Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið ...
Nýtt app úr smiðju Náttúran.is hefur verið samþykkt hjá Apple og er komið í dreifingu. Appið er ókeypist til niðurhals og tekur fyrir menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Áður hefur Náttúran.is gefið út Græn kort í vef- og prentútgáfum.
Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ...
Vorið 2015 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk í Uppbygginarsjóð Suðurlands til þróunar Græns Korts - Suður í app-útgáfu. Stuðningur fékkst og var appið þróað og var kynnt í byrjun september og iOS útgáfan fór í dreifingu í desember 2015.
Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Í vikunni kom út nýtt app fyrir iPad frá íslenska hugbúnaðarhúsinu Gebo Kano ehf.
„Heimurinn okkar - Dýr í hættu" er fyrsta appið í flokki þema-appa með mismunandi áherslum. Dýr í hættu er í senn námsefni í tölfræði fyrir börn og fróðleikur um dýr í útrýmingarhættu. Appið er hugsað fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Notandi fer í hlutverk aðstoðarmanns vísindastofnunar ...
Mýrdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það fimmta Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum. Endurvinnslukort Mýrdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.h. á vik.is.
Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til ...
Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...
Hér er mynd sem sýnir afleiðingar fávisku, annahvort skortir viðkomandi lestrarkunnáttu sér (og öðrum) til gagns eða skilning á því hvernig samfélag virkar. Gerum þó ráð fyrir að lestrarkunnáttan sé að einhverju leiti til staðar. Þá ætti að vera ljóst að hér eru gámar sem ætlaðir eru undir almennt heimilissorp. Og meira að segja tiltekið að grófur úrgangur og annað ...
Menningarveisla Sólheima opnaði laugardaginn 6. júní og er helguð 85 ár afmæli Sólheima. Í Sesseljuhúsi opnaði sýningin Sjálfbæra heimilið (sjá grein) en þar er Húsið og umhverfið, einn fræðsluþáttur Náttúrunnar eitt aðaluppistöðuefnið auk þess sem Húsið og umhverfið í app-útgáfum og vefútgáfunni á Náttúran.is. er kynnt á skjá.
Náttúran.is var að gefa út smákort í snjallsímastærð til kynningar á appi og vefútgáfu Hússins og umhverfisins.
Náðu þér í Húsappið fyrir Android, ókeypis!
Náðu þér í Húsappið fyrir iOS, ókeypis!
Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi laugardaginn 6. júní kl. 14:00 en sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima á 85 ára afmælisári.
Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var ...
Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað nýtt Endurvinnslukort. Svona virkar kortið:
Þjónusta:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast ...
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.
Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting ...
Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkveldi var fjallað um árangur íbúa Stykkishólmsbæjar við að hætta notkun burðarplastpoka, sem gengur gríðarlega vel og skal þeim hér með óskað til hamingju með árangurinn. Að hætta notkun burðarplastpoka er vissulega mikilvægt skref og Stykkishólmur getur nú státað af því að geta verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga á þessu sviði, héðan í frá.
Næsta skref verður ...
Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.
Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.
Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til ...
Náttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.
Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android
Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag.
Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.
Húsið og umhverfið ...
Húsið, app sem Náttúran.is sendi nýverið frá sér er komið á topp 10 listann yfir mest sóttu ókeypis öppin á íslenska markaðssvæðinu. Það er ástæða til að gleðjast yfir því þar sem Húsið hefur ekkert verið auglýst enn sem komið er en fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum.
Húsið sómir sómir sér vel á milli Instagram og Facebook.
Náttúran.is hefur nú þróað nýtt E efna tól í handhægt form sem hægt er að skoða hér á vefnum en einnig á farsímum og spjaldtölvum í búðinni (e.natturan.is).
Sérstakt E aukefna app er einnig í þróun!
Í E efna tólinu er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum ...
Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...