Tugþúsundir tonna af plasti á ári

Plastumbúðir. Grafík af Endurvinnslukorti Náttúran.is.Noti Íslendingar plast í jafn miklum mæli og íbúar Norður-Ameríku og Evrópu er heildarnotkun okkar 32.500 tonn á ári. Tölur Úrvinnslusjóðs sýna að um 24% af öllu umbúðaplasti og heyrúlluplasti skilar sér til endurvinnslu.

Það er vel yfir endurvinnslumarkmiði stjórnvalda, sem er 22,5%, en samt þýðir þetta að um þrír fjórðu hlutar allra plastumbúða lenda einhvers staðar annars staðar.

Stefán Gíslason fjallar um heimsframleiðslu á plasti og gang mála í endurvinnslu í Samfélaginu þ. 29. janúar 2015.

Samfélagið fimmtudaginn 29. janúar 2015

Pistill Stefáns  - Vaxandi plastframleiðsla:

Það er frekar erfitt fyrir okkur sem nú lifum í þessum heimshluta að ímynda okkur veröldina án plasts. Samt er ekki svo ýkja langt síðan plast var nánast hvergi að finna í daglegu lífi venjulegs fólks. Þannig var það meira að segja um það leyti sem ég man fyrst eftir mér – og varla getur nú verið mjög langt síðan! Það var sem sagt ekki fyrr en um miðja 20. öld sem farið var að fjöldaframleiða hluti úr plasti í einhverjum mæli.

Á þeim rúmlega 50 árum sem liðin eru síðan ég man fyrst eftir mér hefur heimsframleiðslan á plasti vaxið jafnt og þétt ár frá ári. Í gær birti World Watch Institute til dæmis tölur um plastframleiðsluna á árinu 2013. Samkvæmt því yfirliti hefur ársframleiðslan aukist úr því að vera svo sem ekki nein fyrir rúmri hálfri öld upp í 299 milljónir tonna árið 2013 – og hafði þá aukist um 3,9% frá árinu áður. Og þó að margir séu farnir að hafa áhyggjur af plasti sem safnast upp í náttúrunni, þá bendir ekkert til annars en að framleiðslan haldi áfram að aukast á næstu árum. Eftirspurn eftir plasti eykst nefnilega jafnt og þétt, samfara lágu verði og aukinni neysluhyggju sem virðist breiðast hratt út til heimshluta sem áður sátu hjá í þessari þróun. Eins og staðan er í dag notar meðal-Jóninn í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku um 100 kg af plasti á ári, en í Asía er þessi tala um 20 kg og fer ört hækkandi.

Menn geta svo sem deilt um það hvort þessi stöðugi framgangur plastsins sé til góðs eða ills fyrir jarðarbúa og náttúruna sem þessir jarðarbúar byggja tilveru sína á. En það sem hlýtur að valda flestum hugsandi jarðarbúum áhyggjum í þessu sambandi er að endurnýting og endurvinnsla plasts eykst alls ekki í takti við framleiðsluaukninguna. Það þýðir einfaldlega að milljónir og aftur milljónir tonna af plasti eru jarðsett á urðunarstöðum um allan heim eða enda í heimshöfunum þar sem þau munu velkjast um næstu aldir í félagsskap sífellt stækkandi skammta af nýju plasti sem bætist í safnið árlega.

Á síðustu árum hafa menn náð ágætum tökum á að framleiða plast úr endurnýjanlegu hráefni, svo sem úr maís og sykurreyr. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema örlítið brot af plastframleiðslunni í heiminum. Hér um bil allar þessar 299 milljónir tonna af plasti voru sem sagt framleidd úr olíu og gasi, en samkvæmt tölum World Watch Institute eru um 4% af öllu jarðefnaeldsneyti heimsins breytt í plast og önnur 4% þarf til að knýja sjálft framleiðsluferlið. Þarna erum við sem sagt að tala um samtals 8% af allri olíuframleiðslu heimsins.

Eins og ég nefndi áðan eykst plastframleiðslan um þessar mundir um því sem næst 4% á ári. Ef maður rýnir í tölur síðustu áratuga má sjá að í raun hefur hægst töluvert á aukningunni frá því sem var á fyrstu áratugum plastaldarinnar sem vér lifum nú á. Þannig jókst framleiðslan að meðaltali um 8,7% á ári á tímabilinu 1950 til 2012. Á þessum tíma var plastið var smátt og smátt að leysa önnur efni af hólmi – og þá sérstaklega málma, gler og pappír. Nú hefur plastið að miklu leyti tekið við hlutverki þessara efna í matarumbúðum – og reyndar í öðrum umbúðum líka. Árið 2009 var plast til dæmis 30% af öllum seldum umbúðum í heiminum. Aukin áhersla á sparneytnari bíla hefur líka átt sinn þátt í aukinni eftirspurn eftir plasti. Þannig er plast nú um 10% af þyngd hvers fólksbíls sem framleiddur er í Bandaríkjunum og 50% ef hlutfallið er reiknað út frá rúmmáli. Þetta gera rúmlega 150 kíló í hverjum einasta bíl. Árið 1960 var þessi tala ekki nema rétt um 9 kíló.

Ég hef ekki við hendina neinar nákvæmar tölur um það hversu mikið af plasti Íslendingar nota árlega, en ef við gefum okkur að íslenskir meðal-Jónar séu álíka neyslufrekir og evrópskir og norður-amerískir meðaljónar, þá eru þetta um 32.500 tonn af plasti á ári. Í ársskýrslu Úrvinnslusjóðs er að finna tölur um árlegt magn umbúðaplasts og heyrúlluplasts sem sett er á markað hérlendis árlega, en árið 2013 var þessi tala 12.665 tonn. Með hliðsjón af því er þessi heildartala upp á 32.500 tonn hreint ekki ólíkleg.

Ef við rýnum nánar í tölur Úrvinnslusjóðs, þá sýna þær að um 24% af öllu umbúðaplasti og heyrúlluplasti skilar sér til endurvinnslu. Það er vel yfir endurvinnslumarkmiði stjórnvalda, sem er 22,5%, en samt þýðir þetta að um þrír fjórðu hlutar allra plastumbúða lenda einhvers staðar annars staðar. Að vísu er erfitt að nefna hárnákvæma tölu í þessu sambandi, því að plast sem sett er á markað á tilteknu ári verður ekkert endilega að úrgangi sama ár.

Líklega hafa flestir heyrt talað um plastflákana fimm sem sveima um úthöfin og safna sífellt í sig meira af plasti og öðrum efnum með ófyrirsjáanlegum skaða fyrir vistkerfi hafsins. Því hefur verið slegið fram að allt að 10% heimsframleiðslunnar endi í sjónum, en það eru um 30 milljón tonn af plasti á ári. Ef til vill er það ríflega áætlað, enda er oft talað um að árlega fari um 10-20 milljónir tonna af plasti í sjóinn. Nýleg athugun bendir til að nú megi finna samtals um 5.250 milljarða stórra og smárra plastagna í sjónum og að samanlagt vegi þetta plast um 268.940 tonn, sem er þá rétt tæplega öll plastframleiðsla heimsins í heilt ár. Margir telja þetta reyndar vera varlega áætlað. En hvað sem plastagnirnar í sjónum eru margar og þungar, þá fljóta þær ekki bara þarna um í friði og spekt, heldur valda þær gríðarlegum búsifjum og kostnaði. Þannig er áætlað að plastið í sjónum valdi árlega um 13 milljarða dollara tjóni, en það samsvarar hátt í 1.750 milljörðum íslenskra króna. Inni í þessari tölu er tjón sem plastið veldur á vistkerfum hafsins, beint fjárhagstjón útgerðar og ferðaþjónustu og kostnaður við hreinsun strandsvæða.

Út frá tölum sem hér hafa verið nefndar er ekki fjarri lagi að áætla að við Íslendingar missum árlega um 1.600 tonn af plasti á haf út. Þrjúhundruðþúsundmanna þjóð sem vill vera í fararbroddi í málefnum hafsins þarf að gera betur en það. Fyrsta skrefið er að láta aldrei plast úr hendi sleppa utandyra, því að mest af því plasti sem vindurinn nær að feykja af stað endar fyrr eða síðar í sjónum. Í þessu sambandi er hollt að hafa í huga að ef Snorri Sturluson hefði notað plast á meðan allt lék í lyndi hjá honum í Reykholti, og ef eitthvað af því plasti hefði í ógáti horfið út í veður og vind, þá væri þetta sama plast jafnvel enn að flækjast einhvers staðar í kringum okkur, líklega í sjónum. Þess vegna er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur, hvert fyrir sig, hvort plastið sem við köstum frá okkur í dag verði enn á sveimi meðal afkomenda okkar eftir 800 ár.

01/31/2015
Meira

Landvernd höfðar dómsmál á hendur Landsneti vegna kerfisáætlunar

Háspennulínur á HellisheiðiLandvernd hefur stefnt Landsneti hf. fyrir héraðsdóm Reykjavíkur til ógildingar á kerfisáætlun 2014-2023. Landvernd telur fyrirtækið hafa brotið lög með því að taka ekki afstöðu til nema brots af innsendum athugasemdum við gerð kerfisáætlunar og umhverfismats hennar, líkt og lög bjóða. Þá telur Landvernd kerfisáætlun vera í ósamræmi við raforkulög: Í fyrsta lagi þar sem Landsnet setji fram sína eigin raforkuspá sem engin lagaheimild sé fyrir og í öðru lagi  þar sem fyrirtækið gefi sér í þeirri spá þær forsendur  að allt að allur orkunýtingarflokkur rammaáætlunar komi til framkvæmda á næstu 10 árum. Loks bendir Landvernd á að ekki hafi ...

01/30/2015
Meira

Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 1. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp á aðalfundi Landverndar 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Næstu vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Gunnsteinn er fæddur á Siglufirði og er því ekki tengdari Gálgahrauni en mörgum öðrum stöðum á landinu. Hann vildi láta til sín taka varðandi náttúruvernd og Gálgahraun varð fyrir valinu þegar hann flutti á Álftanes árið 1999. Eftir að hann skrifaði grein ...

01/30/2015
Meira

Vindorka og aðrir óhefðbundnir orkukostir í rammaáætlun

Vindmillurnar í Þykkvabæ. Ljósm. Einar Bergmundur.Í Fréttablaðinu í dag er í forsíðufrétt fjallað um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skuli fjalla um vindorkuver, og aðra óhefðbundna orkukosti, þvert á álit Orkustofnunar. Innan við 30 virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni verða teknir til skoðunar.

Þar segir:

Þvert á það sem haldið hefur verið fram falla vindorkuver, og aðrir óhefðbundnir orkukostir undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Það er því ekki á hendi Orkustofnunar að gefa út virkjunarleyfi fyrir þessa virkjunarkosti, heldur ganga þeir allir til verkefnisstjórnar rammaáætlunar þar sem þeir verða metnir og þeim raðað í nýtingar-, bið- eða verndarflokk.

Þessi niðurstaða liggur fyrir samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ...

01/30/2015
Meira

Radisson hótelin á Íslandi fá Græna lykilinn

Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 löndum hafa uppfyltt skilyrði Græna lykilsins. Til að fá Græna lykilinn verða hótel að uppfylla strangar umhverfiskröfur og viðmið sem taka bæði til starfseminnar sem slíkrar, fræðslu og samskipta. Græni lykillinn tekur til ábyrgðar fyrirtækisins gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Græni ...

01/29/2015
Meira

Vegið stórlega að almannarétti um frjálsa för fólks um landið

Á Geyssvæðinu. Ljósm. Árni Tryggvason.Yfirlýsing frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þ.m.t. til fræðslu, landvörslu og öryggismála. Athuga ber þó að bætt aðgengi og uppbygging á ekki við á öllum stöðum og gildir það sérstaklega þar sem auknir innviðir myndu skerða víðerni, ásýnd náttúrulegra svæða, eða upplifun ferðamanna af lítt snortinni og ómanngerðri náttúru.

Samtökin telja ...

01/29/2015
Meira

Hrafnaþing – Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014

Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytur erindið Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014 á Hrafnaþingi miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:15.

Úrdráttur úr erindinu:

Í haust var haldið í Sydney, Ástralíu, heimsþing Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um friðlýst svæði, World Parks Congress sem haldið hefur verið á 10 ára fresti síðan árið 1962. Þetta þing sóttu um 6000 þátttakendur frá  170 löndum með fjölbreyttan bakgrunn. Síðasta þing var haldið í Suður-Afríku.

Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði gegna lykilhlutverki í náttúruvernd flestra ríkja. Á þinginu var fjallað um málefni friðlýstra svæða og náttúruverndar frá ...

01/28/2015
Meira

Frekar betri hagvöxt en meiri

Efnahagsráðstefnan World Economic Forum í Davos dregur árlega að sér stjórnmálamenn, viðskiptajöfra og fleiri þangað sem ríkasta fólkið í heiminum fundar með þjóðarleiðtögum og fleirum. Á fundinum í ár bar svo við að loftslagsmál voru til umræðu en svo hefur ekki verið undanfarin ár.

Stefán Gíslason segir frá fundinum í Samfélaginu á RÚV þ. 27.1.2015.

01/28/2015
Meira

Kynningarfundur um rammaáætlun

Verkefnisstjórn rammaáætlunar boðar til kynningarfundar um rammaáætlun þar sem farið verður yfir vinnuferlið, stöðu málsins og viðfangsefni framundan.

Fundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 14:00-15:00.

Fundurinn er öllum opinn.

Verkefnisstjórn rammaáætlunar.

01/27/2015
Meira

Áskorun til þingmanna

Skjáskot af vefsvæðinu.Landvernd hefur sett upp vefsvæði til að koma áskorunarbréfi á framfæri til þingmanna vegna hugmynda meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar.
Bréfið er svohljóðandi:

Kæri Alþingismaður!

Ég skora á þig að hafna nýtilkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar. Tillaga meirihlutans er aðför að lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum sem Alþingi sjálft hefur sett lög og reglur um.

Með tillögunni er gengið þvert gegn anda laganna um rammaáætlun og dregið úr möguleikum á friði um virkjanamál hér á landi. Ef tillagan verður samþykkt þýðir það í ...

01/27/2015
Meira

Endurvinnslukort kynnt sveitarfélögunum

Grenndargámar höfuðborgarsvæðisins skoðað á Endurvinnslukorts appinu.Á undanförnum mánuðum hefur Náttúrans.is ferðast um landið og kynnt forsvarsmönnum sveitarfélaga Endurvinnslukortið og app útgáfu Endurvinnslukortsins með nýrri þjónustu sérstaklega fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og ferðamenn, innlenda og erlenda.

Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri Náttúrunnar sagði frá þessu í viðtali við Leif Hauksson í Samfélaginu þ. 20. janúar sl. http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid/20012015. Viðtalið byrjar á 34:00 mínútu og stendur til 46:00 mínútu.

01/27/2015
Meira

Hollendingar vilja banna míkróplast

Míkróplast. Ljósm. frá Ocean Watch.Stjórnvöld í Hollandi, Austurríki, Lúxemborg, Belgíu og Svíþjóð hafa sent sameiginlega áskorun til umhverfisráðherra allra Evrópusambandslandanna um að þeir beiti sér fyrir banni gegn notkun míkróplasts í neytendavörur, enda sé slíkt bann forgangsatriði fyrir verndun lífríkis sjávar. Míkróplast brotnar ekki niður í náttúrunni og getur flutt með sér eiturefni upp fæðukeðjuna.

Míkróplast er mikið notað í andlitsskrúbba, tannkrem, þvottaefni o.fl., þrátt fyrir að til séu náttúruleg efni sem gera sama gagn. Þetta plast á greiða leið til sjávar úr niðurföllum á heimilum, þar sem skólphreinsistöðvar ná ekki að sía það frá. Hollendingar óttast sérstaklega að plastið spilli kræklingastofnum, en ...

01/27/2015
Meira

Hvað er sanngirnisvottun?

Fair trade merkiUmræðan um siðgæði í viðskiptum skýtur upp kollinum með reglulegu millibili en þess á milli er ekki mikil umræða um málið og „hagsmunir og kröfur neytenda“ um lágt vöruverð verða samkennd og sanngirnisvitund yfirsterkari. Til að varpa ljósi á það hvað sanngirnisvottanir eru og hver að slíkum vottunum stendur hefur Náttúran tekið saman eftirfarandi efni:

Sanngirnisvottun beinir sjónum að mannréttindum. Með því að kaupa sanngirnisvottaða vörur leggur þú þitt af mörkum til betri lífs fyrir börn og fullorðna í fátækari hlutum heimsins.

  • Þú tryggir að vinnufólk og ræktendur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.
  • Þú vinnur á móti barnaþrælkun
  • Þú ...
01/27/2015
Meira

Græn kort Náttúrunnar

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega magni af umhverfisupplýsingum og vottunartengingum sem fyrir hendi eru á vefnum. Við gáfum út Grænt Reykjavíkurkort í prentútgáfu haustið 2010 og aftur sumarið 2011. Haustið 2012 gáfum við út Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu og haustið 2013 kom Grænt kort/Green ...

01/26/2015
Meira

Að breyta um hugsunarhátt

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir fyrir jörðina okkar.

  1. Ímyndaðu þér hve stórt fjall þú hefur skilið eftir þig af dóti og sorpi það sem af er ævinni. Í framhaldi af því getur þú skoðað hvursu mikið af þessu rusli þú þurftir virkilega á að halda ...
01/25/2015
Meira

Kristín Vala í Rómarklúbbinn

Kristín Vala t.v. og Vandana Shiva í pallborði er sú síðarnefnda kom til Íslands árið 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hefur fengið innöngu í Rómarklúbbinn svokallaða (e. Club of Rome) sem vinnur að því að greina helstu vandamál sem steðja að mannkyninu og jörðinni.

Rómarklúbburinn eru alþjóðleg samtök sem eiga sér nærri 50 ára sögu en aðild að þeim eiga leiðtogar sviðum stjórnmála, viðskipta og vísinda sem deila áhuga á framtíð jarðar og mannskyns. Markmið samtakanna er að koma auga mikilvægustu viðfangsefnin sem móta muni framtíð manna og meta hættur sem steðja að mannkyninu ásamt því að koma með lausnir til þess að takast á við þær áskoranir sem bíða þjóða heims ...

01/23/2015
Meira

Ákall - Sýning í Listasafni Árnesinga

Gjörningaklúbburinn; Háaloft

Laugardaginn 24. janúar klukkan 14:00 opnar sýningin Ákall í Listasafni Árnesinga. Þau verk sem valin hafa verið á þessa sýningu tengjast öll orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur. Verkin eiga það sameiginlegt að vekja upp gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku. 

Sýningarstjóri er Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Sýningin er hluti af doktorsrannsókn hennar við Háskólann í Rovaniemi Finlandi og Háskóla Íslands. 

 Með aukinni þekkingu á heiminum lærum við hvernig allt ...

01/23/2015
Meira

Kemísk efni í hlutum og réttur neytandans

Allt í kringum okkur eru kemísk efni sem koma víða að góðum notum í okkar daglega lífi. Þó eru sum innihaldsefni varasöm og mikilvægt að neytandinn sé upplýstur um slíkt svo hann geti tekið upplýsta ákvörðun í verslunum. Neytandinn getur skoðað innihaldslýsingu á umbúðum efna eða efnablandna og að auki skulu öryggisblöð með ítarlegri upplýsingum um örugga notkun fylgja þeim vörum notaðar eru í atvinnuskyni.

Engar kröfur eru gerðar um efnainnihaldslýsingu á hlutum, eins og t.d. húsgögnum, vefnaðarvörum, skóm og raftækjum. Þessir hlutir innihalda þó kemísk efni sem gefa þeim ákveðna eiginleika. Mýkingarefnum er t.d. bætt í plast ...

01/23/2015
Meira

Ráðstefna um lífrænan úrgang í undirbúningi

Árangursrík skóggræðsla með birki á vikursöndum Heklu. Kjötmjöl nýtist vel við þessa uppgræðslu. Ljósmynd: Pétur HalldórssonStilla þarf saman strengi og nýta þessa auðlind

Í undirbúningi er ráðstefna um nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og annarrar ræktunar. Ráðgert er að hún verði haldin í húsakynnum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars. Skipað hefur verið í undirbúningshóp þar sem sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, fyrirtækja í úrgangsiðnaði, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.

Margvíslegur lífrænn úrgangur fellur til hér á landi og með vaxandi umhverfiskröfum verður æ brýnna að þeim verðmætum sem felast í slíkum úrgangi sé ekki hent heldur séu þær nýttar til þarfra verkefna svo sem landgræðslu og ýmissar ræktunar, til ...

01/22/2015
Meira

Messages: