Whole Foods lífræna verslunarkeðjan hefur opnað sína fyrstu verslun í Evrópu, nánar tiltekið í London, Englandi. Talsmenn Whole Foods segja að það hafi lengi verið mikill áhugi á að opna verslun í Evrópu og England þá frábær staður til að byrja á. Það má segja að viðbrögðin hafi verið frábær þegar búðin sem er á þremur hæðum á Kensington High stræti opnaði í gær.
„Þetta er eins og matar- Disney World“ sagði einn viðskiptavinanna.
Búðin er þekkt fyrir að leggja áherslur á umhverfið og siðgæði viðskipta, en hún er einnig þekkt fyrir vöruúrval sitt. Í versluninni sem opnaði í London er hægt að nálgast yfir 100 tegundir af ólífu olíu, 40 tegundir af pylsum og 50 tegundir af ferskum ávaxtasafa.

Sjá grein um opnunina á The Guardian
June 7, 2007

Messages: