Markmið og saga Náttúrunnar

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja á milli vistvænnar aðferðafræði á öllum sviðum og raunverulegs vöru- og þjónustuframboðs í landinu. Til að ná markmiðum sínum þróar Náttúran stöðugt nýja þjónustuliði.

Jafnt fyrirtækjum sem félagasamtökum, stofnunum og almenningi er boðið að nýta sér þennan óháða vettvang til að koma upplýsingum á framfæri og eiga skoðanaskipti.

Náttúran.is á að vera náttúrutenging nútímamannsins og „umhverfislögga“ í jákvæðum skilningi.

Hugmyndin að Náttúrunni.is fæddist sumarið 2002 og hefur verið í þróun æ síðan. Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður (sjá ferilskrá). Hugmyndin byggir á því að nota veraldarvefinn sem tæki til að skapa sjálfbært samfélag.

Náttúran hefur gengið í gegnum langt ferli og hefur mótast í samvinnu við fjölda aðila þann tíma sem vefurinn hefur verið í þróun. Haustið 2005 var frumgerð Náttúrunnar, sem nefndist Grasagudda.is, sett í loftið. Á Grasaguddu var leitast við að tengja saman upplýsingar um umhverfismál hvaðanæva að og flytja fréttir. Grasagudda.is sameinaðist síðan Náttúrunni.is þann 25. apríl 2007.

Náttúran.is fagnaði 5 ára afmæli sínu þ. 25. apríl 2012 en þann sama dag fékk Náttúran.is virtustu umhverfisverðlaun landsins Kuðunginn umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki“. Í rökstuðningi valnefndar segir ennfremur að „stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“

„Vefsíðan hefur innleitt nýja hugsun í umhverfisvitund Íslendinga. Þar eru á einum stað aðgengilegar leiðbeiningar sem auðvelda fólki að taka upp sjálfbæran og umhverfisvænni lífsstíl.

Vefurinn gengir mikilvægu hlutverki í upplýsingamiðlun og menntun almennings og fyrirtækja. Þar er hægt að fá upplýsingar um umhverfismál heimilisins, um orkusparnað, vistvæn innkaup, betri nýtingu matvæla, sorpflokkun, um hvernig skuli flokka hluti og hvar sé hægt að skila hverjum hlut, þar er að finna skilgreiningar á hverjum flokki fyrir sig, sem oft vefst fyrir fólki. Einnig geymir vefurinn fróðleik um  hvernig hægt sé að forðast hættuleg efni við innkaup á vörum, þar er yfirlit yfir aukaefni í matvörum og skilgreiningar á umhverfismerkingum.“

07/21/2014
Meira

Söfnun og meðferð mjaðurtar

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð: Þurrkast best upphengd í litlum knippum.

Ljósmynd: Mjaðurt, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

07/20/2014
Meira

Vítamín Náttúra

Þrívíddarmynd af staðsetningu endurhæfingarmiðstöðvarinnar við VarmáNýlega sýndi Anna Birna Björnsdóttir lokaverkefni sitt á áhrifamikilli sýningu í Listasafni Árnesinga. Sýningin hét „Vítamín Náttúra“ eins og lokaverkefnið en það er afrakstur tveggja ára mastersnáms Önnu Birnu í innanhússarkítektúr við Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi.

Verkefnið fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti. Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á samskipti, sambönd og heilsu í alla staði svo hví ekki að nýta hana sem úrræði í byggðu umhverfi?

Niðurstaðan að verkefninu varð endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda varðandi tengingu og samskipti sín á milli. Upplifunin er ...

07/19/2014
Meira

Húsið - app fyrir iOS og Android um allt á heimilinu

Húsið, smellt á eldhúsið á inngangsmyndNáttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistvæn innkaup geta tengst þeim.

Merkingar
Hér ...

07/19/2014
Meira

Viltu taka þátt í vinnustofu í vistrækt?

Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínumPaulo Bessa heldur eins dags vinnustofu í vistrækt og visthönnun á Sólheimum sunnudaginn 27. júlí næstkomandi og er öllum boðið að taka þátt og kynna sér hugmyndafræði vistræktar.

Þátttaka kostar ekkert en þeir sem vilja leggja eitthvað til mega það. Þátttakendur taki með sér eitthvað til að leggja til sameiginlegs hádegisverðar. Annars er boðið upp á kaffi, te og kökur í boði hússins.

Vinnustofan snýst um að svara þessum spurningum og leita svara saman:

  • Hvernig notum við vistrækt á Íslandi?
  • Hvernig ræktum við skógargarð?
  • Hvaða tvíæru plöntur henta hér?
  • Sýndu mér hvernig....!
  • Hvað er hægt að rækta á Íslandi?
  • Gefðu ...
07/18/2014
Meira

Gló kaupir Lifandi markað í Fákafeni og í Kópavogi

Merki GlóViðskiptablaðið greinir frá eftirfarandi:

Skiptastjóri hefur selt alla veitingastaðina úr þrotabúi Lifandi markaðar.

„Við ætlum að Glóa þetta upp,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Gló, sem hefur keypt þá tvo veitingastaði sem út af í þrotabúi Lifandi markaðar. Veitingastaðirnir eru í Fákafeni í Reykjavík og í Hæðasmára í Kópavogi. Kaupin voru innsigluð nú í hádeginu. Elías segir stefnt á að ráða hluta starfsfólks Lifandi markaðar aftur. Töluverðar breytingar verða gerðar á báðum stöðunum. Stefnt er á að opna verslunina í Fákafeni í lok ágúst eða í september en veitingastaðinn í Hæðasmára í september eða í október. Fyrir rekur Gló þrjá ...

07/18/2014
Meira

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Við afhendingu Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, en þau hlaut Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunanna, en þau hlaut Páll Steingrímsson.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með ...

07/17/2014
Meira

Vinnu- og grillpartí í Seljagarði

Grillpartí í SeljagarðiSunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins  verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís. 

Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda vinnuna. Endilega komið líka með afganga af forræktuðum plöntum. 

Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðasinna sem byrjaði að undirbúa uppbyggingu samfélagsrekinna sjálfbærra borgarbýli snemma árs 2014. Í sumar fékk hópurinn afnot af matjurtagörðum í Seljahverfi til að koma á laggirnar samfélagsreknu ...

07/17/2014
Meira

Söfnun og meðferð blóðbergs

Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja tínslutímann nokkuð með því að færa sig af lægri svæðum af hálendari.

Tínsla: Takist með skærum eða stuttum og beittum hníf, forðist skemmdir á rótakerfi. Aðeins skulu teknar fíngerðustu greinar. Aldrei má klippa svo nærri að gamlar, grófar og trénaðar ...

07/16/2014
Meira

Nýr eigandi að Lifandi markaði

Þórdís Björk SigurbjörnsdóttirEins og fram hefur komið fór Lifandi markaður í þrot á dögunum (sjá grein). Verslanir Lifandi markaðar var lokað í gær en í fréttum á RÚV í dag var sagt frá því að nýr eigandi hafi tekið við rekstrinum og Lifandi markaður Borgartúni muni opna á ný á mánudag. Hinir staðirnir, þ.e. í Fákafeni og Hæðarsmára verða ekki opnaðar aftur. 

Nýr eigandi Lifandi markaðar er Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir en á vef FKA má lesa um bakgrunn Þórdísar Bjarkar.

Sjá einnig grein um kaupin á Viðskiptablaðinu.

Ljósmynd: Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, nýr eigandi Lifandi markaðar.

07/16/2014
Meira

Vínviður

Vínviður í gróðurhúsi Hildar HákonardótturVínviður vex víða í gróðurhúsum og skálum og gaman að sjá hann fyrst tútna og svo springa út á vorin. Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllingar, sem gjarnan mega vera úr soðnum korn-, bauna- eða grænmetisafgöngum. Fyllingin er sett á blöðin, þeim vafið utan um og raðað þétt saman í smurt eldfast fat og bakað í vel heitum ofni. Blöðin eru yfirleitt auðveld í meðförum og bögglarnir tolla vel ef þeir liggja þétt saman. Þeir gefa góðan keim og úr þessu verður óvenjulegur forréttur.

Bakaðir vínviðarlaufabögglar
Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllinga ...

07/15/2014
Meira

Lifandi Markaður gjaldþrota

Lifandi markaður gjaldþrotaÍ Viðskiptablaðinu í dag er svohljóðandi frétt um gjaldþrot Lifandi markaðar:

Eigendur Lifandi markaðar ákváðu að óska eftir gjaldþroti fyrirtækisins. Nýrra eigenda leitað.

Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem sameinaðist Virðingu í byrjun árs. Það voru eigendur fyrirtækisins sem óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí síðastliðinn. Þrotabúið er komið í hendur skiptastjóra sem hefur auglýst eftir kröfum í þrotabúið.

Verslun og veitingastaðir Lifandi markaðar eru ...

07/14/2014
Meira

Undarskriftasöfnun til bjargar býflugunum

Býfluga á gulu blómiEfnarisarnir BAYER og Syngenta, stærstu efnaframleiðendur heims, hafa hafið málsókn gegn Evrópusambandinu vegna banns sambandsins á skordýraeitrinu neonicotinoid eða neonic, sem sannað er að sé ábyrgt fyrir dauða milljóna býflugna um allan heim.

Gríðarmikið átak almennings varð til þess að Evrópusambandið bannaði skordýraeitrið að lokum.

Þetta sætta framleiðendurnir, BAYER og Syngenta sig ekki við enda mikill fjárhagslegur ávinningur í húfi, en skeyta um leið engu um framtíð býflugna eins og að það sé breyta sem engu máli skipti.

BAYER og Syngenta, halda því fram að bannið sé ósanngjarnt og ekki í samræmi við hættuna sem af efnunum stafa. En niðurstöður ...

07/13/2014
Meira

Hvít fata, svört fata

Þegar arfi og annað illgresi, sem bóndi minn kallar réttilega harðgresi, er reytt upp getur sumt af því farið í safnhauginn en annað ekki. Allt illgresi sem ekki er búið að mynda fræ eða fjölgar sér með rótum á vitaskuld að fara í safnhauginn. Sumt af hinu getur farið djúpt undir tré, sem verið er að planta, og rotnað þar eða það má bera það í óræktarflög. Sýktar jurtir og erfitt illgresi eins og njólafræ fer þó beint á ruslahauginn. Endalaust var ég að rugla saman hvað væri vinsamlegt harðgresi og ætti að fara með sinni dýrmætu orku og viðloðandi ...

07/12/2014
Meira

E efna tól Náttúrunnar

Náttúran.is hefur þróað E efna gagnagrunn í handhægt form á sérstökum vef e.natturan.is sem virkar eins og app. Þar er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum eða á spjaldtölvu í versluninni og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt efni sem eru almennt talin hættulaus eða jafnvel holl.
  2. Gult efni sem vert er að kynna sér betur og móta eigin afstöðu til.
  3. Rautt efni sem almennt eru talin varasöm eða jafnvel hættuleg.

Skoðanir eru skiptar um þessi efni og ...

07/10/2014
Meira

Steinselja og tómatar

SteinseljaSteinselja
Steinselju tökum við upp áður en fer að frjósa svo nokkru nemi og lausfrystum hráa og gróftskorna í álpappír sem við vefjum í litla böggla. Það er svo fljótlegt að mylja hana í hvaða rétt sem er og hún er afar frískleg. Svo má vefja teygju utan um steinseljubúnt og setja í plastpoka og beint í frysti og klippa svo af búntunum eftir þörfum út í pottinn. Einnig má þurrka steinseljuna. Það má skilja rótina eftir úti yfir veturinn og hlífa henni með mold, grasi eða laufum og sjá hvort kemur upp af henni næsta vor. Svo má taka ...

07/09/2014
Meira

Plöntuskiptidagur í Laugargarði

Plakat fyrir plöntuskiptidaginnNæstkomandi sunnudag þ. 13. júlí kl. 15:00, verður Plöntuskiptidagur í Laugargarði.

Laugargarður er staðsettur í Laugardal við hliðina á Fjölskyldugörðunum og nálægt Langholtssskóla. Laugargarður er samfélagsrekinn hverfisgarður. Garðurinn tilraun til að búa til stað fyrir borgarbúa til að vinna saman að jákvæðum samfélagslegum breytingum. Við trúum því að með því að efla samvinnu og samskipti meðal borgarbúa munum við saman skapa fallegra mannlíf.

Með plönutskiptidegi viljum við skapa vettvang fyrir fólk til að skiptast á plöntum, fræjum og fróðleik. Hvernig væri að gefa plöntunni þinni áframhaldandi líf og leyfa öðrum að njóta afleggjara þess en um leið bæta við ...

07/09/2014
Meira

Óvissustig vegna vatnavaxta í ám sunnan Mýrdalsjökuls

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýsir yfir óvissustigi vegna upplýsinga um að hlaupvatn sé komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi.

Á þessari stundu er það mat vísindamanna Veðurstofunnar að um lítið hlaup sé að ræða.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Ferðafólk er beðið um að fara að öllu með gát á svæðunum ...

07/08/2014
Meira

Álver á heimsmælikvarða?

Í HvalfirðiOpið bréf til Norðuráls á Grundartanga:

Undanfarnar vikur hefur í fréttablöðum gefið að líta heilsíðuauglýsingu með fyrirsögninni „Álver á heimsmælikvarða.“ Í auglýsingunni vekur Norðurál á Grundartanga athygli á góðum tökum sínum á útsleppi mengandi efna, einkum flúors. Norðurál telur að áhrif fyrirtækisins á lífríki Hvalfjarðar séu óveruleg, bendir á niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir árið 2013 því til sönnunar og telur gæði rekstrarins á heimsmælikvarða. Af þessu tilefni óskar Umhverfisvaktin við Hvalfjörð eftir því að forsvarsmenn ...

07/08/2014
Meira

Messages: