Ræða Snorra Baldurssonar á Paradísarmissi - Enginn selur sjálfviljugur úr sér hjartað

Snorri Baldursson líffræðingur í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Smári, Landvernd.Ræða Snorra Baldurssonar á Paradísarmissi? Hátíð til verndar hálendi Íslands þ. 16. apríl 2015.

„Ég var beðinn að koma með fræðilega vídd inn á þennan fund og reyni að byrja þannig.... en tala þó ekki síður frá hjartanu, enda er vernd hálendisins hjartans mál ekki síður en höfuðsins.

Landslag er afurð andstæðra afla sem hlaða upp annars vegar og rífa niður hins vegar. Eldvirknin hefur byggt upp landið og ísaldarjökullin er það meginafl sem hefur rofið það og mótað. Þótt þessi öfl hafi verið mikilvirkust á ísöld hafa þau síður en svo látið af störfum. Enn eru megineldstövar í óða önn að hlaða upp gíga og hraun og enn eru jöklar og jökulár að puða við að rjúfa, slétta og jafna... að ógleymdum vindinum.

Miðhálendi Íslands er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og svörtum söndum. Upp úr sléttunni rísa bláhvítar jökulbreiður, grænir móbergshryggir, formfögur eldfjöll, dyngjur og stapar. Á stöku stað eru uppsprettulindir, gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði, og til jaðranna samfelldar grónar heiðar með fiskivötnum þar sem himbrimi og hávella syngja. “Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín” kvað Stephan G. og fangaði í einni setningu töfra öræfanna og íslenska sumarsins.”

Snorri Baldursson, líffræðingur og handhafi íslensku bókmenntaverðlaunana fyrir bókina Lífríki Íslands:

„Ég var beðinn að koma með fræðilega vídd inn á þennan fund og reyni að byrja þannig.... en tala þó ekki síður frá hjartanu, enda er vernd hálendisins hjartans mál ekki síður en höfuðsins.

Landslag er afurð andstæðra afla sem hlaða upp annars vegar og rífa niður hins vegar. Eldvirknin hefur byggt upp landið og ísaldarjökullin er það meginafl sem hefur rofið það og mótað. Þótt þessi öfl hafi verið mikilvirkust á ísöld hafa þau síður en svo látið af störfum. Enn eru megineldstövar í óða önn að hlaða upp gíga og hraun og enn eru jöklar og jökulár að puða við að rjúfa, slétta og jafna... að ógleymdum vindinum.

Miðhálendi Íslands er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og svörtum söndum. Upp úr sléttunni rísa bláhvítar jökulbreiður, grænir móbergshryggir, formfögur eldfjöll, dyngjur og stapar. Á stöku stað eru uppsprettulindir, gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði, og til jaðranna samfelldar grónar heiðar með fiskivötnum þar sem himbrimi og hávella syngja. “Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín” kvað Stephan G. og fangaði í einni setningu töfra öræfanna og íslenska sumarsins.”

„Hvergi í heiminum sé unnt að finna á afmörkuðu svæði jafn fjölbreytileg ummerki um átök jökla og eldvirkni og á hálendi Íslands.“

Virtustu jarðvísindamenn okkar hafa komist að þeirri skýru niðurstöðu að hvergi í heiminum sé unnt að finna á afmörkuðu svæði jafn fjölbreytileg ummerki um átök jökla og eldvirkni og á hálendi Íslands. Og jarðmyndanir sem þar er að finna hafa hjálpað fræðimönnum að skýra sambærileg fyrirbæri á plánetunni Mars; hrauntraðir, hamfarahlaupsfarvegi, gervigígaþyrpingar. Líf sem uppgötvast í Skaftárkötlum undir Vatnajökli leiðir óðar hugann að því hvort sambærilegt líf sé að finna undir íshellunni á Evrópu fylgitungli Júpíters.

Semsagt, hvergi er sköpun Jarðarinnar og starfsemi mótunarafla hennar, jarðelds, jökla, vatns, vinds og lífs sýnilegri en á hálendi Íslands. Þar fer fram stöðug sýnikennsla í landmótun og næmar manneskjur skynja þar vel þennan frumkraft sköpunarinnar. Það eru ekki margir staðir á jörðinni sem búa yfir sambærilegum töfrum og eru jafn aðgengilegir. Lundúnarbúi getur á einum degi komist úr skarkala stórborgarinnar aftur til upphafsins! Og fyrir okkur, íbúa þessa lands, tekur það aðeins einn til tvo tíma.

Æ fleiri ferðamenn, innlendir og erlendir, eru að uppgötva þessa staðreynd. Árið 1969 þegar Búrfellsvirkjun var vígð og markaði upphaf stóriðjustefnunnar, komu hingar 44.000 erlendir ferðamenn. Á síðasta ári voru þeir rétt um ein milljón og skiluðu um 300 milljörðum í gjaldeyristekjur, meir en nokkur önnur atvinnugrein. Fjórir af hverjum fimm þessara ferðamanna, 800.000 manns, sögðust koma hingað fyrst og fremst vegna einstæðrar náttúru landsins.

Öræfin okkar, hálendi Íslands, er þess vegna einstök gersemi fyrir okkur íbúa þessa lands og alls heimsins, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs og einn allra dýrmætasti arfur þjóðarinnar til langs tíma litið. Þetta blásna, eldbrunna hjarta landsins hefur aldrei verið byggt – að undanskildum örfáum útilegumönnum – en það býr samt í okkur öllum. Öræfin búa í hjörtum okkar og sinni, hugarheimi, sögum, menningu og listum. Þau eru hluti af okkur alveg eins og sagan og tungan. Hvar væru íslensku ævintýrin, útilegumannasögurnar, hrollvekjurnar án óbyggðanna?.... “Enn er þó reymt á Kili”..... Eða kvæðin og vísurnar sem allir þekkja: “Ríðum og ríðum”, “Yfir kaldann eyðisand”, ”Óbyggðirnar kalla” og „kyrja þar dimman kvæðasón Kverkfjallavættir reiðar“. Örnefni eins og Ódáðahraun, Sprengisandur, Eiríksjökull, Hvannalindir og Vonarskarð springa út í hugum okkar í litríkum sögum og sýnum. Öræfin eru náttúruarfur Íslendinga, Konungsbók náttúrunnar.

„Öræfin búa í hjörtum okkar og sinni, hugarheimi, sögum, menningu og listum. Þau eru hluti af okkur.“

Önnur konungsbók, Konungsbók eddukvæða, er með orðum Arnaldar Indriðasonar „tötrum klædd bókardrusla... en … þótt við ættum aðeins hana eina værum við rík að bókmenntum og hefðum lagt stóran skerf til heimsmenningarinnar.“ Hvað er hálendið annað en Konungsbók íslenskrar náttúru? Þótt við ættum það eitt, villt og dulúðugt, værum við rík að náttúrugæðum. Að spilla því meir en orðið er fyrir svokallað raforkuöryggi eða örfá megavött til viðbótar er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og íslenskri þjóðarsál. Væri atvinnuveganefnd Alþingis til í að selja Konungsbók eddukvæða bærist í hana gott tilboð, svo sem eins og tveir milljarðar?

Blásnautt alþýðufólk hér áður fyrr notaði skinnhandrit í skóleppa og reyndi jafnvel að leggja þau sér til munns í hallærum. Fátæklingar úti í heimi selja úr sér annað nýrað til að framfleyta fjölskyldum sínum, vegna þess að það er eina úrræðið sem eftir er. En enginn selur sjálfviljugur úr sér hjartað og við Íslendingar erum ekki lengur blásnautt fólk, við erum rík þjóð.

Í mínu ungdæmi þótti það ekki bera vott um mikil búhyggindi – frekar heimsku og búskussahátt – að eta útsæði næsta árs. Samt eru sterk öfl í þessu þjóðfélagi ennþá til sem vilja eta þetta útsæði framtíðarinnar, þennan óendanlega dýrmæta náttúru- og menningararf okkar. Jökulfljótin og háhitasvæðin fara ekkert á næstunni þótt þau fái að renna og blása óáreitt. Þau mala okkur gull óhamin. Öræfin okkar eru á alla mælikvarða verðmætari villt en virkjuð.

„Jökulfljótin og háhitasvæðin fara ekkert á næstunni þótt þau fái að renna og blása óáreitt. Þau mala okkur gull óhamin.“

Ég klóra mér oft í kollinum yfir okkar ágætu ráðamönnum, körlum og konum til hægri og vinstri. Eru þau svona rígföst í fjötra hugarfars síðustu aldar að þau skynji ekki tíðarandann? Halda þau enn að stóriðja, fiskveiðar og landbúnaður séu einu bjargráð þjóðarinnar? Eru þau svona miklar gungur að þau geta ekki staðið í lappirnar gegn freka karlinum sem á og rekur Skrokköldu hf eða Hagavatnsvirkjun ehf? Ráða eiginhagsmunir för? Hvað veldur?

Ég hef ekki svar við því, kæru áheyrendur, en veit þó að við getum ekki treyst á skyndilega hugarfarsbreytingu stjórnmálamanna. Við verðum sjálf, með órofa samstöðu, að tryggja vernd hálendisins. Til þess þurfum við að láta finna fyrir okkur. Við þurfum að tala við vini og vandamenn, senda bréf og pósta, skrifa greinar, birta myndir, láta til okkar taka á samfélagsmiðlum. Við þurfum að nýta sambönd okkar í útlöndum, standa á Austurvelli og óhlýðnast þegar þess þarf. Og við þurfum umfram allt að vera albúin að leggjast fyrir jarðýturnar, vogi þær sér upp á Sprengisand.“

05/10/2015
Meira

Ræða Andra Snæs Magnasonar á Pardísarmissi - Sáttin er möguleg

Ræða Andra Snæs Magnasonar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Andri Snær í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Jóhann Smári, Landvernd.

Ég hitti einu sinni mann sem sagði - þú þekkir ekki manneskju fyrr en þú hefur skipt með henni arfi.

Einhvernveginn mætti heimfæra það upp á þjóð. Þú þekkir ekki þjóð fyrr en hún hefur skipt með sér náttúruarfinum.

Við horfum á þetta núna þar sem þeir sem eitt stærsta útgerðarfyrirtækið gæti notað 10% af hagnaðnum og greitt hverjum einasta starfsmanni milljón meira í árslaun - en kemst upp með að gera það ekki.

Við sjáum þetta sama mynstur í alþjóðlegu samhengi. Fyrirtæki eins og Alcoa - sem ...

04/21/2015
Meira

Inngangsræða Guðmundar Inga Guðbrandssonar á Pardísarmissi

Ræða Guðmunar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Gott kvöld góðir gestir!

Fyrir hönd hinna fjölmörgu skipuleggjenda býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa hátíð til verndar hálendi Íslands.

Hvers vegna er blásið til baráttufundar núna? Jú, vegna þess að sjaldan hefur verið jafnmikil nauðsyn á samstöðu um vernd hálendisins og á næstu misserum. Það er komið að ögurstundu.

Ögurstund er magnþrungið orð. Er þessi dramatík mín einvörðungu vegna þess að ég er fæddur dramadrottning, sem ég fúslega viðurkenni, eða hangir fleira á spýtunni? Skoðum það nánar.

Landsnet hyggst reisa ...

04/21/2015
Meira

Ræða Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á Pardísarmissi - Jarðkerfisfræðin

Ræða Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Kristín Helga Gunnarsdóttir í pontu á Paradísarmissi. Ljósm. Jóhann Smári, Landvernd.

Leikur öræfaandi,
hvísla einveruhljóð,
breiðist hátignarhjúpur
yfir heiðanna slóð.
O'n af fornhelgum fjöllum
þrumar forlagamál.
Á þeim afskekktu stöðum
ríkir ómælissál.”

Þannig fangaði Jóhannes úr Kötlum öræfaandann - galdurinn sem býr í auðninni og kyrrðinni.

Og við spyrjum okkur: Hvers virði er þetta? Getum við búið til gjaldskrá? Hvað borgum við fyrir að sjá og upplifa? Er verðmiði? Hvaða rekstrarforsendur má leggja til grundvallar hér.

Hagfræðileg viðmið, hagræn gildi, hagvöxtur, arðsemi fjármagns, framleiðni hagkerfa, krafa um stöðugan vöxt, einkaneysla og kaupmáttaraukning. Hér eru aðeins örfá ...

04/18/2015
Meira

Öskudagur

Hann var áður fyrsti dagur langaföstu og dregur nafn sitt af rómversk-katólskum helgisið. Leifarnar af pálmunum, sem vígðir voru á pálmasunnudag síðasta árs, voru brenndar, askan látin í ker á altarinu og vígð fyrir hámessu. Presturinn býður síðan söfnuðinum að ganga nær, dífir fingri sínum í öskuna og gerir krossmark á enni þeirra eða krúnu, ef um klerka var að ræða. Um leið mælir hann þessi orð: „Mundu að þú ert dugt og að dufti skaltu aftur verða.“ Þessa siðar er fyrst getið seint á 10. öld, og er hann táknrænn fyrir iðrun og yfirbót. Í kringum siðbreytinguna á 16 ...

02/17/2015
Meira

Ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikum í Háskólabíói

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd níumenninganna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Bubbi Mortens stóð fyrir tónleikunum og flutt tvö lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Prins Póló flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.KK flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Uni Stefson flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Salka Sól og Abama dama fluttu nokkur lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar leiðir fjöldasöng í lok tónleikanna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér á eftir fer ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíói þ. 29. október sl. en tónleikarnir voru skipulagðir af Bubba Mortens til styrktar níumenningunum í Hraunavinum er handteknir voru sl. haust og dæmdir í fjársektir í Hæstarétti fyrir að verja Gálgahraun friðsamlega:

Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki
himinninn fúablaut fjöl
með fáeina kvisti að stjörnum.

Þannig sér Hannes Pétursson, skáldið á Álftanesi, fyrir sér dauðann. Þú ert innilokaður í kassa og sérð ekkert nema fáeina kvisti í þekjunni fyrir ofan þig. Og þannig er þeim innanbrjósts sem gistir fangaklefa í fyrsta sinn. Þú ert látinn dúsa ...

11/04/2014
Meira

Viðbrögð við ágangi í raun gert illt verra

Skjáskot úr viðtali við Bob Aitken í fréttum Ríkissjónvarpsin þ. 9. okt. 2014.Margt af því sem gert hefur verið til að bregðast við ágangi ferðamanna og vernda viðkvæm svæði, hefur í raun gert illt verra. Þetta segir Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum.

Hann hefur í 30 ár sérhæft sig í ráðgjöf um lagningu göngustíga á viðkvæmum svæðum og viðhaldi á þeim. Hann hefur heimsótt ýmsa staði hér á landi. „Umfang ferðaþjónustunnar er orðið slíkt að margir staðir sem voru án eftirlits, til dæmis staðir sem aðeins Íslendingar þekktu, verða nú fyrir miklu meiri ágangi en áður,“ segir Aitken. „Sumt af því starfi sem þar hefur verið unnið er þannig ...

10/12/2014
Meira

Um stórfyrirtækið Monsanto

Fyrirtækið Monsanto var stofnað í St. Louis Missouri árið 1901 af John Francis Queeny  sem hafði lengi starfað innan lyfjaiðnaðarins. Fyrsta framleiðsluvara fyrirtækisins var gervisætuefnið sakkarín sem fyrirtækið seldi til Coca Cola fyrirtækisins.

Árið 1919 fór Monsanto að framleiða salisílsýru og aspirín og fyrirtækið hóf einnig framleiðslu á brennisteinssýru. Á fimmta áratug 20. Aldar hóf Monsanto framleiðslu á plastefnum eins og pólýstýren og gervitrefjum. Síðan hefur Monsanto þróast smám saman yfir í einn helsta efnaframleiðanda heims. Fyrirtækið hefur framleitt skordýraeitur, DDT og fyrirtækið framleiddi hinn alræmda Agent Orange sem var notaður í Víetnamstríðinu. Fyrirtækið framleiðir einnig efni eins og NutraSweet ...

10/06/2014
Meira

Opið bréf til forstjóra Landsvirkjunar, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra

Þjórsárver, ljósm. Guðrún TryggvadóttirReykjavík, 18. september 2014

Við viljum með þessu bréfi vekja athygli á hættu á stórkostlegum skemmdum á lífríki Þjórsárvera.

Við framkvæmdir við Kvíslaveitu á 9. og 10. áratug síðustu aldar var kvíslum sem falla í Þjórsá úr austri veitt í Þórisvatn með neti skurða og lóna. Stærsta lónið er Kvíslavatn austan Þúfuvers. Við vesturströnd lónsins, þ.e. ofan Þúfuvers, eru nokkrar stíflur og ein þeirra er flóðvar. Hún er lægri en hinar stíflurnar og hönnuð til þess að bresta við flóð en veitir um leið öllu vatninu beint niður í Þjórsárver. Kvíslaveita var byggð áður en lög um mat á ...

09/19/2014
Meira

Bein tengsl milli fæðu og hegðunar - segir Michael Clausen

Michael Clausen barnalæknir hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hann nefnir rannsóknir á áhrifum fitusýra á ónæmiskerfið sem einn þeirra þátta sem hann hefur beint athygli sinni að. „Út frá því vaknaði áhugi minn á því hvernig fæðan sjálf hefur áhrif á hegðun. Það er svo sem ekkert nýtt í sjálfu sér þar sem kjörorðið Þú ert það sem þú borðar hefur lengi verið þekkt en spurningin snýst frekar um hvernig maður nálgast þetta,” segir Michael.

Um þetta fjallaði málþing á Læknadögum sem Michael  skipulagði, en þar var fjallað frá ýmsum sjónarhornum um áhrif fæðunnar á líkamann, áhrif ...

08/25/2014
Meira

Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland

FairTrade samtökin hafa sáð fræi vonar meðal annars í Palestínu þar sem eru 1700 bændur á Vesturbakkanum sem vinna saman innan FairTrade samtaka og rækta ólívur.

Nú í vor voru stofnuð Fair Trade samtök á Íslandi með nafninu Sanngjörn viðskipti / Fair Trade Iceland. Formaður er Guðbjörg Eggertsdóttir rekstrarhagfræðingur, gjaldkeri er Lilja Salóme H. Pétursdóttir mannfræðingur og ritari er Sara Lillý Þorsteinsdóttir læknanemi.

Tilgangur félagsins er að vekja áhuga almennings á sanngjörnum viðskiptum sérstaklega við þróunarlöndin. Einnig er samtökunum ætlað ...

08/21/2014
Meira

Hugleiðingar á Ólafsdalshátíð 2014, um sjálfbærni þá og nú

Domenique Pledel JónssonDominique Plédel Jónsson flutti eftirfarandi erindi á Ólafsdalshátiðinni í ár:

Góðir gestir.

Ég kynntist Ólafsdal í Möðrudal. Já, þetta hljómar sérkennilega, en tengingin er þó ekki svo fjarstæðukennd. Húsfreyjan unga í Möðrudal var að lesa bókina „Sigríður stórráða“ eftir Játvarð Jökul Júlíusson og Sigríður var jú frá Skáleyjum á Breiðafirði. Jón Sigurðsson hafði sent hana til Danmerkur í kringum 1860 til að læra að meðhöndla mjólk og taka þá þekkingu með sér heim að námi loknu. Sem hún og gerði og var hún svo lengi bústýra – og jafnvel meira – í Möðrudal. Þetta leiddi mig til að lesa bók Játvarðs um ...

08/16/2014
Meira

Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi

PaprikuræktunSkýrslan Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi er komin út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við bændur í lífrænni ræktun. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.

Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþörf plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun.

Sett var upp pottatilraunin með plöntumoltu (0,9% N), moltu úr búfjáráburði (1,9-2,6 ...

07/07/2014
Meira

Verndum fagfólk, viðskiptavini og náttúru

Síðastliðin 15 ár hefur orðið bylting á Norðurlöndunum hvað varðar vitneskju um innihaldsefni snyrtivara og forvarnir um hollustuhætti í hársnyrtifaginu. Danir fara þar fremstir í flokki með virtar rannsóknir, vottaðar Grænar stofur og fræðslu innan fagsins.

Á Gentofte sjúkrahúsinu í Danmörku er staðsett þekkingasetur fyrir hársnyrta og snyrtifræðinga.
Þar eru gerðar rannsóknir sem varða húðvandamál og öndunarfærakvilla hjá hársnyrtum og snyrtifræðingum ásamt því að barist er fyrir bættum vinnuaðstæðum.

Í þessari grein verður stiklað á stóru um það hvernig við, hársnyrtar, getum farið betur með okkur sjálf, viðskiptavini okkar og umhverfið í leiðinni.

Húðsjúkdómar

Samkvæmt rannsóknum innan Evrópusambandsins eru hársnyrtar ...

07/02/2014
Meira

Verndun hafsins föst í neti skrifræðis

Ákvörðunarferlar sem eiga að tryggja jafnvægi milli umhverfissjónarmiða og sjávarútvegs í Norðursjó eru flóknir og óskilvirkir og hafa neikvæð áhrif bæði á umhverfi hafsins og ríkisfjármálin. Í nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni er kallað eftir skilvirkara ferli.

Alþjóðlegt samstarf um sjávarútveg og umhverfisvernd í Norðursjó er tímafrekt, dýrt og óskilvirkt. Með nýju, skilvirkara ferli væri hægt að spara tíma, peninga og aðrar auðlindir og um leið bæta samskiptin milli hagsmunaaðila þannig að bæði vistkerfin og ríkisfjármálin hafi gagn af. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hugveitan Nordic Marine Think Tank (NMTT) hefur tekið saman fyrir Norrænu ráðherranefndina.
Flókið ákvörðunarferli ...

06/06/2014
Meira

Virkjanasinnar fá hreinan meirihluta í sveitastjórnum utan Reykjavíkur

Virkjanasinnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fá hreinan meirihluta næstum allsstaðar utan Reykjavíkur. Grænt ljós er gefið á virkjanaframkvæmdir um allt land. Umhverfissjónarmið mega sín lítils og verða undir.

Þetta eru stóru fréttirnar úr kosningunum í gær. Með hverjum Samfylking myndar meirihluta í Reykjavík er smámál miðað við virkjanamálin.

Kaupfélag Skagfirðinga og Framsóknarflokkurinn fær hreinan meirihluta í Skagafirði. Kaupfélagsstjórinn hefur lýst yfir skýrum vilja til að virkja Héraðsvötnin og núna hlýtur hann að sæta lagi og setja Villinganesvirkjun af stað.

Virkjanaglöð ríkisstjórn situr í Stjórnarráðinu, tilbúin að finna erlent lánsfé sem hægt er að nota til framkvæmda. Lánstraust Íslands er að batna ...

06/01/2014
Meira

Garðyrkjustöðin Akur er ekki lengur með lífræna vottun

Frá byrjun lífrænnar ræktunar á Íslandi hefur svepparotmassi þjónað sem einn öflugasti áburðargjafinn í ylrækt en svepparotmassinn fellur til sem aukaafurð úr sveppaframleiðslu Flúðasveppa.

Árið 2007 fengu Vottunarstofan Tún og Sölufélag garðyrkjumanna breska sérfræðinginn Dr. Roger Hitchings til að meta kosti og galla lífrænnar ylræktar og möguleika á aukningu hennar hér á landi. Dr. Hitchings taldi m.a. að jarðvegssuða væri ofnotuð í ylrækt,  sem bæri aðeins að leyfa í undantekningar tilvikum vegna neikvæðra áhrifa á lífríki jarðvegsins. Hann taldi þörf á að efla skiptiræktun og þá væri sömuleiðis nauðsynlegt að hætta notkun svepparotmassa sem byggði á hráefnum úr verksmiðjubúskap ...

05/26/2014
Meira

Leiðbeiningar til hjólreiðamanna vegna umferðarmengunar

Hjólreiðamenn verða að gæta sín sérstaklega þegar hjólað er í borgum þar sem er mikil umferðarmengun. Rannsóknir hafa sýnt að hjólreiðamaður í áreynslu andar dýpra en t.d. ökumaður bifreiðar, þannig að ef hjólreiðamaður verður fyrir mikilli útsetningu gegn mengandi efnum er hætta á því að þau berist auðveldlega ofan í lungu.

Svifryk er yfirleitt ekki mjög hættulegt nema það sé minna en PM 2,5. Það fína svifryk sem er undir PM 2,5 kemur yfirleitt beint frá útblæstri bifreiða, það fer beint ofan í lungu og kemur sér fyrir í lungnablöðrunum þar sem það leysist upp og efnin ...

05/20/2014
Meira

Hvernig Gálgahraun gerði mig að aðgerðasinna

Lárus Vilhjálmsson leikhússtjóri flutti eftifarandi ræðu á Náttúruverndarþingi þ. 10. maí sl.

Ég ætla að fara aðeins yfir atburðarásina í Gálgahrauni haustið 2013 þegar hópur fólks reyndi að mótmæla vegalagningu nýs Álftanesvegar og sérstaklega þann 21. október þegar ég ásamt fjölda annara vorum handtekin fyrir að sitja í veg fyrir jarðýtunni.

Ég hef um margra ára skeið látið mig umhverfismál varða. Tekið þátt í fundum og starfi umhverfissamtaka og stjórnmálaflokka, skrifað greinar, skrifað undir undirskriftalista, gengið niður Laugaveginn með Ómari og stofnað með honum náttúruverndarflokk.

En ég hafði aldrei litið á mig sem aðgerðasinna. Mér fannst ég vera sófa-mótmælandi. Aðgerðasinnarnir ...

05/13/2014
Meira

Messages: