Baráttan við bláskjá 01/26/2017

Töluverð umræða hefur verið um skaðsemi þess að sitja fyrir framan tölvuskjái langt fram á kvöld eða nótt og verða þannig fyir áhrifu blá ljóssins. Það getur dregið úr framleiðslu melantonins en það er hormón sem líkaminn framleiðir þegar birtu tekur aðbregða og veldur syfju. Skortur á því getur valdið því að fólk eigi erfitt með að festa svefn og þjáist þá af andvökum og svefnleysi.

Ein leið, sem mörgum finnst erfið, er að hætta í tölvunni fyrr á kvöldin ...

Stillingar í f.lux

Töluverð umræða hefur verið um skaðsemi þess að sitja fyrir framan tölvuskjái langt fram á kvöld eða nótt og verða þannig fyir áhrifu blá ljóssins. Það getur dregið úr framleiðslu melantonins en það er hormón sem líkaminn framleiðir þegar birtu tekur aðbregða og veldur syfju. Skortur á því getur valdið því að fólk eigi erfitt með að festa svefn og ...

26. January 2017

Mynd: ReGen Villages Holding, B.V. Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að ...

Það er margt sem á sér stað langt undir radar stóriðju og heimsmarkaðar. Hugsjónafólk leggur höfuðið í bleyti til að leita leiða í baráttu við sóun og mengun. Oft án þess að ætlast til endurgjalds eða hagnaðar en í þeirri von að heimurinn skáni örlítið og skaðinn sem við völdum á umhverfi okkar verði minni svo börnin okkar og þeirra ...

14. April 2016

Guðrún og Einar Bergmundur við kynningarbás Náttúrunnar í Hörpu.Náttúran.is verður með fyrirlestur á aðalfundi Fjöreggs - félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, á Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is, Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur munu kynna vefinn og þau verkfæri sem boðið er upp á til að efla umhverfismeðvitund og draga úr sóun.

Þau fjalla um hvernig almenningur getur sýnt ...

Einn af þjónustuliðum Náttúrunnar er Veðurspá. Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar sem mörgum finnst gagnlegri.

Tengill á veðrið er undir tenglinum Samfélagið:Veðurspá. Einnig birtast viðvaranir þegar svo ber undir.

Á forsíðu er lítið rauntímakort frá windyty.com sem sýnir vind á Íslandi. 
Hægt er að ...

04. February 2016

Ljósmynd: Einar Bergmundur á Snæfellsjökli. Ljósm. Guðrún A. TryggvadóttirEinar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson

Tækniþróunarstjóri Náttúran.is

Gsm: 892 5657

einar@nature.is
natturan.is

Nám

2004-2007 The University of Liverpool, England. Post graduate tölvunarfræði og upplýsingatækni. 
1981-1987 Leiklistarnám hjá Helga Skúlasyni og Kára Halldóri
1979-1980 Nám í heimildaljósmyndun við Ljósmyndaskólann, Biskops Arnö, Svíþjóð
1980-1984 Söngskólinn í Reykjavík, og síðar einkatímar í klassískum söng hjá Sigurði Demetz og Andrei Orlowitz ...

Áramótakaka....fyrir sprengingu.Nú á nýju ári er við hæfi að líta um öxl og skoða það sem áunnist hefur og það sem við getum gert betur.

Á sviði umhverfismála er það eflaust loftslagssamningurinn, samkomulag 195 þjóða um að takast á við vandann sem óhóflegur útblástur gróðurhúsalofttegunda og eyðing kolefnisbindandi gróðurlendis veldur. Markmiðið, að halda hækkun hitastigs innan við 2°C og helst ...

Sólin um vetrarsólstöður. Ljósm. Einar Bergmundur.Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. December 2015

Frá Náttúruverndarþingi félagasamtaka í umhverfisvernd. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirMorgunverðarfundur

um fyrirhugaða lagasetningu um félagasamtök til almannaheilla

Grand Hótel Reykjavík

18. nóvember 2015 kl. 08:30 – 10:00

 

Markmiðið með málþinginu er að draga fram þær áherslubreytingar sem eru í drögum að frumvarpi

til laga um almannaheilasamtök, hvort þörf er á að skerpa lagaramma um slíka starfsemi

og hvað slík lagasetning hefur í för með sér.

Dagskrá

08:00 ...

17. November 2015

Gámar á vegum Grímsnes og Grafningshrepps í landi Alviðru.Hér er mynd sem sýnir afleiðingar fávisku, annahvort skortir viðkomandi lestrarkunnáttu sér (og öðrum) til gagns eða skilning á því hvernig samfélag virkar. Gerum þó ráð fyrir að lestrarkunnáttan sé að einhverju leiti til staðar. Þá ætti að vera ljóst að hér eru gámar sem ætlaðir eru undir almennt heimilissorp. Og meira að segja tiltekið að grófur úrgangur og annað ...

Ferlill hrunsins niður fjallshlíðinaIngólfsfjall austanvert er einna þekktast fyrir stórgrýtisurð sunnarlega á Biskupstungnabrautinni hvar inn á milli bjarganna stendur lítill sumarbústaður sem kaldhæðnir leiðsögumenn segja trúgjörnum ferðamönnum að maður einn hafi gefið tengdamóður sinni. Betri heimildir herma reyndar að vissulega sé eigandi hússins tengdamóðir en hafi sjálf fest kaup á húsinu. 

Þótt björgin sem umkringja bústaðinn séu flest búin að liggja þarna um ...

Forsíða skýrslunnarÍ nýrri skýrstu Birdlife International sem unnin var í samvinnu við Evrópusambandið og IUCN, Alþjóðnáttúruverndarsamtökin, eru tíu fuglategundir taldar í bráðri útrýmingarhættu. Í heildina eru 67 evrópskar tegundir í mismikilli hættu þar af 18 í verulegri hættu og þar á meðal íslensku tegundirnar lundi, fýll og álka. 

Fleiri tegundir eru líka í yfirvofandi hættu s.s. æðarfugl, en hlýnun og ...

Lundi með sandsíli. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.Norðulandaráð var að senda frá sér skýrslu um ágengar framandi tegundir og viðbrögð við þeim. Breytingar á loftslagi og ástandi sjávar hafa gríðarleg áhrif á vistkerfi og tegundir sækja fram en aðrar hörfa. Við Ísland er nærtækasta dæmið hvarf sandsíla og tilkoma makríls. Sem aftur hefur áhrif á afkomu tegunda sem lifðu á sandsílum t.a.m. sjófugla, bolfisk, hvali ...

Fyrirhugaðar virkjanir á hálendi ÍslandsFrábær viðburður, fjöldinn og samstaðan engu lík. Það er ljóst að fólk elskar landið, ósnortið, af heilum hug og hreinu hjarta. 
Hugmyndafræði nítjándu aldar hefur runnið sitt skeið þótt enn séu öfl sem sækja í þá átt í anda og verki. 

Sú upplifun sem órofin víðátta jökla, fjalla, fljóta, sands og hrauna veitir þeim sem þangað fer og leyfir sér ...

17. April 2015

Hólar í Hjaltadal, ljósm. Erla Björk ÖrnólfsdóttirGuðbrandsstofnun í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun standa að ráðstefnu um náttúruna og auðlindanýtingu. Ráðstefnan verður haldin á Hólum í Hjaltadal 16. - 17. apríl 2015.

Dagskrá:

16. apríl

9:00 Morgunverður

10:00 Setning ráðstefnunnar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup
10:30 Sólveig Anna Bóasdóttir Hið ómetanlega: Er náttúran og auðlindirnar ómetanlegar? Hvers vegna ef svo er? Hvað merkir ...

Guðrún og Einar á Sumarmatarmarkaði Búrsins. Ljósmynd: Vilmundur Hansen, Bændablaðið.Þegar staðið er á tímamótum er gjarnan litið um öxl og fram á veg. 

Hvað unnist hefur, hvað tapast og hvert skal stefna?

Í umhverfismálum hafa engir stórir sigrar átt sér stað en þó hefur árangri verið náð á mörgum sviðum. Til dæmis má nefna að Landsvirkjun bauð Landvernd og öðrum náttúruverndarsamtökum í heimsókn á fyrirhugað stæði Búrfellslundar, vindmyllugarðs sem ...

31. December 2014

Frá formlegri opnun upplýsingaskiltis við aðkomu að Reykjadal. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis, Guðríður Helgadóttir frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum, Rannveig Magnúsdóttir sérfræðingur hjá Landvernd og Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss. Ljósm. Einar Bergmundur.Reykjadalur er vinsæll áfangastaður norðan Hveragerðis og þangað kemur gríðarlegur fjöldi ferðamanna ár hvert. Nágrenni við höfuðborgarsvæðið og fjöldi gönguleiða á svæðinu sem leiða að hinum vinsæla baðstað í volgri ánni hefur gert dalinn frægan og mun viðkoma þar vera ofarleg á lista vel flestra náttúruferðamanna sem hingað koma. 

Eins og svo víða í íslenskri náttúru er þar brugðist við ...

Ferðamenn við Gullfoss sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undafarna daga hefur ferðaþjónusta og landnýting verið áberandi í umræðunni. Enda hefur ferðaþjónusta farið fram úr öðrum atvinnugreinum hvað varðar öflun gjaldeyristekna. Fjöldi ferðamanna hefur aldrei veri meiri og allt bendir til þess að fjölgunin haldi áfram um hríð. Þessi fjölgun hefur verið fyrirsjáanleg undanfarna áratugi og ekki alveg að óvörum þvi miljörðum hefur verið varið til markaðssetningar á landinu ...

06. November 2014

Dynkur gæti horfið vegna virkjanaÁ undaförnum árum hefur þróun í hönnun, framleiðslu og kostnaði við orkuframleiðslu sem ekki byggir á jarðefnaeldsneyti verið mjög hröð. Sólarsellur hafa hrunið í verði og vaxið í gæðum. Reynsla og aukin þekking í nýtingu vindorku og sjávarfalla er komin á það stig að nálgast vatnsaflsvirkjanir í kostnaði og afkastagetu. 

Áform Landsvikjunar í Búrfellslundi endurspegla þessa þróun. Þar er ætlunin ...

05. November 2014

Húsið komið á topp 10 og ekki í slæmum félagsskap.

Húsið, app sem Náttúran.is sendi nýverið frá sér er komið á topp 10 listann yfir mest sóttu ókeypis öppin á íslenska markaðssvæðinu. Það er ástæða til að gleðjast yfir því þar sem Húsið hefur ekkert verið auglýst enn sem komið er en fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum. 

Húsið sómir sómir sér vel á milli Instagram og Facebook.

Húsið í ...

Hlýnun jarðar og hækkun sjávar eru vandamál sem fólk vill gjarnan ýta frá sér og vísar þá til þess að þetta verði ekki vandamál fyr en í einhverri framtíð. En áttar sig ekki á að vandinn er núna, afleiðingarnar verða svo verrri seinna. Á ársfundi veðurstofunnar talaði sitjandi umhverfis og auðlindaráðherra um „líklegar breytingar í framtíðinni“. Hann var svo ekki ...

Nemdur við háskólann í Massachusetts (UMass) breyttu hluta af skólalóðinni í sjálfbæran permaculture garð sem færir þeim heilbrigða fæðu úr þeirra næsta umhverfi. Laust við langa flutniga og þau vita nákvæmlega við hvaða aðstæður maturinn er ræktaður. Hér getur að líta tvö fyrstu af þremur myndbönd um ferlið sem er enn í gangi:

Endurvinnslukortið IconNáttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.

Tilgangur Endurvinnskortsins er að fræða um flokkun og endurvinnslu og einfalda leit að réttum stað fyrir hvern ...

Starfsfólk okkar leggur á sig ómælda vinnu til að sinna þeim verkefnum sem okkur finnast vanrækt í samfélagi ofneyslu og græðgi. Það þýðir samt ekki að við getum verið án tekna . 

Margir aðilar hafa lagt hönd á plóg, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Bæði með vinnu, efni, fé og á ýmsan hátt annan.

Ef þú getur lagt að mörkum eru ýmsar ...

09. April 2014

Hegri í Varmá

Þessi hegri gerði sig heimakominn í Varmánni rétt fyrir ofan Heilstustofnun NLFÍ um daginn. Þarna er eitthvað af silung og skordýrum enda áin volg eins og nafnið bendir til. Hegrinn hefur ekki sést á þessum stað síðan. Kannski orðið undir veðrinu sem gekk yfir, hrakinn burt af heimafuglum eða fundið betri stað. 

Engu að síður er gaman að sjá sjaldséða ...

á blaðamannafundi í Hörpu þar sem tilynnt var um afhendinguna

Grímur Atlason stjórnandi tónleikanna Stopp - gætum garðsins talar á blaðamannafundi þar sem styrkveitingar til Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands voru kynntar. Auk hans má sjá Andra Snæ Magnason rithöfund, Björk Guðmundsdóttur söngkonu og tónskáld, Darren Aronofsky leikstjóra m.a. myndarinnar um Nóa sem frumsýnd  var í samhengi við tónleikana, Patty Smith söngkonu, Árna Finnsson formann Náttúruverndasamtaka Íslands og Guðmund Inga  Guðbrandsson ...

Nú er hart í ári hjá smáfuglum sem komst ekki að sverðinum til að tína skordýr og fræ. Þá er gott að gefa þeim í gogginn.

Í verslunum er oftast hægt að kaupa sérstakt fuglafóður og einfalt að dreyfa því þar sem fuglarnir ná til. Ekki er gott að dreyfa fóðri á nýfallna mjöll þar sem það hverfur bara í ...

19. February 2014

Rakst á þessa grein á netinu, á ensku reyndar, sem margir gætu haft gaman að. Oft heyrir maður sögur af lækningarmætti hins og þessa og hér er samantekt á þessum ágætu meðulum sem leynast í flestum elshússkápum. Það ætti ekki að skaða neinn að prófa þetta í hófi en rétt er samt að leita læknis ef um alvarleg veikindi er ...

Sú fyrirætlun umhverfisráðherra að afturkalla gildistöku náttúruverndarlaga 60/2013 að því er virðist án haldbærra raka og að undirlagi einstaka hagsmunaaðila án samráð við aðra sem málið varðar hefur vakið reiði og ugg meðal þeirra sem annt er um vandaða stjórnsýslu og almennar leikreglur lýðræðisríkja. 

En framganga nokkurra ráðherra í ríkisstjórn sem hefur ekki að skipa neinum reyndum ráðherrum ...

14. December 2013

Frumvarp sitjandi umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jónannsonar, um afturköllun laga um nátturuvernd hefur verið framlengdur til 13. desember n.k.. 

Frumvarp ráðherra er stutt:

1. gr. Lög um náttúruvernd, nr. 60/2013, sem taka áttu gildi 1. apríl 2014, falla brott. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ekki var haft frumkvæði að samráði við hagsmunaaðila á svið náttúruverndar. En ...

03. December 2013

Margt athyglisvert kom fram á vinnustofu Vistbyggðaráðs og Nýsköpunarmiðstöðvar sem haldin var 20. nóvember 2013. Þar komu saman rúmlega 40 manns úr ýmsum sviðum byggingariðnaðarins og skyldum greinum. Markmiðið var að miðla upplýsingum um vistvænar bygginar og tengja þennan hóp betur innbyrðis. Umræður voru líflegar og greinilegt að áhugi er á sviði vistvænna bygginga og margt þróast til betri vegar ...

21. November 2013

Tom Allen nokkur, kvikmyndagerðamaður með meiru sýnir hér ásamt félaga sínum hvernig hægt er að útbúa einfaldan prímus úr áldós með eiföldum verkfærum. Prímusinn brennir spritti og full ástæða til að fara varlega. Hann er léttur og nýtir orkuna vel svo hann hentar vel í göngur. Ágæt leið til að endurvinna áldósir.

21. November 2013

GálgahraunNú fer lögregla höfuðborgarsvæðisins hamförum í þágu verktaka og Vegagerðarinnar. Nokkrir ástsælustu menn íslenskarar menningar eru beittir valdi og dregnir til eins kjötsekkir svo hörmung er uppá að horfa. Enn er ólokið málaferlum vegna lögbannskröfu fjögurra náttúruverndarsamtaka og vegna útrunnins umhverfismats vegagerðar við Gálgahraun á Álftanesi. Lagagrunvöllur framkvæmdarinnar þar með ótryggur. 
Lögreglumenn sem svarið hafa eið að því að ...

21. October 2013

Hér getur að líta mynband þar sem farið er á áhrifaríkan hátt yfir raunverulega stöðu mála gagnvart loftslagsbreytingum og fyrirsjáanlegum afleiðingum þeirra. 

15. October 2013

Athyglisverð síða á vegum NASA, geimferðastofnunnar BNA, sem sett var upp undir merkjum 13. nóvember boðar að vegna breyttra aðstæðna verði tilkynning sem NASA ætlaði að birta þann 13. nóvember verði flutt til 6. október. Þetta verði tilynning sem allir muni muna eftir og dagur sem fari á spjöld sögunnar. 

Síðan er einföld og ekki í dæmigerðum stíl NASA ...

04. October 2013

Í dag var frumvarpi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs dreift að lokinni þingsetningu. Netheimar er vægast sagt í uppnámi vegna laganna sem boða niðurskurð á öllum sviðum samfélagsins og samneyslunnar. Menning, listir, vísindi, menntun og ekki síst heilbrigðiskerfið þurfa að sæta niðurskurði og mörg verkefni niðufellingu í þessum nýju fjárlögum. 

Skattalækkun á almenna borgara er boðuð með brosi og nemur hvorki ...

01. October 2013

Fyrirtækið Fairphone sem hefur aðsetur sitt í Hollandi hefur hafið forsölu á farsímum sem að sögn eru framleiddir með sanngirni og sjálfbærni að leiðarljósi. Símarnir eru úr efnum sem ekki eru unnin með rányrkju og þrælahaldi. Þeir sem koma að framleiðslunni fá sanngjörn laun. Hugað er að förgun hluta með endurvinnslu að markmiði og einingar símans eru þannig að hægt ...

16. September 2013

ECATNú er sænskt fyrirtæki, Hydrofusion, farið að bjóða orku með aðferð Andrea Rossi við kaldan samruna. Fyrirtækið leitar að aðila til að kaupa fyrstu 1MWh stöðina sem er á stærð við 12 feta gám. Stöðin samanstendur af 106 einingum sem framleiða 10KW hver og henta því til heimilisnota og verða seldar til slíkra nota þegar öryggisprófunum er lokið.

Eins og ...

03. July 2013

Til að losna við lykt úr þurrkara er ágætta að þrífa sigtið vel og ryksuga uppúr hólfinu. Þrífa síðan sigtið og hólfið ásamt tromlunni með klórblönduðu vatni. Láta hurðina standa opna og leyfa þurrkaranum að þorna eðlilega. Úða síðan edikblöndu á nokkur hanklæði og láta þau malla í þurrkaranum eina ferð. 

Klóriblandan má vera 1:20 og edikið hvítt ...

A1-600WFyrirtækið Icewind hefur þróað og er nú að hefja framleiðslu á vindmyllum sem henta við íslenska veðráttu. Myllurnar eru í stærðum frá 600W til 1500W. 

Á heimssíðu fyrirtækisins má finna þessa lýsingu á minnstu vindmyllunni:

A1-600W er minnsta vindmyllan sem við smíðum. Hún framleiðir 600W við 10m/s og getur framleitt allt að 1000W við 18m/s og hærra ...

05. June 2013

MIkil umræða hefur átt sér stað undanfarið um ástand og umgengni í og við Reykjadal í Ölfusi. Nú eru fyrirhugaðar breytingar á skipulagi og jafnvel framkvæmdir til að bregðast við skemmdum vegna ágangs göngufólks og ekki síst hestaferða. Fundurinn verður haldinnn í LBHÍ að Reykjum Ölfusi, mánudaginn 10. júní n.k. kl 17:00

05. June 2013

kaldur samruni

Rýnihópur vísindamanna úr virtum háskólum hefur staðfest kaldan samruna. Þetta hefur þótt heldur ólíklegt hingað til en samt hafa ýmsir reynt, og nú tekist. Efnaferlið er í sjálfu sér ekki flókið, nema hvað einu frumefni er breytt í annað með því þriðja. Eitthvað sem talið var ómögulegt við aðrar aðstæður en í sólum eða stjörnusprengingum.

Vetnis prótónum er þrýst í ...

24. May 2013

Græningjar úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins flykktust að Hlemmi uppúr hádegi í dag til að taka þátt í „grænu göngunni“ sem náttúruverndarsamtök landsins höfðu boðað til. Tilefnið var að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar. Þúsund grænir fánar kláruðust fljótt í ...

Fundur VGR um umhverfismál og náttúruvernd.
Farið verður yfir það sem áunnist hefur í umhverfismálum á yfirstandandi kjörtímabili, þýðingu rammaáætlunar og nýrra náttúruverndarlaga og horft fram á veginn. Meðal brýnustu verkefna næstu misserin er að standa vörð um einstakt lífríki Mývatns.

Framsögumenn verða Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Líflegar umræður og kosningabar VG verður ...

11. April 2013

Fjöldi skógarfíla hefur minnkað um 62% um alla Mið-Afríku á undanförnum 10 árum, samkvæmt rannsókn

Rannsóknin staðfesti ótta um að afríski skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis) sé í útrýmingarhættu og muni hugsanlega deyja út á næsta áratug.

Dýraverndunarsinnar segja að „skilvirkar, snöggar, marghliða aðgerðir" þurfi til að bjarga fílunum. Áhyggjur þeirra felast í því að verið er að drepa fílana út af ...

07. March 2013

Hér er mjög flott myndband af íshellu við Grænland að brotna. Svæðið sem molnar er á stærð við neðri Manhattan og klakarnir sumir um 100m langir. Myndir segja meira en orð...

06. February 2013

Endurvinnslukortið IconNáttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.

Tilgangur Endurvinnskortsins er að einfalda leit að réttum stað fyrir hvern endurvinnsluflokk og stuðla þannig að betri ...

22. December 2012

LeonítarÍ nótt, aðfararnótt laugardagsins 17. nóvember, verður loftsteinadrífan Leonítar í hámarki. Samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar gæti orðið stjörnubjart við suður og austurströndina. Leonítar eru kallaðir svo vegna þess að þeir virðast koma úr höfði Ljónsins sem er á austurhimni uppúr miðnætti.

Loftsteinadrífan stafar af því að jörðin fer í gegnum leifa af  hala halastjörnunnar Tempel-Tuttle og þegar ryk og smásteindar koma ...

16. November 2012

Í grein í the Guardian segir að loftslagsbreytingar séu mun hraðari og alvarlegri en mörg líkön hafi sagt fyrir. Þetta eru ályktanri nýrra rannsókna um veðurfarsbreytingarnar.

Rannsóknin sem unnin var af US National Centre for Atmospheric Research (NCAR) sýnir að spálíkön sem voru svartsýnni, spáðu meiri hlýnun og meiri hækkun sjávar, virðast vera nær raunveruleikanum en þau bjartsýnni. Það þýðir ...

12. November 2012

Þriðjudaginn 13. nóvember n.k. kl 20:00 í Norræna húsinu. Aðgangur ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.


Ýmsir úr heilsugeiranum ræða um núverandi stöðu matvæla og lyfjageirans.Myndin rannsakar hvernig maturinn sem við borðum getur annað hvort hjálpað okkur eða unnið gegn okkur.Næringarfræðingar, læknar, náttúrulæknar og blaðamenn fara yfir málefni eins og lífrænan mat, matvæla öryggi, hráfæði ...

Í viðtali í þættinum Klinkinu á Stöð2 vegna útkomu bókar sinnar „Við stöndum á tímamótum“ segir Magnús Orri Scram að umhverfisstefna gæti verið besta atvinnustefnan. Að óspillt náttúra gæti verið meira virði en ávinningur af eyðileggingu náttúrunnar vegna virkjana. Þessu hefur vissulega verið haldið fram af öðrum en þeirri urmæðu iðulega verið drepið á dreif sem rómantískum hippa draumórum. Páll ...

04. November 2012

Veðurstofa Íslands var að senda frá sér eftirfarandi viðvörun:

Viðvörun vegna illviðris næstu daga
1.11.2012

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næstu tvo sólarhringa. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á S-verðu landinu frá Snæfellsnesi til ...

Það fékk ekki mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma þegar breskum vísindamanni, Arpad Pusztai, var sagt upp störfum árið 1998 í kjölfar þess að hann upplýsti að rannsóknir hans og rannsóknarteymis hans frá hinni virtu skosku rannsóknarstofnum Rowett Reseasch Insittute, hefðu sýnt að erfðabreyttar lífverur hefðu valdið skaða á innyflum, meltingartruflunum, minnkaðri tímgunargetu, skertu ónæmi og krabbameini í tilraunadýrum.

Innan 24 ...

25. October 2012

Skemmtilegar pælingar og verkefni Doris Mim Sung á TED um veggi og fleti sem breyta lögun og þéttleika eftir hitastigi. Nýtist vel til að hitatempra byggingar og stýra birtumagni eftir tíma dags án þess að vera með flókna mekaník og stýringar.

25. October 2012

Á Reyðarfirði hefur flúor borist úr álveri Alcoa Fjarðaáls um nágrennið og mengað þar gróður og hey. Nú eru bændur í óvissu um hvað verður og hver ber skaðann. Flúor getur eyðilagt tennur og bein ef þess er neytt umfam algert lágmarksmagn. Og því er bústofn bænda á svæðinu í verulegri hættu. Talsmenn álversins hafa komið fram í fjölmiðlum og ...

13. October 2012

Í ensku er orðatiltæki sem segir: I hate to tell you I told you so. Og notað af þeim sem vara við einhverri viltleysu eða röngum álvörðunum. Nú eru þessi viðbrögð á tungubroddi þeirra sem hafa gegnum árin gagnrýnt stefnu og vinnubrögð fyrirtækja eins og OR. Sama var uppi á teningnum þegar Landsvirkjun viðurkenndi hæpnar viðskiptaforsendur fyrir Kárahnjúkavirkjun. Sem andstæðingar ...

12. October 2012

Hér er skemmtilegt hús sem sálfræðingurinn Dr. Mike Page við háskólann í Hertfordshire og samstarfólk hans hannaði og smíðaði. Húsið er u.þ.b. 3mx3mx3m og hentar einstaklingi eða samrýmdu pari. Kubburinn hefur stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Ölu haganlega komið fyrir, engir fellistigar eða veltirúm. Á Kubbnum er sólarsella sem framleiðir meira en húsið þarf og skapar því tekjur ...

10. October 2012

Í dag fór farm afhending viðkurkenninga úr sjóði LENNONONO GRANT FOR PEACE, eða friðverðlauna LennonOno sem afhent eru annaðhvort ár á afmælisdegi John Lennon. Á sama degi er kveikt á friðarsúlunni í Viðey sem Yoko Ono lét reisa til minningar um mann sinn.

Að þessu sinni hlutu fimm aðilar viðurkenningu; Lady Gaga, Rachel Corrie, John Perkins, Christopher Hitchens og hljómsveitin ...

09. October 2012

Kvikmyndin Vetrarhirðingjar (Hiver Nomade) eftir  Manuel von Stürler er falleg heimildarmynd um tvær manneskjur sem gæta hjarðar sinnar á ferð um Sviss að vetri til. Markmið ferðarinnar er að fita féð á því sem eftir er á ökrum og túnum sem verða á vegi þeirra. Þau eru fjóra mánuði á ferð án þess að yfirgefa hjörðina og hafast við í ...

01. October 2012

Hér er athyglisverð mynd um tilraunir til að stjórna veðrinu. Málefnið er ekki nýtt af nálinni en virðist hafa þróas í óhugnarlega átt með tilheyrandi afleiðingum. Meðal annars virðist tæknin notuð til að hrekja bændur af jörðum sínum og "alheimsbjargvætturinn" Monsanto kaupir þær á slikk. Myndin er á ensku.

Hér eru tenglar á efnin sem rætt er um:
Strontíum
Súrál ...

22. September 2012

Í dag var dagur náttúrunnar haldinn í annað sinn. Deginum var valinn afmælisdagur Ómars Ragnarssonar sem um áratugaskeið hefur kynnt náttúru og byggðir þessa lands fyrir sjónvarpsáhorfendum. Ómar starfaði á vegum sjónvarpsstöðvanna þangað til hann tók eindregna afstöðu með náttúru landsins. Þá var honum ekki sætt lengur í starfi. Þannig er með flesta sem hafa tekið þann pólinn í hæðina ...

17. September 2012

Guðmundur Páll Ólafsson from Landvernd on Vimeo.

Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, rithöfundur og ljósmyndari, lést 30. ágúst síðastliðinn. Á Náttúruverndarþingi 2012 hlaut Guðmundur Páll Náttúruverndarann, viðurkenningu umhverfisverndarhreyfingarinnar, fyrir framlag sitt til náttúruverndar.

Hér er ávarp sem hann flutti við það tækifæri. Náttúran.is þakkar þessum mæta manni framlag hans til náttúruverndar og að í bókum hans má finna perlur íslenskrar ...

10. September 2012

Hér er smá videó sem sýnir á gamansaman hátt hina stóísku ró sem fjölmiðlar reyna að halda gagnvart þróun sem ekki sér fyrir endann á.

04. September 2012

Bútan

Yfirvöld í Bútan, litlu ríki á milli Kína og Indlands, hafa ákveðið að allur landbúnaður í landinu skuli vera lífrænn. Þessi ákvörðun kom fram á Ríó+20 ráðstefnunni um sjálfbæra þróun.

Bútan hefur verið í forystu með nýja hugsun og ný viðmið í þjóðarbúskap. Þar hefur t.a.m. notuð verg þjóðarhamingja [ Gross National Happiness] um áratuga skeið. Forsætisráðherrann, Thinley ...

31. August 2012

Net undir túnþökum

Þessar myndir eru teknar í Mosfellsbæ á útivistarsvæði sem nýlega var tyrft. Á þeim má greinilega sjá að plastnet undir þökunum stendur út í loftið og veldur hættu fyrir dýr, fugla  og ekki síst börn. Eins er þetta með afbrigðum ljótt að sjá.

Þótt netið gegni örugglega hlutverki við meðhöndlun á túnþökunum á meðan þær eru fluttar ætti að vera ...

28. August 2012

kertafleytingKertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9.ágúst 1945 og til að leggja áherslu á kröfuna um friðsaman heim án kjarnorkuvopna. Þetta er því 28 kertafleytingin hér á landi.

Kertafleytingin í Reykjavík hefst klukkan 22:30 fimmtudaginn ...

07. August 2012

Fyrir bandaríska löggjafanum liggur frumvarp sem setur Monsanto ofar lögum og óháða bandarísku réttarfari. Hér getur að líta fréttaskýringu sem fjallar um þetta efni.

22. July 2012

Náttúran hefur gert forrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem á að einfalda flókinn heim endurvinnlu á Íslandi. Þar má finna lista og upplýsingar um alla flokka endurvinnslu hér á landi og hvar móttöku þeirra er að finna. Einnig er reynt að upplýsa, innan þeirra marka sem hægt er, hvenær viðkomandi stöðvar eru opnar.

Persónuvernd

Forritið safnar engum gögnum um notanda ...

Þessi skopmynd hefur verið að þvælast um á netinu og sýnir vel kjánaskap þeirra sem berjast gegn breytingum til batnaðar. Umhverfisstefnan er svo miklu meira en einungis tilraun til að bjarga heimsástandinu fyrir horn.

Fleiri myndir höfundar má sjá á usatoday.com

29. March 2012

Fyrir skemmstu keypti Vogaskóli, fyrstur íslenskra skóla, Kindle spjaldtölvur frá Amazon fyrir hluta nemenda sinna. Þetta er liður í þróun frá prentuðu námsefni til rafræns efnis. Skömmu síðar kynnti Apple tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn innkomu sína á námsefnismarkaðinn með iBooks Author sem er ókeypis tól til að framleiða gagnvirkar kennslubækur. Þær virka reyndar aðeins á iPad, spjaldtölvu Apple, í allri sinni ...

Nýárssól

Á áramótum er oft staldrað við, litið um öxl og fram á veg. Á þessum áramótum er full ástæða til að skoða baráttu umhverfis- og náttúrverndar og þann árangur sem náðst hefur. Sem er nokkur. Enn er þó langt í land með að ásættanleg niðurstaða fáist og líklega verður aldrei hægt að lýsa fullnaðarsigri þar sem ný ofnýting, eyðilegging og ...

30. December 2011

Undanfarna daga var gerð mikil leit að manni sem fór einn síns liðs í ferð á gosstöðvar við Eyjafjöllin. Hann hafði hringt fyrir þremur dögum og látið vita að hann væri í vandræðum. Taldi sig ranglega vera á Fimmvörðuhálsi. Um 300 manns tóku þátt í leit sem tók á þriðja sólarhring.

Þetta er ekki fyrsta né síðasta leitin sem gera ...

12. November 2011

Í frétt á RÚV var sagt frá því að moltuvinnsla sveitarfélaga víða um land væri í uppnámi vegna mögulega hugsanlegs riðusmits. Það er gott að varlega sé farið þegar riðuveiki er annarsvegar en það verður líka að meta líkurnar á smiti í þessu tilfelli umfram aðrar, marga mun líklegri, smitleiðir. S.s. smit með ref, fugli og skordýrum.

Við framleiðslu ...

05. November 2011

Jarðskjálftar á Hellisheiði 15. okt. 2011

Orkuveitan stígur þungt til jarðar á Hellisheiði þessa dagana. Í morgun skalf jörð enn og aftur í Hveragerði. Og nú var einn skjálftinn nánast við bæjardyrnar. Einmitt á sama tíma og undirritaður var að lesa grein á visir.is um að nú væri þetta allt nánast yfirstaðið og skjálftavirkni vegna niðurdælingar að baki. Skjálftarnir í morgun voru það öflugir að ...

15. October 2011

Umræðan um hnattræna hlýnun tekur á sig ýmsar myndir. Og sumir vilja meina að áhrifin séu mun víðtækari en aðeins hnattræn.

Þessa skoðum má sjá í grein sem Domagal-Goldman vísindamaður hjá NASA ( hann tekur samt fram að greinin sé ekki á vegum stofnunarinnar ) ásamt Seth Baum og JacobHaqq-Misra frá Pennsylvania Sate University skrifuðu fyrir skemmstu.

Í greininni skoða þeir ýmsar ...

21. August 2011

Jörðin úr geimnumÍ myndaröð National Geographic má sjá áhrif hnattrænnar hlýnunar. Sama hverjar menn telja ástæður hlýnunarinnar þá eru afleiðingarnar hrikalegar. Ekki síst fyrir mannskepnuna og umsvif hennar. Mörg stærstu samfélög heims eru við strandlínuna og eiga þau undir högg að sækja hækki yfirborð sjávar eins og útreikningar vísindamanna gera ráð fyrir. Hér fyrir neðan má sjá tengla á þessar myndir.

04. August 2011

Stjórnlagaráð hefur komist að niðurstöðu og samþykkt fyrir sitt leiti drög að nýrri stjórnarskrá. Í henni eru ákvæði um náttúru og dýravernd. Hér getur að líta þessar greinar en frumvarpið í heild sinni má finna hér

33. gr.
Náttúra Íslands og umhverfi

Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.

Öllum skal með lögum ...

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun úrkomubelti fara hægt austur yfir landið í nótt. Búast má við mikilli úrkomu í hlíðum Eyjafjallajökuls og við það skapast hætta á vatnavöxtum  í ám umhverfis jökulinn og er sérstaklega varað við leiðinni inn í Þórsmörk.  Síðla nætur og til morguns er  aukin hætta á aurskriðum niður suðurhlíðar jökulsins.   Reikna má með að úrkomutímabilið ...

21. April 2011

Laugardaginn 16. apríl s.l. var stofnað „félag um samfélagsbanka“ á fjölmennum fundi í ReykjavíkurAkademíunni.

Markmið félagsins er samkvæmt stofnsamþykktum að stuðla að stofnun fjármálafyrirtækis sem byggir á siðferðilegum gildum og hefur samfélagslega uppbyggingu og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Auk þess er ætlunin að stefna að gagnsæju útlánaferli þar sem eigendur sparifjár geta fylgst með og haft áhrif á hvernig ...

Í Kastljósi í kvöld komu fram upplýsingar um mælingar sem sýna fram á mikla mengun frá álþynnuverksmiðju Becromal við Krossanes við Eyjafjörð. Um er að ræða basískan úrgang sem nær nánast að verða hreinn vítissódi eða með pH gildi yfir 11. Þessi mengun er ekki stöðug en nær þessum styrk nokkrum sinnum á sólarhring. Mengun af þessu tagi er verulega ...

24. March 2011

Plöntusjúkdómafræðingurinn Don Huber sem starfaði við Prude háskóla í Bandaríkjunum hefur ritað Tom Vilsack lanbúnaðarráðherra Bandaríkjanna bréf þar sam hann varar við hættu sem stafar frá Roundup, illgresiseyði frá Monsanto. Hann telur að örsmáar örverur sem fundust nýlega séu ástæða sjúkdóma í plöntum, dýrum og að öllum líkindum fólki megi rekja til efna í Roundup. Þessar örverur séu mjög útbreiddar ...

24. February 2011

Gestir vefsins náttúran.is hafa í morgun og fram eftir degi orðið varir við bilun. Líklega má rekja hana til bilunar eða galla í hugbúnaði eða diskastæðu. Náttúran.is biðst velvirðingar á þessum óþægindum en vefurinn var fluttur á aðra vél til öryggis.

 

24. February 2011

Þann 7. mars næstkomandi verður haldinn stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda. Dagskrá fundarins og markmið samtakanna eins og þau koma fram á Facebook síðu undibúningshópsins

19:30 - Inngangsorð: Oddný Anna Björnsdóttir
19:40 - Kjör fundarstjóra og ritara 
19:45 - Fundurinn formlega settur
19:50 - Erindi um mat og heilsu í iðnvæddum heimi: Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ ...

22. February 2011

Þann 7. mars næstkomandi verður haldinn stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda. Dagskrá fudnarins og markmið samtakanna eins og þau koma fram á Facbook síðu undibúningshópsins


19:30 - Inngangsorð: Oddný Anna Björnsdóttir
19:40 - Kjör fundarstjóra og ritara 
19:45 - Fundurinn formlega settur
19:50 - Erindi um mat og heilsu í iðnvæddum heimi: Dr. Kristín Vala
Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ ...

11. February 2011

Ferskar kjötvörur hafa fengið tilkynningu frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga um innköllun á nautgripum vegna hugsanlegrar díoxínmengunar í kjöti af þeim. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að gripunum hafi verið slátrað í september 2010 og október 2010 og kjöt af þeim nýtt í framleiðsluvörur Ferskra kjötvara.

„Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins frá Matvælastofnun hefur mengun í þessum gripum ekki verið staðfest," segir ...

Væntanlegt á markað er ný græja frá Griifin tækjaframleiðandanum. Um er að ræða lítið box sem sett er á tölvutengið í bílnum og skráir allskonar upplýsingar um aksturslag s.s. eyðslu og nýtingu. Einnig getur tækið þýtt bilanaskilaboð frá bíltölvunni og þannig einfaldað og jafnvel sparað í viðhaldi. Tækið skilar upplýsingunum til síma eða spjaldtölvu. Fyrst um sinn verður hugbúnaðurinn ...

10. January 2011

Undanfarna daga hafa borist fréttir af óvenjulegum dauða dýra. Fuglar falla niður dauðir í hundraða og þúsunda tali. Fiskum skolar á land í heilu torfunum. Mörgum þykir þetta minna á plágur Biblíunnar eða spádóma Opinberunarbókarinnar. Sumir halda að komið sé fram hrun vistkerfisins. Öðrum þykir lítið til koma og telja að hér sé bara um röð tilviljana að ræða. En ...

08. January 2011

Almannavarnadeild ríkslögreglustjóra vill vekja athygli á því að Veðurstofan varar við stormi um allt land og talsverðri ofankomu norðaustanlands.

Spá Veðurstofunnar sem gerð var í morgun og gildir til kl. 18:00 7. janúar er svohljóðandi: Norðaustan og síðan norðan 13-23, hvassast austanlands, með éljagangi N- og A-til, en skýjað að mestu syðra. Norðan 18-28 seint í kvöld og snjókoma ...

06. January 2011

Væntanlegt á markað er ný græja frá Griifin tækjaframleiðandanum. Um er að ræða lítið box sem sett er á tölvutengið í bílnum og skráir allskonar upplýsingar um aksturslag s.s. eyðslu og nýtingu. Einnig getur tækið þýtt bilanaskilaboð frá bíltölvunni og þannig einfaldað og jafnvel sparað í viðhaldi. Tækið skilar upplýsingunum til síma eða spjaldtölvu. Fyrst um sinn verður hugbúnaðurinn ...

04. January 2011

Nú líður senn að jólum og að mörgu að hyggja eins og vera ber. Á mögum heimilum er úr minna að moða en oft áður og einhversstaðar jafnvel skortur. Aðrir hafa úr nógu að spila og geta borist á. Það liggur svo stundum þannig í mannsins eðli að þeir eru óánægðastir sem fá mest og hinir glaðari með sitt sem ...

21. December 2010

Skipulagsstofnun hefur sent frá sér sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum stóriðju og virkjana á norðausturlandi.

Helstu niðurstöður

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Í því felst að ...

Mynd Veðurstofunnar af svæðinu

Jarðskjálftahrina með upptök norður af Hveravöllum hófst á þriðjudagsmorgun. Fjöldi jarðskjálfta hafa mælst þar nú í vikunni  og hafa nokkrir skjálftar mælst af stærðinni 3 og yfir. Þar sem stíflur við Blöndulón og mannvirki Landsvirkjunnar eru á þessu svæði hefur almannavarnadeild RLS,ásamt Landsvirkjun og Veðurstofu Íslands sérstaklega fylgst með framvindunni, en ekki hafa fundist merki um skemmdir vegna þessara ...

29. October 2010

Í dag, laugardaginn 24. júlí 2010, afhenti Friðrik Weishappell, upphafsmaður söfnunar til styrktar Ómari, ríflega 12 miljónir króna sem safnast hafa að undanförnu. Ómar lýsti því í blaðaviðtali fyrir skemmstu að hann væri allslaus eftir áralanga baráttu á sviði náttúruverndar og vinnslu nokkura heimildamynda um þau efni. Þá var blásið til söfnunarinnar og hefur hún gengið vel. Henni er ekki ...

24. July 2010

Rannsóknarhópurinn Testbiotech sem er óháður rannsóknaaðili á svið erfðbreyttrar rækturnar sendi frá sér skýrslu þar sem drög EFSA ( Eropean Food Safety Authority, Evrópustofnun um matvælaöryggi ) eru gagnrýnd. Þar segir m.a. að þess misskilnings gæti að ræktun erfðabreyttra tegunda sé eins og ræktaðra afbrigða en svo er ekki og gætur slíkt grunvallaratriði haft alvarlegar afleiðingar að sögn Christoph Then stjórnanda ...

11. July 2010

Við venjubundna rannsókn komst líffræðingurinn Alexey V. Surov, við Surov's Institute of Ecology and Evolution sem er hluti rússnesku vísindaakademíunnar, að ákveðinni fylgni erfðabreytinga hjá hömstrum. Þriðja kynslóð hamstra sem fóðraðir voru nær eingöngu með erfabreyttu soja frá Monsanto sýndi verulega skerta frjósemi og háa dánartíðin unga.  Einnig var aukin tíðni hárvaxtar í munni þess hóps tilraunadýra sem fékk ...

Háskólinn í Reykjavík hefur tekið upp þá nýjung að gefa nemendum og starfsmönnum kost á að leigja rafbíla til að skjótast erinda sem koma upp. Hugmyndin er að alla jafna geti fólk tekið strætó, hjólað eða gegnið til vinnu og náms en geti, ef þörf krefur, fengið ökutæki með skömmum fyrirvara.  Á síðunni forskot.is er hægt að fá leigða ...

A síðu Information is Beutyful skemmta menn sér við að setja tölfræðileg gögn fram með sjónrænum hætti. Hér getur að líta túlkun þeirra á útstreymi koltvísýrings. Annarsvegar frá flugsamgöngum i Evrópu á góðum degi og hinsvegar fra gosinu i Eyjafjallajökli og þeim samdrætti sem það veldur i mengun vegna stöðvunar flugsamgangna. Gosið er því á vissan hátt verulega umhverfisvænt. Þess ...

Nú stendur yfir uppfærsla og flutningur gagna á Náttúran.is.

Á meðan á því stendur má búast við skrítinni hegðun.

 

05. April 2010

Hér fara tilkynningar Almannavarna:

20.3.2010

Eldgos hafið í Eyjafjallajökli

Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli. Öskufall er staðfest í Fljótshlíðinni. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins og áætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli hefur verið virkjuð. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð er virkjuð og áhöfn er að hefja störf: Verið er að boða viðbragðsaðila á vettvang og náið er fylgst með ...

21. March 2010

Árið 2010 er gengið í garð. Miklar blikur eru á lofti í vestrænu samfélagi. Hagkerfið hefur nötrað og ýmislegt óhreint hefur skotið upp kollinum í hinum besta allra heima. Eða er það samfélag sem við höfum búið við hið besta sem völ er á? Hver er skilgreiningin á gæðum samfélagsins? Við höfum nú séð ókosti þeirra viðmiða og markmiða sem ...

Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. December 2009

í dag, 22. september 2009, er Bíllausi dagurinn, lokadagur Evrópsku samgönguvikunnar. Tilgangur hans er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki ...

22. September 2009

Nokkur samtök, og félög hafa kært til Umhverfisráðherra leyfi sem Umhverfisstofnun veitti ORF Lífætkni hf. til sleppingar erfðabreytts byggs á tiraunareit við Gunnarsholt 22. júní s.l.

Að kærunni standa Dýraverndunarsamband Íslands, Mavæla og veitingafélag Íslands, Náttúrulækningafélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Neytendasamtökin, samtökin Slow Food Reykjavík og Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap.

Í kærunni eru taldar til margar ...

08. September 2009

AltaRock orkufyrirtætkið í Bandaríkjunum hefur hætti við tveggja miljarða tilraunaverkerfni í Sausalito þar sem til stóð að bora niður á 4 kílómetra dýpi og dæla vatni í heit jarðlög til að fá heitt vatn og gufu. Skþringar fyrirtækisins voru að við borunina hefði komið í ljós „jarfræðileg frávik“ en útskýrðu það ekki nánar. AltaRock leitar nú að nýjum stað fyrir ...

06. September 2009

Þann 31. ágúst s.l. kvað samgönguráðuneytið upp úrskurð þess efnist að 6. gr. samkomulags sveitastjórnar Flóahrepps við Landsvirkjun standist ekki lög. Það er sú grein sem kveður á um greiðslur Landsvirkjunar fyrir vinnu sveitarsjórnar vegna skipulags. Þessi mál hafa verið mikið í umræðu síðustu daga en þessi úrskurður hefur ekki farið hátt.

Fleiri slík mál hafa vakið umræðu í ...

04. September 2009
Rannsóknir NASA (Geimferðstofnunar Bandaríkjanna) sýna að vorið kemur hálfum degi fyr á ári hverji í norðuhluta Bandaríkjanna. Þetta getur haft áhrif á tímasetningar í náttúrunni og jafnvel orðið til þess að býflugur sem sjá um frjóvgun blóma, þegar þær safna hunangi og fræflum, gætu misst af blómguninni og þannig misst lífsviðurværi sitt auk þess sem viðhald blómanna mundi stöðvast. Þetta ...
27. August 2009

Rithöfundurinn Jane Plant sem hefur skrifað fjölmargar bækur um mataræði og áhrif þess á ýmis heilsuvandamál heldur tvo fyrirlestra í Reykjavík þann 11. ágúst n.k.

Kl. 12 verður fyrirlestur á Háskólatorgi er eru það Miðstöð í lþðheilsuvísindum og Krabbameinsfélagið Framför sem bjóða á fyrirlestur Prófessor Jane Plant um tengls mataræðis og krabbameins, með áherslum á blöðruhálskyrtilskrabbamein og brjóstakrabbamein.

Hún ...

Birt hefur verið fyrsta áfangaskýrsla um mat á arðsemi orkusölu til stóriðju sem Sjónarrönd hefur unnið að beiðni fjármálaráðuneytis. Að mati skýrlsuhöfunda er fjórðungi rannsóknarinnar lokið. Niðurstöður eru engu að síður sláandi og styðja svo um munar rök þeirra sem gagnrýnt hafa stóriðjustefnu og orkusölu henni tengdri.

Helstu niðurstöður höfnda eru: 

  • Samanburður á arðsemi orkufyrirtækja og arðsemi i ...

Sýningin Blóm í bæ var haldin í Hveragerði nú um helgina. Aldrei hafa fleiri gestir sótt bæinn heim en um þessa helgi. Bílaumferðin á mili Hveragerðis og Selfoss var það þétt og hægfara að það tók um einn og hálfan klukkutíma fyrir fólk að komast frá Selfossi til Hveragerðis eftir hádegi í dag.

Eldhúsgarðurinn var til sýnis í Listigarðinum en ...

Náttúran.is sýnir á tveimur stöðum á sýningunni Blóm í bæ í Hvergerði nú um helgina. Annars vegar er vefurinn kynntur á umhverfissýningunni í íþróttahúsinu og hins vegar er Eldhúsgarðurinn kynntur í Listigarðinum. Guðrún Tryggvadóttir og Hildur Hákonardóttir verða á staðnum og kynna garðinn fyrir gestum en Eldhúsagarðurinn er nýr liður hér á vefnum sem auðvelda á fólki að skipuleggja ...

Grenndarkynning Umhverfisstofnunnar (UST) vegna umsóknar ORF Líftækni hf (ORF) um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg á allt að 10hektara svæði í landi Gunnarsholts markar ef til vill nokkur tímamót í samskiptum almennings, stjórnsýslu og stofnana. Fyrir það fyrsta varð fundurinn um fimm klukkustundir og öll umræða málefnaleg og upplýsandi á báða bóga. Víða er mikil andstaða við ræktun erfðabreyttra ...
08. June 2009

Global Humanitarian Forum (vettvangur hnattvænnar mannúðar), stofnun sem fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, Kofi Annan hvatti til, hefur sent frá sér skýrslu þar sem áætlað er að um 300.000 manns farist árlega vegna loftslagsbreytinga af manna völdum. Þessi tala muni hækka í 500.000 fyrir árið 2030 eða á næstu 20 árum. Auk þess muni breytingar á veðurfari hafa alvarleg ...

03. June 2009

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þróun umræðu um umhverfismál hér á landi á liðnum árum. Það andrúm sem myndaðist í umræðu t.a.m. um virkjun Kárahnjúka var mjög sérstakt. Ef vísindamenn komu með gangrýni eða veltu upp spurningum um framkvæmdina, hvort heldur á sviði efnahags, jarðvísinda eða félagsfræði reis upp samfélag hagsmunaaðila og vísindamanna sem tengdust þeim ...

29. May 2009

Í frétt á heimasíðu UST segir:

Varðandi málsmeðferð leyfisveitinga um notkun og sleppingar erfðabreyttra lífvera er vísað til laga nr.18/1996 um erfðabreyttar lífverur og rgl. nr. 493/1997 um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Lögbundnir umsagnaraðilar varðandi leyfi til útiræktunar erfðabreyttra lífvera eru Náttúrufræðistofnun Íslands og Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur.

Umhverfisstofnun hefur haft til meðferðar umsókn ...

Grenndarkynning Umhverfisstofnunar (UST) vegna umsóknar ORF Líftækni hf (ORF) um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg á allt að 10 hektara svæði í landi Gunnarsholts markar ef til vill nokkur tímamót í samskiptum almennings, stjórnsýslu og stofnana. Fyrir það fyrsta varð fundurinn um fimm klukkustundir og öll umræða málefnaleg og upplýsandi á báða bóga. Víða er mikil andstaða við ræktun ...

Í öllum hamagangnum og látunum kringum bankahrunið og áhrif þess á heiminn hafa margir lagt höfuðið í bleyti og reynt að finna aðrar leiðir í flæði fjármagns og framleiðslu. Hópur á bak við hugmyndafræði rófjár eða þolinmóðs fjármagns sem þau kalla „slow money“ hafa sent frá sér yfirlþsning sem öllum er frjálst að undirrita og jafnvel styðja með fjárframlögum. Í ...

Í athyglsiverðu viðtali við náttúrvendarmanninn Mike Roselle segir hann sögu sína í baráttunnni gegn rányrkju og gjörnýtingu stórfyrirtækja. Hann segir sögu sína sem friðsamur mótmælandi í nokkrum náttúruverndarsamtökum en aðallega fjallar viðtalið um kolanám í Vestur Viginíu þar sem Massey Energy fyrirtækið ryður niður heilu fjöllunum til að vinna kol. Aðferðin skapar fá störf og gerbreytir landslagi á svæðinu auk ...

25. May 2009

Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) - „svínainflúensunnar“ - voru í morgun alls 1.008 í nítján ríkjum í heiminum samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins (sjá nánar sundurliðun aftast í þessari tilkynningu).

Einkenni veikinnar eru enn sem komið er væg nema í Mexíkó. Dauðsföll sem rakin eru til veikinnar eru 23, þar af 22 í Mexíkó og eitt í Bandaríkjunum.

Á síðasta sólarhring voru ...

04. May 2009

Staðfestum tilvikum svínainflúensu í heiminum fjölgar áfram. Þau voru alls 481 í morgun, þar af 312 í Mexíkó. Alls hafa þrettán látist úr veikinni þar af tólf í Mexíkó og einn í Bandaríkjunum. Þetta eru nýjustu upplýsingar Sóttvarnastofnunar Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er áfram með viðbúnað sinn á fimmta hættustigi af sex.

Sóttvarnastofnun Evrópu hefur ráðið fólki frá því að ferðast til ...

01. May 2009
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin jók viðbúnaðarstig sitt í fimm í gærkvöld. Þetta þýðir meðal annars að aðildarþjóðir WHO eru beðnar um að virkja viðbúnaðaráætlanir sínar vegna svínainflúenskunnar. Þessi breyting af hálfu WHO hefur engin áhrif hér, enda viðbúnaðaráætlun þegar virk, og hér er  unnið á hættustigi (stigi 4 og 5 skv WHO).

Í dag verða fundir með viðbragðsaðilum  þar sem farið verður yfir ...
30. April 2009

Í gær hækkaði WHO viðbúnaðarstig sitt yfir á stig 4 og  hér á landi var í kjölfarið viðbúnaðarstigið fært af óvissustigi og yfir á hættustig.   Engar ferðatakmarkanir gilda aðrar en að fólki er ekki ráðlagt að fara til Mexikó að nauðsynjalausu.

Í kjölfarið hefur verið gripið til eftirfarandi aðgerða hér á landi

  • Í gærkvöldi var haldinn samráðsfundur á Keflavíkurflugvelli þar ...
29. April 2009
Í morgun áttu sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fund með fulltrúum stofnana sem gegna lykilhlutverki í viðbúnaðaráætlun vegna inflúensufaraldurs. Á fundinum voru lögð fram drög  að framkvæmd sóttvarna og viðbúnaði í samræmi við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Niðurstaða fundarins var sú að allir aðilar eru vel undirbúnir í samræði við áætlanir sem fyrir liggja.
 
Í gærkvöldi lýsti alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) yfir því ...
28. April 2009
Nýtt afbrigði svínainflúensuveiru sem hefur greinst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og í Mexíkó inniheldur erfðaefni frá svína-, fugla- og mannainflúensu. Svínainflúensa hefur verið þekkt sl. 50 ár og þegar hún hefur borist í menn frá svínum hefur hún valdið samskonar einkennum og venjuleg inflúensa og yfirleitt ekki borist manna á milli.  Það sem er óvenjulegt við þessa svínainflúensu er að ...
27. April 2009

 

Í dag, 25. apríl, á degi umhverfisins eru 2 ár síðan þáverandi umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz opnaði vefinn Náttúran.is við athöfn á Kjarvalsstöðum. Síðan þá hafa tvær konur sest í stól umhverfisráðherra og margt drifið á daga þjóðarinnar. Árið 2007 var útrásin á fullri ferð og ef til vill lítill hljómgrunnur fyrir sjálfbærum lífsháttum og nægjusemi í neyslu. Nú ...

Frumvarp Össurar Skarphéðinssonar um heimild til samninga um álver í Helguvík var samþykkt á Alþingi í dag og féllu atkvæði svo: 38 já, 9 nei, 1 greiddu ekki atkv., 15 fjarstaddir. Það voru þingmenn VG ásamt Merði Árnasyni (S) sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir sat hjá. En aðrir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Á síðustu dögum þingsins ...

17. April 2009

Síðastliðin 40 ár hefur Ísland, lítið land í norðurhöfum, leitað stórra lausna í orku-, atvinnu-, og efnahagsmálum. Á þessu málþingi var fjallað um stóriðjustefnu stjórnvalda í ljósi náttúruverndar, hnattvæðingar og efnahaglegs sjálfstæðis.

Sérstakur gestur á málþinginu var bandaríski rithöfundurinn John Perkins, höfundur The Confessions of an Economic Hitman. Perkins er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu heimildamyndarinnar Draumalandið ...

Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Akureyri hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Ólafsfirði og Siglufirði.

Á Ólafsfirði er það reitur 6. Á reitnum er dvalarheimilið Hornbrekka og verða íbúar þar fluttir til innan hússins.

Á Siglufirði er það reitur 8 en á honum eru um 30 íbúðarhús sem þarf að rýma.
30. March 2009

Á YouTube er nú aðgengileg áströlsk sjónvarpsmynd um Ísland, orku og stóriðju. Þar er talað við starfsfólk álvera, Ómar Ragnarson, Kolbrúnu Halldórsdóttur og fleiri. Glöggt er gests augað og gaman að heyra og sjá þessi málefni frá sjónarhóli andfætlinga vorra í Ástralíu. En þaðan kemur meðal annars mikið af því súráli sem rafgreint er í íslenskum álverum. Það tekur sex ...

Veðurstofan, í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi á reit 4 í  Bolungarvík og  er rýming að hefjast. Á reit 4 eru eftirtalin hús: Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð.  Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir kl. 24:00 í kvöld.  Reitur 4 er fyrir neðan Traðargil í Bolungarvík og þar ...
13. March 2009
Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi í Bolungarík á reit 4 og  er rýming hafin (Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð).  Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir kl. 20:00 í kvöld.
Ástæða rýmingarinnar er vegna þess að  undir þeim snjó sem fallið hefur undanfarna sólarhringa er afar veikt ...
11. March 2009
Ákveðið hefur verið að færa viðbúnað vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum af hættustigi á óvissustig. Rþmingu hefur verið aflétt og hafa íbúar fengið leyfi til að snúa til síns heima.
Fjöldi snjóflóða hafa fallið síðasta sólarhring víðsvegar um Vestfirði, sérstaklega í byrjun óveðurshrinunnar.
Áfram verða helstu svæði vöktuð, athuganir gerðar á snjóalögum og jafnframt verður fylgst með framvindunni.
04. March 2009
Ákveðið hefur verið að rýma enn frekar á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Íbúum Fremstu-húsa og Höfða í Dýrafirði hefur verið gert að rýma hús sín. Eins ábúendum á Geirastöðum í Syðridal í Bolungarvík og á Kirkjubæ í Skutulsfirði. Þá á að rýma Tankinn innan Flateyrar, svo og Hraun í Hnífsdal.

Verið er að athuga hvort íbúar séu í Fremri- og ...
03. March 2009
Hættustig - Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum
Lýst hefur verið yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu í Bolungarvík og  hefur verið ákveðið að rýma reit 4, en þar eru eftirtalin hús:  Dísarland 2-4-6-8-10-14, Ljósaland 2, Traðarland 18-21-22 og 24 og Tröð I.

Rþming á þessum húsum skal vera lokið fyrir klukkan 21:00 í kvöld.

Ástæða rýmingarinnar er að mikið hefur snjóað ...
02. March 2009

HáskólatorgAnnað heimskaffið, sem er hugarflugs samseta, verður laugardaginn 28. kl 16:30 á Háskólatorgi. Þessar samsetur eru hugsaðar til að finna hugmyndir og viðhorf grasrótarinnar til ákveðinna málefna. Á fyrsta heimskaffinu var tekið á nýsköpun en nú er ætlunin að fjalla um sjálfbærni. Aðalsprautan í þessum fundum er Krisín Vala Ragnarsdóttir deildarforseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún stóð fyrir ...

26. February 2009

Stofnuð hefur verið grúppan Græna byltingin á Facbook samfélgasvefnum. Þar er talað um að tll að leysa umhverfisvandann þurfi að breyta efnahagsumhverfinu. Gera græna byltingu.

„Ótal mögulegar lausnir eru til staðar svo hægt sé að koma í veg fyrir varanlega kreppu. Ný tækni, hreinni orka og ný vinnubrögð. Það er hægt að leysa vandann. Byrjum strax!“

Á síðunni eru tenglar ...

Rannsóknir á Mars hafa sýnt fram á nokkurt magn metans er að finna á reikistjörnunni Mars. Metan eyðist í útfjólubláu ljósi svo ljóst er að stöðug útstreymi er á yfirborði plánetunnar. Metan getur á líffræðilegan uppruna eða átt rætur að rekja til jarðelisfræðilegrar virkni, eða kannski öllu heldur marseðslifræðilegrar. Ef um lífræðilega myndun er að ræða þá er líf undir ...

16. January 2009

Í dag opnar sýning Hranfkels Sigurðssonar í gallerí i8 á Klapparstíg 33. Hrafnkell hefur ljósmyndað bagga með rusli og skemmtilegt samspil lita og áferðar sem myndast við pökkun.
uplift

15. January 2009

Þegar kreppir að þurfa margir að minnka við sig. Líka húsakynni. Í grein á Treehugger má sjá margar skemmtilegar lausnir á lágmarkshíbýlum.

13. January 2009

Hér getur að líta myndband þar sem fegurð himinsins er gerð góð skil. Nú er ár stjörnufræðinnar og margt gert í tilefni þess. Náttúran.is mun fylgjast með og taka þátt. Illu heilli er ljósmengun mikil á þéttbýlissvæðum á Íslandi og því allmargar störnur sem fara fram hjá þeim sem þó líta tll himins á tærum frostnóttum. Tailð er að ...

Höfundar þessa myndbands hafa haft gaman af starfi sínu í þrívíddarforritinu. Myndbandið gengur nú manna á milli og skiptst er á skoðunum um raunveruleika þess og val tónlistar. Hér gefst kostur að berja þessa heims(enda)sýn augum. Og nú þegar gamla árið verður brennt út um áramótin er kannski ástæða til þess að minnast þess að jörðin okkar er ...

31. December 2008

GrenndargámarSORPA bs vill koma því á framfæri við íbúa höfuðborgarsvæðisins að nú um áramótin munu breytingar eiga sér stað á grenndargámakerfinu. Aukin tæki í flokkunarmálum gerir okkur nú kleift að endurvinna pappír og pappírsumbúðir á sama hátt. Móttökuaðili SORPU fyrir endurvinnanlegan pappír í Svíþjóð getur unnið pappírsefnið enn betur en áður hefur þekkst, flokkað það frekar og endurunnið í nýjar ...

29. December 2008

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför  niður Laugaveginn á Þorláksmessu.

Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og níunda röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla ...

21. December 2008

Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. December 2008
Kröpp lægð gekk norður með Vesturlandi kvöldið 11. desember og náði vindstyrkurinn 55 m/sek í hviðum ásamt mikilli rigningu.   Um kvöldmatarleitið fór veðrið hægt versnandi, náði hámarki í Reykjavík á tíunda tímanum og eftir það færðist veðurofsinn til norðurs. Vesturlandsvegur var lokaður um tíma  vegna veðursins og eins var Hellisheiði lokað tímabundið vegna óveðurs og ófærðar. Björgunarsveitir voru  kallaðar ...
12. December 2008

Veðurstofa Íslands spáir slæmu veðri seinni hluta dagsins með snörpum vindhviðum fram eftir kvöldi. Búast má við að vindur færist í aukana upp úr klukkan 15 í Vestmannaeyjum og færist svo hratt suðvestur og vestur yfir landið með mikilli úrkomu, fyrst rigningu og síðar snjókomu. Það má búast við snörpum vindhviðum á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu,  á öllu Snæfellsnesi , Vestfjörðum og ...

11. December 2008

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um tillögu Alcoa á Íslandi um að matsáætlun vegna álvers á Bakka við Húsavíkk Norðurþingi. Fallist er á tillöguna með athugasemdum.

Helstu athugasemdir eru um orkuöflun og flutning orku og fara þær helstu hér á eftir:

[…]
Skipulag og leyfi
Í kafla 4.2 í tillögu að matsáætlun er fjallað um leyfi og lagaskilyrði.  Fram kemur að ...

Ef ég slekk alltaf þegar ég yfirgef herbergi og kveiki aftur þegar ég kem inn, spara ég þá meiri orku en ef ljósið logaði?Það sparar náttúrulega orku að slökkva ljós, en þar með er ekki öll sagan sögði. Í hvert skipti sem kveikt er á peru skellur á henni rafmagnshögg sem styttir líftíma hennar. Rannsóknir í Rannsóknarmiðstöðvar raforku í ...

27. November 2008

Frumgerð nýrrar tegundar vantsaflsvirkjana frá Háskólanum i Michigan getur nýtt hæga strauma í sjó eða ám. Aðferðin er kölluð VIVACE (Vortex Induced Vibrations for Aquatic Clean Energy) sem tónlistarmenn þekkja sem merkingu á tónlist sem hljóma á líflega. En á íslensku má snara þessu sem hvirfil vakinn titringur fyrir hreina vatnsorku. En þannig virkar kerfið einmitt með þvi að lóðréttum ...

26. November 2008

Árlegir Aðventudagar Sólheima hefjast í dag og er dagskráin fjölbreytt að vanda. 

Fimmtudagur 20. nóvember
 Sesseljuhús kl. 14:00 - Nemendur úr Grunnskólanum Ljósuborg kynna verkefni,
 sem þau hafa unnið  á Sólheimum.
 Rauða torgið kl. 15:00 Kveikt á stóra jólatrénu
Laugardagur 22. nóvember
 Kertagerðin -  Námskeið í gerð aðventuljósa frá kl. 13:00
 Leiðbeinendur  Auður Óskarsdóttir og Erla Thomsen
 Þátttökugjald kr ...

Þóðfélagsþegnum sem saman koma á Austurvelli fjölgar verulega á milli vikna en í dag voru a.m.k. 6-7 þúsund manns samankomnir á vellinum, til að mótmæla ekki bara kreppunni sem slíkri heldur ráðamönnum og öðrum embættismönnum sem ábyrgir eru fyrir efnahagslegu hruni þjóðarinnar og úrræðaleysi þeirra nú.

Á laugardagseftirmiðdögum eftir komu kreppu kerlingar hefur reglulega verið boðað til friðsamlegra ...

15. November 2008

Í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögrelgustjóra segir:

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofuna lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga á Ísafirði, Bolungarvík og við helstu umferðaræðar: Eyrarhlíð, Óshlíð, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð.

Íbúar Bolungarvíkur, Hnífsdals og Súðavíkurhrepps, sem ekki eru komnir til síns heima, eru hvattir til að flýta heimför ...

23. October 2008

Í dag kynnti Steve Jobs nýja línu í ferðavélum frá Apple. Vélanna hefur verið beðið með nokkuri eftirvæntingu þar sem sögur gengu af nýju framleiðsluferli. Vélarnar eru í húsi sem unnið er úr heilli blokk úr áli. Það léttir vélina og einfaldar framleiðsluna með minni  útblæstri á hverja framleidda tölvu. Leiðslur eru án PVC. Eins er notað gler án arseniks ...

Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum hefur Skaftárhlaupið vaxið hratt og nú kl. 17:00 nálgaðist rennslið við Sveinstind 1100 rúmmetra á sekúndu. Rennslið hefur því 16-faldast síðan kl. 06:00 í morgun, er hlaupsins varð fyrst vart í gögnum frá Sveinstindi. Búast má við enn frekari aukningu og sennilega nær hlaupið hámarki á morgun, sunnudaginn 12. október. Flogið var yfir svæðið ...

11. October 2008

Í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra segir:

„Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum er hlaup hafið í Skaftá   og gera má ráð fyrir að hlaupið verði í stærra lagi.  Nú vex hratt í ánni við Sveinstind og gera má ráð fyrir vatnavöxtum í byggð seinna í dag eða kvöld.  Fólki er ráðlagt  að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna  brennisteinsmengunar.  Upptök Skaftár eru ...

11. October 2008

Það er orðið lþðum ljóst að þenslustefnan er búin að slíta þolmörk sin rækilega. Nú er lykillinn að framtíð með jafnvægi og stöðugleika sjálfbærni i landbúnaði, sjávarútveg og iðnaði. Og helst að standa að framkvæmdum með aðferðafræði Páls Óskars, eiga fyrir framkvæmdum. Þeir fjárfestar sem koma standandi úr tromlu gjaldýrota og uppjöra ættu að huga að því. Scott Adams hefur ...

Í umræðu undanfarinna daga hefur ýmislegt skotið upp kollinum. Almenningur veltir fyrir sér hvernig svona hlutir geta eiginlega gerst þegar okkur hefur varið talin trú um að bankar séu sterkar og stöðugar stofnanir sem beri hag almennings og sérstaklaga „þinn“ fyrir brjósti. Ýmsir hafa reynt að benda á að ótrúleg þensla bankanna byggi ekki á traustum grunni. Að rétt sé ...

Bilun mun valda því að Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga spúir út meiri mengun en að jafnaði. Dregið hefur verið úr framleiðslu og unnið er að viðgerð. Nokkuð virðist vera um bilanir í hreinsibúnaði verksmiðjunnar og hlýtur að þurfa að taka slíkar uppákomur með í losuanrheimildir stórðiðjuvera.

Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum hefur verulegar áhyggjur af skuldabyrði heimilanna nú þegar lán hækka nær stjórnlaust. Hann hvetur viðskiptaráðherra til að legga þegar í satð fyrir Alþingi frumvarp sem tekur á þessum vanda.  í 24 stundum er haft eftir honum: "Þetta frumvarp er tilbúið í ráðuneytinu og felur í sér að heimili sem komið er í greiðsluþrot af ástæðum sem ...

Í grein á heimasíðu HB Granda koma fram upplýsingar um væntanlega vottun árbyrgra fiskveiða við Ísland. Í undirbúningshópi eru taldir: dr. Kristján Þórarinsson frá LÍÚ og varaformaður Fiskifélags Íslands, sem er formaður hópsins, Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Rúnar Þór Stefánsson frá HB Granda, Gunnar Tómasson frá Þorbirni hf., Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Steinar Ingi Matthíasson frá sjávarútvegs- ...

24. September 2008

Nú er lokið ráðstefnunni Driving Sustainability '08 sem haldin var dagana 18. og 19 september s.l. Fjölmargir fyrirlesarar úr ýmsum áttum kynntu markið fyrirtækja sinna eða tjáðu skoðanir sínar á þróun tækni til vistvænni aksturs. Margir vilja, með nokkrum sanni, meina að akstur verði aldrei vistvænn. En það er líka ljóst að ekki getur haldið fram sem horfir því ...

21. September 2008

Á facebook má sjá þessa tilkynningu:

Nú hafa yfir 1000 manns skráð sig í Samtök um bíllausan lífsstíl og tími til kominn að gefa þeim líf utan Facebook.

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 20:30, á efri hæðinni á Kaffi Sólon, verður undirbúningsfundur fyrir alla þá sem vilja leggja hönd á plóginn (eða orð í belg) við stofnun formlegra samtaka.

Ég ...

Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar er hlaup hafið í Skaftá og var rennsli hennar við Sveinstind um 280 m3/sek í morgun, sunnudaginn 10. ágúst. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna brennisteinsmengunar frá ánni. Upptök Skaftár eru úr Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Ef verulega vex í ánni er hætta á að vatn flæði yfir ...
10. August 2008

Grænt Íslandskort/Green Map en samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningar aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ...

Nú hafa veðurkort bæst við þjónustu Náttúrunnar. Nýlega opnaði Veðurstofa íslands fyrir þann möguleika að aðrir vefir gætu birt gagnvirk kort Veðurstofunnar. Náttúran.is nýtir sér þessa þjónustu með ánægju og vonar að þetta framtak gleðji gesti og gangandi. Bæði er um að ræða hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspár sem mörgum finnst gagnlegri. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ...

Nú er sumarbústaðatíminn í hámarki og margir með hugann við orku og þægindi. Hér á landi er víðasthvar nokkur vindur alla daga og vindorka því stöðugri kostur en sólarrafhlöður til orkuvinnslu. Sumir hafa veðjað á báða kostina enda sjaldgæft að hvorugt sé til staðar. Mikil þróun hefur átt sér stað í búnaði og komnar á markað litlar vindmyllur sem eiga ...

Almannavarnadeils Ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu kl 16:55 í dag, 2. júlí:

Töluverðar líkur eru á að hlaup úr Grænalóni hefjist á næstu vikum. Vatnsborð lónsins virðist hafa náð svipaðri hæð og var fyrir síðasta hlaup úr lóninu, það varð árið 2005. Hlaup verða úr Grænalóni á nokkurra ára fresti. Algengt er að rennslí í þessum hlaupum nái um ...

02. July 2008

Náttúran.is vinnur nú að gerð íslenskrar útgáfu græns korts eða Green Map sem er alþjóðlegt samstarf um kortlagningu umvherfisvænnar þjónustu og náttúruverðmæta. Það er Anna Karlsdóttir lektor við HÍ sem er í forsvari fyrir Green Map hérlendis. Grænar síður Náttúrunnar eru eina heildstæða samantektin á vottaðri starfssemi og umvhverfismeðvituðum rekstri hérlendis og þótti því henta vel að nýta þau ...

Í nótt, nákvæmlega 23:59, verða samkvæmt almanaki Háskólans sumarsólstöður. Þá er sól hæst á lofti við sólarlag. Á morgun tekur daginn svo aftur að stytta þó það verði reyndar ekki fyrr en eftir 3 mánuði að dagur verði skemmri en nóttin. Jónsmessa er svo þann 24. júni n.k., aðfararnótt þriðjudags. Ekki eru allir sammála um hvora nóttina velta ...

Almannavarnir hafa varað við umferð við Gunnuhver á Reykjanesi. Þar hafa enn orðið breytingar á jarðhitasvæðinu og hefur vegi þangað verið lokað. Svæðið er varhugavert fyrir fótgangandi og útsýnispallur og stígar ekki nothæfir. Miklar breytingar hafa verið á svæðinu undanfarið og áður hefur verið varað við umferð þarna.

Það er rétt að hafa varann ávallt á þegar farið eru um ...

Vatnsknúinn bíllDraumur okkar Íslendinga um að vera græn þjóð sem ekur um á vetni gæti fengið byr undir vængi fyrir tilstilli Japana. En þar í landi er komin á göturnar tilraunaútgáfa af ökutæki sem þarf aðeins loft og vatn sem orku. Enn sem komið er mun þynnu kerfið [membrane electrode assembly (MEA)] vera nokkuð dýrt eða um 18.000 U$D ...

Í dag voru fyrstu tíu skólfustungurnar teknar að kerskála álvers í Helguvík. Framkæmdastjóri Landverndar sagði atburðinn sjónarspil þar sem ekki er búið að tryggja orku né losunarheimildir fyrir þetta fyrirhugaða álver. Auglýst var ný verið eftir umsóknum um losunarkvóta og þykir ljóst að ekki fái allir sem vilja. Ósamstaða virðist meðal ráðherra Samfylkingar um málið þar sem Björgvin G. Sigurðsson ...

Á heimasíðu Almannavarna Ríkislögregkustjóra er að finna þessa tilkynningu varðand drykkjarvatn á Suðurlandi:

Þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi hafa verið opnar í allan dag. Fjöldi íbúa hefur nýtt sér þjónustu miðstöðvanna. Þar hafa starfsmenn bæjarfélaganna, sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum og björgunarsveitunum, frá lögreglunni og almannavörnum, gefið íbúum ráð og aðstoðað með ýmis mál vegna jarðskjálftana.

Á Selfossi er þjónustumiðstöðin í ...

01. June 2008
Vegna flutnings á vélbúnaði hþsingarþjónustu sem Náttúran skiptir við hafa því miður verið einhverjar truflanir á vefþjónustunni. Náttúran.is biðst velvirðingar á óþægindum af þessum völdum. Vonir standa til þess að af afloknum flutningum verði vefurinn hraðari og þjóni notendum enn betur.
Nú hefur Tesla Motors fært úr kvíarnar og eru að hefja sölu á Tesla Roadster bílnum í Evrópu. Roadstreinn frá Tesla er merkilegt farartæki sem afsannar margar bábiljur. Hann fer frá kyrrstöðu í 100Km/Klst á rúmum 3 sekúndum og getur ekið 320 Km á einni fyllingu. Ekki tanki heldur rafhleðslu. Þetta er semsagt rafbíll sem tekur jafnvel sprækustu bensínhákum ...
Ökutæki knúið áfram af einfrumungum er eitthvað sem ekki einu sinni hinum ágæta Tom Swift, sem þó var einn af hugmyndaríkustu vísindamönnum vísindaskáldsagnanna, hefði dottið í hug. En þörungar sem undir venjulegur kringumstæðum framleiða vetni framleiða vetni ef brennistein skortir í umhverfi þeirra. Vísindamönnum hefur tekist að auka þessa framleiðslu úr 0,5% í 10 - 15% sem er nýtanlegt magn ...
08. April 2008

NetþónabúHjá fyrirtækinu GI-services AG í Sviss hafa menn notað hitann frá netþjónabúi til að hita sundlaug. Sveitarfélagið í Uitikon tók þátt í kostnaði við búnaðinn en fær þá líka hlýja og góða laug í staðinn. Áður hafa einhverjir nýtt kælingu á slíkum stöðum í snjóbræðslu. Kannski Suðurnesjamenn fari að dæmi forfeðranna og hafi netþjónafjós á neðri hæð húsa sinna og ...

04. April 2008

gröf af skjálftum Í dag hófst enn ein hrina skjálfta norðan Vatnajökuls. Hrina þessi er austar en fyrri hrinur sem verið hafa við Upptyppinga. Skjálftarnir eru á talsverðu dýpi og frekar litlir en eru taldir benda til hreyfingar kviku. En á þessu svæði eru flekaskil. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur sagt um þessar hræringar að þær geti mögulega leitt til goss á svæðinu og ...

Um þessar mundir er verið að taka í notkun miðstýrt umferðaljósakerfi í Reykjavík. Það mun geta sparað allt að milljarð á ári. Ekki bara fé borgarinnar heldur einnig borgaranna þar sem kerfið á að gera hópum ökutækja mögulegt að fara eftir stofnbrautum á grænu alla leið. Það miðast auðvitað við að ökumenn fari á þeim hraða sem ætlast er til ...

Framkvæmdastjórn ESB kynnti í dag aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda og aukna notkun endurnýtanlegrar orku. Markmiðið er að fyrir árið 2020 verði útblástur skaðlegra lofttegunda 20% minni en árið 1990. Auk þess á endurnýtanleg orka að vera orðin 20% af orkuþörf. Þessar aðgerðir kosta sitt að sögn Jose Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar ESB, eða um 300 íslenskar ...

Tilkynnt hefur verið um fyrirtækin Maður lifandi, Himnesk hollusta, Bio Vörur og Grænn kostur hafi sameinast með þátttöku Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessmans. Í tilkynningu segir:

Að markmið sameiningarinnar sé að búa til öflugt fyrirtæki, sem byggir á þeirri sýn, að hollt mataræði stuðli að heilbrigði og auki lífsgæði. Yfirlýst markmið nýja félagsins sé að bæta mataræði ...

Eins og nafnið bendir til þá eiga vetrarsólstöður sér andsvar í sumarsólstöðum. Þessar hátiðir hafa reyndar notið minni virðingar í seinni tíð borgarmenningar þar sem tengslin við náttúruna hafa minnkað. En þeir sem lifa í tenglsum við náttúruna eru mjög meðvitaðir um þessa póla á hringferli ársins. Við hér á Íslandi erum líka nákomin þeim þar sem þeir tákna hámark ...

21. December 2007

Í bloggi sínu á moggnum vísar Salvör Gissurardóttir á mjög svo ágæta framsetningu á neysluhyggjunni og afleyðingum hennar. Það er Annie Leonard sem er sérfæðingur í umhverfismálum og sjálfbærri þróun sem hefur soðið þetta umfjöllunarefni niður í einfalda og skýra framsetningu sem hún hefur ætlað bandarískum almenningi að skilja. Það er óþarfi að hafa mörg orð um efnið hér þar ...

17. December 2007

Sundlaugin LaugarskarðiMikill klór mun hafa lekið úr tanki við sundlaugina við Laugarskarð í Hveragerði og út í Varmá sem rennur þar hjá. Lekinn mun hafa verið allt að 800 lítrar. Klórinn mun þegar hafa valdið dauða fiska í ánni en áhrif á lífríki árinnar eru augljós þó erfitt sé að meta skaðann að svo stöddu. En líklegt má telja að áhrifa ...

04. December 2007

Á vef CBC er mynd um m.a. Odd Sigurðsson og rannsóknir hans á Mýrdalsjökli. Myndin heitir Ísland bráðnar eða Iceland melting á frummálinu. Margt athygli vert kemur fram í myndinni og gaman að sjá hvernig erlendir dagskrárgerðarmenn nálgast viðfangsefnið. Fleiri koma við sögu og litið er við á Kárahnjúkum. Fjallað um aukið ferskvatn í hafinu umhverfis landið og áhrif ...

03. December 2007

Aðventudagar Sólheima alla daga til 16. desember

Árlegir aðventudagar Sólheima eru skemmtileg upplifun enda jólastemningin einlæg og munirnir sem framleiddir eru í vinnustofum Sólheima einstakir í sinni röð. Á kertaverkstæðinu má stundum leyfa litlum höndum að spreyta sig í kertagerð og það gleður börnin að geta gert eitthvað sjálf og vilja þá oft gefa sínum nánustu fallega litað kerti.

Staðurinn ...

Undirrituðum flaug í hug í dag leið til að hvetja til notkunar á minna skaðlegum ökutækjum. Það eru græn númer á ökutæki. Svipuð og gulu númerin á vinnutækjum sem mega nota litað dísel. Græn merki fengju þá ökutæki sem með einhverjum hætti eru framleidd eða breytt til að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig væri greinilegt í umferðinni hverjir eru ...

28. November 2007

Í auglýsingu frá sveitarfélaginu Ölfus sem birt var m.a. í Dagskránni 15.11.07 eru kynntar breytingar á deiliskipulagi virkjunarsvæða á Hellisheiði. Í lið 4 er kynnt breyting sem felur í sér að lögn fyrir neyðarlosun verði ofanjarðar en ekki neðanjarðar eins og var í samþykktu skipulagi. Síðan er farið í verkfræðilegar úskýringar á þessari beiðni og látið í ...

16. November 2007

Þann 2. nóvember sl. tilkynnti japanski bílframleiðandinn Subaru að þeir væru með nýjan rafbíl sem tvöfaldar hina hefðbundna akstursgetu eldri rafbíla. Þessi bíll á að ná 200 Km akstri á hleðslunni og það tekur aðeins 15 mínútur að hlaða rafhlöðuna að nýju. Galdurinn er fólginn í nýjum vanadium rafhlöðum sem eru unnar með nanótækni og ná þannig aukinni hleðslu og ...

06. November 2007
NA

Scott Adams er höfundur Dilbert myndasögunnar sem birtist á mbl.is. Scott er kaldhæðinn höfundur og lætur skoðun sína á stefnu vestrænna ríkja oft í ljós með þeim hætti að lesandinn veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta. Myndræma dagsins í dag snertir umhverfismál og sýnir óþægilega afstöðu sem illu heilli er allt of algeng. Þeir sem vilja ...

30. October 2007

Séð til Öskju

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur Ph.D. hélt í kvöld fyrirlestur um jarðhræringar við Upptyppinga austan við Kötlu. Að sögn Páls hófst hrinan þar með fyllingu Hálslóns við Kárahnjúkavirkjun og hefur fylgt þeim framgangi. Þessir skjálftar eru ekki eins og þeir skjálftar sem fylgja hefðbundnum plötuhreyfingum og því sennilegast bein afleiðing þass aukna þunga sem Hálslón leggur á þunna jarðskorpu þessa svæðis ...

22. October 2007
Hér á suðurlandi hefur úrkoma verið með mesta móti síðustu vikur. Einar Sveinbjörnsson segir á bloggsíðu sinni að þetta sé, ef rétt reynist, ein af fimm til átta hæstu gildum í úrkomumælingum. Það er engu líkara en himnarnir séu loks að hrynja eins og Asterix og félagar óttuðust.
27. September 2007

Í hádeginu í dag mánudaginn 17. september opnaði forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson fyrstu etanól (E85) dælustöðina á Íslandi. Eftir stutt ávörp fyllti forsetinn svo á etanól/bensín bifreið sem Gísli Marteinn Baldursson ók síðan á brott. Farþegar Gísla voru fulltrúar sænskra aðila en etanólið er unnið úr afgangsvið sjálfbærra skóga í Svíþjóð.

Í ávarpi sínu nefndi Herra Ólafur ...

17. September 2007
Náttúran.is verður einn sýningaraðila á sýningu um visthæf ökutæki í nútíð og framtíð. Þetta er málefni sem margir hafa áhuga á enda er það einmitt með vali á ökutæki og samgönguháttum sem flestir geta látið til sín taka í takmörkun gróðurhúsalofttegunda.

Markmiðið með sýningunni er að búa til vettvang þar sem bifreiðaumboð geta komið á framfæri og almenningur, fjölmiðlar ...
14. September 2007

kiva logoKiva er smálánasjóður sem er starfræktur af hugsjón og án væntinga um efnhagslegan gróða. Einstaklingar leggja til fjármagn í litlum og stórum skömmtum og því er síðan úthlutað sem lánum til einstaklinga í þróunarlöndum sem þurfa oft smástuðning til að komast af stað með rekstur eða stækka hann í hagkvæmara form. Láný egar greiða síðan til baka og þá fær ...

09. September 2007
Framtíð fæðunnar er bandarísk heimildamynd sem fjallar um hvernig kunnátta til framleiðslu matvæla færist nú á fáar hendur. Á heimasíðu myndarinnar er sagt að innanvið 2% Bandaríkjamanna stundi landbúnað.

Myndin er endursýnd í Sjónvarpinu sunnudaginn 12. ágúst 2007 kl 15:55

Sjá heimasíðu myndarinnar

11. August 2007

Í dag afhenti Vottunarstofan Tún Íslenska kalkþörungafélaginu efh. vottun þess efnia að starfsemi fyrirtækisins samræmist reglum varðandi vinnslu og nám náttúrulegra afurða til lífrænnar ræktunar.

Vottun Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. er tvíþætt: (a) kalkþörunganáms á botni Arnarfjarðar, svo og flutnings og meðferðar á hráefninu áður en það er tekið til frekari vinnslu, og (b) úrvinnslu kalkþörunganna og framleiðslu á hágæða fóðri ...

Í dag afhenti umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, forsvarsmönnum verktakafyrirtækisins Bechtel, Kuðuninginn. Kuðungurinn er viðurkenning Umhverfisráðueytis til þeirra atvinnufyrirtæki sem þykja skara framúr á sviði umhverfismála. Fyrirtæki sem fá þessa viðurkenningu geta notað merki Kuðungsins í eitt ár. En fá til eignar listmun sem hannaður er sérstaklega á hverju ári. Að þessu sinni var það Kogga sem hannaði gripinn.

Á myndinni afhendir ...

Fréttatilkynning frá Vottunarsstofunni TÚN

Villtar íslenskar heilsuplöntur og æðarvarp:
Sjálfbærar náttúrunytjar á Dyrhólaey fá vottun

Ábúendur í Dyrhólahverfi í Mýrdal hafa hlotið vottun til staðfestingar á sjálfbærum landnytjum í Dyrhólaey. Annarsvegar er um að ræða vottun samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífræna framleiðslu til söfnunar á villtum heilsuplöntum. Hinsvegar eru vottaðar nytjar á æðarvarpi til söfnunar á dún samkvæmt reglum Túns ...

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp um lækkun vörugjalds á bifreiðum knúnum rafmagni eða metani að meirihluta. Til þessa hefur aflsáttur numið 240 þús. en lækkar nú enn meira. Rafbílar eða sk. Hybrid bílar nýta fall á vegi og hemlun til rafmangsframleiðslu og er það rafmagn nýtt til að knýja bifreiðina ásamt bensínhreyfli. Með því næst lægri eyðsla bensíns og þar með ...
07. March 2007

Umræða dagsins í dag og undanfarinna daga hefur snúist um gæði rannsókna vegna Hálslóns og stíflumannvirkja við Kárahnjúka. Hæst hefur borið viðtal sem Morgunblaðið birti og tekið var við Desiree D. Tullos, prófessor við Oregon State University . Fulltrúi Landsvirkjunar kom svo fram á NFS og reyndi gamla trixið með að reyna að gera hana tortryggilega. Þetta virkar kannski í stuttbuxnahreyfingunni ...

16. August 2006
Undanfarið hefur umræðan um jarðfræðilegan grundvöll Kárahnjúkavirkjunar verið endurvakin í fjölmiðlum. Áður en virkjunin var samþykkt á Alþingi var talsverð umræða um sprungur á svæðinu. Þá létu virtir jarðvísindamenn í ljós skoðanir sínar í þá veru að vert væri að rannsaka svæðið betur. Stíflustæðin eru á svæði sem telst virkt umbrotasvæði mitt á milli tveggja svæða sem eru og hafa ...

Nýtt efni:

Messages: