Nýtt hótel í Kerlingarfjöllum þarf umhverfismat

Frá KerlingarfjöllumÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið undir kröfu Landverndar í mikilvægu máli um nýja hótelbyggingu í Kerlingarfjöllum. Tveir úrskurðir nefndarinnar fela í sér skýr skilaboð til sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar um vandaðri undirbúning ákvarðana sem hafa áhrif á náttúru og umhverfi. Úrskurðirnir skapa mikilvæg  fordæmi fyrir stjórnsýsluna. Kæruréttur umhverfissamtaka til óháðs úrskurðaraðila var tekin upp í íslenska löggjöf árið 2011 í kjölfar fullgildingar hins alþjóðlega Árósasamnings um rétt almennings til upplýsinga um umhverfismál, þátttöku í ákvarðanatöku og réttláta málsmeðferð. Gildi þess kæruréttar hefur rækilega sannað sig með nýlegum úrskurðum nefndarinnar.

Í ágúst 2015 kærði Landvernd þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að Fannborg ehf. þyrfti ekki að umhverfismeta fyrsta áfanga af þremur í byggingu nýs hótels í Kerlingarfjöllum. Hótelið á að geta hýst 340 gesti með nútímaþægindum. Framkvæmdin er á miðhálendi Íslands. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að umhverfismeta bæri alla áfangana enda samrýmdist annað ekki markmiðum umhverfismatslöggjafarinnar. Krafa Landverndar byggði einmitt á þessu. Úrskurðarnefndin taldi, líkt og Landvernd byggði á, að framkvæmdir við fyrsta áfanga hótels breyttu umfangi og eðli mannvirkjagerðar og þjónustu frá því sem nú er, og hafnaði þannig skilningi Skipulagsstofnunar. 

Framkvæmdaleyfi Hrunamannahrepps til efnistöku til hótelbyggingarinnar var einnig fellt úr gildi. Gagnrýni sveitarstjórnar Hrunamannahrepps á Landvernd í fjölmiðlum í þá veru að samtökin hafi valdið tjóni með kærum sínum og fullyrðingar um að staðið hafi verið að öllum leyfisveitingum lögum samkvæmt falla því um sjálfar sig. Kröfu Landverndar um að byggingarleyfið sjálft yrði fellt úr gildi var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni vegna þess að kærufrestur var liðinn. Ljóst er þó að sveitarfélagið getur ekki látið byggingarleyfi fyrsta áfanga hótelsins standa, þar sem það byggir á forsendu sem nú er brostin, þ.e. leyfisveitingin byggði á sínum tíma á því að ekki þyrfti umhverfismat fyrir fyrsta áfanga, en þeirri ákvörðun hefur nú verið hnekkt. Samkvæmt því hlýtur sveitarstórn að afturkalla byggingarleyfið.

Landvernd hefur lagt áherslu á að fyrirhuguð hótelbygging í Kerlingarfjöllum sé hin fyrsta sinnar gerðar á hálendinu, bæði að umfangi, útliti og eðli þjónustu. Hafi málið allt því mikið fordæmisgildi. Að loknum öllum þremur áföngum byggingarinnar yrðu gistirými alls 342 talsins, þar af 240 í 120 tveggja manna herbergjum. Landvernd hefur einnig bent á að alls kostar óvíst sé hvort hótelbyggingin samræmist nýrri landsskipulagsstefnu. Þá stendur yfir vinna við friðlýsingu Kerlingarfjalla en ekki er ljóst hvernig hótelbyggingin myndi falla að drögum að friðlýsingarskilmálum sem auglýstir hafa verið.

Ljóst er að kæruréttur umhverfissamtaka hefur með þessum úrskurðum sannað gildi sitt. Landvernd vonar að kærurétturinn leiði til vandaðri ákvarðana og betri stjórnsýslu í framtíðinni, líkt og reynsla erlendis hefur sýnt. 

07/15/2016
Meira

Hafna nýju hóteli á bakka Mývatns

Ásdís Illugadóttir afhendir oddvita unndirskriftalistana.Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit lýsa andstöðu við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Byggingin er samkvæmt teikningu öll langt innan 200 metra verndarlínu laganna. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. 

Undirskriftum var safnað meðal íbúa með lögheimili í Skútustaðahreppi sem eru 18 ára og eldri. Samtals skrifuðu 202 eða 66% íbúanna undir. Fimmtíu og átta, eða 19% höfnuðu þátttöku. Ekki náðist til 45 íbúa og nokkrir tóku ekki ...

07/12/2016
Meira

Íslenskar fléttur - ný bók eftir Hörður Kristinsson

Forsíða bókarinnar Íslenskar fléttur.Nýlega kom út bókin Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson, grasafræðing. Hún hefur að geyma lýsingu ásamt útbreiðslukortum og litmyndum af 390 tegundum fléttna, en það er nálægt því að vera helmingur allra þeirra tegunda sem þekktar eru frá Íslandi.

Það er bókaútgáfan Opna ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi sem standa að útgáfunni. Auk þess hefur útgáfa bókarinnar verið styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Hagþenki og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Notendur bókarinnar geta í byrjun nýtt sér myndirnar og lýsingar á ytra útliti til að greina auðveldustu tegundir, en fyrir þá sem vilja ganga lengra eru gefin upp smásjáreinkenni og myndir af gróum ...

07/07/2016
Meira

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

GullfossUmhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með ...

06/22/2016
Meira

Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2016

Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 14. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað ...

06/14/2016
Meira

Útisvín í Ölfusi

Við fjölskyldan erum nýbúin að kaupa jörð og koma okkur fyrir í sveitinni en við viljum vinna að ýmsum verkefnum sem á einhvern hátt skipta máli. Aukin dýravernd og lífrænn landbúnaður finnst okkur skipta máli og við vinnum að því. Í fyrra sumar vorum við með nokkra grísi sem ólust upp úti og frjálsir á landi okkar, nú viljum við gera enn betur og vera með fleiri og hafa kjötið til sölu, handa fólki.  
Við vorum einnig með nokkra grænmetisræktun í fyrra og verðum með enn meira núna. Draumurinn er sá að fólk geti komið til okkar og verslað kannski ...

06/09/2016
Meira

Hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi hljóta Bláfána fyrst í heiminum

Frá vinstri: Salome Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi hjá Landvernd Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours Reynar Ottosson, framkvæmdastjóri Whale SafariLandvernd veitti fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku 2. júní sl. Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ferðaþjónustu. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, eftirliti með vatnsgæðum og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf. Landvernd innleiddi Bláfánann hér ...

06/06/2016
Meira

Landsnet úrskurðað til að afhenda skýrslu um jarðstrengi

Fótur masturs á Hellisheiði. Ljósm. Einar BergmundurLandsneti var skylt að afhenda Landvernd skýrslu um jarðstrengi, samkvæmt nýföllnum úrskurði. Landsnet neitaði að afhenda skýrsluna í mars í fyrra en Landvernd kærði málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Skýrslan er á ensku og ber heitið „High Voltage Underground Cables in Iceland“. Landsnet lét gera skýrsluna.

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rannsókna á lagningu jarðstrengja við íslenskar aðstæður, en að mati Landverndar þyrfti að vinna frekari samanburð mismunandi aðferða við lagningu strengja. Það er ekki síst mikilvægt nú í kjölfar nýfallinna dóma Hæstaréttar í eignarnámsmálum landeigenda á Suðurnesjum og ákvörðunar umhverfisráðuneytis vegna Blöndulínu 3. Án slíks samanburðar fæst ekki ...

06/01/2016
Meira

Gróður í grennd

Mynd: ReGen Villages Holding, B.V. Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að sækja það sem þarf. 

Hér er grein um hugmyndina og tengill á síðu verkefnisins

05/27/2016
Meira

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Ljósmynd: Landgræðslan

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015. Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður ...

05/25/2016
Meira

Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar

Háspennulínur á Hellisheiði. Ljósm. Einar BergmundurStarfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.

Starfshópurinn er einnig með til skoðunar ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjalla m.a. um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslna o.fl.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Íris Bjargmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum,
  • Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum ...
05/23/2016
Meira

Fuglaskoðun við Elliðavatn mánudaginn 23. maí

Fuglaskoðun við ElliðavatnSkógræktarfélag Reykjavíkur og Fuglavernd standa fyrir fuglaskoðun í Heiðmörk mánudaginn 23. maí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 17:30 frá Elliðavatnsbænum og genginn hringur í nágrenninu.

Skoða á ríkulegt fuglalíf við Elliðavatn og í skógarjaðrinum. Hallgrímur Gunnarsson mun leiða gönguna og mun hún taka um klukkutíma.

Allir eru velkomnir. Munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

05/20/2016
Meira

Umhverfisverndarsamtök hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það stendur nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar og margvíslega annmarka vera á leyfisveitingunni sem varði ógildingu hennar. Nauðsynlegt sé að endurskoða val Landsnets á línuleið, sneiða hjá Leirhnjúkshrauni og umhverfismeta jarðstrengi. Eftir að áform um álver á Bakka voru slegin af eru forsendur framkvæmda gjörbreyttar vegna minni ...

05/19/2016
Meira

Geta borgir verið sjálfbærar?

Ráðstefnan er samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, WorldWatch Institute í Evrópu, Norræna hússins og Reykjavíkurborgar. Ráðstefnan mun taka fyrir bæði almenna þróun og dæmi um grænar lausnir í arkitektúr, byggingariðnaði, skipulags- og samgöngumálum í Evrópu, á Norðurlöndunum og á Íslandi.

Dagskrá: 23. maí 2016 / 14:00-16:45  

14.00 – 14.05 Opnunarávarp
14.05 -14.15 Getur borg verið sjálfbær? State of the World Report 2016, Stephanie Loveless, WorldWatch Institute Europe
14.15 – 14.30 Í átt að minni kolefnanotkun í Evrópusambandinu, Peter Vangsbo, viðskiptaþróun fyrir Climate-KIC Nordic
14.30 – 14.45 Hvernig hönnum við sjálfbærari borg? Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri á umhverfis- ...

05/18/2016
Meira

Forsætisráðherra Íslands heitir því í Washington að Alþingi fullgildi Parísar-samkomulagið í ár

Ein niðurstaða fundar forsætisráðherra Norðurlandanna og Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, er að Noregur, Ísland og Bandaríkin hétu því að fullgilda eða með öðrum hætti tilkynna um aðild sína að Parísar-samkomulaginu strax í ár. Skuldbinding af þessu tagi hefur ekki áður komið fram af hálfu Íslands en bæði Noregur og Bandaríkin höfðu áður lýst sig reiðubúin til að fullgilda Parísar-samkomulagið í ár.

Úr sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga Bandaríkjanna og Norðurlandanna

The leaders commit to join the Paris Agreement as soon as possible. Norway, Iceland, and the United States have committed to join the Paris Agreement this year, building on more than 30 ...

05/17/2016
Meira

Vilja banna notkun svartolíu

Bréf frá þeim samtökum sem hér undirrita, til að hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu (e. heavy fuel oil - HFO) um borð í skipum norðan heimskautsbaugs.

Svartolía er alvarleg ógn við lífríki Norðurslóða og bruni hennar skaðar loftslag jarðar. Leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Washington þann 13. maí næstkomandi, er kjörið tækifæri fyrir þessar þjóðir til að taka forystu í þessu mikilvæga máli og vinna saman að því að banna notkun svartolíu í Norðurhafi í gegnum Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO).

Bréfið sem PDF

05/13/2016
Meira

Ríkið brýtur á almenningi og umhverfisverndarsamtökum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherraBrotið er á réttindum almennings og umhverfisverndarsamtaka samkvæmt niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá í síðustu viku, sem nú hefur verið birt. Niðurstaðan er í samræmi við skýrslu Landverndar frá árinu 2014.  

Niðurstaða ESA er að íslensk lög tryggi ekki rétt almennings og umhverfisverndarsamtaka þegar kemur að kærurétti í umhverfismálum. Ekki er nægilegt að geta kært ákvarðanir og athafnir yfirvalda, heldur þarf líka að vera hægt að kæra þegar stjórnvöld aðhafast ekki – athafnaleysi. Um er að ræða brot á tveimur alþjóðasamningum, Árósasamningnum og EES-samningnum. Breyta þarf íslenskum lögum til að uppfylla þessar alþjóðaskuldbindingar. Bregðist Ísland ekki við fyrir 4. júlí, höfðar ...

05/10/2016
Meira

Ályktun aðalfundar FJÖREGGS, félags um náttúruvernd og heilbrigt mannlíf í Mývatnssveit

Lífríki Mývatns og Laxár í SuðurÞingeyjarsýslu hefur verið undir miklu álagi undanfarna áratugi og er svæðið á rauðum lista Frá MývatniUmhverfisstofnunar fjórða árið í röð. Kúluskíturinn, sem aðeins finnst á einum öðrum stað í heiminum, er horfinn og botni vatnsins má líkja við uppblásinn eyðisand. Bleikjan, aðalfiskistofn vatnsins, hefur verið nánast friðuð í nokkur ár til að koma í veg fyrir útrýmingu. Hornsílastofninn er í sögulegri lægð. Við rannsóknir síðasta sumar veiddust 319 síli en sambærilegar rannsóknir síðustu tuttugu og fimm ár hafa skilað 300014000 sílum. Hrunið í hornsílastofninum bitnar illa á urriðanum og ljóst að draga verður úr veiðum á ...

05/08/2016
Meira

Áskorun á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár

Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að lífríki vatnsins sé í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.

Að mati Landverndar er afar mikilvægt að sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferðaþjónustuaðila á svæðinu og grípa til allra ...

05/04/2016
Meira

Messages: