Endurvinnslukortið IconNáttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.

Tilgangur Endurvinnskortsins er að fræða um flokkun og endurvinnslu og einfalda leit að réttum stað fyrir hvern ...

Rakst á þessa grein á netinu, á ensku reyndar, sem margir gætu haft gaman að. Oft heyrir maður sögur af lækningarmætti hins og þessa og hér er samantekt á þessum ágætu meðulum sem leynast í flestum elshússkápum. Það ætti ekki að skaða neinn að prófa þetta í hófi en rétt er samt að leita læknis ef um alvarleg veikindi er ...

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tveggja verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn verður hátíðlegur öðru sinni þann 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins voru veitt í fyrsta skipti á Degi íslenskrar náttúru í fyrra. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar ...

Níu norrænir ráðherrar frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, og Álandseyjum samþykktu þann 28. júní 2012, Niðarósayfirlýsinguna um ábyrgð grunnatvinnugreinanna og matvælageirans á grænum hagvexti.

Norðurlönd hafa gott aðgengi að náttúruauðlindum sem geta skapað grundvöll fyrir hagvöxt í framtíðinni. Sjálfbær samfélagsþróun sem tekur mið af framtíðinni og grænt hagkerfi er óhugsandi án þess að tekið sé til framleiðslu ...

Náttúran birtir nú sjötta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum ...

Pólitískur vilji til að setja á laggirnar norrænt skilagjaldakerfi fyrir flöskur og dósir liggur fyrir. Nú hafa nokkrir fulltrúar í Norðurlandaráði ákveðið að beina erindinu beint til norrænu forsætisráðherranna og samstarfsráðherranna til að reyna hraða málinu.

Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs í samstarfi við umhverfis- og auðlindanefndina ræddu þessu mál í sameiningu á miðvikudag á fundi sem haldinn var á Álandseyjum ...

Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem stutt hafa þróun Endurvinnslukorts í formi smáforrits (apps) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Án þeirra hefði okkur ekki verið unnt að vinna verkið og gefa forritið gjaldfrjáls áfram til almennings. Endurvinnslukortið fyrir iPhone og iPad er tilbúið og má nálgast ókeypis í App Store.

Við vonumst síðan til að fleiri ...

Loforð um græna leika átti drjúgan þátt í að Bretar fengu að halda Ólympíuleikana. Græni metnaðurinn hefur þó ekki skilað tilætluðum árangri, margar viðmiðanir sem ekki nást.

Ýmsum umhverfisverndarsinnum gremst þó mest aðkoma stórfyrirtækisins Rio Tinto. Reiðir borgarar í Salt Lake borg í Utah í Bandaríkjunum nota leikana til að vekja athygli á málaferlum gegn Rio Tinto vegna loftmengunar í ...

Fjallahjólaklúbburinn fer í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar þriðjudaginn 26. júní. Hjólað verður um eyjuna og sagan skoðuð, hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og því geta allir notið ferðarinnar, hjólagarpar sem og byrjendur. Þátttakendur þurfa að mæta með eigin reiðhjól – enginn aukakostnaður vegna hjólanna.

Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18 ...

Alþingi hefur samþykkt ný lög um loftslagsmál, sem leysa af hólmi lög nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er fyrsta heildstæða löggjöf á sviði loftslagsmála hérlendis.

Markmið lagasetningarinnar er að meginstefnu tvíþætt. Annars vegar að setja heildarlöggjöf um loftslagsmál og gefa með því málaflokknum tilhlýðinlegan gaum sem sjálfstæðum málaflokki meðal umhverfismála. Með því er loftslagsmálum mörkuð viðeigandi staða í ...

Þjóðir heimsins sammæltust á ráðstefnu SÞ í Ríó um að stefna að sjálfbærri framtíð. Aðalritari SÞ boðaði útrýmingu fátæktar. Fulltrúar 190 ríkja skrifuðu undir samning um að koma á sjálfbærnimarkmiðum.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sendi ákall til þjóðarleiðtoga, viðskiptalífsins og félagasamtaka um að útrýma hungri á jörðinni í ávarpi sínu á Ríó+20 ráðstefnu SÞ í Brasilíu. Ráðstefnunni ...

Það mun taka áratugi fyrir mosa á Hellisheiði að verða samur eftir mengun vegna jarðgufuvirkjana á heiðinni. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðist eyðileggingin eiga rætur að rekja til prófunar á borholunum, en mosagróðurinn er nú að jafna sig hægt en örugglega.

Fyrir fjórum árum kom í ljós að að mosi hafði drepist á stóru svæði við Hellisheiðarvirkjun. Töluverðar líkur eru á ...

24. júní 2012

Nefnd forsætisráðherra um auðlindastefnu boðar til málþings í Hörpu, föstudaginn 22. júní frá kl. 9 til 12 í salnum Rímu.

Á málþinginu mun Arnar Guðmundsson formaður nefndarinnar kynna drög að skýrslu nefndarinnar og helstu tillögur um auðlindastefnu.

Sérstakur gestur málþingsins og fyrirlesari er Philip J. Daniel, yfirmaður skattastefnusviðs Alþjóða gjaldeyrissjóðins og sérfræðingur í skattlagningu auðlinda.

Dr. Daði Már Kristófersson, dósent ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl. 23:09 kvöldið 20. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

1)    Á þessu stigi er erfitt að meta þann árangur sem náðst hefur með samþykkt texta lokayfirlýsingar Ríó +20. Minnt skal á að fyrir 20 árum var niðurstaðan – þrír nýjir alþjóðlegir samningar, Dagskrá 21 og Ríó-yfirlýsingin – harkalega gagnrýnd fyrir metnaðarleysi. Hið sama gerðist þegar Johannesburg Plan of Implementation var samþykkt árið 2002. Á þessari ráðstefnu er vitnað til þessara samþykkta ...

20. júní 2012

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd munu vinna að endurbótum á göngustígum í Þingvallaþjóðgarði um Jónsmessuhelgina, frá föstudegi til sunnudags, 22.-24 júní.

Fólk getur valið um að vinna alla þrjá dagana eða skemmri tíma, til dæmis staka daga án gistingar.

Mjög gott tækifæri til að kynnast hluta af Þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Sjálfboðaliðar tjalda í boði þjóðgarðsins. Matargerð verður að mestu sameiginleg og ...

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur skilað áliti sínu á frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl., með síðari breytingum (innleiðing EES-gerðar).

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingva Má Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu og Eyrúnu Guðjónsdóttur og Ingvar Christiansen frá Landsvirkjun. Umsagnir um málið ...

16. júní 2012

ÞJÓRShÁtíð er tónleikahátíð með meiru sem verður haldin þann 16. júní 2012 í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi, sem er rétt rúmum einum og hálfum tíma frá Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Hugmyndin með ÞJÓRShÁtíð er að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda.

ÞJÓRShÁtíð verður sett kl 13 ...

Nú er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur ræður ekki við brennisteinsmengun á Hellisheiði. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að brennisteinsmengun mun ekki standast heilsuverndarmörk árið 2014 við óbreyttar aðstæður og verða yfir þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett til að verja heilsu almennings, en brennisteinsvetni veldur sjúkdómum í öndunarfærum. Undirrituð náttúruverndarsamtök krefjast þess að fundin verði ásættanleg lausn á málinu.

Eftir ...

Hvernig geta heimili sparað orku? er þýðingarmikil spurning. Engin ástæða er til að sóa orku og sá sem getur dregið úr orkunotkun vinnur bæði sigra fyrir heimilið og umhverfið. Þessari spurningu verður svarað á opinni málstofu á vegum Reykjavíkurborgar 22. júní næstkomandi.

Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópsku orkuvikunni annað árið í röð en hún stendur yfir dagana 18. - 22. júní ...

Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins kynna málþing um mat á ástandi úthaga og leiðir til að nýta þekkingu til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu. Málþingið er öllum opið og verður haldið mánudaginn 18. júní, kl. 14-16 í sal Þjóðminjasafns Íslands og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá:

  • Setning málþings – Hafdís Hanna ...
14. júní 2012

Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 17. júní árið 2012. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að ...

14. júní 2012

Nú getur almenningur um heim allan kosið um það hver séu brýnustu málefnin sem taka þurfi til umræðu á ráðstefnunni Ríó+20 sem hófst í gær. Þessi beini aðgangur fólks að ráðstefnunni er afrakstur verkefnis sem Ríkisstjórn Brasilíu og Sameinuðu þjóðirnar sameinuðust um í aðdraganda ráðstefnunnar. Safnað var hugmyndum um brýn umræðuefni frá 10.000 manns víða um heim. Síðan ...

14. júní 2012

Nýtni, nýtni, nýtni. Umhverfisvænt kynlíf gengur allt út á að vera ekki að henda hlutum endalaust. Það þarf vissulega að setja sig í stellingar og hafa opinn hug en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og allt er vænt sem vel er grænt.

4. Nýttu allt sem hendi er næst.

Eins og áður hefur komið fram er nýting ...

13. júní 2012

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sem ætlar að standa vörð um nýju dýraverndarlögin sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið er að reyna að draga tennurnar úr í frumvarpi sem var lagt fyrir á Alþingi fyrir skömmu þar sem m.a. er lagst gegn því að grasbítum sé tryggð sumarbeit. Einnig leggur ráðuneytið til að áfram verði leyft að gelda unga grísi ...

Greinargerð um túnfífil og njóla í Stykkishólmi var nýlega unnin af Róberti Arnari Stefánssyni og Menju von Schmalensee hjá Náttúrustofu Vesturlands að beiðni Stykkishólmsbæjar. Hér að neðan birtist kafli um vishæfar aðgerðir til að losna við túnfífil þar sem hans er ekki óskað:

Mótvægisaðgerðir
Þegar túnfífill verður mjög aðgangsharður í görðum getur reynst æskilegt að grípa til ...

Nú standa yfir uppfærslur á grunnupplýsingum um aðila og fyrirbæri sem skráð eru á Grænar síður og birtast á Grænum kortum Náttúrunnar. Auk þess vinnum við að gerð Græns Íslandskorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Við hvetjum því alla þá sem skráðir eru á Grænar síður nú þegar að yfirfara skráningar sínar og láta vita ef eitthvað hefur breyst, s.s ...

Í höfuðborg sem vill kalla sig „græna“, í samstarfi við háskóla sem vill komast í hóp þeirra 100 bestu í heiminum í framtíðinni og í skjóli alþjóðlegrar menningarstofnunar sem hýst er í perlu byggingarlistar, erum við í Norræna húsinu að endurvekja og skapa friðland fyrir fugla í einhverju erilsamasta borgarumhverfi sem hugsast getur. Þetta er sannarlega mikil áskorun hérna upp ...

11. júní 2012

Þriðjudaginn 12. júní verður boðið upp á göngu með leiðsögn í Viðey. Þessi önnur ganga sumarsins er helguð fuglalífinu í Viðey, en það stendur í miklum blóma í júní og ungar farnir að skríða úr eggjum. Yfir 30 tegundir fugla verpa í Viðey og því margt spennandi að sjá fyrir áhugasama fuglaskoðara. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari fer fyrir ...

Vefmyndavél hefur verið sett upp í Kverkfjöllum en hún mun án efa nýtast við almenna ferðaskipulagningu og náttúruskoðun.  Auk þess er hrein unun að fylgjast með veðrabreytingum á þessum stað.

Vefmyndavélin sendir myndir á 30 mínútna fresti og veðurstöðin gefur þróun í veðri á 10 mínútna fresti.

Þetta er tilraunaverkefni svo tíminn mun leiða í ljós hversu lengi vefmyndavélin mun ...

Metanframleiðsla hefst á Akureyri snemma á næsta ári gangi áætlanir Norðurorku eftir. Áætluð ársframleiðsla samsvarar eldsneytisþörf um 700 fólksbíla.

Norðurorka hefur þegar borað átta vinnsluholur fyrir hauggas á gömlu sorphaugunum á Glerárdal. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að ráðast í hönnun og byggingu vinnslustöðvar og hefja metanframleiðslu.

Talið er að hér sé hægt að vinna um eina og hálfa milljón rúmmetra ...

07. júní 2012

Í dag 6. júní er umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna og eftir 15 daga hefst Ríó +20, umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem yfir 120 þjóðarleiðtogar munu leggja mat sitt á þann árangur sem náðst hefur - eða ekki - frá því Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun var haldin í Ríó de Janeiro fyrir 20 árum síðan.

Umhverfisverndarsamtök og mjög mörg aðildarríki Sameinuðu ...

Sólin er búin að vera ótrúleg síðustu daga og því leyfði ég mér að kveðja tölvuna og um leið bloggið yfir helgina en er komin aftur. Ég varð að kolamola í sólinni, beraði rassinn í háu grasi og lét mér þá detta í hug að skella inn nokkrum punktum um grænt kynlíf.

Grænt kynlíf er tiltölulega óþekkt hugtak (eða jafnvel ...

05. júní 2012

Evrópsku samtökin Pan Parks Foundation, sem vinna að friðlýsingu náttúrusvæða í Evrópu, hafa sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra náttúruverndarsamtaka vegna afstöðu þeirra til Rammaáætlunar.

Í stuðningsyfirlýsingunni kemur fram að Ísland sé eitt fárra landa í Evrópu sem enn býr yfir stórum ósnortnum náttúrusvæðum. Minnstu framkvæmdir geta valdið umtalsverðum skaða hér á landi vegna þess hve viðkvæm náttúra norðurslóða er.

Pan Parks ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrk voru að þessu sinni er verkefnið Grænt Íslandskort í app-útgáfu sem Náttúran.is vinnur nú að. Samtals var úthlutað 18.900.000.- kr til 27 verkefna.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Sjá nánar um öll verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:

 

Gróskan er mikil í Grasagarði Reykjavikur um þessar mundir og garðurinn verður fallegri og fallegri með hverjum deginum sem líður. Í júnímánuði eru margir skemmtilegir viðburðir á dagskrá; fræðslugöngur, ljósmyndasýningar og tónleikar

Í júnímánuði verður boðið upp á vikulegar fræðslugöngur á föstudögum um garðinn. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Mæting við aðalinngang. Fræðslugöngurnar hefjast kl. 13:00.

Fimmtudagur 7. júní ...

„Hvað munu næstu fjórir áratugir hafa í för með sér?“ er spurning sem ný skýrsla OECD um horfur í umhverfismálum fram til 2050 glímir við. Skýrslan beinir sjónum að fjórum meginatriðum: loftslagsbreytingum, líffræðilegri fjölbreytni, vatni og lýðheilsu og loks umhverfi.

„Mannkynið hefur orði vitni að fordæmalausum vexti og velmegun á síðastliðunum fjórum áratugum, stærð efnahagskerfis heimsins hefur meira en þrefaldast ...

Sunnudaginn 3. júní munu íbúar við Borgarstíg bjóða gestum og gangandi á flóamarkað og götuhátið. Borgarstígur er göngustígur sem liggur á milli Seljavegs, Framnesvegs og Holtsgötu í gamla Vesturbænum.

Á dagskrá verður m.a. kennsla í nytsamlegri endurvinnslu, tónlistaratriði, götulist, sneisafullur markaður af fötum, bókum, plötum, geisladiskum og allskyns geymsludóti.

Náttúran.is gefur gestum og gangandi Græn Reykjavíkurkort og Náttúruspil ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSV) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í kvöldið, 30. maí. Fundurinn var fjölsóttur og fundarmenn lýstu yfir óánægju sinni með hversu margar virkjanahugmyndir á svæðinu lenda í orkunýtingarflokki, eða alls 7 af 15 hugmyndum. 5 lenda í biðflokki og 3 í verndarflokki. Þegar hafa risið 4 jarðvarmavirkjanir á svæðinu.

Á fundinum töluðu Sigmundur ...

Íslenska Gámafélagið fagnar fyrst sorphirðufyrirtækja vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi en fyrirtækið hlaut á dögunum ISO 14001 vottun. Í tilefni þess bjóða öllum Íslendingum í pylsupartý og opið hús á laugardaginn milli 13:00-16:00.

Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins munu fræða fólk um flokkun, jarðgerð, metanbreytingar, metan, lífdísel, þann góða starfsanda sem ríkir hjá fyrirtækinu og margt fleira. Einnig verður margt í boði fyrir ...

Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Skilaboð: