Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp ...

Í frétt á Guardian segir að niðurstöður vísindamenn hafi leitt í ljós að með fjölgun jarðarbúa í 9 milljaraða árið 2050 og vaxandi vatnsskorti í heiminum þurfum við að tileinka okkur aðrar matarvenjur. Kjötframleiða útheimtir gríðarlegt magn vatns og ljóst er að við verðum að gerast grænmetisætur til að brauðfæða heiminn.

En þetta eru engin ný sannindi og snerta fleiri ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)

Nú er háuppskerutími hinna bláu berja bláberjarunnans (Vaccinium uliginosum) þessum yndislegu vítamín-, (séstaklega C- og E-vítamín) trefja- og andoxunargjöfum sem fást ókeypis úti í móa út um allt land.

Margt er hægt að gera til að geyma þau til vetrarins. Klassíska bláberjasultan stendur alltaf fyrir sínu en einnig er hægt að gera hráberjasultu, sem geymist þó ekki lengi. Fersk bláber ...

Eftirlit með efnum, til dæmis eiturefnum og öðrum hættulegum efnum, verður gert markvissara en verið hefur og ábyrgðin á því verður á einni hendi samkvæmt frumvarpi til efnalaga sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn föstudaginn 17. ágúst sl.

Efnaeftirlit verður fært frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun verður heimilað að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki til að knýja á um ...

20. ágúst 2013

Nýja kremið frá NIVEA hefur verið auglýst mikið í fjölmiðlum að undanförnu. I auglýsingunni er það fullyrt að kremið stinni húðina og auki teygjanleika  „á tveimur vikum“. Ennfremur er sagt er að kremið sé 95% náttúrulegt sem vekur spurningar um hvað hin 5% af ónáttúrulegum efnum séu. Skilgreiningin á „náttúruleg“ getur svosem þýtt næstum hvað sem er enda ekki viðmið ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti tekur til starfa laugardaginn 1. september við tilflutning verkefna úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Nýtt skipurit tekur þá gildi en það var kynnt á fundi með starfsmönnum í gær.

Við breytingarnar munu rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra verða verkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Ráðuneytinu er í því sambandi falið að setja viðmið ...

Guðmundur Páll Ólafsson náttúruverndari og doktor í sjávarlíffræði með meiru er látinn. Guðmundur Páll var um áratuga skeið ein skærasta fyrirmynd íslenskra náttúruverndarsinna en hann hefur bæði unnið að því að fræða almenning um náttúru Íslands með bókum sínum og ljósmyndum sem og tekið þátt í áralöngum og ströngum báráttumálum s.s. Kárahnjúkabaráttunni og baráttunni fyrir verndun Þjórsárvera. Guðmundi Páli ...

Bútan

Yfirvöld í Bútan, litlu ríki á milli Kína og Indlands, hafa ákveðið að allur landbúnaður í landinu skuli vera lífrænn. Þessi ákvörðun kom fram á Ríó+20 ráðstefnunni um sjálfbæra þróun.

Bútan hefur verið í forystu með nýja hugsun og ný viðmið í þjóðarbúskap. Þar hefur t.a.m. notuð verg þjóðarhamingja [ Gross National Happiness] um áratuga skeið. Forsætisráðherrann, Thinley ...

31. ágúst 2012

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Mjólkurbúið Kú ehf. uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum ostum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í mjólkurvinnslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, fimmtudaginn 30. ágúst. Mjólkurbúið Kú ehf. er fyrsta sérhæfða vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu hér á landi.

Með ...

Uppskeruhátíð býflugnabænda* verður haldin í veitingatjaldi í Fjölskyldu og húsdýragarðinum laugardaginn 1. september milli kl 14:00 og 16:00.

Býflugnabændur af sunnanverðu landinu kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins. Þeir munu gefa gestum að smakka eigin framleiðslu af hunangi sem verður slengt beint úr búinu á staðnum. Einnig verður takmarkað magn af íslensku hunangi til sölu ...

Bio-Bú sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænt vottuðum mjólkurvörum. Bio-Bú ehf var stofnað af hjónunum Dóru Ruf og Kristjáni Oddssyni árið 2002 en fyrsta varan, lífræn jógúrt, koma á markað ári seinna.

Fyrirtækinu hefur uxið fiskur um hrygg og framleiðslan er stöðugt að verða fjölbreyttara enda mikill áhugi á lifrænum vörum hjá neytendum. Úrvalið í dag samanstendur af grískri jógúrt ...

Net undir túnþökum

Þessar myndir eru teknar í Mosfellsbæ á útivistarsvæði sem nýlega var tyrft. Á þeim má greinilega sjá að plastnet undir þökunum stendur út í loftið og veldur hættu fyrir dýr, fugla  og ekki síst börn. Eins er þetta með afbrigðum ljótt að sjá.

Þótt netið gegni örugglega hlutverki við meðhöndlun á túnþökunum á meðan þær eru fluttar ætti að vera ...

28. ágúst 2012

Ein niðurstaða flokksráðsfundar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að Hólum í Hjaltadal s.l. helgi var að kalla eftir umræðu í samfélaginu um hvernig samstarfi Íslands við aðrar þjóðir skuli háttað, „… hvaða hagsmuni ber að verja og hvaða hagsmunir eru til þess fallnir að styrkja tengsl Íslands við alþjóðasamfélagið.” eins og segir í ályktun fundarins.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir um utanríkis ...

28. ágúst 2012

Ágætis byrjun er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til að kynna umhverfismerkið Svaninn en það felur í sér að dreifa Svanspokum til nýbakaðra foreldra.

Verkefnið er unnið að norskri fyrirmynd en þar hefur sambærilegt verkefni verið í gangi síðan árið 2005. Í pokunum er bæklingur sem fjallar um umhverfismerkið Svaninn og kosti þess að velja umhverfisvottað fyrir ungabörn. Í pokanum ...

Þriðjudagsganga um jarðfræði Viðeyjar verður farin í fylgd Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur á morgun þ. 28. ágúst kl. 19:15 - 22:00.

Jarðfræði er Íslendingum hugleikin og ekki þarf nema rétt að bregða sér af braut malbiksins til að finna merkar jarðmyndanir.  Í Viðey er elsta berg borgarlandsins að finna og víða í eyjunni sjást stórbrotnar bergmyndanir, meðal annars fallegt stuðlaberg ...

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS eru þessa dagana að taka við umsóknum fyrir skemmtilegt verkefni í Botassart í Belgíu sem mun fara fram 3. – 15. september næstkomandi. Verkefnið er ætlað ungmennum á aldinum 18-25 ára sem hafa áhuga á útivist, umhverfisvernd og vistvænum lífstíl. Aðeins 2 sæti eru laus í þessa ferð!

Í verkefninu munu þátttakendur meðal annars hjálpast að við að byggja ...

Ungur uppfinningamaður hefur hannað vindmyllu sem hentar vel fyrir sumarbústaði. Myllan kemur á markað snemma á næsta ári.

Sæþór Ásgeirsson er að ljúka meistaranámi í vélaverkfræði. Meðfram náminu hefur hann hannað og smíðað vindmyllu sem nýtist sérstaklega vel á sumarbústöðum. Hann segir að um fimmtíu til sextíu fermetra bústaður eyði um átta til tólfþúsund kílóvattsstundum af rafmagni á ári. Vindmyllan ...

Landvernd stendur fyrir síðsumargöngu um Öndverðanes sunnudaginn 26. ágúst kl. 17:00.

Landvörður umhverfisfræðsluseturs Landverndar í Alviðru mun leiða gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.

Gangan hentar öllum aldurshópum og tekur tvær stundir. Þátttakendur safnast saman í Alviðru í Ölfusi. Til að komast þangað ...

24. ágúst 2012

Í tilefni af vígslu Laugalandsskógar sem ,,Opins skógar“ verður efnt til hátíðar- og skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna sunnudaginn 26. ágúst kl. 16. Laugalandsskógur er í Hörgárdal, í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er búið að leggja stíga og setja upp skilti og öll aðstaða til útivistar og náttúruskoðunar er til fyrirmyndar. Við bjóðum öllum að koma og eiga ...

Í viðtali við Guðjón L. Sigurðsson form. Ljóstæknifélags Íslands á Bylgjunni í gær kom fram að lýsing af sparperum (compact ljósaperum) sé mjög ólík glóperum og það sé ekki auðvelt fyrir neytendur að finna réttu sparperurnar í lampana sína þegar að bann á glóperum tekur gilid þ. 1. september nk. Guðjón segir að sparperurnar séu lengi að tendrast og ná ...

Framhaldsskólanemum gefst nú kostur á námi til stúdentprófs á nýrri Umhverfis- og auðlindabraut. Brautin er samstarfsverkefni fjögurra framhaldsskóla sem skipta kennslunni á milli sín.

Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjölbrautaskóli Snæfellinga standa að þessari nýju námsbraut. Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu var á línunni í Síðdegisútvarpinu.

Hlusta á viðtal við Eyjólf Sæmundsson ...

23. ágúst 2012

Árleg uppskeruhátíð Grasagarðs Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 25. ágúst kl. 13:00 - 15:00. Garðyrkjufræðingar og annað starfsfólk garðsins kynna ræktun, nýtingu og geymslu mat- og kryddjurta.

Einnig mun Einar Logi Einarsson grasalæknir fræða gesti um lækningajurtir og áhrif þeirra en í nytjajurtagarði Grasagarðsins eru, auk grænmetis og kryddjurta, ræktaðar lækningaplöntur.

Gestum verður boðið að bragða á nýuppteknu grænmeti úr ...

Í lok ráðstefnu* sem nýlega var haldin um erfðatækni og siðfræðileg álitamál hérlendis kom fram sú athugasemd að þeir sem eru skeptískir gagnvart manngerðum breytingum á erfðaefni fái alltof mikla athygli og hafi lítið til að undirbyggja gagnrýni.

Þegar fram kemur ný tækni sem getur breytt lífi okkar er vandi að kynna hana þannig að allar verkanir og aukaverkanir verði ...

22. ágúst 2012

Það finnst sjálfsagt mörgum það hálfkjánalegt að tala um „umhverfisvæna“ farsíma þegar að „minna umhverfisspillandi“ væri meira við hæfi. En hvað sem því líður þá var fjallað um „7 of the Most Eco-Friendly Cell Phones on the Market“ í grein á Treehugger í gær. Innihald greinarinnar er á þessa leið:

Farsímar eru nú í höndum meira en helmings jarðabúa og ...

Í dag er yfirdráttardagurinn 2012. Í kvöld verður mannkynið nefnilega búið að eyða öllu því sem náttúran getur framleitt á þessu ári. Frá 0g með morgundeginum verðum við að lifa á yfirdrætti til áramóta.

Samtökin Global Footprint Network hafa þróað aðferð til að reikna vistfræðilegt fótspor þjóða, og út frá sömu forsendum tímasetja samtökin „yfirdráttardaginn“ (e. Earth Overshoot Day). þ ...

22. ágúst 2012

Skiptbokamarkadur.is er hugsaður sem sameiginlegur skiptibókamarkaður fyrir nema í framhalds- og háskólum þar sem hægt er að auglýsa bækur til sölu, eða óska eftir þeim, milliliða- og kostnaðarlaust.

Þeir sem vilja selja/óska eftir bók skrá sig inn á síðuna og geta síðan skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Þeir notendur sem eru að leita sér að bók geta annaðhvort ...

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Í kúabúi ...

Drög að landsskipulagsstefnu 2013-2024 voru kynnt á fundi Skipulagsstofnunar á föstudag. Ætlunin er að stefnan, verði hún samþykkt á Alþingi í vetur, taki við hlutverki Svæðisskipulags miðhálendisins frá 1999. Í því þrettán ára gamla skipulagi var hálendinu skipt í verndarsvæði og tvö mannvirkjabelti sem fylgdu Kjalvegi og veginum yfir Sprengisand.

Í þeim drögum sem Skipulagsstofnun kynnti á föstudag er áfram ...

Á síðustu öld jókst mjög tækni við fiskveiðar, svo mjög að sumir fiskstofnar voru ofveiddir. Þegar þorskstofninn á Grand Banks við Nýfundnaland hrundi á síðasta áratug síðustu aldar óx umræða um þörfina á bættri umgengni um auðlindir sjávar. Smám saman gerðu stjórnvöld og útvegurinn sér grein fyrir að verndun fiskistofna og skilvirk veiðistjórnun væri strandríkjum lífsnauðsyn. Einstaka umhverfissamtök gengu enn ...

Má bjóða þér að ganga í bæinn á Menningarnótt? Kíkja í vöfflur í Þingholtunum, læra tangó á Hótel Borg, fara á tónleika í Hörpu, þiggja heimboð í Ráðhúsinu, dansa salsa á Lækjartorgi, fá faðmlag á Laugaveginum, fara í menningargöngu um Skólavörðuholtið, taka þátt í götu- og garðveislum eða litlum listahátíðum sem leynast víðsvegar í miðborginni? Kynntu þér dagskrána hér á ...

Íbúasamtök Laugardals standa fyrir árvissum útimarkaði laugardaginn 18. ágúst frá kl. 12:00-17:00. Í ár verður markaðurinn haldinn á „Laugatorgi“ á horni Laugalækjar og Hrísateigs þar sem boðið verður upp á sannkallaða götumarkaðsstemningu. Frú Lauga stendur við „Laugatorg“, sjá staðsetningu hér.

Á markaðnum kennir ýmissa grasa á söluborðum íbúa: föt, fínerí, geisladiskar, plötur, grænmeti, leikföng, listmunir, húsgögn, handverk, heimagerðar ...

16. ágúst 2012

Þann 13. september næstkomandi stendur Norræni nýsköpunarsjóðurinn fyrir opnum kynningarfundi þar sem fulltrúar Nordic Built kynna nýjan sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Markmiðið er að virkja lykilaðila á íslenskum byggingarmarkaði til þess að taka höndum saman um að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum.

Fundurinn er haldinn er í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík frá kl. 15-17 og ...

Í dag gaf Norræna ráðherranefndin út nýja skýrsla Environice um sjálfbærnivottanir á áfangastöðum ferðamanna. Höfundar skýrslunnar eru Stefán Gíslason og Venus Krantz, en skýrslan var unnin fyrir Smásamfélagahóp Norrænu ráðherranefndarinnar. Í skýrslunni er gefið yfirlit yfir helstu vottunarkerfi á þessu sviði, lagt mat á þörf norrænna samfélaga fyrir slík kerfi og settar fram tillögur um stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum hvað ...

Nýjar mælingar sýna að ísinn á Norðurheimskautinu bráðnar hraðar en spáð hefur verið. Aldrei hefur verið minni ís á svæðinu frá því að mælingar hófust fyrir 33 árum.

Mælingar bandarískra vísindamanna frá fyrsta ágúst sýna að lagnaðarísinn á norðuhemskautinu þakti 6,53 milljónir ferkílómetra sem er nokkuð minna en fyrsta ágúst 2007 sem var fyrra metár í ísleysi. Notaður var ...

15. ágúst 2012

Skráargatið, merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði hefur verið notað á nokkrar íslenskar vörur, aðallega mjólkur- og brauðvörur, jafnvel þó að Matvælastofnun hafi ekki enn fengið leyfi til notkunar merkisins frá Livsmedelsverket í Svíþjóð, sem er rétthafi merkisins. Ekki hefur heldur verið ákveðið hver fer með eftirlit og úttektir ...

Vegna mikillar blíðu í sumar færum við kúmentínsluna fram til 14. ágúst. Kúmentínslan hefur undanfarin ár verið geysilega fjölmenn því þá koma allir sem vettlingi geta valdið með plastpoka og skæri og sækja sér kúmen fyrir veturinn. Viðeyjarkúmenið er þekkt fyrir einstök gæði, það er fíngerðara en búðarkúmenið, bragðmeira og sætara. Einstaklega gott í baksturinn, að ekki sé minnst á ...

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru er nú kominn á fullt skrið en dagurinn verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi. Sérstakt vefsvæði tileinkað deginum hefur verið opnað á vef umhverfisráðuneytisins.

Dagskráin er í mótun en meðal annars munu stofnanir umhverfisráðuneytisins efna til ýmiss konar viðburða í tilefni dagsins sem verða auglýstir þegar nær dregur. Umhverfisráðherra efnir til ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í Reykjavík uppfylli reglur um meðferð lífrænna matvæla við framreiðslu á lífrænum hluta morgunverðar. Vottorð þessa efnis var formlega afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík í dag, fimmtudaginn 9. ágúst. Með þessu er brotið blað í sögu vottunar lífrænnar framleiðslu hérlendis þar sem Grand Hótel Reykjavík er fyrsta ...

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13:00 - 16:00 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri. Ef þið eigið plöntuhandbók þá er gott að kippa henni með. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rannveig Thoroddsen líffræðingur. Rannveig hefur áralanga reynslu af plöntugreiningu og kennslu.

Hist verður í Alvirðu kl. 13:00. Gengið verður um svæðið ...

08. ágúst 2012

Bláberjadögum verður fagnað í annað sinn í Súðavík dagana 24. – 26. ágúst n.k. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá alla dagana:

Föstudagur 24. ágúst

  • Mæta á Melrakkasetrið, fá upplýsingar um dagskrá og kort af góðum berjastöðum. Bláberjavöfflur; Bláberjapæja.
    Allir í berjamó!
  • 18:00 Veislumatseðill: Jón Indíafari og Heydalur.
  • 20: Bláberjatónleikar. Byrjum í Melrakkasetri og fáum far með Bláberjalestinni milli staða. Amma ...

kertafleytingKertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfuna um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Þetta er því 28 kertafleytingin hér á landi.

Kertafleytingin í Reykjavík hefst klukkan 22:30 fimmtudaginn ...

07. ágúst 2012

Efnisorð:


Grænar síður aðilar

Skilaboð: