Umhverfisþing haldið 9. október 2015 - Samspil náttúru og ferðaþjónustu

Þjóðarblómið, holtasóleyjar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Skráning á IX. Umhverfisþing stendur nú sem hæst. Þingið verður haldið föstudaginn 9. október á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þema þingsins. Meðal ræðumanna er heiðursgestur þingsins, Susan Davies forstjóri Scottish Natural Heritage, en stofnunin hefur umsjón með náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu náttúru í Skotlandi. Davies mun ávarpa þingið og m.a. fjalla um reynslu stofnunarinnar af því að samþætta náttúruvernd við útivist og ferðamennsku.

Eftir hádegi verður þinginu skipt í tvær málstofur. Í annarri málstofunni er spurt hvort ferðamennska í náttúru Íslands sé ógn eða tækifæri í náttúruvernd. Í hinni er fjallað um friðlýst svæði, vernd þeirra, skipulag, rekstur og fjármögnun.

IX. Umhverfisþing, 9. október 2015 á Grand Hótel, Reykjavík

Samspil náttúru og ferðaþjónustu

Dagskrá

08:30 – 09:00    Skráning

Þingsetning

 • 09:00  Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
 • 09:20  Ávarp heiðursgests: Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage. Erindið verður flutt á  ensku. Að loknu erindinu svarar Davies fyrirspurnum úr sal.
 • 10:00  Nemendur grunnskólanna á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla kynna vistheimtarverkefni.

10:15 – 10:40 Kaffihlé

Ávörp

 • 10:40  Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 • 10:50  Fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
 • 11:00  Fulltrúi náttúru- og umhverfisverndarsamtaka.

Inngangserindi

 • 11:10 Hvers virði er náttúran? Dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
 • 11:25 Hugleiðing um villta náttúru og ferðamenn, er þar samleið? Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
 • 11:40 Almennar fyrirspurnir og umræður um inngangserindi.

Almennar umræður

12:15 – 13:30 Matarhlé

Málstofur

13:30 – 15:45     A. Ferðamennska í náttúru Íslands - ógn eða tækifæri í náttúruvernd?

 • 13:30  Almannaréttur – hvað felur hann í sér? Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
 • 13:40  Þolmörk ferðamannastaða. Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
 • 13:50  Friðlýsing, frysting eða hreyfiafl? Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun.
 • 14:00  Jarðminjar og vernd þeirra. Lovísa Ásbjörnsdóttir og Kristján Jónasson, sviðsstjórar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
 • 14:10  Ferðamannavegir – hið óleysta vandamál „óformlega vegakerfisins“ og utanvegaaksturs. Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
 • 14:20  Hlutverk leiðsögumanna í náttúruvernd.Kristín Hrönn Þráinsdóttir, fagstjóri leiðsögunáms í Menntaskólanum í Kópavogi.
 • 14:40  Bændur í sátt við náttúru og ferðamenn. Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður
  14:50  Almennar umræður í málstofu

13:30 – 15:45     B. Friðlýst svæði – vernd, skipulag, rekstur og fjármögnun

 • 13:30  Straumar og stefnur í rekstri þjóðgarða og friðlýstra svæða. Jón Geir Pétursson, skristofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
 • 13:40  Uppbygging innviða á ferðamannastöðum. Sigríður Svana Helgadóttir, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
 • 13:50  Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull – hvaða þýðingu hefur hann fyrir samfélagið? Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.
 • 14:00  Stefnumótun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður.
 • 14:10  Friðun Teigarhorns – skipulag og áætlanir um gönguleiðir. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.
 • 14:20  Hornstrandafriðlandið- virði og framtíðarhorfur. Gauti Geirsson, verkfræðinemi og ferðaþjónn á Hornströndum.
 • 14:40  Landnýting í sátt við náttúruna - Landslagsverndarsvæði skv. skilgreiningu IUCN. Ólafur Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.
 • 14:50  Almennar umræður í málstofu.

Stutt hlé

16.00  Lokaorð umhverfis- og auðlindaráðherra og þingslit

Síðdegishressing í boði umhverfis- og auðlindaráðherra

Yfirskrift fyrirlestra gætu átt eftir að taka breytingum.

Nauðsynlegt er að allir þátttakendur skrái sig á þingið hér á heimasíðu ráðuneytisins. Skráning stendur til 6. október.

10/06/2015
Meira

Engan afslátt af umhverfismati

Hálendisvegur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd furðar sig á afstöðu Fjallamanna, Fannborgar í Kerlingarfjöllum og Hveravallarfélagsins til umhverfismats vegagerðar á Kili. Hafa þessir aðilar gagnrýnt Landvernd fyrir að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umrædd vegagerð hafi ekki verið umhverfismetin. Ferðaþjónustufyrirtækin byggja afkomu sína og ímynd á einstakri náttúru hálendisins og ættu því að styðja það grundvallaratriði að fram fari mat á umhverfisáhrifum svo stórrar framkvæmdar. Að leggjast gegn því lýsir gamaldags viðhorfi til umhverfismála og minnir á neikvæð viðhorf til umhverfismats eins og þekktist fyrir 20-30 árum. Spyrja verður þeirrar spurningar hvort ferðaþjónustuaðilar á Kili vilji stefnuleysi í uppbyggingu innviða og ferðaþjónustu á hálendinu og ...

10/05/2015
Meira

Mold og menntun! Örfyrirlestraröð fyrir upptekið fólk

Mold og músík. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 7. október kl. 12:00 - 13:00 verður fjallað um mold og menntun á Kaffi Loka, Skólavörðuholti Í tilefni alþjóðlegs jarðvegsár.

Þrír fyrirlesarar:

 • Mold: Lestur og menntun - Ólafur Arnalds, prófessor við LbhÍ
 • Reyndu nú að skíta þig ekki út!) - Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO
 • Þekking – þjálfun – þor - Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðum. Landgræðsluskóla HSþ

Að loknum fyrirtestrum gefst gestum tækifæri á að koma með spurningar eða sínar eigin stuttar hugleiðingar um viðfangsefni dagsins.

10/05/2015
Meira

Vegagerðin kemur sér undan mati á umhverfisáhrifum og Skipulagsstofnun veitir ekki nægilegt aðhald

Kindur á Kjalvegi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Landvernd æskir álits EFTA-dómsstólsins við úrlausn málsins og krefst stöðvunar framkvæmdarinnar haldi Vegagerðin því til streitu að halda henni áfram án undanfarandi umhverfismats. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála mun fjalla um kæruna.

Frá árinu 1995 hefur Vegagerðin unnið að breytingum á rúmlega 40 km kafla Kjalvegar, allt frá Gullfossi að Árbúðum, norðan Hvítár, í misstórum áföngum. Um er að ræða uppbyggðan veg sem víða er utan eldra vegstæðis ...

09/29/2015
Meira

Ný stóriðja gerir lítið úr losunarmarkmiðum Íslands

Landvernd tekur undir orð formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands og fagnar afdráttarlausri yfirlýsingu forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um að Ísland hafi skuldbundið sig til að draga úr losun koltvísýrings um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990.

Landvernd treystir því að orð forsætisráðherra á leiðtogafundinum standi og að Ísland dragi úr losun sem þessu nemur en reyni ekki að semja sig frá þessu metnaðarfulla markmiði undir sameiginlegri regnhlíf Evrópusambandsins, eins og aðstoðarmaður hans og umhverfisráðherra hafa gefið í skyn.  

Landvernd bendir þó á að á sama tíma og forsætisráðherra lofar 40% samdrætti er ríkisstjórn hans leynt og ljóst að liðka ...

09/29/2015
Meira

Fjársvelti ráðherra til friðlýsinga í rammaáætlun verður að hætta

Mosi í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirlStjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að tryggja fjármagn til friðlýsinga svæða í verndarflokki núgildandi virkjana- og verndaráætlunar (rammaáætlunar) sem samþykkt var á Alþingi í janúar 2013. Þrátt fyrir að rúm tvö og hálft ár séu nú liðin frá samþykktinni hefur ekki eitt einasta svæði í verndarflokki  enn verið friðlýst. Landvernd bendir á að samkvæmt lögum um áætlunina þá ber stjórnvöldum þegar í stað að hefja undirbúning að friðlýsingu svæða sem lenda í verndarflokki eftir að ætlunin hefur verið samþykkt á Alþingi.

Umhverfisstofnun sinnir friðlýsingum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 var fellt niður framlag til stofnunarinnar til friðlýsinga svæða ...

09/16/2015
Meira

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru

Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um íslenska nátttúru.

Dagur íslenskrar náttúru var síðan haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti þ. 16. september 2011.

Mér finnst mikilvægt að fólk muni eftir því að dagur íslenskrar náttúru er ekki bara til að flagga fallegum myndum af höfuðdjásni okkar, náttúrunni ...

09/16/2015
Meira

Samráðsfundur um stefnu SFS í menntun til sjálfbærni

Sveppaskoðun. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Starfshópur um stefnumörkun skóla- og frístundasviðs um menntun til sjálfbærni boðar til opins samráðsfundar um stefnumörkunina. Fundurinn verður haldinn þ. 13. september frá kl. 15:00 - 16:30 í Laugalækjaskóla

Dagskrá:

 • Helgi Grímsson, verðandi sviðsstjóri SFS, opnar fundinn.
 • Helena W. Óladóttir, formaður starfshópsins, verður með stutta kynningu á fyrirhugaðri stefnumörkun.
 • Heimskaffi þar sem þátttakendum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum við mótun stefnunnar.

Sjálfbærni er einn af sex grunnþáttum í menntastefnu þjóðarinnar. Leiðarljós menntunar til sjálfbærni er að hvetja einstaklinginn til að taka afstöðu, bregðast við og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Sumir vilja orða það svo, að ...

09/15/2015
Meira

Þátttaka almennings í stjórnun umhverfismála

Frá Grænu göngunn þ. 28.05.2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd og Arnika, tékknesk náttúrverndarsamtök, boða til málþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 23.september milli kl 13:00 og 16:00.

Málþingið mun fjalla um aðkomu almennings að ákvarðantöku í umhverfismálum. Talsmenn Arniku flytja fyrirlestra um mengandi starfsemi og eiturefnaúrgang og þá aðstoð sem þau veita almenningi til þess að efla lýðræðslega þátttöku hans þegar kemur að umhverfismálum. Aðilar frá stjórnvöldum og fyrirtækjum munu flytja stutt erindi um sýn sína á þátttöku almenning og svara spurningum í lok málþings.

Landvernd mun einnig fjalla um viðleitni samtakanna til að styðja við og auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál.

Málþingið fer fram ...

09/15/2015
Meira

Susan Davies heiðursgestur á IX. Umhverfisþingi

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. Umhverfisþings 9. október 2015 á Grand hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Heiðursgestur á Umhverfisþingi að þessu sinni verður Susan Davies forstjóri Scottish Natural Heritage en stofnunin hefur með höndum málefni náttúruverndar og sjálfbæra nýtingu náttúru í Skotlandi. Davies mun ávarpa þingið og m.a. fjalla um reynslu stofnunarinnar af því að samþætta náttúruvernd við útivist og ferðamennsku.

Þá verða flutt inngangserindi og ávörp gesta um málefni tengd þema þingsins. Eftir hádegi verður þinginu skipt í tvær málstofur þar sem flutt verða erindi um sama efni auk ...

09/14/2015
Meira

Veikir umhverfisvernd á Ísland

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ákvörðun Skipulagsstofnunar er til þess fallin að veikja umhverfisvernd á Íslandi að mati Landverndar, en stofnunin álítur að Landvernd geti ekki farið fram á endurupptöku umhverfismats háspennulínu frá Kröflu að Bakka, og því verði krafa samtakanna frá í mars sl. ekki tekin fyrir efnislega. Landvernd heldur því fram að endurtaka þurfi umhverfismatið sem fram fór árið 2010 þar sem forsendur fyrir framkvæmdinni hafi gjörbreyst með tífalt minni orkuþörf á Bakka en áður var. Þar með þurfi að endurtaka umhverfismatið til að leita umhverfisvænni leiða við raforkuflutning, t.d. með lagningu jarðstrengja.

Umhverfisverndarsamtök sinna mikilvægu aðhaldshlutverki við stjórnvöld og fyrirtæki, þ ...

09/14/2015
Meira

Tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Verðlaunagripurinn Jarðarberið eftir Finn Arnar Arnarson. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september næstkomandi.

Tilnefnd til verðlaunanna eru Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, Iceland Review og þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“.  Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:

Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, sem gerði hápólitísku deiluefni um virkjanakosti í Þjórsá ítarleg og góð skil í sjónvarpsfréttum 17. maí sl. Þar nálgaðist hann viðfangsefnið úr mismunandi áttum, gerði andstæðum sjónarmiðum jafnhátt undir höfði og nýtti margs konar möguleika sjónvarps í því skyni að upplýsa áhorfendur um áhrif umræddra kosta á náttúruna með skýrum og ...

09/14/2015
Meira

Kynning á Grænum kortum og útgáfu nýs Græns Suðurlandskorts í app-útgáfu

Guðrún Tryggvadóttir stofnandi Náttúran.is og Wendy Brawer stofnandi Green Map Sysem.Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í Sesseljuhúsi

Laugardaginn 12. september kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts IS - Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Græna kortið er á 5 tungumálum.

Wendy BrawerNýja appið Grænt kort IS - Suður stofnandi Green Map System greenmap.org kemur til landsins að því tilefni og heldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins.

Daginn áður, föstudaginn 11. september kl. 13:00 heldur Wendy Brawer fyrirlestur sinn í Sesseljuhúsi að Sólheimum. Wendy Brawer hefur unnið til fjölda verðlauna og er m.a. á lista UTNE um ...

09/04/2015
Meira

Rifsber og rifsberjahlaup

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt rautt og fallegt. Hafi hlaup mistekist má annaðhvort nota það sem dásamlega sósu eða hella því aftur í pottinn, kaupa sultuhleypi og endursjóða. Það má frysta rifsberjahlaup ef það á að geymast til jólanna.

Rifsberjahlaup:
Notað er 1 kg af ...

09/03/2015
Meira

Vistvæn landbúnaðarafurð - vottunin felld úr gildi

Merkið Vistvæn landbúnaðarafurðLandbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni.

Í kjölfar umræðu sem átti sér stað í júní 2014 setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. Í frétt í Fréttablaðinu þ. 28. ágúst sl. tjáði ráðherra sig um málið með eftirfarandi orðum: „Í dag erum við með aðbúnaðarreglur, velferðarreglugerð og dýralögin sem ganga miklu lengra en þessi vistvæni geiri. Svo tókum við upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins árið 2010 og þar eru líka hlutir sem ganga lengra en var í ...

09/03/2015
Meira

Lífrænn september

Soil Association stendur fyrir lífrænum september nú í ár undir kjörorðinu elskaðu Jörðina - elskaðu lífrænt. Þó að herferðin sé bresk er engin ástæða til að taka ekki þátt því öllum erum við á sömu Jörðinni og höfum sömu hagsmuni þ.e. að viðhalda og auka frjósemi Jarðar og styðja við heilbrigða matvælaframleiðslu í heiminum, með buddunni.

Lífræna vottunarkerfi Vottunarstofunnar Túns er þróað í samræmi við staðla og í samvinnu við Soil Association.

Hér á Lífræna kortinu sérð þú hvaða aðilar á Íslandi hafa lífræna vottun.

Sjá FB síðu Soil Association.

 

09/03/2015
Meira

Mold og mynt í Grasagarðinum

Jarðarberjaplöntur gróðursettar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjórði örfyrirlesturinn í tilefni alþjóðlegs árs jarðvegs verður haldinn þ. 9. september kl. 12:00 í Flórunni í Grasagarði Reykjavíkur. Haldnir verða þrír fyrirlestrar um vægi jarðvegs í grænu hagkerfi.

 • Vægi jarðvegs í grænu hagkerfi - Björn H. Barkarson, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindafræði HÍ
 • Fjölþætt virði jarðvegs Jón Örvar G. Jónsson, umhverfis- og auðlindafræði HÍ
 • Hagrænir þættir við nýtingu lífrænna úrgangsefna til uppgræðslu í Landnámi Ingólfs - Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
09/03/2015
Meira

Dagur íslenskrar náttúru nálgast

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.
Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur og hafa æ fleiri stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög, skólar, fyrirtæki og einstaklingar haft daginn í huga í sinni starfsemi. Líkt og áður efnir umhverfis- og auðlindaráðherra til hátíðarsamkomu þar sem fjölmiðlaverðlaun ráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verða afhent.

Að þessu sinni beinir umhverfis- ...

09/02/2015
Meira

Súrkálsgerð

Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk einiber
1/2 tsk kúmen
1/2 epli niðursneitt
2 msk vatn ef vill

Rífið eða sneiðið hvítkálið í fína strimla í matvinnsluvél eða með ostaskera. Hluta af stilknum má nota ef hann er fínt rifinn. Blandið saman nokkru af ...

08/30/2015
Meira

Messages: