61% styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Göngustígur í Kerlingarfjölllum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er 61,4% samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands. Stuðningurinn hefur aukist um 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011. Þá hefur þeim fækkað sem eru andvígir stofnun þjóðgarðs en þau eru einungis 12,4% aðspurðra.

Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á meðal stuðningsmanna allra stjórnamálaflokka eru mun fleiri aðspurðra fylgjandi stofnun þjóðgarðs en andvíg. 51% af þeim er styðja ríkisstjórnina styðja stofnun þjóðgarðs en einunigs 19% eru andvíg. Stuðningur þeirra sem ekki styðja ríkisstjórnina er 72% og 9% eru andvíg þjóðgarði.

Niðurstaða þessarar könnunar er mikið fagnaðarefni fyrir baráttuna fyrir vernd hálendis Íslands og greinilegt að hún nýtur síaukins stuðnings meðal þjóðarinnar. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vinna nú að sameiginlegu verkefni um varanlega vernd hálendisins.

Stærð úrtaks var 1418 manns og þátttökuhlutfall 61,8%.

03/27/2015
Meira

Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 4. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Nú segir hann okkur frá ljúgvitni gegn sér og hagræddum framburði.  Ægivaldi 19.greinar lögreglulaganna og litlum áhrifum Árósasamakomulagsins og hvernig er að þurfa að mæta fyrir dóm.

Útdráttur úr viðtalinu

Gálgahraun með áformuðum vegleiðum í gegnum hraunið.Að fá á sig ákæru og þurfa að mæta fyrir dóm ...

03/25/2015
Meira

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka

Við Kröflu. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd hefur farið fram á við Skipulagsstofnun að unnið verði nýtt umhverfismat raflína frá Kröflu að Bakka, m.a. um ósnortin svæði nærri Kröflu. Í greinargerð með bréfinu er bent á að fyrirliggjandi umhverfismat byggi á tilkomu álvers á Bakka. Þær forsendur séu brostnar og flutningsþörf raforku inn á svæðið sé nú um 10 sinnum minni en áður. Vegna þessa sé ljóst að ekki þurfi jafn umfangsmiklar og stórar raflínur til að anna raforkuflutningi og fleiri valkostir því í stöðunni en áður, þ.m.t. jarðstrengir og lægra spennustig raflína og jafnvel breytt lega. Þessa valkosti beri að meta í ...

03/24/2015
Meira

Glífósat líklegur krabbameinsvaldur

Tafla: Flokkun IARC á nokkrum illgresis- og skordýralyfjum úr lífrænum fosfötum. Úr The Lancet Oncology 20.03.2015.Fyrr í marsmánuði hittust sautján sérfræðingar frá ellefu löndum við IARC, alþjóðlega miðstöð krabbameinsrannsókna í Lyon í Frakklandi, (International Agency for Research on Cancer) til að skera úr um krabbameinshættu vegna nokkurra illgresis- og óværulyfja úr lífrænum fosfötum, tetrachlorvinphos, parathion, malathion, diazinon og glyphosate (sjá töflu). Yfirlýsing hópsins birtist í sérriti breska læknatímaritsins Lancet, The Lancet Oncology, 20. mars 2015.

Kveðið var upp úr um að skordýralyfin tetrachlorvinphos og parathion væru hugsanlega krabbameinsvaldandi í fólki (flokkur 2B). Gögn úr rannsóknum á fólki voru þó af skornum skammti og því taldar ófullnægjandi. Tetrachlorvinphos olli æxlisvexti í lifrarvef karlkyns músa (góðkynja eða ...

03/24/2015
Meira

Kamilla

Býfluga á kamillublómiKamilla vex vel hér á landi. Lengi var haldið að baldursbráin kæmi í staðinn fyrir kamilluna og það var ágætt að halda það meðan ekki fengust kamillufræ. Ef við minnumst þess að frænka hennar, baldursbráin, getur látið 300.000 fræ þroskast á einu sumri er skiljanlegt að kamillan gefur heilmikið af sér, þó plönturnar séu ekki margar.

Einhvers staðar las ég að eitt kamillublóm heimaræktað væri á við heilan tepoka úr búð og það er mikil huggun þegar maður bograr við að tína blómin.

Tínslan er þó skemmtilegt verk, því hún fer ævinlega fram í sólskini þegar blómin eru opin ...

03/23/2015
Meira

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Í dag þ. 22. mars standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf. Leiðum hugann að því í dag.

Dagur vatnsins á vef Sameinuðu þjóðanna.

03/22/2015
Meira

Að skrifa niður

Grænkál. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Það er ekki einfalt að fylgjast með og halda skrá yfir ræktunina og árangur hennar, jafnvel þó fartölva sé við höndina. Það er nógu erfitt að gera töflu yfir sáðskiptingar í görðunum. Að ætla sér að skrá niður árangur af sáningu, spírun, vexti og uppskeru margra grænmetistegunda, sem jafnvel er sáð til oftar en einu sinni, er verulega flókið.

Skást virðist mér að halda utan um hverja tegund fyrir sig og fylgja henni eftir. Miklu erfiðara að skrá eftir dögum og vikum. En jafnvel þó skráð sé nokkuð vandlega virðist erfitt að átta sig á því af hverju fræ spíra ...

03/22/2015
Meira

Alþjóðlegur dagur skóga

Daníel Tryggvi skoðar furuköngla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga sem er í dag laugardaginn 21. mars hefur Skógrækt ríkisins gefið út ljósmyndasyrpu með hugleiðingu um stöðu skóga og skógræktar á tímum örra breytinga í veðrakerfum náttúrunnar.

Á alþjóðadegi skóga er það von Skógræktar ríkisins að fólk hugsi hlýlega til skóganna og hvað þeir gefa okkur í formi andlegra og veraldlegra gæða.

Smellið til að horfa á myndbandið.

03/21/2015
Meira

Hús og umhverfi Náttúrunnar

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Skoða Húsið og umhverfið.

Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga í Húsinu og umhverfinu á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Í Húsinu og umhverfinu eru 15 rými. Ef smellt er á einstaka rými og síðan einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistæn innkaup geta tengst þeim.

Umhverfisvænn lífsstíll sparar peninga og ...

03/18/2015
Meira

Djúpavogshreppur er Cittaslow

Í byrjun marsmánaðar árið 2013 var umsókn Djúpavogshrepps um inngöngu í Cittaslow-hreyfinguna samþykkt. Aðild sveitarfélagsins að hreyfingunni var í burðarliðnum um nokkuð langt skeið en líta má á hana sem rökrétt framhald þeirrar stefnu sem rekin hefur verið í sveitarfélaginu um árabil.

Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er að finna mjög metnaðarfulla stefnu um verndun náttúru og menningarminja. Lögð er áhersla á sérstöðu náttúrunnar, t.d. í gegnum verkefnið Birds.is. Flokkun og endurvinnsla sorps hefur verið innleidd ásamt því sem stór skref hafa verið tekin til fegrunar umhverfis. Leitað hefur verið leiða til að finna gömlum byggingum nýtt hlutverk ...

03/17/2015
Meira

Um tungl og vöxt plantna og gróðursetningu

Skífa sem sýnir sáningartíma fyrir útirækt á Íslandi, Guðrún Tryggvadóttir.Tvennt segir til um hvenær vorverkin skulu hefjast, annars vegar tíðarfarið og hins vegar hvernig stendur á tungli.

Strax með nýju tungli áttu að planta þær jurtir sem villt fá fræ af. Þá skal pæla upp sáðjörð og mýkja hana. Það er ekki algengt að stunda frærækt, þegar svo auðvelt er að kaupa fræ og nú er. Það skipti meira máli áður fyrr þegar fræsendingar voru óvissar. Margir mæla með að sá einkum fljótspírandi plöntum tveimur til þremur dögum fyrir nýtt tungl. Radísur og næpur og klettasalat eru t.d. fljótspírandi. Eins má þá sá fræi sem tekur sérlega langan ...

03/14/2015
Meira

Sniðugt samval

Virkni snjallrar hönnunar sýnir sig í margfaldri uppskeru.

Margir heillast af hugmyndum vistræktar um samval. Samval (e. guild) er að staðsetja plöntur sem dafna vel saman á sama stað. Þau geta t.a.m. nota ólíkt svæði til að hámarka nýtni, bæði svæðis og næringaefna. Sumar plöntur eru ræktaðar með matvælauppskeru í huga, sumar eru virkjaðar til að draga næringarefni úr jarðveginum, enn aðrar geta verið niturbindandi belgjurtir sem þjóna sem næringarforði fyrir ætiplöntur, aðrar geta laðað að gagnleg skordýr og enn aðrar hindrað komu óæskilegra lífvera. Þegar plöntur eru raðaðar saman með hagsmuni allra í huga, geta þær myndað ...

03/13/2015
Meira

Vatnsveður og stormur

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að búist er við tveimur kröppum lægðum upp að landinu frá föstudagsmorgni fram á laugardagskvöld. Spáð er suðaustan stormi eða roki á morgun (SA 20-25 m/s) en sunnan roki eða ofsaveðri á laugardag (S 25-30 m/s). Mikið vatnsveður fylgir þessum lægðum og hefur verið gefin út sérstök viðvörun þess efnis.
Miðað við þessa veðurspá verður lítið ferðaveður á landinu S- og V-verðu á morgun, bæði vegna veðurhæðar og úrkomu. Á laugardag er ekkert ferðaveður um allt land fram á kvöld.

Viðvörun
Búist er við stormi eða roki, meðalvindhraða 20-25 m/s, víða ...

03/12/2015
Meira

Verndum Þjórsá fyrir þjóðina

Viðey í Þjórsá. Ljósm. Anna Sigríður Valdimarsdóttir.Meira en þúsund ár eru liðin síðan landnámsmenn settust að á kostamiklum jörðum á bökkum Þjórsár. Nú steðjar ógn að sveitunum við ána. Hluti Íslensku þjóðarinnar telur afl Þjórsár geta bætt kjör landsmanna verði það beislað og nýtt til að snúa raforkuhverflum. Talað er um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun neðst, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun ofar.

Við undirrituð bændur á bökkum Þjórsár viljum benda á eftirfarandi staðreyndir:

Mörg virk eldfjöll eru á upptakasvæðum Þjórsár, Hekla, Tungnafellsjökull og Bárðarbunga. Verði náttúruhamfarir á Þjórsár/Tungnársvæðinu munu eftirtalin orkuver vera í hættu:
Búrfellsvirkjun 270 MW
Sultartangavirkjun 120 MW
Hrauneyjafossvirkjun 210 MW
Sigölduvirkjun ...

03/12/2015
Meira

Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 3. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Nú heyrum við hvernig þáttaka hans þróaðist frá því  að birt var grein eftir hann um Gálgahraun árið 2009 á sama degi og pabbi hans dó og þar til hann var settur í fangelsi.

Útdráttur úr viðtalinu

Aðförin gegn náttúru landsins er ...

03/12/2015
Meira

Drög að breytingum á lögum um náttúruvernd til kynningar

Bláklukka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Markmiðið með endurskoðun laganna er að skýra betur framkvæmd þeirra og ná fram betri samstöðu um efni þeirra. Unnið var að endurskoðuninni með nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að leiðarljósi.

Lög nr. 60/2013, um náttúruvernd, voru samþykkt á Alþingi 28. mars 2013 og áttu að taka gildi 1. apríl 2014. Þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra lagði fram á haustþingi 2013 frumvarp til laga þar sem gert var ráð fyrir að þau yrðu endurskoðuð frá grunni. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skilaði nefndaráliti 19. febrúar 2014 ...

03/10/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2014

Merki Kuðungsins. Merkið hér að ofan er Kuðungur Náttúran.is sem fékk umhverfisviðurkenninguna fyrir árið 2011.Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem veitt er árlega. Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Sjá má hvaða fyrirtæki hafa hlotið viðurkenninguna hingað til á slóðinni www.uar.is/kudungurinn.

Í úthlutunarnefnd Kuðungsins ...

03/10/2015
Meira

Ályktun um Náttúruminjasafn Íslands

Geirfuglinn á síðasta opnunardegi Náttúruminjasafnsins við Hlemm þ. 2. júlí 2008. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fimmtán náttúruverndar- og útivistarsamtök hafa sent mennta- og menningarmálaráðherra ályktun þar sem farið er fram á að Alþingi og ráðherra axli ábyrgð og tryggi starfsemi og rekstur Náttúrugripasafns Íslands, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins.

Ályktunin fylgir hér á eftir:

Undirrituð samtök skora á Alþingi og mennta- og menningarmálaráðherra að taka hið fyrsta af skarið varðandi málefni Náttúruminjasafns  Íslands og búa þannig um hnútana að starfsemi þessa höfuðsafns þjóðarinnar í náttúrufræðum rísi undir nafni og sómi sé af við miðlun á fróðleik og þekkingu um náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, eins og lög kveða á um.

Staða Náttúruminjasafnsins ...

03/10/2015
Meira

Rósmarínkartöflur

Nýuppteknar kartöflur.Rósmarín er besta krydd í heimi með kartöflum. Góður kokkur og frábær ræktunarmanneskja, sem var í fjölskyldunni um tíma og kom þá með í útilegu, sat lengi á hækjum sér yfir pönnu eitt þungbúið síðdegi og var að sýsla með kartöflur úti fyrir tjaldinu og ég var að velta fyrir mér hvernig hún nennti þessu. Eftir að hafa fengið að smakka hugsaði ég aldrei svona aftur og reyni að hafa rósmarínkartöflur við og við.

Rósmarínkartöflur
Fyrst er að sjóða kartöflurnar. Þær mega ekki molna sundur, svo ef þær eru stórar er vissara að skera þær í teninga svo þær hvorki ...

03/09/2015
Meira

Messages: