Gormánuður, fyrsti mánuður vetrar

Gormánuður heitir fyrsti mánuður vetrar og virðist ekki hafa átt önnur nöfn að fornu. Nafnið vísar til sláturtíðar. Fyrsta vetrardag ber nú upp á laugardag á bilinu 21. – 27. Október. Frá því um 1500 og fram yfir 1800 hófst vetur hinsvegar á föstudegi og í gamla stíl lenti það þá á bilinu 10.-17. Október. Eins og sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til 1744, en sérstakar hugvekjur voru lesnar í heimahúsum lengi eftir það. Guðbrandur Þorláksson kallar október slátrunarmánuð.

Veturnáttaboða er oft getið í fornsögum, sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku, svo sem Gísla sögu Súrssonar, Laxdælu, Reykdæla sögu, Njálu og Landnámu. Raunar má segja, að engin árstíðabundin boð séu nefnd eins oft nema um jólaleytið.
Þetta á sér einkar náttúrulegar orsakir. Á haustin var mest til af nýju sláturkjöti, og var það nánast nauðsyn að neyta þess nýmetis þá í sem ríkustum mæli vegna þeirra vandkvæða, sem þá voru á geymslu þess, þegar ekki voru til frystihús og salt, bæði dýrt og torfengið. Kornuppskera var þá einnig lokið, hafi hún verið einhver, en ella var þá enn hvað helst til aðkeypt korn til að brugga öl fyrir veisluna. Það er athyglisvert miðað við nútímann, að samkvæmt norskum fornlögum var það skylda manna að eiga tiltekið magn af öli til veturnáttafagnaðar, og líklegt er, að svo hafi einnig verið hérlendis framan af. Nú á dögum er líkt athæfi hinsvegar bannað með lögum.

En nú bregður svo við, að hvergi er minnst á veturnáttboð í samtíðarsögum frá 12. og 13. öld, þótt t.a.m. jólaveislur haldi áfram og síst minni í sniðum. Þessi munur gæti átt sér eðlilega skýringu:
Öllum veislum af þessu tagi fylgja nokrir helgisiðir, og í heiðnum sið virðist hafa verið blótað til árs og friðar móti vetri og drukkinn full heiðinna goða og vætta. En í rauninni var lítil ástæða til að fagna komu Veturs konungs, sem síst hefur þótt neinn aufúsugestur. Svo mjög hafa menn óttast þetta árstíð, að í gamalli vísu frá 17. öld hefur staðið:

10/20/2014
Meira

Fjallagrasate

  • Fjallagrasate að malla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.50 g. fjallagrös
  • 1 l. vatn

Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 l. af vatni við mjög hægan eld í 1-2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukkinn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig er hann oft settur á flöskur og tekinn inn sem læknismeðal.

Úr bókinni Grænmeti og ber allt árið eftir Helgu Sigurðardóttur.

Efri mynd: Fjallagrasate að hætti Helgu Sigurðardóttur sýður. Neðri mynd: Fjallagrasateið soðið aftur upp eftir að búið er að ...

10/19/2014
Meira

Að gera sína eigin jógúrt

Mjólkin hituð í potti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sparnaður er töfraorðið á mínu heimili og hefur verið um langa hríð. Hvort sem er til að spara í peninga eða minnka aðra sóun. Ég þarf alltaf að vera að láta mér detta eitthvað í hug til að hafa nóg að bíta og brenna nú á síðustu og verstu tímum dýrtíðar og allavega.

Stundum föllum við í þá gryfju að halda að eitthvað sé nauðsynlegt eða óhjákvæmilegt, sem er það svo alls ekki.

T.d. að kaupa dýra jógúrt í litlum umbúðum úti í búð. Hér einu sinni átti ég jógúrtgerðarvél, sem var einfaldlega einskonar bakki til að setja 6 ...

10/18/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigrún Helgadóttir í eldlínunni - 3. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Við Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur höfum undanfarnar tvær vikur rætt saman um þjóðgarða, áhuga, hennar fyrir náttúrunni og náttúruvernd, nám hennar í þjóðgarðafræði, samanburð þjóðgarða í Bandaríkjunum og Bretlandi og störf sem landvörður í Jökulsárgljúfrum. Nú beinum við athyglinni að þjóðgörðum og friðlöndum á Íslandi og þróun þeirra undanfarin ár.
Hlusta á viðtalið.

Útdráttur úr viðtalinu

Þjóðgarðar og friðlönd. Hvað er hvað og hver er munurinn?

Friðlönd í stað þjóðgarða
Illagil, friðlandinu að Fjallabaki. Ljósm. Árni Tryggvason.Þegar Sigrún kom heim frá námi voru þrír þjóðgarðar á landinu, Skaftafell, Jökulsárgljúfur og svo Þingvellir. Á þessum árum var ekki hægt að ...

10/17/2014
Meira

Starfshópur skoðar ráðleggingar OECD í umhverfismálum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að setja á fót starfshóp með fulltrúum fimm ráðuneyta, í því skyni að yfirfara og meta ráðleggingar sem fram koma í nýlegri heildarúttekt OECD á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi fyrir tímabilið 2001 – 2013.

Skýrsla OECD kynntÚttekt OECD (Environmental Performance Review – Iceland-2014) var kynnt þann 4. september síðastliðinn en í skýrslunni eru settar fram 26 ábendingar eða ráðleggingar (recommendations) til íslenskra stjórnvalda, sem snúa að löggjöf, skipulagsmálum, innviðum, hagrænum stjórntækjum o.fl. Meðal annars er farið yfir þróun lykilþátta, stöðu og stefnumörkun í málaflokknum, hlutdeild  hagrænna ...

10/17/2014
Meira

Ný skilgreining á hættusvæðum

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. 

Á grundvelli hættumatsins, þar sem horft er til gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegu sprengigosi með gjóskufalli og jökulhlaupum frá Dyngjujökli eða Bárðarbungu, hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið eftirfarandi skilgreiningar á hættu- ...

10/17/2014
Meira

Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi

Lögreglumenn við handtökur í Gálgahrauni, ljósm. Framtíðarlandið.Þann 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Fyrir ári síðan réðst 60 manna lögreglulið og jarðýta gegn hópi fólks  sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni. Handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. Október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, eru vitni ...

10/17/2014
Meira

Samið um geitina við Erfðanefnd landbúnaðarins

Geitur og börn. Ljósm. af geitur.is.Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur gert samning við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geitfjárrækt á Íslandi. Reiknað er með að kostnaður verði samtals 7 milljónir króna á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir að Erfðanefnd landbúnaðarins verði falið að ráðstafa stuðningnum í samræmi við tillögur vinnuhóps sem ráðherra skipaði í vor. Samkvæmt tillögunum er ætlunin að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um ...

10/16/2014
Meira

...„hvað er grænna, virðulegur forseti, en íslenskur torfbær?“

Gluggi í Laufási, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tillögur nefndar um eflingu græna hagkerfisins, voru eins og margir muna eftir, samþykktar einróma, af öllum flokkum, með fullu húsi atkvæða á Alþingi. Sem er sögulegt í sjálfu sér.

Það varð þó ekki til þess að fyrstu fjármununum (205 m.kr.) sem eyrnarmerktir höfðu verið verkefninu yrði varið í samræmi við tillögur nefndar um græna hagkerfið heldur tók ferlið óvænta beygju sem lýst er ítarlega og gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem forsætisráðherra tók að lokum sjálfur ákvarðanir um það hvaða verkefni hlutu styrki og það án auglýsingar.

Í sjálfu sér er þessi gjörningur sönnun þess að hér á landi ...

10/15/2014
Meira

Morgunfundur Vistbyggðarráðs og Náttúran.is um vistvænar byggingavörur, upplýsingar og aðgengi

Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.

Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.

Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til þess fallið að auka skilning almennings á vistvænu umhverfi innan og utan heimilisins og gera upplýsingar um lausnir aðgengilegar.

Kynnt verður smáritið, Val á vistvænum byggingarefnum, sem hægt er að nálgast  hjá Arkitektafélagi Íslands, fulltrúar framleiðenda og seljenda deila sínum ...

10/14/2014
Meira

Hvítt hveiti - skaðvaldur og næringarlaus orkugjafi?

Hvítt hveiti, ljósm. Wikipedia.Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Nature, Þingsal 1, þriðjudaginn 21. október kl. 19:30.

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur HNLFÍ setur þálþingið.

Ávarp: Gunnlaugur K. Jónsson forseti NLFÍ.

Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ.

  • Er hveiti bara hveiti? Hvað segir meltingin? - Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og meltingarsérfræðingur.
  • Að vera eða vera ekki óþolandi hveiti, það er spurningin -  Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, ónæmisfræðideild LSH.
  • Glútenóþol, hveitiofnæmi, Seliak og glútenóþolssamtök Íslands - Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  • Lífrænn bakstur - Sigfús Guðfinnsson, bakarameistari, Brauðhúsinu Grímsbæ.
  • Reynslusaga - Þorleifur Einar Pétursson, flugmaður
  • Hveitilaus matargerð - Sólveig Eiríksdóttir ...
10/14/2014
Meira

Hrafnaþing - Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Gjáin í Þjórsárdal, ljósm. Guðrún Stefánsdóttir.Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju, á nýjum tíma, á miðvikudagsmorgnum kl. 9:15-10:00.

Fyrsta Hrafnaþing haustsins verður miðvikudaginn 15. október kl. 9:15. Þá mun Friðþór Sófus Sigurmundsson doktorsnemi við Háskóla Íslands flytja erindi sem nefnist:

Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal frá 1587 til 1938

Skóg- og kjarrlendi voru mikilvægar náttúruauðlindir áður fyrr. Nákvæm útbreiðsla birkiskóga er ekki þekkt nema síðustu áratugi og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á staðbundinni útbreiðslu þeirra gegnum aldirnar. Megin markmið þessarar rannsóknar er að:

1. Kortleggja útbreiðslu birkiskóga og kjarrlendis í Þjórsárdal (14.000 ha) á 350 ára tímabili

2. Meta ...

10/14/2014
Meira

Stefnu vantar vegna mengunar af völdum ferðamanna

Ekið yfir Markarfljót, ljósm. Árni Tryggvason.Viðar Jökul Björnsson, umhverfis- og auðlindafræðings segir stefnu vanta á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna en Viðar Jökull fjallaði einmitt um þetta í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði þar sem hann mat kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011.

Víðir bendir á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og tæra land sem þá þarf hún að standa við“. Það olli honum vonbrigðum að „langflestir séu ekkert að spá í þessu“

Í niðurstöðum rannsóknar Viðars Jökuls veldur meðalferðamaðurinn hér á landi 50,2 kílóa útblæstri af koltvísýringi á dag. Það ...

10/14/2014
Meira

Stígum varlega til jarðar - áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands

Hver í Reykjadal. Ljósm. Guðrún Tryggadóttir.Málþing um áhrif fermamanna á náttúru Íslands  verður haldið þ. 23. október 2014 kl. 12:30 - 23. október 2014 kl. 16:20

„Stígum varlega til jarðar" er yfirskrift málþings um áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands sem fer fram í Gunnarsholti fimmtudaginn 23. október nk. kl. 12:30-16:20.  Fyrir því standa Umhverfisstofnun og Landgræðslan í samstarfi við Ferðamálastofu.

Fjallað verður um það álag sem íslensk náttúra verður fyrir við aukinn ágang ferðamanna og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við. Pallborðsumræður verða í lok málþings.

Þátttaka í málþinginu er öllum opin, að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á súpu og ...

10/13/2014
Meira

Gálgahraunsmálið til Mannréttindadómstóls Evrópu

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa, með stuðningi Landverndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Er í kærunni m.a. bent á  fyrri aðkomu Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara að málinu.

Hæstiréttur hafnaði með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fá ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um hvort umhverfisverndarsamtök ættu aðgang að dómstólum. Krafan var gerð í lögbannsmáli sem samtökin fjögur höfðuðu gegn Vegagerðinni vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun.

Í kærunni til Mannréttindadómstólsins ...

10/13/2014
Meira

Nestlé hefur sótt um einkaleyfi á fræi fennelblómsins

Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum fennelblómsin, svarta kúmeninu, til framleiðslu ofnæmislyfs gegn fæðuofnæmi.

Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- og austur Así til boða, beint úr ríki náttúrunnar.

Grunnur einkaleyfisumsóknar Nestlé byggir á því að Nestlé hafi „uppgötvað“ lækningmátt svarta kúmensins með vísindalegum rannsóknum og sannað að það hjálpi fólki með fæðuofnæmi að borða samt það sem það hefur ...

10/11/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigrún Helgadóttir í eldlínunni - 2. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigrún Helgadóttir kennari, líf- og umhverfisfræðingur er í eldlínunni í þættinum Með náttúrunni nú í október. Í síðustu viku sagði hún frá ferð sinni um Bandaríki Norður Ameríku  sumarið 1979, þar sem hún skoðaði 12 þjóðgarða og námi í stjórnun auðlinda í Edinborg næstu ár á eftir. Nú segir hún meðal annars frá landvarðastörfum sínum í Jökulsárgljúfrum þar sem hún var fyrsti landvörðurinn en í kjölfar þess fór hún í líffræði og frekara nám. Þegar hún kom heim erlendis frá hóf hún störf hjá Í fjögur sumur bjó Sigrún í  þessu hjólhýsi á tjaldsvæðinu í Vesturdal. Ljósm. úr safni Sigrúnar Helgadóttur.Náttúruverndarráði og hafði ákveðnar skoðanir um þróun þjóðgarða. Þjóðgarðar í Bandaríkjunum ...

10/10/2014
Meira

Umhverfisleikstjóri í Bíó Paradís

Bandaríski leikstjórinn, Josh Fox, er staddur hér á landi og er í fríðu föruneyti ekkju Johns Lennon, Yoko Ono, sem kveikti á friðarsúlunni í gær.

Fox var tilnefndur til Óskarsverðaluna árið 2011 fyrir heimildarmynd sína, Gasland, sem vakti heimsathygli fyrir fumlaus tök hans á efniviðnum. Sama ár hlaut hann sérstök hvatningarverðlaun Yoko Ono fyrir mynd sína.
http://www.imdb.com/title/tt1558250/

Fox er nú að vinna að annari heimildarmynd, nú um eyðileggingu ósonlagsins, og er viðbúið sú mynd muni ekki vekja minni athygli en Gasland. Leikstjórinn mun af þessu tilefni sýna mynd sína, sem er enn í vinnslu, í ...

10/09/2014
Meira

Óerfðabreytt fóðrun varphæna - grænþvottur eða jákvætt fyrsta skref?

Vakin hefur verið athygli á því að umfjöllunin og umræðan um notkun erfðabreytts fóðurs í íslenskum landbúnaði er að skila sér.

Margir hafa þegar stigið þetta skref og hætt að nota erfðabreytt fóður og bætt um betur og útbúið sérstakt merki því til stuðnings.

En segir það alla söguna um aðbúnað dýra og gæði til neytenda að hænurnar séu ekki lengur fóðraðar á erfðabreyttu fóðri? Það má næstum segja að merkið „Óerfabreytt fóður“ geti flokkast sem grænþvottur þegar það er það eina sem að varan hefur til síns ágætis.

Náttúran hefur frá áreiðanlegum heimildum að fyrirtækið Stjörnuegg haldi framleiðsluhænum sínum ...

10/09/2014
Meira

Messages: