Fullyrðingar RÚV um „ósannaða virkni ýmissa vara í apótekum“ stenst ekki skoðun

Skjáskot úr sjöfréttatíma Sjónvarps þ. 5. mars 2015.Í sjöfréttum í gærkvöldi birti Ríkisútvarpið viðtal við Svan Sigurbjörnsson, lækni, um ósannaða virkni ýmissa vara í ápótekum, í framhaldi af umfjöllun Katsljóss um skottulækningar.

Í fréttinni eru nokkrar íslenskar vörur teknar sérstaklega til umfjöllunar og ýmislegt fullyrt um þær án þess að framleiðendum varanna sé gefið tækifæri til að tjá sig um málið.

Vörurnar sem um er að ræða heita SagaMemo frá Saga Medica og Fótagaldur frá Villimey. Viðmælandinn fullyrðir að ekki hafi verið gerðar rannsóknir á virkni efnanna sem notaðar eru í vörunum. Einnig fer myndavélin yfir vöruna Hafkalk samtímis sem viðmælandinn segir að „slæmt er ef apótek taka hvað sem er til sölu“.

Hér er um frekar alvarlegar ásakanir að ræða sem RÚV birtir sem frétt. Ráðist er að viðurkenndum íslenskum frumkvöðlafyrirtækjum sem hafa öll tiltekinn leyfi fyrir hendi og hafa á undanförum árum fjárfest í íslenskri nýsköpun og spennandi vöruþróun með góðum árangri. Gefið er í skyn að hér sé um að ræða enn eina tegund af skottulækningum sem neytendur ættu að forðast.

Landsmenn bera almennt mikið traust til fréttastofu RÚV, sem í þessu tilfelli getur haft skaðleg áhrif á umrædd fyrirtæki og markaðssetningu þeirra. Fréttin rýrir algjörlega trúverðugleika varanna og ber fréttastofa RÚV að mínu mati mikla ábyrgð í málinu.

Örstutt leit á netinu skilaði allt öðrum niðurstöðum um vörurnar en Svanur gaf í skyn í viðtalinu:

Á vefsvæði Saga Medica (sagamedica.is) kemur eftirfarandi fram:

„Rannsóknarstarf SagaMedica er hornsteinninn að fyrirtækinu. Sigmundur Guðbjarnason hóf rannsóknir á íslenskum lækningajurtum árið 1992. Þær rannsóknir leiddu til stofnunar SagaMedica árið 2000, eftir að sýnt hafði verið fram á ýmsa gagnlega eiginleika jurtanna. Nú hefur SagaMedica rannsakað um helming þeirra áttatíu lækningajurta sem finna má í íslenskri náttúru.“

Í framhaldi er talin upp fjölda rannsóknastofnanna, lífefnafræðinga og prófessora frá Háskóli Íslands sem hafa komið að rannsóknum á virkni efnanna sem Saga Medica notar.

Um SagaMemo kemur m.a. eftirfarandi fram:

„SagaMemo inniheldur efni úr hvannarfræjum og blágresi úr hreinni íslenskri náttúru. Sýnt hefur verið að þessar tvær jurtir hafa samvirkni og hjálpa til að hægja á niðurbroti á asetýlkólíni, taugaboðefni sem er mikilvægt fyrir minnið. Regluleg notkun er einnig talin auka orku, framtakssemi og vellíðan.“

„Ritrýnd grein um efnin í SagaMemo var gefin út af ritrýndu, erlendu vísindatímariti. Þar var fjallað um samvirkni efnanna og hvernig virkni þeirra er meiri þegar þau eru notuð samtímis. Sigurdsson S and Gudbjarnason S (2007) Inhibition of acetylcholinesterase by extracts and constituents from Angelica archangelica and Geranium sylvaticum. Z Naturforsch 62c: 689-693“

Á vefsíðu Villimey (villimey.is) kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Smyrslin frá Villimey eru lífrænt vottuð af Vottunarstofunni Túni. Lífrænt vottaðar vinnslustöðvar uppfylla kröfur um innihald afurða, uppruna og aðgreiningu hráefna, gæðastýringu o.fl. sem reglur kveða á um.“

Á vefsvæði Hafkalks kemur eftirfarandi fram:

„Hafkalk ehf. leggur mikla áherslu á hámarks gæði og hreinleika vörunnar og vinnur samkvæmt HACCP og GMP gæðastöðlum við framleiðsluna. Einungis eru notuð innihaldsefni af hæsta gæðaflokki fyrir allar framleiðsluvörur félagsins og jafnframt eru allar framleiðsluvörur fyrirtækisins lausar við fylliefni, kekkjavarnarefni og önnur óæskileg íblöndunarefni. Vottunarstofan Tún staðfesti á árinu 2012 að Hafkalk ehf. uppfylli reglur um framleiðslu náttúruvara og er fyrirtækinu heimilt að nota merki Túns á vörur sínar. Með vottun Túns er staðfest að Hafkalk noti einungis viðurkennd hráefni við framleiðslu á hinum vottuðu vörum, að aðferðir við úrvinnslu og blöndun samræmist reglum um framleiðslu náttúruvara, og að gæðastjórnun, skráningar og merkingar uppfylli settar kröfur.“

Ekki er annað hægt að sjá en að um mjög eðlilega markaðssetningu sé að ræða á þessum vörum, enda ber að hafa í huga að hér er verið að selja bætiefni og snyrtivörur – hvergi er gefið í skyn að um lyf sé að ræða.

Spennandi nýsköpun

Í skýrslu Íslandsstofu um kortlagningu á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína (http://www.islandsstofa.is/files/natturu-extract-skyrsla-mai-2013.pdf) er ályktað að tækifærin  fyrir íslenska nýsköpun á þessu sviði séu mýmörg, að nýsköpun og frumkvöðlahugsun sé ríkjandi og að fyrirtækin leiti leiða til að nýta hráefnin betur og búa til vörur sem eru vel samkeppnishæfar á alþjóðavísu. Öll fyrirtækin þrjú (Saga Medica, Hafkalk og Villimey) tóku þátt í úttektinni.

Þess má geta að bæði Villimey of Hafkalk hafa fengið styrki frá Byggðastofnun fyrir markaðssetningu náttúruvara erlendis. Hafkalk fékk aðstoð frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í upphaf verkefnisins. Þess má einnig geta að Hafkalk ehf. hlaut silfurverðlaun á norrænni nýsköpunarsýningu „Natural Products Scandinavia“ í fyrra fyrir vöruna Haf-Ró í flokknum „Bestu nýju heilsu- og fæðubótarefnin“. Saga Medica hlaut árið 2009 sérstaka viðurkenningu frá Samtökum Iðnaðarins, Háskólanum í Reykjavík og Rannsóknamiðstöðvar Íslands fyrir að vera eitt af þeim sprotafyrirtækjum sem höfðu sýnt mesta veltuaukningu (Vaxtarsprotinn 2009).

Allt þetta hefði fréttamaðurinn átt að kanna áður en fréttin var birt. Það þarf að gera greinarmun milli viðurkenndra bætiefna og vandaðra snyrtivara og ekki bera saman við jónað vatn og álíka vitleysu. Hér er um mjög óábyrga og óvandaða fréttamennsku að ræða sem getur haft slæm áhrif á ört vaxandi nýsköpunargrein á Íslandi. Eðlilegt væri að RÚV myndi draga fréttina til baka og gefa öllum þremur fyrirtækjunum tækifæri að svara fyrir sig í sjöfréttum dagsins.

Rétt er að taka fram að undirrituð hefur engin tengsl né hagsmuni að gæta við umrædd fyrirtæki.

03/06/2015
Meira

Lífrænn úrgangur - bætt nýting, minni sóun

Árangursrík skóggræðsla með birki á vikursöndum Heklu. Kjötmjöl nýtist vel við þessa uppgræðslu. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Á ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu.

Að ráðstefnunni standa Sorpurðun Vesturlands, Molta ehf. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ásamt Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, verður ráðstefnustjóri.

Dagskrá ráðstefnunnar hefur verið birt með fyrirvara um breytingar. Þar kennir ýmissa grasa. Rætt verður um hugtökin úrgang og hráefni en síðari ár hefur þróunin verið í þá átt að líta á úrgang frekar sem hráefni en vandamál. Farið verður yfir ...

03/06/2015
Meira

Vinningshafar í ljósmyndaleik Hjarta landsins

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Ljósm. Roar Aagestad.

Í dag voru verðlaun veitt í ljósmyndasleik Hjarta landsins sem efnt var til í sumar sem leið. Gríðargóð þátttaka var í ljósmyndaleiknum og mikill fjöldi frábærra ljósmynda kom til álita.

Sigurvegarar í ljósmyndaleiknum eru:

1.sæti. Flugferð um hálendið með Ómari Ragnarssyni
Roar Aagestad fyrir mynd af Kýlingum í Friðlandi að Fjallabaki

2.sæti. Iphone 5C frá Símanum
Kristján Kristinsson fyrir mynd af Uxatindum

3.sæti. Gönguferð með Ferðafélagi Íslands
Jón Hilmarsson fyrir mynd af Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti

4.sæti. Gönguskór frá Útivist
María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir fyrir mynd af sundfólki í Víti við Öskju

Uxatindar. Ljósm. Kristján Kristinsson.

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Ljósm. Jón Hilmarsson.

Sundfólki í Víti við Öskju. Ljósm. María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir.

03/05/2015
Meira

Nýr vefur Hjarta landsins opnaður

Nýr vefur Hjarta landsins.

Vel tókst til á viðburði Landverndar á Kex-hostel í dag þar sem veitt voru verðlaun í ljósmyndasamkeppni Hjarta landsins og ný heimasíða Hjarta landsins, www.hjartalandsins.is og www.heartoficeland.org var formlega opnuð og Ómar Ragnarsson hélt hugvekju um hálendið.

Vakin var athygli á stórum viðburði sem haldinn verður 16.apríl nk. um málefni hálendisins og munu eftirfarandi samtök standa að þeim viðburði: Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Framtíðarlandið, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Samtök Útivistarfélaga og Ferðaklúbburinn 4x4.

Skoða nýja vef.hjartalandsins.is.

03/05/2015
Meira

Endurvinnslukort Djúpavogshrepps komið í loftið

Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps handsala fyrsta Endurvinnslukortssamninginn í lok janúar 2015.Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef- og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

NÝTT! Endurvinnslukort sveitarfélaganna

Nú hefur Endurvinnslukortið tekið á sig ...

03/05/2015
Meira

Hrafnaþing – Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir

Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. mars kl. 15:15. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Páll Bjarnason er byggingartæknifræðingur hjá EFLA verkfræðistofu. EFLA hefur unnið með dróna eða flygildi undanfarin tvö ár á samstarfi við Suðra ehf. og UAS Iceland. Farið verður yfir reynslu af notkun flygildanna og hverju er hægt að búast við af þeim, þ.e. gögn og gæði.

Á árinu 2014 voru flogin samtals 80 flug þar m.a. var kortlagt fyrir rannsóknir, skipulagsvinnu eða framkvæmdir. Sýnd ...

03/04/2015
Meira

Nýtt norrænt verkefni: Endurvinna á plastúrgang í auknum mæli

Plastmerkin sjö.Á hverju ári er um 700 þúsund tonnum af plastúrgangi hent í rusl á norrænum heimilum. Þetta plast væri unnt að endurnýta. Norræna ráðherranefndin hefur því hrint verkefni í framkvæmd sem gengur út á að kanna leiðir til að auka endurvinnslu á plastúrgangi á Norðurlöndum. Verkefnið hefur nú skilað af sér leiðbeiningum sem miðast við norrænar aðstæður.

Víða um heim er notkun á plasti að aukast. Um leið eykst plastúrgangur og losun hans út í náttúruna. Mikið magn plastumbúða endar sem heimilissorp.

Þrjár nýjar skýrslur um endurvinnslu á plasti hafa verið unnar á vegum átaksverkefnis norrænu forsætisráðherranna um grænan hagvöxt ...

03/03/2015
Meira

Leyfilegt að banna plastpoka

Plastpokar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innan skamms verður stjórnvöldum í aðildarríkjum Evrópusambandsins og þar með EES-svæðisins heimilt að skattleggja innkaupapoka úr plasti að vild og jafnvel banna notkun þeirra alfarið ef þeim sýnist svo.

Þetta var samþykkt á fundi umhverfisráðherra Evrópusambandsins á mánudag, en fyrri tilraunir til að ná svipuðu samkomulagi hafa ætíð strandað á fulltrúum Breta og nokkurra nýjustu aðildarlanda sambandsins.

Markmið samkomulagsins er að draga verulega úr notkun plastpoka innan vébanda Evrópusambandsins, eða um allt að áttatíu af hundraði fram til ársins 2025. Þá er ætlunin að meðalnotkun evrópska meðaljónsins á hefðbundnum innkaupapokum úr plasti verði komin niður í 40 poka á ári ...

03/03/2015
Meira

Upplýstur sparnaður á ikea.is

Ljóstímareiknivélin á ikea.isÁ ikea.is er nú að finna ljóstímareiknivél sem Orkusetur hefur þróað en hún gerir fólki kleift að reikna á einfaldan hátt út hve mikið má spara á ári með notkun á LED ljósaperum, miðað við notkun á glóperum eða Halogenperum.

Aðeins þarf að fylla inn fjölda pera, verð og styrkleika. Þar sem sölu glópera er hætt á flestum sölustöðum, er verð þeirra fest í töflunni.

Sparnaðurinn fer eftir fjölda pera á heimilinu og það er misjafnt hve margar ljósaperur eru á heimilum fólks, en til viðmiðunar er meðalfjöldinn eftirfarandi:

40-70 m2 = 20 ljósaperur

70-100 m2 = 25 ljósaperur

100-130 m2 ...

03/03/2015
Meira

Verðlaunafhending í ljósmyndaleik Landverndar

Mosi í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir. Ath. myndin tengist ekki samkeppninni.Síðastliðið haust efndi Landvernd til ljósmyndaleiksins #hjartalandsins með það að markmiði að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins. Ljósmyndaleikurinn er hluti af verkefninu Hálendið - hjarta landsins.

Fimmtudaginn 5. mars mun Landvernd veita verðlaun fyrir ljósmyndir sem bárust, þar á meðal mun Ómar Ragnarsson afhenda fyrstu verðlaun, flugferð yfir hálendið með honum sjálfum. Ómar mun einnig halda stutta hálendishugvekju. Við þetta tilefni mun Landvernd opna nýja heimasíða Hjarta landsins og frumsýna stutt myndband.

Viðburðurinn hefst kl 17:00 á Kex við Skúlagötu.
 
Landvernd býður alla hjartanlega velkomna!

03/02/2015
Meira

San Francisco bannar sölu á plastflöskum

Einnota plastflöskur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Borgaryfirvöld í San Francisco hyggjast banna sölu á plastflöskum sem innihalda vatn. Með þessu vilja yfirvöld í borginni leggja sitt af mörkum til að draga úr gríðarlegum úrgangi sem hlýst af plastframleiðslu heimsins.

Á næstu fjórum árum stendur til að banna sölu á flöskum sem rúma um hálfan lítra af vatni eða minna á opinberum stöðum.

Þeir sem gerast brotlegir við hinar nýju reglur mega eiga von á þúsund dala sekt.

03/02/2015
Meira

Markmið og saga Náttúrunnar

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja á milli vistvænnar aðferðafræði á öllum sviðum og raunverulegs vöru- og þjónustuframboðs í landinu. Til að ...

03/01/2015
Meira

Bæjarbúar – Ræktum grænmeti í kössum

Ungar tómatplöntur í forræktun, hægt er að nota alls kyns ílát undir pottana og sem potta. Ljósm. Paulo Bessa.Ef þú ert búsett/ur í íbúð í bæ eða borg og heldur að þú getir ekki ræktað eigin mat þá hefur þú rangt fyrir þér!

Það er mjög einfalt að rækta grænmeti þó að þú hafir engann garð til umráða ef þú ert með smápall eða svalir, jafnvel bara gluggasillu.

Tómatplöntur er einfalt að rækta í ílátum innivið. Finndu pott eða annað ílát sem er a.m.k. 30 sm breytt og 30 sm djúpt. Fylltu það af góðri gróðurmold, helst moltu og gróðurmold í bland. Tómatplöntur þurfa að vera á sólríkum stað innandyra. Þær þurfa líka mikla vökvun ...

03/01/2015
Meira

Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan

Nokkrir af  þekktustu sérfræðingum samtímans á sviði loftslagsrannsókna, Gavin Schmidt, Erick Fernandes, Kevin Anderson og Erik M. Conway, taka þátt í ráðstefnunni „Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan“ sem fram fer á Háskólatorgi 105 sunnudaginn 1. mars kl. 13:00 -  17:00.

Dagskrá:

 • Guðni Elísson: „Earth2015“
 • Gavin Schmidt: „Simulating the emergent patterns of climate change“
 • Erick Fernandes: „Turn Down the Heat – Why a 4°C Warmer World Must be Avoided”
 • Kevin Anderson: „Delivering on 2°C: evolution or revolution?“
 • Erik M. Conway: „Merchants of Doubt: How Climate Science Became a Victim of the Cold War“

Guðni Elísson, prófessor í ...

02/28/2015
Meira

Hver er ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum?

Landsvirkjun býður til opins fundar um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsaloftslagstegunda og gegn loftslagsbreytingum. Fundurinn verður haldinn í Gamla bíó miðvikudaginn 4. mars, kl. 14:00 - 17:00.

Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum og eru allir boðnir velkomnir.

 • Hlutverk Landsvirkjunar í loftslagsmálum - Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun
 • Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða? - Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
 • Uppgræðsla lands - Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins
 • Breytum lofti í við – kolefnisbinding með skógrækt - Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
 • Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell - Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands
 • Skógrækt undir merkjum ...
02/28/2015
Meira

Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 2. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Útdráttur úr viðtalinu

Hraunavinir sem dæmdir voru fyrir að verja Gálgahraun: Frá vinstri: Gunnsteinn Ólafsson, Krstinn Guðmundsson, Viktoría Áskeldsdóttir, Tinna Önnu- Þorvaldardóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Anna María Lind, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir.Við náttúruverndarsinnar erum engir vegaverkfræðingar, segir Gunnsteinn. Okkar hlutverk er að standa vörð um náttúruna, aðrir eiga að reikna út kostnað við vegagerðina og annað sem henni viðkemur. Framkvæmdin var meingölluð og allar ákvarðanir henni tengdar teknar á kostnað ...

02/27/2015
Meira

Lærðu að gera fjölnota töskur úr notuðum plastpokum

Halldóra Gestsdóttir og Ingibjörg Petra hönnuðuir og listgreinakennarar kenna hvernig gera má fjölnota töskur úr notuðum plastpokum en þessi kennsla er partur af sýningunni ÁKALL sem stendur yfir í Listasafni Árnesinga.

Þetta er einfalt og fljótlegt, eitthvað sem allir geta gert. Það eina sem þarf til er: notaðir plastpokar, straujárn, smjörpappír og saumavél.

Þessar töskur eru níðsterkar og hver taska er einstök (engin eins).

Kennslan fer fram í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þann 7. mars milli kl. 13:00 og 16:00.

Allir velkomnir.

02/27/2015
Meira

Vetrar Matarmarkaður Búrsins

Vetrar Matarmarkaður Búrsins verður haldinn í Hörpu frá 28. febrúar og 1. mars kl. 11:00 - 17:00.

Yfir 45 framleiðendur koma víðsvegar að hlaðnir ljúfmeti til sölu og smakks.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Hlökkum til að sjá ykkur!

02/25/2015
Meira

Sigríður Auður Arnardóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Sigríður Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að skipa Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðuneytisstjóra frá og með 1. mars næstkomandi. Þetta er gert með vísan til 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Sigríður Auður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í ráðuneytinu frá árinu 1998 og gegnt embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og á skrifstofu umhverfis og skipulags. Sigríður Auður var staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var settur ráðuneytisstjóri til eins árs.

Stefán Thors, fráfarandi ...

02/25/2015
Meira

Messages: