Vetrarsólstöður

Sólin um vetrarsólstöður. Ljósm. Einar Bergmundur.Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark skammdegisins og hinn nóttlausa dag sumarsins.

Um 20. til 23. desember er sól lægst á lofti á norðurhveli jarðar og um 20. til 23. júni rís hún svo hæst og gengur ekki til viðar í norðlægari löndum. Þessu er svo öfugt farið hjá andfætlingum okkar sunnan miðbaugs. En við miðbaug gætir áhrifa þessarar sveiflu minnst. Þar er nokkurnveginn jafndægur árið um kring. Og það er einmitt jafndægur á vori og haust sem marka miðbil á milli sólstaðanna. Þannig skiptist árið í fjóra jafna hluta. Iðulega táknaðir með kross inni í hring sem markar fjórar sneiðar með 90° horni.

Í kvöld eru vetrarsólstöður og marka þær hinn skemmsta dag. Í Almanaki Háskóla Íslands segir að sólstöður séu nú nákvæmlega kl. 23:03 þ. 21. desember 2014. Síðan tekur daginn að lengja eitt hænufet á dag. Svo lengist dagurinn þar til jafnvægi er náð á vorjafndægri og áfram þar til sól er á lofti allan sólarhringinn hér í landi sumarnáttanna. Það heita þá sumarsólstöður.

Á sumarsólstöðum segir Biblían að Jóhannes skírari hafi fæðst, réttu hálfu ári á undan frænda sínum Jesús Maríusyni. En fæðingu hans höldum við heilaga þann 24. desember. Þarna skeikar nokkrum dögum sem eru til komnir af skekkjum í tímatali okkar. Þeir frændur eiga sér líka djúpa skírskotun í helgisögnum eldri trúarbragða og hafa menn gengið svo langt að segja að þeir séu, ef ekki algerar mþtur þá að minnsta kosti mjög aðlagaðir þeim stereótþpisku táknum sem þeir líkjast. Hátíð ljóssins er að sjálfsögðu fögnuður yfir því að sólin tekur að rísa hærra og hærra með hverjum degi úr hyldýpi myrkursins. Ljósið sigrar myrkrið enn einn ganginn og við getum horft til þess að heimurinn lifir áfram.

Þannig hafa forfeður okkar litið þessi tímamót frá upphafi hugsunar og markvissra rannsókna. Í öllum löndum má finna sólúr og byggingar sem taka mið af þessum dögum og stöðu sólar, tungls og stjarna. Á Bretlandseyjum eru Stonehenge frægust og svo Pýramídar Egyptalands. Eins má í suður Ameríku finna byggingar og tákn sem notuð voru við rannsóknir á þessu ferli sólarinnar og annarra himintungla. Sama er að segja um Afriku og Asíu. Jafnvel í hinni einangruðu Ástralíu voru frumbyggjar mjög meðvitaðir um þessa markdaga ársins.

Víða voru tíðkaðar fórnarathafnir í tengslum við þessar hátíðir í norrænum sið og keltneskum voru færðar fórnir sem áttu að tryggja afkomu ættarinnar á komandi ári. Þar var oft um einstakling að ræða sem valinn var til þess að deyja og taka að sér konugstign á himnum. Var það oftar en ekki talin mikil sæmd. Það er ekki erfitt að finna slíkar minjar í menningu okkar s.s. Jónsmessubál á norðurlöndum og ljósin okkar á jólatrjám og húsum í seinni tíð. Að ógleymdum áramótabrennum og flugeldaflóði gamlárskvölds. Allt eru þetta umbreyttar fórnarathafnir sem við höfum haldið í gegnum siðskipti og breytingar á trúarbrögðum. Fæst okkar mundu vilja sleppa þessum siðum.

Hver veit hvort sólin sigraðist á myrkrinu ef við legðum ekki okkar að mörkum?

12/21/2014
Meira

Frjósemistáknin - tákn jólanna

Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.

Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.

Fæðing frelsara er ekkert annað en táknmál frjóseminnar um nýtt (og betra) líf mannsins og náttúrunnar.

12/21/2014
Meira

Borðar og slaufur - tákn jólanna

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn hinnar hátíðlegu stundar og innsiglar leyndarmálið sem afhjúpast ekki fyrr en slaufan er leyst.

Grafík: Borðar og slaufur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/21/2014
Meira

Ekki úthlutað til græna hagkerfisins

Skjáskot úr kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins þ. 20. des. 2014.Áréttar ábendingar til forsætisráðuneytis

Ríkisendurskoðun áréttar ábendingar til forsætisráðuneytisins um fjárveitingar af fjárlagaliðnum græna hagkerfið. Stofnunin gerði í sumar athugasemdir við fjárlagaliðinn og gagnrýndi úthlutun ráðuneytisins af honum.

Í lok árs í fyrra færði forsætisráðuneytið til sín frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti fjárlagalið Græna hagkerfisins.

Ríkisendurskoðun gagnrýndi í sumar meðhöndlun forsætisráðherra á fjárlagaliðnum í fyrra, og að engu hefði verið ráðstafað til verkefna sem tilgreind eru í þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins. En þar er lögð áhersla á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Í fyrra fór fjárveitingin til Þjóðminjasafnsins, Minjastofnunar og skrifstofu forsætisráðuneytisins.

Ríkisendurskoðun gagnrýndi að óskað ...

12/21/2014
Meira

Jólagjöfin - tákn jólanna

Jólagjöfin er tákn umhyggju og ástar og vísar til gjafa Krists til mannkyns. Ástvinum okkar gefum við meðvitað eftir því lögmáli að gjöfin viðhaldi ást og vináttu.

Grafík: 3 jólapakkar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/20/2014
Meira

Alþingi samþykkir breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum

MývatnAlþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breytingin er til komin vegna skuldbindinga Íslands á grundvelli EES samningsins. Breytingin felur í sér að fleiri framkvæmdir falla undir lögin en verið hefur en málsmeðferð þeirra er einfaldari og styttri en annarra framkvæmda sem undir lögin falla í dag.

Sveitarfélögin skulu taka ákvarðanir um matsskyldu þeirra nýju framkvæmda sem falla undir lögin og eru háðar leyfum sveitarfélaga. Skipulagsstofnun hefur leiðbeininga- og eftirlitshlutverk með stjórnsýslu sveitarfélaganna vegna þessara framkvæmda.

Þá eru viðaukar laganna sem tilgreina framkvæmdir sem falla undir lögin skýrari og mælieiningum og stærðarmörkum tiltekinna framkvæmda ...

12/19/2014
Meira

Verkefnisstjóri hálendisverkefnis


Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst meðal annars í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið er til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Menntun og hæfniskröfur
Samtökin óska eftir að ráða dugmikinn einstakling með háskólamenntun og góða þekkingu og reynslu af náttúruvernd, skipulagsmálum, málefnum miðhálendisins, eða með aðra þá þekkingu sem mundi nýtast við ...

12/19/2014
Meira

Jólatré

Ljósmynd: Gamla jólatréð frá Hruna skreytt. í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Jólatréð, sem nú er eitt helsta tákn jólanna a.m.k. um allan hinn vestræna heim a.m.k. er tiltölulega nýkomið til sögunnar sem slíkt. Ekki munu vera meira en rúm hundrað ár, síðan það varð algengt í Evrópu í nokkurri líkingu við það, sem nú er. Fyrstu heimildir, sem þekktar eru um einskonar jólatré, eru frá Strassburg og þar um kring á 16. öld. Er þess m.a. getið, að í herbergi einu hafi verið stillt upp grenitré á jólakvöldið og hengd á það epli, oblátur og gylltur pappír. Snemma á 17. öld ónotast predikari nokkur í Strassburg ...

12/18/2014
Meira

Jólapokinn - tákn jólanna

Jólasveinninn ber poka fullan af gjöfum til byggða. Á táknrænan hátt hengjum við síðan poka á jólatréð, eins og til að taka við gjöfum náttúrunnar.

Grafík: Jólapokar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/17/2014
Meira

Rauður litur - tákn jólanna

Rauður er fyrsti frumliturinn, sá sem hefur hæstu tíðnina og er sá litur sem mannsaugað nemur sterkast. Rauður stendur fyrir líkamann, Jörðina og undirheima sjálfa í fornum trúarbrögðum. Rauður tengist ferhyrningsforminu og er litur hlýju, ástar og kraftsins.

Grafík: Rauður litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/16/2014
Meira

Skotthúfan - tákn jólanna

Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið. Skúfurinn vísar upp og stendur fyrir uppljómunina. Húfur, kollar og túrbanir hafa svipaða merkingu í hinum ýmsu trúarbrögðum.

Grafík: Skotthúfur. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/15/2014
Meira

Jólasveinn - tákn jólanna

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku. Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/15/2014
Meira

Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum.Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.

Sett verður upp ferli innan samningsins til að meta innsend markmið ríkja og tryggja eftir föngum að þau séu skýr og samanburðarhæf. Stefnt hefur verið í nokkurn tíma að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, sem á að samþykkja á fundi í París í lok 2015, og taka á gildi 2020. Í Lima var gengið frá texta sem "innleggi" í væntanlegt Parísarsamkomulag ...

12/14/2014
Meira

Öðruvísi og umhverfisvænni jólapappír

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.

Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En það er svo margt annað hægt að nota til að pakka inn gjöfunum.

Hér koma nokkrar hugmyndir:

Gömul dagatöl, landa- og ferðakort, pappírspokar, dagblöð, tímarit, efni, kassar, barnateikningar, veggfóðursprufur, sokkar og annað prjónles, blómapottar, krukkur og box.

Snæri, bönd, greinar ...

12/14/2014
Meira

Grenigreinar - tákn jólanna

Við skreytum með grenigreinum til að minna okkur á vonina - því lífið býr í grænum greinunum þrátt fyrir langan vetur.

Grafík: Grenigreinar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/14/2014
Meira

Rauð ber - tákn jólanna

Berin eru fræ táknrænna runnategunda eins og kristþyrnis  og einiberjarunna. Þau eru tákn nýs lífs og vekja upp von um eilíft líf og allsnægtir.

Grafík: Rauð ber, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/13/2014
Meira

Jesúbarnið í jötunni - tákn jólanna

Gildi Jesúbarnsins er vitaskuld fæðing frelsarans; gjöf guðs til okkar. Ekki má gleyma að mennsk börn eru gjöf hans til okkar allra. Þau taka við Jörðinni og í þeim býr sakleysi, von og trú. Flest jólatáknin tengjast einnig frjósemislofgjörð og endurspegla gleði okkar yfir endurnýjun lífsins.

Grafík: Jesúbarnið í jötunni, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/12/2014
Meira

Með náttúrunni – Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 5. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar og Paul Cox er Ómar fékk Seacology verðlaunin 2008. Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og skipan ...

12/12/2014
Meira

Óskað eftir umsögnum um drög að stefnu um úrgangsforvarnir

MatarsóunUmhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir, „Saman gegn sóun“. Stefnan mun gilda fyrir árin 2015 – 2026 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda. Frestur til að skila umsögnum er til föstudagsins 23. janúar 2015.

Forvarnir gegn myndun úrgangs felast í að nýta auðlindir okkar sem best og að koma í veg fyrir framleiðslu eða notkun ónauðsynlegs varnings.  Viðfangsefnið er að þróa samfélag sem hefur skilvirka auðlindanýtingu í fyrirrúmi og að fólk öðlist skilning á gagnsemi fyrirbyggjandi aðgerða sem koma í veg fyrir myndun úrgangs ...

12/12/2014
Meira

Messages: