Með náttúrunni - Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 2. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Mótmælaspjöld við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í Jökulsárgöngunni þ 26. sept. 2006. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu (Jökulsárgöngu) niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og skipan náttúrverndarmála og heimsótti 28 þjóðgarða og 18 virkjanasvæði.

Hann hefur gert fjölmarga þætti og myndir um náttúruvernd, meðal annars myndina In merorian um Kárahnjúka og svæðið fyrir norðan Vatnajökul. Ómar tók þátt í baráttunni um verndun Gálgahrauns og vakti það þjóðarathygli þegar hann var borinn út í lögreglubíl vegna mótmælasetu sinnar þar. Ómar verður í eldlínunni næstu vikurnar og segir frá áhrifavöldum í lífi sínu og augnablikum sem skiptu sköpum fyrir hann. Honum er mikið niðri fyrir þegar hann fjallar um handtökuna í Gálgahrauni. Hann segir frá ferðum í þjóðgarða erlendis. Hann segir frá uppblæstri og ástandinu á Kárahnjúkasvæðinu í dag en hann er þar mikið á ferðinni og hann er ekki sáttur við framkvæmdirnar í Hellisheiðarvirkjun.

Við upphaf Jökulsárgöngunnar (mótmælagöngunnar miklu) þ 26. sept. 2006. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Að þessu sinni segir Ómar okkur frá Árósarsáttmálanum og því að öfugt við það sem vonir stóðu til hefur samþykkt hans hér á landi ekki þau áhrif að náttúruverndarsinnar séu lögaðilar að málum sem þeir koma að ef þeir eiga ekki eign á svæðinu öfugt við það sem er víða annars staðar. Hann segir frá mótmælunum í Gálgahrauni og þeirri tilfinningu að vera maður á móti skriðdreka.

Hlusta á viðtalið.

Útdráttur úr viðtalinu

Árósarsamningurinn og maður á móti skriðdreka

Dæmdur ógildur í Gálgahrauni
Hæstiréttur ályktaði nýlega með 11 síðna röksemdarfærslu að Árásarsamningurinn ætti ekki við varðandi umhverfissamtökin sem mótmæltu í  Gálgahrauninn þó það standi í honum að umhverfssamtök eigi að Lögreglumenn og grafa í Gálgahrauni. Ljósm. af Hraunavinir.is.eiga aðild segir Ómar. Útgáfan sem samþykkt var hér á land, áratug á eftir Austur- Evrópuþjóðunum gerir Hæstarétti kleyft að komast að slíkri niðurstöðu. Hann er gagnlaust plagg þar til úrskurður fæst frá Evrópudómstólum um gildissvið hans. Margir telja að þaðan komi sami úrskurður og frá Hæstarétti. Það héldu menn líka þegar Þorgeir Þorgeirsson og Jón Kristinsson á Akureyri fóru fyrstir manna með mál til mannrétttindadómstólsins. Þeir voru báðir hæddir fyrir þar til þeir unnu málin. Síðan hefur Hæstiréttur tapað 8 málum af þessum toga.

Markmiðið að rétta lýðræðishalla fátækra umhverfissamtaka
Ómar handtekinn af lögreglu í Gálgahrauni þ. 21. október 2013. Ljósm. af ruv.is.*Árósarsamningurinn gengur út á að reyna að rétta þann halla sem er á milli yfirvalda og framkvæmdaraðila annars vegar og svo náttúruverndarsamtaka hins vegar. Þeir fyrrnefndu hafa algjöra yfirburði varðandi vald, fjármagn og aðstöðu gegn bláfátækum almannasamtökum sem mega sín einskis gegn  ofureflinu. Þetta samkomulag var gert í beinu framhaldi af Ríóráðstefnunni.

Við undirrituðum Ríósáttmálann en förum ekkert eftir honum frekar en okkur sýnir segir Ómar. Í honum er meðal annars kveðið á um að náttúran njóti vafans og að jafnræði skuli ríkja þegar skoðanir eru skiptar varðandi umhverfismál. Níumenningarnir sem hlutu dóm taka við Náttúruverndarviðurkenningu Náttúruverndarhreyfingarinnar á Náttúruverndarþingi þ. 10. maí sl. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í Árósarsamningnum er kveðið á um að þegar umhverfismál fara fyrir dóm eigi umhverfissamtök svo kallaða lögaðild. Sá sem er erfingi  að koti telst lögaðili í Gálgahraunsmálinu en ekki hundruð eða þúsundir manna sem hafa notið þess að ganga um svæðið og njóta útivistar í ósnortnu hrauni og á miklum söguslóðum. Í Mývatnssveitinni eiga fjölmargir Reykvíkingar lögaðild að því sem er verið að anskotast með  þar segir Ómar, en fjöldasamtök enga. Burt séð frá því hvort þessi fjöldasamtök eiga peninga eða ekki þá er allur munur á því hvort þau eiga lögaðild að máli eða ekki.

Samningurinn hér er fótum troðinn, hann er blekking
Skilti sem sýnir áformaða veglagningu í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Árósarsamningurinn var stökk fram á við. Nú var ekki lengur hægt að ganga framhjá samtökum sem létu sig sannanlega umhverfismál varða. Þau áttu allstaðar að geta komið að málum þegar farið var í mat á umhverfisáhrifum og gert athugasemdir varðandi ferilinn og ákvarðanatökurnar. Gallinn er sá að löggjöfin miðast öll við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, eignarrétturinn er friðhelgur en miðast bara við það sem hægt er að mæla og er áþreifanlegt. Eignarréttur hugans er fótum troðinn, eignarréttur þess sem á óteljandi unaðsstundir á svæðum sem framleiða megavatnsstundir. Öfugt við það sem vonir stóðu til þá hefur ástandið versnað eftir að samningurinn var samþykktur því nú er verið að fótum troða hugsun hans og láta í veðri vaka út á við að við höfum samþykkt hann.

Eins og maur sem valdið gat kramið undir sér
Ómari brá mikið þegar hann var borinn inn í lögreglubíl og settur í fangelsi vegna mótmælanna í Gálgahrauni, sérstaklega vegna þess hvernig að því var staðið. Hann var búinn að undirbúa mótmælin með því að segja frá 100 ára afmæli  borgaralegrar óhlýðni Gandis sem var handtekinn og settur í fangelsi vegna þess að hann var á svæði sem hann mátti ekki vera á. Rósa Parks sat í strætisvagnasæti sem hún mátti ekki sitja í og var fjarlægð á sama hátt. Þetta fólk var að gera það sama og Hraunavinir í Gálgahrauni. Þau voru á svæði sem var að þeirra dómi ólöglega dæmt bannsvæði. Það var svo margt að segir Ómar, það vantaði framkvæmdarleyfi og mat á umhverfisáhrifum var úrelt.

Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni þ. 21. október sl. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar taldi að hann yrði aðeins borinn með valdi út fyrir svæðið og þar með yrði málinu lokið af hans hálfu. Því var það mikið áfall að sextíu manna víkingasveit vopnuð gasbrúsum, handjárnum, kylfum og stærsta skriðdreka Íslands var stefnt gegn þessum fámenna hópi. Þá fékk maður þessa yfirþyrmandi tilfinningu að vera eins og maur sem valdið gæti kramið undir sér segir Ómar. Okkur var hent inn í lögreglubíl og bannað að spenna beltin, við vorum ekki meira virði en kjötskrokkar hjá Sláturfélaginu. Svo vorum við fyrst sett í fjöldaklefa og síðan þriggja manna klefa áður en okkur var loksins sleppt. Þetta var mikið áfall.

Sér ekki eftir neinu og trúir að sigur vinnist um síðir
Ég sé ekki eftir neinu og trúi því að sigur vinnist um síðir segir Ómar. Þegar fyrst átti að bera okkur út var ekki búið að merkja bannsvæðið. Eiður Guðnason var sakaður um að vera inni á ómerktu bannsvæði því verið væri að leggja línuna. Þegar hún var komin fór hann út fyrir hana en var hrint inn aftur. Það var mikið áfall að upplifa að þegar valdamenn beita valdinu gera þeir það þannig að virkilega er traðkað á fólki.

Frá samstöðufundi í Gálgahrauni þ. 21. okt. sl. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Árið 1999, segir Ómar höfðu ráðsmenn bent Nató á að þeir gætu æft Norðurvíking á hálendinu gegn náttúruverndar- og umhverfisverndarfólki. Þar æfðu menn það að murka lífið úr umhverfisvendarfólki með F15 orustu- og sprengjuþotum. Því ætti ekki að koma á óvart að menn hefðu samskonar hugarfar í Gálgahrauni. Það er svo dapurlegt að friðsamt náttúruverndarfólk í friðsömum mótmælum á hálendinu sé talin mesta ógn sem steðji að þjóðinni og það þurfi vígvélar mesta hernaðarbandalags heims gegn því. Þessar þotur gátu ekki lent til að handdtaka neinn, það eina sem þeir gátu gert  var að ráðst á þessa ímynduðu mestu óvini Íslands og drepa þá með sprengjum, segir Ómar.

Fólk verður að fara að setja hlutina í samhengi segir hann, mér þykir vænt um margt af þessu fólki sem brást svona við 1999 og aftur í Gálgahrauni. Margt af því eru miklir vinir mínir og ég er viss um að ef það fer að hugsa málið myndi það sjá að þetta er ekki alveg rétt. Það voru miklar blekkingar kringum lagningu vegarins í gegnum hraunið. Því var haldið fram að þar væri svo mikil umferð að það yrði að breikka veginn. Umferðin var í  raun aðeins 6000 bílar. Því var líka haldið fram að þetta væri hættulegasti vegurinn á  höfuðborgarsvæðinu en svo var alls ekki, hann var númer 21 eða 22 og var samt tekinn fram fyrir vegabætur í Reykjavík.

Væri órólegur ef ég hefði ekki gert það sem ég gerði
Frá Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíó þ. 29. október sl. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ég er ekkert órólegur yfir að hafa verið hent í fangelsi, ég væri órólegur ef ég hefði ekki gerst það sem ég gerði. Það sem vannst er að við höldum áfram og það er liðin tíð að fólk í andófi á Íslandi noti ekki sömu aðferðir og gert hefur verið annars staðar í heiminum í 100 ár.  Eftir alla friðsömu útifundina og grænu göngurnar sjáum við að það er eins og að klappa í stein.

Er eitthvað að því að við fetum í fótspor Gandis og Söru Parks? Spyr Ómar.

Þegar loksins verður spurt að leikslokum í Gálgahraunsmálinu kemur í ljós hvort Þorgeir þorgeisson og Jón Kristinssion hafi til einskins sótt rétt sinn og andæft eins og þeir gerðu. Að böðlast með stærsta vegagerðartæki Íslands í gegnum allt vegastæðið á fyrsta degi var bara gert til að valda sem mestum óendurkræfum spjöllum á sem stystum tíma. Slíkt hefur aldrei áður verið gert í vegagerð á Íslandi svo ég viti segir Ómar.

Við verðum að reyna að breyta hugsunarhættinum segir hann. Víkingarsveitarmennirnir sem eru bestu menn voru að hlýða skipunum. Það er mikilvægt að hlýða en stundum verður maður að sýna borgarlega óhlýðni eins og stúdentinn á Torgi hins himneska friðar sem stóð fyrir framan skriðdrekann. Það var þá sem fór um mig mikill hrollur þegar ég stóð fyrir framan skriðdrekann í Gálgahrauni. Þó ég sé ekki að líkja saman glæpaverkum kínversku alræðisstjórnarinnar og því sem gerðist í Gálgahrauni þá var þetta samt maður á móti skriðdreka, segir Ómar að lokum.

Steinunn Harðardóttir.

Hlusta á viðtalið.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir þáttagerðina.

`http://www.ruv.is/mannlif/omar-ragnarsson-handtekinn

11/24/2014
Meira

Tejurtir

Ekkert innlent heiti yfir te er til í málinu. Orðið nam hér land um leið og ný lendute fór að flytjast inn á 17. öld en fljótlega var farið að nota það yfir uppáhellingar með innlendum jurtum. Eggert Ólafsson, sem allt vildi hafa sem íslenskast, notar orðið te. Áður fyrr var talað um að gera seyði og við segjum – fáðu þér eitthvað heitt, sem er þó eins líklega komið úr ensku. Fram eftir öllum öldum var þó ekkert heitt drukkið nema helst seyði af jurtum (og hugsanlega öl), hvort sem það var ætlað til hressingar eða lækninga, en það virðist ...

11/23/2014
Meira

Borgartréð í Reykjavík 2014

Garðahlynur, borgartré Reykjavíkur 2014.Borgartréð 2014 er garðahlynur við Sturluhallir Laufásvegi 49-51 þar sem Íslenska auglýsingastofan er til húsa. Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn í dag föstudaginn 21. nóvember. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hlynurinn við Sturluhallir var gróðursettur árið 1922 og er 10,2 m. á hæð og 2,02 í ummál þar sem bolurinn er sverastur, þetta er einhver krónmesti hlynur á landinu. Króna garðahlynsins er yfirleitt regnhlífalöguð hér á landi.

Hlynurinn hefur mikið gildi í ræktun í görðum og opnum svæðum. Viður hans er ljós og meðal annars notaður í parket, húsgögn og hljóðfærasmíð, eins og fiðlur ...

11/21/2014
Meira

Matjurtabændur í borg

Almenningsrými eru til að nota, segir forsprakki Laugargarðs

Mikil vakning hefur orðið á borgarbúskap um allan heim og hefur hann skotið rótum sínum í almenningsgarði í Reykjavík. Í útjaðri grasagarðsins í Laugardal hefur í sumar verið starfræktur samfélagsrekinn matjurtargarður.  Hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir er ein af forsprökkum verkefnisins Laugargarðs.

 Laugargarði er lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og miðlar af reynslu sinni. Ljósm. Niki Jiao, Laugagarður.Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenningsrými borgarinnar undir matjurtarræktun fyrir hverfisbúa og skapa um leið vettvang fyrir ýmsar uppákomur og fræðslu sem tengist sjálfbærni og matarmenningu.

Þau Brynja Þóra Guðnadóttir, Auður Inez Sellgren, Andri Andrésson og Niki Jiao stóðu fyrir starfseminni í sumar og fengu íbúa í ...

11/21/2014
Meira

Vistmorð og flensubani á fyrsta fræðslukvöldi Vistræktarfélags Íslands

EcocideVistræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir félaga sína (ath. allir geta gerst félagar) þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Síðumúli 1, 108 Reykjavík  (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands)

Dagskrá:

Hvernig er hægt að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum? Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um og útskýrir hugtakið vistmorð (e. ecocide) og hvað sé á döfinni í baráttunni gegn því.
Samtökin Eradicating Ecocide (Útrýmum vistmorðum) vinna að því að vistmorð verði skilgreint sem fimmti alþjóðlegi glæpurinn gegn friði í Rómarsamþykktinni. Samþykktin verður næst endurskoðuð árið 2015.

Sjá upptöku með stuttu yfirlýsingu Polly Higgins um vistmorð.

Sjá upptöku sem ...

11/20/2014
Meira

Haustfundur Landsvirkjunar 2014

Boðað er til haustfundar Landsvirkjunar þ. 25. nóvember frá kl. 14:00 -  16:00 í Silfurbergi í Hörpu undir fyrirsögninni Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku.

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Landsvirkjiun starfar í alþjóðlegu umhverfi og vil vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum mun vera fjallað um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Dagskrá:

  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra - Ávarp
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar - Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar - Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri

 

Endurnýjanlegir orkugjafar og ...

11/20/2014
Meira

Lífrænar sameindir á halastjörnunni 67P

Í frétt á BBC er greint frá því að geimfarið Philae hafi fundið lífræn kolefnasambönd á halastjörnunni 67P. 

Sjá frétt BBC

11/18/2014
Meira

Frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar

Hver í Reykjadal. ljósm. Guðrún TryggvadóttirSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við frumathugun á sameiningu nokkurra stofnana ráðuneytisins eða samþættingu verkefna sem undir þær heyra. Stofnanirnar sem um ræðir eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun vegna verkefna á sviði vöktunar og Veðurstofa Íslands. Þá verða jafnframt skoðaðir mögulegir samstarfsfletir við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði.

Tilgangur verkefnisins er m.a. að meta þarfir, skilgreina markmið og framtíðarsýn og leiða í ljós hvort sameining stofnana eða samþætting verkefna sé góður kostur. Fyrir liggja skýrslur um stofnanauppbyggingu ráðuneytisins frá  2009 og 2010 auk þess sem ráðuneytið, í samstarfi við ...

11/18/2014
Meira

Með náttúrunni - Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 1. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar í skemmtiþætti í Sjónvarpinu um 1970.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakana um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006 leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna, Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og skipan ...

11/17/2014
Meira

Umfjallanir um Náttúran.is

Greinar, þættir og viðtöl um/eftir Náttúruna á öðrum miðlum:

Valdar greinar, gagnrýni og viðtöl (við/um/eftir G.A.T./E.B.A).

2014 12.11. RÚV - Ríkisútvarpið - Rás 2 - Síðdegisútvarpið (ca. 55 mín. inn í þáttinn) - Vistvænar byggingar og HÚSIÐ. Viðtal við G.A.T.
2014 27.20. RÚV - Ríkisútvarpið - Rás 1 - Samfélagið umhverfismál. Byggingar nýta 40% allra hráefna. Umfjöllun um morgunfund Vistbyggðarráð og Náttúran.is.
2014 # 2 Í boði náttúrunnar - App hússins.
2014 3. tbl. 60. árgangur - Neytendablaðið - HÚSIÐ - nýtt app frá Náttúran.is.
2014 15.08. Morgunblaðið - Skólar og námskeið - Húsið, náttúran og umhverfið. Viðtal við ...

11/17/2014
Meira

Austurlenskar hefðir

Því er lýst í hugljúfri austurlenskri sögu hvernig tedrykkja húsmóður verður að nokkurs konar innlifun þar sem ketillinn, suðið í sjóðandi vatninu og ilmurinn af jurtunum renna saman við tilhlökkunina um friðarstund. Í Japan varð enda tedrykkja að listformi í anda Zenbúddisma. Sérstök tehús voru byggð samkvæmt fagurfræðilegum reglum. Jafnvel aðkoman sjálf, þar sem stiklað var eftir óreglulegum náttúruhellum í grænu grasinu, bjó gesti undir hátíðlega athöfn. Tegerðaráhöldin, sérhver hreyfing og hugsun, allt varð að yfirvegaðri hugleiðslu.

Um það leyti sem veldi Jóns Arasonar biskups stóð sem hæst hér á landi og konur tíndu blóðberg og ljónslappa um holt og ...

11/16/2014
Meira

Hótel Fljótshlíð fær Svaninn

Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að uppfylla aðrar kröfur sem snerta umhverfisstarf fyrirtækisins á öllum sviðum, meðal annars hvað varðar endurnýjun innanstokksmuna og veitingarekstur.

Allir gististaðir geta fengið Svansmerkið að því tilskildu að þeir uppfylli strangar kröfur Svansins. Nauðsynlegt er að vera með gott heildaryfirlit yfir ...

11/15/2014
Meira

Listin að sjóða egg

Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp er slökkt undir.
Vatninu hellt af pottinum og eggin snöggkæld með því að láta kalt vatn renna í pottinn því annars losnar skurnin ekki nógu vel frá himnunni utan um hvítuna.

Harðsoðin egg

Eins er farið að og með suðu ...

11/15/2014
Meira

Nýtnivikan

Nýtnivikan verður haldin í Reykjavík vikuna 22. - 30. nóvember 2014.

Markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur.

Þetta er í þriðja sinn sem Nýtnivika fer fram hér á landi og þema vikunnar að þessu sinni er að draga úr matarsóun.

Matarsóun er fjárhagslegt, samfélagslegt og umhverfislegt vandamál sem mikilvægt er að taka á.

Lýst er eftir viðburðum í Nýtniviku

Lýst er eftir þátttakendum og viðburðum sem tengjast því að draga úr matarsóun. Áhugasamir eru hvattir til að setja upp viðburð eða láta vita af viðburði sem fer fram á meðan á ...

11/14/2014
Meira

Ný norræn loftslagsáskorun á að efla umhverfisvitund barna

Nýi vefurinn nordeniskolen.orgNorræna ráðherranefndin gerði Norræna loftslagsdaginn 11. nóvember að merkisdegi. Þá var nefnilega ýtt úr vör nýju og mjög metnaðarfullu námsefni um norrænt loftslag fyrir aldurshópinn 12 til 14 ára.

Loftslagsnámsefnið er ætlað til kennslu náttúruvísinda- og samfélagsgreina, en einn hluti þess er spennandi norræn skólasamkeppni um orkusparnað sem nefnist „Loftslagsáskorunin“.

„Með Loftslagsáskoruninni leggja Norðurlönd aukna áherslu á sjálfbærni með því að hvetja í senn til samstarfs og samkeppni í kennslu um orku- og umhverfismál í norrænum grunnskólum,“ segir framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten, í tengslum við opnun vefgáttarinnar.

Norræna loftslagsáskorunin er tilboð til norrænna skóla um samstarf, sameiginlega fagþekkingu og ...

11/14/2014
Meira

Ekkert til spillis

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið bjóða til málþings um matarsóun í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar í Norræna húsinu 25. nóvember 2014

Dagskrá:

9:00 Ávarp frá skipuleggjendum

9:10 Yasmine Larsen, Unilever Food Solutions í Danmörku

9:50 Jesper Ingemann, Fødevarebanken í Kaupmannahöfn

10:30 Kaffihlé

10:50 Jónína Stefánsdóttir, Matvælastofnun

11:20 Per Hallvard Eliassen, Norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið

12:00 Hádegishlé-Diskósúpa*

13:00 Knútur Rafn Ármann, Friðheimar

13:30 Helga Sigurðardo ...

11/13/2014
Meira

Hvað er vistvænt hús?

Að gera heimilið/húsið vistvænna byggist meira á ákvarðanatöku hvers og eins en nokkru öðru. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara vistvænar leiðir byrjar langt ferli sjálfsmenntunar sem fer mjög eftir því hve áhuginn er mikill og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilgreining á vistvænni byggingu:
Þó að engin ein sannindi og engar patentlausnir séu til sem virka alls staðar er málið þó ekki flóknara en svo að; vistvænt hús notar minni orku, minna vatn og náttúrulegar auðlindir, hefur í för með sér minni úrgang og sóun auk þess sem það er heilbrigðara fyrir íbúa þess miðað við ...

11/12/2014
Meira

Aukið samstarf milli veðurstofa Íslands og Danmerkur

Ráðherrarnir ásamt stjórnendum veðurstofanna tveggja og ráðuneytisstjórum. ljósm: UARSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Rasmus Helveg Petersen, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf landanna tveggja á sviði rannsókna á loftslagi, veðurfari og haffræði. Þá kveður viljayfirlýsingin á um aukið samstarf Veðurstofu Íslands og Veðurstofu Danmerkur.

Forsendur yfirlýsingarinnar eru m.a. að löndin tvö hafa lengi átt samstarf á sviði veðurþjónustu og að staðsetning Íslands og Grænlands sé heppileg með tilliti til rannsókna á norðurslóðum. Sameiginlegar rannsóknir á veðri, loftslagi og hafinu skili margvíslegum ábata fyrir íslenskt og danskt samfélag, ekki síst varðandi þróun nýrra og betri aðferða við veðurspár. Er stefnt að samnorrænni ...

11/12/2014
Meira

Hrafnaþing - Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?

Eldgos í Holuhrauni. Ljósm. Paulo Bessa.Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana? á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9:15.
Eldgos í Heklu.

ATHUGIÐ: Hrafnaþing verður framvegis haldið á morgnana kl. 9:15-10:00.

Ísland er í jarðfræðilegu eðli sínu úthafsbotn og því frábrugðið  þorra annarra landa heimsins. Snýr það að eldvirkni, jarðskjálftum, landhæðarbreytingar, gliðnun landsins, jarðhita, landrofi, veðurfari og fleiru. Að öllu þessu samanlögðu má ljóst vera að Ísland er ekki líkt öðrum löndum og breytist mun örar en annars staðar þekkist. Aðrir þættir, tengdir og ótengdir þeim sem ofan eru taldir ...

11/11/2014
Meira

Messages: