Hreindýramosi

HreindýramosiSé maður úti á gangi um heiðar og finni mjúkan og örlítið rakan hreindýramosa er ekkert á móti því að taka lúkufylli með heim og setja í flatbrauð eða heilhveitibollur. Best er að gera þetta strax því hann molnar þegar hann þornar og þó bragðið breytist ekki verður lítið úr honum. Björn í Sauðlauksdal segir að hann þurfi mikla suðu áður en hann verður vel ætur. Ég hef að vísu ekki forsoðið hann en það er athugandi.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Hreindýramosi í mosa, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

09/14/2014
Meira

Dró úr gosvirkni í gær - mikil gasmengun á svæðinu

Frá gosstöðvunum í Holuhrauni þ. 10. sept. 2014.Í gær dró úr gosvirkni í Holuhrauni. Þá var aðeins miðhluti gossprungunnar virkur og sloknað á gígnum Suðra. Hæstu strókarnir úr gígnum Baugi voru 120 metrar en gígurinn er orðinn 60 metra hár.

Þetta kemur fram á facebook síðu Jarðvísindastofnunar. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur sem staddur er norðan Dyngjujökuls sagði í samtali við fréttastofu að jarðvísindamenn hafi ekki komist að gosstöðvunum í morgun vegna gasmengunar, en til standi að fara þangað fyrir hádegi. Hann minnir á að áður hafi dregið úr virkni í gígunum en síðan hafi virkni aukist á ný.

Enn skelfur í Bárðarbungu. Klukkan sjö í morgun varð þar ...

09/14/2014
Meira

MSC vottun ufsaveiða á Íslandsmiðum staðfest

Íslenskur sjávarútvegur sækir fram í sjálfbærnivottun

Veiðar íslenskra fiskiskipa á ufsa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa nú hlotið MSC (Marine Stewardship Council) vottun um sjálfbærni og góða fiskveiðistjórnun. Vottunin tekur til veiða með sex veiðifærum, þar á meðal botnvörpu, dragnót, netum og línu. Vottunin er veitt í kjölfar átján mánaða ítarlegrar úttektar sem unnin var af sérfræðingum undir stjórn Vottunarstofunnar Túns.

Marine Stewardship Council eru óháð alþjóðleg samtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og vinna að verndun sjávar og sjávarafurða gegnum vottunarkerfi. Samtökin votta sjávarútgerðir og þær sjávarafurðir sem standast staðla þeirra.
Þessir staðlar og sú aðferðarfræði sem þeir byggjast á ...

09/13/2014
Meira

Hjólum til framtíðar 2014 - Okkar vegir - Okkar val

Föstudaginn 19. september verður haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna í samgönguviku undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin 2011.

Áherslan að þessu sinni var á fjölbreyttar ferðavenjur og val hvers og hvernig stuðla má að því að valið sé raunverulegt.
Yfirskriftin er sú sama og hjá evrópsku samgönguvikunni, Okkar vegir - Okkar val

Þrír fyrirlesarar koma erlendis frá en auk þeirra eru fjölmargir innlendir fyrirlesarar. Þeirra á meðal er Klaus Bondam, formaður dönsku hjólasamtakanna og fyrrum umhverfisborgarstjóri Kaupmannahafnar, Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla og Hanne Bebendorf Scheller frá dönsku krabbameinssamtökunum með ...

09/13/2014
Meira

Mjög há gildi SO2 á Reyðarfirði

Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst í kvöld á Reyðarfirði eða um 4.000 µg/​m3. Þetta eru hæstu gildi sem mælst hafa síðan  byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni. Gera má ráð fyrir að svipuð mengun sé á fleiri stöðum á Austfjörðum, þó svo að  mælingarnar hafi komið fram á mælinum á Reyðarfirði. Íbúar eru hvattir til að halda sig innan dyra meðan styrkurinn mælist þetta hár, loka gluggum og hækka hita í húsum. SMS smáskilaboð almannavarna hafa verið send frá Neyðarlínunni til íbúa á svæðinu til  vekja athygli á að viðbrögðum við mengun vegna ...

09/12/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigþrúður Jónsdóttir í eldlínunni - 2. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur í verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera. Í fyrsta viðtalinu við hana segir hún okkur frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. En hver er Sigþrúður Jónsdóttir og hvernig hafa sterk tengsl hennar við náttúruna mótast allt frá því hún var lítið barn. Hlusta á þáttinn.

Úrdráttur úr viðtalinu 

Landbúnaðarnám í Wales og beitarrannsóknir á Auðkúluheiði

Gibba hafði mótandi áhrif
Sigþrúður við blómskrúð við Arnarfellsrætur sumarið 2014.Sigþrúður segist hafa verið mikill dýravinur og sérstaklega mikið fyrir kindur „þær hafa alltaf ...

09/12/2014
Meira

Rósmarínkartöflur

Nýuppteknar kartöflur.Rósmarín er besta krydd í heimi með kartöflum. Góður kokkur og frábær ræktunarmanneskja, sem var í fjölskyldunni um tíma og kom þá með í útilegu, sat lengi á hækjum sér yfir pönnu eitt þungbúið síðdegi og var að sýsla með kartöflur úti fyrir tjaldinu og ég var að velta fyrir mér hvernig hún nennti þessu. Eftir að hafa fengið að smakka hugsaði ég aldrei svona aftur og reyni að hafa rósmarínkartöflur við og við.

Rósmarínkartöflur
Fyrst er að sjóða kartöflurnar. Þær mega ekki molna sundur, svo ef þær eru stórar er vissara að skera þær í teninga svo þær hvorki ...

09/12/2014
Meira

Að skurna kartöflur

Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur lagðar til þurrkunar.

Faðir minn kenndi mér að skurna kartöflur. Þá geymast kartöflurnar eins og þær væru nýjar fram á vor. Ekki veit ég hvar hann lærði þetta, og við gerðum það ekki fyrr en nokkru eftir stríð. Strax og kartöflurnar eru teknar úr moldinni eru þær þvegnar, þurrkaðar og látnar standa í dimmu og sæmilega upphituðu rými í 10–12 daga.

Svo finnur hver sitt lag. Ef garðurinn er heima við er stundum auðveldast að taka kartöflurnar upp smám saman. En það er líka hægt að taka allt upp í einu og þvo á jörðinni, kannski á plastdúk með slöngu. Mér fellur ...

09/12/2014
Meira

Kartöflur - ræktun, upptekt og geymsla

Blómgað kartöflugrasAð útvega nægilega kalda geymslu getur verið vandamál. En kartöflur mega ekki frjósa. Erlendis, þar sem frost er minna, dugar að koma þeim fyrir í gryfjum yfir veturinn. Á Íslandi þekktist það áður fyrr að grafa jarðarávexti niður í baðstofugólf eða í útihúsi og vörðu þær sig ef vatn komst ekki að þeim. Íslenskar kartöflur hafa yfirleitt ekki haft langan vaxtartíma og skinnið því afar viðkvæmt í fyrstu og verður að fara varlega með þær við og eftir upptöku.

Sumum þykir best að þvo þær strax við upptöku, þurrka og láta þær „skurna” í 10–14 daga við 14–16 ...

09/12/2014
Meira

Glókollaferð á degi íslenskrar náttúru

Þriðjudaginn 16. september verður Fuglavernd með fuglaskoðun í kirkjugarðinum í Fossvogi - í tilefni Dags íslenskrar náttúru - við munum skoða glókolla og jafnvel barrfinkur og krossnefi. Þó þetta séu ekki einkennisfuglar íslenskar fuglafánu þá hefur glókollurinn numið hér land, er staðfugl og spjarar sig ágætlega þrátt fyrir að vera minnsti fugl Evrópu, krossnefir hafa verpt hér síðan 2008 og barrfinkan er árlegur flækingur og líklegur landnemi.

Mæting hálfsex á bílastæðinu við Fossvogskirkju en gangan tekur um klukkutíma.

Edward Rickson fuglaskoðari með meiru leiðir gönguna.

Eyþór Ingi Jónsson tók þessa fallegu mynd af glókolli en afar erfitt er að koma auga á ...

09/11/2014
Meira

TASTE – nýting á matþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu

Í tilefni af lokum verkefnisins TASTE verður haldin opin málstofa þann 16. september á Matís um nýtingu á sjávarþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu.

Á málstofunni verða haldnir fyrirlestrar um sjávarþörunga á Íslandi og nýtingu þeirra, sjávarþörungiðnaðinn í Frakklandi, næringargildi þörunga og notkun þörunga í matvæli og aðrar neytendavörur. Málstofan fer fram á ensku. 

Dagskrá málstofunnar.

Skráning á málstofuna: vinsamlegast sendið póst á rosa()matis.is.

Nánari upplýsingar um TASTE verkefnið má finna á vefsíðu verkefnisins, http://tasteproject.net/, á heimasíðu Matís og með því að hafa samband við Rósu Jónsdóttur og Þóru Valsdóttur hjá Matís.

09/11/2014
Meira

Tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Jarðarberið, verðlaunagripurinn hannaður af hannaði Finni Arnari Arnarsyni.Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september næstkomandi.

Tilnefnd til verðlaunanna eru:

Gunnþóra Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu
Fréttablaðið birti í sumar greinaflokk undir heitinu Útivist og afþreying eftir Gunnþóru Gunnarsdóttur, þar sem sjónum er beint að áhugaverðum náttúruperlum í öllum landshlutum. Framsetning  efnisins er aðlaðandi og til þess fallin að kveikja löngun hjá lesandanum til að ferðast um landið og sjá það með eigin augum. Textinn er stuttur, en þó er hvert orð vandlega valið, og fallegar ljósmyndir, kort og textabox gera efnið freistandi til aflestrar. Gunnþóra Gunnarsdóttir ...

09/11/2014
Meira

Kjötfars og hvítkál og hvítkálsbögglar

Hvítkálshöfuð.Kjötfars og hvítkál
Þegar hvítkál fer að spretta er eins með það og gulræturnar, það þarf að gá hvort skynsamlegt sé að grisja og þá má gufusjóða það eða hafa hrátt í salat. Þegar hvítkálið er fullsprottið kallar það alltaf á löngun hjá mér í svolítið kjöt. Setjið 3 msk olíu í pott og 2–3 skorin hvítlauksrif, 1 lauk eða nokkra perlulauka, síðan nýtt kjötfars í litlum klípum með teskeið. Brúnið létt. Fyllið pottinn með lögum af kartöflu- og rófubitum, skornum gulrótum, steinselju og hvítkáli. Magnið af grænmetinu fer eftir fjölda þeirra, sem eiga að borða og hvað mikið ...

09/10/2014
Meira

Áriðandi tilkynning frá Umhverfisstofnun

Hár styrkur SO2 mældist á Reyðarfirði kl 14 í dag. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3. Það mesta virðist gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið. Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Slökkva á loftræstingu þar sem það á við. Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.

09/10/2014
Meira

Súrkálsgerð

Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk einiber
1/2 tsk kúmen
1/2 epli niðursneitt
2 msk vatn ef vill

Rífið eða sneiðið hvítkálið í fína strimla í matvinnsluvél eða með ostaskera. Hluta af stilknum má nota ef hann er fínt rifinn. Blandið saman nokkru af ...

09/10/2014
Meira

Spergilkál

Spergilkál=Brokkólí.Það skemmtilega við spergilkál*, er að það heldur áfram að gefa af sér eftir að búið er að klippa af því blómtoppinn.

Úr blaðkverkunum vaxa nýir toppar, að vísu miklu minni en það munar um þá. Það er gjarnan gufusoðið og borið fram eitt og sér.

Hvað bragð snertir er það ekki alveg eins sjálfstætt og blómkálið, en þó um leið sterkara. Það er haft í ýmsa rétti og súpur blandað öðru grænmeti þar sem það gefur góðan keim. Ég tek það fram yfir flest annað sem meðlæti með fiski, bæði soðnum og bökuðum og eins niðursoðnum túnfiski. Það er ...

09/10/2014
Meira

Hvítkál

Hvítkálshöfuð, á vaxtarskeyði, ekki alveg mótað.Hvítkál er ekki hægt að frysta svo vel fari. Það er hægt að geyma ferskt hvítkál í þó nokkurn tíma eftir að búið er að taka það upp. Stundum tekst að taka hausana varlega upp með rót og mold og setja í bala, kassa eða hjólbörur, vökva svolítið og geyma þannig á svölum stað, jafnvel fram undir jól. Aðrir vilja hengja kálið upp á rótinni en mér hefur aldrei tekist það og endað með einhvers konar skorpinn skrípaskúlptúr. Séu sniglar að búa um sig í kálinu er betra að taka það upp og borða snemma eða súrsa. Hin hefðbundna aðferð ...

09/09/2014
Meira

Söfnunarátak fyrir útgáfu fræðsluefnis um vistvæna skjólgarða og lífræna ræktun

Þóra Hinriksdóttir gróðursetur í skjólbelti.Nú stendur yfir söfnunarátak Þóru Hinriksdóttur á Karolinafund.com en þar er hún að safna fyrir útgáfu rits um vistvæn skjólbelti og lífræna ræktun.

Þóra Hinriksdóttir um verkefnið:

Frá því ég man eftir mér hefur mig dreymt um að vinna með náttúruna. Ég lét loks verða verða af því og brautskráðist sem garðyrkjufræðingur af skógræktarbraut frá Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum árið 2012 og er nú í verknámi.

Tilgangur þessa verkefnis er tvíþættur, annars vegar gengur það út á að fara niður í grasrótina og rækta upp skjólbelti á lífrænan hátt og hins vegar, þar sem ég er einlægur náttúru unnandi ...

09/09/2014
Meira

Styðjum níu-menningana úr Gálgahrauni

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað gegn níu einstaklingum sem andhæfðu náttúruspjöllum Garðabæjar og Vegagerðar ríkisins í Gálgahrauni. Níumenningarnir eru hluti mun stærri hóps sem mótmælti vegalagningu nýs Álftanesvegar í Gálgahrauni sem var að mati margra bæði ónauðsynlegur og ólöglegur.

Tinna Þorvaldsdóttir flytur ávarp fyrir hönd níu-menninganna er þau hlutu Náttúruverndarann, náttúruverndarviðurkenningu Náttúruverndarhreyfingarinnar á Náttúruverndarþingi 2014.Þann 21. október á síðasta ári ...

09/09/2014
Meira

Messages: