Gróður í grennd

Mynd: ReGen Villages Holding, B.V. Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að sækja það sem þarf. 

Hér er grein um hugmyndina og tengill á síðu verkefnisins

05/27/2016
Meira

Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti

Ljósmynd: Landgræðslan

Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015. Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift.  Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Höfundar skýrslunnar eru þau Sigþrúður ...

05/25/2016
Meira

Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar

Háspennulínur á Hellisheiði. Ljósm. Einar BergmundurStarfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.

Starfshópurinn er einnig með til skoðunar ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum sem fjalla m.a. um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum, tímalengd ákvarðana um matsskyldu, endurskoðun matsskýrslna o.fl.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Íris Bjargmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum,
  • Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður, tilnefnd af Samtökum ...
05/23/2016
Meira

Fuglaskoðun við Elliðavatn mánudaginn 23. maí

Fuglaskoðun við ElliðavatnSkógræktarfélag Reykjavíkur og Fuglavernd standa fyrir fuglaskoðun í Heiðmörk mánudaginn 23. maí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 17:30 frá Elliðavatnsbænum og genginn hringur í nágrenninu.

Skoða á ríkulegt fuglalíf við Elliðavatn og í skógarjaðrinum. Hallgrímur Gunnarsson mun leiða gönguna og mun hún taka um klukkutíma.

Allir eru velkomnir. Munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

05/20/2016
Meira

Umhverfisverndarsamtök hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það stendur nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar og margvíslega annmarka vera á leyfisveitingunni sem varði ógildingu hennar. Nauðsynlegt sé að endurskoða val Landsnets á línuleið, sneiða hjá Leirhnjúkshrauni og umhverfismeta jarðstrengi. Eftir að áform um álver á Bakka voru slegin af eru forsendur framkvæmda gjörbreyttar vegna minni ...

05/19/2016
Meira

Geta borgir verið sjálfbærar?

Ráðstefnan er samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, WorldWatch Institute í Evrópu, Norræna hússins og Reykjavíkurborgar. Ráðstefnan mun taka fyrir bæði almenna þróun og dæmi um grænar lausnir í arkitektúr, byggingariðnaði, skipulags- og samgöngumálum í Evrópu, á Norðurlöndunum og á Íslandi.

Dagskrá: 23. maí 2016 / 14:00-16:45  

14.00 – 14.05 Opnunarávarp
14.05 -14.15 Getur borg verið sjálfbær? State of the World Report 2016, Stephanie Loveless, WorldWatch Institute Europe
14.15 – 14.30 Í átt að minni kolefnanotkun í Evrópusambandinu, Peter Vangsbo, viðskiptaþróun fyrir Climate-KIC Nordic
14.30 – 14.45 Hvernig hönnum við sjálfbærari borg? Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri á umhverfis- ...

05/18/2016
Meira

Forsætisráðherra Íslands heitir því í Washington að Alþingi fullgildi Parísar-samkomulagið í ár

Ein niðurstaða fundar forsætisráðherra Norðurlandanna og Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, er að Noregur, Ísland og Bandaríkin hétu því að fullgilda eða með öðrum hætti tilkynna um aðild sína að Parísar-samkomulaginu strax í ár. Skuldbinding af þessu tagi hefur ekki áður komið fram af hálfu Íslands en bæði Noregur og Bandaríkin höfðu áður lýst sig reiðubúin til að fullgilda Parísar-samkomulagið í ár.

Úr sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga Bandaríkjanna og Norðurlandanna

The leaders commit to join the Paris Agreement as soon as possible. Norway, Iceland, and the United States have committed to join the Paris Agreement this year, building on more than 30 ...

05/17/2016
Meira

Vilja banna notkun svartolíu

Bréf frá þeim samtökum sem hér undirrita, til að hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu (e. heavy fuel oil - HFO) um borð í skipum norðan heimskautsbaugs.

Svartolía er alvarleg ógn við lífríki Norðurslóða og bruni hennar skaðar loftslag jarðar. Leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Washington þann 13. maí næstkomandi, er kjörið tækifæri fyrir þessar þjóðir til að taka forystu í þessu mikilvæga máli og vinna saman að því að banna notkun svartolíu í Norðurhafi í gegnum Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO).

Bréfið sem PDF

05/13/2016
Meira

Ríkið brýtur á almenningi og umhverfisverndarsamtökum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherraBrotið er á réttindum almennings og umhverfisverndarsamtaka samkvæmt niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá í síðustu viku, sem nú hefur verið birt. Niðurstaðan er í samræmi við skýrslu Landverndar frá árinu 2014.  

Niðurstaða ESA er að íslensk lög tryggi ekki rétt almennings og umhverfisverndarsamtaka þegar kemur að kærurétti í umhverfismálum. Ekki er nægilegt að geta kært ákvarðanir og athafnir yfirvalda, heldur þarf líka að vera hægt að kæra þegar stjórnvöld aðhafast ekki – athafnaleysi. Um er að ræða brot á tveimur alþjóðasamningum, Árósasamningnum og EES-samningnum. Breyta þarf íslenskum lögum til að uppfylla þessar alþjóðaskuldbindingar. Bregðist Ísland ekki við fyrir 4. júlí, höfðar ...

05/10/2016
Meira

Ályktun aðalfundar FJÖREGGS, félags um náttúruvernd og heilbrigt mannlíf í Mývatnssveit

Lífríki Mývatns og Laxár í SuðurÞingeyjarsýslu hefur verið undir miklu álagi undanfarna áratugi og er svæðið á rauðum lista Frá MývatniUmhverfisstofnunar fjórða árið í röð. Kúluskíturinn, sem aðeins finnst á einum öðrum stað í heiminum, er horfinn og botni vatnsins má líkja við uppblásinn eyðisand. Bleikjan, aðalfiskistofn vatnsins, hefur verið nánast friðuð í nokkur ár til að koma í veg fyrir útrýmingu. Hornsílastofninn er í sögulegri lægð. Við rannsóknir síðasta sumar veiddust 319 síli en sambærilegar rannsóknir síðustu tuttugu og fimm ár hafa skilað 300014000 sílum. Hrunið í hornsílastofninum bitnar illa á urriðanum og ljóst að draga verður úr veiðum á ...

05/08/2016
Meira

Áskorun á ríkisstjórn Íslands að grípa til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár

Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að lífríki vatnsins sé í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn er horfinn af botni, hornsílastofninn hefur aldrei verið minni og bleikjan er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.

Að mati Landverndar er afar mikilvægt að sameina krafta sveitarstjórnar, ríkisvalds og ferðaþjónustuaðila á svæðinu og grípa til allra ...

05/04/2016
Meira

Aðlögun að lífrænum búskap – Fyrstu skrefin

Námskeið fyrir bændur og annað áhugafólk um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit, vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða.

Reykjavík, föstudaginn 6. maí 2016, kl. 11.00-16.00Þarabakka 3 (3.h.), 109 Reykjavík (í Mjóddinni; næg bílastæði t.d. nærri Breiðholtskirkju).

Námskeiðsgjald er kr. 20.000. Innifalið í námskeiðinu er prentað fræðsluefni, allar glærur og eintak af Reglum Túns um lífræna framleiðslu, auk veitinga. 

Tilkynningar um þátttöku skal senda á tun@tun.is fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 5. maí. Nánari upplýsingar veita Ólafur Dýrmundsson (oldyrm@gmail.com) og Gunnar Á. Gunnarsson (s. 511 1330 & 820 4130).

 Lífræna ...

05/04/2016
Meira

Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt

Sigurður Eyberg.Þér er boðið á frumsýningu heimildarmyndar Sigurðar Eyberg sem nefnist „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ en hún fjallar um Sigga og baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi.

Frumsýning er í Háskólabíói þ. 20. apríl kl. 15:00.

Siggi reynir að ná Vistsporinu sínu inn fyrir mörk sjálfbærninnar en það er fátt í íslensku samfélagi sem styður slíka baráttu og Siggi finnur fljótt að það er hægara sagt en gert að ná því. En er það hægt? Nær Siggi takmarkinu?

Sjá stiklu úr myndinni.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis í boði Háskóla Íslands

Nánar ...

04/19/2016
Meira

Ástand íslenska lómastofnsins

Mánudaginn 18. apríl kl.20:30 mun Ævar Petersen fuglafræðingur halda fræðslufund um lóminn í sal Arion banka Borgartúni 18 sem ber heitið ástand íslenska lómastofnsins.
Rannsóknir hafa verið stundaðar á lómum frá árinu 2006 en fyrir þann tíma hafði þessi tegund vakið litla athygli til rannsókna hér á landi. Upphaflega voru settir ljósritar á lóma en einnig fylgst með ástandi stofnsins og varpárangri. Jafnframt hefur upplýsingum verið safnað um varpstaði lóma í landinu.

Í fyrirlestrinum verður þó mest fjallað um samanburð milli tveggja svæði í landinu, á Mýrum á Vesturlandi og Núpasveit – V-Sléttu á Norðausturlandi, sem staðið hefur yfir ...

04/14/2016
Meira

Plastvinnsla á heimaslóð

Það er margt sem á sér stað langt undir radar stóriðju og heimsmarkaðar. Hugsjónafólk leggur höfuðið í bleyti til að leita leiða í baráttu við sóun og mengun. Oft án þess að ætlast til endurgjalds eða hagnaðar en í þeirri von að heimurinn skáni örlítið og skaðinn sem við völdum á umhverfi okkar verði minni svo börnin okkar og þeirra börn taki ekki við deyjandi ruslahaug.

Dave Hakkens er einn slíkra og hefur ásamt félögum sínum hannað vélar og búnað til að endurvinna plast í smáum stíl. Búnaðurinn er gerður úr íhlutum og efni sem auðvelt er að nálgst víðast ...

04/14/2016
Meira

Vilja Jökulsárlón inn í Vatnajökulsþjóðgarð


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag.

Jökulsárlón hefur ...

04/14/2016
Meira

Endurvinnslu – App Náttúrunnar

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið á móti þar. Þú getur einnig valið hvaða heimilisfang sem eru og séð þjónustur í nágrenni þess. Endurvinnslukort er bæði til í vef- og app útgáfu.

Skoðaðu Endurvinnslukortið hér á vefnum.

Sækja forritið

 

 

 
Náðu þér í Endurvinnslu app Náttúrunnar fyrir iOS, ókeypis ...

04/13/2016
Meira

Endurvinnslukortið: Flokkun - ekkert mál!

Endurvinnslukortið á dalir.isNáttúran.is verður með kynningu á íbúafundi í Búðardal í kvöld þ. 12. apríl kl. 20:00 en fyrir ári síðan slóst Dalabyggð í hóp sveitarfélaga sem er í beinni samvinnu um þróun Endurvinnslukorts sérstaklega fyrir sveitarfélagið og birtist kortið á vefsvæði sveitarfélagsins dalir.is. auk þess að vera aðgengilegt á vef Náttúrunnar og í Endurvinnsluappinu.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is þau Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur kynna Endurvinnslukortið og hvernig hægt er að standa sem best að flokkun heimafyrir.

 

04/12/2016
Meira

Vorverkin hefjast

Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er þó gott að miða við að ljúka sáningu einhvern ákveðinn dag. Ég miða við 20. maí fyrir sáningu og áætla að ljúka því að planta út fyrir 17. júní. Nú teygja plöntun og tilflutningar trjáplantna sig lengra fram á sumarið ...

04/08/2016
Meira

Messages: