Fyrsta frostið

Frosið grænkál.Hér á Suðurlandi vill oft koma frost kringum 10. október sem er grænmetinu erfitt. Það sem stendur úti eftir þann tíma – næst stundum inn, stundum ekki. Ef tíðin er góð og tækifæri gefst er gott að bera núna áburð í garðana, stinga upp og gera klárt. Það léttir mikið vorverkin. Það er líka gott að taka til inni við, ef það hefur ekki þegar verið gert. Stafla pottum og kössum, raða upp verkfærum og sópa. Þegar búið er að ganga frá beðunum hefur bóndi minn það fyrir sið að breiða yfir gott og sterkt svart plast. Þannig bíða þau vorsins og ekkert að gera nema raka yfir. Til að halda plastinu niðri þarf að setja steina eða timburborð á endana og afar þægilegt er að kasta svolítilli mold yfir svo vindur komist ekki undir og þrífi allt á brott með sér eða tæti. Plastið dregur verulega úr því að harðgresi sái sér eða fræ þess spíri.

En það tekur því ekki að hafa of miklar áhyggjur af því hvort þessu eða hinu hefur verið komið í verk. Verkin eru hvort eð er endalaus. Skáldið og dulspekingurinn Rumi var fæddur árið 1207 í Afganistan, sem þá tilheyrði Persíu, og hann var því samtíðarmaður Snorra Sturlusonar. Rumi sá ræktun í nokkuð sérstæðu ljósi sem vert er að hugleiða og lýsir því í ljóðinu Langi þráðurinn, sem er nokkurs konar samræða milli músar, frosks og súfameistara. Músin lýsir matgræðgi sinni fyrir froskinum og atyrðir sjálfa sig fyrir eigin heimsku en segir svo: – Sjáðu samt grösin og blómin sem sólin töfrar fram þegar hún skín á jörðina og lætur þau spretta upp úr skítnum, sem gengur niður af okkur dýrunum. Og hugsið svo til alls þess sora, sem syndarar jarðarinnar skilja eftir sig, og íhugið þau stórkostlegu undur sem drottni hefur tekist að láta vaxa upp af þeim áburði.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Ljósmynd: Frosið grænkál, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

10/02/2014
Meira

Haust landslag

Á Græna kortinu er hægt að fá upplýsingar um staði rómaða fyrir haustlitafegurð.

Skilgreiningin sem við flokkum eftir er eftirfarandi:
Staðir sem rómaðir eru fyrir haustlitafegurð.

Sjá nánar um staði rómaða fyrir haustlitafegurð hér á Græna kortinu undir flokknum „Haust landslag".

Grafík: Myndtákn Green Map® System flokksins „Haust landslag“.

10/02/2014
Meira

Aukin mengun við Mývatn

Loftgæði við Mývatn 1. 10. 2014Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.

Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld og færist þá svæðið heldur til austur allt austur að Þistilfirði.

Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar á www.loftgaedi.is

Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru ...

10/01/2014
Meira

Vísindin útskýra af hverju eldfjöll eru að gjósa um alla jörð nú um stundir

Gosið í Holuhrauni.Eftir Robin Wylie sem er doktorsnemi í eldfjallafræði við University College í Lundúnum.

Jörðin virðist gefa frá sér reyk og eimyrju þessa dagana. Eldfjöll gjósa nú á Íslandi, á Hawaii, í Indónesíu, Ekvador og í Mexíkó. Nýlega gusu önnur eldfjöll á Filippseyjum og í Papúa Nýju Gíneu, en þau virðast hafa róast. Mörg þessara eldgosa hafa ógnað heimilum og orsakað rýmingar. En meðal þeirra sem fylgjast með sjónarspilinu, vakna spurningar: Er hægt að segja að eldgos fylgi árstíðum?

Á meðan ekki er rétt að segja að eldfjöll fylgi árstíðum, hafa vísindamenn samt byrjað að sjá spennandi munstur í virkni þeirra ...

10/01/2014
Meira

Kalifornía innleiðir plastpokabann

Ríkisstjóri Kaliforníu tilkynnti sl. föstudag um að plastpokar yrðu bannaðir í ríkinu.

Kalifornía verður þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að innleiða slíkt bann en nú þegar hafa plastpokar verið bannaðir í meira en hundrað borgum, þ.á.m. San Fransisco og Los Angeles.

Í Maui County á Hawai er matarverslunum bannað að pakka innkaupavörum í plastpoka, að sjálfsögðu í óþökk plastpokaframleiðanda.

Umhverfislýtir og mengun og plastpokum er einfaldlega orðið óásættanleg en Stykkishólmsbær reið á vaðið hér á landi fyrir nokkru og innleiddi stefnu um plastpokalaust sveitarfélag frá og með þeim 4. september, sem hefur farið gríðarvel af stað.

Sjá ...

09/30/2014
Meira

Tékklisti yfir erfðabreytt innihaldsefni í matvælum

Reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs (reglugerðar nr. 1038/2010) tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012 og því er skilt að merkja hvort matvara og fóður innihaldi erfðabreytt efni og því á neytandinn nú val um hvort að hann sniðgangi erfðabreyttan kost eða ekki.

Í Bandaríkjunum er enn sem komið er ekki skilt að merkja hvort innihaldi vara sé erfðabreytt. Leiðbeiningar til almennings eru því á annan veg en hér. Í Non GMO Shopping Guide sem The Institute for Responsible Technology og The Non GMO Project gefa út geta neytendur fræðst um hvaða ...

09/30/2014
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2014

Merki umhverfisverðlauna Ferðamálastofu.Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?
Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta, geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök.

Hvernig er tilnefnt?
Aðilar geta tilnefnt hvort sem er sjálfa sig eða önnur fyrirtæki/félög. Fylla þarf út einfalt form hér á ...

09/29/2014
Meira

Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni

LögbergKristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson flytja erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt Í DAG mánudaginn 29. september kl. 17:15 í sal 101 í Lögbergi, Félagsfræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Ágrip af erindi:

Þann 16. ágúst síðastliðinn hófst áköf jarðskjálftahrina í Bárðarbungu.  Á tveimur vikum færðust skjálftarnir til norðausturs undir Dyngjujökli og 29. ágúst varð smágos í Holuhrauni, um 5 km norðan við jökuljaðarinn.  Það gos var skammlíft en tveimur dögum síðar hófst gos fyrir alvöru í Holuhrauni.  Þegar þetta er ritað hefur gosið án afláts síðan og engin merki um að ...

09/29/2014
Meira

Starfshópur mótar tillögur til að draga úr matarsóun

Sígríður Bylgja frá Landvernd kynnir verkefnið Saman gegn matarsóun á Sumarmatarmarkaði Búrsins í lok ágúst sl.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Hópnum er ætlað að benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur við vinnslu matvara sem og fullunnar matvörur eftir að þær eru komnar til neytenda, veitingastaða, framleiðenda og söluaðila. 

Þá skal hópurinn leggja fram tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun, m.a. áhrif umbúða og skammtastærða. Loks skal hópurinn meta hvaða stjórntæki geta gagnast við að draga úr matarsóun og hvort þörf sé á breytingum á lögum og reglum sem áhrif geta haft á sóun matvæla. 

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ...

09/29/2014
Meira

Riff - Önnur framtíð

Úr myndinni Gengið neðansjávar / Walking undr water.Kvikmyndir tengdar umhverfi og náttúru eru í flokknum Önnur framtíð á RIFF í ár.

Gabor - Sebastián Alfie

Við undirbúning á gerð heimildarmyndar um blindu, heyrir leikstjórinn Sebas af Gabor, kvikmyndatökumanni sem varð blindur við tökur í S-Ameríku fyrir mörgum árum. Sebas ræður hann sem tökumann og brátt þarf Gabor að horfast í augu á við eigin tilfinningar í garð efnisins og leita til Sebas eftir stuðningi.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Thule Túvalú - Matthias von Gunten

Þó að flestir upplifi hlýnun jarðar gegnum fjölmiðla er hún viðvarandi vandamál fyrir íbúa Thule og Tuvalu. Í þessari stórmerkilegu mynd fáum við að sjá ...

09/29/2014
Meira

Skessujurt - súpukraftur með karllægum keim

Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að þriggja metra há, er tilvalið að skera hana niður og þurrka til vetrarins enda gefur hún ríkulega allt sumarið. Mest bragð er þó af henni áður en hún blómgast og myndar fræ en það gerir hún í júlí.

Skessujurt er ...

09/28/2014
Meira

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár 29. september til 1. október 2014

Ábending vegna veðurs næstu daga, 29.september til 1. október 2014

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á veðurspá morgundagsins, mánudags sem og þriðjudags og miðvikudags.
Talsverður lægðagangur er nú á Norður Atlantshafi og næstu þrjá sólahringa koma upp að suðvesturströndinni þrjár krappar lægðir. Þeim fylgir sunnan og suðaustan stormur og talsverð eða mikil rigning um sunnan og vestanvert landið.

Á morgun, mánudag er spáð suðaustan 18-25 m/s á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Það hvessir í nótt en veðurhæðin nær hámarki í fyrramálið og fram yfir hádegi. Spáð er suðaustan 15-23 m/s annars staðar á landinu á morgun, um ...

09/28/2014
Meira

Að gera grænmetissoð fyrir veturinn

Að gera grænmetissoð fyrir veturinn

Þegar mikið er um grænmeti og verið að taka upp úr görðunum er ekki úr vegi að útbúa gott grænmetissoð. Í soðið má nota stilka og ytri blöð af hvítkáli, blómkáli eða blöðin af spergilkáli og margt fleira, svo sem gulrótarblöð, rætur og villijurtir, bara það sé óskemmt og blöðin falleg. Gulrótaruppskera.Þau gagnast í soð þó að þau þyki ekki nógu fín í almenna matreiðslu. Þetta má sjóða hálftíma eða lengur, sía svo vökvann frá og sjóða hann niður um þriðjung eða helming í opnum potti. Henda blöðum og rótum í safnhauginn. Soðið má frysta ...

09/28/2014
Meira

Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Göngufólk á Heklu.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.

Frumvarpið kveður á um að gerð verði tólf ára stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir, sem lagðar verða fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillagna. Er markmiðið með áætluninni að móta stefnu, samræma og forgangsraða tillögum um uppbyggingu og viðhald innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.

Frumvarpið nær til landsvæða þar sem er að finna ferðamannastaði, jafnt innan eignarlanda sem þjóðlendna og nær áætlunin til landsins alls. Gert er ráð fyrir að ráðherra skipi ...

09/28/2014
Meira

Með náttúrunni - Sigþrúður Jónsdóttir í eldlínunni - 4. þáttur

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur í Eysta Geldingaholti í Gnúpverjahreppi er í eldlínunni hjá okkur í september. Hún hefur verið ötull baráttumaður fyrir verndun Þjórsárvera og Þjórsár allrar. Í fyrsta viðtalinu við hana sagði hún  frá tengslum sínum við Þjórsárver og sögu baráttunnar fyrir verndun þeirra. Síðan sagði hún frá ást sinni á sauðfé og áhuga á beitarmálum allt frá barnæsku,  landbúnaðarnámi í Walse og beitarrannsóknum á Auðkúluheiði. Í þriðja viðtalinu segir hún frá viðbrögðum við nýjum ógnunum við Þjórsárver og fallega fossa í ánni. Öll áin hefur vakið áhuga virkjunarsinna og auk Þjórsárvera er áhugi fyrir ...

09/27/2014
Meira

Haustmánuður genginn í garð

20. september – 20. október.

Haustmánuður byrjast næst jafndægrum en sólin gengur um þann tíma í vigtarmerki. Líka var þessi mánuður kallaður garðlagsmánuður því þessi þótti hentugur tími að bæta túngarða, engigarða, haga- eða skjólgarða og grannagarða ... Nú er tími að velta landi því, sem sáð skal í einhverju fræi að vori. Vatnsveitingaskurði á nú að stinga svo ekkert vatn geti staðið yfir landi á vetrum heldur að það súra vatn fái gott afrennsli. Jarðarávexti, sem menn vilja geyma niðurgrafna úti eða inni, skal nú upp taka og láta nokkuð þorrna, grafa þá síðan niður hvar frost má ei að þeim ...

09/27/2014
Meira

Til varnar býflugunni

Býfluga við vinnu sína.Býflugum fer fækkandi um allan heim. Hægt er að lesa um það hér. Býflugur eru ekki aðeins nothæfar til hunangsgerðar. Fæðukeðjan okkar byggir á þjónustu býflugna. Án frævunar þeirra mun 30% af okkar staðalfæðu hverfa.

Vísindamenn kenna ákveðnum skordýraeitrunum um. Næstu daga mun ríkisstjórn Bandaríkjana taka ákvörðun um bann á þeim, en slíkt bann er við lýði í ríkjum Evrópusambandsins

Obama hefur lýst áhyggjum af slæmu ástandi í býflugnastofninum og stofnaði nefnd til að gera áætlun til bjargar býflugunni. En risavaxin efnafyrirtæki eyða milljörðum til að slá rýrð á þær tillögur og rannsóknir sem gerðar eru gegn skordýraeitri.

Hugsjónarmenn hafa ...

09/26/2014
Meira

Grænar síður Náttúrunnar

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa hinum almenna neytanda möguleika á að beina viðskiptum sínum þangað sem honum finnst vera stunduð fyrirmyndar starfsemi. Grænar síður eru liður í að gera eftirfarandi markmið Náttúrunnar að veruleika:

  • Að þróa tæknilegar lausnir að samskiptaveröld sem getur tengt á milli ...
09/26/2014
Meira

Soðnar kartöflur og fiskur

Soðin ýsa með kartöflum.Það hefur svolítið gleymst í upprifjun á matarvenjum Íslendinga, soðningin og kartöflurnar. Lengst af á síðustu öld var þetta aðalhversdagsmatur vikunnar. Kartöflur fara einfaldlega betur með fiski en brauð, hrísgrjón, pasta eða nokkuð annað það sem inniheldur kolvetni. Þessi einfalda en næringarríka aðalmáltíð dagsins var í meira en hundrað ár framreidd á allflestum heimilum og á vissulega skilið að henni sé haldið á lofti. Efalítið hafa kartöflurnar einmitt fyrir þetta fallið vel að lífsmunstri þurrabúðarfólks í sjávarplássum eins og á Akranesi og Eyrarbakka. Nýr eða vel verkaður fiskur, siginn eða saltaður, með góðum kartöflum og smjöri, hömsum eða ólífuolíu er ...

09/25/2014
Meira

Messages: