Ályktanir frá Fjöreggi

Egg í hreiðri. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, skorar á stjórnvöld að auka landvörslu við Mývatn og Laxá. Verndarsvæðið hefur gildi á heimsmælikvarða. Það er á rauðum lista Umhverfisstofnunar sem þýðir að það er í verulegri hættu og er að tapa eða hefur tapað verndargildi sínu að hluta. Fjölgun ferðamanna allt árið gerir nauðsynlegt að veita fé til uppbyggingar, verndunar og aukins eftirlits. Meiri landvarsla eykur öryggi ferðamanna og bætir upplifun þeirra. Fjöregg lýsir einnig verulegum áhyggjum af ferðamannastöðum utan verndarsvæða í Mývatnssveit, svo sem Hverarönd og Leirhnjúk. Nauðsynlegt er tryggja öryggi ferðamanna þar og sjá til þess að verndargildi svæðanna skerðist ekki.

Fjöregg tekur undir kröfu Landverndar um að umhverfisáhrif raflína frá Kröflu að Bakka við Húsavík verði metin að nýju. Framkvæmdin felur í sér veruleg neikvæð og óafturkræf áhrif á hraunið vestan við Kröflueldstöðina. Þar að auki myndi hún skemma illa lítt snortin víðerni sunnan Gæsafjalla. Þá myndi raflína á þessu svæði hafa neikvæð áhrif á útsýni frá Leirhnjúk. Almennt myndi framkvæmdin hafa verulega neikvæð áhrif á nýtingu svæðisins fyrir ferðaþjónustu.

Starf og markmið Fjöreggs

Markmið Fjöreggs er verndun náttúru og umhverfis í Mývatnssveit. Félagið vill stuðla að sjálfbærri umgengni, byggðri á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Félagið vinnur að markmiðum sínum með fræðslu, umræðu og með því að hvetja fólk og fyrirtæki til umhverfisvænna lífshátta og starfsemi. Félagið var stofnað fyrir rúmu ári og hefur starfsemin verið blómleg.

Fjöregg hefur þegar haldið tvö glæsileg málþing. Hið fyrra var um fráveitumál en það seinna um áhrif ferðaþjónustu á umhverfi og menningu.  Margir fyrirlesarar voru á hvoru málþingi og voru þau vel sótt. Á heimasíðu félagsins, fjoregg.is, er úrdráttur úr erindum sem flutt voru á málþinginu um fráveitur. Þar kom fram að jafnvægi á botni Mývatns hefði raskast af mannavöldum. Kúluskítur, friðaður þörungur, virtist með öllu horfinn og aðrir þörungar ættu undir högg að sækja. Fjöregg hefur hvatt íbúa sveitarinnar til að kynna sér málið og skorað á sveitarstjórn að taka það föstum tökum. Sérfræðingar Ramsar, alþjóðlegra samtaka um verndun votlendis, telja að önnur ógn sem steðji að vistkerfi Mývatns og Laxár sé leki eitraðs úrgangsvatns frá jarðvarmavirkjunum. Meðal annars í ljósi þess ákvað Fjöregg að halda málþing í haust um áhrif jarðvarmavirkjana á náttúru og mannvist.

Í Mývatnssveit er að hefjast flokkun á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum. Markmiðið er að draga markvisst úr þeim úrgangi sem er urðaður og endurnýta verðmætin sem fólgin eru í honum. Sveitarfélagið tekur þátt í svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi ásamt öðrum sveitarfélögum á svæðinu frá Melrakkasléttu vestur í Hrútafjörð. Fjöregg leggur sig fram um að styðja þessar úrbætur sveitarfélagsins og hafa jákvæð áhrif á framvindu verksins.

05/21/2015
Meira

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd fagnar úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. gegn Skipulagsstofnun. Með úrskurðinum er Landsneti gert að líta á jarðstreng sem raunverulegan valkost líkt og loftlínu í mati á umhverfisáhrifum fyrir Kröflulínu 3, 220kV raflínu frá Kröflu að Fljótsdalsvirkjun.

Í úrskurðinum segir m.a.: „Almenn vísan [Landsnets] til þess að fjárhagsleg sjónarmið og tæknileg vandkvæði við lagningu jarðstrengja valdi því að sá möguleiki komi ekki til greina sé á hinn bóginn ekki í málefnalegu samhengi við markmið laganna og tilgang mats á umhverfisáhrifum“. Með öðrum orðum, þá var það ekki málefnalegt af Landsneti að neita að meta áhrif ...

05/19/2015
Meira

Áhrif mengunar frá Holuhrauni á úrkomu á Vatnajökli og Austurlandi veturinn 2014-15

Við Vatnajökul. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vinna við mælingar á snjókjörnum sem safnað var á Vatnajökli og á hálendinu norðaustan hans í mars síðastliðnum. Tilgangurinn var að mæla styrk og ákomu efna í úrkomu sem féll veturinn 2014 til 2015, frá september til loka mars, og meta hvort og þá hve mikið ákoman hefur orðið fyrir áhrifum af gosinu í Holuhrauni sem stóð frá 31. ágúst til 27. febrúar 2015. Í heildina var 31 snjókjarna safnað, þar af 29 kjarnar sem endurspegla meðalefnasamsetningu vetrarákomunnar og tveir kjarnar sem voru hlutaðir niður til að sjá þróun ákomunnar í tíma og rúmi.  
Styrkur ...

05/19/2015
Meira

Er vistferilshugsun almenn í íslenskum byggingariðnaði?

Þann 21. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistferilshugsun og íslenskur byggingariðnaður. Hvað er vistferilshugsun? Skiptir máli að skoðasérstaklega lífsferil vöru þegar við erum að byggja hús? Hefur það teljandi áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar? Hvar get ég aflað mér upplýsinga um umhverfisáhrif vöru, og hvað þýða þessar upplýsingar sem settar eru fram?

Á  opnum fundi Vistbyggðarráðs sem  haldinn verður í Norræna húsinu, fimmtudagsmorguninn 21. maí verður reynt að leyta svara við ofangreindum spurningunum, en markmiðið er að auka almenna vitund um umhverfismál í tengslum við ...

05/18/2015
Meira

Vel sótt málþing um miðhálendið

Á málinginu um miðhálendið laugardaginn 16. maí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.þFullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

Fyrri hluti málþingsins fjallaði um virði hálendisins. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, ræddi um náttúrufarslegt virði svæðisins og nefndi að þar væru vistkerfi sem eru fágæt á heimsvísu. Þá lagði hún áherslu á að ein mestu verðmæti hálendisins lægju í einstöku upplifunargildi landslags og víðerna og að þau yrðu ekki varðveitt nema í stórum og víðáttumiklum heildum.

Sigurður Jóhannesson ...

05/18/2015
Meira

Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga - Tími til aðgerða

Við Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landsvirkjun býður til opins fundar um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.

Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 22. maí kl. 8:30-10:45.

Dagskrá:

 • Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum - Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
 • Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum? - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
 • Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland - Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
 • Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans - Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
 • Pallborðsumræður - Þátttakendur eru Halldór Björnsson, Halldór Þorgeirsson, Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan ...
05/18/2015
Meira

Hádegisfyrirlestur: Álag ferðamennsku á náttúruna

Andrés Arnalds. Ljósm. Landvernd.Landvernd og Landgræðsla ríkisins efna til hádegisfyrirlestrar um álag ferðamennsku á náttúru Íslands og leiðir til að sporna gegn neikvæðum áhrifum. Fyrirlesturinn verður haldinn Í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:00.

Leitað verður svara við spurningum eins og: Hve vel eru stjórnvöld og ferðaþjónustan sjálf í stakk búin að vernda gullgæsina, náttúru Íslands? Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustu sem ferðamál en ekki umhverfismál.

Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins heldur fyrirlestur er hann nefnir: Stígum varlega til jarðar: Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

LÝSING:
Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir ...

05/17/2015
Meira

Hálendið er langdýrmætasta auðlind okkar hvernig sem á málið er litið

Glæra Páls Líndals þar sem vitnað er orð Páls Skúlasonar heitins.

Í dag héldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands málþing um miðhálendið í Laugardalshöllinni. Málþingið var gríðarvel sótt, húsfyllir var en um 80-90 manns sátu fundinn sem stóð frá kl. 10:30 til kl. 16:00.

Sjá nánar um dagskrána í frétt og viðburði um málþingið hér.

Á málþinginu um miðhálendið í Laugardalshöll.Fyrirlesarar fræddu um hinar ýmsu hliðar er varða hálendið og ástæðuna fyrir verndunar þess til framtíðar. Mikill hugur var í fólki og nú tekur við markviss vinna að því að vinna málstaðnum brautargengis á ölllum vígstöðvum en eins og kunnugt er vinna stjórnvöld leitt og ljóst að því að brjóta niður sáttina sem rammaáætlun átti ...

05/16/2015
Meira

Markmið og saga Náttúrunnar

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja á milli vistvænnar aðferðafræði á öllum sviðum og raunverulegs vöru- og þjónustuframboðs í landinu. Til að ...

05/15/2015
Meira

Ræða Snorra Baldurssonar á Austurvelli þ. 13. maí 2015

Snorri Baldursson á grænfánabyltingunni þ. 13. maí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Góðu félagar,
Takk fyrir að koma hingað á Austurvöll í dag til að reyna að koma viti fyrir stjórnvöld í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar; skynsamlegri orkunýtingu.

Jón Gunnarsson sagði í fréttum RÚV í gær, aðspurður um lágkúrulega og að öllum líkindum löglausa tilraun atvinnuveganefndar til að smygla fjórum virkjanakostum inn í nýtingarflokk Rammaáætlunar, að orkuskortur ríkti í landinu og því yrði bókstaflega að virkja. Skilja mátti á orðum þingmannsins að þessi meinti orkuskortur, og allt að því neyðarástand, réttlætti aðför að Rammaáætlun, því gagnmerka ferli sem hleypt var af stokkunum fyrir 16 árum til að skapa faglegan grundvöll umræðu og ...

05/14/2015
Meira

Fjöldi manns mótmælti rammaáætlunartillögu á Austurvelli

Fjöldi manns sótti mótmælafund Landverndar á Austurvelli í gær. Tilefnið er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanir til viðbótar í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að nægilega faglega hafi verið staðið að málum. Um er að ræða virkjanir í neðrihluta Þjórsár og upp á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls.

Fjöldi manns tók þátt í grænfánabyltingunni fyrir framan Alþingishúsið. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir starfmaður Landverndar skýrði fundinum frá stöðu mála á Alþingi. Tinna Eiríksdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, Ósk Vilhjálmsdóttir hjá Hálendisferðum og Snorri Baldursson formaður Landverndar fluttu ávörp og Hemúllinn spilaði og söng nokkur lög.

Frummælendur mótmæltu því að tillaga meirihluta atvinnuveganefndar stæðist ekki lög ...

05/14/2015
Meira

Tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015

Reykjavíkurborg hlaut náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014 við verðlaunaafhendingu ráðsins í Stokkhólmi. Ljósmyndari Magnus Froderberg/norden.orgAlmenningur á Norðurlöndum hefur lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Norðurlandaráði bárust yfir 40 ábendingar um sveitarfélög, borgir eða stofnanir sem hafa lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Þema verðlaunanna 2015 er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn dómnefndar verða verðlaunin í ár veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sett hefur fordæmi með þróun vöru eða uppfinningar eða öðrum skapandi aðgerðum sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til framtíðar.

Hér er listi yfir allar tilnefningar sem borist hafa:

Tillögur frá Danmörku

AnsvarligFremtid
Banke Accessory Drives
Danmarks Naturfredningsforening
Energiforum ...

05/13/2015
Meira

Kaja organic ehf. fær lífræna vottun á pökkun

Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic ehf tekur við vottunarskjalinu úr hendi Rannveigar Guðleifsdóttur frá Vottunarstofunni Túni.Fyrirtækið Kaja orgainc ehf. hefur fengið  vottunina „Vottað lífrænt“ frá Vottunarstofunni Túni fyrir pökkun á lífrænum vörum.

Kaja organic getur nú pakkað um 50 tegundum af lífrænt vottuðum vörum í minni einingar sem lífrænt vottaðri matvöru.

Kaja orgainc ehf. er því komið á Lífræna kortið í flokknum Vottað lífrænt.

Náttúran óskar Karenu Jónsdóttur eiganda Kaja organic til hamingju með vottunina.

Sjá Kaja organic ehf. hér á Grænum síðum.

05/13/2015
Meira

Vistræktarvinnstofa Laugargarðs og Dalheima

Helgina 23. - 24. maí verður haldin Vistræktarvinnustofa Laugargarðs í samstarfi við frístundarheimilið Dalheima.

Markmið með vinnustofunni er að koma af stað starfsemi fyrir sumarið, skipuleggja fyrstu skrefin í ræktuninni og gera framtíðaráætlanir.
Á vistræktarvinnustofunni verður hugmyndafræði vistræktar kynnt, skoðaðar verða ýmsar ræktunarlausnir og ýmsum hugmyndum velt upp um heildræna hönnun á garði.
Brynja Guðnadóttir umsjónarmaður Laugargarðs, Guðrún Hulda Pálsdóttir og Sigurður Unuson standa að námskeiðinu.

Sigurður og Guðrún stýra fræðsluþætti námskeiðsins. Þau  eru vistræktendur, eru með PCD gráðu í vistrækt og hafa meðal annars numið vistrækt á Írlandi.

Sigrún Jónsdóttir, stofnandi fyrstu grenndargarða í Reykjavík mun halda stutt erindi um ...

05/12/2015
Meira

Rof á rammaáætlun – leikreglur brotnar

Mótmæli við Stjórnarráð Íslands 1. maí 2013. Ljósm: Guðrún TryggvadóttirLandvernd boðar til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, miðvikudag, kl. 16:30. Umræður eru hafnar á Alþingi um tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanir til viðbótar í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að nægilega faglega hafi verið staðið að málum. Um er að ræða virkjanir í neðrihluta Þjórsár og upp á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls.

Rammaáætlun fjallar um hvar megi virkja og hvar ekki. Virkjanahugmyndirnar hafa ekki hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir. Lög um rammaáætlun gera ráð fyrir að faghópar meti verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefi þeim stig ...

05/12/2015
Meira

Sáðtími fyrir hinar ýmsu matjurtir í apríl, maí

 • Blómkál
 • Fennel
 • Hvítkál
 • Oregano
 • Kóríander
 • Sítrónumelissa
 • Hjartafró
 • Brokkólí
 • Steinselja
 • Toppkál

Forræktun tekur um 6 til 7 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu apríl-maí eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Sáð til kamillu, ljósmyndari: Guðrún Tryggvadóttir.

05/12/2015
Meira

Einföld sívökvun tómatplantna

Tómatplöntur þurfa að hafa stöðugar vatnsbirgðir upp á að hlaupa. Þegar tómatplöntur eru ræktaðar í pottum í gluggum þarf undirskálin alltaf að vera hálffull af vatni. Með því að hafa steina eða vikur í botni pottsins er tómatplantan með stöðugan aðgang að vatni án þess að beinlínis liggja ofan í því.

Við vökvun tómatplantna sem ræktaðar eru útivið eða í gróðurhúsum mælir Náttúran með aðferð sem víða er notuð, t.d. í Belgíu þar sem þessi ljósmynd var tekin.

Botninn er skorinn úr tómri tveggja lítra gosflösku, henni hvolft og stútnum stungið niður rétt við tómatplöntuna. Vatni er síðan hellt ...

05/12/2015
Meira

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar

Snorrið Baldursson ávarpar fundarmenn á aðalfundi Landverndar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Snorri Baldursson, líffræðingur og höfundur bókarinnar Lífríki Íslands, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 í flokki fræðirita, var kjörinn formaður Landverndar á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í gær. Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor, komu einnig ný inn í stjórn Landverndar. Guðmundur Hörður Guðmundsson lét af störfum formanns, en hann hefur leitt samtökin síðan 2011.

Nýja stjórn Landverndar skipa: Snorri Baldursson, líffræðingur (formaður), Andri Snær Magnason, rithöfundur, Anna G. Sverrisdóttir, ferðamálaráðgjafi, Fríða Björg Eðvarðsdóttir, landslagsarkítekt, Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður, Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri, Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor, Margrét Auðunsdóttir, líffræðingur og framhaldsskólakennari, Páll Ásgeir ...

05/10/2015
Meira

Opið bréf til forsvarsmanna Faxaflóahafna sf

Póstkort frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.Opið bréf til forsvarsmanna Faxaflóahafna sf frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð með fimmtán spurningum varðandi fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju Silicor Materials Inc. á Grundartanga. Allar varða spurningarnar rök fyrir því að leggja út í slíka tilraunastarfsemi í Hvalfirði.

Komið þið sæl ágætu forsvarsmenn Faxaflóahafna sf.
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð biður ykkur að svara eftirfarandi spurningum.

 1. Getur Umhverfisvaktin við Hvalfjörð fengið í hendur allar skýrslur sem lagðar hafa verið fram um væntanlega starfsemi Silicor Materials á Grundartanga og öll gögn sem liggja að baki skýrslunum? Jafnframt óskar Umhverfisvaktin upply ...
05/10/2015
Meira

Messages: