Kynning á Grænum kortum og útkomu nýs Græns Suðurlandskorts í app-útgáfu

Guðrún Tryggvadóttir stofnandi Náttúran.is og Wendy Brawer stofnandi Green Map Sysem.Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í Sesseljuhúsi

Laugardaginn 12. september kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts IS - Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Græna kortið er á 5 tungumálum.

Wendy BrawerNýja appið Grænt kort IS - Suður stofnandi Green Map System greenmap.org kemur til landsins að því tilefni og heldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins.

Daginn áður, föstudaginn 11. september kl. 13:00 heldur Wendy Brawer fyrirlestur sinn í Sesseljuhúsi að Sólheimum. Wendy Brawer hefur unnið til fjölda verðlauna og er m.a. á lista UTNE um „50 visionaries changing your world“. 

Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 900 borgum, bæjum og samfélögum í 65 löndum. Náttúran.is hefur staðið að þróun Grænna korta hérlendis síðan árið 2008 en Grænt kort - Suður er fyrsta Grænkorta appið sem Náttúran.is þróar. Áður hefur Náttúran.is gefið Græn kort út í prent- og vefútgáfum natturan.is/gm og öppin HÚSIÐ og umhverfið og Endurvinnslukort.

Náttúran.is fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands til þróunar appsins en fyrirtækið hefur starfað á Suðurlandi frá stofnun árið 2006, fyrst á Selfossi, síðan í Ölfusi við Hveragerði og nú er það starfrækt í Alviðru, umhverfisfræðslusetri í Ölfusi.

Stofnandi, framkvæmdastjóri og hönnuður Náttúran.is er Guðrún Tryggvadóttir en tæknistjóri og forritari er Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Dr. Anna Karlsdóttir mannvistarlandfræðingur og fv. lektor við HÍ, nú rannsóknarstjóri (Senior Research Fellow) hjá Nordregio hefur haft faglega aðkomu að þróun íslensku gærnkortanna frá upphafi. Auk þess sem fjöldi sjálfboðaliða, þýðenda, nema og sérfræðinga hafa lagt hönd á plóg á hinum ýmsu stigum þróunarinnar enda byggist grænkortavinna fyrst og fremst á samvinnu.

Nánar um Wendy Brawer:

Wendy Brawer er hönnuður og frumkvöðull á bak við hið víðfræga greenmap. Hún er fædd 1953 í Detroit þar sem hún ólst upp. Í byrjun tíunda áratugarins flutti hún til New York þar sem hún hefur búið síðan. Wendy hefur síðan beitt sér fyrir fleiri öndunarholum, borgargarðyrkju, og sjálfbærni í þéttbýlinu á Lower East Side þar sem hún býr og starfar á Manhattan, New York.

Árið 1992 stofnaði hún hönnunarteymið Modern World Design. Fljótlega vatt starfsemin upp á sig og fyrsta græna kortið kom út en það bar nafnið Green Apple map og var beint að útivistarsvæðum í þéttbýlinu og ýmiskonar umhverfisgæðum borgarsamfélagsins auk þess sem starfsemi með metnað fyrir vistvænum starfsháttum var kortlögð.

Með græna kortinu var brotið blað þar eð hefðbundin skipulagskort höfðu áður ekki sýnt fram á grænar og vistvænar víddir umhverfisins og þannig hafði þessi tilraun í för með sér áhrif sem urðu víðtækari en upphaflega var búist við. Síðan hefur komið út grænt kort af New York með áherslu á moltugerð og lífrænan úrgang, með áherslu á orkumál (óvistvæn sem vistvæn), hjólakort og kort barnanna sem í samstarfi við samstarfsfólk Wendyar gerði grænt kort þar sem börn ákváðu hvað væri þess virði að kortleggja í eigin hverfi borgarinnar með hjálp grænkortatáknanna.

Grænkortagerð sem náði útyfir landsteina Bandaríkjanna þar sem hún hafði átt síauknum vinsældum að fagna tók stökk eftir að fulltrúar grænkortateyma frá 23 þjóðlöndum fengu styrk frá Rockefeller sjóðnum til að hittast á Norður Ítalíu, nánar tiltekið í Bellagio árið 2002. Þá var alþjóðlegt samstarf um non profit kortagerð formgert gegnum stofnun Green Map System sem festi í sessi hnattrænt táknakerfi sem samnefnara fyrir kortagerðina en þau ná yfir hagkerfi, samgöngur, menningu, plönturíki og dýraríki, vatnafar og umhverfisupplýsingar og geta því veitt víðtækar upplýsingar um sérkenni kortlagðra svæða þó að flestir sem kortleggja með þessum hætti velji ákveðnar áherslur á sínum kortum.

Frá því að Wendy lagði af stað í grænkortaleiðangurinn hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú hafa um 900 staðbundin verkefni orðið til í grænkortagerð í 65 þjóðlöndum í öllum heimsálfum, m.a. hér á landi en Náttúran.is unnið að þróun og útgáfu grænkorts frá árinu 2008. Íslenska grænkortið er reyndar það fyrsta og eina sem tekur fyrir heilt land en ekki afmarkað svæði eða borg.

Wendy hefur í gegnum árin unnið til ótal verðlauna og nú síðast fór New York Public library þess á leit að fá að varðveita til skjalavörslu öll útgefin kort sem sögulega heimild. Þar verða því öll útgefin kort varðveitt um aldur og ævi, þ.á.m. þau kort sem Náttúran.is hefur gefið út þ.e. Græn Reykjavíkurkort 2010 og 2011 og Grænt Íslandskort 2013. Meira um Wendy og viðurkenningar henni til handa á ecocultural.info.

Ólíkt fólk með ólíkan bakgrunn en sameiginlegt áhugamál hefur alla tíð einkennt samstarfsteymin sem hafa unnið með grænkortagerð. Það er eitt af leyndarmálunum á bakvið gleðina sem einkennt hefur ólíka kortagerð á ólíkum svæðum heims. Lykillinn er samstarf fólks með áhuga á umhverfisgæðum samfélaga.

Umhverfismál af öllum toga óháð sjálfri kortagerðinni hafa átt hug Wendyar alla tíð og hún hefur starfað með ótal samtökum, t.d Sierra Club og fleirum. Hún hefur í áratugi beitt sér fyrir "community gardens"/nytjagarðyrkju í borgarsamfélaginu og eiginmaður hennar og hún standa ásamt stórum hópi að býflugnarækt á Manhattan svo dæmi séu tekin.

Vegna vinsælda kortagerðinnar ferðast Wendy  um víða veröld. Hún heimsótti okkur á Íslandi haustið 2013 og kemur nú aftur í tilefni útgáfu Græna Suðurlandskorts appsins.

09/04/2015
Meira

Rifsber og rifsberjahlaup

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt rautt og fallegt. Hafi hlaup mistekist má annaðhvort nota það sem dásamlega sósu eða hella því aftur í pottinn, kaupa sultuhleypi og endursjóða. Það má frysta rifsberjahlaup ef það á að geymast til jólanna.

Rifsberjahlaup:
Notað er 1 kg af ...

09/03/2015
Meira

Vistvæn landbúnaðarafurð - vottunin felld úr gildi

Merkið Vistvæn landbúnaðarafurðLandbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni.

Í kjölfar umræðu sem átti sér stað í júní 2014 setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. Í frétt í Fréttablaðinu þ. 28. ágúst sl. tjáði ráðherra sig um málið með eftirfarandi orðum: „Í dag erum við með aðbúnaðarreglur, velferðarreglugerð og dýralögin sem ganga miklu lengra en þessi vistvæni geiri. Svo tókum við upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins árið 2010 og þar eru líka hlutir sem ganga lengra en var í ...

09/03/2015
Meira

Lífrænn september

Soil Association stendur fyrir lífrænum september nú í ár undir kjörorðinu elskaðu Jörðina - elskaðu lífrænt. Þó að herferðin sé bresk er engin ástæða til að taka ekki þátt því öllum erum við á sömu Jörðinni og höfum sömu hagsmuni þ.e. að viðhalda og auka frjósemi Jarðar og styðja við heilbrigða matvælaframleiðslu í heiminum, með buddunni.

Lífræna vottunarkerfi Vottunarstofunnar Túns er þróað í samræmi við staðla og í samvinnu við Soil Association.

Hér á Lífræna kortinu sérð þú hvaða aðilar á Íslandi hafa lífræna vottun.

Sjá FB síðu Soil Association.

 

09/03/2015
Meira

Mold og mynt í Grasagarðinum

Jarðarberjaplöntur gróðursettar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjórði örfyrirlesturinn í tilefni alþjóðlegs árs jarðvegs verður haldinn þ. 9. september kl. 12:00 í Flórunni í Grasagarði Reykjavíkur. Haldnir verða þrír fyrirlestrar um vægi jarðvegs í grænu hagkerfi.

 • Vægi jarðvegs í grænu hagkerfi - Björn H. Barkarson, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindafræði HÍ
 • Fjölþætt virði jarðvegs Jón Örvar G. Jónsson, umhverfis- og auðlindafræði HÍ
 • Hagrænir þættir við nýtingu lífrænna úrgangsefna til uppgræðslu í Landnámi Ingólfs - Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
09/03/2015
Meira

Dagur íslenskrar náttúru nálgast

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.
Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur og hafa æ fleiri stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög, skólar, fyrirtæki og einstaklingar haft daginn í huga í sinni starfsemi. Líkt og áður efnir umhverfis- og auðlindaráðherra til hátíðarsamkomu þar sem fjölmiðlaverðlaun ráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verða afhent.

Að þessu sinni beinir umhverfis- ...

09/02/2015
Meira

Súrkálsgerð

Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk einiber
1/2 tsk kúmen
1/2 epli niðursneitt
2 msk vatn ef vill

Rífið eða sneiðið hvítkálið í fína strimla í matvinnsluvél eða með ostaskera. Hluta af stilknum má nota ef hann er fínt rifinn. Blandið saman nokkru af ...

08/30/2015
Meira

Opinn dagur í Skaftholti

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Auk grænmetissölu og veitinga verður börnum boðið að fara á hestbak einnig verða stuttar kynningar:

 • Kl. 14:30  Í Mikjálsbæ: Kynning á búsetu og starfsemi Skaftholts.
 • Kl. 15:30  Í Fjósinu:  Kynning á lífefldum landbúnaði.
 • Kl. 16:30  Í Gróðurhúsum: Kynning á lífefldri garðyrkju.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði ...

08/23/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Hofsóley. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

Dómnefnd velur úr tilnefningum og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

Umhverfisfyrirtæki ársins

 • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
 • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
 • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
 • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
 • Vinnuumhverfi öruggt
 • Fyrir liggur áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
 • Gengur lengra en lög og reglur ...
08/14/2015
Meira

Brot úr ræktunarsögunni

Ljósm. Haustuppskera, Guðrún Tryggvadóttir.Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ætla að eta kál allt af Englandi?“ Þegar Knútur fregnir þetta svarar hann: „Eigi getur Ólafur konungur rétt, ef hann ætlar, að eg mynda einn vilja eta kál allt á Englandi. Eg munda vilja heldur, að hann fyndi það, að ...

08/13/2015
Meira

Mjaðurtar-svaladrykkur - uppskrift

Uppskrift af mjaðurtar-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 blómkólfa af mjaðurt í fullum blóma*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af henni.

 • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
 • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
 • Leggið blómin og sítrónur í skál eða pott í lög eins og lasagna - hellið síðan sykurvatninu yfir.
 • Látið kólna niður í stofuhita á meðan að hrært er varlega í mjöðnum.
 • Setjið skál á kaldan stað í fjóra sólarhringa og passið að ...
08/11/2015
Meira

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Frá verðlaunaafhendingum 2013. Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti hlaut þá frú Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunain hlaut Páll Steingrímsson. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með ...

08/07/2015
Meira

Söfnun og meðferð vallhumals

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin blöðn sem vaxa snemma vors, áður en blómstilkur myndast. Það er þó miklu seinlegra og skilar sér ekki í verði.

Tínsla: Víða hægt að beita ljá við vallhumal-töku. Hafi fólk tilhneigingu til ofnæmis í slímhúð nefs, þarf það að forðast ...

08/07/2015
Meira

Morgunfrú í blóma

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er einnig kölluð potta morgunfrú (pot marigold) vegna hlutverks hennar í matargerð.

Morgunfrú er m.a. notuð í pottrétti og soð til að auka á næringargildi. Nokkur blóm í súpur og kássur ljá þeim dýpt og bragð. Einnig er hægt að ...

07/31/2015
Meira

Dill

Dill í bland við kartöflugrösÞegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Dill, í garði Hildar Hákonardóttur þ. 27.08.2009. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

07/30/2015
Meira

Birki- og mjaðurtarolía

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný lauf* og óskemmd, blómin af mjaðurtinni.
Ílát: Glerílát       

Birki. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ólífuolían er hituð í vatnsbaði og smáttskorin mjaðurt og birki sett í krukkuna með heitri olíunni, nokkrum dropum að Rósmarín kjarnaolíu bætt í.

Látið standa í 2 vikur fyrir notkun, helst í ...

07/28/2015
Meira

Ætihvannarhóstatöflur

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt og skemmtilegt er að gera hvannarhóstatöflurnar. Maður tekur hvannarstöngul og sker langsum, treður í glerkrukku og hellir flórsykri yfir, eins mikið og hægt er að troða í krukkuna.

Daníel Tryggvi 5 ára að sprauta hvannardropum á smjörpappír. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Látið liggja í 2-14 daga. Hristið krukkuna af og til. Flórsykurinn sýgur ...

07/27/2015
Meira

Rabarbari, þurrkaður

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í 2-4 ræmur eftir endilöngu.

Rabarbarinn þræddur upp á bandBitarnir eru dregnir á nál upp á soðinn seglspotta, sem gjarna má vera 3-4 metrar. Spottinn hengdur upp eins og þvottasnúra. Gæta verður þess, að ekki rigni á kippuna, og rétt er að taka hann inn ...

07/26/2015
Meira

Söfnun og meðferð mjaðurtar

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð: Þurrkast best upphengd í litlum knippum.

Ljósmynd: Mjaðurt, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

07/23/2015
Meira

Messages: