Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin bjóða til hádegisfyrirlesturs undir yfirskriftinni „Vatnsmiðlun og lífið“ þar sem Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um samspil vatns og jarðvegs.

Erindið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, fimmtudaginn 7. júní og hefst kl. 12:10.

Mold er mikilvægur liður í hringrás vatnsins á jörðinni. Jarðvegsvernd er því sérlega þýðingarmikil en ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2012 verður haldinn að Veitingahúsinu Árhúsum, Rangárbökkum við Hellu, miðvikudaginn þann 6.júní, kl. 20:30 - 23:00.

Dagskrá:

 1. Setning fundar og skipan fundarstjóra og ritara
 2. Skýrsla formanns og stjórnar
 3. Ársreikningur 2011  lagður fram til afgreiðslu
 4. Ákvörðun um félagsgjald
 5. Inntaka nýrra félaga
 6. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna
 7. Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum verður flutt erindi um umhverfismál ...

Reykjavíkurborg er tilbúin að veita nokkrum háskólanemum leyfi til að koma sjö hjólaleigustöðvum fyrir víðsvegar um borgina.

Nokkrir nemendur við Háskólann í Reykjavík unnu að verkefni í nýsköpunaráfanga í vor þar sem markmiðið var að meta hvort að hjólaleiga, líkt og er til staðar í mörgum stórborgum, væri raunhæfur möguleiki hér á landi.

„Þetta ætti algjörlega að vera raunhæft. Með ...

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSV) afhentu í gær Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina „Reykjanesskagi - Ruslatunnan í Rammaáætlun“. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Fjöldi mynda prýðir bókina en Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, er höfundur hennar. Bókin er gefin ...

Miðvikudaginn 13. júní flytur einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, prófessor Michael Mann við Penn State University, fyrirlestur á vegum EDDU – öndvegisseturs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 12.00–13.30 í í Odda, stofu 101.

Í fyrirlestrinum, sem ber heitið „The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines“, fjallar Mann um rannsóknir sínar og ...

Munu Alþingismenn fórna náttúruperlum á Reykjanesskaga og Suðvesturlandi fyrir ótímabæra orkuvinnslu. Nú eru síðustu forvöð að láta í sér heyra ef þú ert ósátt/ósáttur við að allt að 12 af 15 virkjunarhugmyndum á Suðvesturlandi verði að veruleika. Hvað vilt þú?

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til baráttufundar til bjargar náttúruperlum á svæðinu, ekki síst í Reykjanesfólkvangi. Að loknum ...

Íslenska Gámafélagið fékk í janúar á þessu ári fyrst sorphirðufyrirtækja úttekt á umhverfisstjórnunarmálum fyrirtækisins. Utanaðkomandi fagaðili,  BSI, sem sérhæfa sig í vottun fyrirtækja vottaði einnig gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins. Hluverk BSI er að taka út starfsemi Íslenska Gámafélagsins og vinnuferla.

Íslenska Gámafélagið fékk staðfesta gæðavottunina ISO 9001 og umhverfisstaðailinn 14001. BSI staðfestir þannig vinnubrögð Íslenska Gámafélagsins og að þau séu í stöðugum ...

Bókin Náttúrutúlkun - Handbók er komin út hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir skrifaði bókina en gerð hennar styrktu Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar, Vinir Vatnajökuls, Umhverfisráðuneytið og Ferðamálastofa.

Náttúrutúlkun er áhrifarík aðferð sem er notuð við fræðslu á vinsælum útivistarsvæðum víða um heim, svæðum sem hafa meðal annars að geyma einstakar náttúru- og menningarminjar. Aðferðir náttúrutúlkunar má einnig nota í kennslu með ...

Í áraraðir hefur Herdís Þorvaldsdólttir kveðið sér hljóðs, á fundum, í blöðum og alls staðar sem hún hefur stigið niður fæti, og bent á það, með góðum rökum, að lausaganga búfjár sé aðal-umhverfisvandi Íslendinga.

Oftar en ekki hefur hugprútt fólk látið sem hér væri um nöldur í elliærri kerlingu að ræða og frekar þótt uppákoman fyndin en nokkuð annað. Eru ...

Borgarstjórn Los Angeles-borgar í Bandaríkjunum samþykkti í gær nánast samhljóða að banna notkun einnota plastpoka í matvöruverslunum.

Talið er að um 2,300 miljarðar plastpoka séu notaðir í borginni árlega. Bannið tekur gildi í áföngum á næstu 16 mánuðum. Sams konar bann er í gildi í um 45 borgum og bæjum í Kaliforníu.

Miðvikudaginn 30. maí mun Fred W. Allendorf yfirprófessor (Regents Professor) í líffræði við University of Montana í Bandaríkjunum og rannsóknaprófessor (Professorial Research Fellow) við Victoria University of Wellington á Nýja-Sjálandi halda fyrirlestur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem nefnist Evolution Today: Return of the Bed Bugs.

Útdráttur erindisins er eftirfarandi:

„I will discuss the importance of understanding the principals of evolution in ...

Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísraelska fyrirtækisins Protalix Biotherapeutics á lyfi úr erfðabreyttum plöntufrumum. Því miður veita staðhæfingar í greininni ranga mynd af framleiðsluaðferð Protalix og gefa til kynna að íslenska fyrirtækið Orf Líftækni framleiði erfðabreytt lyfjaprótein með sömu aðferðum og Protalix. Í greininni segir að Protalix sé „fyrst í heiminum til að koma á markað ...

aðvörunarkefir almannavarnaViðvörunarkerfi sem getur sent neyðarskilaboð (sms) í farsíma vegna hættu hefur verið þróað til notkunar fyrir almannavarnir hér á landi. Kerfið virkar með þeim hætti að hægt er að senda boð um yfirvofandi hættu í farsíma til íbúa og ferðamanna á ákveðnum svæðum svo fremi að þar sé farsímasamband. Eftir að landsvæði hefur verið valið getur Neyðarlínan kallað fram alla ...

Ómar Ragnarsson flaug yfir Hellisheiðarvirkjun í liðinni viku og tók mynd af nýrri tjörn sem hefur myndast skammt frá virkjuninni. Grunsemdir vöknuðu um að svokallað affallsvatn frá virkjuninni hefði safnast þarna fyrir, en samkvæmt starfsleyfi á Orkuveita Reykjavíkur að dæla vatninu niður í a.m.k. 800 djúpar holur vegna hugsanlegra mengandi áhrifa affallsvatns á grunnvatn og til að koma ...

Ráðstefna um náttúru og umhverfi í skólastarfi  verður haldin fimmtudaginn 24. maí kl. 13:00 í Skriðu, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Dagskrá:

 • 13:00 Setning
 • 13:10 Líffræðinám úti við – meiri þörf en nokkurn tíma áður: Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor við Menntavísindasvið
 • 13:45 Naflagras: Brynhildur Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Garðaskóla
 • 14:20 Rannsóknir og þróun á sviði sjálfbærni: Allyson Macdonald prófessor við ...

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands efna til gönguferðar um Eldvörp og Eldvarpahraun á annan í hvítasunnu. Lagt verður af stað frá Húsatóftum við Grindavík kl. 11:00.

Gengið verður eftir Árnastíg, gamalli þjóðleið sem Staðhverfingar notuðu til ferða milli Húsatófta og Njarðvíkur. Liggur hún í gegnum áhugavert hraunið sem kennt er við Sundvörðu. Þaðan er haldið inn á svokallaðan Brauðstíg.

Við Brauðstíg, skammt ...

Umhverfissinninn Olli Manninen frá Finnlandi hlýtur eftirsóttustu umhverfisverðlaun Norðurlanda þetta árið og verðlaunafé að andvirði 350.000 danskra króna. Verðlaunin eru veitt fyrir framlag hans til varðveislu skóga á Norðurlöndum og uppbyggingu tengslanets á Norðurlöndum til að virkja grasrótarsamtök á umhverfissviðinu.

22. maí er dagur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika. Margar tegundir og landsvæði eru í útrýmingarhættu þrátt fyrir alþjóðlega ...

Á liðnu ári setti Norræna ráðherranefndin af stað svokölluð „kyndilverkefni“ á þeim sviðum sem nefndin telur mest knýjandi fyrir framtíð atvinnu- og nýsköpunar á Norðurlöndunum. Verkefni um „grænan hagvöxt og velferð“  er eitt þeirra verkefna sem lýtur forystu Íslands og er á ábyrgð iðnaðarráðuneytis. Formaður verkefnisstjórnar er Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Norðurlöndin standa frammi  fyrir mikilvægum áskorunum á ...

Þann 24.maí næstkomandi stendur Vistbyggðarráð fyrir ráðstefnu um vistvæn byggingarefni. Ráðstefnan ber yfirskriftina, Efnið skapar andann. Vistvæn byggingarefni og áhrif þeirra á innivist og hönnun.

Ráðstefna er haldin á Hótel Reykjavík Natura, fimmtudaginn 24. maí frá kl. 9:00-13:00, en í tengslum við ráðstefnuna höfum við boðið framleiðendum og söluaðilum að  kynna vörur sínar.

Á ráðstefnunni verður sjónum ...

Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, mánudaginn 21. maí nk. í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir! Sjá dagskrá í viðhengi og hér að neðan.

Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni ...

Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Umhverfisráðuneytið stendur fyrir málþingi um Árósasamninginn, þar sem fjallað verður um upplýsingagjöf og samráð í umhverfismálum og aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ákvarðanatöku í umhverfismálum. Málþingið fer fram miðvikudaginn 30. maí næstkomandi í Þjóðminjasafninu frá kl. 13:00 til 16:30. Það er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

Alþingi samþykkti síðastliðið haust fullgildingu Árósasamningsins og tóku lög þar ...

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda „Soils, Governance and Society“ verður haldin mánudaginn 4. júní 2012, kl. 8:30–16:00, á Radisson BLU Hótel Sögu, Hagatorgi (Katla, norður inngangur, 2. hæð).

Ráðstefnan fer fram á ensku, er öllum opin og aðgangur er ókeypis.Landgræðsla ríkisins, The University of New England (Ástralía) og The Pennsylvania State University (Bandaríkin) munu í ...

Náttúran hefur gert forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem á að einfalda flókinn heim endurvinnlu á Íslandi. Þar má finna lista og upplýsingar um alla flokka endurvinnslu hér á landi og hvar móttöku þeirra er að finna. Einnig er reynt að upplýsa, innan þeirra marka sem hægt er, hvenær viðkomandi stöðvar eru opnar.

Persónuvernd

Forritið safnar engum gögnum um notanda ...

Matís leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu. Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna sem hefja munu störf á Patreksfirði á næstu dögum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi.  Starfsmennirnir fjórir munu starfa ...

Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir borgarafundi í Iðnó þriðjudagskvöldið 15. maí frá kl. 20:00 til 22:00 undir heitinu: „Náttúran, auðlindirnar og nýja stjórnarskráin – Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á auðlindanýtingu og náttúruvernd?“

Tilefnið er boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp að nýrri stjórnarskrá í haust.

Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:

 • Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar
 • Gísli Tryggvason, lögmaður
 • Kristinn Einarsson, yfirverkfræðingur ...

Plága ofur-illgresis sem breiðist hratt út og sem á möguleika á því að taka yfir ræktanlegt land í Bandaríkjunum verður ekki svo auðveldlega stöðvuð, og bændur og embættismenn þurfa að breyta starfsháttum sínum ef takast á að varðveita matvælaframleiðsluna, sögðu landbúnaðarsérfræðingar núna á fimmtudaginn.

„Þetta er flókið vandamál,“ segir illgresissérfræðingurinn og vísindamaðurinn David Shaw í innleggi sínu á ráðstefnu illgresissérfræðinga ...

13. maí 2012

Nú stendur yfir herferð um yfirtöku á náttúruauðlindum landsins. Við eigum land, fisk og orku.  Græðgisöflin eru á eftir öllu þessu.  Hér eru nokkur dæmi:

Landið
Þeir sem hafa verið að rækta erfðabreytt bygg með mannlegum vaxtarþáttum eins og IGT-1 í gróðurhúsum (Sjá frétt um rof hjá Barra á Ruv.is) eru nú að stefna að útiræktun, eftir ,,rannsóknaræktun” á ...

Fyrsta bláa endurvinnslutunnan var afhent í Kópavogi í gærmorgun.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, færði Guðrúnu Benediktsdóttur, íbúa í Brekkusmára í Kópavogi, fyrstu tunnuna. Fram kemur í tilkynningu Kópavogsbæjar að á næstu dögum og vikum verði tunnum dreift til allra bæjarbúa.

„Kópavogsbær er fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að bjóða slíka þjónustu. Þar með geta bæjarbúar flokkað sorp beint í ...

10. maí 2012

Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari með meiru heldur jógakennaranámskeið í Bláfjöllum dagana 2.- 13. ágúst.

Kristbjörg býður einnig til „Vorhreingerningar“ dagana 16. maí - 30. maí en hún hún kallar það „listina að detoxa á auðveldan og léttan máta með gleði og krafti“.

Vorið er rétti tíminn til að hreinsa líkamann með breyttu mataræði og jafnvel föstu fyrir þá sem eru tilbúnir að ...

Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45. Dagskrá fundarins (sjá hér að neðan) og lagabreytingatillögur stjórnar félagsins sem hún leggur fram á fundinum má nálgast sjá hér. Núgildandi lög félagsins má finna hér á vefsíðu samtakanna.

Sérstök athygli er vakin á erindi Valgerðar Halldórsdóttur ...

09. maí 2012

Fjarðarþrif ehf. er ræstingarfyrirtæki sem er staðsett á Eskifirði og er jafnframt tuttugasti leyfishafi Svansins á Íslandi. Náttúran óskar Fjarðarþrifum til hamingju með metnaðinn og viðurkenninguna sem felst í að hafa náð viðmiðum Svansins.

Kröfur Svansins fyrir ræstiþjónustu:

 • Strangar kröfur um efnanotkun. Að minnsta kosti 50% hreinsiefna verða að vera umhverfismerkt, bann við notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu og ...

Stórefla á almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum og tvöfalda hlutdeild þeirra í umferðinni. Ríkið mun veita tíu milljarða króna í verkefnið á tímabilinu. Fulltrúar Vegagerðarinnar, ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir samning þess efnis á mánudag.

Samningurinn hefur verið í undirbúningi lengi. Meginmarkmið og tilgangur þessa tilraunaverkefnis er meðal annars að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ...

09. maí 2012

Matvælastofnun - MAST boðar til Samráðsþings n.k. föstudag kl. 13-16 á Hilton Reykjavík Nordica (2,h.).  Tilgangur samráðsþingsins er að styrkja samskipti Matvælastofnunar við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini. Þemað að þessu sinni verður áhættugreining og eftirlit og munu sjónarmið stofnunarinnar og ýmissa hagsmunahópa koma fram. Að loknum framsöguerindum hefjast pallborðsumræður þar sem fundargestum verður gefinn kostur á að koma sínum ...

Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012.  Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar.  Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir ...

Alþjóðleg ráðstefna um útinám og náttúruleg leiksvæði verður haldin á Menntavísindasviði  Háskóla Íslands, Reykjavík frá 31. maí til 2. júni 2012.

Ráðstefnan mun skapa vettvang fyrir fagfólk og almenning til að deila þekkingu og reynslu á þessu sviði, með því að bjóða upp á fyrirlestra, umræður, kynningar og vinnusmiðjur.

Fyrirlesarar hafa fjölbreytan bakgrunn í félags- og uppeldisfræðum, frístunda- og ungmennastarfi ...

07. maí 2012

Fyrir miðnætti í kvöld, mánudaginn 7. maí, er síðasti dagur til að skila inn athugasemdum vegna Rammaáætlunar til Alþingis. Mikilvægt er að allir sem vettlingi geta valdið sendi inn athugasemdir vegna þess að magnið getur haft áhrif.

Rammaáætlun heyrir undir Atvinnuveganefnd.

Hér er dæmi um bréf/tölvupóst sem þið gætuð sent:

„Ég, (nafn og kennitala), geri alvarlegar athugasemdir við að ...

Sumarið 2011 var framkvæmt tilraunaverkefni á tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar, sem var styrkt að hluta til af Ferðamálastofu: „fjölbreyttar endurvinnslutunnur á ferðamannasvæðum“ Verkefni þetta var sett af stað af Rökstólar Samvinnumiðstöð ehf. í samstarfi við Dalvíkurbyggð, og Promens Dalvík hf.,

Takmarkið með þessari tilraun var að reyna að prufa mögulegar lausnir fyrir innlendar endurvinnslustefnur sem hægt væri að nota á ferðamannastöðum. Eftirfarandi ...

Eftir hrun hóf Jónas Guðmundsson í Bolungarvík að velta fyrir sér hvernig hægt væri að fá fólk til að samnýta bíla sína betur og eftir miklar pælingar, fyrirspurnir, hvatningar og úrdragelsi, svona eins og gengur og gerist fór boltinn að rúlla.

Ferðamálastofa og Samband íslenskra sveitarfélaga lýstu að lokum yfir stuðningi við hugmyndina og hófst Jónas þá handa og setti ...

Yfir eitt hundrað manns sóttu málþing Landverndar og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi í Norræna húsinu í dag. Til umræðu voru áhrif virkjana í Hólmsá og Skaftá.  

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur ræddi um einstaka jarðfræði svæðisins, en frá Eldgjá og Lakagígum hafa runnið mestu hraunflóð á jörðinni á sögulegum tíma. Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður dró fram sérstöðu lífríkis sem felst ekki ...

Sunnudaginn 6.maí kl. 11 verða fuglar í fyrirrúmi í Grasagarði Reykjavíkur. Í samstarfi við Fuglavernd verður ljósmyndasýningin Fuglablik opnuð í Café Flóru, nýuppfærður upplýsingaveggur um fuglana í garðinum afhjúpaður  og að auki verður boðið upp á fuglagöngu um garðinn undir leiðsögn félaga úr Fuglavernd.

Ljósmyndasýningin Fuglablik er farandsýning Fuglaverndarfélags Íslands og er hún tileinkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni ...

Ný þingsályktunartillaga um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera (EBL) var lögð fram á Alþingi fyrir rúmum mánuði síðan (667. mál, þingsályktunartillaga á 140. löggjafarþingi, þingskjal 1073, http://www.althingi.is/altext/140/s/1073.html). Þetta er önnur tillagan um þetta mál, sem lögð hefur verið fram á einu og hálfu ári, en sú fyrri (450. mál, þingsályktunartillöga á 139 ...

Samtök lífrænna neytenda standa fyrir sýningu á hinni margverðlaunaða kvikmynd „Queen of The Sun" sem farið hefur sigurför um Bandaríkin og vakið athygli á brýnu málefni. Myndin verður sýnd í Norræna húsinu mánudaginn 7. maí nk.kl. 20:00.

Þetta er fyrsta heimildarmyndin í fullri lengd sem fjallar um þá auknu hættu sem steðjar að býflugum eins og erfðabreyttar plöntur ...

Önnur ályktun Náttúruverndarþings 2012 frá hópi um náttúruvernd og ferðmennsku hljómar þannig:

Náttúruverndarþing 2012 vill að tryggt verði með öflugri stefnumótun og samvinnu mismunandi hagsmunaðila, þ.m.t. heimamanna, að aukinn ferðamannastraumur á láglendi og hálendi komi ekki frekar niður á náttúrugæðum en nú er. Nýting auðlindarinnar verður að vera sjálfbær bæði til styttri og lengri tíma litið. Í þessu ...

Sunnudaginn 6. maí efna Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands til gönguferðar í Krýsuvík. Þátttakendur hittast á bílastæðinu í Seltúni kl. 11:00.

Byrjað verður á því að skoða hverasvæðið í Seltúni með allri sinni litadýrð. Þaðan verður gengið upp Ketilstíginn, hluta gamallar þjóðleiðar sem lá milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur yfir Sveifluhálsinn. Stórgott útsýnið yfir Krýsuvík og Móhálsadal verður skoðað ofan af hálsinum. Gengið ...

Hvert er markmiðið með rekstri fyrirtækja og hvert er framlag þeirra til samfélagsins? Er hugmyndin um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja tískubóla í stjórnun, „mjúk“ reglusetning, eða aðferð til að styðja við samfélagslega og umhverfislega framþróun?

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Festa bjóða til morgunverðarfundar samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 4. maí 2012 frá kl. 8 ...

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Skilaboð: