Lifandi Markaður gjaldþrota

Lifandi markaður gjaldþrotaÍ Viðskiptablaðinu í dag er svohljóðandi frétt um gjaldþrot Lifandi markaðar:

Eigendur Lifandi markaðar ákváðu að óska eftir gjaldþroti fyrirtækisins. Nýrra eigenda leitað.

Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem sameinaðist Virðingu í byrjun árs. Það voru eigendur fyrirtækisins sem óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí síðastliðinn. Þrotabúið er komið í hendur skiptastjóra sem hefur auglýst eftir kröfum í þrotabúið.

Verslun og veitingastaðir Lifandi markaðar eru opin þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Jóhann H. Hafstein, skiptastjóri Lifandi markaðar, segir ekki útilokað að nýir eigendur komi að rekstrinum bráðlega.

Lifandi markaður rekur þrjár verslanir og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lifandi markaðar sem liggur fyrir, þ.e. fyrir árið 2012, nam tap félagsins tæpum 44,5 milljónum króna. Það bættist við 47,3 milljóna tap árið 2011. Rekstrartap fyrir afskriftir nam tæpum 37 milljónum króna árið 2012 borið saman við 44 milljónir árið 2011. Eignir námu rúmum 229 milljónum króna en skuldir 199,4 milljónum króna. Eigið fé félagsins var jákvætt um tæpar 30 milljónir.

07/14/2014
Meira

Undarskriftasöfnun til bjargar býflugunum

Býfluga á gulu blómiEfnarisarnir BAYER og Syngenta, stærstu efnaframleiðendur heims, hafa hafið málsókn gegn Evrópusambandinu vegna banns sambandsins á skordýraeitrinu neonicotinoid eða neonic, sem sannað er að sé ábyrgt fyrir dauða milljóna býflugna um allan heim.

Gríðarmikið átak almennings varð til þess að Evrópusambandið bannaði skordýraeitrið að lokum.

Þetta sætta framleiðendurnir, BAYER og Syngenta sig ekki við enda mikill fjárhagslegur ávinningur í húfi, en skeyta um leið engu um framtíð býflugna eins og að það sé breyta sem engu máli skipti.

BAYER og Syngenta, halda því fram að bannið sé ósanngjarnt og ekki í samræmi við hættuna sem af efnunum stafa. En niðurstöður ...

07/13/2014
Meira

Hvít fata, svört fata

Þegar arfi og annað illgresi, sem bóndi minn kallar réttilega harðgresi, er reytt upp getur sumt af því farið í safnhauginn en annað ekki. Allt illgresi sem ekki er búið að mynda fræ eða fjölgar sér með rótum á vitaskuld að fara í safnhauginn. Sumt af hinu getur farið djúpt undir tré, sem verið er að planta, og rotnað þar eða það má bera það í óræktarflög. Sýktar jurtir og erfitt illgresi eins og njólafræ fer þó beint á ruslahauginn. Endalaust var ég að rugla saman hvað væri vinsamlegt harðgresi og ætti að fara með sinni dýrmætu orku og viðloðandi ...

07/12/2014
Meira

Húsið - app fyrir iOS og Android um allt á heimilinu

Náttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.

Merkingar
Hér ...

07/10/2014
Meira

E efna tól Náttúrunnar

Náttúran.is hefur þróað E efna gagnagrunn í handhægt form á sérstökum vef e.natturan.is sem virkar eins og app. Þar er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum eða á spjaldtölvu í versluninni og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt efni sem eru almennt talin hættulaus eða jafnvel holl.
  2. Gult efni sem vert er að kynna sér betur og móta eigin afstöðu til.
  3. Rautt efni sem almennt eru talin varasöm eða jafnvel hættuleg.

Skoðanir eru skiptar um þessi efni og ...

07/10/2014
Meira

Steinselja og tómatar

SteinseljaSteinselja
Steinselju tökum við upp áður en fer að frjósa svo nokkru nemi og lausfrystum hráa og gróftskorna í álpappír sem við vefjum í litla böggla. Það er svo fljótlegt að mylja hana í hvaða rétt sem er og hún er afar frískleg. Svo má vefja teygju utan um steinseljubúnt og setja í plastpoka og beint í frysti og klippa svo af búntunum eftir þörfum út í pottinn. Einnig má þurrka steinseljuna. Það má skilja rótina eftir úti yfir veturinn og hlífa henni með mold, grasi eða laufum og sjá hvort kemur upp af henni næsta vor. Svo má taka ...

07/09/2014
Meira

Plöntuskiptidagur í Laugargarði

Plakat fyrir plöntuskiptidaginnNæstkomandi sunnudag þ. 13. júlí kl. 15:00, verður Plöntuskiptidagur í Laugargarði.

Laugargarður er staðsettur í Laugardal við hliðina á Fjölskyldugörðunum og nálægt Langholtssskóla. Laugargarður er samfélagsrekinn hverfisgarður. Garðurinn tilraun til að búa til stað fyrir borgarbúa til að vinna saman að jákvæðum samfélagslegum breytingum. Við trúum því að með því að efla samvinnu og samskipti meðal borgarbúa munum við saman skapa fallegra mannlíf.

Með plönutskiptidegi viljum við skapa vettvang fyrir fólk til að skiptast á plöntum, fræjum og fróðleik. Hvernig væri að gefa plöntunni þinni áframhaldandi líf og leyfa öðrum að njóta afleggjara þess en um leið bæta við ...

07/09/2014
Meira

Messages: