Morgunfrú í blóma

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er einnig kölluð potta morgunfrú (pot marigold) vegna hlutverks hennar í matargerð.

Morgunfrú er m.a. notuð í pottrétti og soð til að auka á næringargildi. Nokkur blóm í súpur og kássur ljá þeim dýpt og bragð. Einnig er hægt að strá blómblöðum yfir hrísgrjón áður en þau eru soðin og virkar það þá líkt og að nota saffran. Blómblöðin eru einnig tilvallin til að dreifa yfir salat.

Hægt er að lita með blómunum en liturinn verður þá fagurgulur.

Morgunfrú hefur verið m.a. verið notuð til að meðhöndla krabbamein í leggöngum og brjóstum og til að vinna gegn sýkingum bæði innvortis og útvortis.

Morgunfrú er uppskorin þegar blómin eru orðin stór og falleg en hún myndar jafnan mörg blóm sem springa út hvert á fætur öðru. Ef aðeins er tekið stærsta og fallegasta blómið í hvert skipti heldur hún áfram að gefa ný blóm í margar vikur á eftir. Blómin eru þurkkuð með því að rífa blómblöðin af blómbotninum og leggja á grind eða bakka. Það tekur nokkuð marga daga að þorna í gegn og gott er að snúa blöðunum af og til.

Sjá meira um morgunfrú á Liber Herbarum II.

Ljósmyndir: Eftri mynd; morgunfrú að springa út, neðri mynd; morgunfrú í blóma og fleiri að fara að springa út. Sáð til, ræktað og ljósmyndað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur.

07/31/2015
Meira

Dill

Dill í bland við kartöflugrösÞegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Dill, í garði Hildar Hákonardóttur þ. 27.08.2009. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

07/30/2015
Meira

Birki- og mjaðurtarolía

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný lauf* og óskemmd, blómin af mjaðurtinni.
Ílát: Glerílát       

Birki. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ólífuolían er hituð í vatnsbaði og smáttskorin mjaðurt og birki sett í krukkuna með heitri olíunni, nokkrum dropum að Rósmarín kjarnaolíu bætt í.

Látið standa í 2 vikur fyrir notkun, helst í ...

07/28/2015
Meira

Ætihvannarhóstatöflur

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt og skemmtilegt er að gera hvannarhóstatöflurnar. Maður tekur hvannarstöngul og sker langsum, treður í glerkrukku og hellir flórsykri yfir, eins mikið og hægt er að troða í krukkuna.

Daníel Tryggvi 5 ára að sprauta hvannardropum á smjörpappír. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Látið liggja í 2-14 daga. Hristið krukkuna af og til. Flórsykurinn sýgur ...

07/27/2015
Meira

Rabarbari, þurrkaður

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í 2-4 ræmur eftir endilöngu.

Rabarbarinn þræddur upp á bandBitarnir eru dregnir á nál upp á soðinn seglspotta, sem gjarna má vera 3-4 metrar. Spottinn hengdur upp eins og þvottasnúra. Gæta verður þess, að ekki rigni á kippuna, og rétt er að taka hann inn ...

07/26/2015
Meira

Söfnun og meðferð mjaðurtar

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð: Þurrkast best upphengd í litlum knippum.

Ljósmynd: Mjaðurt, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

07/23/2015
Meira

Kúrbíturinn stóri

Kúrbíturinn þ. 30. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sami kúrbítur 20 dögum seinna, þ. 20. júlí. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbíturinn vegur 1,62 kg. uppskorinn þ. 20. júlí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbítum eða Succini [Cucurbita pepo pepo] sáði ég til þann 19. apríl 2015. Ég gróðursetti tvær kúrbítsjurtir í óupphituðu plastgróðurhúsi af einföldustu gerði þ. 8. júní.

Þann 30. júní er jurtin orðin stór og myndarleg og einn fallegur kúrbítur kemst á legg en fjöldi blóma blómstraði þó.

Kannski hefði ég átt að pota í blómin og frjóðva þau en það gerði ég ekki. Er eitthvað feimin við slíkar aðfarir en sennilega er ekki nóg að treysta á þær flugur sem villast inn í gróðurhúsið. Samt hef ég það opið allan daginn þegar veður leyfir.

Ég hefði betur hlustað á vinkonu ...

07/22/2015
Meira

Jurtalisti Eggerts Ólafssonar

Blaðbeðja. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eggert Ólafsson, mágur Björns1, skrifaði niður hjá sér og þess vegna vitum við hvað var ræktað í Sauðlauksdal árið 1767, þegar Björn var að kljást við vinnufólkið og reyna að fá það til að borða grænmetið.

7. september - Matjurtir yfirfljótanlegar

 • Grænt, hvítt, rautt, snið savoy-kál kaal-raven yfir og undir jörðu
 • sinep
 • spinat
 • laukar
 • peturselja etc.
 • hvítar rófur
 • næpur
 • rediker

Hér er að auk akurgerði með jarðeplum í, hvar af mjöl er gjört til brauðs og grauta. Ég hefi þar af hárpúður í stað þess útlenzka. Amulikaal er hér inn sett allan veturinn og framan af sumri; áður nýtt kál vex ...

07/19/2015
Meira

NÝTT! - Spurt og svarað samskiptakerfi á Endurvinnslukortinu

Nýr hnappur fyrir Spurt og svarað samskiptakerfið. Hönnun Guðrún Tryggvadóttir.Nú er spurt og svarað samskiptakerfið tilbúið og komið inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Notendur geta skráð sig inn með auðkenni frá samskiptamiðlum.

Spjallkerfið virkar þannig að hægt er að varpa fram spurningum um tiltekið efni og fá svör við þeim.
Svörin geta verið frá öðrum notendum, umhverfisfulltrúum sveitarfélaga eða starfsfólki Náttúrunnar.

Með söfnun spurninga og svara verður tli viskubrunnur þar sem auðvelt er að finna svar með leit.
Kerfið reynir að finna svar um leið og spurning er skrifuð og draga þannig úr mörgum spurningum um sama efni.

Ef ekkert svar finnst er spurningunni varpað fram til umræðu.

Kerfið býður ...

07/15/2015
Meira

Kerfils-svaladrykkur – Uppskrift

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

 • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
 • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
 • Leggið blöðin og sítrónur í skál eða pott í lög eins og lasagna - hellið síðan sykurvatninu yfir ...
07/14/2015
Meira

Söfnun og meðferð blóðbergs

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja tínslutímann nokkuð með því að færa sig af lægri svæðum af hálendari.

Tínsla: Takist með skærum eða stuttum og beittum hníf, forðist skemmdir á rótakerfi. Aðeins skulu teknar fíngerðustu greinar. Aldrei má klippa svo nærri að gamlar, grófar og trénaðar ...

07/12/2015
Meira

Einstakar jurtaolíur

Ljósmynd: Morgunfrú að springa út. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einstakar jurtaolíur heitar og kaldar eru ýmist gerðar úr blómum eða blöðum líkt og te. Sé annað ekki tekið fram gildir sú regla að mestur kraftur sé í blöðum plöntunnar rétt fyrir blómgun en það sakar ekki að taka blómin með. Gullgerðarlistin kenndi að í eimaðri olíu blómanna birtist sál þeirra. Þó hér sé olían ekki eimuð úr blómunum sjálfum má gera ráð fyrir að eitthvað af sál plantnanna síist út í olíuna fyrir tilstilli sólarinnar.

 • Arfaolía er best gerð með heitu aðferðinni. Hún er sögð góð gegn húðertingu og exemi.
 • Blóðbergsolíumá nota sem nuddolíu.
 • Blöðruþangsolíu má bera á ...
07/12/2015
Meira

Óheppilegasti staðurinn fyrir málmbræðslu

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur óttast að kísilverksmiðjan PCC á Bakka við Húsavík geti reynst dauðagildra vegna nálægðar við jarðskjálftasvæði. Þetta sé óheppilegasti staður á Íslandi fyrir málmbræðslu.

Verksmiðjan verður reist í hálfs kílómetra fjarlægð frá svokölluðu Húsavíkur- og Flateyjarmisgengi, sem er eitt virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Páll telur staðsetningu kísilversins óheppilega og óttast að stórhætta geti skapast fyrir starfsfólk þar innanhúss.

„Ég held að þetta sé algjört glæfraspil,“ segir Páll. „Eins og ég vil gjarnan orða það þá tel ég að þarna sé verið að byggja dauðagildrur fyrir svo og svo marga starfmenn sem þarna munu vinna í þessu ofnhúsi framtíðarinnar sem ...

07/10/2015
Meira

Býflugur í kreppu vegna hlýnunar

Býfluga á fífli. Ljósm. Einar Bergmundur.Hlýnun í lofthjúpi jarðar er ástæða þess að stofnar býflugna hrynja í Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birtist nýlega í vísindatímaritinu Science.

Með hækkandi hitastigi hafa norðuramerískar og evrópskar býflugur fært sig norðar á bóginn. Nyrðri jaðar heimkynna býflugnanna hefur þó ekki þokast norðar, heldur dreifast nú býflugurnar á þrengra svæði en nokkru sinni fyrr.

Rannsóknarhópurinn sem stendur að fræðigreininni hefur kannað fækkun í býflugnastofnum en býflugur gegna mikilvægu hlutverki í frjóvgun og viðgangi fjölmargra blómategunda. Rannsakendur lögðu til grundvallar yfir 400.000 mælingar á stofnstærð og dreifingu býflugnategunda í Norður-Ameríku og Evrópu á árabilinu 1975-2010. Í ...

07/10/2015
Meira

Auðveld leið til að safna birki

Þurrt birkilauf á grein. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Birki er ekki aðeins gott til lækninga, eins og t.d. í birkielixír heldur er það frábært sem te og sem krydd á lambalærið.

Þurrkað birki í krukku. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eftir að hafa pillað einstaka klístruð birkiblöð af greinum í nokkur ár fékk ég nóg, hef hreinlega ekki tíma til að brenna og tók mér Hildi Hákonardóttur til fyrirmyndar og prófaði að fara að hennar ráði og hengja upp birkigreinar og leyfa laufinu að þorna á þeim.

Það er alltaf hægt að finna birki sem þarf að grisja eða snyrta örlítið til svo það er ekki vandamálið að finna birkigreinar.

Þegar laufið er þurrt er laufið ...

07/08/2015
Meira

Lækningamáttur hindberjarunnans

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ófrískar konur drekka það gjarnan til að koma í veg fyrir fósturmissi.

Hindberin innihalda C vítamín, kalíum og ávaxtasýrur þeirra styrkja ónæmiskerfið og hjálpa til við að græða sár. Á miðöldum voru hindber ræktuð í klausturgörðum vegna lækningarmáttar þeirra.

Í ...

07/07/2015
Meira

#MittFramlag – Ljósmyndaleikur gegn loftslagsbreytingum

Vefsíðan mittframlag.is en þar eru nokkrir tenglar á verkefni Náttúran.is.Evrópustofa, Umhverfisstofnun, Náttúruverndarsamtök Íslands, Reykjavíkurborg, Franska sendiráðið, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu og Kapall standa saman að ljósmyndaleiknum #MittFramlag.

Hér um að ræða aðila sem með einum eða öðrum hætti láta sig loftlagsbreytingar miklu varða. Loftlagsbreytingar eru ekki bara vandi fyrir sérfræðinga sem mæta á ráðstefnur – heldur er um að ræða vanda sem snýr að öllum jarðarbúum og snertir okkur öll – sem og komandi kynslóðir. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vekja almenning til aukinnar meðvitundar um orsakir og afleiðingar loftlagsbreytinga, en einnig hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að draga úr afleiðingum þeirra.

Hver ...

07/04/2015
Meira

Squash ræktun í óupphituðu gróðurhúsi

Squash planta. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gróðurhús úr plasti og einföldum ramma. Ljósm. Squashplantan er þessi í pottinum fyrir miðið. Guðrún Tryggvadóttir.Ég skelli hér inn smá skrifelsi og myndum með það í huga að hvetja fólk til að reyna fyrir sér með ræktun nýrra plantna hér á okkar kalda landi.

Fyrir nokkrum árum áskotnuðust mér nokkur squashfræ* sem ég hef komið til og sem uxu svo hratt og vel að þau voru ekki húsum hæf. Því hef ég gefið þær vinum því ég hafði ekki neitt gróðurhús.

Nú með tilkomu óupphitaða plastgróðurhússins okkar var kominn tími til að leyfa einni að búa heima. Squash myndað. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Árangurinn er ágætur fram til þessa. Hún hefur myndað tvo ávexti nú þegar og blómgast heilmikið. Nú er ...

07/02/2015
Meira

Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.

Parísarfundurinn 2015 og landsmarkmið í loftslagsmálum

Í París verður haldið 21. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember nk. Þar er vonast til að gengið verði frá hnattrænu ...

07/01/2015
Meira

Messages: