Jólatré

Ljósmynd: Gamla jólatréð frá Hruna skreytt. í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Jólatréð, sem nú er eitt helsta tákn jólanna a.m.k. um allan hinn vestræna heim a.m.k. er tiltölulega nýkomið til sögunnar sem slíkt. Ekki munu vera meira en rúm hundrað ár, síðan það varð algengt í Evrópu í nokkurri líkingu við það, sem nú er. Fyrstu heimildir, sem þekktar eru um einskonar jólatré, eru frá Strassburg og þar um kring á 16. öld. Er þess m.a. getið, að í herbergi einu hafi verið stillt upp grenitré á jólakvöldið og hengd á það epli, oblátur og gylltur pappír. Snemma á 17. öld ónotast predikari nokkur í Strassburg yfir sætindi og fleira. SLíkt sæmdi ekki jólahátíðinni. Undir lok 17. aldar finnast fleiri ummæli varðandi jólahátíðinni. Mynd frá Nurnberg um 1700 sýnir einskonar vönd af laufgreinum, sem stungið er niður í vatnsker. Á honum hanga smáhlutir, epli, kökur og englamyndir. Annars er nær alltaf um grenitré að ræða.

Hinn fyrsti, sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe í sögunni Leiden des jungen Werther árið 1744. Fyrsta mynd, sem þekkt er af jólatré með ljósum, er frá Zurich árið 1799. Úr þessu virðist siðurinn fara að verða mjög svo algengur í Þýskalandi, og 1807 eru til sölu á jólamarkaðinum í Dresden fullbúin jólatré prýdd á ýmsa lund, m.a. með gylltum ávöxtum og kertum.

Til Norðurlanda tók jólatréð að berast eftir 1800. Talið er, að fyrsta jólatréð hafi sést í Kaupmannahöfn 1806 eða 1807, og litlu síðar hefur það borist til Svíþjóðar. Það breiðist svo út á 19. öldinni, einkum eftir hana miðja. Siðurinn kemur fyrst fram í borgum og meðal heldra fólks, einsog í Þýskalandi, en berst þaðan út til amúgans og sveitanna.
Um uppruna jólatrésins er flest á huldu. Vafalítið má rekja elstu rætur þess til einhverskonar trjádýrkunar. Í Róm og víðar var t.d. siður allt frá fornöld að skreyta hús sín um nýárið grænum greinum eða gefa þær hver öðrum og þótti það gæfumerki. Sma er að segja um mistilteininn í Englandi. Hið sígræna tré hefur löngum vakið furðu manna og aðdáun og þótt búa yfir leyndardómum.

Kristnar hugmyndir um skilningstré góðs og ills kunna og að hafa blandast hinum eldri. Frá því um 1100 var tekið að sýna helgileiki innan kirkju og utan, þar á meðal söguna um sköpun mannsins, syndafallið og burtreksturinn úr aldingarðinum Eden. Stóð skilningstréð þá tíðast á miðju sviðinu. Það var grænt tré og héngu á því epli og borðar. Líktist það talsvert jólatré, nema kertin vantaði, en svo var einnig um þau jólatré, sem fyrst eru spurnir um.

En hversu sem orðið hefur siður að reisa sígrænt tré í húsum á jólum, er næsta eðlilegt, að það bætti á sig ljósum með tímanum. Kerti voru ævinlega mikið um hönd höfð á jólunum og engin undur, þótt mönnum dytti í hug að reyna einnig að festa þau á tréð. Til Íslands munu allrafyrstu jólatrén hafa borist kringum 1850, og þó aðeins í einstöku hús í kaupstöðum, helst hjá dönskum fjölskyldum. Síðan breiðist siðurinn afarhægt út og mun ekki hafa orðið algengur að marki, fyrr en nokkuð kom fram yfir aldamót. T.d. minnist Jónas Jónasson ekki orði á jólatré í Þjóðháttum sínum, og ekki verður rekist á það í æviminningum fyrir 1900.

12/18/2014
Meira

Jólapokinn - tákn jólanna

Jólasveinninn ber poka fullan af gjöfum til byggða. Á táknrænan hátt hengjum við síðan poka á jólatréð, eins og til að taka við gjöfum náttúrunnar.

Grafík: Jólapokar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/17/2014
Meira

Rauður litur - tákn jólanna

Rauður er fyrsti frumliturinn, sá sem hefur hæstu tíðnina og er sá litur sem mannsaugað nemur sterkast. Rauður stendur fyrir líkamann, Jörðina og undirheima sjálfa í fornum trúarbrögðum. Rauður tengist ferhyrningsforminu og er litur hlýju, ástar og kraftsins.

Grafík: Rauður litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/16/2014
Meira

Skotthúfan - tákn jólanna

Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið. Skúfurinn vísar upp og stendur fyrir uppljómunina. Húfur, kollar og túrbanir hafa svipaða merkingu í hinum ýmsu trúarbrögðum.

Grafík: Skotthúfur. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/15/2014
Meira

Jólasveinn - tákn jólanna

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku. Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/15/2014
Meira

Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum.Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015.

Sett verður upp ferli innan samningsins til að meta innsend markmið ríkja og tryggja eftir föngum að þau séu skýr og samanburðarhæf. Stefnt hefur verið í nokkurn tíma að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, sem á að samþykkja á fundi í París í lok 2015, og taka á gildi 2020. Í Lima var gengið frá texta sem "innleggi" í væntanlegt Parísarsamkomulag ...

12/14/2014
Meira

Öðruvísi og umhverfisvænni jólapappír

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.

Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En það er svo margt annað hægt að nota til að pakka inn gjöfunum.

Hér koma nokkrar hugmyndir:

Gömul dagatöl, landa- og ferðakort, pappírspokar, dagblöð, tímarit, efni, kassar, barnateikningar, veggfóðursprufur, sokkar og annað prjónles, blómapottar, krukkur og box.

Snæri, bönd, greinar ...

12/14/2014
Meira

Grenigreinar - tákn jólanna

Við skreytum með grenigreinum til að minna okkur á vonina - því lífið býr í grænum greinunum þrátt fyrir langan vetur.

Grafík: Grenigreinar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/14/2014
Meira

Rauð ber - tákn jólanna

Berin eru fræ táknrænna runnategunda eins og kristþyrnis  og einiberjarunna. Þau eru tákn nýs lífs og vekja upp von um eilíft líf og allsnægtir.

Grafík: Rauð ber, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/13/2014
Meira

Jesúbarnið í jötunni - tákn jólanna

Gildi Jesúbarnsins er vitaskuld fæðing frelsarans; gjöf guðs til okkar. Ekki má gleyma að mennsk börn eru gjöf hans til okkar allra. Þau taka við Jörðinni og í þeim býr sakleysi, von og trú. Flest jólatáknin tengjast einnig frjósemislofgjörð og endurspegla gleði okkar yfir endurnýjun lífsins.

Grafík: Jesúbarnið í jötunni, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/12/2014
Meira

Með náttúrunni – Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 5. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar og Paul Cox er Ómar fékk Seacology verðlaunin 2008. Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og skipan ...

12/12/2014
Meira

Óskað eftir umsögnum um drög að stefnu um úrgangsforvarnir

MatarsóunUmhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir, „Saman gegn sóun“. Stefnan mun gilda fyrir árin 2015 – 2026 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda. Frestur til að skila umsögnum er til föstudagsins 23. janúar 2015.

Forvarnir gegn myndun úrgangs felast í að nýta auðlindir okkar sem best og að koma í veg fyrir framleiðslu eða notkun ónauðsynlegs varnings.  Viðfangsefnið er að þróa samfélag sem hefur skilvirka auðlindanýtingu í fyrirrúmi og að fólk öðlist skilning á gagnsemi fyrirbyggjandi aðgerða sem koma í veg fyrir myndun úrgangs ...

12/12/2014
Meira

Ísland lýsir stuðningi við framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum

Hellisheiðarvirkjun. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ísland styður gerð hnattræns framtíðarsamkomulags í loftslagsmálum og er bjartsýnt á að tekin verði góð skref í átt til þess á 20. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem nú fer fram í Lima í Perú. Þetta kom fram í innleggi Íslands á þinginu í dag. Vakin var athygli á þeirri ógn sem höfunum og lífríki þeirra stafar af loftslagsbreytingum og súrnun sjávar, sem væri sérstakt áhyggjuefni fyrir ríki sem byggðu afkomu sína á auðlindum hafsins.

Ísland sagði að ná þyrfti árangri ekki síst á tveimur sviðum. Á sviði orkumála þyrfti að nýta endurnýjanlega orku á kostnað jarðefnaeldsneytis. Ísland nýtti nær alfarið ...

12/12/2014
Meira

Jólakötturinn - tákn jólanna

Sagan um jólaköttinn hefur ekki mikið vægi á nútímajólum en var áður fyrr notuð til að hvetja fólk til að fá sér nýja flík fyrir jólin. Að öðrum kosti átti jólakötturinn að éta menn. Enn eimir þó eftir af því að okkur finnst nauðsynlegt að fá nýja flík fyrir jólin. Það eru svo mörg leyndarmálin um jólin að óþarfi er að storka örlögunum.

Grafík: Jólakötturinn, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/12/2014
Meira

Snjór - tákn jólanna

Jólin hjálpa okkur í gegnum veturinn og minna okkur á að lífið vaknar aftur eftir langan vetur.
Snjórinn, sem er tákn vetrarins, kaldasta tíma ársins, er í raun lífgjafinn því án vatnsins væri ekkert líf á Jörðinni. Snjórinn og jólin eru tengd órofa böndum í hugum okkar. Jafnvel í heitum löndum er jólasnjór svo sterkur hluti af jólatilfinningunni að búin er til eftirlíking af honum.

Grafík: Snjór, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/11/2014
Meira

Í jólaundirbúningnum er falin í það minnsta hálf gleðin

Hátíðleikinn býr ekki hvað síst í undirbúningi jólanna enda er tilhlökkunin það sem að vekur jólin innra með okkur. Kaldasti og dimmasta tími ársins kallar á von og hlýju, tilhlökkun eftir endurkomu ljóssins og lengri degi. Jól tengjast vetrarsólhvörfum, ekki einungis í kristinni trú. Í flestum trúarbrögðum er um einhverskonar hátið að ræða á þessum árstíma. Þörf mannsins til að líta björtum augum fram á veginn og trúa á líf náttúrunnar eftir dauðann (vetrardvalann), hlýju eftir kulda og ljós eftir myrkur, er lífseig. Rólegar stundir með börnunum og fjölskyldunni er nær anda jólanna en óhóflegt búðarráp.

Kertaljósið er í hefðbundnu ...

12/11/2014
Meira

Snjókarl - tákn jólanna

Eins og snjórinn er snjókarlinn persónugervingur vetrarins sem vinar. Veturinn er settur í rómantíska umgjörð sem við getum ráðið við, mótað og skapað.

Grafík: Snjókarl, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

12/11/2014
Meira

Jólatréð og umhverfið

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur einnig ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Við skreytum með grenigreinum til að minna okkur á vonina því lífið býr í grænum greinunum þrátt fyrir langan vetur.

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri ...

12/10/2014
Meira

Velkomin í jólaskóginn!

Árlega standa skógræktarfélögin á landinu fyrir jólatréssölu til styrktar starfsemi sinni. Það er ekki aðeins gaman að velja sér sítt eigið jólatré úr skóginum heldur er það umhverfisvænt því skóginn þarf að grysja og með því að kaupa innlent tré þarf ekki að eyða gjaldeyri og olíu til að koma tré til landins frá öðrum löndum.. Nánar um jólatréð og umhverfið hér.

Jólaskógar skógræktarfélaganna á landinu:

Skógræktarfélag Akraness.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness er í Slögu í Akrafjalli.
Sjá nánar.

Skógræktarfélag Austurlands.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Austurlands er í Eyjólfsstaðaskógi.
Sjá nánar.

Skógræktarfélag Árnesinga.
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Árnesinga er á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.
Sjá nánar ...

12/10/2014
Meira

Messages: