Hugarflug í LHÍ - Þróun sjálfbærs samfélags

Málstofa um þróun sjálfbærs samfélags

Föstudaginn 19. febrúar kl. 16:00-17:00 stýra þær Ásthildur B. Jónsdóttir og Kristín Ísleifsdóttir umræðum um þróun sjálfbærs samfélags en þær eru meðlimir í rannsóknahópi um menntun til sjálfbærni, sem starfar undir hatti Rann­sóknastofu í listkennslufræðum við Listaháskólann.

Í hringborðsumræðunum munu Allyson Macdonald, Ari Trausti Guðmundsson, Árni Stefán Árnason, Bjartmar Alexandersson, Guðrún Tryggvadóttir, Jóhann Björnsson, Kristján Leósson, Margrét S. Eymundardóttir, Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sigurður Björnsson og Tinna Gunnarsdóttir ræða við þátttakendur um hvað þau telja mikilvægt að leggja áherslu á í þróun sjálfbærs samfélags.

Málstofan um þróun sjálfbærs samfélags er ein af 18 málstofum, gjörningum, vinnustofum og sameiginlegum umræðum Hugarflugs sem á sér stað dagana 18.-19. febrúar í húsnæði listkennsludeildar og myndlistardeildar, Laugarnesvegi 91.

Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskóla Íslands og verður nú haldin í fimmta sinn. Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun með áherslu á listrannsóknir og þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Í ár er dagskráin sérlega vegleg, en 

Hugarflug býður upp á tækifæri til tengslamyndunar í akademísku samhengi hinna skapandi greina og leiðir saman starfsmenn skólans, nemendur, stundakennarar og starfandi listamenn, hönnuði, sýningarstjóra, listræna stjórnendur og fræðafólk á sviði menningar, lista og menntunar.

Skoða dagskrárbækling ráðstefnunnar.

02/11/2016
Meira

Miðhálendið - einn mesti fjársjóður landsins

Dynkur í Þjórsá. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi.

Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar, sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra, auk þess sem fjallað verður um reynsluna af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ókeypis er á ráðstefnuna og hún opin öllum. Skráning fer fram í gegnum steinar@natturuvernd.is

Dagskrá:

Föstudagur 26. febrúar

  • 13:15-13:25 Ráðstefnustjóri - Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
  • 13:25-13:35 SETNING - Frú Vigdís Finnbogadóttir
  • 13:35-13:50 Miðhálendið: Þjóðarverðmæti ekki síður en ...
02/11/2016
Meira

Fastan

Greinarhöfundur Hildur Hákonardóttir. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í lok vetrar hefst páskafastan samkvæmt gamla almanakinu. Hún stóð í sjö vikur frá sunnudeginum fyrir bolludag og til páska. Þessar vikur mátti ekki borða kjöt. Þó fastan hafi horfið úr lífi okkar með kaþólskunni er skynsamlegt að sleppa, þó ekki sé nema dagpart, einhverjum mat. Það má byrja smátt, til dæmis á kaffiföstu í einn dag. Taka einn dag í viku þar sem við neitum okkur um eitthvað sem við vitum að er óskynsamlegt að láta ofan í okkur hvort sem er. Sætindi, kökur, kaffi eða gos liggur beinast við. Ef það gengur vel má reyna að taka einn ...

02/10/2016
Meira

Öskudagur

Daníel Tryggvi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hann var áður fyrsti dagur langaföstu og dregur nafn sitt af rómversk-katólskum helgisið. Leifarnar af pálmunum, sem vígðir voru á pálmasunnudag síðasta árs, voru brenndar, askan látin í ker á altarinu og vígð fyrir hámessu. Presturinn býður síðan söfnuðinum að ganga nær, dífir fingri sínum í öskuna og gerir krossmark á enni þeirra eða krúnu, ef um klerka var að ræða. Um leið mælir hann þessi orð: „Mundu að þú ert dugt og að dufti skaltu aftur verða.“ Þessa siðar er fyrst getið seint á 10. öld, og er hann táknrænn fyrir iðrun og yfirbót. Í kringum siðbreytinguna á 16 ...

02/10/2016
Meira

Sprengidagur

Grafík: Saltkjög og baunir, túkall. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Þetta er þriðjudagurinn í föstuinngang, áður síðasti dagur fyrir upphaf langaföstu. Önnur afbrigði nafnsins eru sprengikvöld og sprengir. Það er alkunna, að katólskar þjóðir gera sér nokkra glaða kjötkveðjudaga áður en fastan hefst. Upphaflega min hér um að ræða vorhátíðir í sunnanverðri Evrópu, sem síðan hafa runnið saman við föstuinnganginn. Ekki fer miklum sögnum um þvílíkt hátíðahald hérlendis fyrr á öldum, svo að sprengikvöld er eini kjötkveðjudagurinn, sem beinar spurnir eru af.

Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst strjálbýlið og örðugar samgöngur, sem gert hafa samkomudaga Íslendinga mun færri áður fyrr en annars staðar, einkum að vetrarlagi. Viljann hefur sjálfsagt ...

02/09/2016
Meira

Búvörusamningar og náttúruvernd

Kindur á beit við Kjalveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi.  Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna (sjá hér).

Síðustu mánuði hafa fulltrúar bænda og ríkisins setið við samningaborðið vegna nýrra búvörusamninga, m.a. um starfsskilyrði sauðfjárframleiðslu á Íslandi. Rætt er um tíu ára samninga og þar með að skuldbinda ríkissjóð til a.m.k. 50 milljarða króna greiðslu til sauðfjárræktar á tímabilinu sé tekið ...

02/08/2016
Meira

Bolludagur

Ljósmynd: Bolla, Móna Róbertsdóttir Becker.Svo er nú nefndur mánudagurinn í föstuinngang. Þetta heiti hans mun reyndar vera tiltölulega ungt, en fyrirbærið sjálft er þó a.m.k. nálægt hundrað ára gamalt hérlendis. Flest bendir til að siðurinn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara, sem settust hér að. Þó hefur hann öðlast hér nokkra sérstöðu. Aðalþættir hans eru tveir: að flengja menn með vendi, áður en þeir komast úr bólinu, og fá í staðinn eitthvert góðgæti, hér rjómabollur. Fyrra atriðið mun eiga rót sína að rekja til þeirra hirtinga og písla, sem menn ...

02/08/2016
Meira

Snyrtipinninn

Snyrtipinninn var upphaflega hannaður af óþekktum höfundi til að efla snyrtilega umgengi í Bretlandi. Þýðing merkisins er að rusli skuli henda í þar til gerðar ruslakörfur í borgum. Ótal útgáfur hafa síðan verið hannaðar þar sem snyrtipinninn er að henda alls kyns hlutum allt frá blaði til atómsprengju.

02/07/2016
Meira

Veðurspá á Náttúrunni

Einn af þjónustuliðum Náttúrunnar er Veðurspá. Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar sem mörgum finnst gagnlegri.

Tengill á veðrið er undir tenglinum Samfélagið:Veðurspá. Einnig birtast viðvaranir þegar svo ber undir.

Á forsíðu er lítið rauntímakort frá windyty.com sem sýnir vind á Íslandi. 
Hægt er að smella á tengilinn og fá þá kort í fullri stærð sem sýnir fleiri veðurþætti.

 

 

02/04/2016
Meira

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Að Hveravöllum. Ljósm. Árni Tryggvason.Starfsreglur verkefnisstjórnar voru undirritaðar af ráðherra 22. maí 2015 og birtust í Stjórnartíðindum 12. júní 2015. Í kjölfarið hafa ráðuneytinu borist ábendingar um tiltekin atriði í starfsreglum sem þyrfti að skýra frekar. Ráðuneytið hefur nú brugðist við þeim ábendingum með því að leggja til breytingar á ákveðnum atriðum starfsreglanna í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Í tillögunum eru meðal annars lagðar til breytingar á ákvæðum starfsreglna verkefnisstjórnar er snúa að endurmati virkjunarkosta sem þegar hafa verið flokkaðir í ...

02/03/2016
Meira

Nýtum salatið betur – Sparnaður

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum það ekker á okkur fá, enda bæði umhverfisvænt og budduvænt.

Ljósmynd: Salat vex áfram í glösum í eldhúsglugganum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

02/03/2016
Meira

Hrafnaþing – Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt “Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
Athugið að erindið verður flutt á ensku.

Í erindinu verður fjallað um þau vandamál sem fylgja slæðingum og ílendum slæðingum í fjalllendi og á hálendi Íslands. Leitað verður svara við spurningum eins og hve margar tegundir slæðinga finnast á hálendissvæðum, hvernig dreifast þær og hvar eru þær algengastar? Einnig verður í stuttu máli rætt um framtíð íslensku hálendisflórunnar.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3 ...

02/01/2016
Meira

Starfshópur vinnur tillögur um aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka

Plastpokar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að móta tillögur að aðgerðum um hvernig draga megi úr notkun plastpoka. Hópurinn mun í starfi sínu horfa til þingsályktunar Alþingis frá júlí sl. um að draga úr plastpokanotkun, breytinga á EES-samningnum vegna plastpokanotkunar og tillögu Umhverfisstofnunar um hvernig draga megi úr plastpokanotkun hér á landi.

Áætlað er að árlega noti Íslendingar um 70 milljónir plastpoka sem jafngildir rúmlega 200 plastpokum á mann. Starfshópurinn skal hafa að markmiði að dregið verði úr notkun burðarplastpoka í áföngum þannig að þeir verði 90 plastpokar á einstakling fyrir árslok 2019 og 40 plastpokar ...

02/01/2016
Meira

Garðfuglahelgin 2016

Ljósmynd Örn ÓskarssonÁrlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Nú eins og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.

Framkvæmdin er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstud. 29. jan., laugard. 30. jan., sunnud. 31. jan. eða mánud. 1. feb. - einhverjum garði. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér í garðinum og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.

Upplýsingar um garðfuglategundir er að finna á garðfuglavefnum Fuglaverndar á fuglavernd.is
Frekari upplýsingar um talninguna má finna á fuglavernd.is  

Áhugamenn um fugla eru hvattir ...

01/29/2016
Meira

Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla hlutu útnefninguna 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 10. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Að verkefnasamkeppninni standa umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur.

Skilafrestur verkefna er til 1. apríl 2016 og skal senda þau á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, merkt ,,Varðliðar umhverfisins”. Dómnefnd skipuð fulltrúum ...

01/29/2016
Meira

Lífrænt vottuð egg loks á markað hér á landi – Nesbúegg ehf

Skjáskot af heimasíðu Nesbúeggja nesbu.is.Vottunarstofan Tún ehf. hefur staðfest að framleiðslustoð Nesbúeggja ehf. í Miklholtshelli II uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum eggjum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent þ. 25. janúar 2016.

Nesbúegg ehf. er fyrsti íslenski stórframleiðandinn sem hlýtur slíka vottun og hefur markaðssetningu á lífrænum eggjum.

Með vottun Túns er staðfest að egg sem hið lífræna bú framleiðir og markaðssetur sem lífræna vöru komi úr varphænum sem aldar eru á vottuðu lífrænt ræktuðu fóðri og öðrum náttúrulegum aðföngum. Fuglarnir njóta reglubundinnar u ...

01/28/2016
Meira

Opið fyrir skráningar í grenndargarðinn Seljagarð sumarið 2016

Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.

Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur.  ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.

Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru velkomnir.

Fræ og forræktun er á eigin ábyrgð en aðstoð og ráðgjöf er í boði fyrir þá sem að sækast eftir henni.

Skráning á seljagardur109@gmail.com
útireitur: 4800 kr, úti og innireitur 6000 kr, innireitur 3000 kr, tilraunasvæði úti ...

01/27/2016
Meira

Eftir París: Loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 2. febrúar nk. frá kl. 12:00-13:30 býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar í Safnahúsinu við Hverfisgötu um stöðu loftslagsmála í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í desember sl.

Farið verður yfir samninginn sem þar var undirritaður af þjóðum heims og hvaða þýðingu hann hefur fyrir loftslagsmálin í heiminum. Staða Íslands verður sérstaklega skoðuð í þessu ljósi og rætt verður um skuldbindingar ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja í loftslagsmálum.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands flytja erindi um Parísarsamninginn og að því loknu verða pallborðsumræður. Tekið verður við spurningum úr sal.

Þetta er frábært ...

01/26/2016
Meira

Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða meðhöndlun úrgangs í kynningu

Slæm umgengni við gáma fyrir blandaðan úrgang við Sogið. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, lögum um eftirlit með skipum og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Meginefni frumvarpsins eru innleiðingar ýmissa Evrópugerða er varða úrgangsmál. Auk þess eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum er varða m.a. opinberar birtingar á skýrslum rekstraraðila, kæruheimild í lögum um meðhöndlun úrgangs til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, heimild til handa Umhverfisstofnun til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um meðhöndlun úrgangs og breytingar er lúta að einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur þar sem ...

01/26/2016
Meira

Messages: