Ár jarðvegs - Öld umhverfisvitundar - Alda nýrrar hugsunar!

Kartöflubeð og rabarbarablöð. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 08:15-10:00 verður morgunverðarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík undir yfirskriftinni Ár jarðvegs - Öld umhverfisvitundar - Alda nýrrar hugsunar! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum.

Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Samstarfshópur um Alþjóðlegt ár jarðvegs 2015 hefur staðið fyrir undanfarna mánuði.

Á þessum fundum hefur verið opnað á umræðu um vistkerfi jarðar og tengsl jarðvegsverndar og sjálfbærrar þróunar. Sömuleiðis hvernig Íslendingar geta lagt sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og stuðlað að framgangi nýrra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Framsögur og pallborðsumræður á fundinum í Nauthóli munu taka mið af ofangreindu og fjalla um ábyrgð okkar sem þjóðar. Hvað getum við gert til að bregðast við umhverfisáskorunum nútímans og hvernig hrindum við þeim áformum í framkvæmd?

Opnun
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.

DAGSKRÁ

Ávarp - Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Af litlum fræjum í frjórri mold -- Þórunn Pétursdóttir, Landgræðslunni.

Sjálfbærni til framtíðar Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - Anna Pála Sverrisdóttir, utanríkisráðuneytinu.

„Grunuð um Grósku" - Aukum umhverfisvitund - Kristján Hreinsson, skáld og heimspekingur.

Pallborðsumræður: Hver er ábyrgð okkar? - Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, RÚV.
Þátttakendur: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Bjartmar Alexandersson, Haukur Ingi Jónasson, Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Arnalds.

Fundarstjórar: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Þröstur Freyr Gylfason, Félagi Sameinuðu þjóðanna.

Þátttökuskráningu þarf að senda á netfangið gudjon@land.is

11/19/2015
Meira

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka?

Frá Náttúruverndarþingi félagasamtaka í umhverfisvernd. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirMorgunverðarfundur

um fyrirhugaða lagasetningu um félagasamtök til almannaheilla

Grand Hótel Reykjavík

18. nóvember 2015 kl. 08:30 – 10:00

 

Markmiðið með málþinginu er að draga fram þær áherslubreytingar sem eru í drögum að frumvarpi

til laga um almannaheilasamtök, hvort þörf er á að skerpa lagaramma um slíka starfsemi

og hvað slík lagasetning hefur í för með sér.

Dagskrá

08:00

Móttaka og skráning

08.30

Setning
Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla

Gagnkvæmt traust
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra

Um undirbúning löggjafar
Hrafn Bragason, fyrrum hæstaréttardómari var í nefnd sem undirbjó frumvarpsdrögin

Sjónarmið Blindrafélagsins
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Blindrafélagsins og varaformaður ...

11/17/2015
Meira

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun Landsnets ekki bindandi

Háspennumöstur á Hellisheiði, Ljósm. Einar BergmundurMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag var Landsnet sýknað af kröfu Landverndar um ógildingu kerfisáætlunar (raflínuáætlunar). Telur dómurinn kerfisáætlun, sem er áætlun um þróun flutningskerfisins til 10 ára, ekki beinast að ákveðnum aðilum eða hafa bindandi réttaráhrif og verði hún því ekki ógilt með dómi. Annað mál sé með framkvæmdir er kunna síðar að verða byggðar á henni. Landvernd skoðar nú dóminn með lögmönnum sínum og íhugar að áfrýja til Hæstaréttar, til að fá efnislega niðurstöðu, en Landvernd hefur talið kerfisáætlunina gallaða. Dómur héraðsdóms tók ekki á því atriði.

Hinsvegar viðurkenndi héraðsdómur í málinu rétt samtakanna til að fá ...

11/16/2015
Meira

Verndum hálendið - Virkjum sköpunarkraftinn - ATH! Breytt tímasetning

Mótmælunum sem áttu að vera á Austurvelli laugardaginn 14. nóvember kl. 15:00 hefur verið frestað vegna árásana í París en verða nú haldin mánudaginn 16. nóvember kl. 17:00.

Við mótmælum öllum áætlunum um virkjanir, uppistöðulón, vegi og raflínur á hálendi Íslands, eins stærsta ósnorta landsvæðis af mönnum sunnan heimskautabaugs.

Við mótmælum stóriðju og öðrum vanhugsuðum skammtímalausnum í orkuframleiðslu og atvinnubúskap.

Náttúra íslands er ekki eign tímabundinna handhafa yfirvalds. Gerum miðhálendi Íslands að þjóðgarði og stöndum vörð um náttúruarf og menningu okkar!

Verndum hálendið fyrir valdhöfum í leit að skyndigróða á kostnað komandi kynslóða. Hlúum að náttúrunni og frekari ...

11/15/2015
Meira

Hálendið er hjarta landsins

Í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirlTraustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður.

Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með ...

11/14/2015
Meira

Áskorun til Landsnets og Skipulagsstofnunar

Hálendisvegur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landsnet hf. hefur lagt fram tillögu sína að matsáætlun fyrir umhverfismat 220 kV háspennulínu yfir Sprengisand (Sprengisandslínu). Skipulagsstofnun hefur tillöguna nú til umfjöllunar og hefur óskað eftir athugasemdum við hana í síðasta lagi 17. nóvember n.k.

Með því að skrifa undir áskorunina, tekur þú undir meginkröfu Landverndar í málinu og nýtir lýðræðislegan rétt þinn til áhrifa á ákvarðanatöku í samfélaginu. Meginkrafan er að Landsnet hf. falli frá áformum um Sprengisandslínu og að Skipulagsstofnun hafni matsáætlun fyrirtækisins.

Áskorunin er eftirfarandi:

Ég skora á Landsnet hf. að falla þegar í stað frá áformum fyrirtækisins um Sprengisandslínu og krefst þess að Skipulagsstofnun ...

11/13/2015
Meira

Náttúruverndarlög samþykkt samhljóða

Við Vatnajökul. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ný náttúruverndarlög sem leysa munu lög frá 1999 af hólmi voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan tvö í gær þ. 12. nóvember 2015 með 42 samhljóða atkvæðum. Þingmenn allra flokka hafa sagt við atkvæðagreiðsluna að lögin séu stórt framfaraskref, búið sé að lenda helstu ágreiningsefnum og ljóst sé að tíminn hafi verið notaður vel og hann hafi komið náttúrunni til góðs.

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir þingið hafa þurft á tímanum að halda enda hafi margt breyst á tveimur árum, ekki síst gríðarleg fjölgun ferðamanna. Ráðherra sagðist fagna niðurstöðunni, hún sagði um gleðistund að ræða þar sem leikreglur hefðu verið ...

11/13/2015
Meira

Af jörðu ertu kominn…

Frá minningarathöfn um Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti 2015, mynd: Einar BergmundurSkálholtsskóli og Skálholtsstaður standa fyrir málþingi um umhverfismál í Skálholti 10. nóvember n.k. undir yfirskriftinni “Af jörðu ertu kominn…”. Málþingið er öllum opið.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

10:00-10:10     Upphaf: sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.
10:10-10:25     Siðferðiskreppa samtímans; “Laudato si” Frans páfi, hagkerfi heimsins og loftslagsbreytingar. Halldór Reynisson verkefnisstjóri
10:25-10:40     Stærsta málið: Sjálfbærni, ber jörðin allan þennan fjölda? Dr.Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor.
10:40-10:55     Umhverfissiðfræði; án ábyrgðar? Dr. Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur.

10:55-11:15    Kaffihlé

11:15-11:40  Landnýting og landvernd. Sigurður Loftsson formaður Samtaka kúabænda.
11:40-12:00 ...

11/09/2015
Meira

Skiljum óþarfa umbúðir eftir við kassann! - Bylting gegn umbúðum

Útskýringarveggmynd með dæmum um hvað talist getur til „óþarfa“ umbúða.

Laugardaginn 14. nóvember frá kl. 12:00 á hádegi hvetur hópurinn „Bylting gegn umbúðum“ fólk til að senda verslunum og framleiðendum skýr skilaboð og skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum. Þjóðverjar stunduðu þessa borgaralegu óhlýðni (eða réttara sagt hlýðni) sem skilaði miklum árangri.

p.s muna líka eftir fjölnota pokunum.

Sjá Facebookviðburðin „Skiljum óþarfa umbúðir eftir við kassann“.

Sjá Facebooksíðuna „Bylting gegn umbúðum“.

11/06/2015
Meira

Málþing um jarðvarmavirkjanir - áhrif á nærumhverfi

Fjöregg* stendur fyrir málþingi um jarðvarmavirkjanir og áhrif þeirra á nærumhverfi sitt, að Skjólbrekku í Mývatnssveit þ. 7. nóvember kl. 11:00-16:00.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hágeginu.

Erindi flytja m.a.

  • Stefán Arnórsson, jarðfræðingur - Almennt um jarðvarmavirkjanir
  • Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands - Er brennisteinsvetni mengun eða veldur það bara „vondri lykt“?
  • Dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands - Jarðvarmavirkjanir og áhrif á lífríki og vatnsgæði: affalssvatn frá Nesjavallavirkjun og Þingvallavatni.
  • Ágústa Helgadóttir, líffræðingur og sérfræðingur við Landgræðslu ríkisins - Áhrif jarðvarmavirkjunar á gróður.

*Fjöregg - Félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í ...

11/06/2015
Meira

Svanur - ný flokkunarstöð HB Granda

Nýja flokkunarstöðin. Mynd/HB Grandi: Kristján Maack.Ný sorpflokkunarstöð HB Granda, Svanur – flokkunarstöð, var opnuð formlega þ. 2. nóvember sl. á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði.

Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem bauð gesti velkomna. Í ræðu sinni fjallaði Vilhjálmur m.a. um ástæðu þess að HB Grandi réðist í byggingu flokkunarstöðvarinnar og sagði m.a.:

„Ástæðan fyrir því að félagið réðst í byggingu flokkunarstöðvarinnar er eingöngu sú að við teljum okkur skylt að ganga um umhverfi okkar af eins mikilli ábyrgð og okkur er unnt. Að fenginni reynslu á Vopnafirði var okkur ljóst að við gátum með flokkunarstöð sem þessari komist hjá því að urða ...

11/05/2015
Meira

HB Grandi styrkir Bláa herinn

Tómas Knútsson tekur við styrknum frá HB Granda úr hendi Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra. Ljósm. HB Grandi: Kristján Maack.Fjallað var um þau ánægjulegu tíðindi á Víkurfréttum í gær að HB Grandi styrki Bláa herinn um eina milljón króna. Nú þegar það undarlega hátterni stjórnvalda er ríkjandi að skera allan stuðning til umhverfisstarf niður eða alveg upp við nögl er það því sérstaklega ánægjulegt að einstök fyrirtæki skuli stíga fram og sýna samfélagslega ábyrgð með þessum hætti.

Tómas Knútsson forsprakki Bláa hersins veitti styrknum viðtöku og sagði við það tilefni að hann hefði unnið sem sjálfboðaliði við hreinsun hafsins í um tuttugu ár og væri hvergi nærri hættur. Næsta verkefni væri að semja við sveitarfélög landsins um sérstakan hreinsunardag ...

11/05/2015
Meira

Landsbankinn veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki

Við afhendingu Umhverfisstyrkja Landsbankans föstudaginn 30. nóvember sl. Ljósm. Landsbankinn.Sautján verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í sl. viku. Þrjú verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og fjórtán verkefni 250 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Þetta er í fimmta sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans og bárust um 70 umsóknir. Alls hafa tæplega 80 verkefni hlotið umhverfisstyrki á síðustu fimm árum, samtals 25 milljónir króna.

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við ...

11/05/2015
Meira

Loftslagsgangan í Reykjavík - Global Climate March

Þann 29. nóvember ætlar almenningur um heim allan að flykkjast út á götu og krefjast aðgerða í loftslagsmálum fyrir fund Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember, en markmið fundarins er að þjóðir heimsins nái bindandi samkomulagi um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Við ætlum líka að láta í okkur heyra, endurtaka leikinn frá því í fyrra og ganga Loftslagsgöngu í Reykjavík en hún hefst frá Kárastíg kl. 14:00.

Við viljum undirstrika þá kröfu að Ísland axli ábyrgð sína í loftslagsmálum, dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda og hætti við öll áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.Um er að ræða alheimsviðburð því ...

11/04/2015
Meira

Sprengisandslína – frestur til að gera athugasemdir er til 17. nóvember 2015

Aðalvalkostir fyrir Sprengisandslínu (rauð lína) og Sprengisandsveg (svört lína) skv. niðurstöðu forathugunar.Landsnet hefur nú sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu, 220 kílóvolta háspennulínu milli Norður- og Suðurlands, til formlegar ákvörðunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Allir geta gert athugasemdir við tillöguna og sent Skipulagsstofnun fyrir 17. nóvember 2015.

Drög að tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu voru send umsagnar- og samráðsaðilum í október 2014. Í framhaldi af því voru þau kynnt hagsmunaaðilum og almenningi, m.a. í opnu húsi á fjórum stöðum á landinu, og birt til kynningar um þriggja vikna skeið. Á því tímabili gafst umsagnaraðilum og almenningi kostur á að koma með athugasemdir ...

11/03/2015
Meira

Drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma til kynningar

Rafhlaða. Ljósm. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á reglugerð um rafhlöður og rafgeyma.

Markmiðið með breytingunni er tvíþætt. Annars vegar þarf að uppfæra reglugerðina miðað við breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þar var m.a. ábyrgð á rekstri skráningarkerfis framleiðanda og innflytjanda rafhlaðna og rafgeyma fært frá Úrvinnslusjóði til Umhverfisstofnunar og síðarnefndu stofnuninni einnig falið að hafa eftirlit með framkvæmd þessara mála.

Hins vegar þarf að uppfæra reglugerðina vegna innleiðingar á breytingum á tilskipun Evrópusambandsins um rafhlöður og rafgeyma. Þær breytingar varða markaðssetningu færanlegra rafhlaðna og rafgeyma sem innihalda tiltekin efni.

Að ...

11/03/2015
Meira

Norræn innkaupavika Svansins

Umhverfismerkið SvanurinnVika grænna opinbera innkaupa á Norðurlöndum hófst mánudaginn 2. nóvember. Í Reykjavík er boðið til morgunverðarfunda og ráðstefnu um opinber innkaup auk þess sem norræna umhverfismerkið Svanurinn verður ofarlega á baugi.

Opinber innkaup geta haft talsverð áhrif á framboð og gæði vara og þjónustu enda er talið að þau séu um 20% af vergri landsframleiðslu. Með því að setja umhverfisskilyrði við opinber innkaup er þannig hægt að auka framboð vistvænna vara og þjónustu, ekki bara til opinberra aðila heldur einnig á almennum markaði.

Lög og stefnur íslenska ríkisins endurspegla aukna áherslu á vistvæn opinber innkaup. Í innkaupastefnu ríkisins segir m ...

11/02/2015
Meira

Eiga náttúruvernd og ferðaþjónusta samleið?

Ferðamannastraumurinn við Gullfoss á fögrum sumardegi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12:15 - 13:15 standa Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd fyrir fyrirlestri Brent Mitchell í samstarfi við Landgræðsluna, Vatnajökulsþjóðgarð, Þingvallaþjóðgarð og Umhverfisstofnun/þjóðgarðinn Snæfellsjökli. Fyrirlesturinn fer fram á ensu og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. En geta markmið verndar og nýtingar farið saman? Hvernig er unnt að efla starf stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings í verndun þessarar auðlindar? Á að markaðssetja Ísland á grundvelli vistvænnar ferðamennsku (e. Ecotourism)? Ætti að friðlýsa stærri svæði og stofna fleiri þjóðgarða? Hvernig er best að vinna að samstöðu ...

10/29/2015
Meira

Messages: