Með náttúrunni - Sigþrúður Jónsdóttir í eldlínunni - 3. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera.  Í fyrsta viðtalinu við hana sagði hún frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. Síðan sagði hún frá ást sinni á sauðfé og áhuga á beitarmálum allt frá barnæsku,  landbúnaðarnámi í Wales og beitarrannsóknum á Auðkúluheiði. Á tímabili leit út fyrir að sigur væri að vinnast varðandi verndun Þjórsárvera. Björninn var þó ekki unninn og enn þarf að grípa til vopna til að koma í veg fyrir að tekin verði tota af svæðinu og fossunum fallegu í Þjórsá fórnað. Á þessu tímabili hefur svo Kárahnjúkavirkjun verið reist og mikil athygli beinst að þeim framkvæmdum. Aðspurð um Kárahnjúka segist Sigþrúður hafa haft mikinn áhuga fyrir því máli og fylgst vel með en ákveðið að dreifa ekki kröftum sínum um of þar sem það var svo mikið að gera á heimavígstöðvunum. Hlusta á þáttinn.

Úrdáttur úr viðtalinu

Þjórsárverum enn ógnað og fallegir fossar í hættu

Þjórsá ógnað frá upptökum til ósa
Séð upp eftir Þjórsá, Minna-Núpsflúðir og Núpsbæjirnir, Núpurinn og Hagafjall. Ef verður af Hvammsvirkjun verður þessi árfarvegur nánast þurr.

Ég legg alla mína orku í að vernda Þjórsárver og Þjórsá segir Sigþrúður, ég kemst ekki yfir meira. Það er svo mikið að gera bæði varðandi verin og svo varðandi virkjanahugmyndir í sveitinni. Þar get ég ekki setið hjá. Þegar Blöndudeilan stóð var talað um að Blönduvirkun yrði til að þyrma Þjórsárverum. Það stóðst ekki og ásóknin í Norðlingaölduveitu og þar með Þjórsáver hefur alltaf komið upp aftur og aftur.

Við í sveitinni heima höfum lagt tölvert til orkuvinnslu í landinu bæði með Búrfelli og Sultartanga. Mér fannst eins og menn bitu á jaxlinn varðandi Sultartangavirkjun og hafi jafnvel talið að þá minnkaði áhuginn á Þjórsárverum og líkurnar á að farið yrði  í Norðlingaölduveitu.

Ég skynjaði það á pabba, hann var ekkert að mótmæla en hann var ekki ánægður. Ég held að hann hafi talið að þessar framkvæmdir minnkuðu líkurnar á að farið yrði innar með ánni en það er bara alltaf haldið áfram. Það fór þó nokkuð af góðu landi undir Sultartangalón, Sultartanginn sem var á milli Þjórsár og Tungnár og mikið gott gróið og fallegt  land í Skúmstungum sem eru á Gnúpverjaafrétti er horfið. Þá var þarna alskonar umstang og stöðvarhúsið sem er í Sandafellinu eða Bláskógum er ekki fallegasta bygging í landinu.

Möstur frá Búrfellslínu 1 skyggja á fjöllin
Mér finnst eins og menn hafi verið sáttir við Búrfellsvirkjun, það var mikið um að vera og mikið af fólki flutti að Búrfelli. Ég man ekki til þessu að þá hafi neinn mótmælt. Hins vegar voru sett 4 möstur af Búrfellslínu 1 inn á landið okkar. Foreldrar mínir voru mjög óhressir og reyndu að mótmæla en það þýddi lítið. Þessi möstur eru þarna enn og skemma verulega útsýnið heima. Eitt mastur skyggir á Heklu og annað á Eyjafjallajökul. Það er hvergi hægt að vera á jörðunni án þess að hafa þessi möstur fyrir augunum. Ég man að þegar ég var lítil  þá var mér  afskaplega illa við línukallana sem voru bara í sinni vinnu. En umgengni var ekki til fyrirmyndar það var keyrt upp brattar brekkur og förin eftir það sáust árum saman. Ég man að ég varð mjög reið þegar ég rakst á klósettpappír úti í móa. Ég var alin upp við að maður henti ekki rusli í náttúruna og það átti ekki að fara illa með land eða ofbeita. Það var verið að hlúa að landinu, bera moð og skít í börð. Það var ósk foreldra minna að skepnum liði vel og það væri farið vel með landið.

Verndun Þjórsárvera var í augsýn.....nýtt útspil eins og þruma úr heiðskýru lofti
Mörk stækkaðs friðlands Þjórsárvera með totuútfærslunni.Varðandi Þjórsárver þá héldum við að sigurinn væri að komast í höfn, fyrir tveimur árum eða svo. Þegar niðurstöður Rammaáætlunar kæmu yrði ekkert eftir nema að skrifa undir friðlýsingarskilmála sem hafði þegar verið saminn af þar til skipaðri nefnd. Úrskurðurinn kom 2013 og Þjórsárver fóru í verndunarflokk. Það átti ekkert að standa í vegi fyrir friðlýsingu og stækkun friðlandsins þannig að hugmyndum um Norðlingaölduveitu yrði ýtt út af borðinu að eilífu.  En það varð aldeilis ekki svo eins og við vitum. Næsta útspil var alveg ótrúlegt og kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það sem nú stendur til að gera er ekki saklaust  það mun hafa veruleg áhrif.

Það er vissulega búið að virkja töluvert að kvíslum Þjórsár en þær eru allar að austanverðu. Landið vestan árinnar er ósnortið þar finnst mér vera varnarlína segir Sigþrúður, við Þjórsá sjálfa. Það er ekkert rask vestan megin, þar taka við mikil víðerni sem ná langt til vesturs. Þar eru aðeins vegslóðar og gamlir kofar. Það er mikilvægt að ekki verði farið yfir Þjórsá eins og áætlað er með totu inn í Þjórsárver, inn í friðlandið alveg upp að Tjarnarveri.

 

Fossarnir Dynkur, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss í hættu
DynkurSvo er það annað sem er mjög mikilvægt,  það eru fossarnir flottu Dynkur, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss, hver öðrum fallegri og sérstakari. Það er ekki foss nema það renni vatn í árfarveginum.  Við stöllur Björg Eva Erlendsdóttir og ég höfum verið að sýna fólki þessa fossa. Allir sem hafa farið með okkur hafa orðið mjög hrifnir ég heyrii oft “vá”. Það er erfitt að komast að þessum fossun að vestanverðu því það þarf að leggja nokkuð á sig. Við buðum FÍ göngu meðfram fossunum árið 2002 og höfum farið árlega síðan nema einu sinni. Það eru ekki bara fossarnir sem heilla, þetta er mjög falleg gönguleið, farið er um fallegt  landslag og fjölmargir fossar í þverám Þjórsár eru líka skoðaðir. Nafnið fossaganga stendur alveg undir nafni. Flestir sem hafa farið með okkur hafa ekki komið þarna áður og hefur fundist það svo sannarlega þess virði að leggja þetta á sig.                                       

Sigþrúður og Axel maður hennar í Þjórsárverum.

Þetta er núna þriggja daga ferð. Við bættum þriðja deginum við og gengum fyrsta daginn frá Gjánni í Þjórsárdal að Háafossi, síðan er ekið inn á Gnúpverjaafrétt. Með þessu móti verða dagarnir ekki eins langir, annars þarf báða dagana að aka frá eða til Reykjavíkur. Við gistum í Hólaskógi í flottu fjallmannahúsi Gnúpverja og síðan í Glúfurleit sem er inni á hálendinu. Þar er  frumstæðara hús sem tekur 30 manns en samt alveg ágætt. Það hefur alltaf verið ásókn í þessar ferðir, það kom lægð á tímabili en nú hefur áhuginn rokið upp aftur og ferðirnar festst í sessi.

Víða mikil náttúrufegurð við Þjórsá
Aðspurð hvort fossarnir séu fallegri að vestan segir Sigþrúður að vestan megin sé maður nær Dynki þar er vatnsmesti fossinn en Dynkur samanstendur af mörgum fossum. Mörgum sem hafa líka séð hann að austan finnst hann tilkomumeiri vestan frá.  Ég er ekki viss um að auðvelt sé að komast að Gljúfurleitarfossi að austan en hann er mjög fallegur vestanmegin og það er meira að segja náttúrulegur útsýnispallur við fossinn. Kjálkaversfoss hef ég ekki séð að austan, hann er svolítið falinn, það er svo mikið af klettum sem hylja hann, hann fellur í bútum og það er fullt af stórum klettum og tröllskessum við hann. Eftir því sem meira vatn er tekið úr stórfljóti eins og Þjórsá því snubbóttari verða fossarnir. Það er hægt að sjá mun á þeim eftir veðurfari á sumrin.

Þjórsá er enn stórfljót enda lengsta á landsins þó búið sé að taka um 40% vatnsins úr henni. Áin er mjög falleg víða og landið meðfram henni  bæði inni á afrétti og niðri í byggð. Til dæmis þar sem hún rennur um Gnúpverjahrepp, þar er fossinn Búði og Minna-Núpsflúðir sem eru mjög fallegar. Þær eru aðeins steinsnar frá veginum milli Skaftholts og Núpsbæjanna. Það eru ekki margir sem vita af þessari perlu segir Sigþrúður að lokum.

Steinunn Harðardóttir.

Hlusta á þáttinn.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir þáttagerðina.

09/19/2014
Meira

Opið bréf til forstjóra Landsvirkjunar, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra

Þjórsárver, ljósm. Guðrún TryggvadóttirReykjavík, 18. september 2014

Við viljum með þessu bréfi vekja athygli á hættu á stórkostlegum skemmdum á lífríki Þjórsárvera.

Við framkvæmdir við Kvíslaveitu á 9. og 10. áratug síðustu aldar var kvíslum sem falla í Þjórsá úr austri veitt í Þórisvatn með neti skurða og lóna. Stærsta lónið er Kvíslavatn austan Þúfuvers. Við vesturströnd lónsins, þ.e. ofan Þúfuvers, eru nokkrar stíflur og ein þeirra er flóðvar. Hún er lægri en hinar stíflurnar og hönnuð til þess að bresta við flóð en veitir um leið öllu vatninu beint niður í Þjórsárver. Kvíslaveita var byggð áður en lög um mat á ...

09/19/2014
Meira

Af baunarækt í Ölfusi

Nýtíndir baunabelgir í poka.Vorið 2012 ákvað ég að reyna við baunarækt, jafnvel þó að það hafi ekki gengið nógu vel árið áður. Ástæðan þá var sennilega sú að ég útbjó ekki klifurgrindur fyrir þær svo baunagrösin uxu í flækju við jörð og baunamyndunin varð því ekki mikil.

Baunaræktunin var það sem veitti mér hvað mesta ánægju í garðinum mínum þetta sumar. Það kom mér svo á óvart hve auðveld hún var og hvað baunirnar voru stórkostlega bragðgóðar.

Baunir eru strangt tiltekið ekki grænmeti heldur eru þær belgjurtir (legume) og eru stútfullar af prótíni. Ég aðhylltist jurtafæði eingöngu alveg frá því ég var tvítug ...

09/18/2014
Meira

Bíllausi dagurinn er 22. september

Tilgangur „bíllausa dagsins“ er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki nóg að breyta háttum sínum einn dag á ári. Það þarf að breyta háttum allt árið.

Ljósmynd af hjolreidar.is.

09/18/2014
Meira

Loftslagsganga í Reykjavík

System Change not Climate ChangeÞann 23. September næstkomandi munu leiðtogar heims funda í New York um loftslagsbreytingar. Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-moon, er gestgjafi fundarins og markmið hans, og um leið alþjóðasamfélagsins, er að gefa ráðamönnum tækifæri til að ræða nauðsyn aðgerða, nú rúmu ári fyrir Loftslagsþingið sem haldið verður í París í lok næsta árs. Þar er stefnt að bindandi samkomulagi aðildarríkjanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Til að undirstrika kröfur okkar um að Ísland axli sína ábyrgð stefnum við að því að hittast þann 21. september kl. 14:00 á horni Kárastígs, Frakkastígs og Njálsgötu (nálægt söluturninum Drekinn – eða á „Drekasvæðinu“). Gengið verður ...

09/18/2014
Meira

Að frysta vetrarforða af hvítkáli

Hvítkál skolað eftir snögga suðu.Ef hvítkálsuppskeran hefur gengið „of“ vel og erfitt er að torga uppskerunni, jafnvel þó hvítkál geymist mánuðum saman í kæli, hefur þessi aðferð reynst mér vel.

Snöggsjóðið hvítkál:

Hvítkálið er skorið niður og kastað örskotsstund í sjóðandi vatn. Veitt strax aftur upp úr og kælt undir rennandi vatni í sigti. Sett í llitla poka og fryst. Frysta hvítkálið er svo hægt að nota í alls kyns rétti allan veturinn og fram á vor.

Hvítkálið komið í litla nestispoka, tilbúið til frystingar.

 Ljósmyndir: Guðrún A. Tryggavdóttir.

09/18/2014
Meira

Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands

Þátttakendur í vistræktarnámskeiði í Alviðru í sumar gera bingbeð (Hügelbett)Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 14:00 í húsnæði Dýraverndarsambands Íslands að Grensásvegi 12a.

Vistræktarfélag Íslands var formlega stofnað í ágúst sl.

Til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum er gestum boðið að gerast félagar við innganginn. Allir velkomnir!

Dagskrá:

 • Setning aðalfundar
 • Hefðbundin aðalfundarstörf s.s. stefnumörkun félagsins, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalds
 • Aðlfundi slitið
 • Kynningar á vistræktarverkefnum þ.á.m. Vistræktarsíðu Náttúran.is.
 • Samvera / veitingar

 

09/18/2014
Meira

Allsnægtir og afneitun

Uppskera í kassa.Haustið er tími allsnægtanna í garðinum. Nú getum við leyft okkur daglegar stórveislur úr því sem við sjálf höfum aflað. Það er liðin sú tíð þegar vinnufólk Björns í Sauðlauksdal fúlsaði við grænmetinu sem hann hóf að rækta upp úr miðri átjándu öld langt á undan sínum samtíðarmönnum. Vinnufólkið lét hann heyra að gras væri fyrir sauðfé. Kaup var á þessum tíma aðallega goldið í mat og húsnæði og því fannst fólkinu rétt og sanngjarnt að verja sín launakjör. Askur var stöðluð mælieining.

Björn lét sér þetta lynda og beið þolinmóður og kom uppskerunni fyrir í útihúsi. Þegar enn haustaði ...

09/17/2014
Meira

Green Growth the Nordic Way - Loftslagsbreytingar og lífhagkerfið

Baráttunni gegn loftslagsbreytingunum og nýjum viðmiðum í tengslum við lífhagkerfið er oft stillt upp sem andstæðum. Sumir sjá fyrir sér í þessu togstreitu milli varðveislusinna og nýtingarsinna. Í nýjasta tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ könnum við samvirkniáhrif þessara tveggja viðmiða.

Oft er litið á tengsl loftslagsbaráttunnar og lífhagkerfisviðmiða sem baráttu milli náttúruverndarsjónarmiða annars vegar og nýtingarsjónarmiða hins vegar. En þessi tvígreining er rangtúlkun og nýja lífhagkerfið felur í raun í sér tækifæri til hagvaxtar um leið og loftslagsáhrif eru lágmörkuð.

Eitt af meginverkefnum samtaka á borð við Norrænu ráðherranefndina er að byggja brýr og það að brúa bilið ...

09/17/2014
Meira

Að gera sitt eigið eplaedik

Eplin komin í krukkurnar og klútur yfir.Að gera sitt eigið eplaedik er bæði auðvelt og skemmtilegt, fyrir utan hvað það hlítur að vera hollara en allt annað. Eplaedik hreinsar líkamann, hjálpar honum að taka upp kalk og er fullt af vítamínum.

Innihald:

1 - 1 ½ kg af súrum eplum (helst lífrænum)

1 - 1 ¼ líter af vatni

4 - 5 teskeiðar af góðu hunangi teaspoons of natural honey (eða hrásykri)

Ílát og verkfæri:

Glerkrukka, bleyja og trésleif.

Aðferð:

 1. Þvo eplin, skera þunn (með öllu, kjörnum og skræli) og henda í krukkuna.
 2. Hellið soðnu, köldu og sættu vatni (hlutföll: 1 teskeið af hunangi/sykri á móti 250 ml ...
09/17/2014
Meira

Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur

Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir.Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur „Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur“ var opnuð í Nesstofu Seltjarnarnesi sl. laugardaginn.

Hinn lítt aðlaðandi orð sem fylla sýningartitil Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur, eru kyrfilega greipt í sögu sýningarstaðarins Nesstofu og má ímynda sér að orðin hafa gert sig heimankomin þar á meðan landlæknir, lyfsalar og ljósmæður höfðu þar aðsetur. Í Nesstofu fóru fram lækningar þar sem notast var við jurtir í lækninga- eða heilsuskyni jafnt úr  íslenskri flóru eða innfluttri, en Urtagarðurinn í Nesi geymir einmitt safn sumra þessara lækningajurta.

Í þennan sagnabrunn minninganna sækja ...

09/17/2014
Meira

Ljósmyndaleikur Hjarta landsins

Hjartafell í Hofsjökli.Hafinn er ljósmyndaleikur Hjarta landsins á vegum Landverndar. Með þátttöku gefst öllum áhugasömum tækifæri á að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins og taka undir kröfuna um vernd þeirra. Þú tekur þátt með því að senda ljósmynd sem þú hefur tekið á hálendinu á landvernd@landvernd.is merkt ,,hálendismynd“ eða birtir hana á instagram merkta #hjartalandsins.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndirnar. Verðlaunin eru gönguskór frá Útivist, gönguferð með Ferðafélagi Íslands, iPhone 5C frá Símanum og flugferð yfir hálendið með Ómari Ragnarssyni. Hægt er að senda inn myndir til 15. október.

Hálendið – hjarta landsins er verkefni ...

09/16/2014
Meira

Loftgæði vegna eldgoss í Holuhrauni

Útlit korts yfir loftgæðamælingar v. eldgoss í Holuhrauni.Umhverfisstofnun hefur opnað tímabundna upplýsingasíðu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Þar má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar.

Smella hér til að sjá nýjustu mælingarnar.

Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. 

09/16/2014
Meira

RÚV og Tómas J. Knútsson verðlaunuð

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sem tók við Fjölmiðlaverðlaununum úr hendi umhverfisráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrir hönd RÚV.Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Tilnefndir til fjölmiðlaverðlaunanna voru:

 • Gunnþóra Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu fyrir greinaflokkinn Útivist og afþreying þar sem sjónum var beint að áhugaverðum náttúruperlum í öllum landshlutum á hnitmiðaðan, einfaldan og fallegan hátt.
 • Just.In.Iceland fyrir að nýta sér Netið og gagnvirkni þess til að kynna sérstöðu Íslands fyrir umheiminum með því að skapa stafrænan vettvang til að birta og deila fagmannlega teknum ljósmyndum af íslenskri ...
09/16/2014
Meira

Ensk útgáfa af Náttúrukorti Framtíðarlandsins komin í loftið

Ensk útgáfa af Náttúrukorti Framtíðarlandsins fór í loftið í dag, á Degi íslenskrar náttúru.

Með því fá ekki aðeins Íslendingar heldur heimurinn allur yfirsýn yfir þann fjársjóð sem íslensk náttúra hefur að geyma og um leið þá ógn sem stafar af ásælni í orku hennar. Vonandi mun sú þekking stækka hóp þeirra sem koma landinu til verndar.

Fegurstu staðir landsins eru líka þeir orkuríkustu, það verður því ekki bæði sleppt og haldið.

Við eigum heildstætt miðhálendi einmitt núna, en það er ekki sjálfgefið að svo verði um ókomna tíð. Þekking og yfirsýn yfir perlur landsins og virkjunaráformin sem að þeim ...

09/16/2014
Meira

E aukefnatól

Nýtt E aukefnatól

Náttúran.is hefur nú þróað nýtt E aukefnatól í handhægt form sem hægt er að skoða hér á vefnum en einnig á farsímum og spjaldtölvum í búðinni (e.natturan.is).

Hér er hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

 1. Grænt efni sem eru almennt talin hættulaus eða jafnvel holl.
 2. Gult efni sem vert er að kynna sér betur og móta eigin afstöðu til.
 3. Rautt efni sem almennt eru talin varasöm eða jafnvel hættuleg.

Um E aukefnin:

Öll ...

09/16/2014
Meira

Markmið og saga Náttúrunnar

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja á milli vistvænnar aðferðafræði á öllum sviðum og raunverulegs vöru- og þjónustuframboðs í landinu. Til að ...

09/16/2014
Meira

Vertu með í að hreinsa plastið úr heimshöfunum

Umhverfisstofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi í Hörpu þann 24. september 2014. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að leggja til aðgerðir til að draga úr plastúrgangi í hafinu. Plast leikur stórt hlutverk í daglegu lífi okkar og mun gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Vitað er að plastúrgangur í hafinu hefur neikvæð áhrif á auðlindir hafsins og á sjávarútveg, svo og á nýtingu strandsvæða fyrir almenning og ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að draga úr þessum áhrifum.

Plastúrgangurinn í hafinu er af ýmsum toga, allt frá míkróplasti sem hefur m.a. verið notað í auknum mæli í snyrtivörur á allra síðustu árum ...

09/15/2014
Meira

Dagskráin á Degi íslenskrar náttúru

Dynkur í ÞjórsáÁ fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði þaðan í frá „dagur íslenskrar náttúru“.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Hún sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um íslenska nátttúru. (sjá frétt)

Dagur íslenskrar náttúru er nú hladin hátíðlegur í fjórða sinn. Dagskráin á degi íslenskrar náttúru 16. september 2014 er svohljóðandi:

Höfuðborgarsvæðið

10:00 - 19:00 Kópavogur Náttúrufræðistofa Kópavogs býður á sýninguna „Þríhnúkagígur og ...

09/15/2014
Meira

Messages: