Þjóðarspegillinn 2014

Merki Háskóla Íslands Þjóðarspegillinn: Ráðstefna í félagsvísindum er haldinn í október ár hvert við Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.

Í tengslum við ráðstefnuna er veggspjaldasýning á 1. hæð Háskólatorgs þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

Í ágripabók Þjóðarspegilsins eru ágrip allra erinda sem voru flutt á ráðstefnunni árið 2013. Stjörnumerktum ágripum fylgir grein í Skemmunnisem hægt er að nálgast með því að smella á viðeigandi hlekk í ágripabók. Eldri ráðstefnurit Þjóðarspegilsins má nálgast á Skemmunni.

Dagskrá

10/30/2014
Meira

Reykjavíkurborg hlýtur náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014

Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur við verðlaununum. Ljósm. Magnus Fröderberg/norden.org.Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2014 eru veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Verðlaunin að þessu sinni voru veitt Reykjavíkurborg.

Tilkynnt var um verðlaunahafann rétt í þessu, en nú stendur yfir þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Ísland átti þrjá fulltrúa meðal þeirra sem tilnefndir voru; Reykjavíkurborg, Snæfellsnes (samstarf fimm sveitarfélaga) og Sólheimar.

Ákvörðun um tilnefningar er tekin af norrænni dómnefnd sem er skipuð 13 einstaklingum, tveimur frá hverju norrænu ríkjanna og einum frá Grænlandi, Færeyjum og ...

10/30/2014
Meira

Hótel Reykjavík Natura hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2014

Frá afhendingu umhverfisverðlaunanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála; Brynhildur Guðmundsdóttir og Katelijne Beerten frá Reykjavík Natura; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Björn Jóhannsson, umhverfisstjóri Ferðamálastofu.Icelandair Hótel Reykjavík Natura fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en verðalunin voru nú veitt í 20. sinn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts Ferðamálþings í Hörpu.

Mikill árangur af umhverfisstarfi
Icelandair hótel Reykjavík Natura fékk umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað skv. staðlinum ISO 14001 árið 2012, fyrst hótela á Íslandi. Mikill árangur náðist í umhverfisstarfinu strax á árunum 2011-2012, m.a. í flokkun úrgangs og orkusparnaði. Starf hótelsins í þágu umhverfis og samfélags er mjög vel skipulagt, einkar vel hefur verið staðið að kynningu og mörg verkefnin eru frumleg og framsýn. Sem dæmi um það ...

10/30/2014
Meira

Brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði

Mengunarmælar í Hveragerði og á höfðuborgarsvæðinu sýna nú hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2).  Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 µg/m3 og mælir í Hvaleyrarholti hefur farið yfir 1500 µg/m3.

Hæg austanátt er núna á þessu svæði og eykur það líkurnar á því að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka.

Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til þess að fylgjast vel með mengunarmælum sem aðgengilegir eru á www.loftgaedi.is
 
Búast má við mengun á svæðinu á meðan þessar veðuraðstæður vara.

Samkvæmt veðurspá á að bæta í vind á morgun en áfram verða austlægar áttir og því ...

10/29/2014
Meira

Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Gönguskór í mosaMeð vaxandi fjölda gesta til landsins hafa áhyggjur fólks af álagi á land og þjóð farið vaxandi. Sumarið 2014 var umræða um sýnilegt álag á helstu náttúruperlur landsins vegna fjölda gesta mikil. Myndir af skemmdum vegna utanvegaaksturs voru áberandi og fjölmiðlar ræddu um viðhorf gesta til og umgengni þeirra um landið. Á þessari fjórðu örráðstefnu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála verður farið yfir stöðu þekkingar á álagi á náttúru landsins af völdum ferðafólks og hvernig hægt er að bregðast við því.  

Ráðstefnan er haldin viku eftir dagslöngu þingi Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands og mun áherslan vera á ...

10/28/2014
Meira

Hvað er vistvænt hús?

Að gera heimilið/húsið vistvænna byggist meira á ákvarðanatöku hvers og eins en nokkru öðru. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara vistvænar leiðir byrjar langt ferli sjálfsmenntunar sem fer mjög eftir því hve áhuginn er mikill og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilgreining á vistvænni byggingu:
Þó að engin ein sannindi og engar patentlausnir séu til sem virka alls staðar er málið þó ekki flóknara en svo að; vistvænt hús notar minni orku, minna vatn og náttúrulegar auðlindir, hefur í för með sér minni úrgang og sóun auk þess sem það er heilbrigðara fyrir íbúa þess miðað við ...

10/28/2014
Meira

Ferðamálaþing - Ferðamál í 50 ár

Á Gásum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu (Silfurbergi) miðvikudaginn 29. október kl. 13-17. Megináhersla þetta árið er á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.

Dagskrá:

12:45 Afhending ráðstefnugagna

13:00 Setning - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.

13:15 Ávarp - Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

13:30 Quality - a key element to sustainable visitor economies - Lee McRonald, International Partnerships Manager VisitScotland.

14:00 Quality - living up to the marketing promise, a partnership approach - Colin Houston FIH, Industry Manager (2020) VisitScotland.

14:30 Þjónustumat, þörf eða þvaður? – Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla ...

10/26/2014
Meira

Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun á Höfn í Hornafirði og nærsveitum

Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði. Almannavarnir hvetja íbúa svæðisins til þess að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á heimasíðum embættanna. 

Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir mikilli mengun á svæðinu ...

10/26/2014
Meira

Hvað eru umhverfisviðmið?

Umhverfisviðmið eða markmið eru í eðli sínu ekkert frábrugðin fjárhagslegum markmiðum. Hlutverk beggja er að mæla árangur af starfssemi fyrirtækisins á mismunandi sviðum, þó svo að auðveldlega sé hægt að fullyrða að fjárhags- og umhverfismarkmið séu hvert öðru háð. Það er þó einn grundvallarmunur á fjárhaglegum og umhverfislegum markmiðum. Hin fjárhagslegu hafa þróast í fjölda áratuga eða árhundruði meðan umhverfislegu markmiðin eru tiltölulega ný af nálinni og fyrirtæki byrjuðu ekki að setja umhverfisviðmið í einhverjum mæli fyrr en eftir 1996 þegar ISO 14001 staðallinn var fyrst samþykkur. Þessi grundvallarmunur á umhverfis- og fjárhagslegum markmiðum hefur hins vegar mikla praktíska þýðingu ...

10/26/2014
Meira

Fyrsti vetrardagur genginn í garð

Lækjarspræna í klakaspottum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a. í kaflanum um fyrsta vetrardag:

Öllum veislum af þessu tagi fylgja nokkrir helgisiðir, og í heiðnum sið virðist hafa verið blótað til árs og friðar móti vetri og drukkinn full heiðinna goða og vætta. En í rauninni var lítil ástæða til að fagna komu Veturs konungs, sem síst hefur þótt neinn aufúsugestur. Svo mjög hafa menn óttast þetta árstíð, að í gamalli vísu frá 17. öld hefur staðið:

Öllu verri er veturinn en Tyrkinn.
Miklu lengra varð ekki komist í óhugnaði en að telja nokkurt fyrirbæri verra en sjálfan Hundtyrkjann. Því ...

10/25/2014
Meira

Gálgahraunstónleikar

Miðvikudagskvöldið 29. október kl. 20:30 verða haldnir tónleikar í Háskólabíó til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu.

Hverjum hinna dæmdu var gert að greiða 100.000 kr í sekt auk 150.000 kr í málskostnað.

Tilgangur tónleikanna er að safna fé sem afhent verður níumenningunum og jafnframt að sýna baráttu þeirra samstöðu með tónlist og gleði.

Tónlistarfólkið sem kemur fram á tónleikunum gefur allt vinnu sína en það eru :

 • Hljómsveitin Spaðar
 • Uni Stefson
 • Salka Sól og Amaba dama
 • Snorri Helgasson
 • Ojbarasta
 • KK
 • Dikta
 • Jónas Sig
 • Pétur Ben
 • Prins Póló
 • Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona
 • Bubbi Morthens

Allar nánari ...

10/25/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigrún Helgadóttir í eldlínunni - 4. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Við Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur höfum undanfarnar þrjár vikur rætt saman um þjóðgarða, áhuga, hennar fyrir náttúrunni og náttúruvernd, nám hennar í þjóðgarðafræði, heimsóknir hennar í þjóðgarða erlendis og þjóðgarða og friðlönd á Íslandi. Nú er komið að fjórða og síðasta viðtalinu við Sigrúnu og segir hún okkur nú frá tilkomu bókaskrifa hennar um Jökulsárgljúfur og Þingvelli. Hlusta á viðtalið.

Útdráttur úr viðtalinu

Jökulsárgljúfrum og Þingvelli og tilurð þeirra.

Áheit og bók um Jökulsárgljúfur
Jökulsárgljúfur. Ljósm. Wikimedia.Margir höfðu bent mér á að ég ætti endilega að skrifa bók um Jökulsárgljúfur en einhvern veginn kom ég ...

10/24/2014
Meira

Að baka kartöflur

Ofnbakaðar kartöflur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sama hátt og soðnar kartöflur eru undirstaða allrar kartöflueldamennsku má líta á bökuðu kartöfluna sem hulstur af skinni sem heldur utan um innvols sem má blanda með salti og kryddi, smjöri, eggjum, kavíar eða osti og breyta þannig að vild. Stundum er kartaflan bökuð aftur eftir að innihaldinu hefur verið skóflað út og því umbreytt.

Bökunarkartöflur ættu að vera nokkuð stórar og þær mega vera mjölmiklar. Þegar kartöflur eru bakaðar þarf hitinn að vera hár. Gera þarf ráð fyrir að minnsta kosti klukkustund. Oft tekur það lengur. Séu kartöflurnar settar beint á plötu eða grind í ofninum verður skinnið ...

10/24/2014
Meira

Kartöflugrautur – fornar uppskriftir

Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eggert Ólafsson minnist á kartöflugraut sem geti komið í staðinn fyrir grjónagraut. Hrísgrjón fóru fyrst að flytjast inn um 1750 og vellingur varð strax vinsæll og algeng útákastsmjólkursuða þó hann sé horfinn að miklu leyti nú og hrísgrjónagrautur varð hátíðamatur um jól. Eggert segir um (jarð)eplagraut:

„Hann er svo tilbúinn að eftir að æxlin í hreinu vatni soðna, þá flysjast þau og skerast í þunnar kringlur, eru síðan söxuð svo stórt eða smágjört sem hvörjum líkar. Af þessu saxi er hinn lekkrasti grautur gjör með vatni og salti og síðan smjör eða mjólk út á látið enn nær fremur ...

10/22/2014
Meira

Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi í Gálgahrauni

Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjölmenni var á boðuðum samstöðufundi um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi, í Gálgahrauni í dag en í dag er eitt ár síðan að hópi náttúruverndara sem mótmæltu vegagerð friðasamlega voru handteknir af 60 manna lögregluliði og tuttugu þeirra handteknir og færðir brott sem ótíndir glæpamenn.Skilti sem náttúruverndafélögin reistu til fróðleiks um vegagerðina í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undirskriftarlisti til stuðnings níumenningunum var hengdur upp undir nýsteyptri brú í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ljósmyndasýning undir brúnni, frá viðburðinum þ. 21. október 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn en Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni.

Handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, eru vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að ...

10/21/2014
Meira

Bókakynning - Scarcity in Excess

Bókin Scarcity in Excess.Bókin „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, bókartitill á frummálinu: Scarcity in Excess – “The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland“ verður kynnt í Mengi, Óðinsgötu 2 með viðtali við aðalritstjóra bókarinnar.

Húsið opnar klukkan 5 og það verður hægt að fjárfesta í bókinni á sérstöku kynningarverði.

Bók um hrunið og hið byggða umhverfi á Íslandi er að koma út. Efni bókarinnar varðar alla Íslendinga en hún á sérstakt erindi við þá sem hafa áhuga á formun umhverfisins og tengslum þess við hag einstaklinga og samfélags.

Upphaf bókarinnar má rekja til evrópsks rannsóknarverkefnis „Scarcity and ...

10/20/2014
Meira

Námskeið í hraukarækt

Bungubeðsgerð (hraukagerð) á vistæktarnámskeiði í Alviðru sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í hraukarækt verður haldið að Torfstöðum í Ölfusi (Töfrastaðir) frá kl. 10:00-18:00 laugardaginn 25 október.

Hraukarækt eru vissar aðferðir við að búa til hrauka/hauga sem mynd góð skilyrði fyrir plöntur til að vaxa í. Hægt er að nota hraukana til að halda, stjórna og losa vökva á ræktunarsvæði. Næringar efni losna hægt og þarf því ekki að hafa áhyggjur af næringu plantna í vel gerðum hrauk.

Aðalkennari er Eivind Bjørkavåg sem er norskur vistræktar hönnuður sem hefur aflað sér þekkingar og reynslu í við mismunandi loftslagsskilyrðum. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðis þegar hann ...

10/20/2014
Meira

Morgunfundur Vistbyggðarráðs og Náttúran.is um vistvænar byggingavörur, upplýsingar og aðgengi

Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.

Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.

Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til þess fallið að auka skilning almennings á vistvænu umhverfi innan og utan heimilisins og gera upplýsingar um lausnir aðgengilegar.

Kynnt verður smáritið, Val á vistvænum byggingarefnum, sem hægt er að nálgast  hjá Arkitektafélagi Íslands, fulltrúar framleiðenda og seljenda deila sínum ...

10/20/2014
Meira

Gormánuður, fyrsti mánuður vetrar

Gormánuður heitir fyrsti mánuður vetrar og virðist ekki hafa átt önnur nöfn að fornu. Nafnið vísar til sláturtíðar. Fyrsta vetrardag ber nú upp á laugardag á bilinu 21. – 27. Október. Frá því um 1500 og fram yfir 1800 hófst vetur hinsvegar á föstudegi og í gamla stíl lenti það þá á bilinu 10.-17. Október. Eins og sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til 1744, en sérstakar hugvekjur voru lesnar í heimahúsum lengi eftir það. Guðbrandur Þorláksson kallar október slátrunarmánuð.

Veturnáttaboða er oft getið í fornsögum, sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku, svo sem Gísla sögu Súrssonar, Laxdælu ...

10/20/2014
Meira

Messages: