EBL, eitur og krabbamein

Fyrir rúmum tveim árum var hér uppi heilmikil umræða um erfðabreyttar lífverur (:EBL / Gene Modified Organisms: GMO) og erfðabreytt matvæli, með tilliti til hvaða áhrif þetta hefði á okkur sjálf og lífrænt umhverfi okkar. Seint á árinu 2012 birtust fyrstu strangvísindalegu niðurstöðurnar úr rannsóknum á þessum fyrbærum (sjá [1] og [2] og tilvitnanir í greinunum til frumrannsókna). Niðurstöðurnar bentu til þess, að bæði erfðabreytingarnar sjálfar og sum af þeim efnum, sem finna má í erfðabreyttum neyzluvörum, gætu haft skaðleg áhrif og jafnvel valdið alvarlegum sjúkdómum. Sumar þessara rannsókna urðu fyrir aðskoti, einkum frá þróendum og framleiðendum erfðabreyttra lífvera og matvæla, en aðalniðurstaða matvælastofnunar Evrópusambandsins var, að brýn nauðsyn væri á frekari rannsóknum í þessum efnum (sjá [3], einnig [4] og [5]). 

Á þeim tveim árum, sem liðin eru frá ofannefndum atburðum, hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á þessum fyrirbærum. Í mars s.l. kom svo saman nefnd 17 sérfræðinga frá 11 löndum á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á Alþjóðastofnuninni fyrir krabbameinsrannsóknir (IARC) í Lyon í Frakklandi. Þar fór nefndin yfir gögn varðandi ýmis eiturefni, sem oft eru í erfðabreyttum matvælum, og hættuna á krabbameini af þeirra völdum [6]. Meðal eiturefnanna var jurtabaninn glyphosat, sem er notaður við ræktun erfðabreyttra yrkja, s.s. byggs, maís, hveitis o.fl., og seldur undir nafninu Roundup. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að fyrirliggjandi rannsóknargögn nægðu til að álykta, að neyzla glyphosats „ylli krabbameini í fólki og tilraunadýrum”. Helztu niðurstöður skýrslunnar birtar í hinu virta læknatímariti, The Lancet þ. 20. apríl s.l. [7]. 

Ræktun og framleiðsla EBL af ýmsu tæi hefur verið þegar verið bönnuð í sumum löndum í Vesturevrópu, m.a. Danmörku og Frakklandi, og annars staðar er sala þannig afurða stranglega takmörkuð. En ekki á Íslandi. Hér er erfðabreytt korn ræktað utandyra og Roundup selt bændum og garðyrkjustöðvum án eftirlits. Sala og notkun skordýraeitursins DDT var bönnuð með lögum fyrir hálfri öld, en eituráhrif Roundups á lífverur eru sennilega ekki síðri. Er ekki kominn tími til fyrir fólk að hugsa sig um aftur, og fara að vernda sjálft sig og fjölskyldur sínar gegn sjúkdómum og dauða af völdum eiturs í matvælum? 

Mestallur maís og soja, sem við neytum nú til dags í fjölmörgum afurðum, eru framleidd úr EBL og innihalda, já einmitt, Roundup. Magnið í sérhverri afurð fer nokkuð eftir framleiðendum, en afgangur af efninu er alltaf til staðar í afurðinni. Ofnæmi og óþægindi s.s. kláði um allan kroppinn og sárindi í augum eru meðal verksummerkja eitursins - hvað er langt síðan síðast þú fannst fyrir því síðast?

Alþjóðlegu umhverfis- og mannréttindasamtökin Avaaz safna reglulega undirskriftum á netinu til stuðnings mikilvægum málefnum, og leggja um þessar mundir til atlögu við hið illræmda, bandaríska fyrirtæki Monsanto, sem framleiðir Roundup og fjölmörg þeirra erfðabreyttu yrkja, sem Roundup er notað á. Herferð Avaaz kallast „Gætum heilsu okkar, stöðvum Monsanto!“. Markmiðið er minnst 1.250.000 undirskriftir, og þegar ég leit á skjáinn rétt áðan var komið upp í 1.162.784. Skrifum öll undir, og bindum endi á eiturbaðið!

 

Gætum heilsu okkar, stöðvum Monsanto!

 

Tilvitnanir:

[1] Valdimar Briem, „Erfðabreytt fæðuefni og sjúkdómar“, Náttúran.is: 3. október 2012 URL: http://xn--nttran-pta6r.is/d/2012/10/03/erfdabreytt-faeduefni-og-sjukdomar/ [Skoðað:27. apríl 2015]

[2] Vottunarstofan Tún, Slow Food Reykjavík, HNLFÍ, Matvís - Matvæla- og veitingafélag Íslands, Matvís - Matvæla- og veitingafélag Íslands, Neytendasamtökin, Neytendasamtökin „Rannsókn bendir til skaðlegra heilsufarsáhrifa erfðabreyttra afurða“, Náttúran.is: 19. október 2012 URL: http://xn--nttran-pta6r.is/d/2012/10/19/rannsokn-bendir-til-skadlegra-heilsufarsahrifa-erf/ [Skoðað:27. apríl 2015]

[3] Alþingi, 141. löggjafarþing 2012–2013, 193. mál, þingsályktunartillaga, „Útiræktun á erfðabreyttum lífverum“. Sjá hér innsendar umsagnir undirritaðs. http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=141&mnr=193.

[4] Alþingi, 140. löggjafarþing 2011–2012. 667. mál, þingsályktunartillaga. „Bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum“. http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=140&mnr=667. 

[5] Alþingi, 139. löggjafarþing 2010–2011. 450. mál, þingsályktunartillaga. „Útiræktun á erfðabreyttum lífverum“. http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=139&mnr=450.

[6] International Agency for Research on Cancer Volume 112: Some organophosphate insecticides and herbicides: tetrachlorvinphos, parathion, malathion, diazinon and glyphosate. IARC Working Group. Lyon; 3–10 March 2015. IARC Monogr Eval Carcinog Risk Chem Hum (in press). 

[7] Kathryn Z Guyton, et al., „Carcinogenicity of tetrachlorvinphos, parathion, malathion, diazinon, and glyphosate“, The Lancet, March 20, 2015. http://dx.doi.org/10.1016/S1470-2045(15)70134-8

04/27/2015
Meira

Ármann Höskuldsson formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Ármann HöskuldssonSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað dr. Ármann Höskuldsson formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ármann er eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands frá árinu 2004. Áður starfaði hann sem forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. 

Ármann er með doktorsgráðu í eldfjallafræði, bergfræði og jarðefnafræði frá Blaise Pascal háskólanum í Frakklandi. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegn um tíðina og m.a. verið formaður hjálparsveitar Skáta í Garðabæ, forseti Jarðfræðafélags Íslands, setið í Háskólaráði og stjórn Jarðvísindastofnunar og -deildar Háskólans sem og verið ræðismaður Frakklands í Vestmannaeyjum.

Hjalti Þór Vignisson, fyrrverandi formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, lætur af störfum að eigin ósk. Hann ...

04/27/2015
Meira

Guy McPherson kemur til Íslands

Guy McPhersonGuy McPherson kemur til Íslands 26. apríl 2015 og heldur 2 fyrirlestra.

Guy McPherson Professor Emeritus of Natural Resources and Ecology & Evolutionary Biology, University of Arizona.

Guy McPherson ferðast um heiminn með fyrirlestra um loftslagsmálin og er einn af þeim vísindamönnum sem fegrar ekki myndina heldur horfist í augu við þjáningu jarðarinnar á þessum erfiðu tímum. Hann er bæði heiðarlegur og kærleiksríkur í sinni nálgun og bendir á þau tækifæri sem gefast þegar við horfumst í augu við ástandið eins og það er.

Það er fremur óvænt að boða bjartsýni á tímum alvarlegra breytinga og hættuástands. Guy McPherson heldur ...

04/25/2015
Meira

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands 2015

Göngufólk í Krísuvík. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, kalla félagsmenn til aðalfundar klukkan 20:00 miðvikudaginn 29. apríl 2015 í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

 • Setning aðalfundar.
 • Kjör  fundarstjóra og annara embættismanna.
 • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
 • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
 • Kjör stjórnar.
 • Kjör skoðunarmanns.
 • Ályktanir aðalfundar.
 • Önnur mál.

Nýir félagar geta skráð sig til leiks á fundinum. Fjölmennum!

04/25/2015
Meira

Náttúran.is á 8 ára tilvistarafmæli

Í dag, á Degi umhverfisins 2015 fagnar Náttúran.is átta ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl árið 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir umhverfisvef sem hafði þá þegar verið að sveima um á hugmyndasviðinu í tvö ár.

Náttúran.is lausnamiðuð upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt. Fyrir stofnun vefsins hafði gríðarleg þörf myndast fyrir baráttumiðil sem bæri fyrst og fremst hag náttúrunnar og ...

04/25/2015
Meira

Stuðningsaðilar fyrir sjálfboðaliða óskast

Sjálfboðaliðar EVS sem voru hjá Skógræktinni 2014. Ljósm. Skógræktarfélag Íslands.Skógræktarfélag Íslands verður í ár með í vinnu fimm sjálfboðaliða (á aldrinum 20-28 ára) frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Austurríki og Póllandi og verða þeir hér í fimm mánuði, frá maí til ágúst. Koma þeir á vegum evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunnar (European Volunteer Service, EVS).

Auk reynslu af skógrækt er áhersla á að sjálfboðaliðarnir fái líka félagslega og menningarleg upplifun í gegnum dvöl sína hér, til að læra betur inn á landið. Til þess er miðað við að hver sjálfboðaliði hafi „mentor“ (stuðningsaðila), til að hjálpa til við að kynna þeim íslenskt samfélag og vera ákveðið öryggisnet þegar verið er að fóta sig ...

04/24/2015
Meira

Skógræktarfélag Hveragerðis fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2015

Eyþór H. Ólafsson formaður Skógræktarfélags Hveragerðis og Laufey S. Valdimarsdóttir, með viðurkenninguna ásamt forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Skógræktarfélag Hveragerðis hlaut umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2015 sem afhent voru af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnar Grímssyni, við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta.

Skógræktarfélag Hveragerðis var stofnað í ársbyrjun 1950. Formaður fyrstu árin var Ólafur Steinsson og í formannstíð hans var byrjað að rækta örfoka land undir Hamrinum en þar eru ýmsir skemmtilegir trjálundir frá þeim tíma. Sigurður Jakobsson var formaður frá 1980 en þá var byrjað að að planta í Fossflötina þar sem nú er Lystigarður bæjarins. Síðari formenn félagsins eins og Brynhildur Jónsdóttir og Ingimar Magnússon hafa stýrt þessu góða starfi áfram og árangurinn má sjá á Vorsabæjarvöllum ...

04/24/2015
Meira

Náttúran.is fær umhverfisverðlaun Ölfuss

Við afhendingu umhverfisverðlauna Ölfuss. Ljósm. Móna Róbertsdóttir Becker.

Umhverfisverðlaun Ölfuss voru veitt við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í dag. Verðlaunin hlaut umhverfisvefurinn Náttúran.is. Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson afhenti þeim Guðrúnu Tryggvadóttur og Einari Bergmundi Arnbjörnssyni verðlaunin.

04/23/2015
Meira

Sumardagurinn fyrsti

Harpa heitir fyrsti mánuður sumars. Nafnið virðist ekki mjög gamalt og finnst ekki á bók fyrr en á 17. öld. Merking þess er einnig óviss. Í Snorra Eddu er mánuður þessi kallaður gaulmánuður og sáðtíð.

Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn á bilinu 19-25. apríl. Í gamla stíl var hann 9.-15. apríl. Mjög reið á því fyrr allan landslýð, að vorið og sumarið yrði gott. Því reyndu menn mikið til að spá fyrir sumrinu. Var þá ekki síst tekið mark á komu og hátterni farfugla, einkum lóunnar, spóans og hrossagauksins. Menn voru nokkuð sammála um, að öll vorhret væru úti, þegar ...

04/23/2015
Meira

Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Laufey Helga Guðmundsdóttir, formaður starfshópsins kynnir skýrsluna.Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Í skýrslunni er tæpt á því hvað matarsóun er og þeim verkefnum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd á þessu sviði. Í skýrslunni er auk þess að finna tillögur hópsins en þær lúta að rannsóknum á matarsóun á Íslandi, fræðslu til neytenda og vitundarvakningu, geymslu og merkingu matvæla, framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla og matarsóun í stóreldhúsum, veitingahúsum og mötuneytum.

Í kafla um rannsóknir ...

04/22/2015
Meira

Viðurkenningar í tengslum við Dag umhverfisins

Kuðungurinn fór til Landspítala í ár. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala tók við kuðungnum úr hendi Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherraUmhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti Landspítala í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Kuðungurinn

Landspítali hlýtur Kuðunginn fyrir metnaðarfulla umhverfisstefnu og markvisst umhverfisstarf undanfarin ár. Er árangur starfsins skýr og mælanlegur og sýnir að það hefur leitt til ávinnings fyrir umhverfi, öryggi, heilsu og efnahag. Hefur sérstök áhersla verið lögð á að auka flokkun, draga úr sóun, auka vistvæn innkaup, hvetja til vistvænna ferðamáta, hafa skýrt verklag fyrir hættulegan úrgang og að auka miðlun upplýsinga um ...

04/22/2015
Meira

Dalir fyrstir með Endurvinnslukortið á Vesturlandi

Dalabyggð gekk nýlega frá samkomulagi við Náttúran.is um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið. Endurvinnslukort Dalabyggðar er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu dalir.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því að taka þátt í samstarfinu þannig að allir, bæði íbúar og ...

04/22/2015
Meira

Dagur Jarðar

earthday.org

Í dag þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum að komast í hámæli og miklar áhyggjur voru uppi um framtíð Jarðar vegna fólksfjölgunar.

En Degi Jarðar óx fiskur um hrygg er grasrótarsamtök með mismunandi umhverfisáherslur sáu mikilvægi þess að sameinast um hátíðahöld á einum degi á ...

04/22/2015
Meira

Danskur bekkur hefur sigur í Stóru norrænu loftslagsáskoruninni

Nordeniskolen.org vefurinn en hann er einnig á íslensku.„Sjálfbærni er það að geyma fyrir komandi kynslóðir.“ Svona einfalt er svarið þegar spurningin er lögð fyrir fulltrúa komandi kynslóðar í 7. bekk C í Krogård-skólanum í Danmörku. Bekkurinn vann fyrstu umferð í Stóru norrænu loftslagsáskoruninni sem er námstengd keppni 12 til 14 ára barna á öllum Norðurlöndum og snýst um það að spara orku og fræðast um loftslagsáskoranir nútímans. Loftslagsáskorunin er hluti af sameiginlegu verkefni forsætisráðherra Norðurlanda; „Norðurlönd – leiðandi í grænum hagvexti", sem á að efla tækifæri til grænnar þróunar á Norðurlöndum.
15/04 2015

Fyrstu umferð árlegs átaks Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði kennslu um loftslag og náttúru er ...

04/21/2015
Meira

Hrafnaþing - Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni

Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands mun flytja erindið Hvað er að bögga okkur – Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni á Hrafnaþingi miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.15.

Í erindinu verður fjallað um hvaða smádýr eru einna helst að bögga íslenska þjóð en svar við spurningunni má finna í gögnum sem haldið er til haga á Náttúrufræðistofnun Íslands. Þegar Erling Ólafsson kom til starfa í byrjun árs 1978 fór þess strax að gæta að pöddur voru umtalsvert áhyggjumál úti í samfélaginu. Fólk fór að sækja stofnunina heim með pöddur sínar í krukkum til að leita úrlausna á vandamálum sem það tengdi þeim ...

04/21/2015
Meira

Ræða Andra Snæs Magnasonar á Pardísarmissi - Sáttin er möguleg

Ræða Andra Snæs Magnasonar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Andri Snær í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Jóhann Smári, Landvernd.

Ég hitti einu sinni mann sem sagði - þú þekkir ekki manneskju fyrr en þú hefur skipt með henni arfi.

Einhvernveginn mætti heimfæra það upp á þjóð. Þú þekkir ekki þjóð fyrr en hún hefur skipt með sér náttúruarfinum.

Við horfum á þetta núna þar sem þeir sem eitt stærsta útgerðarfyrirtækið gæti notað 10% af hagnaðnum og greitt hverjum einasta starfsmanni milljón meira í árslaun - en kemst upp með að gera það ekki.

Við sjáum þetta sama mynstur í alþjóðlegu samhengi. Fyrirtæki eins og Alcoa - sem ...

04/21/2015
Meira

Inngangsræða Guðmundar Inga Guðbrandssonar á Pardísarmissi

Ræða Guðmunar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Gott kvöld góðir gestir!

Fyrir hönd hinna fjölmörgu skipuleggjenda býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa hátíð til verndar hálendi Íslands.

Hvers vegna er blásið til baráttufundar núna? Jú, vegna þess að sjaldan hefur verið jafnmikil nauðsyn á samstöðu um vernd hálendisins og á næstu misserum. Það er komið að ögurstundu.

Ögurstund er magnþrungið orð. Er þessi dramatík mín einvörðungu vegna þess að ég er fæddur dramadrottning, sem ég fúslega viðurkenni, eða hangir fleira á spýtunni? Skoðum það nánar.

Landsnet hyggst reisa ...

04/21/2015
Meira

Sumardagurinn fyrsti í Garðyrkjuskólanum

Stúlka í bananahúsinu að Reykjum á sumardaginn fyrsta en þá er bananahúsið opið almenningi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Garðyrkjuskólinn að Reykjum verður opinn fyrir gesti og gangandi. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu.

 • Glæný uppskera af hnúðkáli
 • Grænmetismarkaður; beint frá bónda
 • Stærsta bananaplantekra Evrópu verður til sýnis
 • Ratleikur fyrir börnin
 • Pylsur og með því
 • Vöfflur og hvað eina
 • og margt margt fleira

Einnig verður sérstök hátíðardagskrá.
Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita garðyrkjuverðlaunin 2015. Einnig mun Ólafur Ragnar Grímsson forseti veita umhverfisverðlaun Hveragerðis 2015 og að lokum mun Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra veita umhverfisverðlaun Ölfuss 2015.

Húsið opnar klukkan 10 og hátíðardagskráin hefst klukkan 2.

Komdu og blómstraðu með okkur á nýju sumri ...

04/21/2015
Meira

Sumargjöf til íbúa Djúpavogshrepps

Taupokinn sem Djúpavogsbúar fá á sumardaginn fyrsta, báðar hliðar.Í ljósi þeirrar stefnu Djúpavogshrepps að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndun í samfélaginu, verður öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús innan Djúpavogs miðvikudaginn nk., en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Hægt verður að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Pokinn er mun sterkari en plastpoki, hann hentar vel til innkaupa eða annarrar endurtekinnar notkunar.

Kostnaður sveitarfélagsins vegna sorpurðunar er hærri en hann þarf að vera og væri því fé betur varið í fjölmargt annað í samfélaginu.

Djúpavogshreppur fékk nýlega sitt eigið Endurvinnslukort inn ...

04/21/2015
Meira

Messages: