Að breyta um hugsunarhátt

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir fyrir jörðina okkar.

  1. Ímyndaðu þér hve stórt fjall þú hefur skilið eftir þig af dóti og sorpi það sem af er ævinni. Í framhaldi af því getur þú skoðað hvursu mikið af þessu rusli þú þurftir virkilega á að halda?
  2. Hugsaðu um hvaðan maturinn þinn kemur og hvað framleiðsla hans skilur eftir sig út um allan heim (innihald og umbúðir).
  3. Reyndu að reikna út það magn af húsgögnum og alls kyns innanstokksmunum sem þú hefur keypt og hent um ævina.
  4. Skoðaðu hvort að þú sért virkilega að nota dagana þína í samræmi við það hve lífið er stutt. Ertu t.d. að keyra fram og til baka um daginn bara til að kaupa einhvern óþarfa eða ertu að eyða tíma með sjálfum þér eða þínum nánustu?

Um leið og þú byrjar að hugsa með græna heilahvelinu getur þú stuðlað að því að auðlindir jarðar varðveitist örlítið lengur. Ef svo allir hinir gera það sama þá erum við búin að breyta svo miklu að líf afkomenda okkar á þessari jörð verður mögulegt. Annars er það það nefnilega ekki.

Grafík: Hugsað örlítið grænt, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

 

01/25/2015
Meira

Kristín Vala í Rómarklúbbinn

Kristín Vala t.v. og Vandana Shiva í pallborði er sú síðarnefnda kom til Íslands árið 2011.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hefur fengið innöngu í Rómarklúbbinn svokallaða (e. Club of Rome) sem vinnur að því að greina helstu vandamál sem steðja að mannkyninu og jörðinni.

Rómarklúbburinn eru alþjóðleg samtök sem eiga sér nærri 50 ára sögu en aðild að þeim eiga leiðtogar sviðum stjórnmála, viðskipta og vísinda sem deila áhuga á framtíð jarðar og mannskyns. Markmið samtakanna er að koma auga mikilvægustu viðfangsefnin sem móta muni framtíð manna og meta hættur sem steðja að mannkyninu ásamt því að koma með lausnir til þess að takast á við þær áskoranir sem bíða þjóða heims ...

01/23/2015
Meira

Ákall - Sýning í Listasafni Árnesinga

Gjörningaklúbburinn; Háaloft

Laugardaginn 24. janúar klukkan 14:00 opnar sýningin Ákall í Listasafni Árnesinga. Þau verk sem valin hafa verið á þessa sýningu tengjast öll orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Verkin eiga það sameiginlegt að vekja upp gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku. 

Sýningarstjóri er Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er hluti af doktorsrannsókn hennar við Háskólann í Rovaniemi Finlandi og Háskóla Íslands. 

 Með aukinni þekkingu á heiminum lærum við hvernig allt ...

01/23/2015
Meira

Kemísk efni í hlutum og réttur neytandans

Allt í kringum okkur eru kemísk efni sem koma víða að góðum notum í okkar daglega lífi. Þó eru sum innihaldsefni varasöm og mikilvægt að neytandinn sé upplýstur um slíkt svo hann geti tekið upplýsta ákvörðun í verslunum. Neytandinn getur skoðað innihaldslýsingu á umbúðum efna eða efnablandna og að auki skulu öryggisblöð með ítarlegri upplýsingum um örugga notkun fylgja þeim vörum notaðar eru í atvinnuskyni.

Engar kröfur eru gerðar um efnainnihaldslýsingu á hlutum, eins og t.d. húsgögnum, vefnaðarvörum, skóm og raftækjum. Þessir hlutir innihalda þó kemísk efni sem gefa þeim ákveðna eiginleika. Mýkingarefnum er t.d. bætt í plast ...

01/23/2015
Meira

Ráðstefna um lífrænan úrgang í undirbúningi

Árangursrík skóggræðsla með birki á vikursöndum Heklu. Kjötmjöl nýtist vel við þessa uppgræðslu. Ljósmynd: Pétur HalldórssonStilla þarf saman strengi og nýta þessa auðlind

Í undirbúningi er ráðstefna um nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og annarrar ræktunar. Ráðgert er að hún verði haldin í húsakynnum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars. Skipað hefur verið í undirbúningshóp þar sem sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, fyrirtækja í úrgangsiðnaði, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.

Margvíslegur lífrænn úrgangur fellur til hér á landi og með vaxandi umhverfiskröfum verður æ brýnna að þeim verðmætum sem felast í slíkum úrgangi sé ekki hent heldur séu þær nýttar til þarfra verkefna svo sem landgræðslu og ýmissar ræktunar, til ...

01/22/2015
Meira

Lífsgildin og að lifa eftir þeim

Á myndinni eru tiltekin 17 atriði eða gildi sem unnin eru út frá teikningu Colleen Stevenson „The living principles and living of principles“ en fært í stíl Náttúrunnar af Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsóttur.

Margt hefur verið skrifað um vistrækt (permaculture) á öðrum málum en lítið á íslensku fyrr en nú hér á Vistræktarsíðu Náttúrunnar. Stundum virka fræðin ansi flókin en samt er það svo að með því lifa með hugmyndafræðinni um skeið verður hún einfaldari og virkar svo sjálfsögð og byggð á skynsemi og náungakærleik. Einmitt það sem að við þurfum á að halda í samfélagi nútímans.

01/22/2015
Meira

Orkustofnun ógnar friði rammaáætlunar

Í Þjórsárverum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við erindi Orkustofnunar til verkefnisstjórnar rammaáætlunar um virkjanamál. Orkustofnun sendi í gær verkefnisstjórninni fjölmargar virkjanahugmyndir til umfjöllunar þar á meðal hugmyndir sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar. Þess utan er ein hugmyndanna Hveravellir, einn fjölfarnasti áningarstaður ferðamanna á miðhálendinu sem nýtur friðlýsingar og á ekkert erindi inn í rammaáætlun.

Landvernd telur Orkustofnun vega stórlega að friði um rammaáætlun og hvetur verkefnisstjórn rammaáætlunar til að taka ekki þær virkjanahugmyndir sem eru í núgildandi verndarflokki áætlunarinnar til umfjöllunar, enda einungis tvö ár síðan þær voru flokkaðar í vernd. Þannig standi verkefnisstjórn vörð um það mikilvæga ferli sem felst ...

01/21/2015
Meira

Dósa- og pakkamatur

Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.

Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen (BHT) (E-321) og fleiri efni. Þá eru ótalin litarefnin sem geta verið þau sömu og í sælgæti. Þau eru oft  unnin úr jarðolíu eða kolatjöru.

Margar niðursuðudósir eru húðaðar að innan með epoxý-resín efni sem inniheldur í sumum tilvikum efni ...

01/20/2015
Meira

Þorrinn

Þorri - 20. janúar – 20. febrúar

Þorri er sá mánuður, á hverjum sól gengur um vatnsberamerki. Með þorrakomu er vetur hálfnaður. Nú er tími til innanbæjarverka en útivinna er nú lítil nema grjótdráttur. Allt sem þú geymir af lifandi ávöxtum innanhúss þarf nú meiri vöktun en fyrri part vetrar og því meiri sem á líður fram til sumarmála að það skemmist ekki af frosti eða hita, slaga eða ofþurki. Til að gjöra góðan sáðreit er nú hænsnaskarn besti áburður, sé það borið þriggja þumlunga þykkt yfir hann og rigni þar niður til sáðtímans á vori. Mikil votviðri í þessum mánuði boða ...

01/20/2015
Meira

Garðfuglahelgin er næstu helgi

Ljósmynd Örn ÓskarssonÁrleg garðfuglaathugun Fuglaverndar verður um næstu helgi - dagana 23.jan-26.jan. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma einhvern þessara daga.  Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á ...

01/19/2015
Meira

Endurvinnslukort Náttúrunnar

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað nýtt Endurvinnslukort. Svona virkar kortið:

Nágrenni:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast við hnit innslegins heimilisfangs eða reiknaða staðsetningu tölvu eða handtækis. Draga má punktinn um kortið til að sjá þjónustu í nágrenni annara staða.           

Flokkar:
Til að einfalda aðgengi að því sem leitað er að eru upplýsingar um hina ýsmu endurvinnsluflokka ...

01/19/2015
Meira

Tunglið og dagverkin

Tungldagatal, þvottur. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Til að fylgja tunglinu þarf að gera hlutina á réttum tíma

Gott er að hafa við hendina:
Bók: Moon time, the art of harmony with nature and lunar cycles. Eftir Johanna Paungger and Thomas Poppe.
Einnig er hægt að fylgjast reglulega með þessari heimasíðu: http://www.paungger-poppe.com.
Dagbók með tunglstöðu: Setja þarf í dagbók/ gsm símann hvað á að gera hverju sinni.

Til að geta nýtt sér krafta tunglsins þarf að fara eftir nokkrum grunnþáttum þess. Nauðsynlegt er að vita hvort tunglið sé vaxandi eða minnkandi en þær upplýsingar má nálgast t.d. í Almanaki Háskólans Íslands,
Tunglið er ...

01/18/2015
Meira

Gamla íslenska tveggja missera almanakið

Niðurskipan daganna á árshringinn er mannanna verk. Nýtt ár þarf ekki að byrja tíu dögum eftir vetrarsólstöður enda líklegast leifar frá rómverskum skikk enda almanakið sem við brúkum frá þeim komið. Meðan við héldum okkur við gamla tveggja missera almanakið urðu árstíðaskipti sumardaginn fyrsta og svo aftur fyrsta vetrardag. Tímabil voru oft miðuð við stjórnartíð þjóðhöfðingja og samkvæmt þeirri hefð sögðu Íslendingar skilið við Kristján 10. og lýstu yfir lýðveldi á 32. ríkistjórnarári hans.

Gamla íslenska tveggja missera almanakið er bændaalmanak og almanök sem taka mið af búskap, veiðum og ræktun eru enn gefin út í mörgum löndum og oftast ...

01/18/2015
Meira

Kynningarfundur um breytingar varðandi raf- og rafeindatækjaúrgang 12. janúar

Skýringarmynd sem á að útskýra viðskiptamódel að hagrænu hvatakerfi Úrvinnslusjóðs.Hinn 1. janúar sl. komu til framkvæmda breytingar á fyrirkomulagi og framkvæmd varðandi söfnun á raf- og rafeindaúrgangi á þá vegu að umsjón þessa málaflokks var flutt til Úrvinnslusjóðs. Sem afleiðing þessa mun málaflokkur þessi framvegis vera undirorpinn m.a. úrvinnslugjaldi ásamt því að einstaka breytingar verða gerðar varðandi stjórnsýslu, þ.m.t. eftirliti, þessarar starfsemi.

Í ljósi þess að um er ræða verulegar breytingar frá núverandi framkvæmd  hélt Úrvinnslusjóður í samvinnu við Félag atvinnurekanda, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu kynningarfund mánudaginn 12. janúar 2015.

Hér má sjá fyrirlestur Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs

01/18/2015
Meira

Húsið – App Náttúrunnar

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Ná í Húsið fyrir iOS.

Ná í Húsið fyrir Android

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.

Merkingar
Hér finnur þú safn af alls kyns merkjum sem hafa með umhverfi, sjálfbærni, endurvinnslu og hættur að gera. Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að ...

01/17/2015
Meira

Franskar eða djúpsteiktar kartöflur

Í bókum stendur gjarnan að Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, hafi uppgötvað frönsku kartöfluna. Réttara er að hann hafði mikinn áhuga á eldamennsku og mun hafa kynnst djúpsteikingu á kartöflum meðan hann dvaldi sem diplómat í París á stjórnarárum Lúðvíks XVI.

Uppruni steiktu strimlanna er ekki á hreinu en Belgía eða svæðið við belgísku landamærin kemur sterklega til greina. Það er sagt af kokki frakkakonungs að hann hafði verið önnum kafinn við að djúpsteikja kartöflur en kippti þeim upp hálfsteiktum þegar ljóst var að herrann kæmi ekki í mat á tilsettum tíma. Hann greip svo til þess ráðs, í ráðleysi sínu ...

01/17/2015
Meira

Vitundarvakning um úrgangsmál

Rusl til urðunar í Álfsnesi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fyrir rúmum 12 árum síðan voru hér á landi samþykkt lög um meðhöndlun úrgangs (nr. 55/2003 ). Meginmarkmið laganna er að tryggja ábyrga úrgangsstjórnun og að meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og að ekki hljótist af skaði fyrir umhverfið. Þá sé unnið að sjálfbærri auðlindanotkun og með sértækum aðgerðum og fræðslu reynt að  draga úr myndun úrgangs og auka nýtingu hráefna. Mikilvægt er lika það grundvallaratriði að handhafar úrgangs borgi ávallt þann kostnað sem til fellur.

En svokölluð mengunarbótaregla var innleidd í íslensk lög árið 2012 og er í raun um ...

01/16/2015
Meira

Nýjar reglur um velferð sauðfjár og geitfjár

Kindur í Flóa. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Út er komin reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár byggð á nýjum lögum um velferð dýra auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Eldri reglugerð um aðbúnað og- umhirðu sauðfjár og geitfjár fellur þar með úr gildi.

Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði alls sauðfjár og geitfjár með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skal við að sauðfé og geitur geti lifað í samræmi við eðlilegt atferli sitt eins og framast er kostur. Í reglugerðinni koma fram lágmarkskröfur um einstök atriði.

Meðal nýmæla má nefna að hver sem ætlar að eignast sauðfé eða geitfé skal tilkynna það ...

01/16/2015
Meira

Geymsla matvæla - frágangur mataríláta

Matarílát

Matarafgangar í ísskáp. Ljósmynd af lifeline.de.Sjálfsagt hefur eitthvað af matarafgöngum fallið til á heimilum landsmanna yfir jól og áramót. Og þó að sjálfsagt sé búið að sporðrenna þessu öllu núna, er ekki úr vegi að minna á mikilvægi þess að afangur breytist ekki í úrgang. Allt var þetta keypt fyrir peninga, og auðvitað nær það ekki nokkurri átt að fjórðungur eða þriðjungur allra þeirra matvæla sem koma inn á heimilin fari beint í ruslið.

Einhvern tímann benti ég á einfalda leið til að koma í veg fyrir að matvælum væri hent eftir að þau eru komin inn á heimilin. Það mætti t.d. gera ...

01/15/2015
Meira

Messages: