Að gera bungubeð

Bungubeð (Hügelbett á þýsku) er tegund af gróðurbeðum sem virka eins og vítamínsprauta í matjurtarækt.

Gerð bungubeða var kennd á vistræktarhönnunarnámskeiði í Alviðru í síðustu viku (Permaculture Design Certificate Course) sem Jan Martin Bang frá Norsk Permaculture Association og Nordic Permaculture Institute kenndi ásamt Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.

Námskeiðið var skipulagt af þeim Örnu Mathiesen arkitekt starfandi í Noregi, Merði Ottesen, stofnanda Töfrastaða, Auði Ottesen hjá Sumarhúsinu og garðinum og Kristínu Völu Ragnarsdóttur. Námskeiðið stóð í 10 daga og tóku 18 nemendur þátt og luku með Permaculture Design Certificate Course viðurkenningu sem gefur leyfi til að leiðbeina öðrum á vistræktarnámskeiðum sem er nauðsynlegt skref til að afla sér diplómu í vistræktarfræðunum.

Gerð beða af þessu tagi er leikur einn þegar margir hjálpast að því nokkuð erfiði er að grafa upp torfur og moka mold upp úr gröfinni um 40 sm niður.

Þegar það hefur verið gert eru greinar lagðar ofan í gröfina og pressaðar vel niður með því að hópurinn hoppar ofan á þeim og hefur gaman af í leiðinni. Síðan er stráð duglega af afskorningi úr eldhúsinu, lífrænum afgöngum sem annars væri hent í ruslið eða settar í moltutunnuna. Torfunum er siðan hvolft öfugum aftur yfir og restin af moldinni sem grafin var upp mokað yfir hauginn.

Þannig er beðið orðið nokkuð vel upphækkað og myndar bungu sem um leið stækkar yfirborð beðsins og gefur möguleika á að sá eða gróðursetja í mun meira magn en venjuleg gróðurbeð bjóða upp á.

Það sem gerir gæfumuninn í bungubeðum af þessu tagi er að með þvi að grafa niður trjágreinar og matarafganga er undirbúin gróðrastíja fyrir alls kyns góðar örverur sem skapa frábær vaxtarskilyrði fyrir plöntur og það til margra ára.

Bungubeð eru fastur liður í hugmyndafræði vistræktar og það verður skemmtilegt að fyljgast með hvort að reynslan af þeim verði jafn góð hér á landi og víða annars staðar í heiminum og hvort að þau nái að festa sig í sessi þegar fram líða stundir.

Ljósmyndir: Gerð bungubeðs í Alviðru, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

 

04/18/2015
Meira

Ræða Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á Pardísarmissi - Jarðkerfisfræðin

Gestir á Paradísarmissir? Leikur öræfaandi,
hvísla einveruhljóð,
breiðist hátignarhjúpur
yfir heiðanna slóð.
O'n af fornhelgum fjöllum
þrumar forlagamál.
Á þeim afskekktu stöðum
ríkir ómælissál.”

Þannig fangaði Jóhannes úr Kötlum öræfaandann - galdurinn sem býr í auðninni og kyrrðinni.

Og við spyrjum okkur: Hvers virði er þetta? Getum við búið til gjaldskrá? Hvað borgum við fyrir að sjá og upplifa? Er verðmiði? Hvaða rekstrarforsendur má leggja til grundvallar hér.

Hagfræðileg viðmið, hagræn gildi, hagvöxtur, arðsemi fjármagns, framleiðni hagkerfa, krafa um stöðugan vöxt, einkaneysla og kaupmáttaraukning. Hér eru aðeins örfá af ótal handónýtum hugtökum sem byggja á ónýtu kerfi fortíðar. Kerfi sem við rogumst með ...

04/18/2015
Meira

Límmiðar á plastílátum

Rífa fyrst pappírshluta límmiðans af, leysa fyrst upp með vatni ef nauðsynlegt er og rífa af.  Seigar límrestarnar sem eftir verða er hægt að strjúka með olíu og nudda síðan af með eldhússvampi sem dýft hefur verið í olíu.

Grafík: Plastílát, Guðrún A. Tryggvadóttir.

04/18/2015
Meira

Umhverfisvænir vegir

Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2014

Merki vottunarkerfis Greenroad.Umhverfisvænir vegir (The Greenroads® Rating System) er bandarískt kerfi þar sem mat er lagt á hversu umhverfisvænir vegir og tengd mannvirki (t.d. brýr og göngustígar) eru ásamt því sem lögð er áhersla á umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir í hönnun og framkvæmd. Þetta kerfi er sambærilegt og LEED (Leadership in Energy and Environmental Design) kerfið sem tileinkað er byggingum.
Tilgangur þessa verkefnis er að kynna Green roads matskerfið og hvernig það er notað í Bandaríkjunum. Einnig er skoðað hvernig kerfið er notað í löndum utan Bandaríkjanna og hvort aðlögun sé gerð fyrir tiltekið land.  Markmið verkefnisins er ...

04/17/2015
Meira

Fullt hús á Paradísamissi

Fyrirhugaðar virkjanir á hálendi ÍslandsFrábær viðburður, fjöldinn og samstaðan engu lík. Það er ljóst að fólk elskar landið, ósnortið, af heilum hug og hreinu hjarta. 
Hugmyndafræði nítjándu aldar hefur runnið sitt skeið þótt enn séu öfl sem sækja í þá átt í anda og verki. 

Sú upplifun sem órofin víðátta jökla, fjalla, fljóta, sands og hrauna veitir þeim sem þangað fer og leyfir sér að njóta er engu lík. Fyllir vitundina auðmjúkum krafti og samruna við sköpunarverkið. 

04/17/2015
Meira

Umhverfismat Sprengisandsleiðar stöðvað

Á Sprengisandi. Ljósm. Vegagerðin.Vegagerðin hefur ákveðið að ekki verði lokið við mat á umhverfisáhrifum Sprengisandsleiðar að sinni. Nýr vegur yfir Sprengisand verður því líklega ekki á samgönguáætlun sem lögð er fram til tólf ára.

Eitt af markmiðum verkefnisins var að stilla saman legu vegar og háspennulínu, einkum með tilliti til sjónrænna áhrifa. Verkefnið var unnið sameiginlega af Vegagerðinni, Landsneti og Landsvirkjun. Náttúruverndarsamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar lögðust gegn því að nýr vegur yrði lagður yfir Sprengisand.

Ef vegurinn yrði byggður myndu þungaflutningar færast að miklu leyti yfir á hann með tilheyrandi sjón- og hávaðamengun á svæðinu.

Drög að tillögu að matsáætlun eru til ...

04/16/2015
Meira

Aðalfundur Landverndar 2015

Frá aðalfundi Landverndar 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 9. maí n.k. kl. 13:00-18:00 í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík. Dagskrá verður send út viku fyrir aðalfund. Sérstök athygli er vakin á því að formaður Landverndar, Guðmundur Hörður Guðmundsson, og Helena Óladóttir varaformaður gefa ekki kost á sér til stjórnar.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum til setu í stjórn

Á fundi stjórnar Landverndar hinn 17. mars sl. var skipuð kjörnefnd sem hefur það hlutverk að tryggja framboð í öll embætti stjórnar. Kosið verður um formann í sérstakri kosningu, sbr. 16. gr. laga samtakanna, og um ...

04/16/2015
Meira

Paradísarmissir? Hátíð til verndar hálendi Íslands

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Verðlaunaljósmynd Roar Aagestad í ljósmyndaleik Hjarta landsins.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið og SAMÚT (Samtök útivistarfélag) bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Meðal listamanna sem fram koma eru AmabadAma og Andri Snær. Frítt inn og allir velkomnir!

Hálendishátíðin verður haldin í stóra sal Háskólabíós 16.apríl kl 20:00.

Sjá viðburðinn á Facebook.

04/15/2015
Meira

Málþing um Hekluskóga

Hekla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hekluskógar bjóða til málþings í Frægarði í Gunnarsholti 16. apríl kl. 11 til 16. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu árið 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst. Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið á starfsvæði verkefnisins og helstu niðurstöður þeirra. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu. Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn ...

04/13/2015
Meira

Hveragerði fyrstir með Endurvinnslukortið á Suðurlandi

Ljósmynd: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is handsala samninginn um Endurvinnslukortið undir vökulum augum Ara Eggertssonar umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar. Ljósm. Einar Bergmundur.Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi. Endurvinnslukort Hveragerðis er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu hveragerdi.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því ...

04/10/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.

Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn dómnefndarinnar verða verðlaunin veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem þróað hefur undraverða vöru eða uppfinningu eða með öðrum skapandi hætti stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til frambúðar.

Hér er hægt að leggja fram tilnefningu.

Tilnefningarfrestur er til 13 ...

04/08/2015
Meira

Kjöt og fiskur gefur mat sem annars væri hent

Inngangur Kjöts og fisks. Ljósm. af facebooksíðu verslunarinnar.Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsin þ. 7. apríl var fjallað um matarsóun í verslunum og þá nýlundu verslunarinnar Kjöts of fisks við Bergstaðastræti að gefa mat sem annars væri hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær.

Verslunarstjóri Kjöts og fisks sagðist hafa fengið nóg af því að henda mat sem væri vel ætilegur en væri kominn á tíma af ýmsum orsökum og óar við magninu sem stærri verslanir hljóti að henda dags daglega. Honum segist líða mun betur í sálinni ...

04/07/2015
Meira

Moldin er mikilvæg - Örfyrirlestrar fyrir upptekið fólk

Mold. Ljósm. Landgræðsla ríkisins.Í tilefni árs jarðvegs 2015 verður boðið upp á mánaðarlega „örhádegisfyrirlestra" um moldina/jarðveginn. Lögð verður áhersla á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins í sveit og borg; meðal annars innan vistkerfa, til vatnsmiðlunar, loftgæða, bygginga og listsköpunar. Fyrirlestraröðin hefst á morgun, 8. apríl í Kaffi Loka, Lokastíg 28 í Reykjavík, og verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni Moldin er málið! Dagskráin hefst kl. 12 og lýkur kl. 13.

Dagskráin er svohljóðandi:

  • Hlutverk jarðvegs innan vistkerfa - Ólafur Arnalds prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt - Jóhann Þórsson sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins
  • Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum - Kristín Vala ...
04/07/2015
Meira

Nýtum salatið betur – Sparnaður

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum það ekker á okkur fá, enda bæði umhverfisvænt og budduvænt.

Ljósmynd: Salat vex áfram í glösum í eldhúsglugganum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

04/06/2015
Meira

Þjóðareign - málþing um auðlindir Íslands

Landvernd og áhugafólk um sjálfbæra þróun, með stuðningi ASÍ og BSRB, boða til fundar um auðlindir Íslands, nýtingu þeirra, eignarhald og skiptingu auðlindaarðsins þann 11. apríl frá kl. 13:00 - 16:00 á Hótel Sögu (Hekla).

Dagskrá:

Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar býður gesti velkomna.

Fundarstjórar: Þórarinn Eyfjörð og Stefán Jón Hafstein. Boðið verður upp á fyrirspurnir úr sal.

Hve mikils virði eru auðlindir í almannaeigu? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur.
Viðskipti á markaði gefa hugmynd um verðmæti sumra þeirra auðlinda sem teljast vera í almannaeigu á Íslandi, en virði annarra er nánast óþekkt. Farið verður yfir það mat sem þekkt er ...

04/04/2015
Meira

Náttúran.is flutt í Alviðru

Líf í Alviðru. Ljósm. עותקÞann 1. apríl flutti Náttúran.is og aðstandendur sig um set, í beinni loftlínu austar í Ölfusið, þ.e. frá Breiðahvammi við Hveragerði, í Alviðru sem liggur vestan við Sog gegnt Þrastalundi í Grímsnesi.

Árið 1973 gáfu Margrét Árnadóttir og Magnús Jóhannesson Landvernd og Árnessýslu jörðina Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi. Jarðirnar liggja sín hvoru megin við Sogið. Í gjafabréfinu er kveðið á um að jörðin skuli nýtt til umhverfisfræðslu.

Landvernd rak umhverfisfræðslusetur í Alviðru um árabil en vegna stefnubreytinga í fræðslumálum hefur starfsemi þess legið niðri í nokkur ár.

Náttúran.is uppfyllir þau skilyrði sem sett ...

04/02/2015
Meira

Hvernig metum við hið ómetanlega? Auðlindir og nýting þeirra

Hólar í Hjaltadal, ljósm. Erla Björk ÖrnólfsdóttirGuðbrandsstofnun í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun standa að ráðstefnu um náttúruna og auðlindanýtingu. Ráðstefnan verður haldin á Hólum í Hjaltadal 16. - 17. apríl 2015.

Dagskrá:

16. apríl

9:00 Morgunverður

10:00 Setning ráðstefnunnar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup
10:30 Sólveig Anna Bóasdóttir Hið ómetanlega: Er náttúran og auðlindirnar ómetanlegar? Hvers vegna ef svo er? Hvað merkir ómetanlegt? Hvernig metum við, virðum og lifum með hinu ómetanlega?

11:30 Umræður

12:00 Hádegisverður

13:00 Auðlindir og ábyrgð: Hvað gerir auðlind? Hvenær hættir landssvæði að vera bara til – og fer að vera til fyrir tiltekna hagsmuni? Hver ...

03/30/2015
Meira

Hráar kartöflur

Engin móða kemur á baðspeglinn ef þið nuddið spegilinn með hálfri hrárri kartöflu, þvoið síðan af með köldu vatni og þurrkið með dagblöðum eða eldhúspappír.

Grafík: Spegill og kartöflur. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

03/29/2015
Meira

Að gera sína eigin jógúrt

Mjólkin hituð í potti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sparnaður er töfraorðið á mínu heimili og hefur verið um langa hríð. Hvort sem er til að spara í peninga eða minnka aðra sóun. Ég þarf alltaf að vera að láta mér detta eitthvað í hug til að hafa nóg að bíta og brenna nú á síðustu og verstu tímum dýrtíðar og allavega.

Stundum föllum við í þá gryfju að halda að eitthvað sé nauðsynlegt eða óhjákvæmilegt, sem er það svo alls ekki.

T.d. að kaupa dýra jógúrt í litlum umbúðum úti í búð. Hér einu sinni átti ég jógúrtgerðarvél, sem var einfaldlega einskonar bakki til að setja 6 ...

03/27/2015
Meira

Messages: