Húsið á topp 10 lista App Store

Húsið komið á topp 10 og ekki í slæmum félagsskap.

Húsið, app sem Náttúran.is sendi nýverið frá sér er komið á topp 10 listann yfir mest sóttu ókeypis öppin á íslenska markaðssvæðinu. Það er ástæða til að gleðjast yfir því þar sem Húsið hefur ekkert verið auglýst enn sem komið er en fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum. 

Húsið sómir sómir sér vel á miiil Instagram og Facebook.

Húsið í App Store

Húsið í Google Play Store

07/27/2014
Meira

Grænkál - gott og ódýrt

Afbragð er að vefja grænkálsblaði utan um nokkur rifsber og bíta í. Það súra og það ögn beiska upphefur hvort annað. Ef grænkálið hefur ekki verið mikið notað yfir sumarið er gott að snyrta plönturnar og tína burt sölnuð og skordýrabitin blöð og afrifna stöngla. Síðan má láta það vera kyrrt í garðinum. Grænkál er þakklát planta og stendur lengur fram eftir en flestar aðrar. Það má líka skera ofan af því við rót og hylja rótarstúfinn og láta standa til næsta vors og sjá hvort það setur út ný blöð. Grænkál má þurrka en það þarf svolítið meiri hita ...

07/26/2014
Meira

Sumar - matarmarkaður Búrsins

 

Blómkálshöfuð

 Ljúfmetisverslunin Búrið býður þig velkomin á Sumarmatarmarkað Búrsins helgina 30. og 31. ágúst í Hörpunni. Opið frá 11-17 báða dagana.

Vegna gríðarlegar eftirspurnar ætlar Búrið að bjóða bændum, framleiðendum og neytendum oftar uppí dans í Hörpu og munu ljúfir tónar ljúfmetis fylla jarðhæð Hörpu.

Nánari upplýsingar gefur Eirný Sigurðardóttir í síma 5518400 og Hlédís Sveinsdóttir í síma 892 1780. burid@burid.is eða hlediss@gmail.com.

Ljósmynd: blomkál, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir

07/26/2014
Meira

Líkan af sólkerfinu sett upp við göngustíg á Höfn í Hornafirði

Í dag var lokið við að setja upp líkan af sólkerfinu við göngustíg sem liggur vestan byggðar á Höfn.  Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshæð en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar.  Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í ...

07/24/2014
Meira

Plast fljótandi á heimshöfunum kortlagt

Plast í heimshöfunum, Atlantshaf fyrir miðjuÍ grein á National Geographic segir frá því að sjávarlíffræðingurinn Andres Cozar Cabañas og rannsóknarteymi hans hafi lokið við fyrstu kortlagningu plastúrgangs sem flýtur um á heimshöfunum í milljónavís, í fimm stórum hringiðum. Afrakstur vinnu þeirra var birtur nú í júlímánuði í Proceedings of the National Academy of Sciences

En það var eitthvað við niðurstöðuna sem passaði ekki. Magnið var minna en búist var við, sé miðað við gríðarlega aukningu á framleiðslu plasts í heiminum. Ástæðuna er þó ekki að rekja til þess að plastið hafi hreinlega gufað upp heldur er reiknað með að það sem ekki hefur brotnað niður ...

07/24/2014
Meira

Silicor vill svína landið okkar út og kaupa hér ódýra orku

Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingurDr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur furðar sig á að reisa skuli verksmiðju á Grundartanga sem framleiða eigi kísil í sólarsellur. Haraldur birti grein á bloggsíðu sinni þ. 18. júlí sl. þar sem hann fer m.a. ofan í saumana á því hve vökvinn tetraklóríð sem notaður er til að hreins sílíkonið er mengandi. Í framhaldinu hafi forsvarsmenn Silicor, fyrirtækisins sem reisa mun verksmiðjuna sett sig í samband við Harald og reynt að segja honum að aðferðirnar sem þeir munu nota sé minna mengandi. Haraldur gefur lítið fyrir það enda fékk hann engin gögn í hendur þess til sönnunar. Skipulagsstofnun þótti aftur ...

07/24/2014
Meira

Sú orka sem þarf til að framleiða hálft kíló af mat

Olíutunnan - oildrum.com hefur sett fram áhugaverðar upplýsingar um það hve mikla orku þarf til að framleiða mismunandi fæðutegundir; Ég setti gögnin upp í súlurit (sjá hér að ofan) og í ljós kom að flestir ættu að hugsa sig um og gerast Vegan eða grænmetisætur a.m.k. á virkum dögum; ostur þarfnaðist álíka mikillar orku í framleiðslu eins og kjöt.

Tafla 2: Skilvirkni orkunýtingar fyrir ýmsar mismunandi fæðutegundir (Mælt sem: Fæðukaloríur/Orka sem er notuð við framleiðslu)Tafla tvö sýnir samanburð á skilvirkni orkunýtingar við framleiðslu ýmissa matvæla. Eftirfarandi er sérstaklega eftirtektarvert:
Það þarf um 25 sinnum meiri orku ...

07/24/2014
Meira

Stefnumót við Múlatorg

Markaðs- og sumarstemning á Selfossi

Fyrirtækið Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir markaðs- og sumarstemningu í Fossheiði 1 á Selfossi, þar sem Sumarhúsið og garðurinn ásamt nokkrum fyrirtækjum við Múlatorg á Selfossi brydda upp á þeirri nýjung að vera með lítinn og skemmtilegann markað um helgina, 26.-27. júlí frá kl. 12:00 - 17:00. Á sama stað verður sýning á sígrænum plöntum frá Gróðrarstöð Ingibjargar og frá Nátthaga í Ölfusi. Fyrirtækin sem standa að Stefnumóti við Múlatorg eru Sumarhúsið og garðurinn, Hannyrðabúðin, Verslunin Lindin og Evíta gjafavörur.

Á markaðnum mun kenna margra grasa, notað og nýtt, handverk ýmiskonar, skúlptúrar, skottsala ...

07/23/2014
Meira

Markmið og saga Náttúrunnar

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja á milli vistvænnar aðferðafræði á öllum sviðum og raunverulegs vöru- og þjónustuframboðs í landinu. Til að ...

07/21/2014
Meira

Söfnun og meðferð mjaðurtar

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð: Þurrkast best upphengd í litlum knippum.

Ljósmynd: Mjaðurt, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

07/20/2014
Meira

Vítamín Náttúra

Þrívíddarmynd af staðsetningu endurhæfingarmiðstöðvarinnar við VarmáNýlega sýndi Anna Birna Björnsdóttir lokaverkefni sitt á áhrifamikilli sýningu í Listasafni Árnesinga. Sýningin hét „Vítamín Náttúra“ eins og lokaverkefnið en það er afrakstur tveggja ára mastersnáms Önnu Birnu í innanhússarkítektúr við Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi.

Verkefnið fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti. Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á samskipti, sambönd og heilsu í alla staði svo hví ekki að nýta hana sem úrræði í byggðu umhverfi?

Niðurstaðan að verkefninu varð endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda varðandi tengingu og samskipti sín á milli. Upplifunin er ...

07/19/2014
Meira

Húsið - app fyrir iOS og Android um allt á heimilinu

Húsið, smellt á eldhúsið á inngangsmyndNáttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.

Merkingar
Hér ...

07/19/2014
Meira

Viltu taka þátt í vinnustofu í vistrækt?

Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínumPaulo Bessa heldur eins dags vinnustofu í vistrækt og visthönnun á Sólheimum sunnudaginn 27. júlí næstkomandi og er öllum boðið að taka þátt og kynna sér hugmyndafræði vistræktar.

Þátttaka kostar ekkert en þeir sem vilja leggja eitthvað til mega það. Þátttakendur taki með sér eitthvað til að leggja til sameiginlegs hádegisverðar. Annars er boðið upp á kaffi, te og kökur í boði hússins.

Vinnustofan snýst um að svara þessum spurningum og leita svara saman:

  • Hvernig notum við vistrækt á Íslandi?
  • Hvernig ræktum við skógargarð?
  • Hvaða tvíæru plöntur henta hér?
  • Sýndu mér hvernig....!
  • Hvað er hægt að rækta á Íslandi?
  • Gefðu ...
07/18/2014
Meira

Gló kaupir Lifandi markað í Fákafeni og í Kópavogi

Merki GlóViðskiptablaðið greinir frá eftirfarandi:

Skiptastjóri hefur selt alla veitingastaðina úr þrotabúi Lifandi markaðar.

„Við ætlum að Glóa þetta upp,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Gló, sem hefur keypt þá tvo veitingastaði sem út af í þrotabúi Lifandi markaðar. Veitingastaðirnir eru í Fákafeni í Reykjavík og í Hæðasmára í Kópavogi. Kaupin voru innsigluð nú í hádeginu. Elías segir stefnt á að ráða hluta starfsfólks Lifandi markaðar aftur. Töluverðar breytingar verða gerðar á báðum stöðunum. Stefnt er á að opna verslunina í Fákafeni í lok ágúst eða í september en veitingastaðinn í Hæðasmára í september eða í október. Fyrir rekur Gló þrjá ...

07/18/2014
Meira

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Við afhendingu Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, en þau hlaut Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunanna, en þau hlaut Páll Steingrímsson.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með ...

07/17/2014
Meira

Vinnu- og grillpartí í Seljagarði

Grillpartí í SeljagarðiSunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins  verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís. 

Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda vinnuna. Endilega komið líka með afganga af forræktuðum plöntum. 

Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðasinna sem byrjaði að undirbúa uppbyggingu samfélagsrekinna sjálfbærra borgarbýli snemma árs 2014. Í sumar fékk hópurinn afnot af matjurtagörðum í Seljahverfi til að koma á laggirnar samfélagsreknu ...

07/17/2014
Meira

Söfnun og meðferð blóðbergs

Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja tínslutímann nokkuð með því að færa sig af lægri svæðum af hálendari.

Tínsla: Takist með skærum eða stuttum og beittum hníf, forðist skemmdir á rótakerfi. Aðeins skulu teknar fíngerðustu greinar. Aldrei má klippa svo nærri að gamlar, grófar og trénaðar ...

07/16/2014
Meira

Nýr eigandi að Lifandi markaði

Þórdís Björk SigurbjörnsdóttirEins og fram hefur komið fór Lifandi markaður í þrot á dögunum (sjá grein). Verslanir Lifandi markaðar var lokað í gær en í fréttum á RÚV í dag var sagt frá því að nýr eigandi hafi tekið við rekstrinum og Lifandi markaður Borgartúni muni opna á ný á mánudag. Hinir staðirnir, þ.e. í Fákafeni og Hæðarsmára verða ekki opnaðar aftur. 

Nýr eigandi Lifandi markaðar er Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir en á vef FKA má lesa um bakgrunn Þórdísar Bjarkar.

Sjá einnig grein um kaupin á Viðskiptablaðinu.

Ljósmynd: Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, nýr eigandi Lifandi markaðar.

07/16/2014
Meira

Vínviður

Vínviður í gróðurhúsi Hildar HákonardótturVínviður vex víða í gróðurhúsum og skálum og gaman að sjá hann fyrst tútna og svo springa út á vorin. Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllingar, sem gjarnan mega vera úr soðnum korn-, bauna- eða grænmetisafgöngum. Fyllingin er sett á blöðin, þeim vafið utan um og raðað þétt saman í smurt eldfast fat og bakað í vel heitum ofni. Blöðin eru yfirleitt auðveld í meðförum og bögglarnir tolla vel ef þeir liggja þétt saman. Þeir gefa góðan keim og úr þessu verður óvenjulegur forréttur.

Bakaðir vínviðarlaufabögglar
Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllinga ...

07/15/2014
Meira

Messages: