Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan

Nokkrir af  þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway, taka þátt í ráðstefnunni „Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan“ sem fram fer á Háskólatorgi 105 sunnudaginn 1. mars kl. 13:00 -  17:00.

Dagskrá:

 • Guðni Elísson: „Earth2015“
 • Gavin Schmidt: „Simulating the emergent patterns of climate change“
 • Erick Fernandes: „Turn Down the Heat – Why a 4°C Warmer World Must be Avoided”
 • Kevin Anderson: „Delivering on 2°C: evolution or revolution?“
 • Erik M. Conway: „Merchants of Doubt: How Climate Science Became a Victim of the Cold War“

Guðni Elísson, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, setur þingið og kynnir þátttakendur.
Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, stýrir umræðum.

Um þátttakendurna
Gavin Schmidt er forstöðumaður NASA GISS en hann hóf feril sinn hjá geimrannsóknastofnuninni árið 1996. Helsta rannsóknarsvið hans er þróun og mat á tölvulíkönum af loftslagi Jarðar og hvernig þau geta nýst við ákvarðanatöku. Schmidt hlaut doktorspróf í heimfærðri stærðfræði frá University College í London árið 1994. Eftir hann hafa birst fleiri en hundrað ritrýndar fræðigreinar og hann er einnig meðhöfundur bókarinnar Climate Change: Picturing the Science, samstarfsverkefni loftslagsvísindamanna og ljósmyndara.

Erick Fernandes skipar stöðu ráðgjafa um landbúnað, skógrækt og loftlagsbreytingar við Alþjóðabankann og hefur einnig verið einn stjórnenda alþjóðlegs sérfræðingateymis bankans um aðlögun vegna loftslagsbreytinga (GET-CCA). Fernandes ólst upp á úrkomusnauðum sléttum Norður-Keníu, Eþíópíu og Sómalíu. Hann er með doktorsgráðu í jarðvegsvísindum frá Ríkisháskóla Norður-Karólínu og áður en hann hóf störf hjá Alþjóðabankanum var hann prófessor við Cornell-háskola.

Kevin Anderson er fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstofnunarinnar en tekur nú við formennsku í orku- og loftslagsdeild Manchester-háskóla. Með fram því mun hann áfram stýra Tyndall-loftslagsstofnuninni ásamt nýjum forstöðumanni. Hann er virkur rannsakandi og hefur nýlega birtinga greinar í tímaritum Royal Society og Nature. Anderson hefur sýnt fram á að það er lítil von um að halda hækkun meðalhitastigs jarðar undir 2°C, þrátt fyrir öndverðar yfirlýsingar stjórnmálamanna og ýmissa sérfræðinga. Enn fremur sýna rannsóknir Andersons að jafnvel til þess að halda hækkun hitastigsins undir 4°C þurfi gagngerra endurhugsun á því hvernig menn nálgast loftslagsvandann og samhliða því róttækar breytingar á efnahagskerfi samtímans.

Erik Conway sagnfræðingur á sviði vísinda og tækni er prófessor við Caltech-háskóla í Kaliforníu. Hann rannsakar sögu geimferða og vinnur að samþættingu geimvísinda, jarðvísinda og tækninýjunga. Conway hefur skrifað tvær bækur um loftslagsbreytingar ásamt Naomi Oreskes, Merchants of Doubt (2010) um vísvitandi misvísandi framsetningu loftlagsbreytinga meðal lítils hóps háttsettra vísindamanna og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014, þar sem gjörðir manna í samtímanum eru skoðaðar frá skálduðum sjónarhóli í framtíðinni.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningarfræðideild við Háskóla Íslands. Hann hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á umræðu um loftslagsmál í íslensku samhengi.

Halldór Björnsson er verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Hann hefur m.a. komið að gerð skýrslna milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).

02/28/2015
Meira

Hver er ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum?

Landsvirkjun býður til opins fundar um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsaloftslagstegunda og gegn loftslagsbreytingum. Fundurinn verður haldinn í Gamla bíó miðvikudaginn 4. mars, kl. 14:00 - 17:00.

Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum og eru allir boðnir velkomnir.

 • Hlutverk Landsvirkjunar í loftslagsmálum - Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun
 • Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða? - Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
 • Uppgræðsla lands - Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins
 • Breytum lofti í við – kolefnisbinding með skógrækt - Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
 • Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell - Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands
 • Skógrækt undir merkjum ...
02/28/2015
Meira

Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 2. þáttur

Verk sem Kjarval málaði í Gálgahrauni. Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Útdráttur úr viðtalinu

Vissu ekki að Kjarval málaði í hrauninu

Við náttúruverndarsinnar erum engir vegaverkfræðingar, segir Gunnsteinn. Okkar hlutverk er að standa vörð um náttúruna, aðrir eiga að reikna út kostnað við vegagerðina og annað sem henni viðkemur. Framkvæmdin var meingölluð og ...

02/27/2015
Meira

Lærðu að gera fjölnota töskur úr notuðum plastpokum

Halldóra Gestsdóttir og Ingibjörg Petra hönnuðuir og listgreinakennarar kenna hvernig gera má fjölnota töskur úr notuðum plastpokum en þessi kennsla er partur af sýningunni ÁKALL sem stendur yfir í Listasafni Árnesinga.

Þetta er einfalt og fljótlegt, eitthvað sem allir geta gert. Það eina sem þarf til er: notaðir plastpokar, straujárn, smjörpappír og saumavél.

Þessar töskur eru níðsterkar og hver taska er einstök (engin eins).

Kennslan fer fram í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þann 7. mars milli kl. 13:00 og 16:00.

Allir velkomnir.

02/27/2015
Meira

Vetrar Matarmarkaður Búrsins

Vetrar Matarmarkaður Búrsins verður haldinn í Hörpu frá 28. febrúar og 1. mars kl. 11:00 - 17:00.

Yfir 45 framleiðendur koma víðsvegar að hlaðnir ljúfmeti til sölu og smakks.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Hlökkum til að sjá ykkur!

02/25/2015
Meira

Sigríður Auður Arnardóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Sigríður Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars næstkomandi. Þetta er gert með vísan til 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Sigríður Auður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í ráðuneytinu frá árinu 1998 og gegnt embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og á skrifstofu umhverfis og skipulags. Sigríður Auður var staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var settur ráðuneytisstjóri til eins árs.

Stefán Thors, fráfarandi ...

02/25/2015
Meira

Strúturinn eða Fönixinn? Mishljómur eða sköpunargleði í heimi loftslagsbreytinga

Kevin Anderson, prófessor og fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstofnunarinnar í Manchester, flytur erindi á Háskólatorgi (sal HT-105) undir yfirskriftinni „Strúturinn eða fönixinn? Mishljómur eða sköpunargleði í heimi loftslagsbreytinga“. Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.50–14.50.

Kevin Anderson tekur nú við formennsku í orku- og loftslagsdeild Manchester-háskóla, en mun með fram því stýra Tyndall stofnuninni ásamt nýjum forstöðumanni. Hann er virkur rannsakandi og hefur nýlega birtinga greinar í tímaritum Royal Society og Nature. Hann vinnur að hinum ýmsu verkefnum fyrir stjórnvöld, allt frá skýrslugerð um losun gróðurhúsalofttegunda af völdum flugsamgangna fyrir Evrópuþingið til ráðgjafastarfa fyrir breska forsætisráðuneytið, m.a. um ...

02/24/2015
Meira

Grænir fletir - Vistvænar lausnir innanhúss og utan

Opinn fundur Vistbyggðarráðs í samvinnu við NordGreen verkefnið á Íslandi verður haldinn í Norræna húsinu þ. 6. mars kl. 8:15 - 10:00. Húsið opnar kl. 8:15 – boðið upp á kaffi og brauð til 8:30.

Ein áhrifaríkasta aðferð nútímamannsins til að að hafa áhrifa losun gróðurhúsalofttegunda er að auka hlutfall gróðurs og grænna flata í umhverfinu einkum innan þéttbýlis. Auk þessara jákvæðu umhverfisáhrifa á loftslagið hefur gróður einnig áhrif á inniloft og almenna lýðheilsu. Gróðurþekja á yfirborði mannvirkja hefur jafnframt það hlutverk að draga úr steymi ofanvatns, þar sem hreinsun og uppgufun vatns á sér stað áður en ...

02/24/2015
Meira

Rúmum 175 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Eyjarhóll í Mýrdal. Ljósm. Árni Tryggvason.Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Hæstu styrkir 12 milljónir króna

Sem fyrr eru verkefnin fjölbreytt og dreifast víða um land. Hæstu styrkina, 12 milljónir króna, hljóta Vatnajökulsþjóðgarður vegna salernisaðstöðu við Snæfellsskála og Akraneskaupstaður vegna framkvæmda við Breiðina. Snæfellsbær fær 10 milljón króna styrk vegna aðgengis við Bjarnarfoss í Staðarsveit og 3 verkefni fá styrk á bilinu 8-9,5 milljónir króna.

Styrkjum má skipta í eftirfarandi flokka:

 • Skipulag ...
02/24/2015
Meira

Ráðuneyti umhverfismála í aldarfjórðung

Seljalandsfoss, ljósm. Árni Tryggvason.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fagnar 25 ára afmæli í dag en það var stofnað 23. febrúar árið 1990 undir nafni umhverfisráðuneytisins. Fyrir þann tíma höfðu málefni umhverfis og náttúru heyrt undir ólík ráðuneyti.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, er sextándi ráðherrann til að gegna embættinu frá stofnun ráðuneytisins, en fyrsti umhverfisráðherrann var Júlíus Sólnes, sem kosinn var á Alþingi fyrir Borgaraflokkinn árið 1987.

Helstu verkefni hins nýja ráðuneytis voru náttúru- og umhverfisvernd, friðunar- og uppgræðsluaðgerðir, villt dýr og dýravernd, mengunarvarnir, úrgangsmál, skipulags- og byggingarmál, landnýtingaráætlanir og landmælingar, umhverfisrannsóknir, veðurathuganir og –spár, fræðslu- og upplýsingastarfsemi á sviði umhverfismála, samræming aðgerða og alþjóðasamskipti ...

02/23/2015
Meira

Veðurspá á Náttúrunni

Einn af þjónustuliðum Náttúrunnar er Veðurspá. Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar sem mörgum finnst gagnlegri.

Tengill á veðrið er undir tenglinum Samfélagið:Veðurspá. Einnig birtast viðvaranir þegar svo ber undir.

02/22/2015
Meira

Til lesarans - Atli I

Að kvikfénaðarrækt og fiskifang séu þeir almennu næringarútvegir og gagnlegustu til lífsbjargar á Íslandi vita allir, þeir sem landið þekkja. Bæði á fyrri öldum og nú hafa menn hér á landi kost á því að sjúga gnægð gjafarans og þá fjársjóðu, sem hyljast á mararbotni (5.Mósebókar 33. 19.). Fiskur aflast og eyðist fljótt, gjörir marga menn auðuga, færir peninga inn í landið og fæðir margan sjóbónda betur en landbú þeirra. Hann er besti partur kaupeyris danskra kaupmanna, sem færa oss marga ómissandi hluti, en landið viðhelst ekki af þeim útveg og gengur altíð af sér á meðan jörðin ræktast ...

02/22/2015
Meira

Endurvinnslukort Náttúrunnar

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað nýtt Endurvinnslukort. Svona virkar kortið:

Þjónusta:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast við hnit innslegins heimilisfangs eða reiknaða staðsetningu tölvu eða handtækis. Draga má punktinn um kortið til að sjá þjónustu í nágrenni annara staða.

Tunnuþjónusta:
Ef slegið er inn nafn sveitarfélags sjást útlínur sveitarfélagsins og upplýsingar birtast um tunnuþjónustur í viðkomandi ...

02/19/2015
Meira

Reykjavík býður heimsins bestu Farfuglaheimili

Stolt starfsfólk Farfugla með viðurkenningar fyrir heimilin tvö. Ljósm. Fafuglar.Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti og Fafuglaheimilið á Vesturgötu hlutu á dögunum viðurkenningu alþjóðasamtaka Farfuglaheimila fyrir að hafa verið valin bestu Farfuglaheimili í heimi árið 2014.
Það eru gestir heimilanna sem bókuðu þjónustu sína á bókunarvél samtakanna sem standa fyrir valinu.

Alls eru um 2500 Farfuglaheimili um allan heim bókanleg á vefnum og því er hér um einstakan árangur að ræða. Loftið lenti í fyrsta sæti og Vesturgatan fylgdi fast á eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö Farfuglaheimili frá sama landi komast á topp 3 listann yfir ...

02/17/2015
Meira

Fleiri hleðslustöðvar en bensínstöðvar

Grænvæðing bílaflotans. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Nú er svo komið að í Japan eru fleiri hleðslustöðvar fyrir rafbíla heldur en bensínstöðvar. Samkvæmt tilkynningu frá Nissan, öðrum stærsta bílaframleiðanda Japans, eru 40 þúsund hleðslustöðvar í landinu, og eru þá stöðvar í einkaeigu meðtaldar, og 34 þúsund bensínstöðvar.

Á hverri bensínstöð eru þó nokkrar dælur og því geta fleiri bílar fengið sig afgreidda í einu. Nissan hefur undanfarið veðjað á að þörfin fyrir rafbíla komi til með að aukast. Toyota, aðalkeppinautur fyrirtækisins og stærsta fyrirtækið á japanska markaðinum, hefur hins vegar einbeitt sér að framleiðslu vetnisbílsins Mirai sedan sem er væntanlegur á markað á næsta ári. Samkvæmt fyrirtækinu ...

02/17/2015
Meira

Tékkaðu á dagsetningunni

Danir eru klárir í að upplýsa neytendur á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Nú eru t.d auglýsingaherferð í gangi á DR1 og á vefnum tjekdatoen.dk um hvernig skilja á dagsetningar á matvælapakkningum. Eitthvað sem að við getum tekið okkur til fyrirmyndir.

Munurinn á Síðasta söludegi og Best fyrir er nefnilega ekki almennt rétt skilinn.

Þetta er hluti herferðarinnar gegn matarsóun og sóun yfirleitt auk þess að vera heilbrigðismál þar sem ónýt matvæli geta verið mjög heilsuspillandi.

Skilaboðin eru stuttu máli þessi:

Best fyrir eðe Best fyrir lok þýðir að neyta megi matarins svo framarlega sem hann lyktar vel og ...

02/16/2015
Meira

Sprengidagur

Grafík: Saltkjög og baunir, túkall. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Þetta er þriðjudagurinn í föstuinngang, áður síðasti dagur fyrir upphaf langaföstu. Önnur afbrigði nafnsins eru sprengikvöld og sprengir. Það er alkunna, að katólskar þjóðir gera sér nokkra glaða kjötkveðjudaga áður en fastan hefst. Upphaflega min hér um að ræða vorhátíðir í sunnanverðri Evrópu, sem síðan hafa runnið saman við föstuinnganginn. Ekki fer miklum sögnum um þvílíkt hátíðahald hérlendis fyrr á öldum, svo að sprengikvöld er eini kjötkveðjudagurinn, sem beinar spurnir eru af.

Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst strjálbýlið og örðugar samgöngur, sem gert hafa samkomudaga Íslendinga mun færri áður fyrr en annars staðar, einkum að vetrarlagi. Viljann hefur sjálfsagt ...

02/16/2015
Meira

Drög að loftslagssamningi samþykkt

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samkomulag náðist á fundi Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss í gær um drög að nýjum loftslagssamningi. Þau verða til umræðu á ráðstefnu í París í desember. Þar á að samþykkja nýjan lagalega bindandi loftslagssamning fyrir öll ríki heims.

Samkomulagið, sem samþykkt var í Sviss í gær, er 86 blaðsíður og byggist á niðurstöðum loftslagsfundarins í Líma í Perú í fyrra. Samkomulagið sem gert verður í París í lok þessa árs verður, að mati sérfróðra, alls ekki eins langt og ítarlegt og það sem gert var í gær enda erfiðisvinnan eftir - þ.e. að ná saman um plagg sem leiðtogar ...

02/16/2015
Meira

Bolludagur

Ljósmynd: Bolla, Móna Róbertsdóttir Becker.Svo er nú nefndur mánudagurinn í föstuinngang. Þetta heiti hans mun reyndar vera tiltölulega ungt, en fyrirbærið sjálft er þó a.m.k. nálægt hundrað ára gamalt hérlendis. Flest bendir til að siðurinn hafi borist hingað fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara, sem settust hér að. Þó hefur hann öðlast hér nokkra sérstöðu. Aðalþættir hans eru tveir: að flengja menn með vendi, áður en þeir komast úr bólinu, og fá í staðinn eitthvert góðgæti, hér rjómabollur. Fyrra atriðið mun eiga rót sína að rekja til þeirra hirtinga og písla, sem menn ...

02/15/2015
Meira

Messages: