Sprengisandur

Myndband til kynningar baráttutónleika og söfnunar til stuðnings baráttu fyrir ósnortnum víðáttum á hálendi Íslands.

Dr. Dennis Meadows á Íslandi

Dr. Dennis Meadows author Náttúran.is producer

Ykkar er valið, um framtíð á eigin forsendum eða verða nýlenda á ný

Dr. Dennis Meadows er prófessor emeritus í kerfisstjórnun og fyrrverandi forstöðumaður stofnunar um stefnumótun og félagsvísindi við Háskólann í New Hampshire, en rekur nú rannsóknastofu um gagnvirkt nám. Dr. Meadows er þekktastur fyrir að vera meðhöfundur skýrslunnar Limits to Growth, sem samin var fyrir Club of Rome árið 1972. Hann hefur verið prófessor á þremur fræðasviðum: stjórnunarfræðum, verkfræði og félagsvísindum og flutt fyrirlestra í meira en 50 ...

John Fagan um GMO

Dr John Fagan author

Dr John Fagan ræðir um matvæli og fóður vottað og merkt án erfðabreyttra efna. Dr. Fagan er með doktorsgráðu í lífefnafræði, sameindalíffræði og frumulíffræði frá Cornell háskóla. Hann er virtur m.a. fyrir þekkingu á sjálfbærni og líffræðilegu öryggi í matvælaframleiðslu. Árið 1996 stofnaði hann og varð jafnframt vísindastjóri fyrir Global ID Group Inc., þar sem hann þróaði tæki til að sannprófa hreinleika, öryggi og sjálfbærni. Auk þess þróaði hann þar DNA próf fyrir erfðabreytt matvæli og mótaði fyrsta vottunarkerfið ...

Doug Gurian-Sherman um GMO

Dr. Doug Gurian-Sherman author

Dr. Doug Gurian-Sherman mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af notkun erfðatækni í landbúnaði. Dr. Gurian-Sherman er vísindastjóri matvæla- og umhverfisverkefnis Union of Concerned Scientists í Bandaríkjunum. Hann lauk doktorsprófi í plöntusjúkdómafræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Eftir það stundaði hann rannsóknir á sameindalíffræði hrísgrjóna og hveitiyrkja við tilraunastöð bandaríska landbúnaðarráðuneytisins í Kaliforníu. Hann starfaði sem vísindastjóri við Matvælaöryggissetrið (Centre for Food Safety) í Washington D.C. Hann stofnaði og stýrði líftækniverkefni við Miðstöð vísinda í þágu almanna hagsmuna (Centre for Science ...

Michael Antoniou um GMO conference in Reykjavík

Dr. Michael Antoniou author

Dr. Michael Antoniou fjallar um erfðavísindin, erfðatæknina og áhrif á heilsufar. Dr. Antoniou er rannsóknastjóri og dósent í sameindaerfðafræði við læknisfræði- og sameindaerfðafræðideild Kings College London School of Medicine í Bretlandi. Hann á að baki 32ja ára reynslu í notkun erfðatækni í rannsóknum á skipan og stýringu erfðavísa, hefur ritað yfir 50 ritrýndar vísindagreinar og á höfundarrétt á fjölda genatjáninga. Hann hefur, ásamt samstarfsmönnum í háskólasamfélaginu og atvinnulífinu, hagnýtt uppgötvanir sínar á genastjórnunarferlum til rannsókna og þróunar greiningar- og meðferðarúrræða ...

Messages: