Magma yfirsýnAllar náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í almannaeigu og allur arður af þeim á að ganga óskiptur til þjóðarinnar - er fundarefni borgarafundar sem Attac* samtökin hafa boðað til í Iðnó annað kvöld, 28. júli frá kl. 20:00 - 22:00

Fundarstjóri er Benedikt Erlingsson, leikari.

Frumælendur eru Björk Sigurgeirsdóttir viðskiptafræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur.

Í pallborði verða þau Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra (óstaðfest), Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra (óstaðfest) og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra (óstaðfest).
Auk þeirra hefur Maria Elvira Méndez Pinedo doktor í Evrópurétti og öllum þingmönnum verið boðið í pallborð.

Fundargestir eru hvattir til að mæta með tilbúnar og gagnorðar spurningar.

Sýnum samstöðu og fjölmennum á fundinn!

*Attac samtökin á Íslandi voru stofnuð formlega þann 8. nóvember 2009. Upphaflegt stefnumið Attac var aðeins eitt, en það var að krefjast þess að svokallaður Tobin-skattur yrði lagður á gjaldeyrisbrask. Attac vinnur nú að fjölda málefna sem tengjast hnattvæðingu og neikvæðum afleiðingum fjárhagslegrar hnattvæðingar og einkavæðingar, en samtökin líta ekki á sig sem andstæðing hnattvæðingar. Þau gagnrýna hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem samtökin líta svo á að stýri efnahagslegri hnattvæðingu.

Attac er skammstöfun og stendur fyrir „Association pour la taxation des transactions financières pour l'aide aux citoyens“ sem er á ensku: Association for the Taxation of Financial Transactions for the Aid of Citizens, ATTAC.

Grafík: Yfirlitsmynd af vef Magma um áform fyrirtækisins um að verða stórfyrirtæki í vistvænni orkuframleiðslu. HS Orka er langstærsta verkfnið (blái liturinn í súluritinu) en fyrirtækið áformar að gjörnýta orku á Reykjanesi (áformað að virkja 430 MW til 2016) jafnvel þó að stækkun Reykjanesvirkunar sé í uppnámi því Orkustofnun hefur ekki viljað samþykkja stækkunina. Ástæðan er nær örugglega sú að jarðhitasvæðið er nú þegar fullvirkjað og trúlega gott betur (5% yfir þolmörkum). Allt tal um næga orku á svæðinu er byggt á blekkingum og bjartsýni sem ekkert hefur að gera með raunveruleikann og því síður með sjálfbæra nýtingu eins og fyrirtækið Magma vill láta í veðri vaka að það standi fyrir. Sjá nánar í grein Sigmundar Einarssonar „Pólitísk íhlutun Magma og Norðuráls“.

Birt:
July 27, 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Borgarafundur í Iðnó um Magma og auðlindirnar“, Náttúran.is: July 27, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/07/27/borgarafundur-i-idno-um-magma-og-audlindirnar/ [Skoðað:Dec. 5, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: