Með náttúrunni - Sigrún Helgadóttir í eldlínunni - 4. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Við Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur höfum undanfarnar þrjár vikur rætt saman um þjóðgarða, áhuga, hennar fyrir náttúrunni og náttúruvernd, nám hennar í þjóðgarðafræði, heimsóknir hennar í þjóðgarða erlendis og þjóðgarða og friðlönd á Íslandi. Nú er komið að fjórða og síðasta viðtalinu við Sigrúnu og segir hún okkur nú frá tilkomu bókaskrifa hennar um Jökulsárgljúfur og Þingvelli. Hlusta á viðtalið.

Útdráttur úr viðtalinu

Jökulsárgljúfrum og Þingvelli og tilurð þeirra.

Áheit og bók um Jökulsárgljúfur
Jökulsárgljúfur. Ljósm. Wikimedia.Margir höfðu bent mér á að ég ætti endilega að skrifa bók um Jökulsárgljúfur en einhvern veginn kom ég mér ekki til þess, segir Sigrún. Svo var það einn laugardagsmorgun að Sigþrúður Stella, þjóðgarðsvörður fyrir norðan, hringdi í mig og hvatti mig einu sinni enn til hefjast handa og skrifa bók um Gljúfrin. Ég sagðist þá heita á hana, ég myndi sækja um í Launasjóð fræðirithöfunda og ef ég fengi stuðning þaðan reyndi ég að skrifa bókina. Ég fékk hálfsárs laun, ýtti frá mér öðrum verkefnum og hóf skrifin.

Ég var þó bara rétt komin af stað þegar tíminn var liðinn en ég tók  launalaust leyfi og kláraði bókina. Henni var mjög vel tekið og hún fékk viðurkenningu Hagþenkis sem besta fræðibók ársins 2008. Enn er algengt að fólk hafi samband við mig og þakki fyrir þessa bók. Það virðist vera mikið um að hópar gangi um Jökulsárgljúfur og þá sé bókin skyldulestur. Mér hefur verið sagt að það sé lesið upp út  henni á kvöldvökum.

Varðandi gönguleiðir voru skrifin auðveld. Starfsfólk þjóðgarðsins hafði frá upphafi lagt mikla vinnu í að velja gönguleiðir, langflestar gamlar kindagötur, og allt frá árinu 1983 komu í Jökulsárgljúfur breskir sjálfboðaliðar og lagfærðu göngustíga þar. Í Ásbyrgi. Ljósm. Árni Tryggvason.Það var mikil vinna lögð í að laga leiðirnar og stika þær svo nú eru góðir stígar eftir endilöngum þjóðgarðinum. Ég þurfti aðallega að lýsa landinu, segja frá sögunni, tína til þjóðsögur og ýmislegt skemmtilegt. Einnig að koma með hugmyndir að skipulagi á gönguferðum fyrir fólk sem væri  til dæmis í nokkra daga í þjóðgarðinum.

Jökulsárgljúfur- íslenskur undraheimur
Varðandi frásagnir af mannlífinu naut ég þess að hafa lengi verið á svæðinu. Ég þekkti landið ákaflega vel og hafði farið vítt og breitt um það. Þó að ég væri reyndar alltaf í sveit á austurbakkanum, sem er ekki í þjóðgarðinum, skipti miklu máli að hafa horft yfir á vesturbakkann og fegurðin í Gljúfrum er báðum megin ár. Það hjálpaði mér mikið á sínum tíma við að kynnast landinu vestan ár og að fyrsta árið sem ég var þar landvörður í þjóðgarðinum var til í handriti bók sem Theodór Gunnlaugsson skrifaði, Jökulsárgljúfur- íslenskur undraheimur.

Jökulsárgljúfur - Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli, eftir Sigrúnu Helgadóttir.Theódór var ótrúlegur maður, ég hafði þekkt hann frá því ég mundi eftir mér. Ég var í sveit á Vestara –Landi en hann var bóndi á næsta bæ, Austara-Landi. Ég hafði oft komið þangað og hitt hann og dáðst að honum. Hann var  þjóðþekkt refaskytta og mikill náttúrufræðingur af guðsnáð. Hann skrifað bók um Jökulsárgljúfur eftir minni þegar hann var bæði orðinn gamall og blindur. Hann bað mig að lesa yfir handritið sitt og athuga hvort ég fyndi einhverjar vitleysur. Þetta var hvalreki fyrir mig, nýráðinn landvörðinn. Ég flæktist um með handritið, fór oft um nætur því að ég vildi ekki fara frá ferðamönnunum á daginn. Í bjartri nóttinni hentist ég um hóla og hæðir og auðvitað var allt rétt og satt sem Theodór skrifaði. Ég skil ekki hvernig hann gat þetta. Þetta varð til þess að ég fór nánast um allt og skoðaði með gagnrýnum augum, bar saman landið og skrifaðan texta Theodórs. Þetta nýttist mér vel.

Við mín eigin bókarskrif mörgum árum síðar grúskaði ég í ýmsu. Á sínum tíma þegar ég vann hjá Náttúruverndarráði hafði ég skrifað verndaráætlun um Jökulsárgljúfur. Það var sá grunnur sem ég byggði mest á. Það var fyrsta verndaráætlun sem var skrifuð um friðlýst svæði á Íslandi. Hún byggði heilmikið á náttúrufarskönnun sem Helgi Hallgrímsson hafði gert á sínum tíma þegar þjóðgarðurinn var nýstofnaður. Ég tók líka heilmikið mið af bandarískum verndaráætlunum, þó þær séu auðvitað margfalt stærri og viðarmeiri. Öll þessi vinna nýttist mér vel þegar ég var svo að skrifa bókina mína.

Sumarlangt við stígagerð og kennslu á þingvöllum
Sandlæðingur á Þingvöllum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ég þekkti ekki Þingvelli eins og ég þekkti Jökulsárgljúfur, segir Sigrún. Ég var alltaf fyrir norðan á sumrin, kom bara á Þingvelli í skólaferðalögum og slíkt, og þá í mesta lagi á Hakið, í Almannagjá og í þinghelgina. Árið 1992 hafði ég samband við Hönnu Maríu Pétursdóttur sem þá var nýr þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Það varð til þess að hún vildi gjarnan fá mig í vinnu til að fara í leiðsagðar gönguferðir með fólki. En líka til að reyna að finna eitthvað af gömlu leiðunum sem voru að hverfa í skóg og kjarr svo að hægt væri að merkja þær. Hún vildi helst að ég kæmi um helgar þegar flestir gestir væru í þjóðgarðinum. Ég átti hins vegar mína fjölskyldu, þrjár litlar stelpur fyrir utan stóra strákinn minn og fannst ekki gott að vera fjarri fjölskyldunni allar helgar. Hún sagði þá „ þið komið bara öll“. Þetta var alveg Bókin Þingvellir - þjóðgarður og heimsmynjar eftir Sigrúnu Helgadóttur. Kort með gönguleiðum fylgir bókinni. Ljósm. Guðrún Tryggvdóttir.ógleymanlegt sumar fyrir okkur fjölskylduna. Við komum á fimmtudögum, ég og Óli og dætur okkar þrjár og bjuggum í einu stóru hverbergi uppi undir súðinni í Þingvallabænum. Ég leitaði uppi gamlar leiðir á föstudögum og var síðan með gönguferðir og barnastundir um helgar.

Eignaðist Þingvelli að vini.
Þetta sumar eignaðist ég Þingvelli að vini. Jökulsárgljúfur eru eins og fjölskylda mín en Þingvellir urðu eins og vinur minn, segir Sigrún. Ef mér leiðist á sumarkvöldi get ég skotist til Þingvalla á rúmum hálftíma svona rétt eins og að skjótast í heimsókn til vinar til að sækja orku og uppörvun. Ég heillaðist mjög af Þingvöllum og hef farið þangað mikið.

Þegar Gljúfrabókin mín kom út  árið 2008 hafði Sigurður Oddsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, samband við útgefandann. Hann var hrifinn af Gljúfrabókinni og kynnti hana fyrir Þingvallanefnd og formanni hennar, Birni Bjarnasyni. Sigurður stakk upp á að ég skrifaði sambærilega bók um Þingvelli. Ég vann þá hjá Landvernd og stýrði þar verkefninu Skólar á grænni grein sem er umhverfisverkefni fyrir skóla. Þar sem ég vildi gjarnan skrifa bók um Þingvelli sagði ég upp því starfi vorið 2008 og hóf að skrifa. Um haustið sama ár breyttist ýmislegt og styrkurinn sem ég hélt ég myndi fá kom ekki. Það á bæði við um fjárhagslegan styrk  og félagslegan styrk frá fólki er hafði með Þingvelli að gera. Það urðu bæði breyting á fólki í Þingvallanefnd og starfsfólki í þjóðgarðinum, en Sigurður lést sumarið 2009. Þetta varð því ansi erfiður róður. En ég var búin að bíta það í mig að skrifa þessa Séð suður að Arnarfelli í Þingvalllavatni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.bók svo að ég hætti ekki fyrr en hún kom út. En það var allt öðruvísi vinna en við Jökulsárgljúfrabókina.

Erfitt að velja og hafna efni í Þingvallabók
Það er til góð bók um Þingvelli sem Björn Th. Björnsson skrifaði en hún var á margan hátt orðin úrelt og margt hafði breyst síðan hún var skrifuð. Margt annað var líka til um Þingvelli, þetta er jú helgistaður þjóðarinnar. Bókarskrifin urðu því mikil vinna. Þegar fólk vissi að ég væri að skrifa um Þingvelli höfðu flestir skoðun á um hvað ég ætti að skrifa. Það voru stundum hin furðulegustu mál sem fólki fannst ég ætti að taka fyrir. Ég skrifaði eflaust um ýmislegt sem sumum fannst skipta litlu máli, það var svo mikið matsatriði hvað átti að fara í bókina. Mig langaði til að segja frá ýmsu eins og til dæmis Guðmundi Davíðssyni fyrsta þjóðgarðsverðinum en hann var upphafsmaður þess að þjóðgarður var stofnaður á Þingvöllum. Fólk  hefur samt yfirleitt ekki heyrt á hann minnst. Mig langaði líka að segja frá ýmsu sem mér finnst svo mikilvægt á Þingvöllum og gefa fleirum hlutdeild í því. Ég vildi að fólk gæti farið um allt þetta stórkostlega land sem þjóðgarðurinn er en ekki bara þinghelgina.

Gamlar götur voru að hverfa í skóg
Ég vildi benda á götur sem ég vissi að voru þarna svo þær yrðu greiðfærar fólki og lagði mikla vinnu í að finna gamlar leiðir. Þjóðleiðir alls staðar að á landinu fóru til Þingvalla og þar um. Svo voru líka leiðir á milli bæja og milli bæja og fjárhella. Þær höfðu verið mjög greinilegar langt fram á 20. öld á meðan fólk bjó á Þingvöllum. Við höfðum opnað slíkar götur sumarið 1992.

Þingvallavatn. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eitt af því sem við veltum þá vöngum yfir var hvar fólk hefði farið niður á Vellina úr norðri. Á þessum tíma var vandamál að  komast frá tjaldstæðinu, sem er á Leirum, í þinghelgina. Þarna á milli var bara malbikaður vegur meðfram skógi vaxinni Fögrubrekku og um hann þurfti göngufólk að fara innan um akandi umferð. Þetta var bæði leiðinlegt og skapaði hættu. En það virtist ekki vera nein önnur fær leið á milli þessara staða. Eitt sinn Þegar ég var að bera mig upp við Hönnu Maríu um að það vantaði góðan og öruggan stíg milli á tjaldstæðis og Vallanna, sagði starfsmaður sem var bóndi í sveitinni, að hann myndi eftir gamalli götu í Fögrubrekku frá þeim tíma sem hann hefði verið að smala í þjóðgarðinum.

Furu og greni plantað í gamla hlaðna leið
Við fórum að leita og fundum götu í brekkunni sem víða var hlaðin upp og sjálfsagt eldgömul. En það hafði verið plantað í hana og nú voru stærðarinnar furu og grenitré víða í miðri götunni.  Óli tók sig til og sagaði niður trén sem voru fyrir. Nú er búið að opna hana enn betur og þetta er ein af leiðunum í þjóðgarðinum. Það eru víða svona gamlar leiðir sem eru horfnar í skóg. Það hefur kannski ekki verið plantað í þær  en þær eru komnar á kaf. Mig langaði að opna fleiri svona leiðir svo að fólk gæti notið þeirra og svo þær hyrfu ekki. Með því að opna þessar gömlu leiðir á ný og viðhalda þeim og gera almenningi kleift að ganga víðar um svæðið en nú er, þá minnkaði álag á vatnsbakkanum og þinghelginni.

Gamlar leiðir eru mikilvægar minjar
Blágresi á Þingvöllum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gamlar þjóðleiðir eru minjar eins og bæjarrústir. Best væri að Minjastofnun heyrði undir sömu stjórn og þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði. Það þarf að halda við gömlum þjóðleiðum. Þær eru margar innan friðlýstra svæða eða tengja slík svæði saman. Gamlar þjóðleiðir til Þingvalla hafa sumar fundist fyrir tilstilli einstaklinga og áhugafólks sem hefur leitað þær uppi. Sem betur fer eru margir farnir að sýna þessu áhuga og átta sig á mikilvægi þessara leiða. Nýlega kom út ritgerð um þjóðstíga sem er skemmtilegt. En það er oft tilviljanakennt hvað er gert, einn gerir þetta og annað hitt. Það vantar samræmingu og heildarsýn um skipulag og stjórnun friðlýstra svæða og annarra mikilvægra svæða. Það þarf að vinna faglega og hætta einkahagsmunapoti.

Sveitarfélög vilja  hafa hlutina svona eða hinsegin þar sem þeir hafa skipulagsvald til dæmis í þjóðlendum. Við verðum að treysta faglegum stjórnum og horfa heildstætt á málin og hafa heildarsýn yfir allt landið. Ekki þetta endalausa pot og tortryggni á milli allra þeirra mörgu aðila sem ættu að  vera að gera sama hlutinn, að vernda íslenska náttúru og leyfa okkur og öðrum gestum Jarðar að njóta hennar.

Steinunn Harðardóttir.

Hlusta á viðtalið.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir þáttagerðina.

10/24/2014
Meira

Að baka kartöflur

Ofnbakaðar kartöflur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sama hátt og soðnar kartöflur eru undirstaða allrar kartöflueldamennsku má líta á bökuðu kartöfluna sem hulstur af skinni sem heldur utan um innvols sem má blanda með salti og kryddi, smjöri, eggjum, kavíar eða osti og breyta þannig að vild. Stundum er kartaflan bökuð aftur eftir að innihaldinu hefur verið skóflað út og því umbreytt.

Bökunarkartöflur ættu að vera nokkuð stórar og þær mega vera mjölmiklar. Þegar kartöflur eru bakaðar þarf hitinn að vera hár. Gera þarf ráð fyrir að minnsta kosti klukkustund. Oft tekur það lengur. Séu kartöflurnar settar beint á plötu eða grind í ofninum verður skinnið ...

10/24/2014
Meira

Kartöflugrautur – fornar uppskriftir

Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eggert Ólafsson minnist á kartöflugraut sem geti komið í staðinn fyrir grjónagraut. Hrísgrjón fóru fyrst að flytjast inn um 1750 og vellingur varð strax vinsæll og algeng útákastsmjólkursuða þó hann sé horfinn að miklu leyti nú og hrísgrjónagrautur varð hátíðamatur um jól. Eggert segir um (jarð)eplagraut:

„Hann er svo tilbúinn að eftir að æxlin í hreinu vatni soðna, þá flysjast þau og skerast í þunnar kringlur, eru síðan söxuð svo stórt eða smágjört sem hvörjum líkar. Af þessu saxi er hinn lekkrasti grautur gjör með vatni og salti og síðan smjör eða mjólk út á látið enn nær fremur ...

10/22/2014
Meira

Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi í Gálgahrauni

Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjölmenni var á boðuðum samstöðufundi um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi, í Gálgahrauni í dag en í dag er eitt ár síðan að hópi náttúruverndara sem mótmæltu vegagerð friðasamlega voru handteknir af 60 manna lögregluliði og tuttugu þeirra handteknir og færðir brott sem ótíndir glæpamenn.Skilti sem náttúruverndafélögin reistu til fróðleiks um vegagerðina í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undirskriftarlisti til stuðnings níumenningunum var hengdur upp undir nýsteyptri brú í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ljósmyndasýning undir brúnni, frá viðburðinum þ. 21. október 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn en Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni.

Handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, eru vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að ...

10/21/2014
Meira

Bókakynning - Scarcity in Excess

Bókin Scarcity in Excess.Bókin „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, bókartitill á frummálinu: Scarcity in Excess – “The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland“ verður kynnt í Mengi, Óðinsgötu 2 með viðtali við aðalritstjóra bókarinnar.

Húsið opnar klukkan 5 og það verður hægt að fjárfesta í bókinni á sérstöku kynningarverði.

Bók um hrunið og hið byggða umhverfi á Íslandi er að koma út. Efni bókarinnar varðar alla Íslendinga en hún á sérstakt erindi við þá sem hafa áhuga á formun umhverfisins og tengslum þess við hag einstaklinga og samfélags.

Upphaf bókarinnar má rekja til evrópsks rannsóknarverkefnis „Scarcity and ...

10/20/2014
Meira

Námskeið í hraukarækt

Bungubeðsgerð (hraukagerð) á vistæktarnámskeiði í Alviðru sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í hraukarækt verður haldið að Torfstöðum í Ölfusi (Töfrastaðir) frá kl. 10:00-18:00 laugardaginn 25 október.

Hraukarækt eru vissar aðferðir við að búa til hrauka/hauga sem mynd góð skilyrði fyrir plöntur til að vaxa í. Hægt er að nota hraukana til að halda, stjórna og losa vökva á ræktunarsvæði. Næringar efni losna hægt og þarf því ekki að hafa áhyggjur af næringu plantna í vel gerðum hrauk.

Aðalkennari er Eivind Bjørkavåg sem er norskur vistræktar hönnuður sem hefur aflað sér þekkingar og reynslu í við mismunandi loftslagsskilyrðum. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðis þegar hann ...

10/20/2014
Meira

Morgunfundur Vistbyggðarráðs og Náttúran.is um vistvænar byggingavörur, upplýsingar og aðgengi

Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.

Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.

Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til þess fallið að auka skilning almennings á vistvænu umhverfi innan og utan heimilisins og gera upplýsingar um lausnir aðgengilegar.

Kynnt verður smáritið, Val á vistvænum byggingarefnum, sem hægt er að nálgast  hjá Arkitektafélagi Íslands, fulltrúar framleiðenda og seljenda deila sínum ...

10/20/2014
Meira

Gormánuður, fyrsti mánuður vetrar

Gormánuður heitir fyrsti mánuður vetrar og virðist ekki hafa átt önnur nöfn að fornu. Nafnið vísar til sláturtíðar. Fyrsta vetrardag ber nú upp á laugardag á bilinu 21. – 27. Október. Frá því um 1500 og fram yfir 1800 hófst vetur hinsvegar á föstudegi og í gamla stíl lenti það þá á bilinu 10.-17. Október. Eins og sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til 1744, en sérstakar hugvekjur voru lesnar í heimahúsum lengi eftir það. Guðbrandur Þorláksson kallar október slátrunarmánuð.

Veturnáttaboða er oft getið í fornsögum, sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku, svo sem Gísla sögu Súrssonar, Laxdælu ...

10/20/2014
Meira

Fjallagrasate

  • Fjallagrasate að malla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.50 g. fjallagrös
  • 1 l. vatn

Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 l. af vatni við mjög hægan eld í 1-2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukkinn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig er hann oft settur á flöskur og tekinn inn sem læknismeðal.

Úr bókinni Grænmeti og ber allt árið eftir Helgu Sigurðardóttur.

Efri mynd: Fjallagrasate að hætti Helgu Sigurðardóttur sýður. Neðri mynd: Fjallagrasateið soðið aftur upp eftir að búið er að ...

10/19/2014
Meira

Að gera sína eigin jógúrt

Mjólkin hituð í potti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sparnaður er töfraorðið á mínu heimili og hefur verið um langa hríð. Hvort sem er til að spara í peninga eða minnka aðra sóun. Ég þarf alltaf að vera að láta mér detta eitthvað í hug til að hafa nóg að bíta og brenna nú á síðustu og verstu tímum dýrtíðar og allavega.

Stundum föllum við í þá gryfju að halda að eitthvað sé nauðsynlegt eða óhjákvæmilegt, sem er það svo alls ekki.

T.d. að kaupa dýra jógúrt í litlum umbúðum úti í búð. Hér einu sinni átti ég jógúrtgerðarvél, sem var einfaldlega einskonar bakki til að setja 6 ...

10/18/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigrún Helgadóttir í eldlínunni - 3. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Við Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur höfum undanfarnar tvær vikur rætt saman um þjóðgarða, áhuga, hennar fyrir náttúrunni og náttúruvernd, nám hennar í þjóðgarðafræði, samanburð þjóðgarða í Bandaríkjunum og Bretlandi og störf sem landvörður í Jökulsárgljúfrum. Nú beinum við athyglinni að þjóðgörðum og friðlöndum á Íslandi og þróun þeirra undanfarin ár.
Hlusta á viðtalið.

Útdráttur úr viðtalinu

Þjóðgarðar og friðlönd. Hvað er hvað og hver er munurinn?

Friðlönd í stað þjóðgarða
Illagil, friðlandinu að Fjallabaki. Ljósm. Árni Tryggvason.Þegar Sigrún kom heim frá námi voru þrír þjóðgarðar á landinu, Skaftafell, Jökulsárgljúfur og svo Þingvellir. Á þessum árum var ekki hægt að ...

10/17/2014
Meira

Starfshópur skoðar ráðleggingar OECD í umhverfismálum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að setja á fót starfshóp með fulltrúum fimm ráðuneyta, í því skyni að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi fyrir tímabilið 2001 – 2013.

Skýrsla OECD kynntÚttekt OECD (Environmental Performance Review – Iceland-2014) var kynnt þann 4. september síðastliðinn en í skýrslunni eru settar fram 26 ábendingar eða ráðleggingar (recommendations) til íslenskra stjórnvalda, sem snúa að löggjöf, skipulagsmálum, innviðum, hagrænum stjórntækjum o.fl. Meðal annars er farið yfir þróun lykilþátta, stöðu og stefnumörkun í málaflokknum, hlutdeild  hagrænna ...

10/17/2014
Meira

Ný skilgreining á hættusvæðum

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. 

Á grundvelli hættumatsins, þar sem horft er til gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegu sprengigosi með gjóskufalli og jökulhlaupum frá Dyngjujökli eða Bárðarbungu, hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið eftirfarandi skilgreiningar á hættu- ...

10/17/2014
Meira

Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi

Lögreglumenn við handtökur í Gálgahrauni, ljósm. Framtíðarlandið.Þann 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Fyrir ári síðan réðst 60 manna lögreglulið og jarðýta gegn hópi fólks  sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni. Handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. Október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, eru vitni ...

10/17/2014
Meira

Samið um geitina við Erfðanefnd landbúnaðarins

Geitur og börn. Ljósm. af geitur.is.Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Reiknað er með að kostnaður verði samtals 7 milljónir króna á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir að Erfðanefnd landbúnaðarins verði falið að ráðstafa stuðningnum í samræmi við tillögur vinnuhóps sem ráðherra skipaði í vor. Samkvæmt tillögunum er ætlunin að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um ...

10/16/2014
Meira

...„hvað er grænna, virðulegur forseti, en íslenskur torfbær?“

Gluggi í Laufási, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tillögur nefndar um eflingu græna hagkerfisins, voru eins og margir muna eftir, samþykktar einróma, af öllum flokkum, með fullu húsi atkvæða á Alþingi. Sem er sögulegt í sjálfu sér.

Það varð þó ekki til þess að fyrstu fjármununum (205 m.kr.) sem eyrnarmerktir höfðu verið verkefninu yrði varið í samræmi við tillögur nefndar um græna hagkerfið heldur tók ferlið óvænta beygju sem lýst er ítarlega og gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem forsætisráðherra tók að lokum sjálfur ákvarðanir um það hvaða verkefni hlutu styrki og það án auglýsingar.

Í sjálfu sér er þessi gjörningur sönnun þess að hér á landi ...

10/15/2014
Meira

Hvítt hveiti - skaðvaldur og næringarlaus orkugjafi?

Hvítt hveiti, ljósm. Wikipedia.Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Nature, Þingsal 1, þriðjudaginn 21. október kl. 19:30.

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur HNLFÍ setur þálþingið.

Ávarp: Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ.

Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ.

  • Er hveiti bara hveiti? Hvað segir meltingin? - Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og meltingarsérfræðingur.
  • Að vera eða vera ekki óþolandi hveiti, það er spurningin -  Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, ónæmisfræðideild LSH.
  • Glútenóþol, hveitiofnæmi, Seliak og glútenóþolssamtök Íslands - Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  • Lífrænn bakstur - Sigfús Guðfinnsson, bakarameistari, Brauðhúsinu Grímsbæ.
  • Reynslusaga - Þorleifur Einar Pétursson, flugmaður
  • Hveitilaus matargerð - Sólveig Eiríksdóttir ...
10/14/2014
Meira

Hrafnaþing - Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Gjáin í Þjórsárdal, ljósm. Guðrún Stefánsdóttir.Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju, á nýjum tíma, á miðvikudagsmorgnum kl. 9:15-10:00.

Fyrsta Hrafnaþing haustsins verður miðvikudaginn 15. október kl. 9:15. Þá mun Friðþór Sófus Sigurmundsson doktorsnemi við Háskóla Íslands flytja erindi sem nefnist:

Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Skóg- og kjarrlendi voru mikilvægar náttúruauðlindir áður fyrr. Nákvæm útbreiðsla birkiskóga er ekki þekkt nema síðustu áratugi og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á staðbundinni útbreiðslu þeirra gegnum aldirnar. Megin markmið þessarar rannsóknar er að:

1. Kortleggja útbreiðslu birkiskóga og kjarrlendis í Þjórsárdal (14.000 ha) á 350 ára tímabili

2. Meta ...

10/14/2014
Meira

Stefnu vantar vegna mengunar af völdum ferðamanna

Ekið yfir Markarfljót, ljósm. Árni Tryggvason.Viðar Jökul Björnsson, umhverfis- og auðlindafræðings segir stefnu vanta á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna en Viðar Jökull fjallaði einmitt um þetta í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði þar sem hann mat kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011.

Víðir bendir á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og tæra land sem þá þarf hún að standa við“. Það olli honum vonbrigðum að „langflestir séu ekkert að spá í þessu“

Í niðurstöðum rannsóknar Viðars Jökuls veldur meðalferðamaðurinn hér á landi 50,2 kílóa útblæstri af koltvísýringi á dag. Það ...

10/14/2014
Meira

Messages: