Landið er nú eitt blómahaf. Vegkantar eru víða sem skreyttir fyrir brúðkaup. Gulmurur, músareyru, blágresi, hofsóleyjar, fífur, fíflar, grös og blóðberg skarta sínu fegursta.

Myndin var tekin af blóðbergsskjóttum sandi við þjóðveginum milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Messages: