Vanvirkni í skjaldkirtli hægir á efnaskiptum líkamans. Sjúklingurinn verður skvapholda og finnur fyrir stöðugri þreytu og jafnvel þunglyndi. Önnur einkenni vanvirks skjaldkirtils eru hægðatregða, þurr húð og hár, bjúgur, hæsi og minnisleysi og óeðlilega miklar tíðablæðingar. Orsakir geta veirð margar, en algegnast er að um einhvers konar sjálfsofnæmissjúkdóm sé að ræða. Vanvirkni í skjaldkirtli er mun algengari meðal kvenna og karla.

Jurtir gegn vanvirkum skjaldkirtli.

Jurtir sem styrkja og örva skjaldkirtil: t.d. bóluþang, brenninetla, hafrar og munkapipar.

Lifrarstyrkjandi jurtir: t.d. túnfífill og vatnsarfagras.

Jurtir sem styrkja ofnæmiskerfið: t.d. sólblómahattur, hítlaukur, kamill, rauðsmári og þrenningarfjóla.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn vanvirkum skjaldkirtli

1 x munkapipar
3 x bóluþang
2 x brenninetla
2 x túnfífill (rót)
2 x kamilla

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Vanvirkur skjaldkirtill“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/vanvirkur-skjaldkirtill/ [Skoðað:25. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. október 2011

Skilaboð: