Birkielixír - Vorkúr
Birkielixír til yngingar (eftir 35 ára aldurinn)
Innihald:
Birkilauf*, safinn úr 20 sítrónum, hrásykur.
Hlutföll: 1,5 kg. birkilauf.
Safinn úr 20 sítrónum.
3,5 kg. hrásykur.
Nýttir plöntuhlutar: Ný lauf og óskemmd.
Tími söfnunar: Að vori.
- dagur: Soðnu vatni hellt yfir birkilaufin í stórum potti og látið liggja yfir nótt. Vatnið á að fljóta vel yfir laufin.
- dagur: Birkilaufin tekin úr vatninu og vatnið hitað aftur að suðumarki og laufin sett aftur í vatnið.
- dagur: Birkilaufin tekin úr vatninu og vatnið hitað aftur að suðumarki og laufin sett aftur í vatnið.
- dagur: Birkilaufin tekin úr vatninu og vatnið hitað aftur að suðumarki og laufin sett aftur í vatnið.
- dagur: Sigtið laufin frá , pressið vel úr þeim, látið sjóða upp með safann úr 20 sítrónum og ca. 3 1/2 kg af sykri/hrásykri. Fyllið á flöskur (glerflöskur).
Virk efni: Bitruefni, tannín, ilmolíur
Notkun: Vorkúr
Skammtar: Ein matskeið daglega í vatnsglasi
Varúð: Ekki fyrir börn!
Til gerðar þarf:
Ílát: Góður pottur
Verkfæri: Sigti og sleif
*Ath. að tína aðeins af villtum trjám sem ekki hafa verið úðuð með skordýraeitri og munið að tína aðeins lítið af hverju tré til að ganga ekki nærri heilbrigði trésins.
Uppskrift frá Dr. Christian Osika, anthroposophiskum lækni sem komið hefur nokkrum sinnum til Íslands og haldið námskeið.
Efri myndin er af ungu birkilaufi en best er að tína birkilaufin þegar þau eru nýbúin að opna sig. Neðri myndin er af birkilaufi sem búið er að liggja í soðnu vatni eina nótt. Ljósmyndir: Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Christian Osika, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Birkielixír - Vorkúr“, Náttúran.is: April 11, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2007/05/18/birkielixr-vorkr/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 18, 2007
breytt: April 11, 2014