Vegna framkvæmda við loftlínur milli Kröflu og Bakka

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets hf. frá í gær, 22. ágúst, ítrekar Landvernd fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Skoða þarf bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hf. hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða á þessum svæðum vegna náttúruverndarsjónarmiða. Núverandi umhverfismat er úrelt og tekur ekki til slíkra valkosta. Aðeins með nýju umhverfismati fæst raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum. Nýtt umhverfismat er því grundvallarkrafa.

Landvernd hafnar því að reist verði loftlína sem flutt geti tífalda raforkuþörf kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Þó svo að verksmiðjan kunni að tvöfaldast í ófyrirséðri framtíð, réttlætir það ekki svo stóra línu og minni línur duga, eins og útreikningar Landsnets hf. sýna í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Ekki þætti það góður búmaður sem reisir fjós fyrir tífalt fleiri kýr en hann hyggst ala, jafnvel þó svo að hann hyggist fjölga þeim um helming í nánustu framtíð. Landvernd hafnar því að Landsnet hafi sjálfdæmi um ákvarðanir sem þessar. Almenningi þarf að hleypa að málum og það verður best gert með nýju umhverfismati.

08/23/2016
Meira

Matarbúr Kaju opnar lífræna verslun í miðbæ Reykjavíkur

Nýja húsnæði Matarbúrs Kaju að Óðinsgötu.Matarbúr Kaju, við Kirkjubraut á Akranesi er fyrsta lífrænt vottaða verslunin á Íslandi en hún fagnar 2ja ára afmæli sínu þ. 23. ágúst 2016. Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Kaja opnaðið kaffihúsið Café Kaja, við Kirkjubraut þ. 8. júní sl. og er það í ferli til að fá lífræna vottun.

En Kaja færir út kvíarnar því á næstunni opnar Matarbúr Kaju útibú í miðbæ Reykjavíkur, að Óðinsgötu 8b, í sama húsnæði og Frú Lauga var síðast ti húsa og er verslunin í ferli til að fá lífræna vottun.

Í Matarbúri Kaju er hægt ...

08/21/2016
Meira

Skóflustunga tekin að þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í gær á Hellissandi. Þá setti ráðherra málþing um framtíð Þjóðgarðsins í kjölfarið.

Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 2001 og fimm árum síðar var efnt til opinnar samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Hönnun hefur því legið fyrir um nokkurt skeið og er byggingunni ætlað að uppfylla allar þarfir þjóðgarðsmiðstöðvar, bæði hvað varðar upplýsingagjöf, þjónustu og fræðslu til gesta, auk starfsaðstöðu fyrir rekstur þjóðgarðsins sjálfs. 

Meðal viðstaddra voru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Sædís Heiðarsdóttir, sem aðstoðaði ráðherra við skóflustunguna, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- ...

08/14/2016
Meira

Hörputurn – lífrænn úrgangur

Hörputurn. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum búsettum í dreifbýli Dalabyggðar til að taka þátt í tilraun með förgun lífræns úrgangs heima. 

Dalabyggð leggur til svokallaða Hörputurna og sér um að koma þeim fyrir.

Þátttakendur flokka lífrænan úrgang skv. leiðbeiningum og setja í turninn í stað þess að fara með hann í sorpgámana.

Þátttakendur skila skýrslu eftir tilsettan tíma þar sem m.a. er upplýst um fjölda heimilismanna, hve langan tíma tók að fylla turninn og hver upplifun þátttakkenda var af því að farga lífrænum úrgangi á þennan hátt.

Óskað er eftir 4 þátttakendum.  Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra með tölvupósti sveitarstjori ...

08/10/2016
Meira

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk

Landvernd hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar athugasemdir sínar vegna tillögu að flokkun virkjunarhugmynda í 3. áfanga áætlunarinnar. Landvernd leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að hægja verulega á eða stöðva uppbyggingu frekari stórvirkjana hérlendis, a.m.k. þar til fyrir liggur ígrunduð orkustefna sem m.a. tiltekur hvað megi virkja mikið á næstu árum / áratugum, hvenær réttlætanlegt er að ráðast í stórvirkjun (t.d. við hvaða efnahagsskilyrði og arðsemismörk), í hvað nota skuli orkuna og hvaða lágmarksarð skuli greiða af orkuauðlindum. Þar til þetta liggur fyrir eru engar forsendur til að flokka svo margar virkjunarhugmyndir í orkunýtingarflokk og tillaga verkefnisstjórnar gerir ...

08/05/2016
Meira

Ólafsdalshátið 6. ágúst 2016

Á Ólafsdalshátíðinni 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Verið velkomin á Ólafsdalshátíðina sem haldin verður nk. laugardag þ. 6. ágúst.
Ókeypis aðgangur og skemmtiatriði

11:00-12.20 Ferð með nýuppgerðu rútunni Soffíu II (Bedford árgerð 1940) í kringum Gilsfjörð.
Leiðsögumaður: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Reykhólasveit. Mæting kl. 10.45.

11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst.
1. vinningur: flugmiðar fyrir tvo að eigin vali til Evrópu með Icelandair.
Fjöldi annarra góðra vinninga. Miðaverð 500 kr.

Markaður á Ólafsdalshátíðinni 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.12.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu:
Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel.
Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.
Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning  á 1. hæð.
Dalablóð: málverkasýning Guðrúnar Tryggvadóttur á ...

08/02/2016
Meira

Nýtt hótel í Kerlingarfjöllum þarf umhverfismat

Frá KerlingarfjöllumÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið undir kröfu Landverndar í mikilvægu máli um nýja hótelbyggingu í Kerlingarfjöllum. Tveir úrskurðir nefndarinnar fela í sér skýr skilaboð til sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar um vandaðri undirbúning ákvarðana sem hafa áhrif á náttúru og umhverfi. Úrskurðirnir skapa mikilvæg  fordæmi fyrir stjórnsýsluna. Kæruréttur umhverfissamtaka til óháðs úrskurðaraðila var tekin upp í íslenska löggjöf árið 2011 í kjölfar fullgildingar hins alþjóðlega Árósasamnings um rétt almennings til upplýsinga um umhverfismál, þátttöku í ákvarðanatöku og réttláta málsmeðferð. Gildi þess kæruréttar hefur rækilega sannað sig með nýlegum úrskurðum nefndarinnar.

Í ágúst 2015 kærði Landvernd þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að Fannborg ehf ...

07/15/2016
Meira

Hafna nýju hóteli á bakka Mývatns

Ásdís Illugadóttir afhendir oddvita unndirskriftalistana.Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit lýsa andstöðu við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Byggingin er samkvæmt teikningu öll langt innan 200 metra verndarlínu laganna. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. 

Undirskriftum var safnað meðal íbúa með lögheimili í Skútustaðahreppi sem eru 18 ára og eldri. Samtals skrifuðu 202 eða 66% íbúanna undir. Fimmtíu og átta, eða 19% höfnuðu þátttöku. Ekki náðist til 45 íbúa og nokkrir tóku ekki ...

07/12/2016
Meira

Íslenskar fléttur - ný bók eftir Hörður Kristinsson

Forsíða bókarinnar Íslenskar fléttur.Nýlega kom út bókin Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson, grasafræðing. Hún hefur að geyma lýsingu ásamt útbreiðslukortum og litmyndum af 390 tegundum fléttna, en það er nálægt því að vera helmingur allra þeirra tegunda sem þekktar eru frá Íslandi.

Það er bókaútgáfan Opna ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi sem standa að útgáfunni. Auk þess hefur útgáfa bókarinnar verið styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Hagþenki og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Notendur bókarinnar geta í byrjun nýtt sér myndirnar og lýsingar á ytra útliti til að greina auðveldustu tegundir, en fyrir þá sem vilja ganga lengra eru gefin upp smásjáreinkenni og myndir af gróum ...

07/07/2016
Meira

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

GullfossUmhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með ...

06/22/2016
Meira

Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2016

Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta vita á póstfangið hkris@nett.is sem fyrst. Taka þarf fram hvar fólk á að mæta, og á hvaða tíma dagsins 14. júní. Gjarnan mættu einnig fylgja með upplýsingar um hvað markverðast er að sjá á því svæði sem skoðað ...

06/14/2016
Meira

Útisvín í Ölfusi

Við fjölskyldan erum nýbúin að kaupa jörð og koma okkur fyrir í sveitinni en við viljum vinna að ýmsum verkefnum sem á einhvern hátt skipta máli. Aukin dýravernd og lífrænn landbúnaður finnst okkur skipta máli og við vinnum að því. Í fyrra sumar vorum við með nokkra grísi sem ólust upp úti og frjálsir á landi okkar, nú viljum við gera enn betur og vera með fleiri og hafa kjötið til sölu, handa fólki.  
Við vorum einnig með nokkra grænmetisræktun í fyrra og verðum með enn meira núna. Draumurinn er sá að fólk geti komið til okkar og verslað kannski ...

06/09/2016
Meira

Hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi hljóta Bláfána fyrst í heiminum

Frá vinstri: Salome Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi hjá Landvernd Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours Reynar Ottosson, framkvæmdastjóri Whale SafariLandvernd veitti fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku 2. júní sl. Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ferðaþjónustu. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, eftirliti með vatnsgæðum og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf. Landvernd innleiddi Bláfánann hér ...

06/06/2016
Meira

Landsnet úrskurðað til að afhenda skýrslu um jarðstrengi

Fótur masturs á Hellisheiði. Ljósm. Einar BergmundurLandsneti var skylt að afhenda Landvernd skýrslu um jarðstrengi, samkvæmt nýföllnum úrskurði. Landsnet neitaði að afhenda skýrsluna í mars í fyrra en Landvernd kærði málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Skýrslan er á ensku og ber heitið „High Voltage Underground Cables in Iceland“. Landsnet lét gera skýrsluna.

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rannsókna á lagningu jarðstrengja við íslenskar aðstæður, en að mati Landverndar þyrfti að vinna frekari samanburð mismunandi aðferða við lagningu strengja. Það er ekki síst mikilvægt nú í kjölfar nýfallinna dóma Hæstaréttar í eignarnámsmálum landeigenda á Suðurnesjum og ákvörðunar umhverfisráðuneytis vegna Blöndulínu 3. Án slíks samanburðar fæst ekki ...

06/01/2016
Meira

Gróður í grennd

Mynd: ReGen Villages Holding, B.V. Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að sækja það sem þarf. 

Hér er grein um hugmyndina og tengill á síðu verkefnisins

05/27/2016
Meira

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Ljósmynd: Landgræðslan

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015. Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður ...

05/25/2016
Meira

Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar

Háspennulínur á Hellisheiði. Ljósm. Einar BergmundurStarfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.

Starfshópurinn er einnig með til skoðunar ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjalla m.a. um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslna o.fl.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Íris Bjargmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum,
  • Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum ...
05/23/2016
Meira

Fuglaskoðun við Elliðavatn mánudaginn 23. maí

Fuglaskoðun við ElliðavatnSkógræktarfélag Reykjavíkur og Fuglavernd standa fyrir fuglaskoðun í Heiðmörk mánudaginn 23. maí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 17:30 frá Elliðavatnsbænum og genginn hringur í nágrenninu.

Skoða á ríkulegt fuglalíf við Elliðavatn og í skógarjaðrinum. Hallgrímur Gunnarsson mun leiða gönguna og mun hún taka um klukkutíma.

Allir eru velkomnir. Munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

05/20/2016
Meira

Umhverfisverndarsamtök hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það stendur nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar og margvíslega annmarka vera á leyfisveitingunni sem varði ógildingu hennar. Nauðsynlegt sé að endurskoða val Landsnets á línuleið, sneiða hjá Leirhnjúkshrauni og umhverfismeta jarðstrengi. Eftir að áform um álver á Bakka voru slegin af eru forsendur framkvæmda gjörbreyttar vegna minni ...

05/19/2016
Meira

Messages: