Með náttúrunni - Mummi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson í eldlínunni - 4. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Þá er komið að fjórað og síðasta viðtalinu við Guðmund Inga Guðbrandsson, Mumma framkvæmdastjóra Landverndar. Eins og kom fram í fyrsta viðtalinu við hann þá hefur verið unnið ötulega að kynningu á Landvernd og þeim málefnum sem félagið stendur fyrir og  félagafjöldi aukist úr 500 í 3000 á skömmum tíma. Hlusta á þáttinn.

Úrdráttur úr viðtalinu

Mummi við Bláfánafhendingu.Landvernd vinnur að ýmsum mikilvægum málefnum svo sem Grænfána og- Bláfánaverkefni og spennandi verkefni sem nefnist „Hálendið hjarta landsins“. Félagsgjöldin ná skammt til að reka allt sem félagið hefur á sinni könnu. Hvernig gengur að fjármagna þetta fjölbreytta starf?

Ýmsar leiðir til að fjármagnastarfið
Varðandi skólana og Grænfánaverkefnið segir Mummi það vera rekið á grundvelli samnings  milli Landverndar, Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins og Mennta- og menningamálaráðuneytisins og þáttökugjöldum frá skólunum. Yfirleitt eru hófleg þátttökugjöld í flestum verkefnanna. Varðandi  þau nýrri sem eru á byrjunarstigi eins og loftslagsverkefnið þá eru þau rekin sem tilraunaverkefni og „Hjarta landsins“, samvinnuverkefni Landverndar, 4x4, Ferðafélag Íslands og Útivistar er í höndum stjórna félaganna aðallega formannanna og mínum segir Mummi. Þarna hafa ekki verið miklir fjármunir en vonir standa til að þar horfi til betri vegar.

Mummi útdeilir grænum fánum á grænni göngu þ. 1. maí 2013..Lýðræðishalli hjá náttúruverndarfólki
Varðandi fjármagn og mannafla þá er mikill lýðræðishalli á möguleikum náttúrverndarfólks til aðkomu að ákvörðunum og upplýsingagjafar varðandi þau málefni sem Landvernd vinnur að. Mummi telur að sem betur fer geri flestir sér grein fyrir því að til dæmis orkuiðnaðurinn og náttúruverndarfólk sitji ekki við sama borð. Hann nefnir sem dæmi; þegar unnið var að fyrstu gerð landsskipulags fyrir Ísland sem ekki náði fram að ganga og  verið er að vinna aftur, þá stóð Skipulagsstofnun fyrir samráðsfundum með öllum þeim sem láta sig málið varða því landsskipulagsstefnu er á hennar ábyrgð. Fundirnir voru haldnir klukkan 13:00 á virkum dögum. Mummi man eftir að minnsta kosti tveimur fundum þar sem hann var eini launaði starfsmaðurinn frá náttúruverndarhreyfingunni í landinu og fáir sjálfboðaliðar mættir þar sem þeir voru í vinnu. Á sama tíma voru fjölmargir frá Landsvirkjun, Landsneti, Vegagerðinni, sveitafélaögum og flestum þeim hagsmunaaðilum sem koma að slíku skipulagi. Mummi vill þó ekki meina að rödd náttúruverndar hafi ekki verið sterk þar sem hann var á staðnum en hún heyrðist að minnsta kosti ekki í öllum vinnuhópunum. En hann tekur fram að vissulega hafi  þarna verið margt gott náttúruverndarfólk á vegum hinna ýmsu aðila. Þetta er svo sannarlega til umhugsunnar segir hann og bætir við að það hafi aldrei dregið úr honum baráttuþrek eða kjark þó hann sé oft einn á móti mörgum.

Mummi og Guðmundur Hörður formaður Landverndar ásamt fjölda grænna fána við Stjórnarráðið þ. 28. maí 2013.Engan veginn vonlaus barátta
Þetta er síður en svo vonlaus barátta segir Mummi,  hann trúir því og treystir að Íslendingar sem þjóð láti það ekki gerast að hálendinu verið fórnað fyrir virkjanir, það er of mikið í húfi. Auk þess er mikil óvissa um í hvað eigi að nota orkuna sem er heldur ekki mjög mikil.
Aðspurður hvers vegna hann telji það hafi gengið svo vel undanfarið að afla nýrra félaga segir Mummi að þega skipt var um ríkisstjórn nú síðast og í ljós koma að mikill áhugi var á að fara í aukna orkuvinnslu þá hafi samtökin náð til fleirri en þeirra sem þegar voru virkir í náttúurverndinni. Herferðir félagsins hafi væntanlega vaknað þá til  meðvitundar um það sem var í húfi og þeir því gengið til liðs við félag sem þeir treystu til að standa vörð um náttúruna.
Það hefur líka tekist vel að vekja athygli á málefnunum  með herferðum á netinu og undirskrifatasöfnunum þar, svo sem um að umhverfismat á Bjarnarflagi í Mývatnssveit verði endurtekið og undiskriftasöfnun um að hálendi landsins verði hlíft, í verkefninu Hálendinu - hjarta landsins.
Fólk er að verða meðvitaðra eða kanske hræddara og gengur því til liðs við Landsvernd til að leggja sitt á vogarskálina

Græn ganga við Stjórnarráðið 28. maí 2013.Netið mikillvægt í baráttunni
Netið er mjög mikilvægur miðill og hefur nýst samtökunum vel. Það er til dæmis áhugavert að þegar haldinn var mótmælastaða fyrir framan stjórnarráðið  fyrir um ári síðan vegna ummæla Sigmundur Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra um umsagnir vegna rammaáætlunun sem nú er í gildi. Hann sagði að þær væru að mestu ein og sama umsögnin og því spurning um hve mikið ætti að taka mark á þeim. Við settum allar umsagnirnar á geisladisk og færðum honum og efndum jafnframt til mótmælastöðu gegn þessum orðum hans. Þetta var ákveðið með tveggja daga fyrirvara og það mættu um  2-3000 mans, slíkt hefði ekki verið gerlegt nema með hjálp netsins. Netið er svo sannarlega mikilvægur aflgjafi til að hreyfa við fólki og ná því saman  eins og atburðir í arabalöndunum, fyrrum lýðveldum sovétríkjanna og víðar bera vitni um segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Mummi framkvæmdastjóri Landverndar að lokum

Steinunn Harðardóttir.

Hlusta á þáttinn.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir þáttagerðina.

08/29/2014
Meira

Neyðarstigi vegna eldgoss í Holuhrauni aflétt

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjóranna á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi aftur niður á hættustig vegna eldgossins í Holuhrauni sem hófst um miðnætti og lauk um kl. 4 í nótt.

Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna í Vísindaráði á stöðunni eins og hún er núna. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver framvindan verður og er fólk því beðið að fylgjast náið með fréttum um stöðu mála.

Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi að vestanverðu eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Klukkan 10 í morgun færði Veðurstofa Íslands ...

08/29/2014
Meira

Eitraður sveppur - Lummusveppur

Lummusveppur ()Paxillus involutus

Lummusveppur (Paxillus involutus)

Frekar stór grábrúnn sveppur sem dökknar við snertingu. Flatur hattur með innbeygðu hattbarði. Var áður fyrr talinn ætur eftir suðu en sú aðgerð eyðileggur aðeins þann hluta eiturefnanna sem valda magakvölum. Önnur eiturefni hans geta valdið skemmdum á blóðrásinni þegar þau ná vissu magni í líkamanum.

Ljósmynd: Paxillus involutus, Wikipedia Commons.

08/29/2014
Meira

Rabarbarasulta með sítrónum

Niðurskorinn rabarbari og sítrónur.Hér kemur skemmtileg rabarbarasultuppskrift úr Nýju matreiðslubókinni, bók sem notuð var m.a. í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni á sínum tíma. Bókin var gefin út árið 1954 og aftur 1961.

Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykrinum til næsta dags ásamt gula berkinum af sítrónunum. Sjóðið sultuna með sítrónusafanum, þar til hún er mátulega þykk, eða í 10-20 mínútur.

1 kg rabarbari

1-2 sítróunu

1 kg sykur

...

Hægt er að minnka sykurmagnið og nota 2/3 af uppgefnu magni. Það er hægt að nota fleiri efni eins og hrásykur eða agavi síróp (Bára Kjartansdóttir).

 

08/29/2014
Meira

Eldgos hafið norðan Vatnajökuls í Holuhrauni

02:14

Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur - suðvestur átt. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við rannsóknir skammt frá gosinu,  fylgjast með því í öruggri fjarlægð. Áætlað er að  TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir gosstöðvarnar um klukkan 09:30 í fyrramálið 29. ágúst. ISAVIA hefur lýst yfir nýju hættusvæði frá jörðu upp í 18000 feta hæð fyrir blindflug (sjá meðfylgjandi mynd). Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið fullmönnuð vegna eldgossins og hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi ...

08/29/2014
Meira

Fræsöfnun - Rabarbarafræ

Rabarbari með þroskuðum fræjumRabarbari eða tröllasúra (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum) er ein besta matjurt sem völ er á hér á landi.

Mig hefur lengi langað að reyna að rækta rabarbara upp af fræi þó að ég viti að oftast sé honum fjölgað með því að skera hluta af hnaus á eldri plöntu og koma fyrir á nýjum stað. Það hef ég prófað og það gengur fljótt og vel fyrir sig.

Þessi fallegu þroskuðu rabarbarafræ eru af risastórri rabarbaraplöntu í mínu næsta nágrenni en afkastameiri rabarabarajurt hef ég ekki séð annars staðar. Því finnst mér tilvalið að gera tilraun með að fjölga einmitt ...

08/28/2014
Meira

Fræðsla um söfnun og meðhöndlun fræja.

Mjaður með þroskuðum fræjumFræbanki Garðyrkjufélagsins efnir til fræðslu um tínslu og meðhöndlun fræja fimmtudaginn 28. ágúst í Grafarvogi. Fræðslan hefst kl 18:00 og stendur í um það bil tvær klukkustundir.

Nú er rétti tíminn til að fylgjst með þroskun fræja í garðinum, sumarbústaðalandinu og nánasta umhverfi.

Sérfræðingar fræbankans ætla með þátttakendum að safna hinum ýmsu tegundum fræja.

Skoðað verður hvernig fræ hinna ýmsu tegunda lítur út og hvenær það er þroskað. Þá verður kennd meðhöndlun fræja til að mynda þurrkun, geymsla  og pökkun þeirra.

Gefin verða góð og hagnýt ráð um sáningar og margt fleira. Fræbanki Garðyrkjufélgsins gefur út frælista á hverju ...

08/28/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Kúalubbi

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex í nágrenni við birki.

Ljósmynd: Kúalubbi (Leccinum scabrum) Wikipedia Commons..

08/28/2014
Meira

Hittumst í garðinum

Í LaugargarðiVið verðurm í Laugargarði í dag milli 16:00-19:00 í dag fimmtudag.

Það fer bráðum að líða að undirbúningi fyrir vetur og huga að því hvernig garðurinn verður settur upp næsta vor.

Í sumar höfum við aðallega verið að vekja áhuga á verkefninu sem verður vonandi til þess að fleiri komi inn í verkefnið þegar fer að vora eða jafnvel fyrr.

Þetta var tímabundin tilraun sem hefur gengið vel og er Reykjavíkurborg jákvæð í okkar garð eftir sumarið og allar líkur á því að það fái að halda áfram að þróast ef áhuga hverfisbúa er fyrir slíku.

Smelltu hér ...

08/28/2014
Meira

Vinnustofa - Vegan- og grænmetisfæði

Kynning á námskeiði Pami.Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 6. september nk. eftir hádegi þar sem hún miðlar af vitneskju sinni um vegan- og grænmetisfæði og tekur það skrefinu lengra en við eigum að venjast.

Pami heldur úti bloggsíðunni receitasdomenuverde.blogspot.com en þar er að finna fjölda frábærra og ekki síður fallegra uppskrifta og ráða úr ríki náttúrunnar.

Efnið á vefnum er bæði á portúgölsku og ensku.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna á cristal_cosmico@hotmail.com.

 

08/28/2014
Meira

Niðursuðudósir raska hormónajafnvægi

Niðursuðudósir.160 efni eru nú á lista Efnastofnunar Evrópu yfir sérlega hættuleg efni. Markmiðið er að finna og skrá þau öll fyrir árið 2020. Efnin eiga það sameiginlegt að valda sjúkdómum eða safnast upp í lífverum. Sum leiða til alvarlegra truflana á hormónastarfsemi. Fjrósemi karla getur þannig minnkað.

Þeir fá kvenlegra yfirbragð, minna typpi og stærri brjóst. Efnalöggjöf Evrópusambandsins REACH tók gildi árið 2007, hérlendis 2008, og miðar að því að skrásetja, meta og veita leyfi fyrir notkun kemískra efna í Evrópu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi löggjöfina og áhrif hennar við Geert Dancet, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem nýlega heimsótti Ísland.  

Ekki öll skaðleg ...

08/27/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Flosssveppur

Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus)

Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus)

Bragðgóður matsveppur sem er frekar laus í sér. Ekki algengur sveppur en vex í sumum skógum og lyngmóum, oftast einn og stakur.

Ljósmynd: Flosssveppur (Xerocomus subtomentosus) Wikipedia Commons.

08/27/2014
Meira

Þalöt hægja á framleiðslu testósterons

Þalöt  virðast hafa neikvæð áhrif á framleiðslu testósterons hjá fólki sem notar mikið af hreinlætisvörum og plastvörum, en slíkar vörur geta innihaldið nokkurt magn þalata og annarra efna sem trufla starfsemi innkirtla.

Í nýrri rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism var magn testósterons í blóði 2.200 einstaklinga í Bandaríkjunum mælt og samtímis leitað að 13 niðurbrotsefnum þalata í þvagi sömu einstaklinga. Niðurstöðurnar sýndu marktækt samband lágs testósteronsgildis og magns þalata í þvagi. Síðustu 50 ár hefur dregið mjög úr testósteronframleiðslu karlmanna og telja vísindamenn þessa þróun geta haft veruleg neikvæð áhrif á lýðheilsu ...

08/27/2014
Meira

Ekkert rusl vikan - Zero Waste Week

Rusl í Álfsnesi.Ekkert rusl vikan (Zero Waste Week) er árlegur viðburður á heimsvísu en í ár er hún haldin dagana 1.-7. september.

Í Ekkert rusl vikunni er markmiðið að henda „engu“ heldur spara, endurnýta og síðast en ekki síst verða meðvitaður um það gríðarlega magn sem við hendum í hverri viku.

Á vefnum zerofoodwaste.co.uk eru ýmsar tillögur um hvað við getum gert til að minnka sóun og hætta að henda verðmætum.

Tillögur að markmiðum:

  • Hætta að nota plastburðarpoka
  • Útbúa nesti með engu rusli
  • Flokka fernurnar mínar
  • Gefa föt til góðgerðarmála
  • Kaupa umbúðalaust!
  • Los mig við dót til endurnýtingar án ...
08/27/2014
Meira

Saman gegn matarsóun - hátíð í Hörpu

Merki Matarsóunarverkefnisins.Saman gegn matarsóun (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu.

Þó einkennilega kunni að hljóma að talað sé um matarsóunarhátíð, þá er það einmitt það sem Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi ætla að standa fyrir í Hörpu 6. september frá kl.13:00-18:00.

Markmiðið með þessum góðgerðarviðburði er að ná saman öllum í ,,fæðukeðjunni" til þess að finna leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun. Frá framleiðanda-neytanda verður gífurleg matarsóun og nú skal, í samtali við alla hlutaðeigandi, fundin lausn á þessu ...

08/27/2014
Meira

Ráðstefna um gæði og nýtingu orku

Krafla.Dagana 27.-28. ágúst stendur Orkustofnun fyrir ráðstefnunni Nordic Showroom on Energy Quality Management, um gæði og nýtingu orku.

Á ráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytja ávarp og þar varður m.a. fjallað um bylgingarkenndar hitaveitur í Stokkhólmi, fjölnýting orkunnar í finnskum tölvuverum og varmadæluvæðingu á Íslandi.

Fyrirlestrarnir eru á ensku.

Skráning á os@os.is

Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér.

Ljósmynd: Krafl, ljósm. Árni Tryggvason.

08/26/2014
Meira

Fræsöfnun - Sólblómafræ

Sólblóm með þroskuðum fræjum.í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ. Ég fékk eitt blóm með mér heim úr heimsókn þangað um daginn og hér má líta afraksturinn úr einu sólblómi.

Nú geymi ég þessi fræ á þurrum, köldum stað fram á vor og vek þau svo til lífsins á réttum tíma með aðstoð Sáðalmanaksins næsta vor.

Gef auðvitað með mér af þeim en ein mesta gleðin við ræktun er einmitt að deila afrakstrinum, bæði fræjum og uppskeru með öðrum. Sólblómafræin kroppuð úr blóminu.

Sólblómafræin eru umlukin svartri skurn en búið er að pússa hana ...

08/26/2014
Meira

Sólblómarækt á Íslandi

Sólblóm í BirkihlíðSólblóm í Birkihlíð.Sólblóm í Birkihlíð.Sólblómið (Helianthus) á uppruna sinn að rekja til norður Ameríku.

Sólblóm geta orðið stór hér á landi við góðar aðstæður og gríðarstór í gróðurhúsum.

Þau vaxa líka vel úti sé sáð fyrir þeim nógu snemma og þeim komið til innandyra fram í júní og fái síðan að vaxa á skjólgóðum stað. En það fer að sjálfsögðu eftir sumarveðrinu hvernig til tekst. Auðvitað. Sólblómaræktin mín gekk ekki mjög vel í ár en hefur oft gengið mjög vel. Hef fengið sólblóm jafnstór mér sjálfri. Þau þroskuðu þó aldrei fræ.

En ekkert af þeim mörgu sólblómum sem ég þó sáði snemma til í ...

08/26/2014
Meira

Íslenski bærinn opnar

Verið velkomin að vera við opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn - Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár.

Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda, jafnframt því að skoða sýningar sem útskýra samhengi, þróun og tilbrigði íslenskra torfbæja með það að leiðarljósi að túlka aldagamlan og einstakan arf inn í samtímann með samþættingu, fræðimennsku, listrænni nálgun og varðveislu verkmenningar.

Opið hús verður milli kl. 14:00 ...

08/26/2014
Meira

Messages: