Leiðbeiningar vegna gjóskufalls

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og þó að öskufall sé ekki farið að hafa áhrif þá vitum við ekkert hvernig málin þróast og því gott að ryfja upp hvernig við getum undirbúið okkur komi til öskufalls á einhverjum tímapunkti. Eftirfarandi upplýsingar fengust frá Umhverfisstofnun í apríl 2010 er eldgosiði í Eyjafjallajökli gekk yfir og gilda enn.

Fínasti hluti gjóskunnar flokkast sem svifryk. Það er minna en 10 míkron. Svifryk á greiða leið niður í lungu og getur haft óæskileg áhrif á heilsu.

Áberandi öskufall:

Þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út er ráðlagt að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitjum. Börn og þeir sem eru með öndunarfærasjúkdóma skulu halda sig innandyra. Ráðlagt að nota hlífðargleraugu. Loka gluggum og hækka í ofnum til að draga úr því að ryk smjúgi inn. Hugsanlega þarf að þétta glugga.

Ekki áberandi öskufall – mistur:

Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Gott er að hafa blautan klút eða rykgrímu, einkum fyrir börn og þá sem eru með viðkvæm öndurfæri.

Sóttvarnarlæknir hefur veitt eftirfarandi upplýsingar um einkenni  vegna svifryks:


Einkenni í öndunarfærum:

  • Nefrennsli og erting í nefi
  • Særindi í hálsi og hósti
  • Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, til dæmis astma, getur fengið berkjubólgur sem varar í marga daga og lýsa sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum

Einkenni í augum:

  • Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar
  • Tilfinning um aðskotahlut
  • Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu
  • Útferð og tárarennsli
  • Skrámur á sjónhimnu
  • Bráð augnbólga, ljósfælni
09/02/2014
Meira

Farfuglaheimilið Loft er fyrsta farfuglaheimilið í heiminum til að fá viðurkenningu fyrir gæðastarf og sjálfbærni

Farfuglaheimilið Loft er fyrsta farfuglaheimilið í heiminum til að fá viðurkenningu frá alþjóðasamtökum Hostelling International fyrir gæðastarf og sjálfbærni í starfi.

Frá stofnun farfuglahreyfingarinnar hefur verið lögð áhersla á sjálfbærni í ferðamennsku þó hugtakið hafi í upphafi ekki verið skilgreint á sama hátt og það er gert í dag.
Stefna alþjóðasamtakanna var mótuð árið 1932 út frá grunnhugmyndum er varða umhyggju fyrir landinu ásamt fólki og hagkerfum, og að bjóða eigi uppá vandaða gistingu fyrir alla. Það er því greinilegt að sjálfbærni hefur verið forgangsatriði  í þróun farfuglaheimila frá upphafi. Árið 2010 stóðu alþjóðasamtökin fyrir því að útbúa stofnskrá Hostelling ...

09/02/2014
Meira

Stikilsber

Stikilsber (Ribes uva crispa / Ribes grossularia)Stikilsber hafa þann kost að fuglar láta þau að mestu í friði og hægt er að tína þau af jörðinni, ef þau hafa dottið af vegna ofþroskunar. Þau mygla þar ekki strax eins og önnur ber. Það nægir að setja þau í pott með helmingsmagni af sykri, kanelstöng og ögn af vatni og sjóða þangað til þykknar. Stikilsber þykja góð í chutney eða súrsætar samsuður. Englendingar munu ætíð hafa haft dálæti á stikilsberjum og hægt að læra margt af þeim varðandi notkun á villtum jurtum. Á breskum herragörðum og betri bæjum voru svokölluð stillrooms eða eimingarherbergi. Nokkurs konar vísir að ...

09/01/2014
Meira

Dill

Dill í bland við kartöflugrösÞegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Dill, í garði Hildar Hákonardóttur þ. 27.08.2009. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

09/01/2014
Meira

Fræsöfnun - Rabarbarafræ

Rabarbari með þroskuðum fræjumRabarbari eða tröllasúra (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum) er ein besta matjurt sem völ er á hér á landi.

Mig hefur lengi langað að reyna að rækta rabarbara upp af fræi þó að ég viti að oftast sé honum fjölgað með því að skera hluta af hnaus á eldri plöntu og koma fyrir á nýjum stað. Það hef ég prófað og það gengur fljótt og vel fyrir sig.

Þessi fallegu þroskuðu rabarbarafræ eru af risastórri rabarbaraplöntu í mínu næsta nágrenni en afkastameiri rabarabarajurt hef ég ekki séð annars staðar. Því finnst mér tilvalið að gera tilraun með að fjölga einmitt ...

09/01/2014
Meira

Fréttastefna Náttúrunnar

Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum. Sjá Fréttir Náttúrunnar.

Siðferðileg mörk
Náttúran.is áskilur sér rétt til að taka út fréttir og athugasemdir sem eru særandi, móðgandi eða geta beinlínis skaðað einhverja persónu, fyrirtæki eða stofnun. Náttúran tekur ekki afstöðu til pólitískra mála en er yfirlýstur málsvari náttúrunnar.

Fréttir og Grænvarp
Stefna Náttúrunnar er að ...

09/01/2014
Meira

Eitraður sveppur - Feyrutrektla

Feyrurektla (Clitocybe phyllophila)

Feyrutrektla (Clitocybe phyllophila)

Mjallhvítur sveppur sem vex í stórum stíl í lerkiskógum. Ef honum er kippt upp hangir mikið af lerkinálum í sveppþráðum sem tengjast stafnum. Sveppurinn inniheldur múskarín og er illilega eitraður.

Ljósmynd: Clitocybe phyllophila, Wikipedia Commons.

08/31/2014
Meira

Fréttir af gosi klukkan 10:30

Mjög slæmt veður er á gossvæðinu í Holuhrauni, mikill vindur og sandstormur og hafa vísindamenn, sem verið hafa á svæðinu orðið að fara í skálann í Dreka eða heim á leið. Gosið virðist vera á 1,5 km langri sprungu og hefur hraun runnið frá eldstöðinni í um 3 km í austur. Vísindamannaráð almannavarna kom saman klukkan 10:00 og mun meta stöðuna og fylgjast með framvindunni. Áfram er unnið á hættustigi.

Allir flugvellir eru opnir og engar flugvélar voru á svæðinu þegar eldgossins varð vart.

Vegna nýs eldgoss í Holuhrauni hefur Veðurstofa Íslands hækkað viðbúnaðarstigið við Bárðarbungu/Holuhraun aftur ...

08/31/2014
Meira

Sumarmatarmarkaður Búrsins í Hörpu

Saman gegn matarsóunarverkefnið á markaðinumFKynning á Islandus mysudrykkullt var út úr dyrum á sumarmatarmarkaði Búrsins í Hörpu í gær laugardaginn 30 ágúst. 

40 sýnendur taka þátt í markaðinum og vöruúrvalið er gríðarlegt og í sama hlutfalli frumlegt og spennandi.

Markaðurinn verður einnig opinn í dag sunnudaginn 31. ágúst frá 11:00-17:00.

Náttúran.is er á staðnum og kynnir gestum vefinn, öpp og kort. Sjáumst í Hörpu!

 

Kynning á vörum Urta IslandicaKjötvörur frá Mýrarnauti skoðaðar

08/30/2014
Meira

Ábending um storm frá Veðurstofu Íslands 31. ágúst 2014

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ábendingu:

Ábending vegna væntanlegs storms á sunnudag, 31. ágúst 2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir morgundaginn, sunnudag: Kröpp og djúp lægð kemur að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s. Það lítur einnig út fyrir talsverða rigningu víða um land og mikla úrkoma SA-til. Dregur úr vindi og úrkomu  aðfaranótt mánudags. Hiti á bilinu 10 til 17 stig, svo að um ...

08/30/2014
Meira

Kúrbítur

Kúrbítur (Succini) Kúrbítur er nýr hér á landi en vex vel í heimagróðurhúsum. Það þarf að frjóvga hann nema skordýrin séu því iðnari. Kúrbítur er svolítið framandi og uppskriftir sem okkur henta koma smátt og smátt. Vinkona mín kom frá henni Ameríku og leit inn í gróðurhúsið og sá að ég átti fjórar kúrbítsplöntur. Hún sagði að bragði: – Eftir sumarið verðurðu búin að læra að gera kúrbítsbúðing og kúrbítssúpu, kúrbítsbrauð og kúrbítspönnukökur, kúrbítsstöppu, fylltan kúrbít og bakaðan kúrbít. En þannig hafa margar spennandi uppskriftir orðið til. Menn hafa átt mikið af einhverri tegund og þurft að finna nýja og nýja leið á ...

08/30/2014
Meira

Aðalbláber

AðalbláberAðalbláber þarf víst ekki að kenna neinum að borða. Björn í Sauðlauksdal segir í Grasnytjum að Svíar hafi sætukoppana og efstu greinarnar með blöðum á í te og það bæti kvef og örvi blóðrás. Það er eins og við höfum aldrei tekið mark á þessu, kannski fáum við okkur ekki til þess að taka óþroskuð berin, en það er tilvalið að klippa svolítið og hafa í te meðan við erum að bíða eftir að berjatíminn hefjist. Bláber eru best eins og þau koma af jörðinni ný tínd, út á skyr með rjóma.

En eitt haustið var svo mikið af þeim ...

08/30/2014

Meira

Með náttúrunni - Mummi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson í eldlínunni - 4. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Þá er komið að fjórað og síðasta viðtalinu við Guðmund Inga Guðbrandsson, Mumma framkvæmdastjóra Landverndar. Eins og kom fram í fyrsta viðtalinu við hann þá hefur verið unnið ötulega að kynningu á Landvernd og þeim málefnum sem félagið stendur fyrir og  félagafjöldi aukist úr 500 í 3000 á skömmum tíma. Hlusta á þáttinn.

Úrdráttur úr viðtalinu

Mummi við Bláfánafhendingu.Landvernd vinnur að ýmsum mikilvægum málefnum svo sem Grænfána og- Bláfánaverkefni og spennandi verkefni sem nefnist „Hálendið hjarta landsins“. Félagsgjöldin ná skammt til að reka allt sem félagið hefur á sinni könnu. Hvernig gengur að fjármagna þetta fjölbreytta ...

08/29/2014
Meira

Neyðarstigi vegna eldgoss í Holuhrauni aflétt

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjóranna á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi aftur niður á hættustig vegna eldgossins í Holuhrauni sem hófst um miðnætti og lauk um kl. 4 í nótt.

Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna í Vísindaráði á stöðunni eins og hún er núna. Enn er mikil jarðskjálftavirkni í gangi og óljóst hver framvindan verður og er fólk því beðið að fylgjast náið með fréttum um stöðu mála.

Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi að vestanverðu eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Klukkan 10 í morgun færði Veðurstofa Íslands ...

08/29/2014
Meira

Eitraður sveppur - Lummusveppur

Lummusveppur ()Paxillus involutus

Lummusveppur (Paxillus involutus)

Frekar stór grábrúnn sveppur sem dökknar við snertingu. Flatur hattur með innbeygðu hattbarði. Var áður fyrr talinn ætur eftir suðu en sú aðgerð eyðileggur aðeins þann hluta eiturefnanna sem valda magakvölum. Önnur eiturefni hans geta valdið skemmdum á blóðrásinni þegar þau ná vissu magni í líkamanum.

Ljósmynd: Paxillus involutus, Wikipedia Commons.

08/29/2014
Meira

Rabarbarasulta með sítrónum

Niðurskorinn rabarbari og sítrónur.Hér kemur skemmtileg rabarbarasultuppskrift úr Nýju matreiðslubókinni, bók sem notuð var m.a. í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni á sínum tíma. Bókin var gefin út árið 1954 og aftur 1961.

Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykrinum til næsta dags ásamt gula berkinum af sítrónunum. Sjóðið sultuna með sítrónusafanum, þar til hún er mátulega þykk, eða í 10-20 mínútur.

1 kg rabarbari

1-2 sítróunu

1 kg sykur

...

Hægt er að minnka sykurmagnið og nota 2/3 af uppgefnu magni. Það er hægt að nota fleiri efni eins og hrásykur eða agavi síróp (Bára Kjartansdóttir).

 

08/29/2014
Meira

Eldgos hafið norðan Vatnajökuls í Holuhrauni

02:14

Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur - suðvestur átt. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við rannsóknir skammt frá gosinu,  fylgjast með því í öruggri fjarlægð. Áætlað er að  TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir gosstöðvarnar um klukkan 09:30 í fyrramálið 29. ágúst. ISAVIA hefur lýst yfir nýju hættusvæði frá jörðu upp í 18000 feta hæð fyrir blindflug (sjá meðfylgjandi mynd). Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið fullmönnuð vegna eldgossins og hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi ...

08/29/2014
Meira

Fræðsla um söfnun og meðhöndlun fræja.

Mjaður með þroskuðum fræjumFræbanki Garðyrkjufélagsins efnir til fræðslu um tínslu og meðhöndlun fræja fimmtudaginn 28. ágúst í Grafarvogi. Fræðslan hefst kl 18:00 og stendur í um það bil tvær klukkustundir.

Nú er rétti tíminn til að fylgjst með þroskun fræja í garðinum, sumarbústaðalandinu og nánasta umhverfi.

Sérfræðingar fræbankans ætla með þátttakendum að safna hinum ýmsu tegundum fræja.

Skoðað verður hvernig fræ hinna ýmsu tegunda lítur út og hvenær það er þroskað. Þá verður kennd meðhöndlun fræja til að mynda þurrkun, geymsla  og pökkun þeirra.

Gefin verða góð og hagnýt ráð um sáningar og margt fleira. Fræbanki Garðyrkjufélgsins gefur út frælista á hverju ...

08/28/2014
Meira

Hentugur matsveppur - Kúalubbi

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex í nágrenni við birki.

Ljósmynd: Kúalubbi (Leccinum scabrum) Wikipedia Commons..

08/28/2014
Meira

Messages: