Náttúrustígur við Höfn
Náttúrustofa Norðausturlands caretaker
Líkan af sólkerfinu við göngustíg sem liggur vestan byggðar á Höfn. Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshæð en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar. Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í heild sinni tæpa klukkustund.
Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni.
- Part of:
- Náttúrustofa Norðausturlands