Stígum varlega til jarðar - upptaka af hádegisfyrirlestri Andrésar Arnalds

Andrés Arnalds. Ljósm. Landvernd.Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Um 100 manns sóttu hádegisfyrirlestur Andrésar Arnalds þann 20.maí um álag ferðamennsku á náttúru Íslands (sjá frétt). Landvernd og Landgræðsla ríkisins stóðu að viðburðinum. Nú er hægt að sjá upptöku af fyrirlestrinum á vef Landverndar.

Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslunar og hefur mikið látið sig varða áhrif aukinnar ferðamennsku á viðkvæma náttúru landsins. Andrés fjallaði um að álag væri of mikið á sumum ferðaleiðum og það hafi leitt til skemmda á landi, og því væri mjög brýnt að fara í úrbætur og uppbyggingu þeirra. Til þess  þyrfti að stórefla fagmennsku við slíkar úrbætur, ef tryggja ætti framtíð ferðaþjónustunnar í sátt við náttúru landsins.

Í máli Andrésar kom einnig fram að það skorti heildræna stefnu og sýn bæði hjá stjórnvöldum og hagsmunaaðilum og að málaflokkinn  skorti líka faglegan vettvang með einhvers konar miðstýringu, en nú væru  málefnin á höndum alltof margra aðila og stjórnun og yfirsýn því of dreifð.

Að auki lagði Andrés til að við nýttum okkur reynslu annarra landa sem hafa með  góðum árangri náð að vernda viðkvæm svæði samhliða aukinni ferðamennsku.

Í umræðum kom m.a fram að innviðir stjórnsýslunar séu ekki nægjanlega virkir eða yfir höfuð til sem endurspeglar skort á áherslum og faglegri þekkingu á málaflokkinn.

2015_05_20 Stígum varlega til jarðar - AA (7,13 MB)

05/29/2015
Meira

Ágengar framandi tegundir

Lundi með sandsíli. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.Norðulandaráð var að senda frá sér skýrslu um ágengar framandi tegundir og viðbrögð við þeim. Breytingar á loftslagi og ástandi sjávar hafa gríðarleg áhrif á vistkerfi og tegundir sækja fram en aðrar hörfa. Við Ísland er nærtækasta dæmið hvarf sandsíla og tilkoma makríls. Sem aftur hefur áhrif á afkomu tegunda sem lifðu á sandsílum t.a.m. sjófugla, bolfisk, hvali og ekki hvað síst lundann sem nánast hvarf í Vestmannaeyjum. 

Það er full ástæða til að taka þessa þróun alvarlega og gera áætlanir um viðbrögð vegna vistkerfisbreytinga. Það er ekki víst að öll einkenni færi okkur nytjastofna á silfufati. 

Hér ...

05/28/2015
Meira

Ríkisstjórnin úthlutar 850 milljónum til brýnna verkefna á ferðamannastöðum

Göngustígur í Kerlingafjöllum. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirÍslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein. Vöxtur greinarinnar hefur skapað mörg tækifæri, en einnig áskoranir vegna mikillar ásóknar ferðafólks á viðkvæm náttúrusvæði. Til að tryggja að íslensk náttúra og öflug ferðaþjónusta geti blómstrað samtímis hefur ríkisstjórnin samþykkt að verja í sumar 850 milljónum króna til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.

Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu, auk þess sem viðbótarfé verður varið til aukinnar landvörslu um allt land. Mest verður framkvæmt í Skaftafelli og á ...

05/26/2015
Meira

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands 2015

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands 2015 verður haldinn verður á morgun, miðvikudaginn 27. maí í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 4. hæð og hefst fundurinn kl. 20.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Bent skal á að á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Íslands í fyrra var kjörinn þriggja manna nefnd til að yfirfara lög og starf samtakanna. Nefndin hefur skilað tillögu að nýjum lögum til stjórnar og má lesa hér. Núgildandi lög samtakanna má lesa hér.

05/26/2015
Meira

Eldhúsgarðurinn - góð ráð til að rækta garðinn sinn

Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan og skemmtilegan máta. Nákvæm skipulagning getur virst  þrúgandi við fyrstu sýn en hún er, þegar upp er staðið, einfaldari leið en sú að misreikna sig og gefast svo kannski upp á miðju sumri án þess að uppskera neitt sem heitið ...

05/25/2015
Meira

Söfnun jurta

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því íslenska flóran er mjög viðkvæm. Einnig þarf að taka tillit til þess að sumar jurtir eru friðaðar.

Mjög auðvelt er að rækta jurtir og því er góð regla, þegar fólk hefur fundið þær jurtir sem það kþs að nota sér ...

05/25/2015
Meira

Svör Faxaflóahafna vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor á Grundartanga fátækleg að mati Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

Séð yfir Hvalfjörðinn.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð þakkar forsvarsmönnum sameignarfélagsins Faxaflóahafna kurteislegt bréf frá 12. 5. 2015 með svörum við spurningum tengdum Silicor Materials Inc. frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð, dags. 28. 4. 2015.
Spurningar Umhverfisvaktarinnar voru bornar fram vegna einhliða upplýsinga um starfsemi Silicor Materials Inc (Silicor). Svör Faxaflóahafna bæta því miður ekki miklu við fyrri upplýsingar sem flestar hefur mátt lesa áður í fjölmiðlum. Þau ná ekki að byggja upp nauðsynlegt traust á Silicor. Iðjuverið er enn sem fyrr á tilraunastigi og upplýsingar um stöðu þess sem slíks koma mest frá því sjálfu sem er að sjálfsögðu ekki æskilegt.

Umhverfisvaktin hefur ýmislegt við ...

05/24/2015
Meira

Lagt til að fresta gildistöku nýrra laga um náttúruvernd til 1. janúar 2016

Úr Þjórsárverum. Ljósm. Einar BergmdundurSigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem varðar frestun gildistöku laga nr. 60/2013 um náttúruvernd til 1. janúar 2016. Jafnframt hyggst ráðherra mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd næsta haust, sem felur í sér endurskoðun á náttúruverndarlögum. Þetta er gert til að tryggja að frumvarp um náttúruvernd fái fullnægjandi umfjöllun á Alþingi.

Lög nr. 60/2013, um náttúruvernd áttu að taka gildi 1. apríl 2014. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skilaði nefndaráliti í febrúar 2014 þar sem lagt var til að höfðu samráði við umhverfis- og auðlindaráðherra, að gildistöku náttúruverndarlaga ...

05/23/2015
Meira

Graslaukur

Það er varla hægt að minnast á laukræktun án þess að hugurinn hvarfli til Guðrúnar Ósvífursdóttur, þegar hún heimti sonu sína til máls við sig í laukagarð sinn að Helgafelli. Við vitum ekki hvort hún ræktaði graslauk eða einhvern eðlari lauk eða hvort höfundurinn notar orðið laukagarður sem líkingu. Það er aðeins vitað um einn garð á landinu sem bar þetta nafn. Sá var á Hólum á 15. og 16. öld.

Þorvaldur Thoroddsen veltir því fyrir sér hvort orðið laukagarður hafi einfaldlega þýtt matjurtagarður þar sem hvönn, næpur og kál hafi verið ræktað. Hvað sem um það má segja þá ...

05/23/2015
Meira

Ályktanir frá Fjöreggi

Egg í hreiðri. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, skorar á stjórnvöld að auka landvörslu við Mývatn og Laxá. Verndarsvæðið hefur gildi á heimsmælikvarða. Það er á rauðum lista Umhverfisstofnunar sem þýðir að það er í verulegri hættu og er að tapa eða hefur tapað verndargildi sínu að hluta. Fjölgun ferðamanna allt árið gerir nauðsynlegt að veita fé til uppbyggingar, verndunar og aukins eftirlits. Meiri landvarsla eykur öryggi ferðamanna og bætir upplifun þeirra. Fjöregg lýsir einnig verulegum áhyggjum af ferðamannastöðum utan verndarsvæða í Mývatnssveit, svo sem Hverarönd og Leirhnjúk. Nauðsynlegt er tryggja öryggi ferðamanna þar og sjá til þess að ...

05/21/2015
Meira

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd fagnar úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. gegn Skipulagsstofnun. Með úrskurðinum er Landsneti gert að líta á jarðstreng sem raunverulegan valkost líkt og loftlínu í mati á umhverfisáhrifum fyrir Kröflulínu 3, 220kV raflínu frá Kröflu að Fljótsdalsvirkjun.

Í úrskurðinum segir m.a.: „Almenn vísan [Landsnets] til þess að fjárhagsleg sjónarmið og tæknileg vandkvæði við lagningu jarðstrengja valdi því að sá möguleiki komi ekki til greina sé á hinn bóginn ekki í málefnalegu samhengi við markmið laganna og tilgang mats á umhverfisáhrifum“. Með öðrum orðum, þá var það ekki málefnalegt af Landsneti að neita að meta áhrif ...

05/19/2015
Meira

Áhrif mengunar frá Holuhrauni á úrkomu á Vatnajökli og Austurlandi veturinn 2014-15

Við Vatnajökul. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við mælingar á snjókjörnum sem safnað var á Vatnajökli og á hálendinu norðaustan hans í mars síðastliðnum. Tilgangurinn var að mæla styrk og ákomu efna í úrkomu sem féll veturinn 2014 til 2015, frá september til loka mars, og meta hvort og þá hve mikið ákoman hefur orðið fyrir áhrifum af gosinu í Holuhrauni sem stóð frá 31. ágúst til 27. febrúar 2015. Í heildina var 31 snjókjarna safnað, þar af 29 kjarnar sem endurspegla meðalefnasamsetningu vetrarákomunnar og tveir kjarnar sem voru hlutaðir niður til að sjá þróun ákomunnar í tíma og rúmi.  
Styrkur ...

05/19/2015
Meira

Er vistferilshugsun almenn í íslenskum byggingariðnaði?

Þann 21. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistferilshugsun og íslenskur byggingariðnaður. Hvað er vistferilshugsun? Skiptir máli að skoðasérstaklega lífsferil vöru þegar við erum að byggja hús? Hefur það teljandi áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar? Hvar get ég aflað mér upplýsinga um umhverfisáhrif vöru, og hvað þýða þessar upplýsingar sem settar eru fram?

Á  opnum fundi Vistbyggðarráðs sem  haldinn verður í Norræna húsinu, fimmtudagsmorguninn 21. maí verður reynt að leyta svara við ofangreindum spurningunum, en markmiðið er að auka almenna vitund um umhverfismál í tengslum við ...

05/18/2015
Meira

Vel sótt málþing um miðhálendið

Á málinginu um miðhálendið laugardaginn 16. maí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.þFullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

Fyrri hluti málþingsins fjallaði um virði hálendisins. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, ræddi um náttúrufarslegt virði svæðisins og nefndi að þar væru vistkerfi sem eru fágæt á heimsvísu. Þá lagði hún áherslu á að ein mestu verðmæti hálendisins lægju í einstöku upplifunargildi landslags og víðerna og að þau yrðu ekki varðveitt nema í stórum og víðáttumiklum heildum.

Sigurður Jóhannesson ...

05/18/2015
Meira

Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga - Tími til aðgerða

Við Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landsvirkjun býður til opins fundar um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.

Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 22. maí kl. 8:30-10:45.

Dagskrá:

  • Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum - Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
  • Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum? - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
  • Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland - Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
  • Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans - Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
  • Pallborðsumræður - Þátttakendur eru Halldór Björnsson, Halldór Þorgeirsson, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan ...
05/18/2015
Meira

Hádegisfyrirlestur: Álag ferðamennsku á náttúruna

Andrés Arnalds. Ljósm. Landvernd.Landvernd og Landgræðsla ríkisins efna til hádegisfyrirlestrar um álag ferðamennsku á náttúru Íslands og leiðir til að sporna gegn neikvæðum áhrifum. Fyrirlesturinn verður haldinn Í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:00.

Leitað verður svara við spurningum eins og: Hve vel eru stjórnvöld og ferðaþjónustan sjálf í stakk búin að vernda gullgæsina, náttúru Íslands? Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustu sem ferðamál en ekki umhverfismál.

Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins heldur fyrirlestur er hann nefnir: Stígum varlega til jarðar: Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

LÝSING:
Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir ...

05/17/2015
Meira

Hálendið er langdýrmætasta auðlind okkar hvernig sem á málið er litið

Glæra Páls Líndals þar sem vitnað er orð Páls Skúlasonar heitins.

Í dag héldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands málþing um miðhálendið í Laugardalshöllinni. Málþingið var gríðarvel sótt, húsfyllir var en um 80-90 manns sátu fundinn sem stóð frá kl. 10:30 til kl. 16:00.

Sjá nánar um dagskrána í frétt og viðburði um málþingið hér.

Á málþinginu um miðhálendið í Laugardalshöll.Fyrirlesarar fræddu um hinar ýmsu hliðar er varða hálendið og ástæðuna fyrir verndunar þess til framtíðar. Mikill hugur var í fólki og nú tekur við markviss vinna að því að vinna málstaðnum brautargengis á ölllum vígstöðvum en eins og kunnugt er vinna stjórnvöld leitt og ljóst að því að brjóta niður sáttina sem rammaáætlun átti ...

05/16/2015
Meira

Markmið og saga Náttúrunnar

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja á milli vistvænnar aðferðafræði á öllum sviðum og raunverulegs vöru- og þjónustuframboðs í landinu. Til að ...

05/15/2015
Meira

Ræða Snorra Baldurssonar á Austurvelli þ. 13. maí 2015

Snorri Baldursson á grænfánabyltingunni þ. 13. maí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Góðu félagar,
Takk fyrir að koma hingað á Austurvöll í dag til að reyna að koma viti fyrir stjórnvöld í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar; skynsamlegri orkunýtingu.

Jón Gunnarsson sagði í fréttum RÚV í gær, aðspurður um lágkúrulega og að öllum líkindum löglausa tilraun atvinnuveganefndar til að smygla fjórum virkjanakostum inn í nýtingarflokk Rammaáætlunar, að orkuskortur ríkti í landinu og því yrði bókstaflega að virkja. Skilja mátti á orðum þingmannsins að þessi meinti orkuskortur, og allt að því neyðarástand, réttlætti aðför að Rammaáætlun, því gagnmerka ferli sem hleypt var af stokkunum fyrir 16 árum til að skapa faglegan grundvöll umræðu og ...

05/14/2015
Meira

Messages: