Rammaáætlun. Samtökin skora á þingmenn Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmanna að koma í veg fyrir að mikilvægum útivistarsvæðum og náttúruperlum verði fórnað undir orkunýtingu sem muni t.d. stórskaða möguleika til uppbyggingar ferðaþjónustu á ...

,,Draumur allra íslenskra stjórnmálamanna er að vera í ríkisstjórn á þensluskeiði með ríkissjóð fullan af peningum". Þessi orð fyrrverandi ráðherra á opnum fundi rifjuðust upp fyrir mér í dag að gefnu tilefni. Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið svo langt leiddir á þessu sviði að þeir hafa t.d. fórnað fiskistofnum, náttúruperlum á hálendinu og sparnaði heilu kynslóðanna í skiptum fyrir safarík ...

Samtökin Sól á Suðurlandi átelja fréttastofu Stöðvar 2 fyrir einhliða og villandi fréttaflutning af mögulegum tekjum af virkjunum í Þjórsá. Samtökin velta fyrir sér tilgangi slíkrar fréttamennsku, sem virðist fremur vera að hafa mótandi áhrif á skoðanir fólks en flytja því fréttir.

Í fréttum Stöðvar 2 hinn 22. febrúar flutti Kristján Már Unnarsson frétt um mögulegar tekjur Landsvirkjunar ef ráðist ...

Hollustumerkið Skráargatið verður tekið upp á Íslandi á næstunni. Þar með eiga neytendur að geta gengið að því vísu að matvæli sem merkt eru með þessu merki uppfylli þá kröfu að vera hollust í sínum flokki. Myll- an hefur beðið spennt eftir þessari leið til þess að koma á framfæri hollum vörum sínum, að sögn Iðunnar Geirsdóttur, matvælafræð- ings hjá fyrirtækinu.

Skráargatið ...

23. febrúar 2012

Græna netið, félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina stendur fyrir fundi undir heitinu Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi? á Sólon Íslandus, efri hæð þ. 28. febrúar frá kl. 12:00 til 13:00.

Þingmennirnir Mörður Árnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ræða kosti og galla ESB aðildar fyrir umhverfi og náttúru Íslands ...

23. febrúar 2012

Landvernd hefur stofnað til gönguhóps í því augnarmiði að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir. Ekki er boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir/þær búa ...

Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum og hér á Íslandi auðvitað.

Eins og undanfarin ár var Solla aftur tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Solla hefur oft komist langt en að þessu sinni vann vann hún ...

Sl. þriðjudag lagði Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra fram á Alþingi skýrslu um heildstæða Orkustefnu fyrir Ísland en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí 2009 er kveðið á um að mótuð verði stefna þar um. Orkustefnunni er ætlað að vera grundvöllur og viðmið ákvarðana er varða orkumál og skulu ákvarðanir stjórnvalda jafnan vera í sem bestu samræmi við stefnuna.

Skýrslan ...

Á föstudaginn voru veitt verðlaun í ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs en afhendingin átti sér stað í Norræna húsinu.

Í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og 20 ára formlegu afmæli Yrkjusjóðs árið 2012 ákvað sjóðurinn að efna til ljóða- og ritgerðasamkeppni meðal grunnskólabarna síðasta haust. Þema samkeppninnar var ,,Þetta gerir skógurinn fyrir mig“. Er það tilbrigði við meginstef Alþjóðlegs árs ...

Félagið Matur- Saga- Menning býður til fundar um kornrækt og kornneyslu fyrr og nú. Kornrækt hefur aukist á Íslandi og margar nýjungar komið fram. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20:00 - 22:00 í Matvís, Stórhöfða 31 110 Rvk, aðkoma að neðanverðu við húsið.

Framsögumenn eru:

 • Jónatan Hermannsson - Kornrækt fyrr og nú.
 • Eymundur Magnússon í Vallanesi - Kornrækt, framleiðsla ...
 • Fimm félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og fagfélög kennara hafa sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðherra eftirfarandi áskorun vegna hugmynda um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands í því söluferli sem nú stendur yfir á húsnæðinu í Öskjuhlíðinni:

  „Undirrituð samtök hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel hugmyndir um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns ...

  16. febrúar 2012

  Morgunverðarfundur Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. febrúa kl. 8.30–10.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (þingsal 3).

  Dagskrá:

  08:15 – 08:30 Skráning og morgunverðarhlaðborð.
  08:30 – 09:00 Samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hræsni eða heilindi? - Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.

  09:00 – 09:15 Síminn og samfélagsábyrgð - Anna Björk Bjarnadóttir ...

  14. febrúar 2012

  Svanurinn efnir til ráðstefnu fyrir Svansleyfishafa, umsækjendur og aðra áhugamenn um Svaninn þann 23. febrúar næstkomandi í Hvammi á Grand hótel Reykjavík, kl. 9 - 11.30. Fjallað verður um ýmsar hliðar á starfssemi Svansins og helstu verkefni.

  Dagskrá

  09:00 - 09:05 Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra
  09:05 - 09:25 Svanurinn í norrænu samhengi - Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
  09 ...

  Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 11:30-13:30 gengst Ferðamálastofa fyrir málþingi á Grandhótel í Reykjavík um markaðssetningu innanlands undir yfirskriftinni Ísland allt árið, fyrir Íslendinga líka?

  Dagskrá:

  Kl. 11:30    Súpa og brauð borið fram.
  Kl. 11:50    Setning: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri
  Kl. 12:00    Vörmerkið Ísland - fyrir hvað stendur það í hugum Íslendinga? - fyrir hvað á það að ...

  13. febrúar 2012

  Þekkir þú Euro Velo? Hefur þú hjólað yfir Ísland? En í kringum Reykjavík?
  Fjarlægur draumur – eða ekki svo mjög. Gæti efling hjólaferðamennsku verið þakklátt, umhverfisvænt og sjálfbært skref fyrir farsæld þjóðar til framtíðar?

  Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi er heitið á málþingi sem haldið verður þ. 24. febrúar nk. fyrir tilstuðlan samstarfshóps um merkingu hjólaleiða á Íslandi. Hvar erum við ...

  Sesseljuhús er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Þar fer fram fjölbreytt fræðsla um umhverfismál og sjálfbæra þróun og er m.a. boðið upp á umhverfisnám fyrir bandaríska háskólanemendur. Haldin eru málþing, fundir og námskeið þar sem allir eru velkomnir. Sesseljuhús sér einnig um rekstur Gistiheimilis Sólheima.

  Starfssvið

  • Frekari uppbygging á starfsemi Sesseljuhúss.
  • Frekari uppbygging á Gistiheimili Sólheima ...

  Ísland liggur nú á teikniborði Alþingis með tilkomu 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Áttatíu virkjunarhugmyndir eru uppi, velflestar á svæðum sem eru einstök fyrir stórbrotið landslag og náttúrufegurð. Framtíðarlandið blandar sér í þessa umræðu með því að setja nýjan vef í loftið með Náttúrukortið í forgrunni. Þar geturðu flogið yfir landið ...

  10. febrúar 2012

  Hugmyndir eru uppi hér á landi um að koma á laggirnar nýju samgöngukerfi sem miðar að því að fjölga valkostum í samgöngum og draga úr þörf almennings á að eiga marga bíla á hverju heimili.

  Um er að ræða svokallað skyndibílakerfi þar sem hægt er að leigja bíla til lengri eða skemmri tíma, eftir nýstárlegum leiðum, en að fyrirmynd sem ...

  09. febrúar 2012

  Kynningarfundur um umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka* um drög að tillögu að þingsályktun um verndun og orkunýtingu landssvæða verður haldinn í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 12:00-13:30.

  Framsöguerindi flytur Rannveig Magnúsdóttir sem ritstýrði umsögn samtakanna. Almennar umræður í lokin.

  Á næstu dögum má vænta endanlegrar þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og orkunýtingu landssvæða. Í nóvember síðastliðnum skiluðu þrettán náttúruverndarsamtök ...

  06. febrúar 2012

  Læknadeild HÍ býður nú upp á námskeið á MS stigi sem er opið nemendum Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námskeiðið verður kennt sem lotunámskeið aðra vikuna í ágúst. Samkvæmt kennsluskrá er efni námskeiðsins lýst á eftirfarandi hátt:

  Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki í margskonar grundvallarrannsóknum í lífvísindum. Hún hefur einnig verið ...

  Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár var Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Nú er ljóst að Solla er komin í úrslit og því hvetur

  Við hvetjum alla þá sem þekkja ...

  Sesseljuhús umhverfissetur á Sólheimum er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Þar fer fram alhliða fræðsla um sjálfbærni og umhverfismál fyrir nemendur á grunn- og háskólastigi auk málþinga, funda og námskeiða hvers konar. Hægt er að leigja húsið út ásamt gistingu fyrir hvers lags viðburði. 

  Það sem bar hæst árið 2011 var:

  Janúar:

  • Sesseljuhús tilnefnt til Menntaverðlauna Suðurlands ...

  Efnisorð:


  Grænar síður aðilar

  Skilaboð: