Hver vill stofna íslenskan matarbanka?

Á málþinginu Ekkert til spillis sem Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið buðu til í Norræna húsinu í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar nú í vikunni var Jesper Ingemann frá fødevareBanken í Kaupmannahöfn einn frummælanda.

Foedvarebanken var stofnaður sem andsvar við samfélagsmeinunum „matarsóun“ og „matarskorti“.

Foedvarebanken hefur verið rekinn af ópólitískum ó-gróða (non-profit) sjálfboðaliðasamtökum síðan 2009, til þess að bjarga mat sem annars væri hent af framleiðendum og stórverslunum og koma til þeirra sem bágstaddir eru eða heimilislausir og þurfa á hjálp að halda. Yfir 100 sjálfboðaliðar aðstoða Foedvarebanken dag hvern. Foedvarebanken eru í stærri samtökum eins og Federation of European Food Banks og Global Food Banking Network en öll þessi samtök vinna gegn matarsóun og sinna samfélagslegri aðstoð við útdeilingu matarins, verðmætanna sem aðrir henda.

Ljóst er að slík samtök þyrfti að stofnsetja hér á landi því jafnvel þó að Fjölskylduhjálpin, Mæðrastyrksnefnd og Samhjálp vinni gott starf til hjálpar fólki í neyð þá byggir það starf á frjálsum matargjöfum frá fyrirtækjum en við vitum að miklu meira er til af mat, mat sem nú er hent en væri hægt að bjarga frá förgun og koma til nauðstaddra.

Næg er þörfin einnig fyrir mat í íslensku samfélagi ójafnréttis og syndsamlega lakra kjara stórs hóps fólks.

Á málþinginu kom fram mikill áhugi á því að taka á vandanum sem matarsóun er og skilgreina vandann, fá fulltrúa frá allri virðiskeðjunni að borðinu, framleiðendur, heildsölur, flutningsfyrirtækin, smásöluverslanir, mötuneyti og veitingahús og finna lausnir sem eru í takt við það mann- og umhverfisvæna samfélag sem við viljum (næstum) öll búa í. Matarsóun er óásættanlegt mein í nútíma samfélögum en um þriðjungi af öllum framleiddum mat í heiminum lendir í ruslinu.

11/27/2014
Meira

Eiga mófuglar undir högg að sækja?

Laugardaginn 29. nóvember næstkomandi mun Fuglavernd halda ráðstefnu um stöðu og vernd íslenskra mófuglastofna og þá ábyrgð sem við berum á þeim í alþjóðlegu samhengi. Erindin byggja á nýlegum eða nýjum rannsóknum í fuglafræðum og er niðurstaðan fróðleg fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslensku fuglalífi.

Ráðstefnan ber yfirskriftina: Eiga mófuglar undir högg að sækja? Staða stofna, búsvæðavernd og alþjóðlegar skyldur og verður haldin í salarkynnum Háskóla Íslands frá 10:10-13:10 í stofu 101 Odda. Hún hefst á því að lagt verður fram yfirlit yfir íslenskar mófuglategundir og útbreiðslu þeirra, svo verður m.a. skýrt hversvegna sumir þessara ...

11/26/2014
Meira

Úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum

Hafið. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ríkisendurskoðun hefur gert úttekt á framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar frá skipum, sem eru á könnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Ríkisendurskoðun setur einnig fram ábendingar til ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem miða að efldu og bættu starfi til að sinna þessum samningum og tryggja innleiðingu reglna þeirra hér á landi. 

Ráðuneytið telur ábendingarnar gagnlegar og hyggst verða við þeim í samstarfi við Umhverfisstofnun. Ráðuneytið vill efla starf á þessu sviði, sem hefur veikst á síðustu árum og leita leiða til að efla almennt þátttöku í alþjóðlegu starfi og innleiðingu reglna sem miða að því að draga úr mengun ...

11/26/2014
Meira

Endurvinnslu – App Náttúrunnar

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið á móti þar. Þú getur einnig valið hvaða heimilisfang sem eru og séð þjónustur í nágrenni þess. Endurvinnslukort er bæði til í vef- og app útgáfu.

Skoðaðu Endurvinnslukortið hér á vefnum.

Sækja forritið

 

 

 
Náðu þér í Endurvinnslu app Náttúrunnar fyrir iOS, ókeypis ...

11/26/2014
Meira

Morgunverðafundur um grænan ríkisrekstur

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8:45 - 10:15 halda stýrihópur um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og Félag forstöðumanna ríkisstofnanna morgunverðarfund á Grand hóteli um grænan ríkisrekstur.

Dagskrá fundarins:

  1. Græn skref Reykjavíkurborgar - reynsla og árangur: Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg.
  2. Græn skref í ríkisrekstri - nýtt verkfæri, tækifæri til árangurs: Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
  3. Hvað þurfa stofnanir að passa upp á í vistvænum innkaupum? Birna Guðrún Magnadóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Ríkiskaupum.
  4. Skrefin og óvænti árangurinn – Dæmi frá Landsspítala: Birna Helgadóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála hjá Landspítala.

Fundarstjóri verður Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.
Að fundinum standa Stofnun ...

11/25/2014
Meira

Hrafnaþing - Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi

Næsta Hrafnaþing verður næstkomandi miðvikudag, 26. nóvember kl. 15:15. Þá mun Ute Stenkewitz flytja erindi sem nefnist „Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi“.

Vinsamlegast athugið: Ákveðið hefur verið að Hrafnaþing verði framvegis á hefðbundum tíma, kl. 15:15-16:00.

Rjúpan, Lagopus muta, er vinsælasti veiðifugl Íslendinga og hefðbundinn jólamatur á borðum margra landsmanna. Stofnstærð rjúpunnar breytist á kerfisbundinn máta, stofninn rís og hnígur og hver sveifla tekur um 10 ár. Hvað veldur þessum sveiflum er ekki vitað en mögulegir áhrifavaldar geta tengst fæðuvali, rándýrum eða sjúkdómsvöldum.

Rjúpa í vetrarbúning. Ljósm. Daníel Bergmann.Í erindinu fjallar Ute um doktorsverkefni sitt sem hófst árið 2006 en ...

11/24/2014
Meira

Með náttúrunni - Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 2. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Mótmælaspjöld við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í Jökulsárgöngunni þ 26. sept. 2006. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakanna um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006  leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu (Jökulsárgöngu) niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og ...

11/24/2014
Meira

Tejurtir

Ekkert innlent heiti yfir te er til í málinu. Orðið nam hér land um leið og ný lendute fór að flytjast inn á 17. öld en fljótlega var farið að nota það yfir uppáhellingar með innlendum jurtum. Eggert Ólafsson, sem allt vildi hafa sem íslenskast, notar orðið te. Áður fyrr var talað um að gera seyði og við segjum – fáðu þér eitthvað heitt, sem er þó eins líklega komið úr ensku. Fram eftir öllum öldum var þó ekkert heitt drukkið nema helst seyði af jurtum (og hugsanlega öl), hvort sem það var ætlað til hressingar eða lækninga, en það virðist ...

11/23/2014
Meira

Borgartréð í Reykjavík 2014

Garðahlynur, borgartré Reykjavíkur 2014.Borgartréð 2014 er garðahlynur við Sturluhallir Laufásvegi 49-51 þar sem Íslenska auglýsingastofan er til húsa. Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn í dag föstudaginn 21. nóvember. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hlynurinn við Sturluhallir var gróðursettur árið 1922 og er 10,2 m. á hæð og 2,02 í ummál þar sem bolurinn er sverastur, þetta er einhver krónmesti hlynur á landinu. Króna garðahlynsins er yfirleitt regnhlífalöguð hér á landi.

Hlynurinn hefur mikið gildi í ræktun í görðum og opnum svæðum. Viður hans er ljós og meðal annars notaður í parket, húsgögn og hljóðfærasmíð, eins og fiðlur ...

11/21/2014
Meira

Matjurtabændur í borg

Almenningsrými eru til að nota, segir forsprakki Laugargarðs

Mikil vakning hefur orðið á borgarbúskap um allan heim og hefur hann skotið rótum sínum í almenningsgarði í Reykjavík. Í útjaðri grasagarðsins í Laugardal hefur í sumar verið starfræktur samfélagsrekinn matjurtargarður.  Hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir er ein af forsprökkum verkefnisins Laugargarðs.

 Laugargarði er lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og miðlar af reynslu sinni. Ljósm. Niki Jiao, Laugagarður.Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenningsrými borgarinnar undir matjurtarræktun fyrir hverfisbúa og skapa um leið vettvang fyrir ýmsar uppákomur og fræðslu sem tengist sjálfbærni og matarmenningu.

Þau Brynja Þóra Guðnadóttir, Auður Inez Sellgren, Andri Andrésson og Niki Jiao stóðu fyrir starfseminni í sumar og fengu íbúa í ...

11/21/2014
Meira

Vistmorð og flensubani á fyrsta fræðslukvöldi Vistræktarfélags Íslands

EcocideVistræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir félaga sína (ath. allir geta gerst félagar) þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Síðumúli 1, 108 Reykjavík  (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands)

Dagskrá:

Hvernig er hægt að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum? Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um og útskýrir hugtakið vistmorð (e. ecocide) og hvað sé á döfinni í baráttunni gegn því.
Samtökin Eradicating Ecocide (Útrýmum vistmorðum) vinna að því að vistmorð verði skilgreint sem fimmti alþjóðlegi glæpurinn gegn friði í Rómarsamþykktinni. Samþykktin verður næst endurskoðuð árið 2015.

Sjá upptöku með stuttu yfirlýsingu Polly Higgins um vistmorð.

Sjá upptöku sem ...

11/20/2014
Meira

Haustfundur Landsvirkjunar 2014

Boðað er til haustfundar Landsvirkjunar þ. 25. nóvember frá kl. 14:00 -  16:00 í Silfurbergi í Hörpu undir fyrirsögninni Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku.

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Landsvirkjiun starfar í alþjóðlegu umhverfi og vil vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum mun vera fjallað um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Dagskrá:

  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra - Ávarp
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar - Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn
  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar - Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri

 

Endurnýjanlegir orkugjafar og ...

11/20/2014
Meira

Lífrænar sameindir á halastjörnunni 67P

Í frétt á BBC er greint frá því að geimfarið Philae hafi fundið lífræn kolefnasambönd á halastjörnunni 67P. 

Sjá frétt BBC

11/18/2014
Meira

Frumathugun á samlegð stofnana á sviði rannsókna og vöktunar

Hver í Reykjadal. ljósm. Guðrún TryggvadóttirSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur sett af stað vinnu við frumathugun á sameiningu nokkurra stofnana ráðuneytisins eða samþættingu verkefna sem undir þær heyra. Stofnanirnar sem um ræðir eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Umhverfisstofnun vegna verkefna á sviði vöktunar og Veðurstofa Íslands. Þá verða jafnframt skoðaðir mögulegir samstarfsfletir við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði.

Tilgangur verkefnisins er m.a. að meta þarfir, skilgreina markmið og framtíðarsýn og leiða í ljós hvort sameining stofnana eða samþætting verkefna sé góður kostur. Fyrir liggja skýrslur um stofnanauppbyggingu ráðuneytisins frá  2009 og 2010 auk þess sem ráðuneytið, í samstarfi við ...

11/18/2014
Meira

Með náttúrunni - Ómar Ragnarsson í eldlínunni - 1. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Ómar í skemmtiþætti í Sjónvarpinu um 1970.Ómar Ragnarsson skemmtikraft, fréttamann, rithöfund, flugmann, lagasmið og kvikmyndagerðamann þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni. Hann sagði upp störfum á fréttastofu Ríkisútvarpsins árið 2006 vegna stöðugra ásakana um hlutdrægni í fréttaflutningi af Kárahnjúkamálinu. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir náttúruvernd og verið óþreytandi á því sviði.

Að kvöldi 26. september 2006 leiddi Ómar ríflega 10 þúsund manns í mótmælagöngu niður Laugaveginn gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Í kosningum Rásar 2 og Stöðvar 2 um mann ársins sama ár varð Ómar hlutskarpastur. Hann ferðaðist til Bandaríkjanna, Noregs og víðar til að kynna sér þjóðgarða og skipan ...

11/17/2014
Meira

Umfjallanir um Náttúran.is

Greinar, þættir og viðtöl um/eftir Náttúruna á öðrum miðlum:

Valdar greinar, gagnrýni og viðtöl (við/um/eftir G.A.T./E.B.A).

2014 12.11. RÚV - Ríkisútvarpið - Rás 2 - Síðdegisútvarpið (ca. 55 mín. inn í þáttinn) - Vistvænar byggingar og HÚSIÐ. Viðtal við G.A.T.
2014 27.20. RÚV - Ríkisútvarpið - Rás 1 - Samfélagið umhverfismál. Byggingar nýta 40% allra hráefna. Umfjöllun um morgunfund Vistbyggðarráð og Náttúran.is.
2014 # 2 Í boði náttúrunnar - App hússins.
2014 3. tbl. 60. árgangur - Neytendablaðið - HÚSIÐ - nýtt app frá Náttúran.is.
2014 15.08. Morgunblaðið - Skólar og námskeið - Húsið, náttúran og umhverfið. Viðtal við ...

11/17/2014
Meira

Austurlenskar hefðir

Því er lýst í hugljúfri austurlenskri sögu hvernig tedrykkja húsmóður verður að nokkurs konar innlifun þar sem ketillinn, suðið í sjóðandi vatninu og ilmurinn af jurtunum renna saman við tilhlökkunina um friðarstund. Í Japan varð enda tedrykkja að listformi í anda Zenbúddisma. Sérstök tehús voru byggð samkvæmt fagurfræðilegum reglum. Jafnvel aðkoman sjálf, þar sem stiklað var eftir óreglulegum náttúruhellum í grænu grasinu, bjó gesti undir hátíðlega athöfn. Tegerðaráhöldin, sérhver hreyfing og hugsun, allt varð að yfirvegaðri hugleiðslu.

Um það leyti sem veldi Jóns Arasonar biskups stóð sem hæst hér á landi og konur tíndu blóðberg og ljónslappa um holt og ...

11/16/2014
Meira

Hótel Fljótshlíð fær Svaninn

Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að uppfylla aðrar kröfur sem snerta umhverfisstarf fyrirtækisins á öllum sviðum, meðal annars hvað varðar endurnýjun innanstokksmuna og veitingarekstur.

Allir gististaðir geta fengið Svansmerkið að því tilskildu að þeir uppfylli strangar kröfur Svansins. Nauðsynlegt er að vera með gott heildaryfirlit yfir ...

11/15/2014
Meira

Listin að sjóða egg

Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp er slökkt undir.
Vatninu hellt af pottinum og eggin snöggkæld með því að láta kalt vatn renna í pottinn því annars losnar skurnin ekki nógu vel frá himnunni utan um hvítuna.

Harðsoðin egg

Eins er farið að og með suðu ...

11/15/2014
Meira

Messages: