Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland

FairTrade samtökin hafa sáð fræi vonar meðal annars í Palestínu þar sem eru 1700 bændur á Vesturbakkanum sem vinna saman innan FairTrade samtaka og rækta ólívur.

Nú í vor voru stofnuð Fair Trade samtök á Íslandi með nafninu Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland. Formaður er Guðbjörg Eggertsdóttir rekstrarhagfræðingur, gjaldkeri er Lilja Salóme H. Pétursdóttir mannfræðingur og ritari er Sara Lillý Þorsteinsdóttir læknanemi.

Tilgangur félagsins er að vekja áhuga almennings á sanngjörnum viðskiptum sérstaklega við þróunarlöndin. Einnig er samtökunum ætlað að ýta undir sanngjörn viðskipti með því að kynna þær vörur sem eru á markaðnum. Regnhlífarsamtök sem miðla upplýsingum til almennings og stuðla að vitundarvakningu undir fleiri en einu merki, Fair Trade merki. Starfa með alþjóðasamtökum á þessu sviði og vera fulltrúi þeirra á Íslandi.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að ná til almennings á skemmtilegan hátt með ýmsum uppákomum og hvetja fleiri til að velja vörur með Fair Trade eða sambærilegri vottun. Vera með og stuðla að fræðslu um sanngjörn viðskipti í skólum landsins. Hvetja opinbera aðila til að kaupa vörur sem fylgja stöðlum um sanngjörn viðskipti og fleira. Samstarf við sambærileg félög í öðrum löndum með það markmið að læra af öðrum og miðla af reynslu og þekkingu.

Við höfum þegar samstarfssamning við samtökin í Póllandi en formaður þess þekkir Ísland og setti sig í samband við okkur og óskaði eftir samstarfi. Samstarfið snýst fyrst og fremst um fræðslu í skólum en eins og haft er eftir Nelson Mandela þá er menntun besta leiðin til að breyta heiminum, unga fólkið er opið fyrir breytingum og heimsýn þeirra er að opnast og mikilvægt að unga fólkið fái rétta mynd af veruleikanum.

Við hugsum okkur samtökin hér á Íslandi sem regnhlífarsamtök fyrir allar vörur sem hafa þetta sama markmið en bindum okkur ekki við eitt einstakt Fair Trade merki og við gerum okkur grein fyrir því að vandinn í fátækum héruðum í þróunarlöndunum og víðar verður ekki leystur með einu merki, það þyrfti að gera miklu meira eins og að rjúfa múra tollabandalaga eins og EB og leggja meira í þróunarstarf. En Fair Trade samtökin hafa náð ótrúlegum árangri og eru stórt skref í rétta átt, þau stuðla líka að jákvæðri þróun sem því að gera kröfur um umhverfisvernd, jafnrétti og fleira, þau sýna líka samfélagslega ábyrgð í verki. Auk þess að greiða sanngjarnt verð greiða þau líka “premium price” sem rennur til uppbyggingar samfélagsins, sanngjarnt verð er ákveðið út frá þeim kostnaði sem þarf til að standa undir sjálfbærri ræktun. World Fair Trade OrganizationEf markaðsöflin ein ættu að stjórna þessum viðskiptum væri þessum bændum haldið niðri í fátækt, vegna þess að vesturlönd eru að greiða of lágt verð fyrir vöruna, þetta veldur mikið ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum þar sem eru annars vegar ríkir og fáir kaupendur en mjög margir fátækir seljendur hins vegar og þeim er því miður alltaf að fjölga, þetta á sérstaklega við í fátækum héruðum í austurlöndum og suður ameríku. Það er auðvelt fyrir stórfyrirtæki að nýta sér þetta og það hafa þau gert í alltof miklum mæli einsog dæmin sanna, má nefna Bangladesh í þessu sambandi en á síðasta vetri komu mjög sorglegar fréttir frá þessu landi sem er eitt það fátækasta í heimi.

Mikilvægustu alþjóðasamtök á þessu sviði eru World Fair Trade Organization sem eru alþjóðasamtök allra Fair Trade samtaka í heiminum og þau hafa barist fyrir réttlátari löggjöf og betri framleiðsluskilyrðum, en merkið þeirra sést hér til hægri.

Framtíðarsýn
„WFTO sér fyrir sér heim þar sem viðskiptahættir hafa verið umbreyttir þannig að þeir séu til hagsbóta fyrir þá fátæku og stuðli að sjálfbærni þróun og réttlæti.“

“WFTO has a vision of a world in which trade structures and practices have been transformed to work in favour of the poor and promote sustainable development and justice.“

Hlutverk
„WFTO’s hlutverk er að styðja framleiðendur til að bæta þeirra lífsskilyrði og samfélög í gegnum sanngjörn viðskipti.“ WFTO er alþjóðlegt net og stuðningsaðili fyrir sanngjörn viðskipti, tryggir að rödd framleiðenda heyrist. Áherslan beinist að framleiðendum, sérstaklega litlum framleiðendum og listamönnum, en það er aðaláherslan í stefnu, uppbyggingu og ákvarðanatöku innan WFTO.“

“WFTO ́s mission is to enable producers to improve their livelihoods and communities through Fair Trade. Is the global network and advocate for Fair Trade, ensuring producer voices are heard. The interest of producers, especially small farmers and artisans, is the main focus in all the policies, governance, structures and decision making within the WFTO.“

Flo-cert (FLO) sem hefur umsjón með „fairtrade” merkinu. En til að fá að nota það þurfa bændurnir að uppfylla strangar kröfur sem koma fram í stöðlunum frá Flo-cert og eru þeir samvinnuverkefni FLO og WFTO, en þeir voru einfaldaðir fyrir nokkrum árum síðan. Hér er hægt að nálgast staðlana: http://www.fairtrade.net/standards.html

Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Fairtrade samtakanna:

08/21/2014
Meira

Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans

Ráðstefnan Nordic Biogas Conference verður haldin í fimmta sinn og nú hér á landi dagana 27.-29. ágúst næstkomandi en ráðstefnan verður haldin í Hörpu.

NBC er stærsta ráðstefna sinnar tegundar á Norðurlöndunum þar sem fjallað er um „biogas“ (hauggas/lífgas eins og það hefur verið þýtt). Fjallað er um allar hliðar málefnisins; hráefni til gasgerðar, vinnslu, hreinsun á hauggasi, notkun sem eldsneyti, til rafmagnsframleiðslu eða varmaframleiðslu, fljótandi eða þjappað metan (LNG/CNG), notkun til landflutninga og sjóflutninga en einnig um þróun og rannsóknir innan geirans. Einnig er fjallað um notkun á aukaafurðum eins og meltuvökva og jarðvegsbæti. Fyrirlestrar fjalla ...

08/21/2014
Meira

Reyniberjasulta

Reyniber800 g reyniber
1 gult epli
3-4 dl vatn
500-600 g. sykur
1/2 dl viskí eða koníak

Tínið vel þroskaða reyniberjaklasa og frystið.
Takið úr frysti og þýðið, hreinsið berin vel.
Eplið skorið í frekar litla bita.

Allt sett í pott og soðið þar til berin glansa. Froðan veidd ofan af. Sultan látin kólna aðeins áður en viskíinu eða koníakinu er bætt út í. Hellt á krukkur. Verði ykkur að góðu.

Uppskrift frá Höllu Hallgrímsdóttur.

Ljósmynd: Reyniberjaklasi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

08/20/2014
Meira

Opinn dagur í Skaftholti

Opinn dagur í SkaftholtiHinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 23. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar.

Í kúabúi Skaftholts, þar sem mjólkin er gerilsneydd á staðnum, er einnig rekin ostagerð.

Í Skaftholti er ræktað fjölbreytt úrval grænmetis. Einnig ...

08/20/2014
Meira

Lokanir á svæðum norðan Dyngjujökuls

Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði hafa ákveðið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga.

Um er að ræða öryggisráðstöfun þar sem ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftavirknin undir Bárðarbungu geti leitt til eldgoss með stuttum fyrirvara. Rétt er þó að taka fram að enn eru engin merki um gos – reynslan úr fyrri jarðhræringum sýnir að þær geta staðið lengi yfir áður og ef kemur til goss. Viðbúnaðurinn nú er fyrst og fremst til að vera við slíku gosi búinn þar sem lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði telur að óframkvæmanlegt sé að ...

08/19/2014
Meira

Áframhaldandi jarðhræringar

Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls. Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi.
Hér ...

08/19/2014
Meira

Blómkál

BlómkálBlómkál Blómkál gefur mikla og góða uppskeru ef það tekst á annað borð. Best er því að reyna að fá tvær uppskerur á mismunandi tíma. Sú fyrri gæti komið síðast í júlí eða í byrjun ágúst og sú síðari þremur vikum seinna. Hægt er að dekra meira við fáeinar plöntur til að koma þeim áfram, eða sá tvisvar en það er mikil fyrirhöfn, því blómkál verður að forrækta, eins og flestar stórar plöntur.

Hrátt blómkál
Blómkál má nota hrátt niðurskorið í salat. Það má líka leysa upp í smáblóm og bera fram með einhverri íýfu eins og heimagerðri majónessósu og ...

08/19/2014
Meira

Yfirdráttardagurinn 2014

Yfirdráttardagurinn er í dag þ. 19. ágúst 2014, en nú er mannkynið búið að nota allar þær auðlindir sem jörðin nær að framleiða á þessu ári. Samtökin Global Footprint Network hafa þróað reiknilíkan til að áætla vistspor þjóða og reikna með því út fjölda jarða sem heimsbyggðin þarf til að standa undir neyslu sinni. Þannig tímasetja samtökin jafnframt yfirdráttardaginn á hverju ári. Í fréttayfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að árið 1961 hafi mannkynið árlega notað um einn þriðja af auðlindum jarðar, en í dag búa um 86% heimsbyggðarinnar í löndum þar sem úttektir auðlinda eru hærri en innborganir. Frá og ...

08/19/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Túnætisveppur

Túnætisveppur (Agaricus campestris)

Túnætisveppur (Agaricus campestris)

Hvítur hattsveppur með rósrauðar fanir sem dökkna og verða súkkulaðbrúnar með aldri.

Góður matsveppur sem mæst er með að nota hráan í salöt því bragðið nýtur sín best sé hann ekki matreiddur. Vex í graslendi og oftast í baugum.

Ljósmynd: Túnætisveppur (Agaricus campestris) Wikipedia Commons.

08/18/2014
Meira

Óvissustig hækkað í appelsínugult

Fundað var í morgun með starfsmönnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnu þar sem farið var yfir stöðuna.  Jarðskjálftahrinan er enn í gangi og GPS gögn staðfesta að um er að ræða kvikuhreyfingar.

Virknin er mest áberandi á tveimur þyrpingum norðan og austan Bárðarbungu.  Engin merki eru sjáanleg um að gos sé hafið en áfram er fylgst með framvindu mála þar sem atburðarrás sem þessi kann að vera undanfari eldgoss.

Vísindamenn hafa aukið vöktun sína á svæðinu og lögreglustjórarnir á Húsavík, Hvolsvelli og Seyðisfirði auk Vatnajökulsþjóðgarðs hafa farið yfir sínar áætlanir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag með vísindamenn og starfsmenn ...

08/18/2014
Meira

Blaðselja

BlaðseljaBlaðselja
Hún er auðræktanleg og stórvaxin en nýtur þó engra sérstakra vinsælda. Sniglar sækja ekki í hana og kálflugan sneiðir hjá henni. Beðjan vex bæði úti og inni, kemur snemma upp og stendur lengi. Þó á hún það til að hlaupa í njóla en þá hjálpar að skera stilkana af þegar þeir fara að vaxa upp eins og gert er við rabarbara. Hún er skyld spínati en ekki eins sýrumikil. Bragðið er ekki afgerandi og erfitt að lýsa því án þess að segja það minni örlítið á gróðurmold en það gera trufflusveppir líka og þykja þó óviðjafnanlegir.

Hún hefur stóran ...

08/18/2014
Meira

Tómatar

Daníel les tómata af tómatjurtum í stofuglugganumMér gengur illa að kaupa forræktaða tómata og láta þá skipta um loftslag, þó það virðist viturlegur vinnusparnaður. Ég sái því til þeirra og ræktaði þá lengi við sólarglugga nærri svalahurðinni til að fæla burt flugur. Sólþroskaðir tómatar beint af plöntunni eru hreint sælgæti. Þó er ég gjörn á að steikja þá á pönnu eða hafa ristaða með brauði vegna þess að ég er í hópi þeirra sem þola takmarkað ferska tómata.

Bruschetta
Tómata og ristað brauð kalla Ítalir bruschettu. Þeir vilja ljóst, svolítið gróft brauð með góðri skorpu, rista það létt báðum megin undir grilli og nudda síðan með ...

08/18/2014
Meira

Reyniberjasaft og reyniberjahlaup

ReyniberReyniber eru talin mjög holl. Af berjunum er rammur keimur, sem mörgum fellur mjög illa. Reyniberin eru tínd þegar þau eru vel þroskuð, og bezt er að þau hafi frosið. Rétt er að láta þau liggja í vatni í 3 sólarhringa, en skipta verður um vatn daglega; við það minnkar rammkeimurinn af berjnum. Úr berjunum nýjum má sjóða graut og súpur, eins og úr venjulegum berjum, en með þeirri súpu er sérstaklega ljúffengt að hafa þeyttan rjóma. Úr reyniberjum má einnig búa til saft og haup, en í reyniberjamauk er nærri því nauðsynlegt að hafa epli, annars er það ekki ...

08/18/2014
Meira

Vistmorð tekin föstum tökum

Polly og Kristín Vala Laugardaginn 16. ágúst var boðað til opinnar samræðu milli Polly Higgins og Kristínar Völu Ragnarsdóttur í Norræna húsinu.

Umræðuefnið var „vistmorð“ en vistmorð er skilgreint sem einn af fimm glæpum gegn friði. Polly Higgins hefur unnið að lagabálki sem hefur verið sendur til Sameinuðuþjóðanna til að bæta við Rómarsamþykktina. Rómarsamþykktin er samþykkt sem alþjóðasamélagið hefur skrifað undir til að undirbyggja frið á jörðinni.  Sáttmálinn er endurskoðaður reglulega og næst verður það gert 2015.

Næsti stórviðburður samtaka hennar Eradicating Ecocide (útrýming viðsmorðs) verður haldinn þ. 6. september og getur alþjóðasamfélagið verið með í þeim, hlustað á og tekið þátt í samræðum ...

08/17/2014
Meira

Söfnunarátak Brands Karlssonar

Brandur með Luizu unnustu sinniBrandur Karlsson er ungur maður sem byrjaði að missa mátt, af óljósum ástæðum, um 23 ára aldur og er nú lamaður fyrir neðan háls.

Það hindrar hann samt ekki í því að lifa lífinu til hins ítrasta en Brandur er góður málari auk þess að vera uppfinningmaður enda er hann vel menntaður og hugmyndaríkur.

Nú er hafið hópfjármögnunarátak á Karolina Fund því Brandur er á leið í ferð um hálendið til að viða að sér myndefni sem hann mun síðan vinna úr og halda sýningu í janúar.

Á Karolina Fund segir Brandur þetta um verkefnið:

„Ég mun láta reyna á ...

08/17/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Ullblekill

Ullblekill (Coprinus comatus)

Ullblekill (Coprinus comatus)

Hávaxinn, grannur hattsveppur með ullarkennda áferð á hatti. Bragðgóður sveppur, sérstaklega ef hann er steiktur eða soðinn í rjóma.

Tínið aðeins unga sveppi sem enn eru hvítir og helst lokaðir. Geymist ferskur í nokkra klukkutíma en geymist vel frystur.

Algengur sveppur í byggð, meðfram þjóðvegum þar sem hann vex oft í þyrpingum.

Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus) Wikipedia Commons.

08/17/2014
Meira

Safnhaugurinn

Moltutunnu hvolftÞað er ótrúlegt hvað safnhaugagerð og flokkun hefur aukist á síðustu árum. Þeir sem eiga litla garða kaupa sér gjarnan moltukassa og fara á námskeið í notkun þeirra. Aðrir halda sér við trékassana og láta tímann vinna með sér. Hafa tvo eða þrjá kassa. Jurtakurlarar flýta þó mikið fyrir. Það er erfitt að kurla greinar og margir hætta því. Það má henda greinum í flög til að grasfræ og aðrar jurtir fái skjól undir þeim og nái að skjóta rótum. Kurlhrúga getur líka hýst aðra gesti, eins og hagamýs sem búa sér þar ból, en hún er ótrúlega fljót að ...

08/17/2014
Meira

Grænhimna og fleiri sjávargrös

BlöðruþangInnan um purpurahimnuna, sem er auðþekkt, vex skærgræn himna. Hún er eins og gljáandi blautt salat að sjá. Hana má tína og þurrka, rista á pönnu og mylja. Þessu má strá út á ýmsa rétti eða súpur eins og bragðbætissalti. Af blöðruþangi má gera te, og þó það sé ekki sérlega bragðgott þykir það vinna vel á móti gigt, offitu og hægum skjaldkirtli og það er notað í margar megrunarblöndur. Hrossaþari og beltisþari bíða þess að við finnum þeim stað í matarflórunni en sumir dusta þá með hveiti og steikja á pönnu (afvatnaða ef þeir hafa verið þurrkaðir). Á skarfakál ...

08/17/2014
Meira

Óvissustig vegna Bárðarbungu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.

Frá því í nótt hefur verið viðvarandi jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem stendur enn yfir. Jarðvísindamenn og viðbragðsaðilar hafa verið upplýstir og fylgjast vel með framvindu mála.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila

08/16/2014
Meira

Messages: