Góð ráð um hvernig hægt er að byrja á sjálfbæru búi á einni ekru lands

Góð ráð frá sérfróðum um hvernig hægt er að skapa sjálfbæra matarframleiðslu, ásamt ráðleggingum um skiptirækt, búfjárrækt og beitarstjórn. 1-ekru (ein ekra eru 0,4 hektarar) landspildunni þinni má skipta í land fyrir búfé og garð fyrir ávaxta- og grænmetisrækt, auk einhvers korns og trjálundar. Myndskreyting: Dorling Kindersley.Allir geta haft sína skoðun á því hvernig best sé að reka sjálfbært smábú, og það er ólíklegt að tvö 1-ekru bú hafi sama skipulag eða fylgi sömu aðferðum né væru algerlega sammála um hvernig best sé að reka slíkt bú.

Sumir myndu vilja halda kýr; aðrir eru hræddir við þær. Sumir vilja hafa geitur; aðrir gætu ekki haft tök á að girða þær nógu vel af. Sumir vilja ekki slátra dýrum og þyrftu þeir því að selja þau til annarra sem slátra þeim; aðrir vilja ekki selja dýr ef þeir vita að þau verða drepin; og enn aðrir vilja slátra eigin dýrum til að sjá fjölskyldum sínum fyrir betra kjöti.

Ég fyrir mitt leiti, á góðri 1-ekru vel framræstu landarspildunni minni, myndi hafa kú og geit, nokkur svín og kannski nokkra tugi hænsna. Geitin myndi gefa mér mjólk þegar kúin væri ekki mjólkandi. Ég myndi vilja hafa tvær eða fleiri geitur. Mjólkurkúin (af Jersey-kyni) myndi gefa mér og svínunum næga mjólk. Enn mikilvægari ástæða til að hafa kú er að hún gefur af sér hrúgur á hrúgur ofan af yndislegri kúamykju til að auka frjósemi jarðarinnar en á henni þarf ég að halda til að þurfa ekki að notast við tilbúinn áburð.

Að halda mjólkurkú

Kú eða ekki kú? Rök með og á móti eru fjölmörg í sjálfbærum smábúskap. Rökin með eru þau að ekkert getur haldið heilsu fjölskyldunnar – á býlinu – á háu stigi, betur en mjólkurkú. Ef þú og börnin hafið góða ferska ógerilsneydda mjólk og mjókurafurðir, munið þið standa vel að vígi heilsufarslega. Ef svínin og hænsnin fá einnig að njóta hennar, munu þau líklega einnig vera heilbrigð. Ef garðurinn þinn fær nóg af kúaskít mun hann halda áfram að auka frjósami sína og uppskeran verður í samræmi við það.

Á hinn bóginn, fóðrið sem þú kaupir inn fyrir mjólkurkú fjölskyldunnar mun kosta tugþúsundir á ári. Á móti kemur að það sem þú myndir eyða í mjólkurafurðir á ári sparast auk þess sem gæði eggja-, kjúklinga- og svínakjötsins aukast á móti, auk þess sem frjósemi landsins eykst stöðugt með kúamykjuáburðinum, svo fjárfesting í mjólkurkú fjölskyldunnar er fljót að borga sig.

En ekki má gleyma að með því að halda mjólkurkú tekur fjölskyldan á sig stöðuga ábyrgð á því að kúin sé mjólkuð tvisvar á dag. Að mjólka kú tekur ekki svo langan tíma – kannski 8 mínútúr – og það getur verið mjög ánægjulegt þegar að þú nærð tökum á því og kúin hagar sér vel – en þú verður að mjólka, alltaf. Að kaupa mjólkurkú er því mikilvægt og ábyrgðarfullt skref og þú ættir að sleppa því ef þú áformar að leggjast mikið í ferðalög og átt engan að til að hlaupa í skarðið. Svo höldum áfram að skipuleggja 1-ekru smábúskapinn með það fyrir augum að þú hafir ákveðið að kúin sé málið.

1-ekru búskapur með mjólkurkú

Helmingur landspildunnar þarf að vera tún, hinn helmingurinn plægjanlegur (fyrir utan svæðið sem fer undir hús fjölskyldunnar og útihús). Hálfrar ekru stórt túnið gæti verið stöðugt, þ.e. aldrei plægt, eða þú getur haft skiptirækt með því að plægja það, segjum á fjögurra ára fresti. Ef þú ferð seinni leiðina þá er best að plægja það í lengjum, fjórðung úr hálfri ekru, svo að eitt árið ertu að sá grasi, næsta smára og kryddblöndu á áttunda hluta 1-ekru landspildunnar þinnar. Þessi skiptirækt gerir það að verkum að á hverju ári ertu með ferskt tún, tveggja ára túni, 3ja ára túni og 4 ára túni, sem gerir það að verkum að túnin gefa betur af sér.

Þýtt úr bókinni The Self-Sufficient Life and How to Live It eftir John Seymour.

Sjá framhaldið í upprunalegu greininn á themindunleashed.org (á ensku)

05/05/2015
Meira

Borgir og loftslagsbreytingar

Við Borgartún. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Föstudaginn 8. mai verður haldinn opinn fundur borgarstjóra norrænu höfuðborganna í Norræna húsinu þar sem borgarstjórar, almenningur og fjölmiðlar fá tækifæri til að fjalla um viðbrögð og aðlögun höfuðborganna að loftslagsbreytingum.

Dagskráin fer fram á ensku.

Fundarstjóri er Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari.

05/05/2015
Meira

Reglugerð um baðstaði í náttúrunni undirrituð

Í Reykjadal. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um baðstaði í náttúrunni. Reglugerðin hefur það að markmiði að fyrirbyggja og koma í veg fyrir slys og sýkingar, stuðla að öryggi notenda, bættum hollustuháttum og heilnæmi vatns

Baðstaðir í náttúrunni eru skilgreindir sem náttúrulaug eða baðströnd sem notuð er til baða af almenningi  þar sem vatn er ómeðhöndlað af sótthreinsiefnum, geislun eða á annan hátt. Til baðstaðar telst einnig búnings- og salernisaðstaða sem tilheyrir baðstað og önnur aðstaða fyrir baðgesti.

Samkvæmt reglugerðinni eru baðstaðir í náttúrunni flokkaðir í þrjá flokka og eru baðstaðir í 1. og 2. flokki starfsleyfisskyldir.  Rekstraraðili þessara staða á ...

05/05/2015
Meira

Sorpa ætlaði í milljarða uppbyggingu án útboðs

Hluti greinarinna í Reykjavík vikublaði.„Þetta er niðurstaðan og þá verður maður bara að sætta sig við hana,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, um þá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála að Sorpu hefði borið að bjóða út gas- og jarðgerðarstöð. Sorpa hafði þá án útboðs samið um þriggja milljarða króna framkvæmd á svonefndri Aikan lausn.

– Niðurstaðan er ekki mjög glæsileg fyrir Sorpu?

„Það breytir eiginlega engu. Glæsileg og ekki glæsileg. Við töldum okkur í rétti og við fengum okkur ráðgjöf um þetta mál. Við fengum meðal annars ráðgjöf frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem taldi þetta vera rétta leið, eða leið sem væri í lagi. Við töldum okkur ...

05/05/2015
Meira

Að lesa og lækna landið

Forsíða bókarinnar Lesa og lækna landið.Út er komin bókin Að lesa og lækna landið. Bókin fjallar um ástand lands og endurheimt landgæða. Höfundar eru Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Að lesa og lækna landið er tímamótarit um umhverfismál sem hentar vel almenningi og kennurum á öllum skólastigum. Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og lækna sárin. Í bókinni er fléttað saman öflugri faglegri þekkingu á ástandi gróðurs og jarðvegs og aðferðum við endurheimt landkosta.

Bókin er einstakt verkfæri til að efla landlæsi og almenna þekkingu á vernd og endurheimt vistkerfa og hentar ekki síst ...

05/05/2015
Meira

Málþing um miðhálendið 16. maí

Í Kerlingarfjöllum. Hjólspor eftir utanvegaakstur sýnileg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir málþingi um miðhálendið.

Miðhálendi landsins hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Sú umræða hefur meðal annars átt sér stað í tengslum við hinar ýmsu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og hvernig þær myndu hafa neikvæð áhrif á einstaka náttúru svæðisins og mikilvægi þess fyrir útivist og ferðaþjónustu.

Markmið málþingsins er að vekja athygli á virði miðhálendisins frá ýmsum hliðum, ræða mikilvægi þess að vernda svæðið sem eina ...

05/03/2015
Meira

Nýr mælikvarði á hagvöxt þjóða

Eru hagvaxtarmælingar úreltar, þarf nýjan mælikvarða sem lýsir lífsgæðum fólks betur en verg þjóðarframleiðsla. Geta nýir mælikvarðar haft áhrif á forgangsröðun í samfélaginu?

Þessari spurningu verður velt upp á fundi í Norræna húsinu þ. 13. júní 2015 kl. 17:00-18:00.

Kristín Vala Ragnarsdóttir, Róbert Marshall og Sigurður Jóhannesson sitja í panel. Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðarson.

05/01/2015
Meira

Fyrsti maí

Hann var áður þekktur bæði sem tveggja postula messa og Valborgarmessa, og á fyrra nafnið við postulana Filippus og Jakob, sem báðir þoldu píslardauða. Síðara nafnið er tengt við Valborgu eða Valpurgis, sem samkvæmt helgisögn var dóttir Ríkharðs helga konungs á Englandi. Eftir sömu heimild varð hún abbadissa við nunnuklaustur í Heidenheim á Þýskalandi og dó árið 779 eða 80. Á legsteini hennar spruttu fram dropar, sem menn söfnuðu í glös og töldu meðal við ýmsum sjúkdómum, einkum í augum.

Síðar varð mikil trú á Valpurgis í Þýskalandi sem verndara gegn göldrum og hamförum eða svo var a.m.k ...

05/01/2015
Meira

Alþjóðlegt jarðvegsár 2015

Í tilefni árs jarðvegs 2015 bjóðum við upp á mánaðarlega örhádegisfyrirlestra um moldina/jarðveginn. Við munum leggja áherslu á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins í sveit og borg; meðal annars innan vistkerfa, til vatnsmiðlunar, loftgæða, bygginga og listsköpunar.

Þann 6. maí verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan
vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og matur!


Erum við búin að missa tenginguna við moldina?
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi hreyfingarinnar
Menning og mold
Bryndís Geirsdóttir, kvikmyndaframleiðandi hjá Búdrýgindum
Koma matvæli úr hitabeltisjarðvegi okkur við?
Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd

Að loknum fyrirlestrum gefst gestum tækifæri
á að koma með ...

04/30/2015
Meira

Verndaráætlun Breiðafjarðar undirrituð

Frá BreiðafirðiSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað verndaráætlun Breiðafjarðar fyrir árin 2014 – 2019. Áætlunin er stefnumörkun Breiðafjarðarnefndar þar sem sérstöðu fjarðarins er lýst. Þá er mörkuð stefna um útfærslu stjórnunar og umsýslu vegna verndar, skipulags og framkvæmda á svæðinu og sýndar leiðir til að ná markmiðum um vernd náttúru- og menningarminja svæðisins.

Í áætluninni er fjallað um sérstöðu fjarðarins hvað varðar landslag, jarðfræði, lífríki, sögu og menningarminjar. Leggur Breiðafjarðarnefnd m.a. áherslu á að viðhalda og vernda landslag og landslagsheildir, einstakar jarðmyndanir, svæði þar sem finna má fjölbreytileika lífvera eða búsvæði sjaldgæfra tegunda og ábyrðartegundir Íslendinga.  Þá er lögð áhersla ...

04/29/2015
Meira

Norrænar lausnir eiga að tryggja sjálfbærar borgir

„Norðurlönd hafa lag á að skipuleggja þéttbýli með þeim hætti að það megi við aukinni þéttingu byggðar. Miklir pólitískir hagsmunir felast í því að borgir í örum vexti verði lífvænlegar,“ segir ráðherra húsnæðis-, bæja og byggðamála og norrænna málefna í Danmörku.  Ljósmyndari Samuel EnblomNorrænu ráðherrarnir um málefni byggðaþróunar funda þann 27. apríl til að ræða m.a. sjálfbært borgarskipulag. Á sama tíma heldur Norræna nýsköpunarmiðstöðin, stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, ráðstefnuna Nordic Built Cities Arena með áherslu á nýskapandi lausnir fyrir sjálfbærar borgir á Norðurlöndum og um allan heim.

Danir gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2015 og á tímabilinu 2015–2017 stendur danska húsnæðismálaráðuneytið, í samstarfi við Norrænu nýsköpunarmiðstöðina, fyrir norrænni samkeppni um nýskapandi lausnir í borgarrými.

Norðurlandaþjóðir eru þekktar fyrir gott þéttbýlisskipulag og vill danska formennskan nú setja norrænar þéttbýlislausnir í brennidepil.

„Norðurlönd hafa lag á að skipuleggja þéttbýli með þeim hætti ...

04/28/2015
Meira

EBL, eitur og krabbamein

Fyrir rúmum tveim árum var hér uppi heilmikil umræða um erfðabreyttar lífverur (:EBL / Gene Modified Organisms: GMO) og erfðabreytt matvæli, með tilliti til hvaða áhrif þetta hefði á okkur sjálf og lífrænt umhverfi okkar. Seint á árinu 2012 birtust fyrstu strangvísindalegu niðurstöðurnar úr rannsóknum á þessum fyrbærum (sjá [1] og [2] og tilvitnanir í greinunum til frumrannsókna). Niðurstöðurnar bentu til þess, að bæði erfðabreytingarnar sjálfar og sum af þeim efnum, sem finna má í erfðabreyttum neyzluvörum, gætu haft skaðleg áhrif og jafnvel valdið alvarlegum sjúkdómum. Sumar þessara rannsókna urðu fyrir aðskoti, einkum frá þróendum og framleiðendum erfðabreyttra lífvera og matvæla ...

04/27/2015
Meira

Ármann Höskuldsson formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Ármann HöskuldssonSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað dr. Ármann Höskuldsson formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ármann er eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands frá árinu 2004. Áður starfaði hann sem forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. 

Ármann er með doktorsgráðu í eldfjallafræði, bergfræði og jarðefnafræði frá Blaise Pascal háskólanum í Frakklandi. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegn um tíðina og m.a. verið formaður hjálparsveitar Skáta í Garðabæ, forseti Jarðfræðafélags Íslands, setið í Háskólaráði og stjórn Jarðvísindastofnunar og -deildar Háskólans sem og verið ræðismaður Frakklands í Vestmannaeyjum.

Hjalti Þór Vignisson, fyrrverandi formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, lætur af störfum að eigin ósk. Hann ...

04/27/2015
Meira

Guy McPherson kemur til Íslands

Guy McPhersonGuy McPherson kemur til Íslands 26. apríl 2015 og heldur 2 fyrirlestra.

Guy McPherson Professor Emeritus of Natural Resources and Ecology & Evolutionary Biology, University of Arizona.

Guy McPherson ferðast um heiminn með fyrirlestra um loftslagsmálin og er einn af þeim vísindamönnum sem fegrar ekki myndina heldur horfist í augu við þjáningu jarðarinnar á þessum erfiðu tímum. Hann er bæði heiðarlegur og kærleiksríkur í sinni nálgun og bendir á þau tækifæri sem gefast þegar við horfumst í augu við ástandið eins og það er.

Það er fremur óvænt að boða bjartsýni á tímum alvarlegra breytinga og hættuástands. Guy McPherson heldur ...

04/25/2015
Meira

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands 2015

Göngufólk í Krísuvík. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, kalla félagsmenn til aðalfundar klukkan 20:00 miðvikudaginn 29. apríl 2015 í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar.
  • Kjör  fundarstjóra og annara embættismanna.
  • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  • Kjör stjórnar.
  • Kjör skoðunarmanns.
  • Ályktanir aðalfundar.
  • Önnur mál.

Nýir félagar geta skráð sig til leiks á fundinum. Fjölmennum!

04/25/2015
Meira

Náttúran.is á 8 ára tilvistarafmæli

Í dag, á Degi umhverfisins 2015 fagnar Náttúran.is átta ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl árið 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir umhverfisvef sem hafði þá þegar verið að sveima um á hugmyndasviðinu í tvö ár.

Náttúran.is lausnamiðuð upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt. Fyrir stofnun vefsins hafði gríðarleg þörf myndast fyrir baráttumiðil sem bæri fyrst og fremst hag náttúrunnar og ...

04/25/2015
Meira

Stuðningsaðilar fyrir sjálfboðaliða óskast

Sjálfboðaliðar EVS sem voru hjá Skógræktinni 2014. Ljósm. Skógræktarfélag Íslands.Skógræktarfélag Íslands verður í ár með í vinnu fimm sjálfboðaliða (á aldrinum 20-28 ára) frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Austurríki og Póllandi og verða þeir hér í fimm mánuði, frá maí til ágúst. Koma þeir á vegum evrópsku sjálfboðaliðaþjónustunnar (European Volunteer Service, EVS).

Auk reynslu af skógrækt er áhersla á að sjálfboðaliðarnir fái líka félagslega og menningarleg upplifun í gegnum dvöl sína hér, til að læra betur inn á landið. Til þess er miðað við að hver sjálfboðaliði hafi „mentor“ (stuðningsaðila), til að hjálpa til við að kynna þeim íslenskt samfélag og vera ákveðið öryggisnet þegar verið er að fóta sig ...

04/24/2015
Meira

Skógræktarfélag Hveragerðis fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2015

Eyþór H. Ólafsson formaður Skógræktarfélags Hveragerðis og Laufey S. Valdimarsdóttir, með viðurkenninguna ásamt forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Skógræktarfélag Hveragerðis hlaut umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2015 sem afhent voru af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnar Grímssyni, við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta.

Skógræktarfélag Hveragerðis var stofnað í ársbyrjun 1950. Formaður fyrstu árin var Ólafur Steinsson og í formannstíð hans var byrjað að rækta örfoka land undir Hamrinum en þar eru ýmsir skemmtilegir trjálundir frá þeim tíma. Sigurður Jakobsson var formaður frá 1980 en þá var byrjað að að planta í Fossflötina þar sem nú er Lystigarður bæjarins. Síðari formenn félagsins eins og Brynhildur Jónsdóttir og Ingimar Magnússon hafa stýrt þessu góða starfi áfram og árangurinn má sjá á Vorsabæjarvöllum ...

04/24/2015
Meira

Náttúran.is fær umhverfisverðlaun Ölfuss

Við afhendingu umhverfisverðlauna Ölfuss. Ljósm. Móna Róbertsdóttir Becker.

Umhverfisverðlaun Ölfuss voru veitt við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í dag. Verðlaunin hlaut umhverfisvefurinn Náttúran.is. Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson afhenti þeim Guðrúnu Tryggvadóttur og Einari Bergmundi Arnbjörnssyni verðlaunin.

04/23/2015
Meira

Messages: