Súrkálsgerð

Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk einiber
1/2 tsk kúmen
1/2 epli niðursneitt
2 msk vatn ef vill

Rífið eða sneiðið hvítkálið í fína strimla í matvinnsluvél eða með ostaskera. Hluta af stilknum má nota ef hann er fínt rifinn. Blandið saman nokkru af kálinu, saltinu, kryddinu og vatninu. Setjið í víða krukku Hvítkál vigtað, hafsalt, einiber, kúmen og epli komin í skálar.með smelluloki og þrýstið niður með hnefanum eða stauti þangað til kálið fer að gefa af sér vökva. Haldið áfram þangað til krukkan er full sem svarar 4/5. Vökvinn á að fljóta yfir kálið svo það þarf að þrýsta því vel niður. Krukkan er látin standa við herbergishita fyrstu 2–3 dagana en síðan á svolítið svalari stað í 2–3 vikur (15–17 gráður), eftir það er hún sett í kulda í einar 6 vikur og þá er kálið tilbúið.

Súrkálið pressað og komið í krukkurnar.Annað grænmeti er líka hægt að súrsa, en hvítkálið er best til þess fallið. Líklega hefur hið mikla súrkálsát Þjóðverja hjálpað þeim til að hesthúsa allan þann bjór sem þeir gera og halda samt heilsu. 3–4 matskeiðar af súrkáli teknar yfir daginn slær á sykurfíknina og bætir þarmaflóruna, segir Hallgrímur Magnússon læknir.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmyndir: Súrkálsgerð eftir uppskrift Hildar, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

08/30/2015
Meira

Opinn dagur í Skaftholti

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Auk grænmetissölu og veitinga verður börnum boðið að fara á hestbak einnig verða stuttar kynningar:

 • Kl. 14:30  Í Mikjálsbæ: Kynning á búsetu og starfsemi Skaftholts.
 • Kl. 15:30  Í Fjósinu:  Kynning á lífefldum landbúnaði.
 • Kl. 16:30  Í Gróðurhúsum: Kynning á lífefldri garðyrkju.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði ...

08/23/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Hofsóley. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

Dómnefnd velur úr tilnefningum og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

Umhverfisfyrirtæki ársins

 • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
 • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
 • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
 • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
 • Vinnuumhverfi öruggt
 • Fyrir liggur áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
 • Gengur lengra en lög og reglur ...
08/14/2015
Meira

Brot úr ræktunarsögunni

Ljósm. Haustuppskera, Guðrún Tryggvadóttir.Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ætla að eta kál allt af Englandi?“ Þegar Knútur fregnir þetta svarar hann: „Eigi getur Ólafur konungur rétt, ef hann ætlar, að eg mynda einn vilja eta kál allt á Englandi. Eg munda vilja heldur, að hann fyndi það, að ...

08/13/2015
Meira

Mjaðurtar-svaladrykkur - uppskrift

Uppskrift af mjaðurtar-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 blómkólfa af mjaðurt í fullum blóma*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af henni.

 • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
 • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
 • Leggið blómin og sítrónur í skál eða pott í lög eins og lasagna - hellið síðan sykurvatninu yfir.
 • Látið kólna niður í stofuhita á meðan að hrært er varlega í mjöðnum.
 • Setjið skál á kaldan stað í fjóra sólarhringa og passið að ...
08/11/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Frá verðlaunaafhendingum 2013. Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti hlaut þá frú Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunain hlaut Páll Steingrímsson. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með ...

08/07/2015
Meira

Söfnun og meðferð vallhumals

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin blöðn sem vaxa snemma vors, áður en blómstilkur myndast. Það er þó miklu seinlegra og skilar sér ekki í verði.

Tínsla: Víða hægt að beita ljá við vallhumal-töku. Hafi fólk tilhneigingu til ofnæmis í slímhúð nefs, þarf það að forðast ...

08/07/2015
Meira

Morgunfrú í blóma

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er einnig kölluð potta morgunfrú (pot marigold) vegna hlutverks hennar í matargerð.

Morgunfrú er m.a. notuð í pottrétti og soð til að auka á næringargildi. Nokkur blóm í súpur og kássur ljá þeim dýpt og bragð. Einnig er hægt að ...

07/31/2015
Meira

Dill

Dill í bland við kartöflugrösÞegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Dill, í garði Hildar Hákonardóttur þ. 27.08.2009. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

07/30/2015
Meira

Birki- og mjaðurtarolía

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný lauf* og óskemmd, blómin af mjaðurtinni.
Ílát: Glerílát       

Birki. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ólífuolían er hituð í vatnsbaði og smáttskorin mjaðurt og birki sett í krukkuna með heitri olíunni, nokkrum dropum að Rósmarín kjarnaolíu bætt í.

Látið standa í 2 vikur fyrir notkun, helst í ...

07/28/2015
Meira

Ætihvannarhóstatöflur

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt og skemmtilegt er að gera hvannarhóstatöflurnar. Maður tekur hvannarstöngul og sker langsum, treður í glerkrukku og hellir flórsykri yfir, eins mikið og hægt er að troða í krukkuna.

Daníel Tryggvi 5 ára að sprauta hvannardropum á smjörpappír. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Látið liggja í 2-14 daga. Hristið krukkuna af og til. Flórsykurinn sýgur ...

07/27/2015
Meira

Rabarbari, þurrkaður

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í 2-4 ræmur eftir endilöngu.

Rabarbarinn þræddur upp á bandBitarnir eru dregnir á nál upp á soðinn seglspotta, sem gjarna má vera 3-4 metrar. Spottinn hengdur upp eins og þvottasnúra. Gæta verður þess, að ekki rigni á kippuna, og rétt er að taka hann inn ...

07/26/2015
Meira

Söfnun og meðferð mjaðurtar

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð: Þurrkast best upphengd í litlum knippum.

Ljósmynd: Mjaðurt, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

07/23/2015
Meira

Kúrbíturinn stóri

Kúrbíturinn þ. 30. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sami kúrbítur 20 dögum seinna, þ. 20. júlí. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbíturinn vegur 1,62 kg. uppskorinn þ. 20. júlí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbítum eða Succini [Cucurbita pepo pepo] sáði ég til þann 19. apríl 2015. Ég gróðursetti tvær kúrbítsjurtir í óupphituðu plastgróðurhúsi af einföldustu gerði þ. 8. júní.

Þann 30. júní er jurtin orðin stór og myndarleg og einn fallegur kúrbítur kemst á legg en fjöldi blóma blómstraði þó.

Kannski hefði ég átt að pota í blómin og frjóðva þau en það gerði ég ekki. Er eitthvað feimin við slíkar aðfarir en sennilega er ekki nóg að treysta á þær flugur sem villast inn í gróðurhúsið. Samt hef ég það opið allan daginn þegar veður leyfir.

Ég hefði betur hlustað á vinkonu ...

07/22/2015
Meira

Jurtalisti Eggerts Ólafssonar

Blaðbeðja. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eggert Ólafsson, mágur Björns1, skrifaði niður hjá sér og þess vegna vitum við hvað var ræktað í Sauðlauksdal árið 1767, þegar Björn var að kljást við vinnufólkið og reyna að fá það til að borða grænmetið.

7. september - Matjurtir yfirfljótanlegar

 • Grænt, hvítt, rautt, snið savoy-kál kaal-raven yfir og undir jörðu
 • sinep
 • spinat
 • laukar
 • peturselja etc.
 • hvítar rófur
 • næpur
 • rediker

Hér er að auk akurgerði með jarðeplum í, hvar af mjöl er gjört til brauðs og grauta. Ég hefi þar af hárpúður í stað þess útlenzka. Amulikaal er hér inn sett allan veturinn og framan af sumri; áður nýtt kál vex ...

07/19/2015
Meira

NÝTT! - Spurt og svarað samskiptakerfi á Endurvinnslukortinu

Hnapparnir þrír, Endurvinnslukort sveitarfélags, Endurvinnslukort Ísland og Spurt og svarað samskiptakerfið.

Nú er spurt og svarað samskiptakerfið tilbúið og komið inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Notendur geta skráð sig inn með auðkenni frá samskiptamiðlum.

Spjallkerfið virkar þannig að hægt er að varpa fram spurningum um tiltekið efni og fá svör við þeim.
Svörin geta verið frá öðrum notendum, umhverfisfulltrúum sveitarfélaga eða starfsfólki Náttúrunnar.

Með söfnun spurninga og svara verður tli viskubrunnur þar sem auðvelt er að finna svar með leit.
Kerfið reynir að finna svar um leið og spurning er skrifuð og draga þannig úr mörgum spurningum um sama efni.

Nýr hnappur fyrir Spurt og svarað samskiptakerfið. Hönnun Guðrún Tryggvadóttir.Ef ekkert svar finnst er spurningunni varpað fram til umræðu.

Kerfið býður ...

07/15/2015
Meira

Kerfils-svaladrykkur – Uppskrift

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

 • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
 • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
 • Leggið blöðin og sítrónur í skál eða pott í lög eins og lasagna - hellið síðan sykurvatninu yfir ...
07/14/2015
Meira

Söfnun og meðferð blóðbergs

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja tínslutímann nokkuð með því að færa sig af lægri svæðum af hálendari.

Tínsla: Takist með skærum eða stuttum og beittum hníf, forðist skemmdir á rótakerfi. Aðeins skulu teknar fíngerðustu greinar. Aldrei má klippa svo nærri að gamlar, grófar og trénaðar ...

07/12/2015
Meira

Einstakar jurtaolíur

Ljósmynd: Morgunfrú að springa út. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einstakar jurtaolíur heitar og kaldar eru ýmist gerðar úr blómum eða blöðum líkt og te. Sé annað ekki tekið fram gildir sú regla að mestur kraftur sé í blöðum plöntunnar rétt fyrir blómgun en það sakar ekki að taka blómin með. Gullgerðarlistin kenndi að í eimaðri olíu blómanna birtist sál þeirra. Þó hér sé olían ekki eimuð úr blómunum sjálfum má gera ráð fyrir að eitthvað af sál plantnanna síist út í olíuna fyrir tilstilli sólarinnar.

 • Arfaolía er best gerð með heitu aðferðinni. Hún er sögð góð gegn húðertingu og exemi.
 • Blóðbergsolíumá nota sem nuddolíu.
 • Blöðruþangsolíu má bera á ...
07/12/2015
Meira

Messages: