Veðurspá á Náttúrunni

Einn af þjónustuliðum Náttúrunnar er Veðurspá. Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar sem mörgum finnst gagnlegri.

Tengill á veðrið er undir tenglinum Samfélagið:Veðurspá. Einnig birtast viðvaranir þegar svo ber undir.

Á forsíðu er lítið rauntímakort frá windyty.com sem sýnir vind á Íslandi. 
Hægt er að smella á tengilinn og fá þá kort í fullri stærð sem sýnir fleiri veðurþætti.

 

 

02/04/2016
Meira

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Að Hveravöllum. Ljósm. Árni Tryggvason.Starfsreglur verkefnisstjórnar voru undirritaðar af ráðherra 22. maí 2015 og birtust í Stjórnartíðindum 12. júní 2015. Í kjölfarið hafa ráðuneytinu borist ábendingar um tiltekin atriði í starfsreglum sem þyrfti að skýra frekar. Ráðuneytið hefur nú brugðist við þeim ábendingum með því að leggja til breytingar á ákveðnum atriðum starfsreglanna í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Í tillögunum eru meðal annars lagðar til breytingar á ákvæðum starfsreglna verkefnisstjórnar er snúa að endurmati virkjunarkosta sem þegar hafa verið flokkaðir í ...

02/03/2016
Meira

Nýtum salatið betur – Sparnaður

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum það ekker á okkur fá, enda bæði umhverfisvænt og budduvænt.

Ljósmynd: Salat vex áfram í glösum í eldhúsglugganum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

02/03/2016
Meira

Hrafnaþing – Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands

Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt “Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
Athugið að erindið verður flutt á ensku.

Í erindinu verður fjallað um þau vandamál sem fylgja slæðingum og ílendum slæðingum í fjalllendi og á hálendi Íslands. Leitað verður svara við spurningum eins og hve margar tegundir slæðinga finnast á hálendissvæðum, hvernig dreifast þær og hvar eru þær algengastar? Einnig verður í stuttu máli rætt um framtíð íslensku hálendisflórunnar.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3 ...

02/01/2016
Meira

Starfshópur vinnur tillögur um aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka

Plastpokar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að móta tillögur að aðgerðum um hvernig draga megi úr notkun plastpoka. Hópurinn mun í starfi sínu horfa til þingsályktunar Alþingis frá júlí sl. um að draga úr plastpokanotkun, breytinga á EES-samningnum vegna plastpokanotkunar og tillögu Umhverfisstofnunar um hvernig draga megi úr plastpokanotkun hér á landi.

Áætlað er að árlega noti Íslendingar um 70 milljónir plastpoka sem jafngildir rúmlega 200 plastpokum á mann. Starfshópurinn skal hafa að markmiði að dregið verði úr notkun burðarplastpoka í áföngum þannig að þeir verði 90 plastpokar á einstakling fyrir árslok 2019 og 40 plastpokar ...

02/01/2016
Meira

Garðfuglahelgin 2016

Ljósmynd Örn ÓskarssonÁrlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Nú eins og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.

Framkvæmdin er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstud. 29. jan., laugard. 30. jan., sunnud. 31. jan. eða mánud. 1. feb. - einhverjum garði. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér í garðinum og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.

Upplýsingar um garðfuglategundir er að finna á garðfuglavefnum Fuglaverndar á fuglavernd.is
Frekari upplýsingar um talninguna má finna á fuglavernd.is  

Áhugamenn um fugla eru hvattir ...

01/29/2016
Meira

Óskað eftir verkefnum frá varðliðum umhverfisins

Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla hlutu útnefninguna 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 10. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Að verkefnasamkeppninni standa umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur.

Skilafrestur verkefna er til 1. apríl 2016 og skal senda þau á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, merkt ,,Varðliðar umhverfisins”. Dómnefnd skipuð fulltrúum ...

01/29/2016
Meira

Lífrænt vottuð egg loks á markað hér á landi – Nesbúegg ehf

Skjáskot af heimasíðu Nesbúeggja nesbu.is.Vottunarstofan Tún ehf. hefur staðfest að framleiðslustoð Nesbúeggja ehf. í Miklholtshelli II uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum eggjum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent þ. 25. janúar 2016.

Nesbúegg ehf. er fyrsti íslenski stórframleiðandinn sem hlýtur slíka vottun og hefur markaðssetningu á lífrænum eggjum.

Með vottun Túns er staðfest að egg sem hið lífræna bú framleiðir og markaðssetur sem lífræna vöru komi úr varphænum sem aldar eru á vottuðu lífrænt ræktuðu fóðri og öðrum náttúrulegum aðföngum. Fuglarnir njóta reglubundinnar u ...

01/28/2016
Meira

Opið fyrir skráningar í grenndargarðinn Seljagarð sumarið 2016

Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.

Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur.  ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.

Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru velkomnir.

Fræ og forræktun er á eigin ábyrgð en aðstoð og ráðgjöf er í boði fyrir þá sem að sækast eftir henni.

Skráning á seljagardur109@gmail.com
útireitur: 4800 kr, úti og innireitur 6000 kr, innireitur 3000 kr, tilraunasvæði úti ...

01/27/2016
Meira

Eftir París: Loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 2. febrúar nk. frá kl. 12:00-13:30 býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar í Safnahúsinu við Hverfisgötu um stöðu loftslagsmála í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í desember sl.

Farið verður yfir samninginn sem þar var undirritaður af þjóðum heims og hvaða þýðingu hann hefur fyrir loftslagsmálin í heiminum. Staða Íslands verður sérstaklega skoðuð í þessu ljósi og rætt verður um skuldbindingar ríkisstjórnarinnar og fyrirtækja í loftslagsmálum.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands flytja erindi um Parísarsamninginn og að því loknu verða pallborðsumræður. Tekið verður við spurningum úr sal.

Þetta er frábært ...

01/26/2016
Meira

Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða meðhöndlun úrgangs í kynningu

Slæm umgengni við gáma fyrir blandaðan úrgang við Sogið. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, lögum um eftirlit með skipum og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Meginefni frumvarpsins eru innleiðingar ýmissa Evrópugerða er varða úrgangsmál. Auk þess eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum er varða m.a. opinberar birtingar á skýrslum rekstraraðila, kæruheimild í lögum um meðhöndlun úrgangs til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, heimild til handa Umhverfisstofnun til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um meðhöndlun úrgangs og breytingar er lúta að einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur þar sem ...

01/26/2016
Meira

Ecotrophélia – Keppni í nýsköpun vistvænna matvæla 2016 kallar eftir keppnisliðum

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí og er nú kallað eftir keppnisliðum.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á háskólastigi. Þeir mega vera úr hvaða námsbraut sem er en æskilegt að einhver í hópnum hafi þekkingu á matvælum. Nemendur mega ekki vera orðnir 35 ára. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia ...

01/25/2016
Meira

Áskoranir í loftslagsmálum – Morgunverðarfundur

Loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Fyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki annars vegar með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og hins vegar að þróa vörur og þjónustu þannig að aðrir nái árangri.

Áskoranir fyrirtækja verða ræddar á opnum morgunverðarfundi Samtaka iðnaðarins og CleanTech Iceland 27. janúar kl. 8.30 – 10.30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá:

  • Tækifæri til atvinnusköpunar - Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs hjá SI
  • Learnings from COP21 - KC Tran, framkvæmdastjóri Carbon Recycling International
  • Tæknilausnir í bátum - Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Trefjum
  • Vöktun og mælingar - Þorsteinn Svanur Jónsson, viðskipta- ...
01/25/2016
Meira

Saman gegn sóun – stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027

Matur í gámi, hent sem rusli. Af matarsoun.is.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út fyrstu almennu stefnuna um úrgangsforvarnir sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir fyrir árin 2016 - 2027 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.

Forvarnir gegn myndun úrgangs felast í að nýta auðlindir okkar sem best. Viðfangsefnið er að þróa samfélag sem hefur skilvirka auðlindanýtingu í fyrirrúmi og að fólk öðlist skilning á gagnsemi fyrirbyggjandi aðgerða sem koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Auk fyrrgreindra markmiða er tilgangur stefnunnar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að draga úr hráefnisnotkun og að minnka dreifingu á efnum sem eru ...

01/24/2016
Meira

Vetrarspírun

Spírur. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Með hækkandi sól er gaman að taka fram spírubakkann og þetta er fljótlegasta ræktun sem hægt er að hugsa sér. Það er sérviska mín að finnast fræið eigi að fá að sofa í friði framan af vetri, og ég fer því ekki að láta spíra fyrr en eftir nýár. Alfa-alfa fræið, eða refasmári, og mungbaunir eru auðveldust viðfangs. Refasmárafræin eru fljótust til, tekur aðeins örfáa daga að fá ætar spírur, en mungbaunirnar eru örlítið seinteknari. Ef fjölskyldan tekur spíruátinu vel er sjálfsagt að reyna fleiri tegundir.

Það er mikilvægt að sinna spírunum vel, vökva ríkulega tvisvar á dag, og hafa ...

01/24/2016
Meira

Bóndadagur og Þorri

Í dag er Bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur Þorra, en hann á sér langa sögu sem hefur ekkert með kaup á gjöfum að gera heldur á hann meira sammerkt með „ritúölum“ til að vingast við náttúruöflin.

Það er „skylda bænda“ „að fagna þorra” eða „bjóða honum í garð” með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gengur í garð (þ.e. í dag). Eiga þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir ...

01/22/2016
Meira

Lífræna vörulínan Kaja nú í boði í Grindavík

Matvörulínan Kaja - fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi er nú komin í dreifingu hjá Höllu að Víkurbraut 62 í Grindavík en hún opnaði nýlega veitingastað með smáverslun þar í bæ sem hún rekur meðfram veislu- og heimsendingarþjónustu sinni.

Hjá Höllu leggur aðaláherslu á hollusturétti sem hún vinnur frá grunni, m.a. úr lífrænum gæðahráefnum frá Kaja organic.

Kaja vörunum er pakkað á Akranesi og þær fást einnig í Lifandi markaði og Bændum í bænum en heildsala Kaja þjónustar einnig stóreldhús og leikskóla en þannig hófst einmitt reksturinn fyrir allmörgum árum síðan. Sjá grein með viðtali við Kerunu ...

01/19/2016
Meira

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð kærir leyfisveitingu Umhverfisstofnunar til framleiðsluaukningar Norðuráls

Leirársveit við Hvalfjörð. Ljósmynd af umhverfisvaktin.isNýlega samþykkti Umhverfisstofnun nýtt starfsleyfi fyrir Norðurál með umtalsverðri aukningu á framleiðslu áls. Meðfylgjandi er kæra Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð til Úrskurðarnefnar umhverfis- og auðlindamála sem stjórn vaktarinnar hefur samþykkt að senda frá sér vegna þessa.

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð vonar að tekið verði tillit til atriðanna sem hún hefur svo oft lagt áherslu á og vinnur staðfastlega að því að koma í gegn. Hér að neðan er kærubréfið í fullri lengd:

Þann 16. desember 2015 gaf Umhverfisstofnun út nýtt starfsleyfi fyrir Norðurál ehf. á Grundartanga, með gildistíma frá 16. des. 2015 til 16. des. 2031. Umhverfisvaktin við ...

01/16/2016
Meira

Sáðalmanak 2016

Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu mánuðir ársins 2016 eru þegar komnir inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Sáðalmanak Náttúrunnar er sett þannig fram að þú sérð á tímalínu hvaða tímabil hentar best til að sá til, gróðursetja eða safna fræi hinna sex flokka ...

01/15/2016
Meira

Messages: