Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúran.is.
Ferilskrá: http://natturan.is/samfelagid/efni/6612/


Náttúran óskar gleðilegra jóla 12/24/2016

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gunna og Einar, starfshjón Náttúran.is.

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gunna og Einar, starfshjón Náttúran.is.

Nokkrir af hinu fjölskrúðuga úrvali Kaja innkaupapoka.

Kaja organic, sem rekur tvær lífrænar verslanir, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi og Matarbúr Kaju á Óðinsgötunni í Reykjavík, fer alla leið í umhverfishugsuninni.

Ekki aðeins var Kaja fyrst með lífrænt vottaða matvörurlínu pakkaða á Íslandi og stofnaði fyrstu lífrænt vottuðu verslanirnar heldur er stefna Kaju að skilja sem minnst rusl eftir á þessari jörð.

Ekki nóg með ...

Wirk Zevenhuizen flutti til Íslands fyrir 2 árum og hóf störf sem rekstrarstjóri í Hreðavatnsskála. Wirk er fæddur í Hollandi en ólst upp í Tyrklandi og hefur ferðast um heiminn og eldað mat þ.á.m. á Ítalíu þar sem hann lærði að búa til pasta. Wirk hefur fengið viðurnefnið „pastaman“ enda elskar hann að búa til pasta.

Wirg Zewenhuizen framleiðandi Norðurárdals- pastans.Þar sem ...

Hluti af fósturjörðinni, mosi og ljónslappi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Appið Húsið skoðað í spjaldtölvu.Föstudaginn 9. september nk. verður sýning undir heitinu „Saman gegn sóun 2016“ haldin í Perlunni auk þess sem samnefnd ráðstefna verður haldin í Nauthóli.

Sýningin „Saman gegn sóun“ opnar föstudaginn 9. september kl. 14:00 og er opin til kl. 18:00. Á laugardeginum 10. september opnar sýningin kl. 12:00 og lýkur kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis.

Umhverfisstofnun ...

Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að komast aðeins út fyrir borgina eða bæinn og út í náttúruna. Keyrið varlega og njótið þess að skoða út um gluggan það sem fyrir augum ber. Mundu að ...

Umhirða bílsins

 • Best er að fara með bílinn í allsherjarskoðun hjá bílaumboðinu að minnsta kosti einu sinni á ári.
 • Ráðlagt er að gá að loftþrýstingnum í dekkjunum reglulega.
 • Dekkin slitna minna ef loftþrýstingurinn er réttur auk þess sem eldsneyti sparast ef dekkin eru ekki of loftlítil.
 • Gott er að bóna bílinn nokkrum sinnum á ári. Þá festist olía og ryk ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 3. september frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Nýja húsnæði Matarbúrs Kaju að Óðinsgötu.Matarbúr Kaju, við Kirkjubraut á Akranesi er fyrsta lífrænt vottaða verslunin á Íslandi en hún fagnar 2ja ára afmæli sínu þ. 23. ágúst 2016. Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Kaja opnaðið kaffihúsið Café Kaja, við Kirkjubraut þ. 8. júní sl. og er það í ferli til að fá lífræna vottun.

En Kaja færir ...

Forsíða bókarinnar Íslenskar fléttur.Nýlega kom út bókin Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson, grasafræðing. Hún hefur að geyma lýsingu ásamt útbreiðslukortum og litmyndum af 390 tegundum fléttna, en það er nálægt því að vera helmingur allra þeirra tegunda sem þekktar eru frá Íslandi.

Það er bókaútgáfan Opna ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi sem standa að útgáfunni. Auk þess hefur útgáfa bókarinnar verið styrkt af Náttúruverndarsjóði ...

Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að ...

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið ...

Endurvinnslukortið á dalir.isNáttúran.is verður með kynningu á íbúafundi í Búðardal í kvöld þ. 12. apríl kl. 20:00 en fyrir ári síðan slóst Dalabyggð í hóp sveitarfélaga sem er í beinni samvinnu um þróun Endurvinnslukorts sérstaklega fyrir sveitarfélagið og birtist kortið á vefsvæði sveitarfélagsins dalir.is. auk þess að vera aðgengilegt á vef Náttúrunnar og í Endurvinnsluappinu.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is ...

Kassar til að safna dósum í fyrir Græna skáta.Grænir skátar hafa sérhæft sig í söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum. Félagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989.

Grænir skátar eru með móttökustöðvar víðsvegar um landið þar sem allir geta losað sig við dósir og gefið áfram. Gámar frá Grænum skátum eru víða staðsettir eins og sjá má á kortinu á veffnum graenirskatar.is.

Gámar Grænna ...

Guðrún og Einar Bergmundur við kynningarbás Náttúrunnar í Hörpu.Náttúran.is verður með fyrirlestur á aðalfundi Fjöreggs - félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, á Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is, Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur munu kynna vefinn og þau verkfæri sem boðið er upp á til að efla umhverfismeðvitund og draga úr sóun.

Þau fjalla um hvernig almenningur getur sýnt ...

6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að ...

Teikning: Lóa eftir Jón Reykdal.Lóa sást á vappi við Garðskagavita fyrir hádegi í dag. Hún er örlítið seinni á ferðinni en í fyrra sást fyrsta lóan þ. 12. mars en að meðalkomutími hennar sl. tvo áratugi er þ. 23. mars.

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að hún komi og kveði burt snjóinn og leiðindin en lóan hefur ...

Vorið er seint á ferðinn hér á norðurslóðum og Páskarnir eru því oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma. Páskaundirbúningurinn er því kannski enn mikilvægari á Íslandi en t.d. í mið-Evrópu þar sem vorið er löngu farið að minna á sig hvort eð er.

Það er skemmtilegur siður að nota greinar af runnum ...

Skífa sem sýnir hvernig tímatal og mánaðarheiti í nútíð og hátíð skarast. Grafík Guðrún Tryggvadóttir.Í dag er jafndægur að vori, þ.e. nóttin er jafnlöng deginum. Í Riti Björns Halldórsson Sauðlauksdal segir; „Martíus, eða jafndægramánuður ... nú er vertíð við sjó og vorið byrjar“. Í tilefni jafndægurs að vori og til að tengja okkur náttúrunni í vorbyrjun er tilvalið að rifja upp gamla Bændadagatalið, en svo segir í 6. kafla Ætigarðsins - handbók grasnytjungsins eftir Hildi ...

Forsíða vefsins matarsoun.isÁ morgunverðarfundi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðaði til fimmtudaginn 17. mars sl. var stefna um úrgangsmál undir yfirsögninni Saman gegn sóun – 2016 – 2027 kynnt og nýr vefur um matarsóun matarsoun.is kynntur til leiks.

Helstu markmið stefnunnar eru að draga úr myndun úrgangs m.a. með því að bæta nýtingu auðlinda. Áhersla er lögð á fræðslu til að koma í ...

Þann 7. apríl næstkomandi standa Vistbyggðarráð og Skipulagsstofnun fyrir námskeiði um vistvænt skipulag. Námskeiðið fer fram í Hannesarholti við Grundarstíg 10 frá kl. 13:00-16:30

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem koma að gerð og framfylgd skipulags- ráðgjöfum og hönnuðum,
sérfræðingum hjá sveitarfélögum og stofnunum.
Það er einnig kjörið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum sem vilja kynna sér umhverfisáherslur ...

Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...

Málstofa um þróun sjálfbærs samfélags

Föstudaginn 19. febrúar kl. 16:00-17:00 stýra þær Ásthildur B. Jónsdóttir og Kristín Ísleifsdóttir umræðum um þróun sjálfbærs samfélags en þær eru meðlimir í rannsóknahópi um menntun til sjálfbærni, sem starfar undir hatti Rann­sóknastofu í listkennslufræðum við Listaháskólann.

Í hringborðsumræðunum munu Allyson Macdonald, Ari Trausti Guðmundsson, Árni Stefán Árnason, Bjartmar Alexandersson, Guðrún Tryggvadóttir ...

Snyrtipinninn var upphaflega hannaður af óþekktum höfundi til að efla snyrtilega umgengi í Bretlandi. Þýðing merkisins er að rusli skuli henda í þar til gerðar ruslakörfur í borgum. Ótal útgáfur hafa síðan verið hannaðar þar sem snyrtipinninn er að henda alls kyns hlutum allt frá blaði til atómsprengju.

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum ...

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí og er nú kallað eftir keppnisliðum.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á ...

Í dag er Bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur Þorra, en hann á sér langa sögu sem hefur ekkert með kaup á gjöfum að gera heldur á hann meira sammerkt með „ritúölum“ til að vingast við náttúruöflin.

Það er „skylda bænda“ „að fagna þorra” eða „bjóða honum í garð” með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann ...

Matvörulínan Kaja - fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi er nú komin í dreifingu hjá Höllu að Víkurbraut 62 í Grindavík en hún opnaði nýlega veitingastað með smáverslun þar í bæ sem hún rekur meðfram veislu- og heimsendingarþjónustu sinni.

Hjá Höllu leggur aðaláherslu á hollusturétti sem hún vinnur frá grunni, m.a. úr lífrænum gæðahráefnum frá Kaja organic ...

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega ...

Af FB viðburði um málstofuna. Höfundur ókunnur.Sunnudaginn 10. janúar kl 13:00-15:00 verður haldið málþing á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, rannsóknarhóps um menntun til sjálfbærni í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.

Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður mun halda stutta kynningu á doktorsverkefni sínu þar sem hún skoðar menntun til sjálfbærni og sjálfbæra efnisnotkun í listsköpun.

Aðal áhersla málþingsins verður að finna út úr því hverjar áherslur rannsóknarhópsins um ...

Viktoría Gilsdóttir ormamoltugerðarleiðbeinandi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í ormamoltugerð verður haldið í Matrika Studio Stangarhyl 7 laugardaginn 30 janúar frá kl. 14:00-16:00.

Leiðbeinandi er Viktoría Gilsdóttir en hún hefur gert tilraunir með ormamoltugerð og þróað aðferðir sem virka vel við íslenskar aðstæður. Hægt er að hafa ormamoltukassa t.d. í eldhúsinu eða vaskahúsinu enda kemur engin ólykt af moltugerðinni og moltan sem ormarnir framleiða ...

Áramótakaka....fyrir sprengingu.Nú á nýju ári er við hæfi að líta um öxl og skoða það sem áunnist hefur og það sem við getum gert betur.

Á sviði umhverfismála er það eflaust loftslagssamningurinn, samkomulag 195 þjóða um að takast á við vandann sem óhóflegur útblástur gróðurhúsalofttegunda og eyðing kolefnisbindandi gróðurlendis veldur. Markmiðið, að halda hækkun hitastigs innan við 2°C og helst ...

Gunna prikklar baunir vorið 2015. Ljósm. Einar Bergmundur.Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Myndlistarmaður.
Stofnandi, ritstjóri, hugmyndasmiður og hönnuður Náttúran.is.

Heimili, skrifstofa og vinnustofa í Alviðru, 816 Ölfus.

Gsm: 863 5490

gudrun@tryggvadottir.com
GT á Facebook
tryggvadottir.com
Listamaðurinn GT á Facebook

Nám

1979-1983 Akademie der Bildenden Künste, München, Þýskaland. Málun og grafík, Diploma/MFA, Summa cum laude
1978-1979 École Nationale Supérieure des Beaux-Arts, París, Frakkland. Málaradeild
1974-1978 ...

Jólakryddin. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Lyktarskin okkar er ákvaflega næmt á jólunum og sum krydd eru einfaldlega ómissandi. Að ekki sé minnst á lyktina af greninu, jólatrénu í stofunni og hangiketinu.

Lykt kallar fram minningar um liðin jól, bakkelsi og veislumat sem tilheyra hefðinni sem við sköpum til að stilla klukku lífsins sem tifar, ár eftir ár, jól eftir jól.

Reykkelsi og myrra, tvær af ...

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur einnig ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Við skreytum með grenigreinum til að minna ...

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.

Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En ...

Með því að birta auglýsingar hér á vefnum nær fyrirtækið þitt beinu sambandi við markhópinn sem er að leita eftir upplýsingum og lausnum í græna kantinum. Ágóðinn af auglýsingasölunni gerir okkur kleift að veita stöðuga og ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla.

Borði 1 - Stærð B 555p. X H 120p.
Grunnverð 100 þús.* á mánuði. 
Auglýsingum í borða 1 þarf að skila ...

Nýtt app úr smiðju Náttúran.is hefur verið samþykkt hjá Apple og er komið í dreifingu. Appið er ókeypist til niðurhals og tekur fyrir menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Áður hefur Náttúran.is gefið út Græn kort í vef- og prentútgáfum

Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ...

Þannig virkar Græna trektin. Grafík af vef VistorkuNýlega var byrjað að safna afgangs matarolíu á Akureyri með því að hvert heimili geti fengið sérhannaða trekt með loki, svokallaða „græna trekt“ sem skrúfuð er á venjulegar plasflöskur undan gosi og vatni og í hana er afgangsolían sett.

Olían er síðan hreinsuð og verður notuð sem eldsneyti á strætisvagna Akureyrarbæjar.

Norðurorka, Orkusetur og Vistorka, hafa keypt 3000 slíkar trektir ...

Hátíðleikinn býr ekki hvað síst í undirbúningi jólanna enda er tilhlökkunin það sem að vekur jólin innra með okkur. Kaldasti og dimmasta tími ársins kallar á von og hlýju, tilhlökkun eftir endurkomu ljóssins og lengri degi. Jól tengjast vetrarsólhvörfum, ekki einungis í kristinni trú. Í flestum trúarbrögðum er um einhverskonar hátið að ræða á þessum árstíma. Þörf mannsins til að ...

Loftslagsráðstefnan COP 21 hófst í París í gær en þar mætast rúmlega 150 þjóðarleiðtogar, fylgilið þeirra, pressan og ýmisir hagsmunaaðilar. Forsvarsmenn Náttúran.is verða ekki á ráðstefnunni enda höfum við litið á það sem okkar hlutverk að uppfræða almenning hér heima um stöðuna og koma með hugmyndir og lausnir að vandanum sem á sér að sjálfsögðu mikið til rætur í ...

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir ...

GAIA - félag meistarnema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands býður þér á sýningu á kvikmyndinnni THIS CHANGES EVERYTHING í Odda, sal 101 fimmtudaginn 26. nóvember 2015.

Myndin er tekin upp á 211 tökudögum í 9 löndum í 5 heimsálfum yfir fjögurra ára tímabil. Myndin er tilraun til að fanga hin gríðarlegu áhrif loftslagsbreytinga á jörðina okkar.

Útskýringarveggmynd með dæmum um hvað talist getur til „óþarfa“ umbúða.

Laugardaginn 14. nóvember frá kl. 12:00 á hádegi hvetur hópurinn „Bylting gegn umbúðum“ fólk til að senda verslunum og framleiðendum skýr skilaboð og skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum. Þjóðverjar stunduðu þessa borgaralegu óhlýðni (eða réttara sagt hlýðni) sem skilaði miklum árangri.

p.s muna líka eftir fjölnota pokunum.

Sjá Facebookviðburðin „Skiljum óþarfa umbúðir eftir við kassann“.

Sjá Facebooksíðuna ...

Nýja flokkunarstöðin. Mynd/HB Grandi: Kristján Maack.Ný sorpflokkunarstöð HB Granda, Svanur – flokkunarstöð, var opnuð formlega þ. 2. nóvember sl. á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði.

Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem bauð gesti velkomna. Í ræðu sinni fjallaði Vilhjálmur m.a. um ástæðu þess að HB Grandi réðist í byggingu flokkunarstöðvarinnar og sagði m.a.:

„Ástæðan fyrir því að félagið réðst í byggingu flokkunarstöðvarinnar er ...

Tómas Knútsson tekur við styrknum frá HB Granda úr hendi Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra. Ljósm. HB Grandi: Kristján Maack.Fjallað var um þau ánægjulegu tíðindi á Víkurfréttum í gær að HB Grandi styrki Bláa herinn um eina milljón króna. Nú þegar það undarlega hátterni stjórnvalda er ríkjandi að skera allan stuðning til umhverfisstarf niður eða alveg upp við nögl er það því sérstaklega ánægjulegt að einstök fyrirtæki skuli stíga fram og sýna samfélagslega ábyrgð með þessum hætti.

Tómas Knútsson ...

Landsbankinn auglýsti styrki til umhverfismála og náttúruverndar í lok árs 2011 og sótti Náttúran um að fá styrk til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og fékk úthlutun.

Endurvinnslukorts-appið fór í dreifingu ári síðar og sýnir móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræðir almenning um endurvinnslumál almennt.

Haustið 2015 fékk Náttúran.is styrk ...

María og Pétur hakka lifur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Að taka slátur er búbót mikil og þó að umstangið sé talsvert fæst mikill matur og hollur fyrir lítið fé.

Þar sem að ég fékk hvorki mömmu mína né mágkonur til að ryfja upp sláturgerð fyrri tíma með mér, svo ég fái nú lært þennan þjóðlega matartilbúning, var ég næstum búin að gefa upp vonina en var loks svo heppin ...

María Pétursdóttir hellir blóðinu í balann. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér er uppskrift af blóðmör sem á að duga fyrir 5 slátur eða 25 keppi en dugði reyndar aðeins fyrir 15 keppi, en það má kannski hafa þá minni.

 • 2 l. blóð
 • 1/2 l. vatn
 • 2 matsk. salt
 • 1 tsk. pipar
 • 1 tsk. blóðberg
 • 3 bollar heilhveiti
 • 3 bollar haframjöl
 • 3 bollar rúsínur (má sleppa)
 • 1-1,25 kg mör ...

Mýrdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það fimmta Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum. Endurvinnslukort Mýrdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.h. á vik.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til ...

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 21. október 2015.

Hrafnaþing hefst að jafnaði kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. Það er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð,

Dagskráin til jóla er eftirfarandi:

21. okt. Erling Ólafsson - Smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010

4. nóv. Birgir ...

Merking við innkeyrslu að Vallanesi, heimili Móður Jarðar.Fjöregg MNÍ 2015 var afhent á Matvæladaginn 15.október en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið á Matvæladaginn við hátíðlega athöfn.  Að þessu sinni hlaut Móðir Jörð verðlaunin.

Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af SI frá upphafi, í yfir 20 ár.

Fjölbreytt ...

Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Í dag samanstendur vörulínan af 56 vörutegundum; 20 kryddtegundum, hráefnum í morgunverðinn, þurrkuðum ávöxtum, hnetum, fræjum, grjónum, pasta og öðru meðlæti. Í lífrænu vörulínuna Kaja munu síðan smám saman bætast við fleiri vörutegundir.

Kaja vörurnar fást nú þegar í Lifandi markaði og Bændum í bænum.

Kaja vörunum er ...

Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Guðrún Tryggvadóttir stofnandi Náttúran.is og Wendy Brawer stofnandi Green Map Sysem.Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í Sesseljuhúsi

Laugardaginn 12. september kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts IS - Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Græna kortið er á 5 tungumálum.

Wendy BrawerNýja appið Grænt kort IS - Suður stofnandi Green Map System greenmap.org kemur til landsins að því tilefni og heldur ...

Merkið Vistvæn landbúnaðarafurðLandbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni.

Í kjölfar umræðu sem átti sér stað í júní 2014 setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. Í frétt í Fréttablaðinu þ. 28. ágúst sl. tjáði ráðherra sig um ...

Soil Association stendur fyrir lífrænum september nú í ár undir kjörorðinu elskaðu Jörðina - elskaðu lífrænt. Þó að herferðin sé bresk er engin ástæða til að taka ekki þátt því öllum erum við á sömu Jörðinni og höfum sömu hagsmuni þ.e. að viðhalda og auka frjósemi Jarðar og styðja við heilbrigða matvælaframleiðslu í heiminum, með buddunni.

Lífræna vottunarkerfi Vottunarstofunnar Túns ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Auk grænmetissölu og veitinga verður börnum boðið að fara á hestbak einnig verða stuttar kynningar:

 • Kl. 14:30  Í Mikjálsbæ: Kynning á búsetu og starfsemi Skaftholts.
 • Kl. 15:30  Í Fjósinu:  Kynning á lífefldum landbúnaði.
 • Kl. 16:30  Í Gróðurhúsum ...

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný ...

Kúrbíturinn þ. 30. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sami kúrbítur 20 dögum seinna, þ. 20. júlí. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbíturinn vegur 1,62 kg. uppskorinn þ. 20. júlí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbítum eða Succini [Cucurbita pepo pepo] sáði ég til þann 19. apríl 2015. Ég gróðursetti tvær kúrbítsjurtir í óupphituðu plastgróðurhúsi af einföldustu gerði þ. 8. júní.

Þann 30. júní er jurtin orðin stór og myndarleg og einn fallegur kúrbítur kemst á legg en fjöldi blóma blómstraði þó.

Kannski hefði ég átt að pota í blómin og frjóðva þau en það ...

Hnapparnir þrír, Endurvinnslukort sveitarfélags, Endurvinnslukort Ísland og Spurt og svarað samskiptakerfið.

Nú er spurt og svarað samskiptakerfið tilbúið og komið inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Notendur geta skráð sig inn með auðkenni frá samskiptamiðlum.

Spjallkerfið virkar þannig að hægt er að varpa fram spurningum um tiltekið efni og fá svör við þeim.
Svörin geta verið frá öðrum notendum, umhverfisfulltrúum sveitarfélaga eða starfsfólki Náttúrunnar.

Með söfnun spurninga og svara verður tli viskubrunnur þar ...

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

 • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri ...

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Paulo Bessa er vistræktari af lífi og sál en hann hefur skrifað greinar og gefið góð ráð um jurtir og annað áhugavert efni hér á vef Náttúrunnar. Greinar hans birtast á Vistræktarsíðunni.

Hér að neðan kynnir Paulo sig stuttlega sjálfur:

Ég fæddist í Portúgal árið 1981 og hef frá barnæsku haft ástríðu fyrir náttúrunni, skoðað stjörnurnar með stjörnukíki og ræktað ...

Í Lystigarðinum á Blóm í bæ 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ haldin í sjötta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar ...

Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar ...

Ein af þeim Jónsmessujurtum* sem Árni Björnsson nefnir í bók sinni Sögu daganna er brönugras [Dactylorhiza maculata]: „Loks er brönugrasið, sem á að taka með fjöru sjávar. Haldið var, að það vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ósamlyndi hjóna, ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, friggjargras, graðrót og vinagras. Það skal hafa ...

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má ...

Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm ...

Sívökvun í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ribena flöskur henta vel til sívökvunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tómatplöntur þurfa mikla vökvun. Það getur tekið stuttan tíma fyrir tómatplöntur að þorna upp ef ekki er hægt að vökva þær daglega eða annan hvorn dag.

Ein leið til að halda nægjanlegum raka í moldinni er að fylla plastflösku af vatni, gera lítið gat (nokkra millimetra) á tappann, loka flöskunni og stinga henni svo í moldina.

Flöskur með löngum stút ...

Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að ...

Mandarínukassar sem jarðarberjapottar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mandarínukassar frá liðnum jólum geta verið ágætis ræktunarílát fyrir jarðarber eða annað sem þarf að koma fyrir í hillum í gróðurhúsi. Nema auðvitað rótargrænmeti.

Í mínu heimatilbúna plastgróðurhúsi reyni ég það allavega. Ég fóðraði kassana fyrst með plasti en klippti smá göt á það í hornum svo vatn geti runnið af þeim.

Hitt ráðið hefði verið að nota venjulega potta ...

Rabarbari er ein flottasta matjurt sem til er. Rabarbarinn er í raun okkar besti ávöxtur. Þetta staðhæfi ég því rabarbarinn er ekki bara stór og mikill heldur er hann sterkbyggður og gefur uppskeru tvisvar sinnum á ári, vor og haust. Duglegir hnausar eru farnir að gefa vel af sér og uppskera má langt fram í júní eða þangað til hann ...

Blómaskoðun í Flóanum á degi hinna villtu blóma. Ljósm. Einar Bergmundur.Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Á myndinni eru tiltekin 17 atriði eða gildi sem unnin eru út frá teikningu Colleen Stevenson „The living principles and living of principles“ en fært í stíl Náttúrunnar af Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsóttur.

Margt hefur verið skrifað um vistrækt (permaculture) á öðrum málum en lítið á íslensku fyrr en hér á Vistræktarsíðu Náttúrunnar http://natturan.is/vistraekt/. Stundum virka fræðin ansi flókin en samt er það svo að með því lifa með hugmyndafræðinni um skeið verður hún einfaldari og virkar svo sjálfsögð og byggð á skynsemi og náungakærleik. Einmitt það sem að við ...

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Fjöldi ...

Mold og jarðarberjaplöntur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á örfyrirlestri sem haldinn verður í Kaffi Loka, Lokastíg 28 101 Reykjavík þ. 10. júní frá kl. 12:00 -13:00 verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og menning.

 • „Var þeim sama um moldina“? - Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum.
  Egill Erlendsson lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
 • Ræktað land á ...

Grænkál. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Grænkál á rætur sínar, í bókstaflegri merkingu, að rekja til Tyrklands. Yngri afbrigði grænkálsins eru sætari en þau eldri voru en hafa samt viðhaldið svipuðu næringargildi en grænkál er mjög ríkt af K, A og C vítamínum auk fjölda annarra vítamína og steinefna (sjá nánar á whfoods.com).
Grænkál elskar að deila beði með rauðbeðum, hvítkáli, selleríi, gúrkum (ef ræktað ...

Fuglahræða í garðinum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samkvæmt kenningum sambýlisræktunar þá líður gulrótum vel með laufsalati, lauk, steinselju og radísum. Ég setti því gulrætur, lauk, blaðsalat og radísur saman í beð í eldhúsgarðinn minn í dag.

Gulrótarfræjunum sáði ég beint í garðinn en laukurinn var forræktaður. Það var því ekki hægt að leggja neitt yfir nýsáð fræin án þess að kremja lauklaufin. Til að bægja frá fuglum ...

Baunir, tómatar og graslaukur saman í beði í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samrækt er hugtak sem t.a.m. er notað yfir samrækt jurta og fiska en getur einnig tekið til þess hvaða jurtir hjálpa hvorri annarri, hverjar passi vel saman af ýmsum ástæðum. Hugtakið companion planting mætti einnig þýða sem sambýlisræktun. Við getum notað það til að aðgreina það frá plöntu- og fiskeldinu.

Það er út af fyrir sig merkilegt hve ...

Náttúran.is var að gefa út smákort í snjallsímastærð til kynningar á appi og vefútgáfum Endurvinnslukortsins.

 

Á Endurvinnslukortinu er að finna alhliða fræðslu um allt sem snýr að endurvinnslu og móttökustöðum fyrir endurvinnanlegt sorp á Íslandi.

Náðu þér í Endurvinnslukortsappið fyrir iOS, ókeypis!

Skoðaðu Endurvinnslukortið á Náttúran.is.

 

Einn veggur sýningarinnar Sjálfbæra heimilið í Sesseljuhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi laugardaginn 6. júní kl. 14:00 en sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima á 85 ára afmælisári.

Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var ...

Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...

Glæra Páls Líndals þar sem vitnað er orð Páls Skúlasonar heitins.

Í dag héldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands málþing um miðhálendið í Laugardalshöllinni. Málþingið var gríðarvel sótt, húsfyllir var en um 80-90 manns sátu fundinn sem stóð frá kl. 10:30 til kl. 16:00.

Sjá nánar um dagskrána í frétt og viðburði um málþingið hér.

Á málþinginu um miðhálendið í Laugardalshöll.Fyrirlesarar fræddu um hinar ýmsu hliðar er varða hálendið og ástæðuna fyrir verndunar þess til ...

Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic ehf tekur við vottunarskjalinu úr hendi Rannveigar Guðleifsdóttur frá Vottunarstofunni Túni.Fyrirtækið Kaja orgainc ehf. hefur fengið  vottunina „Vottað lífrænt“ frá Vottunarstofunni Túni fyrir pökkun á lífrænum vörum.

Kaja organic getur nú pakkað um 50 tegundum af lífrænt vottuðum vörum í minni einingar sem lífrænt vottaðri matvöru.

Kaja orgainc ehf. er því komið á Lífræna kortið í flokknum Vottað lífrænt.

Náttúran óskar Karenu Jónsdóttur eiganda Kaja organic til hamingju með vottunina ...

 • Blómkál
 • Fennel
 • Hvítkál
 • Oregano
 • Kóríander
 • Sítrónumelissa
 • Hjartafró
 • Brokkólí
 • Steinselja
 • Toppkál

Forræktun tekur um 6 til 7 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu apríl-maí eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Sáð til kamillu, ljósmyndari: Guðrún Tryggvadóttir.

Tómatplöntur þurfa að hafa stöðugar vatnsbirgðir upp á að hlaupa. Þegar tómatplöntur eru ræktaðar í pottum í gluggum þarf undirskálin alltaf að vera hálffull af vatni. Með því að hafa steina eða vikur í botni pottsins er tómatplantan með stöðugan aðgang að vatni án þess að beinlínis liggja ofan í því.

Við vökvun tómatplantna sem ræktaðar eru útivið eða í ...

Athyglisverð tilraun er í gangi á nokkrum stöðum í heiminum þ.á.m. í Järna í Svíþjóð, Berlín og Dornach í Sviss.

Tilraunin gengur út á það að reyna að rækta á 2000 m2 allt sem ein manneskja þarf af matvælum á heilu ári.
Því sé ræktunarlandi jarðarinnar deilt niður á mannfjöldann, þá koma 2000 m2 á hvern jarðarbúa.

Með ...

Góð ráð frá sérfróðum um hvernig hægt er að skapa sjálfbæra matarframleiðslu, ásamt ráðleggingum um skiptirækt, búfjárrækt og beitarstjórn. 1-ekru (ein ekra eru 0,4 hektarar) landspildunni þinni má skipta í land fyrir búfé og garð fyrir ávaxta- og grænmetisrækt, auk einhvers korns og trjálundar. Myndskreyting: Dorling Kindersley.Allir geta haft sína skoðun á því hvernig best sé að reka sjálfbært smábú, og það er ólíklegt að tvö 1-ekru bú hafi sama skipulag eða fylgi sömu aðferðum né væru algerlega sammála um hvernig best sé að reka slíkt bú.

Sumir myndu vilja halda kýr; aðrir eru hræddir við þær. Sumir vilja hafa geitur; aðrir gætu ekki haft tök ...

Við Borgartún. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Föstudaginn 8. mai verður haldinn opinn fundur borgarstjóra norrænu höfuðborganna í Norræna húsinu þar sem borgarstjórar, almenningur og fjölmiðlar fá tækifæri til að fjalla um viðbrögð og aðlögun höfuðborganna að loftslagsbreytingum.

Dagskráin fer fram á ensku.

Fundarstjóri er Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari.

Í Kerlingarfjöllum. Hjólspor eftir utanvegaakstur sýnileg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir málþingi um miðhálendið.

Miðhálendi landsins hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Sú umræða hefur meðal annars átt sér stað í tengslum við hinar ýmsu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og hvernig þær myndu hafa neikvæð ...

Göngufólk í Krísuvík. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, kalla félagsmenn til aðalfundar klukkan 20:00 miðvikudaginn 29. apríl 2015 í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

 • Setning aðalfundar.
 • Kjör  fundarstjóra og annara embættismanna.
 • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
 • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
 • Kjör stjórnar.
 • Kjör skoðunarmanns.
 • Ályktanir aðalfundar.
 • Önnur mál.

Nýir félagar geta skráð sig til leiks á fundinum. Fjölmennum!

Í dag, á Degi umhverfisins 2015 fagnar Náttúran.is átta ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl árið 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir umhverfisvef sem hafði þá þegar verið að ...

Dalabyggð gekk nýlega frá samkomulagi við Náttúran.is um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið. Endurvinnslukort Dalabyggðar er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu dalir.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að ...

earthday.org

Í dag þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um ...

Taupokinn sem Djúpavogsbúar fá á sumardaginn fyrsta, báðar hliðar.Í ljósi þeirrar stefnu Djúpavogshrepps að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndun í samfélaginu, verður öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús innan Djúpavogs miðvikudaginn nk., en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Hægt verður að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Pokinn er mun sterkari ...

Kuðungurinn féll í skaut Kaffitárs á síðasta ári. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dagur umhverfisins á Íslandi á sér ekki ýkja langa sögu. Tilurð hans var með þeim hætti að þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einn dag ár hvert og var dagsetningin ákveðin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi ...

Bungubeð (Hügelbett á þýsku) er tegund af gróðurbeðum sem virka eins og vítamínsprauta í matjurtarækt.

Gerð bungubeða var kennd á vistræktarhönnunarnámskeiði í Alviðru í síðustu viku (Permaculture Design Certificate Course) sem Jan Martin Bang frá Norsk Permaculture Association og Nordic Permaculture Institute kenndi ásamt Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.

Námskeiðið var skipulagt af þeim Örnu Mathiesen arkitekt starfandi ...

Ljósmynd: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is handsala samninginn um Endurvinnslukortið undir vökulum augum Ara Eggertssonar umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar. Ljósm. Einar Bergmundur.Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi. Endurvinnslukort Hveragerðis er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu hveragerdi.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um ...

Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.

Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn ...

Inngangur Kjöts og fisks. Ljósm. af facebooksíðu verslunarinnar.Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsin þ. 7. apríl var fjallað um matarsóun í verslunum og þá nýlundu verslunarinnar Kjöts of fisks við Bergstaðastræti að gefa mat sem annars væri hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær.

Verslunarstjóri Kjöts og fisks ...

Líf í Alviðru. Ljósm. עותקÞann 1. apríl flutti Náttúran.is og aðstandendur sig um set, í beinni loftlínu austar í Ölfusið, þ.e. frá Breiðahvammi við Hveragerði, í Alviðru sem liggur vestan við Sog gegnt Þrastalundi í Grímsnesi.

Árið 1973 gáfu Margrét Árnadóttir og Magnús Jóhannesson Landvernd og Árnessýslu jörðina Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi. Jarðirnar liggja sín hvoru megin við ...

Mjólkin hituð í potti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sparnaður er töfraorðið á mínu heimili og hefur verið um langa hríð. Hvort sem er til að spara í peninga eða minnka aðra sóun. Ég þarf alltaf að vera að láta mér detta eitthvað í hug til að hafa nóg að bíta og brenna nú á síðustu og verstu tímum dýrtíðar og allavega.

Stundum föllum við í þá gryfju að ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Skoða Húsið og umhverfið.

Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga í Húsinu og umhverfinu á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Í Húsinu ...

Í byrjun marsmánaðar árið 2013 var umsókn Djúpavogshrepps um inngöngu í Cittaslow-hreyfinguna samþykkt. Aðild sveitarfélagsins að hreyfingunni var í burðarliðnum um nokkuð langt skeið en líta má á hana sem rökrétt framhald þeirrar stefnu sem rekin hefur verið í sveitarfélaginu um árabil.

Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er að finna mjög metnaðarfulla stefnu um verndun náttúru og menningarminja. Lögð er ...

Breiðdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það þriðja Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum og annað á Austfjörðum. Endurvinnslukort Breiðdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.v. á breiddalur.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau ...

Verð á plast-sáðbökkum í garðyrkjuverslunum hér á landi eru oft óheyrilega há. Sáðbakkar eru þó hvorki verkfræðileg afrek né dýrir í framleiðslu. Reynum því að hugsa aðeins út fyrir boxið, í orðsins fyllstu merkingu.

Á flestum heimilum safnast upp mikið af plastumbúðum sem eru mjög heppilegar sem sáðbakkar. Plastbökkum utan af matvörum s.s. utan af salati, kjöthakki, grillkjúkling ...

Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps handsala fyrsta Endurvinnslukortssamninginn í lok janúar 2015.Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef- og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til ...

Á Endurvinnslukortinu eru upplýsingar um allt sem viðkemur sorphirðu og endurvinnslu í sveitarfélaginu.

Hér finnur þú skilgreiningar á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins með sorphirðudagatali sem tengist heimilisfangi þínu, sem þú virkjar með því að slá heimilisfangið þitt í leitarreitinn, leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttar veðurviðvaranir á leiðum, áskrift að iCal og Google dagatölum, spurt og svarað samskiptakerfi og tengingu ...

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað nýtt Endurvinnslukort. Svona virkar kortið:

Þjónusta:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast ...

Danir eru klárir í að upplýsa neytendur á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Nú eru t.d auglýsingaherferð í gangi á DR1 og á vefnum tjekdatoen.dk um hvernig skilja á dagsetningar á matvælapakkningum. Eitthvað sem að við getum tekið okkur til fyrirmyndir.

Munurinn á Síðasta söludegi og Best fyrir er nefnilega ekki almennt rétt skilinn.

Þetta er hluti herferðarinnar gegn ...

Urðun. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 30. janúar sl. sendi Umhverfisstofnun bréf til Borgarbyggðar þar sem þess er krafist að urðun við Bjarnhóla í Borgarbyggð verði hætt.

Umhverfisstofnun vill leggja dagsektir sem nema 25 þús. kr. á dag.

Forsvarsmenn Borgarbyggðar eru ósammála túlkun Umhverfisstofnunar því búið sé breyta aðal- og deiliskipulag og stór hluti umrædds svæðis séu gömlu öskuhaugarnir í Borgarnesi.

  

  

  

Þrátt fyrir að það hljómi eins og síendurtekin tugga, þá eru tölurnar yfir matarsóun í bandaríkjunum ógnvænlegar. Bandarískir neytendur sóa 40% af matnum sem þeir kaupa. Á hverju ári hendir bandaríska þjóðin 161 milljarða dollara virði af matvælum í ruslið.

En hvernig lítur þessi gríðarlega sóun matvæla út? Hvað er hér um að ræða, tugþúsundir af útrunnum jógúrtdollum, hundruðir tonna ...

Vindmillurnar í Þykkvabæ. Ljósm. Einar Bergmundur.Í Fréttablaðinu í dag er í forsíðufrétt fjallað um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skuli fjalla um vindorkuver, og aðra óhefðbundna orkukosti, þvert á álit Orkustofnunar. Innan við 30 virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni verða teknir til skoðunar.

Þar segir:

Þvert á það sem haldið hefur verið fram falla vindorkuver, og aðrir óhefðbundnir orkukostir undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Það ...

Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 ...

Grenndargámar höfuðborgarsvæðisins skoðað á Endurvinnslukorts appinu.Á undanförnum mánuðum hefur Náttúrans.is ferðast um landið og kynnt forsvarsmönnum sveitarfélaga Endurvinnslukortið og app útgáfu Endurvinnslukortsins með nýrri þjónustu sérstaklega fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og ferðamenn, innlenda og erlenda.

Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri Náttúrunnar sagði frá þessu í viðtali við Leif Hauksson í Samfélaginu þ. 20. janúar sl. http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid/20012015. Viðtalið byrjar á 34 ...

Fair trade merkiUmræðan um siðgæði í viðskiptum skýtur upp kollinum með reglulegu millibili en þess á milli er ekki mikil umræða um málið og „hagsmunir og kröfur neytenda“ um lágt vöruverð verða samkennd og sanngirnisvitund yfirsterkari. Til að varpa ljósi á það hvað sanngirnisvottanir eru og hver að slíkum vottunum stendur hefur Náttúran tekið saman eftirfarandi efni:

Sanngirnisvottun beinir sjónum að mannréttindum ...

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir ...

Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.

Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Ná í Húsið fyrir iOS.

Ná í Húsið fyrir Android

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting ...

Náttúran.is hefur nú þróað nýtt E aukefnatól í handhægt form sem hægt er að skoða hér á vefnum en einnig á farsímum og spjaldtölvum í búðinni (e.natturan.is). 

Þar er hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

 1. Grænt ...

International Civil Aviation Organization (ICAO) hefur þróað aðferðafræði til að mæla losun kolefnis frá flugi og gera almenningi þannig auðvelt um vik að reikna út losunina sem flugferðir valda, með Carbon Emission Calculator (kolefnislosunarreiknivél). ICAO hefur gefið reiknivélina út í appi fyrir iOS og er það ókeypis.

Sjá nánar um aðferðafræðina sem notuð er við útreikningana hér.

Fyrirtæki sækja í ...

Viðburðadagal Náttúran.is gefur yfirlit yfir viðburði sem geta af ýmsum ástæðum verið áhugaverðir fyrir náttúruunnendur. Hér sérð þú fundi, ráðstefnur, sýningaropnanir og merkisdaga af ýmsum toga. Með smell á viðburð á dagatalinu birtist fréttin og staðsetning á korti, séu þær upplýsingar fyrir hendi. Viðburðardagatal mánaðarins birtist líka t.h. á forsíðunni.

Sendið okkur tilkynningar um viðburði með mynd og ...

Drykkir með eða án goss sem innihalda blöndu sykurs, sætuefna, litarefna, bragðefna og eru ekki úr hreinum ávaxtasafa eða kolsýrðu vatni.

Í mörgum drykkjum er sykur eða sætuefni þótt gefið sé til kynna að drykkurinn sé nánast hreint vatn.

Eins er með ýmsa ávaxtasafa, þeir eru sykurbættir og með rotvarnar- og bragðefnum þótt hreinleiki sé gefinn til kynna á umbúðum ...

Táknmynd fyrir jólaskraut á Endurvinnslukortinu. Grafík Guðrún A. Tryggvadóttir.Oft fylgja ljúfar minningar jólaskrauti fjölskyldunnar og því ekki óráðlegt að geyma það fallegasta þar til börnin fara að búa. Jólaskraut í góðu ástandi má setja í Góða hirðis gáma á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nytjagáma víða um land. Ónýtt jólaskraut er oftast nær óendurvinnanlegt en skynsamlegt er að flokka það til endurvinnslu sem flokkanlegt er.

Upplýsingar af Endurvinnslukortinu (Flokkar/Heimilið ...

Drive-In aðstaðan í Safnstöð Djúpavogs.Djúpavogshreppur sker sig nokkuð úr öðrum sveitarfélögum á mörgum sviðum umhverfismála. Ekki aðeins er Djúpivogur CittaSlow bæjarfélag með skýra umhverfisstefnu heldur fer sorphirða- og flokkun einnig fram með mjög áhugaverðum hætti á Djúpavogi þar sem sveitarfélagið vill byggja upp með hvatakerfi, meðal annars umbuna þeim sérstaklega sem flokka samviskusamlega og skila.

Íbúum í Djúpivogi býðst að fá til sín tunnu ...

Fyrir áramótin 2007 skoraði Náttúran.is á söluaðila flugelda á landinu öllu að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn björgunarsveitanna tóku ...

Flugeldar á gamlárskvöld. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í Danmörku kom í ljós að hluti þeirra innihaldi þrávirka efnið hexaklórbensen sem hefur um langt skeið verið bannað vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem það hefur á umhverfið og heilsu manna. Hér á landi hefur hexaklórbensen mælst í andrúmsloftinu um ármót í margfalt hærri styrk en eðlilegt þykir og og er skýringuna ...

Um jól og áramót safnast að jafnaði mikið upp af rusli á heimilum landsins. Mikið af því má þó endurvinna, þó ekki allt. T.a.m. flokkast jólapappír með glimmeri og málmögnum ekki undir venjulegt pappírsrusl og verður að flokka sem óendurvinnanlegt sorp. Sjá meira um jólagjafir og umbúðirnar.

Í flestum stærri bæjarfélögum eru jólatrén sótt á ákveðna söfnunarstaði eftir ...

Það kemur að þessu árlega.
Jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert? Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóran svartan plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún er ...

Stjörnutáknið er elsta tákn mannsins og var notað löngu fyrir ritmál. Stjarnan var notuð sem vörn gegn illum öndum og er tákn öryggis og innri hamingju. Í kristinni trú er stjarnan tákn boðunar og komu frelsarans og vísar okkur veginn að ljósinu.

Grafík: Stjarna, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Sá gamli íslenski siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er upprunninn á Vestfjörðum. Á Suðurlandi var ekki alltaf kæsta  skötu að fá og var því horaðasti harðfiskurinn oft soðinn og snæddur á Þorláksmessu. Á Þorláksmessu mætti fnykurinn / lyktin af kæstri skötunni hangikjötsilminum, og jók þannig  á tilhlökkunina eftir hangiketinu.

Grafík: Skata, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.

Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.

Fæðing ...

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn hinnar hátíðlegu stundar og innsiglar leyndarmálið sem afhjúpast ekki fyrr en slaufan er leyst.

Grafík: Borðar og slaufur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Rauður er fyrsti frumliturinn, sá sem hefur hæstu tíðnina og er sá litur sem mannsaugað nemur sterkast. Rauður stendur fyrir líkamann, Jörðina og undirheima sjálfa í fornum trúarbrögðum. Rauður tengist ferhyrningsforminu og er litur hlýju, ástar og kraftsins.

Grafík: Rauður litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku. Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Gildi Jesúbarnsins er vitaskuld fæðing frelsarans; gjöf guðs til okkar. Ekki má gleyma að mennsk börn eru gjöf hans til okkar allra. Þau taka við Jörðinni og í þeim býr sakleysi, von og trú. Flest jólatáknin tengjast einnig frjósemislofgjörð og endurspegla gleði okkar yfir endurnýjun lífsins.

Grafík: Jesúbarnið í jötunni, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Sagan um jólaköttinn hefur ekki mikið vægi á nútímajólum en var áður fyrr notuð til að hvetja fólk til að fá sér nýja flík fyrir jólin. Að öðrum kosti átti jólakötturinn að éta menn. Enn eimir þó eftir af því að okkur finnst nauðsynlegt að fá nýja flík fyrir jólin. Það eru svo mörg leyndarmálin um jólin að óþarfi er ...

Jólin hjálpa okkur í gegnum veturinn og minna okkur á að lífið vaknar aftur eftir langan vetur.
Snjórinn, sem er tákn vetrarins, kaldasta tíma ársins, er í raun lífgjafinn því án vatnsins væri ekkert líf á Jörðinni. Snjórinn og jólin eru tengd órofa böndum í hugum okkar. Jafnvel í heitum löndum er jólasnjór svo sterkur hluti af jólatilfinningunni að búin ...

Árlega standa skógræktarfélögin á landinu fyrir jólatréssölu til styrktar starfsemi sinni. Það er ekki aðeins gaman að velja sér sítt eigið jólatré úr skóginum heldur er það umhverfisvænt því skóginn þarf að grysja og með því að kaupa innlent tré þarf ekki að eyða gjaldeyri og olíu til að koma tré til landins frá öðrum löndum.. Nánar um jólatréð og ...

Jólamarkaðurinn vinsæli við Elliðavatn opnaði laugardaginn 29. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11-16. Mikið úrval af íslensku handverki og hönnun.

Dagskráin hefst við hátíðlega athöfn þar sem Skólakór Norðlingaskóla ætlar að gleðja markaðsfólk og gesti með söng sínum kl.11:30 á hlaðinu og jólaljósin á trénu verða tendruð, en tréð í ár er ...

Jólasokkurinn- eða skórinn gegnir því hlutverki að taka við gjöfum jólasveinsins. Gjöf í skóinn er einskonar ósk um fararheill um lífsins veg. Vestan hafs er sokkur hengdur á arininn á jólanótt, en í Evrópu setja börnin skóinn sinn út í glugga, en aðeins eina nótt, aðfaranótt 6. desembers, á messu heilags Nikulásar. Á Íslandi byrja börnin að setja skóinn sinn ...

Græni liturinn er andstæðulitur rauða litsins. Þeir mynda sterka heild saman en eyðileggjast við samruna. Allt frá frumkristni hefur græni liturinn verið tákn æskublóma og frjósemi Jarðarinnar og hann minnir okkur á lífið sjálft. Rauður og grænn saman endurspegla andstæðurnar í náttúrunni.

Grafík: Grænn litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Bjallan (klukkan) er mikilvægt tákn í öllum trúarbrögðum. Henni er ætlað að hjálpa okkur að finna hinn hreina hljóm sálarinnar, samhæfa og færa á æðra stig. Hátíðin hefst þegar klukkum er hringt.

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því ...

Jólagjöfin er tákn umhyggju og ástar og vísar til gjafa krists til mannkyns. Ástvinum okkar gefum við meðvitað eftir því lögmáli að gjöfin viðhaldi ást og vináttu.

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn ...

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því á dularfullan hátt á okkur og minna á stórkostleikann sem umlykur okkur og sem við erum hluti af. Jólakúlan er því eitt mikilvægasta jólatáknað í hugum okkar.

Grafík: Jólakúla, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran ...

Glugginn hefur ákveðna táknræna þýðingu. Hann myndar einskonar skil milli tveggja heima, og tengist jólunum á ýmsa vegu í hugum okkar. Það er útbreyddur siður að skreyta gluggana sína fyrir jólin. Frá 1. til 24. desember opna gluggar víðs vegar um Hveragerðisbæ. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.Jóladagatöl hafa sögulega hefð á Íslandi og víða um heim og eru eitt mikilvægasta „tilhlökkunartækið“ fyrir börnin okkar. Dagatal í formi glugga sem fyrirtæki í Hveragerðisbæ og börn í Grunnskólanum vinna úr ýmsum efnivið ásamt jólabókum um jólatáknin eru „opnaðir“ einn af öðrum fram að jólum en þetta er sjötta árið sem að dagatalinu er komið fyrir í bæjarumhverfinu og ...

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Hjartað er tákn ástar og kærleika og vekur samstundis hlýjar tilfinningar með okkur. Það má segja að hjartað sé það tákn sem nýtur hve mestra vinsælda í nútímanum en sögulega séð er hjartaformið fremur nýtt af nálinni. Kærleikurinn kemst vel til skila í þessu samstæða mjúka formi og á því vel við jólin.

Grafík: Hjarta, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku.

Hann kemur aðeins nokkra daga á ári, gefur, og minnir á að fylgst er með okkur. Jólasveinninn er goðsögn ...

Þeir bera fræ barrtrjánna. Könglarnir sem tréð gefur af sér eru nauðsynlegir fyrir áframhaldandi tilveru stofnsins. Þannig hefur köngullinn án efa ratað inn í undirmeðvitund okkar sem eitt af hinum nauðsynlegu frjósemistáknum jólanna.

Grafík: Könglar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Aðventukransinn skipar stóran sess í undirbúningi jólanna. Hann er hringur og undirstrikar hið óendanlega og er tákn Guðs og eilífðar. Kertin fjögur á kransinum undirstrika tímamælinguna. Orðið aðventa merkir að það líði að jólum.

Grafík: Aðventukrans, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Á málþinginu Ekkert til spillis sem Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið buðu til í Norræna húsinu í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar nú í vikunni var Jesper Ingemann frá fødevareBanken í Kaupmannahöfn einn frummælanda.

Foedvarebanken var stofnaður sem andsvar við samfélagsmeinunum „matarsóun“ og „matarskorti“.

Foedvarebanken hefur verið rekinn af ópólitískum ó-gróða (non-profit) sjálfboðaliðasamtökum ...

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8:45 - 10:15 halda stýrihópur um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og Félag forstöðumanna ríkisstofnanna morgunverðarfund á Grand hóteli um grænan ríkisrekstur.

Dagskrá fundarins:

 1. Græn skref Reykjavíkurborgar - reynsla og árangur: Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg.
 2. Græn skref í ríkisrekstri - nýtt verkfæri, tækifæri til árangurs: Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
 3. Hvað þurfa stofnanir ...

EcocideVistræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir félaga sína (ath. allir geta gerst félagar) þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Síðumúli 1, 108 Reykjavík  (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands)

Dagskrá:

Hvernig er hægt að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum? Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um og útskýrir hugtakið vistmorð (e. ecocide) og hvað sé á döfinni í baráttunni ...

Greinar, þættir og viðtöl um/eftir Náttúruna á öðrum miðlum:

Valdar greinar, gagnrýni og viðtöl (við/um/eftir G.A.T./E.B.A).

2015 05.11. Dagskráin / dfs.is - Endurvinnslukort Mýrdalshrepps komið í loftið
2015 16.09. Fréttablaðið - Grænt app vísar veg um Suðurland
2015 10.09. Dagskráin - Opnunarhátíð Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í ...

Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að ...

Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp ...

Að gera heimilið/húsið vistvænna byggist meira á ákvarðanatöku hvers og eins en nokkru öðru. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara vistvænar leiðir byrjar langt ferli sjálfsmenntunar sem fer mjög eftir því hve áhuginn er mikill og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilgreining á vistvænni byggingu:
Þó að engin ein sannindi og engar patentlausnir séu til sem virka ...

Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar í bakaríinu á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 15. nóvember nk. og hefst vinnustfona kl. 14:00 og stendur fram eftir degi. Pami  kennir að gera vegan- og hrá-vegan eftirrétti, sykurlausa og einfalda í tilbúningi. Smakk á eftir.

Pami ...

Bændasamtök Íslands og VOR - Verndun Og Ræktun - félag framleiðanda í lífrænum búskap halda málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2014, miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi í Heklusal Radisson Blu Hótel Saga, 2. hæð, kl. 13:00 - 17:00.

Dagskrá:

13:00 Stjórnsýslan; lög og reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu, þar með um vottunarkerfið. Samskiptin við ...

Ríkisstjórn Hollands hefur bannað sölu á Roundup, illgresiseyði framleiddum af Monsanto.

Löng barátta fyrir dómstólum liggur þar að baki og hvetur ríkisstjórn Hollands nú önnur ríki til að feta í fótspor sín til verndar jarðvegi og heilsu fólks til framtíðar.

Óháðar vísindalegar rannsóknir liggja banninu til grundvallar.

Sjá nánar á action.sumofos.org.

Sápusmiðjan ehf. hefur fengið lífræna vottun á fjórar gerðir að sápum:

Þær eru:

 • Hrein lífræn sápa ( Lyktarlaus )
 • Hrein lífræn sápa með jómfrúarkókosolíu ( Náttúrulegur kókos-ilmur )
 • Lífræn sápa með Mintu og Poppy seed ( Eucalyptus ilmkjarnaolía )
 • Lífræn sápa með Lavender ( Ensk Lavender ilmkjarnaolía )

Lífrænar náttúrulegar sápur innihalda ekki efni eins og SLS, hreinsiefni, alkahól, parabena, sorbata, silikón, súlföt eða rotvarnarefni.

Sjá alla þá ...

Börn í Waldorfskólanum Lækjarbotnum að búa til þæft grænmeti og ávexti fyrir jólabasarinn.Hinn árlegi Jólabasar Waldorfleikskólans Yls og Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 15. nóvember milli kl.12:00 og 17:00.

Margir fallegir hlutir verða í boði í umhverfi og stemmningu sem hverjum og einum er hollt að upplifa; m.a. brúðuleikhús, barnakaffihús, „Waldorfsseríur", jurta apótek, handunnar jólagjafir úr náttúruefnum, kaffi og kökur, Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni

Járnsmiðjan ...

Matarmarkaður Búrsins / haust & jólamarkaðurFull Harpa matar!

Búrið ljúfmetisverslun í samstarfi við u.þ.b. sextínu bændur og smáframleiðendur á landinu fylla Hörpu af gómsætum, gómsúrum og gómgleðjandi matarhandverki helgina 15. til 16. nóvember.

Hlökkum til að sjá þig!

Hér á Grænum síðum Náttúrunnar sérð þú alla þá sem tókum þátt í síðasta matarmarkaði Búrsins helgina 30.-31. ágúst sl.

Merki burðarplastpokalausa sveitarfélagsins Stykkishólms.Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkveldi var fjallað um árangur íbúa Stykkishólmsbæjar við að hætta notkun burðarplastpoka, sem gengur gríðarlega vel og skal þeim hér með óskað til hamingju með árangurinn. Að hætta notkun burðarplastpoka er vissulega mikilvægt skref og Stykkishólmur getur nú státað af því að geta verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga á þessu sviði, héðan í frá.

Næsta skref verður ...

Solla með nýtt skilti fyrir Gló í Fákafeni.Gló markaður og veitingastaður með meiru opnaði nýjan stað sl. föstudag, í Fákafeni, þar sem Lifandi markaður var áður til húsa.

Nýja Gló hefur að sögn Sólveigu Eiríksdóttur, Sollu, stærsta úrval af lífrænu grænmeit á landinu og býður upp á nýjungar af ýmsu tagi s.s. Tonik bar og Skálina sem er hollur og lífrænn skyndibitastaður þar sem hægt erð ...

Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Áhöld eru um fjölda fólks sem mætti á Austurvöll í gær. Lögreglan telur að rúmlega 4 þúsund hafi mætt en aðrir nefna 6-7 þúsund manns.

Hvort heldur er rétt þá var vel mætt og greinilegt að mikil óánægja er í þjóðfélaginu, af fjölbreyttum ástæðum.

Endurteknir mánudagsfundir voru nefndir sem næstu skref og þá er að sjá hvort að landsmenn séu ...

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd níumenninganna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Bubbi Mortens stóð fyrir tónleikunum og flutt tvö lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Prins Póló flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.KK flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Uni Stefson flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Salka Sól og Abama dama fluttu nokkur lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar leiðir fjöldasöng í lok tónleikanna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér á eftir fer ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíói þ. 29. október sl. en tónleikarnir voru skipulagðir af Bubba Mortens til styrktar níumenningunum í Hraunavinum er handteknir voru sl. haust og dæmdir í fjársektir í Hæstarétti fyrir að verja Gálgahraun friðsamlega:

Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki
himinninn fúablaut fjöl
með fáeina kvisti að stjörnum.

Þannig ...

Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjölmenni var á boðuðum samstöðufundi um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi, í Gálgahrauni í dag en í dag er eitt ár síðan að hópi náttúruverndara sem mótmæltu vegagerð friðasamlega voru handteknir af 60 manna lögregluliði og tuttugu þeirra handteknir og færðir brott sem ótíndir glæpamenn.Skilti sem náttúruverndafélögin reistu til fróðleiks um vegagerðina í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undirskriftarlisti til stuðnings níumenningunum var hengdur upp undir nýsteyptri brú í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ljósmyndasýning undir brúnni, frá viðburðinum þ. 21. október 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn en Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau ...

Bókin Scarcity in Excess.Bókin „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, bókartitill á frummálinu: Scarcity in Excess – “The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland“ verður kynnt í Mengi, Óðinsgötu 2 með viðtali við aðalritstjóra bókarinnar.

Húsið opnar klukkan 5 og það verður hægt að fjárfesta í bókinni á sérstöku kynningarverði.

Bók um hrunið og hið byggða umhverfi á ...

Gluggi í Laufási, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tillögur nefndar um eflingu græna hagkerfisins, voru eins og margir muna eftir, samþykktar einróma, af öllum flokkum, með fullu húsi atkvæða á Alþingi. Sem er sögulegt í sjálfu sér.

Það varð þó ekki til þess að fyrstu fjármununum (205 m.kr.) sem eyrnarmerktir höfðu verið verkefninu yrði varið í samræmi við tillögur nefndar um græna hagkerfið heldur tók ferlið óvænta ...

Ekið yfir Markarfljót, ljósm. Árni Tryggvason.Viðar Jökul Björnsson, umhverfis- og auðlindafræðings segir stefnu vanta á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna en Viðar Jökull fjallaði einmitt um þetta í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði þar sem hann mat kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011.

Víðir bendir á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og ...

Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum fennelblómsin, svarta kúmeninu, til framleiðslu ofnæmislyfs gegn fæðuofnæmi.

Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- ...

Vakin hefur verið athygli á því að umfjöllunin og umræðan um notkun erfðabreytts fóðurs í íslenskum landbúnaði er að skila sér.

Margir hafa þegar stigið þetta skref og hætt að nota erfðabreytt fóður og bætt um betur og útbúið sérstakt merki því til stuðnings.

En segir það alla söguna um aðbúnað dýra og gæði til neytenda að hænurnar séu ekki ...

Forsíða bókarinna Náttúrupælingar eftir Pál SkúlasonÁ síðustu áratugum hefur Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, unnið brautryðjandastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem hér birtast veitir hann nýja sýn á samband manns og náttúru og skýrir á frumlegan hátt hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Hann íhugar þýðingu þess ...

Sveitamarkaður og fjölskyldudagur verður í Fákasel í Ölfusi sunnudaginn, 5.október, milli kl. 12:00 og 16:00.

Íslenskur matur beint frá býli og einstakt íslenskt handverk til sölu. Ýmisleg skemmtun fyrir fjölskylduna, þrautir, leikir og Sirkus Íslands mætir á svæðið. Brunch á veitingastaðnum okkar og fullt fallegt fyrir augað hjá Kronkron Fákaseli. Hlökkum til að sjá ykkur!

Sjá viðburðinn ...

Ríkisstjóri Kaliforníu tilkynnti sl. föstudag um að plastpokar yrðu bannaðir í ríkinu.

Kalifornía verður þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að innleiða slíkt bann en nú þegar hafa plastpokar verið bannaðir í meira en hundrað borgum, þ.á.m. San Fransisco og Los Angeles.

Í Maui County á Hawai er matarverslunum bannað að pakka innkaupavörum í plastpoka, að sjálfsögðu í ...

Reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs (reglugerðar nr. 1038/2010) tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012 og því er skilt að merkja hvort matvara og fóður innihaldi erfðabreytt efni og því á neytandinn nú val um hvort að hann sniðgangi erfðabreyttan kost eða ekki.

Í Bandaríkjunum er enn sem komið er ekki skilt ...

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa ...

Í ágúst 2014 hóf göngu sína nýr þáttur í Grænvarpi Náttúran.is. Það er þátturinn „Með náttúrunni“ í umsjón Steinunnar Harðardóttur sem margir þekkja fyrir þáttinn „Út um græna grundu“ sem hún stýrði á laugardagsmorgnum á Rás 1 til fjölda ára.  

Steinunn tók upp þráðinn hérna á vefnum og sá um viðtalsþætti undir yfirsögninni „Með náttúrunni“.

Í hverjum mánuði var ...

Kæru meðþátttakendur í Sumarmatarmarkaði Búrsins 2014.

Skilaboð (textaauglýsingi) neðst á Náttúran.is með tengli inn á alla þátttakendur.Um rúmlega 7 ára skeið höfum við hjá Náttúran.is lagt okkur fram við að halda utan um alla þá sem eru að sinna vistvænni nýsköpun og matvælaframleiðslu í landinu. Upplýsingarnar birtum við á Grænu síðunum og Græna kortinu.

Til þess að þeir fjölmörgu gestir sem sóttu Sumarmatarmarkaðinn geti fundið ykkur aftur höfum við ...

Húsið, smellt á eldhúsið á inngangsmyndNáttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið ...

Nýtíndir baunabelgir í poka.Vorið 2012 ákvað ég að reyna við baunarækt, jafnvel þó að það hafi ekki gengið nógu vel árið áður. Ástæðan þá var sennilega sú að ég útbjó ekki klifurgrindur fyrir þær svo baunagrösin uxu í flækju við jörð og baunamyndunin varð því ekki mikil.

Baunaræktunin var það sem veitti mér hvað mesta ánægju í garðinum mínum þetta sumar. Það kom ...

Tilgangur „bíllausa dagsins“ er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki nóg að breyta háttum sínum einn dag á ári. Það ...

Hvítkál skolað eftir snögga suðu.Ef hvítkálsuppskeran hefur gengið „of“ vel og erfitt er að torga uppskerunni, jafnvel þó hvítkál geymist mánuðum saman í kæli, hefur þessi aðferð reynst mér vel.

Snöggsjóðið hvítkál:

Hvítkálið er skorið niður og kastað örskotsstund í sjóðandi vatn. Veitt strax aftur upp úr og kælt undir rennandi vatni í sigti. Sett í llitla poka og fryst. Frysta hvítkálið er svo ...

Þátttakendur í vistræktarnámskeiði í Alviðru í sumar gera bingbeð (Hügelbett)Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 14:00 í húsnæði Dýraverndarsambands Íslands að Grensásvegi 12a.

Vistræktarfélag Íslands var formlega stofnað í ágúst sl.

Til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum er gestum boðið að gerast félagar við innganginn. Allir velkomnir!

Dagskrá:

 • Setning aðalfundar
 • Hefðbundin aðalfundarstörf s.s. stefnumörkun félagsins, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalds
 • Aðlfundi slitið
 • Kynningar ...

Útlit korts yfir loftgæðamælingar v. eldgoss í Holuhrauni.Umhverfisstofnun hefur opnað tímabundna upplýsingasíðu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Þar má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar.

Smella hér til að sjá nýjustu mælingarnar.

Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. 

Dynkur í ÞjórsáÁ fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði þaðan í frá „dagur íslenskrar náttúru“.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Hún sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að ...

Íslenskur sjávarútvegur sækir fram í sjálfbærnivottun

Veiðar íslenskra fiskiskipa á ufsa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa nú hlotið MSC (Marine Stewardship Council) vottun um sjálfbærni og góða fiskveiðistjórnun. Vottunin tekur til veiða með sex veiðifærum, þar á meðal botnvörpu, dragnót, netum og línu. Vottunin er veitt í kjölfar átján mánaða ítarlegrar úttektar sem unnin var af sérfræðingum undir stjórn Vottunarstofunnar Túns ...

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Jóhanna í Háafelli (2. t.v.) afgreiðir viðskiptavini með geitarafurðis sínar á bás sínum í matarmarkaði Búrsins í Hörpu um þarsíðustu helgi þar sem allur lagerinn seldist upp.Í byrjun ágúst stóðu vinveittir aðilar geitfjárbýlisins að Háafelli fyrir söfnun á indiego.com (sjá grein) til bjargar býlinu og þar með framtíð geitarstofnsins í landinu.

Stefnt var að því að safna 10 milljónum íslenskra króna og hefur markmiðinu nú verið náð. Ástæða söfnunarinnar er sú að til stóð eða stendur reyndar enn, að setja Háafell á uppboð en með ...

Nýuppteknar hvannarætur.Ætihvönn [Angelica archangelica] hefur sterkar rætur sem búa yfir miklum krafti. Rótin af jurtinni á fyrsta ári er talin best* til notkunar en með haustinu ætti að vera góður tími til að grafa ræturnar upp. Auðveldast er að grafa upp hvannarrætur þar sem jarðvegur er sendinn. Til að geyma rótina er gott að skola hana vel og skræla og skera ...

Náttúran.is leitast við að veita upplýsingar um náttúruvá og birtir viðvaranir frá Almannavörnum þegar nauðsyn krefur.

Jarðskjálftar undanfarinna vikna og gosin í Holuhrauni norðan Vatnajökuls gefa tilefni til þess að vera vel á varðbergi og er ferðamönnum bent á að kynna sér lokuð svæði.

Á ruv.is er hægt að fylgjast með atburðarrásinni og viðvörunum. 

Í frétt á Guardian segir að niðurstöður vísindamenn hafi leitt í ljós að með fjölgun jarðarbúa í 9 milljaraða árið 2050 og vaxandi vatnsskorti í heiminum þurfum við að tileinka okkur aðrar matarvenjur. Kjötframleiða útheimtir gríðarlegt magn vatns og ljóst er að við verðum að gerast grænmetisætur til að brauðfæða heiminn.

En þetta eru engin ný sannindi og snerta fleiri ...

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og þó að öskufall sé ekki farið að hafa áhrif þá vitum við ekkert hvernig málin þróast og því gott að ryfja upp hvernig við getum undirbúið okkur komi til öskufalls á einhverjum tímapunkti. Eftirfarandi upplýsingar fengust frá Umhverfisstofnun í apríl 2010 er eldgosiði í Eyjafjallajökli gekk yfir og gilda enn.

Fínasti hluti gjóskunnar flokkast ...

Rabarbari með þroskuðum fræjumRabarbari eða tröllasúra (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum) er ein besta matjurt sem völ er á hér á landi.

Mig hefur lengi langað að reyna að rækta rabarbara upp af fræi þó að ég viti að oftast sé honum fjölgað með því að skera hluta af hnaus á eldri plöntu og koma fyrir á nýjum stað. Það hef ég prófað ...

Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum. Sjá Fréttir Náttúrunnar.

Siðferðileg mörk
Náttúran.is áskilur sér ...

Sólblóm með þroskuðum fræjum.í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ. Ég fékk eitt blóm með mér heim úr heimsókn þangað um daginn og hér má líta afraksturinn úr einu sólblómi.

Nú geymi ég þessi fræ á þurrum, köldum stað fram á vor og vek þau svo til lífsins á réttum ...

Sólblóm í BirkihlíðSólblóm í Birkihlíð.Sólblóm í Birkihlíð.Sólblómið (Helianthus) á uppruna sinn að rekja til norður Ameríku.

Sólblóm geta orðið stór hér á landi við góðar aðstæður og gríðarstór í gróðurhúsum.

Þau vaxa líka vel úti sé sáð fyrir þeim nógu snemma og þeim komið til innandyra fram í júní og fái síðan að vaxa á skjólgóðum stað. En það fer að sjálfsögðu eftir sumarveðrinu hvernig til ...

Okra, heilOkra*(Abelmoschus esculentus) gefur af sér fræhulstur sem er ávöxtur plöntunnar.

Nú langar mig að safna fræjum úr fræhulstrunum til að planta í gróðurhúsi næsta vor. Ég hef eldrei gert þetta áður og var bara að kynnast þessari frábæru jurt (sjá grein).

Öll góð ráð um fræsöfnun eru vel þegin!

Okra, skorinÉg byrjaði á að leita mér upplýsinga á Wikipedíu en ...

Okrurækt í BirkihlíðOkra* (Abelmoschus esculentus) er blómstrandi planta og skyld bómull, kakó og hibiskus plöntunum. Hún er mikils metin vegna ávaxarins, græna fræhulstursins sem er mjög næringarríkt en það er bæði trefja-, fólínsýru og C vítamínríkt. Okruhulstrin eru einnig full af andoxunarefnum. Olía er unnin úr fræjum Okrunnar.

Fullþroska Okruhulstur OkrublómOkra er upprunninn í vestur Afríku, Eþjópíu og Indlandi en er ræktuð víða í ...

Paulo Bessa stendur við stærsta prinsessutréð í Birkihlið. Prinsessutré (Paulownia tomentosa) er fljótvaxnasta tré veraldar en það er upprunnið í mið- og vestur Kína.

Nú hefur Dagur Brynjólfsson í Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum verið að rækta prinsessutré frá því í fyrra og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af stærsta prinsessutrénu í gróðurhúsi Dags í dag en prinsessutré vaxa að jafnaði 3-5 metra á ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)

Nú er háuppskerutími hinna bláu berja bláberjarunnans (Vaccinium uliginosum) þessum yndislegu vítamín-, (séstaklega C- og E-vítamín) trefja- og andoxunargjöfum sem fást ókeypis úti í móa út um allt land.

Margt er hægt að gera til að geyma þau til vetrarins. Klassíska bláberjasultan stendur alltaf fyrir sínu en einnig er hægt að gera hráberjasultu, sem geymist þó ekki lengi. Fersk bláber ...

Hátíðarkort Menningarnætur 2014Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur og verður haldin í nítjánda sinn þann 23. ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og ...

Opinn dagur í SkaftholtiHinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 23. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Fundað var í morgun með starfsmönnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnu þar sem farið var yfir stöðuna.  Jarðskjálftahrinan er enn í gangi og GPS gögn staðfesta að um er að ræða kvikuhreyfingar.

Virknin er mest áberandi á tveimur þyrpingum norðan og austan Bárðarbungu.  Engin merki eru sjáanleg um að gos sé hafið en áfram er fylgst með framvindu mála ...

Brandur með Luizu unnustu sinniBrandur Karlsson er ungur maður sem byrjaði að missa mátt, af óljósum ástæðum, um 23 ára aldur og er nú lamaður fyrir neðan háls.

Það hindrar hann samt ekki í því að lifa lífinu til hins ítrasta en Brandur er góður málari auk þess að vera uppfinningmaður enda er hann vel menntaður og hugmyndaríkur.

Nú er hafið hópfjármögnunarátak á Karolina ...

Garðveisla í SeljagarðiÍ Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.

Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.

Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst  kl 16:00 ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)Bláberjadagar er stórskemmtileg hátið sem nú verður haldin á Súðavík í fjórða sinn. Bláberjadagar verða nú haldnir dagana 22. – 24. ágúst.

Fjölbreytt skemmtiatriði verða á boðstólum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fyrir hátíðina verður hefðbundin en lögð er áhersla á lok berjatímabils með fjölbreyttri tónlist og keppnum í hinum ýmsu greinum sem tengjast berjunum.

Dagskráin fyrir hátíðardagana verður birt á ...

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa ...

Bláber vigtuðEngin suða, ekkert vesen!

Hráberjasultan geymist ekki eins lengi og soðin og í sótthreinsaðar krukkur lögð sulta en ef ekki á að sulta fyrir allan veturinn heldur gleðjast yfir ferskri uppskeru í nokkra daga, dugir þessi uppskrift vel til:

500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í ...

Á Ólafsdalshátiðinni 2013, skólahúsið t.v. á myndinniÓlafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907.

Á undanförnum árum hefur farið fram mikil uppbygging á staðnum undir handleiðslu Rögnvaldar Guðmundssonar, bæði hefur skólahúsið verið gert upp og þar haldnar sýningar, námskeið og aðrar menningarlegar uppákomur.

Ólafsdalsfélagið hefur haft ...

Hamborgarar frá Íslands Nauti en þó ekkiÍslands Naut er íslenskt vörumerki sem prýðir sig með tveim hornum með íslenska fánann fyrir miðið. Merkið er, eða virkar allavega eins og upprunamerki þar sem framleiðandinn er allt annar. Famleiðandinn er nefnilega fyrirtækið Ferskar kjötvörur.

Ferskar kjötvörir framleiða m.a. hamborgara í pakka með hamborgarabrauði undir vörumerki Íslands Nauts. En þegar betur er að gáð og lesið vel á ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)Hér eru nokkrar góðar og fljótlegar bláberjauppskriftir:

Hrábláberjasulta
500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í af og til þangað til að sykurinn hefur sogað til sína nóg af safanum í berjunum til að útlitið sé sultulegt. Tilbúið!

Engin suða, ekkert vesen! Hráberjasultan geymist ekki eins lengi ...

Vegan guide to IcelandÁ dögunum opnaði Ragnar Freyr, hönnuður og „Vegan“ leiðarvísinn Vegan guide to Iceland um Vegan framboð á Íslandi. Vefsíðan er ófullkominn listi yfir Vegan-vingjarnlega veitingastaði á Íslandi eða staði sem bjóða upp á eitthvað Vegan en enginn staður getur talist hreinn Vegan staður hér á landi.

Listinn á vefnum byggir á persónulegri reynslu Ragnars Freys og vina hans og verður ...

Kertafleyting á TjörninniAldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6. ágúst.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Flotkerti verða seld á staðnum.

Á Akureyri verður einnig kertafleyting, sem þó hefst hálftíma fyrr eða kl. 22:00. Fleytt verður við Minjasafnsstjörnina.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt ...

Rifsber í körfuAð gera rifsberjahlaup þykir mér satt að segja nokkuð mikið vesen. Það verður bara að segjast eins og er. Á móti kemur auðvitað að auðvelt er að tína berin af runnunum, sé nóg af þeim á annað borð. Það er seinlegt að leyfa safanum að dropa í gegnum bleiuna klukkutímum saman og óskaplega mikið hrat situr eftir sem ekki virðist ...

Vallhumall (Achillea millefolium)Vallhumall lætur ekki mikið yfir sér en margir telja hann til leiðinda illgresis því hann velur sér gjarnan vegkanta og þurrar brekkur sem búsvæði en oft má einmitt þekkja góðar lækningajurtir á því að þær finna sér bólstað þar sem græða þarf upp landið.

Vallhumall er ein magnaðasta græðijurt sem vex á Íslandi og nú er ágætur tími til að ...

Rauðsmári (Trifolium pratense) lagður til þurrkunarRauðsmári er gullfalleg jurt. Ef maður er heppinn og finnur rauðsmára í nægu magni er um að gera að tína og þurrka hann til vetrarins. Rauðsmári er lækningjurt og hefur m.a. reynst vel í smyrsl við exemi auk þess sem hann styrkir ónæmiskerfið. Rauðsmári er einnig góð tejurt. 

Í Flóru Íslands segir svo um rauðsmára:

Rauðsmári er innfluttur slæðingur ...

TjaldútilegaHann er nú jafnan haldinn fyrsta mánudag í ágúst. Verslunarmenn í Reykjavík fengu sinn fyrsta almenna frídag 13. september 1894. Gekkst Verslunarmannafélag Reykjavíkur þá fyrir hátíð að Ártúni við Elliðarár. Næstu tvö ár var hann ekki haldinn á ákveðnum degi, en þó í ágústmánuði. Árið 1897 var ákveðið, að hann skyldi vera á föstum mánaðardegi, gamla þjóðhátíðardaginn frá 1874, 2 ...

sultukrukkurÞrátt fyrir að hafa safnað krukkum frá því snemma í vor virðist aldrei vera til nóg af góðum og fallegum glerkrukkum þegar kemur að því að sulta og sjóða niður að hausti. Verslanir nýta sér þessa óforsjálni okkar mannanna barna og selja tómar glerkrukkur á uppsprengdu verði frá og með ágústbyrjun. Pirrandi að vera boðið upp á að kaupa tómar ...

Fjöldkylda með sölustand á útimarkaðinum í Laugardal 2013Nú styttist í hinn frábæra, árlega, sprett-upp útimarkað Íbúasamtaka Laugardals, sem að þessu sinni verður haldinn laugardaginn 16. ágúst við smábátahöfnina í Elliðavogi.

Markaðurinn stendur frá kl. 13 til 17 en að honum loknum hefst grillveisla og síðan kvöldvaka með varðeldi og fjöldasöng.

Á markaðnum má selja og kaupa allt milli himins og jarðar; föt, fínerí, geisladiska, grænmeti, leikföng, listmuni ...

Náttúran.is hefur þróað E efna gagnagrunn í handhægt form á sérstökum vef e.natturan.is sem virkar eins og app. Þar er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum eða á spjaldtölvu í versluninni og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

 1. Grænt ...

Plast í heimshöfunum, Atlantshaf fyrir miðjuÍ grein á National Geographic segir frá því að sjávarlíffræðingurinn Andres Cozar Cabañas og rannsóknarteymi hans hafi lokið við fyrstu kortlagningu plastúrgangs sem flýtur um á heimshöfunum í milljónavís, í fimm stórum hringiðum. Afrakstur vinnu þeirra var birtur nú í júlímánuði í Proceedings of the National Academy of Sciences

En það var eitthvað við niðurstöðuna sem passaði ekki. Magnið var ...

Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingurDr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur furðar sig á að reisa skuli verksmiðju á Grundartanga sem framleiða eigi kísil í sólarsellur. Haraldur birti grein á bloggsíðu sinni þ. 18. júlí sl. þar sem hann fer m.a. ofan í saumana á því hve vökvinn tetraklóríð sem notaður er til að hreins sílíkonið er mengandi. Í framhaldinu hafi forsvarsmenn Silicor, fyrirtækisins sem reisa ...

Hver getur skráð?
Hér getur þú skráð upplýsingar um fyrirtæki, félag eða stofnun sem þú ert ábyrg/ur fyrir. Skráningin verður síðan flokkuð í þá flokka sem við eiga, allt eftir eðli starfseminnar s.s. þjónustu í boði, áherslum í starfi, vottunum o.fl.
Þú stofnar aðgang með staðfestu netfangi eða notar Facebook eða Google til að skrá þig inn ...

Þrívíddarmynd af staðsetningu endurhæfingarmiðstöðvarinnar við VarmáNýlega sýndi Anna Birna Björnsdóttir lokaverkefni sitt á áhrifamikilli sýningu í Listasafni Árnesinga. Sýningin hét „Vítamín Náttúra“ eins og lokaverkefnið en það er afrakstur tveggja ára mastersnáms Önnu Birnu í innanhússarkítektúr við Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi.

Verkefnið fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti. Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á ...

Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínumPaulo Bessa heldur eins dags vinnustofu í vistrækt og visthönnun á Sólheimum sunnudaginn 27. júlí næstkomandi og er öllum boðið að taka þátt og kynna sér hugmyndafræði vistræktar.

Þátttaka kostar ekkert en þeir sem vilja leggja eitthvað til mega það. Þátttakendur taki með sér eitthvað til að leggja til sameiginlegs hádegisverðar. Annars er boðið upp á kaffi, te og kökur ...

Við afhendingu Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, en þau hlaut Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunanna, en þau hlaut Páll Steingrímsson.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Grillpartí í SeljagarðiSunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins  verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís. 

Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda ...

Þórdís Björk SigurbjörnsdóttirEins og fram hefur komið fór Lifandi markaður í þrot á dögunum (sjá grein). Verslanir Lifandi markaðar var lokað í gær en í fréttum á RÚV í dag var sagt frá því að nýr eigandi hafi tekið við rekstrinum og Lifandi markaður Borgartúni muni opna á ný á mánudag. Hinir staðirnir, þ.e. í Fákafeni og Hæðarsmára verða ekki opnaðar ...

Umhverfi barnsins þarf að vera öruggt og uppfylla þarfir þess nótt sem dag. Foreldrar eiga það til að fara út í öfgar með skreytingu herbergja litlu englanna sinna. Of mikið af dóti getur kaffært hugmyndaflug barnsins og sett þau í þá stöðu að þurfa sífellt að velja og hafna. Börn þurfa ekki allt þetta dót. Einföld sterk leikföng sem vaxa ...

Náttúran.is hlaut virtustu umhverfisverðlaun landsins „Kuðunginn“ umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2012 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“
Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi „knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“

Sjá nánar í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þ ...

Lifandi markaður gjaldþrotaÍ Viðskiptablaðinu í dag er svohljóðandi frétt um gjaldþrot Lifandi markaðar:

Eigendur Lifandi markaðar ákváðu að óska eftir gjaldþroti fyrirtækisins. Nýrra eigenda leitað.

Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem sameinaðist Virðingu í byrjun árs. Það voru eigendur fyrirtækisins sem óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði ...

Býfluga á gulu blómiEfnarisarnir BAYER og Syngenta, stærstu efnaframleiðendur heims, hafa hafið málsókn gegn Evrópusambandinu vegna banns sambandsins á skordýraeitrinu neonicotinoid eða neonic, sem sannað er að sé ábyrgt fyrir dauða milljóna býflugna um allan heim.

Gríðarmikið átak almennings varð til þess að Evrópusambandið bannaði skordýraeitrið að lokum.

Þetta sætta framleiðendurnir, BAYER og Syngenta sig ekki við enda mikill fjárhagslegur ávinningur í húfi ...

Gúrkan okkar fullvaxinGúrkuuppskeran okkar í ár var kannski rýr en þó ekki.

Ég sáði einu gúrkufræi þ. 1. apríl sl. sem spratt upp strax á fjórða degi með risastórum kímblöðum.

Jurtin óx svo við kjöraðstæður í borðstofuglugganum en aðeins ein gúrka komst á legg í orðsins fyllstu merkingu.

Hún er þó gríðarlega falleg og vel metin hér á heimilinu enda erum við ...

Gróðurhúsið í sundlauginniÞar sem ég hef þurft að ferðast nokkra kílómetra til að komast í „eldhúsgarðinn“ minn á sl. árum, þar sem ekkert pláss er í garðinum mínum og trjárgróðurinn þar svo þéttur og hár að varla birtir til á björtustu sumardögum, ákvað ég í vor að rækta ekki langt frá heimilinu. 

Ástæðan er sparnaður, það kostar mikinn pening að keyra bíl ...

HvítsmáriÞað hefur löngum vakið forvitni mína hvernig stendur á því að hvítsmárinn [Trifolium repens] vex í hringi og eins og flokkur fjöldi blóma myndi eyjur eða kransa sem eru jafnan grænni og grónari innan kransins en utan. Þessi dularfulla jurt var í barnæsku minni, lykill að óskabrunni, findi maður fjögurra blaða smára. Mig minnir að ég hafi nokkrum sinnum fundið ...

Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleyfar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að ...

Rán Reynisdóttir mundar skærin.Hárstofan Feima hefur um nokkurra ára skeið unnið skv. stöðlum Grøn Salon en Rán Reynisdóttir eigandi Feimu upplifði á eigin skinni hve efnanotkun í faginu getur haft heilsuspillandi áhrif en hún var við það að hrökklast úr starfi vegna eitrunaráhrifa. 

Til þess að geta unnið áfram í fagi sínu sem hársnyrtir leitaði Rán sér upplýsinga erlendis frá sem leiddi hana ...

Framleiðandi ber enga ábyrgð á réttnæmi skráðra upplýsinga eða skorti á upplýsingum. Kortið er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða. Náttúran er ehf. tekur enga ábyrgð á afleiðingum sem hlotist geta af tæknilegum orsökum eða röngum upplýsingum. Skráningar á kortið eru unnar af starfsfólki Náttúran er ehf. að höfðu samráði við ...

Velkomin á Endurvinnslukortið

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

Þjónusta

Tákn Endurvinnslukortsins yfir allt landið.Heimilisfang:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni ...

Í Bandaríkjunum er um 40% alls matar hent í ruslið. Þar á sér stað vakning varðandi þetta gríðarlega vandamál líkt og hér á landi og annars staðar í Evrópu. 

Vottuð matbjörg (Food Recovery Certified) er fyrsta matbjargar-vottunarmerkið sem viðurkennt er þvert yfir Bandaríkin. Markmið vottunarinnar er að veita þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem gefa ónotaðan mat og matarafganga til góðgerðarstarfsemi og ...

Vöðvabúnt óskast á morgun laugardaginn 28. júní kl. 10:30 í Endurvinnsluna Knarrarvogi 4 til að massa smá stálramma í langþráð gróðurhús sem verður síðan reist í matjurtargarði Miðgarðs - borgarbýlis í Seljahverfi sem fengið hefur nafnið Seljagarður.

Mæting í Seljagarð kl. 12:00 allir sem vettlingi geta valdið. Veðurguðirnir hafa lofað sól og sumaryl og ekkert er skemmtilegra en að ...

Luiza Klaudia Lárusdóttir er margfróð um næringu og heilsu og eldklár í eldhúsinu en Náttúran birtir myndbönd sem hún tekur sjálf.

Myndböndin birtast hér á síðunni í Grænvarpinu og greinar í Vistvæn húsráð og Vistrækt eftir eðli þeirra og innihaldi.

En leyfum Luizu að kynna sig sjálfa:

Ég heiti Luiza og er frá Póllandi. Ég hef búið á Íslandi undanfarin ...

Vistvænn landbúnaður er nokkurs konar millistig milli hefðbundins landbúnaðar og lífræns landbúnaðar (lög nr. 162, 1994; reglugerð landbúnaðarráðuneytis nr. 219, 1995). Ekkert eftirlit er þó með því hver notar merkið „Vistvæn landbúnaðarafurð“ á Íslandi í dag og hefur það því enga merkingu en er oft misnotað til að reyna að „grænþvo“ venjulega landbúnaðarafurð.

Munurinn á milli lífræns og vistvæns búskapar ...

Njótum náttúrunnar á Sólheimum!

29. júní, sunnudagur kl. 15:00 við Sesseljuhús - Jóga úti í náttúrunni
Unnur Arndísar jógakennari mun kenna gestum grunnstöður í jóga og mun leiða stutta hugleiðslu og tengja fólk þannig náttúrunni.

8. júlí, þriðjudagur kl. 17:00 við Grænu könnuna - Lífræn ræktun
Ágúst Friðmar Backmann kynnir lífræna ræktun, moltugerð og Aquaponics. Gengið um ræktunarstöð Sólheima, kíkt ...

Síðasta sumar datt mér í huga að pakka fallega laxinum sem mér var færður beint úr Hvíta inní rabarbarablöð og skella á grillið. Rabarbarblöðin voru svo falleg og stór að þau komu með hugmyndina sjálf. Þetta smakkaðist svo frábærlega að ég man enn eftir bragðinu og er ákveðin í að endurtaka þetta í kvöld, í Evróvisjónveisluna.

Hér kemur uppskriftin:

 • Takið ...

Ljósatvítönn [Lamium album] er innfluttur slæðingur sem vex víða við bæi í sveitum, einna algengust á vestanverðu Norðurlandi og á vestanverðu Suðurlandi. Oft finnst hún einnig á gömlum eyðibýlum. Myndin var einmitt tekin í garði við eyðibýli í Flóabyggð. Heimildaleit leiddi í ljós að ekki virðist vera mikið vitað um virkni jurtarinnar hér á landi, né á hún sér sögu ...

Þrátt fyrir að ég reyni að forðast að kaupa plastpakkaðan mat þá safnast plastumbúðir upp á heimilinu í síauknum mæli.

Eitt af því sem að mikið safnast upp af hjá okkur eru bakkar undan nautahakki. Þessir bakkar hafa lengi valdið mér hugarangri og ég fór að nota þá til að sortera skrúfur og annað verkfærakyns í í bílskúrnum en þeir ...

Hálendisferðir bjóða upp á gönguferðir um hálendið í sumar. Ósk Vilhjálmsdóttir er stofnandi og eigandi Hálendisferða. Leiðsögumenn með henni eru Hjálmar Sveinsson, Margrét Blöndal, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir ásamt kokknum og myndlistarkonunni Brynhildi Þorgeirsdóttur.

Hálendisferðir í sumar eru:

Töfrar Torfajökuls
Gönguferð með trússi, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Könnuð eru hin víðfemu og furðu lítt ...

Tilraunarekstur lofthreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun, sem felur í sér niðurdælingu brennisteinsvetnis (H2S) frá virkjuninni, hófst þriðjudaginn 8. júní eftir nokkurra vikna gangsetningarprófanir. Stefnt er að því að stöðin hreinsi 15-20% af brennisteinsvetninu og minnki þannig líkur á því að styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti fari yfir mörk í byggð.

Þetta er í samræmi við kröfur þær sem fylgja framlengingu undanþágu ...

Vaskur hópur Seljagarðs-borgarbýlinga tók þátt flutningi skýlis, gróðurkassa og annars efnis sem Endurvinnslan hf. lét af hendi rakna til félagsins Miðgarðs - borgarbýlis sem hreiðrað hefur um sig á fyrrum skólagarðasvæði við Jaðarsel í Breiðholti.

Miðgarður - borgarbýli er fyrir alla sem hafa áhuga á að færa matvælaframleiðslu nær fólkinu og fyrir þá sem hafa áhuga á borgarbúskap. Allir áhugasamir eru hvattir ...

Goodie BagGoodie Bags, útfærsla af Doggie Bag gæti verið þýtt „Gott í poka“ á íslensku en farið er að dreifa þessum pokum til veitingahúsa svo þau geti hvatt veitingahúsagesti til að taka heldur matarafgangana með sér heim en að láta þá fara til spillis.

Vakandi, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands hér á landi ásamt Stop Spild af Mad verkefninu í Danmörku og ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrkt voru að þessu sinni er verkefnið „Húsið og umhverfið“ í vef og app-útgáfu sem Náttúran.is er að ljúka við. Auk þess fékk Steinunn Harðardóttir styrk til að gerðar þáttarins „Með náttúrunni“ í Grænvarpi Náttúrunnar. Samtals var úthlutað til 35 verkefna.

Náttúran.is ...

Föstudaginn 6. júní kl. 8:30 - 10:00 heldur Vegagerðin og VSÓ-ráðgjöf morgunverðarfund á Grand Hóteli um mat á umhverfisáhrifum í tuttugu ár.

Farið verður yfir nýlega rannsókn VSÓ-ráðgjafar sem unnin var fyrir Vegagerðina og ber heitið: „Áhrifamat í vegagerð, endurtekið efni eða viðvarandi lærdómur?". Einnig munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og Landverndar halda erindi á málþinginu.

Morgunverður verður í boði frá ...

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Evrópustofa í samvinnu við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, standa fyrir opnum fundi um stefnu Evrópusambandsins um loftslagsbreytingar í Odda 101 fimmtudaginn 5. júní kl. 13-16.

Á málþinginu verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í loftslagsmálum og hvernig hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Er sambandið að standa sig nægilega vel í baráttunni gegn hlýnun jarðar? Á ...

„Búrfellslundur“ er nýtt heiti á 34 km² svæði þar sem fyrirhugað er að reisa nýtt vindorkuver, þ.e. vindlund með allt að áttatíu  2,5-3,5 MW vindmyllum. Fyrirhugaður Búrfellslundur er staðsettur ofan Búrfells, bæði á hraun/sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu, þar sem rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar eru staðsettar. Sjá kort.

Frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní ...

Hrafnaklukkan er nú í blóma en hún getur verið annað hvort ljósfjólublá eða hvít á lit. Þetta smáa, að virðist viðkvæma blóm, býr þó yfir ýmsum leyndum kröftum og kostum sem nýta má til heilsubóta. Nú er rétti tíminn til að safna hrafnaklukku og þurrka. Nýttir plöntuhlutar er öll jurtin sem vex ofanjarðar, ekki rótin.

Á floraislands.is segir svo ...

Frá byrjun lífrænnar ræktunar á Íslandi hefur svepparotmassi þjónað sem einn öflugasti áburðargjafinn í ylrækt en svepparotmassinn fellur til sem aukaafurð úr sveppaframleiðslu Flúðasveppa.

Árið 2007 fengu Vottunarstofan Tún og Sölufélag garðyrkjumanna breska sérfræðinginn Dr. Roger Hitchings til að meta kosti og galla lífrænnar ylræktar og möguleika á aukningu hennar hér á landi. Dr. Hitchings taldi m.a. að jarðvegssuða ...

Markmið: Náttúruupplifun og næmni.

Verkefni: Nemendur eiga að setjast niður úti í náttúrunni, loka augunum og hlusta á hljóð náttúrunnar. Þeir eiga að telja á fingrunum hversu mörg hljóð þeir heyra og velta fyrir sér hvaða hljóð eru náttúruleg og hver eru af mannavöldum. Gaman getur verið að prófa leikinn á nokkrum mismunandi stöðum í náttúrunni, t.d. í skógi ...

Hæg breytileg átt er vettvangur þverfaglegrar vinnu þar sem unnar hafa verið hugmyndir er varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli á 64. breiddargráðu í miðju Atlantshafi.

Markmiðið var að fá fram hugmyndir sem fela í sér endurskoðun viðmiða og varpa ljósi á nýja möguleika og ná fram hugmyndum sem mætti útfæra og framkvæma, en ...

Nýsköpunartorg verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí 2014. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja auk spennandi sýningar fyrir almenning þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun.

Nýsköpunartorg er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs. Af þessu tilefni munu nærri 60 fyrirtæki ...

Gróður landsins getur verið óendanlega uppspretta ánægju og aðdáunar. Fjölmargar villijurtir eru einnig prýðilegar við ýmsum kvillum eða til matargerðar.

Að tína jurtir og finna nöfnin á þeim er skemmtileg og gagnleg afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Börnum þykir skemmtilegt að meðhöndla blóm og blöð og að þekkja nöfnin á þeim gefur jurtunum aukið gildi. Besta leiðin til að ...

Sveppir eru dularfullar lífverur, reyndar teljast þeir ekki einu sinni til plönturíkisins heldur eru sérstakt fyrirbrigði í lífríkinu.
Á Íslandi eru nú um 2000 tegundir af sveppum þekktir. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir.

Til að ...

Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum um það hvernig hægt sé að fá fólk til að stíga út úr einkabílunum og nota almenningssamgöngur. Í kjölfar þess hefur þróunin verið í þá átt að fjölga strætóferðum frá höfuðborginni á landsbyggðina sem hefur gerbreytt búsetuskilyrðum t.a.m. á suður- og vesturlandi.

Þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi er tilvalið að ...

Fyrirtæki er samheiti yfir hvers konar formlega skráðan rekstur. Fyrirtækjaskrá heldur utan um öll fyrirtæki og félög sem skráð eru á Íslandi.

Það sem áhugavert er að ræða um hér í Húsinu og umhverfinu eru fyrirtæki sem uppfylla ákveðin viðmið, bæði á sviði samfélags- og umhverfismála. Náttúran.is hefur frá árinu 2007 lagt mikinn metnað í að safna upplýsingum, skrá ...

Í bílskúrnum er oft fullt af eiturefnum s.s. sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn.Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Í bílskúrnum er oft fullt af sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn. Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ef ekki eru ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Nýir bílar seljast ekki lengur.

Þúsundir geymslustæða út um allan heim geyma milljónir af splunkunýjum bílum sem enginn vill kaupa.

Bílaframleiðendur neita þó að selja þá ódýrar því þá hrynur markaðurinn. Samt halda þeir áfram að láta bílaverksmiðjurnar framleiða nýja bíla, í von um að kreppunni ljúki á allra næstu dögum.

En bílarnir halda bara áfram að hrannast upp og ...

Mikið hefur verið í umræðunni í hvaða málmum best er að elda eða baka mat. Ál er ekki lengur talið ákjósanlegt efni í potta og pönnur. Ástæðan er sú að þrátt fyrir vinsældir álpotta hér áður hefur nú komið í ljós að álið tærist og fer út í matinn, sem við síðan neytum. Álið getur safnast fyrir í líkamanum og ...

Tvo þætti þarf að hafa í huga þegar kaffivélin er annars vegar. Í fyrsta lagi notar hún mikla orku og í öðru lagi fer mikill pappír í kaffisíurnar. Það minnkar því álag á umhverfið að kaupa kaffisíur úr óbleiktum, endurunnum pappír. Sumar kaffivélar eru þannig að þær eru með orkusparandi ham.

Espressovélar gera engar kröfur um pappír og eru að ...

Örbylgjuofninn er umhverfisvænn hvað varðar orkunotkun en skiptar skoðanir eru um gæði þess matar sem er hitaður eða eldaður í honum*.

Ekki setja plastílát í örbygljuofn. Ílát sem eru örugg fyrir örbylguofn eru auðkennd merkin sem sýnir disk og bylgjur.

Gæta skal þess að nota örbylguofninn af gát og fylgja leiðbeiningum.

*Örbylgjur eru rafsegulfræðileg orka, svipað ljósbylgjum eða útvarpsbylgjum og ...

Búsáhöld eru til margvíslegra nota í eldhúsinu og það er betra að eiga minna af góðum gæðum en mikið úrval af lélegum gæðum.

Góð glerglös eða kristalsglös geta enst ágætlega sé vel með þau farið en plastglös eru aftur á móti mjög þægileg, sérstaklega þar sem börn eru í heimili. Varast skal þó að velja glös úr PVC því þau ...

Tölvur eru nauðsynleg tæki í hverju fyrirtæki og varla fyrirfinnst tölvulaust heimili á Íslandi í dag. Tölvur eru einfaldlega alls staðar og gera allt fyrir alla.

Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðslu geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálva á milli og ...

Framleiðandi:
Náttúran er ehf. ©2014. Öll réttindi áskilin.
Upplýsingar og grafík má ekki afrita né birta með neinum hætti án leyfis framleiðanda.

Verkefnis- og ritstjórn:
Guðrún A. Tryggvadóttir

Tæknistjórn og forritun:
Einar Bergmundur Arnbjörnsson

Grafík:
Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir

Textahöfundar:
Guðrún A. Tryggvadóttir myndlistarmaður, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir umhverfisfræðingur og þýðandi, Hildur Hákonardóttir listamaður og búkona, Einar Einarsson verkfræðingur ...

Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti verkefnið.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkti verkefnð.

Aðrir samstarfsaðilar:

Grunnskólinn í Hveragerði

Náttúruskóli Reykjavíkur

Landvernd

Leikjavefurinn.is

Sigrún Helgadóttir

Vistbyggðarráð

 

 

 

Til þess að þurrka jurtir þarf að setja þær undir einhverskonar farg strax eftir tínslu. Best er að nota bók eða bunka af dagblöðum og leggja eitthvað þungt ofan á dagblöðin þegar heim kemur. Ef þú vilt tína jurtir í ferðalaginu er gott að vera með dagblaðabunka í skottinu á bílnum til að leggja jurtirnar í og leggja síðan eitthvað ...

Ef þú hefur aðeins lítið pláss til umráða eða getur fengið smá pláss á svölum eða holað þér niður hjá vini eða kunningja gætir þú komið þér upp Eldhúsgarði í örlitlu útgáfunni. Góð stærð til að miða við er einn fermeter 1m2 en á einum fermeter má rækta ýmislegt og hafa gaman af. Ef reiturinn er ekki plægður fyrir getur ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Fair Trade deildin

Við eigum að spyrja spurninga og gera kröfur!

Stofnfundur Fair Trade samtakanna á Íslandi verður haldinn á kaffiteríunni í Perlunni, þann 10. maí kl. 11:00 en 10. maí er alþjóðlegi Fair Trade dagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim.

Við tökum þátt í baráttunni fyrir sanngjörnum viðskiptum við þróunarlöndin og styðjum um leið þá sem vilja gera vel. Fair Trade ...

Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að ...

Nauðsynlegt er að hafa lampa við rúmið, bæði til að geta lesið á kvöldin og sem ratljós þegar farið er fram úr á dimmum nóttum. Oft eru lampar í svefnherberginu með góðum skermi eða með dimmer svo hægt sé að stjórna birtunni og forðast þannig að munur á myrkrinu og ljósinu skeri ekki um of í augun. Næturljós eru oft ...

Þegar við notum hugtakið himinn þá eigum við oftast við allt það sem er fyrir ofan okkur, loftið og jafnvel allan himingeiminn, drauma og þrár. Himininn er í hugum margra heimkynni guðanna og sá staður sem við snúum aftur til eftir dauðann. Himininn er því að vissu leiti andlegur staður frekar en það sem við köllum veðrahvolf og geim og ...

Náttúruverndarþing 2014 verður haldið laugardaginn 10. maí, kl. 10:00-17:00 í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni og eru allir vekomnir á þingið.

Dagskrá:

10:00-10:10 Opnun: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

10:10-11:00 Náttúruverndarupplýsingaveitur:

 • María Ellingsen frá Framtíðarlandinu kynnir Náttúrukortið
 • Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur frá Náttúran.is kynna Græna kortið
 • Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar kynnir ...

Fimmtudaginn 8. maí kl 15:00 stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina, „Háhýsi eða smáhýsi í vistvænu skipulagi“.

Á fundinum verða kynntar tillögur að vistvænum borgarhlutum, annars vegar Vogabyggð við Sundin og hins vegar nýju Hlíðarendahverfi í Vatnsmýrinni. Samspil bygginga og skipulags verður skoðað sérstaklega út frá almennum skilgreiningum um sjálfbæra byggð. 

Í umræðunni um ...

Endurvinnslukortið IconNáttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.

Tilgangur Endurvinnskortsins er að fræða um flokkun og endurvinnslu og einfalda leit að réttum stað fyrir hvern ...

Atvinnulífið er grunnstoð hverrar þjóðar. Það aflar þegnum landsins lífsviðurværis, bæði nauðsynja og atvinnu.

Atvinnulífið er ekki aðeins fyrirtækin sjálf heldur einnig fólkið sem býr til, stjórnar og vinnur hjá fyrirtækjunum. Oft er þó talað um atvinnulífið eins og yfirvald sem fólkið á allt sitt undir en í raunveruleikanum væru fyrirtækin ekki til án fólksins sem vinnur störfin.

Atvinnulífið byggir ...

Mengun er það þegar aðskotaefni komast út í umhverfið þar sem þeir geta valdið óstöðugleika, röskun, skaða og óþægindi í vistkerfinu. Mengun getur verið kemískt efni eða orka eins og hávaði, hiti eða ljós. Mengunarvaldar geta komið fyrir náttúrulega en þeir kallast aðskotaefni þegar þeir eru meira en náttúrulegt magn.

Mengun frá álverum
Útblásturssvæði (þynningarsvæði) álvera er svæðið næst álverum ...

Íslenska sauðkindin er af hinu Norður-evrópska stuttrófukyni. Víkingar fluttu með sér meðal annars skandinavískt sauðfé þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en þúsund árum síðan. Íslenska sauðkindin er lágfætt miðað við önnur sauðfjárkyn, ýmist hyrnd eða kollótt , ullarlaus á fótum og andliti og litafjölbreytileiki einkennir hana.

Um 500 þúsund kindur eru á íslandi í dag en sauðfjárbúskapur er ...

Orkunotkun tækja s.s. heimabíóa er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.
Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda ...

Barnamenningarhátíð fer nú fram í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin stendur yfir dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.

Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að ...

Það er eins með garðáhöld og önnur mannanna verk að gæðin skipta meginmáli. Það er enginn sparnaður í því að kaupa drasl sem dettur í sundur eftir stuttan tíma og þurfa svo að kaupa ný garðáhöld á nokkurra ára fresti.

En það er jafn mikilvægt að fara vel með áhöldin sín svo þau grotni ekki niður. Passa að láta þau ...

Foss eða fallvatn nefnist það þegar á eða fljót fellur fram af klettabrún. Fossar setja sterkan svip á náttúru Íslands. Fossar eru misháir, breiðir og vatnsmiklir og mynda þeir oft stórkostlegt sjónarspil freyðandi vatnsflaums og fyrirstaða á leiðinni niður í hylinn. Fossar eru hluti af hringrás vatnsins en allt vatn á jörðinni er tengt saman.

Litlir vatnsdropar verða að lækjarsprænum ...

Skilagjald er öllum drykkjaumbúðum þ.e. áldósir, gler- og plastflöskur eru skilagjaldsskildar. Það þýðir að fyrir hverja framleidda dós/flösku þarf framleiðandi að borga 16 krónur í Úrvinnslusjóð. Þennan pening innheimtir framleiðandi síðan að sjálfsögðu hjá okkur með því að leggja hann á vöruna. Úrvinnslusjóður greiðir síðan til baka þessar 16 krónur til þess sem skilar umbúðunum á réttan stað ...

Það sparar orku að nota frekar ketil til að hita vatn en að hita það í potti á eldavélinni. Frá umhverfissjónarmiði er best er að fjárfesta strax í vönduðum katli og gæta þess að kveikja ekki á honum tómum því það eyðileggur elementin.

Munum að sjóða aðeins eins mikið vatn og við þurfum á að halda hverju sinni til að ...

Veðrið, þ.e. hitastig, úrkoma og vindar ásamt legu lands, og hæð yfir sjávarmáli stjórna lífsskilyrðum á Jörðinni. 

Veðrahvolf
Innsta lag lofthjúpsins byrjar við yfirborð jarðar og nær 9 km hæð við pólsvæði jarðar en 12 km hæð við miðbauginn. Innan þessa hvolfs dregur jafnt og þétt úr hitastigi með aukinni hæð, frá 18°C meðaltali við yfirborðið niður í ...

Prentarar eru af margvíslegum gerðum og gæðum, bæði dýrir og ódýrir. Hagkvæmast er að velja prentara sem hentar þínum þörfum og sem prentar báðu megin á pappírinn. Passaðu þig á að fá upplýsingar um prenthylkin áður en þú kaupir prentara. Stundum eru prenthylkin svo dýr og óumhverfisvæn (mikið plast og ekki hægt að fylla á þau) að betra hefði verið ...

Stór hluti tekna okkar fara í mat. Rétt geymsla matvæla skiptir því miklu máli, bæði til þess að hann skemmist ekki of fljótt og til þess að hann mengist ekki. Rétt kæling og frysting er að sjálfsögðu grunnatriði við annað en þurrvöru en það er ýmislegt annað sem að við verðum að hafa í huga.

Að nota réttar umbúðir:

 • Notaðu ...

Með skipulagi heimafyrir getur flokkunin verið skemmtileg fyrir alla fjölskyldumeðlimi að taka þátt í. Að hrúga öllu upp í bílskúrinn, kjallarann eða herbergi er ekki góð aðferð.

Til að flokkunin heppnist og gangi snurðulaust fyrir sig, er gott að útbúa eða fjárfesta í kössum fyrir hina ýmsu flokka. Merkt ílát hvort sem það eru pokar eða önnur ílát einfalda flokkkunina ...

Aukin tækni í samskiptum hefur minnkað þörfina fyrir óþarfa ferðalög. Fjarfundarbúnaður, samtöl með mynd í farsímum, skrifstofuveggir geta orðið skjáir og samskiptatæki. Þetta höfum við séð í Star Trek en nú er þessi tækni að verða raunveruleg.

Vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir geta búið hver í sinni heimsálfu en verið samt í nánum daglegum samskiptum í gegnum miðla eins og Scype. Fjarlægðir ...

Skrifstofupappír er verðmætur. Hann er dýr og því verðum við að fara sparlega með hann. Best er að sleppa því alveg að prenta sé þess kostur og láta rafræn gögn nægja. Ef nauðsynlegt er að prenta út efni er sparnaður í því að prenta báðu megin á blaðið.

Við val á skrifstofupappír skiptir máli að velja umhverfismerktan pappír t.d ...

Við sofum hluta lífs okkar. Góð dýna skiptir því máli og hún þarf að henta þér. Sumum finnst gott að liggja á mjúkri dýnu en aðrir vilja liggja á harðri dýnu.

Hægt er að kaupa Svansmerktar dýnur úr hreinum nátturuefnum sem anda vel og duga heila mannsævi. Gríðarlegt úrval er til að „heilsudýnum“, marglaga dýnum, vatnsdýnum og Tempur-dýnum. Ýmsar skoðanir ...

Gluggar hleypa mikilli orku út úr húsinu. Vel einangraðir gluggar, tvöfaldir og jafnvel þrefaldir spara til lengri tíma litið mikla peninga því orkan sem smýgur út um gluggann nýtist engum. Því er einangrunargildi glugga nokkuð sem skiptir miklu máli þegar velja skal glugga í ný hús. Á líftíma sínum í húsinu spara þeir allavega fyrir sjálfum sér, fyrir eigendur sína ...

Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...

Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði.

Skógar þekja um þriðjung lands á jörðinni og veita lífsnauðsynlega þjónustu um alla veröld. Um 1,6 ...

Í fjórtándu grein í skýrslu um eflingu græna hagkerfisins sem Alþingi samþykkti samhljóma á síðasta löggjafarþingi kveður á um að „allar stofnanir ráðuneyta og öll fyrirtæki í eigu ríkisins birti ársskýrslur í samræmi við leiðbeiningar Global Reporting Initiative (GRI)“. En hvað er GRI?

Global Reporting Initiative (GRI) er sjálfseignarstofnun og  samstarfsvettvangur fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa staðlað hvað samfélagsskýrslur fyrirtækja ...

Ruslaurant opnar á Járnbraut á Granda fimmtudaginn 1. maí frá kl. 14:00. 

„Þann 1.maí ætlar Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla (á meðan birgðir endast).

Í ferlinu frá framleiðanda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent ...

Í dag fórum við hjá Náttúran.is með 2064 Græn kort í póst, fjögur eintök í hvern einasta skóla á landinu, samtals 516 skóla, allt frá leikskólum til háskóla. Sendingunum fylgdi svohljóðandi bréf:

Kæru skólastjórnendur.

Græna kortið er afrakstur áralangrar vinnu við rannsóknir og gagnasöfnun um stofnanir, félög, verkefni, þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem og ...

Náttúran.is óskar Kaffitári til hamingju með Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fyrirtækið fékk afhend í gær á Degi umhverfisins.

Kaffitár hefur um árbil sýnt mikinn metnað á sviði umhverfismála. Árið 2010 fékk Kaffitár Svansvottun en fyrirtækið rekur sjö kaffihús (sjá kaffihús Kaffitárs hér á Grænum síðum).

Sjá alla sem hlotið hafa Kuðunginn til þessa hér á Grænum síðum ...

Í dag, á Degi umhverfisins 2014 fagnar Náttúran.is sjö ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl á því herrans ári 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir vefinn sem hafði þá ...

Breskur sérfræðingur um lífríki sjávar hefur varað við því að súrnun sjávar - afleiðingar loftslagsbreytinga - muni hafa gríðarleg áhrif á Íslandi.

Dan Loffoley, sérfræðingur í vistkerfum úthafanna (sjá grein hér á vefnum) m.a. helsti ráðgjafi IUCN (International Union for Conservation of Nature) í verkefnum er lúta að verndun úthafanna og heimskautasvæðanna, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands þ ...

Þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í ...

Kaja organic ehf. flytur einungis inn lífrænt vottaðar matvörur.  Slagorð fyrirtækisins er “lífrænt fyrir alla” og er verið að visa beint í boðskapinn og að auki í verðstefnu fyrirtækisins.  Aðaláhersla er lögð á að þjónusta framleiðendur, stóreldhús eins og leik-og grunnskóla auk veitingastaða, yfir 120 vöruliðir í pakknigastærð 5-25kg.  Að auki flytur Kaja inn sælkeravörur / gourmetvörur (lífrænt vottaðar) fyrir smásölumarkað ...

Lóan er komin. En ekki aðeins hún. Á fuglar.is segir:

Mikið kom af farfuglum á suðausturland í dag (15. apríl 2014), stanslaust flug heiðlóa, hrossagauka, stelka og heiðargæsa. Frá Höfn og í Suðursveit mátti sjá tugi hópa af hrossagaukum svona 20-50 saman, mörg hundruð heiðlóur í svona 50-200 fugla hópum. töluvert er komið af heiðargæsum og komu margir hópar ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann, að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3.hæð.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. apríl nk. mun Ester Rut Unnsteinsdóttir flytja erindi sitt „Merkilegir melrakkar“.

Sjá flokkinn Melrakkar ...

Grænþvottur (greenwashing) kallast aðferðafræði í markaðssetningu sem felur í sér að fyrirtæki reyna að slá ryki í augu umhverfis- og heilsumeðvitaðra neytenda til að selja þeim vörur sínar og þjónustu á fölskum forsendum. Grænþvottur getur verið af margvíslegum toga og því ekki skrítið að neytendur ruglist í rýminu. Enda leikurinn til þess gerður.

Hér að neðan er leitast við að ...

Félagið Konur í tækni heldur fund í dag og verður fundurinn helgaður sjálfbærni í tilefni Græns apríls. Markmiðið er að gefa gestum innsýn inn í atvinnulífið og að sýna hvernig samfélagsábyrgð getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í höfuðstöðvum GreenQloud klukkan 17:30 þriðjudaginn 15. apríl.

Á viðburðinu á Facebook segir:

Vissir þú að upplýsingatækniiðnaðurinn er ...

PEFC er umhverfismerki óháðu samtakanna Programme for the Endorsement of Forest Certification. PEFC merkið tryggir að viðkomandi skógarafurðir séu framleiddar úr sjálfbærum skógum. Framleiðsluvörur merktar PEFC eru t.d. pappír, viðarkol, viður, viðarhúsgögn, pappamál o.m.fl.

 

Morgunfrú [Calendula officinalis] - þetta saklausu garðblóm, eins og skapað til að vera bara garðaprýði, býr yfir kyngikrafti sem nýttur er á ýmsa vegu.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir svo um notkun morgunfrúar: „Morgunfrú er góð við bólgu og særindum í meltingarfærum, eitlum og vessakerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir uppskurð á krabbameinsæxlum til að ...

Lífræn ræktun matjurta! Frá og með næsta hausti býður Garðyrkjuskóli Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi upp á nám í lífrænni ræktun matjurta. Með þessu vill skólinn koma til móts við sívaxandi áhuga almennings á lífrænt ræktuðum afurðum. Maður spyr sig reyndar hvað veldur því að þessi deild er ekki fyrir löngu komin á námsframboðslista skólans en það er annað ...

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að bærinn verði leiðandi sveitarfélag á Íslandi til að sporna við notkun innpaukapoka úr plasti.

Ráðið samþykkti að markmiðinu verði náð með samstilltu átaki íbúa og verslunareigenda, markvissri kynningu, samráði og samstarfi allra hagsmunaaðila.

Verslunareigendur auki framboð á fjölnotapokum og umhverfisvænum ruslapokum sem leysast hratt upp í náttúrunni. Einnig kemur fram að Hafnarfjarðabær ...

Birkielixír til yngingar (eftir 35 ára aldurinn)

Innihald:
Birkilauf*, safinn úr 20 sítrónum, hrásykur.
Hlutföll: 1,5 kg. birkilauf.
Safinn úr 20 sítrónum.
3,5 kg. hrásykur.

Nýttir plöntuhlutar: Ný lauf og óskemmd.
Tími söfnunar: Að vori.

 1. dagur: Soðnu vatni hellt yfir birkilaufin í stórum potti og látið liggja yfir nótt. Vatnið á að fljóta vel yfir laufin.
 2. dagur: Birkilaufin ...

Kjöraðstaða til að geyma ferskvörur er í ísskápnum við 0-4 °C. Kælingin eykur geymsluþol ferskafurða um nokkra daga upp í nokkrar vikur allt eftir fæðuflokkum. Kæling stöðvar ekki örveruvöxt né ensímvirkni en hægir á þeim tímabundið. Á kælivörum er geymsluþol annað hvort sýnt með dagsetningu (best fyrir) eða sagt hve lengi varan er fersk eftir opnun umbúða.

Skilda er að ...

Nordic Built er norrænt fjármögnunartilboð til fyrirtækja sem þróa sjálfbærar vörur og þjónustu til að endurgera byggingar. Verkefnið veitir hlutafjármögnun frá norrænu hagsmunaaðilum.

Nordic Built gerir þær kröfur að verkefnin feli í sér samstarf fyrirtækja eða samtaka frá nokkrum norrænum ríkjum.

Síðla árs 2013 tók Norræna ráðherranefndin þá ákvörðun að tryggja framhald kyndilverkefnis Norræna Nýsköpunarsjóðins, Nordic Built, og var það ...

Þú þarft ekki bara „niðurbrjótanleg“ þvottaefni, þú þarft „engin“ þvottaefni. Undarboltinn þvær án allra sápuefna! Þetta hljómar of vel til að vera satt en er satt.

Nú höfum við fjölskyldan verið að nota Undraboltann í 3 mánuði. Ég vildi bíða með að fjalla um boltann áður en að persónuleg reynslusaga lægi fyrir. Í raun er þetta ótrúlegt og því er ...

Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Vistbyggðarráð býður til opinnar málstofu um það hvernig vistvæn hönnun getur gagnast fyrirtækjum. Málstofan verður á Hilton Reykjavík Nordica (2. hæð) þann 11. apríl frá kl. 8:00 – 10:30.

Dagskrá málstofu:

8:00-8:30 Morgunverðarhlaðborð og skráning

8:30-8:50 Opnun og kynning á verkefninu ECHOES. Kjartan Due Nielsen, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar á ...

Fjölmennt var á aðalfundi Landverndar laugardaginn 5. apríl sl. og var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Fundurinn ályktaði um fjögur mál: gjaldtöku af ferðamönnum (náttúrupassa), loftslagsmál, áskorun á verkefnisstjórn rammaáætlunar um að taka ekki fyrir svæði í núverandi verndarflokki í nýrri rammaáætlun, og um aukið, marvisst samstarf og mögulega sameiningu frjálsra félagasamtaka á sviði náttúru- og umhverfisverndar.

Fram kom á fundinum ...

Kort þetta er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða. Náttúran er ehf. tekur enga ábyrgð á skaða sem hlotist gæti af tæknilegum orsökum eða röngum upplýsingum. Skrásetningar byggja á upplýsingum frá upprunaaðilum s.s. endurvinnslufyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sem hafa með úrvinnslumál í landinu að gera.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki. Í raun er nú engin afsökun lengur til fyrir því að flokka ekki sorpið sitt og koma því til endurvinnslu.

Staðreyndin er sú, að það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða sorp er í ...

Matarsóun hefur verið nokkuð til umræðu hér á landi að undanförnu, loksins, en á málþingi sem haldið verður í tilefni Grænna daga Norræna húsinu fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 11:30 verður matarsóun aðalumræðuefnið.

Að málþinginu standa Slow Food í Reykjavík og GAIA - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Málþingið fer fram á íslensku fyrir hádegi og ...

Niðurstöður skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPPC) sem birt var í Yokohama í Japan í dag leiða í ljós að áhrif hlýnunar jarðar sé geigvænleg og birtast þau í ýmsum myndum nú þegar s.s. með ofurstormum og flóðum, bráðnun jökla, þurrkum, vatnsskorti og skógareldum, ógnun búsvæða manna og dýra og breytingum á lífríkinu. Allar þessar breytingar hafa aftur áhrif á ...

Samstarfsyfirlýsing

Náttúran.is og Vistbyggðarráð hafa gert með sér samkomulag um miðlun, fræðslu og framsetningu upplýsinga um aðgengi að vistvottuðum byggingavörum hérlendis m.a. í gegnum vefsíðuna natturan.is ásamt því að hafa samstarf um undirbúning og greiningu markaðar fyrir vistvænar byggingavörur. Samkomulagið gildir frá árinu 2013 til ársins 2016.

Ferðamálastofa veitir árlega umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru veitt árlega. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár en þau voru afhent á ráðstefnunni Sjálfbærni sem sóknarfæri? á Hótel Natura í dag. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar  er sérstaklega vel að verðlaununum komið en fyrirtækið hefur um árabil ...

Vistmennt

Vistmennt er fjölþjóðlegs samstarfsverkefnis í umsjá Arkitektafélags Íslands og kemur samnefnd ritröð „Vistmenn“ út á HönnunarMars. Hún fjallar um sjálfbærni í byggðu umhverfi og byggir á námsefni sem á að nýtast öllum sem starfa við mannvirkjagerð og/eða eru í námi á hinum ýmsu námsstigum. Ritröðin er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins.

 • Vala á vistvænni byggingarefnum
 • Veðurfar og byggt umhveri ...

Nýlega hóf Ríkissjónvarpið útsendingar á matreiðsluþættiinum Eldað með Ebbu.

Ebba Guðný Guðmundsóttir er tvegga barna móðir, grunnskólakennari, þáttagerðarkona, bókaútgefandi og sjálflærð í næringarfræðunum, sem hefur haldið hollri matargerð að landanum á undanförunum árum.

Ebba gaf út bókina „Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?“ fyrir nokkrum árum en bókin kom einnig út á ensku undir titlinum What ...

Þann 29 mars 2014 slökkvum við ljósin klukkan 20:30 í klukkutíma til að vekja athygli á orkusparnaði, umhverfismálum og velferð jarðar.

Reykjavík tekur þátt í Earthhour viðamiklum viðburði á heimsvísu þar sem borgarbúar draga úr lýsingu í eina klukkustund. Yfir 150 lönd taka þátt víðs vegar um heiminn.

Jarðarstundin er eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsframtak í umhverfismálum í heiminum í ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf. í ár er dagurinn kenndru við vatn og orku.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af ...

Ferðamálastofa stendur fyrir málþingi um ávinning, hindranir og tækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu á Hótel Reykjavík Natura þ. 27. mars nk. kl: 12:30-17:00.

Dagskrá:

12:30    Skráning og afhending gagna.

13:00    Setning. Elías Gíslason, settur ferðamálastjóri.

13:10    Ávarp. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

13:20    Sustainability – long term engagement at national, local and tour operator level. Ingunn ...

Ráðstefna um samræktun „aquaponics“ fer fram á Sólheimum í Grímsnesi þ. 25. mars nk.

Dagskrá:

 • 8:30-9:00        Skráning og kaffi
 • 9:00-9:10        Velkomin að Sólheimum - Guðmundur Ármann Pétursson, Sólheimar
 • 9:10-9:30        Kynning á aquaponics – Ragnheiður Þórarinsdóttir, Svinna-verkfræði ehf. / Háskóli Íslands
 • 9:30-9:50        Breen - Aquaponics á Spáni – Fernando Sustaeta, Breen
 • 9:50-10:10      Aquaponics í stórborginni Kaupmannahöfn ...

HönnunarMars stendur fyrir dyrum. Margar áhugaverðar sýningar og viðburðir verða í boði á HönnunarMars í ár. Nokkrar sýninganna hafa vistvæna hönnun sem aðalþema. Ein af þeim er ShopShow.

ShopShow er sýning á norrænni samtímahönnun sem hefur verið sett upp á Norðurlöndunum. Þar er vakin athygli á samspili framleiðslu og neyslu og lögð áhersla á rekjanleika vörunnar. Sýningin sem er nú ...

 • Basilika
 • Blaðlaukur / púrra
 • Garðablóðberg / thimian
 • Majoram
 • Rauðkál
 • Rósakál
 • Stikksellerí

Forræktun tekur um 7 til 9 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu mars-apríl eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Nokkurra vikna gamlar káljurtir, sem búið er að prikkla í eigin potta, þar ...

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa gefið út veggspjald með yfirskriftinni „Dynkur, fossinn sem ekki má hverfa - Verndum Þjórsárver og fossa Þjórsár“. Veggspjaldinu er ætlað að hvetja almenning til að standa vörð um Dynk og hálendi Íslands.

Friðlýsing í uppnámi:
Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og friðlýsingin var endurskoðuð árið 1987. Haustið 2013 var búið að ganga frá nýrri verndaráætlun fyrir ...

Velkomin/n á Náttúran.is 3.0, nýja útgáfu, en vefurinn var upphaflega stofnaður fyrir tæpum sjö árum síðan eða þ. 25. apríl 2007. Öll uppbygging vefsins hefur verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Nýi vefurinn er skalanlegur á spjaldtölvur og snjallsíma. 

Við vonumst til að með þessu framtaki takist okkur að sinna umhverfisfræðsluhlutverki okkar enn betur en áður og byðjum ...

Vinir Þjórsár láti ekki undir höfuð leggjast að kynna sér síðustu breytingar á Rammaáætlun. Þar er Hvammsvirkjun flutt í nýtingarflokk. Er vit í því? Umsagnafrestur rennur út nk. miðvikudag þann 19. mars.

Á vef Rammaáætlunar segir:

Tillögur verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta kynntar -12/19/13
Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn áætlunar um vernd ...

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 13. mars mun Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt kynna verkefni sem byggja á endurnýtingu hráefnis sem áður hefur verið sett til hliðar sem úrgangur. Á fyrirlestrinum fjallar hún um hugmyndafræði, hönnun og úrvinnslu þeirra verkefna sem hún er með hugann við þessa dagana.

„Úrgangur“ er vaxandi vandamál, áhugi á vistvænum lausnum og enduvinnslu eykst með ári hverju, sú ...

Föstudaginn 14. mars kl. 13.00-17.00 verður haldið málþing um Guðmund Pál Ólafasson í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Guðmundur Páll Ólafsson (1941-2012) var einkar fjölhæfur maður og lagði gjörva hönd á margt. Hann er án efa þekkastur fyrir bókaflokk sinn um náttúru Íslands en síðasta bókin í þeim flokki, Vatnið í náttúru Íslands, kom út árið 2013, u ...

Ályktun Búnaðarþings 2014 um lífrænar landbúnaðarafurðir:

Búnaðarþing 2014 telur mikilvægt að efla framleiðslu á lífrænum landbnúnaðarafurðum. Búnaðarþing 2014 hvetur bændr í öllum búgreinum til að meta og nýta þau tækifæri sem eru til staðar í framleiðslu og sölu á lífrænum landbúnaðarvörum. Bændasamtökum Íslands verði falið að halda málþing til kynningar og fræðslu á lífrænni landbúnaðarframleiðslu í samstarfi við VOR (Verndun ...

Grænvarpið er mynd- og hljóðvarp Náttúran.is. Grænvarpið flytur vandaðar umfjallanir um samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar, bæði efni úr eigin framleiðslu og aðsent efni.

Sérstök áherslu er lögð á viðtöl við fólk sem er að gera spennandi og uppbyggilega hluti í samfélaginu.

Í þættinum „Með náttúrunni“ í Grænvarpinuer lögð sérstök áherslu á persónuleg viðtöl við fólkið sem stendur ...

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag undir kjörorðinu „Inspiring Change“. Víða um heim fagna konur deginum og minna á mikilvægi jafnréttis kynjanna og stöðu kvenna í hinum ýmsu menningarheimum. Sjá nánar um hátíðahöld dagsins um víða veröld á Internationalwomensday.org.

Baráttufundur verður haldinn í Iðnó í dag kl. 14:00.

Fram koma:

 • Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
 • Johanna Van ...

Færeyjar eru bestu eyjarnar fyrir ferðamenn að heimsækja, samkvæmt úttekt bandaríska ferðatímaritsins National Geographic Traveler. Ísland deilir fimmta sæti á listanum með Mackinac-eyju í Michigan í Bandaríkjunum og Kangaroo-eyju í Ástralíu.

Um Ísland er sagt að álver og virkjanir séu ókostir við Ísland. Orðrétt segir m.a.; Dramatic landscapes, unique culture, and high environmental awareness, but “new smelters and hydro-electric ...

Norðurlandaráð auglýsir nú eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014.

Í ár verða verðlaunin veitt í 20. sinn. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.

Einu sinni hefur íslenskt fyrirtæki hlotið verðlaunin en það var Marorka sem fékk verðlaunin árið 2008 fyrir nýsköpun á sviði orkusparnaðartækni (Sjá grein). Á sl. ári fékk Selina Juul verðlaunin en hún hefur um árabil ...

Fimmtudaginn 6. mars milli kl. 17:00 og 19:00 stendur fésbókarhópurinn Matarbýtti í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands fyrir matarbýttum í kjallara Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, Túngötu 14 í Reykjavík.

Viðburðurinn, sem kallast Út úr skápnum, gengur út á það að hver sem er getur komið með hráefni úr eldhússkápnum sínum og skipt því út fyrir annað hráefni úr eldhússkáp einhvers annars ...

Þann 28. febrúar sl. fékk SORPA vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum á þremur starfsstöðvum, móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað og skrifstofu. Innleiðing á öðrum starfsstöðvum er hafin.

ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn sem fyrirtækið fékk vottun samkvæmt árið 2011. Staðallinn gerir kröfu um að ...


Við lífræna ræktun er mikilvægt að byrja rétt og nota lífrænt vottuð fræ. Víða er til afmarkað úrval af lífrænum fræjum en það virðist vera mismunandi milli ára hvort innkaupaðilar hafi áhuga á að kaupa inn lífræn fræ eða ekki.

 Til þess að teljast „lílfræn“ verða umbúðirnar að bera lífænt (Organic) vottunarmerki. Þau geta verið frá ýmsum löndum og þar ...

Kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, var tekin upp hér á landi að hluta til á árinu 2012. Við tökur á myndinni lagði Darren mikla áherslu á valda engu raski á náttúrunni. Kvikmyndin Noah verður frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll þann 18. mars kl. 17.30. Um kvöldið þ. 18. mars verða síðan haldnir tónleikar í Hörpu til stuðnings náttúruvernd á Íslandi, þar ...

Sáðalmanak Náttúrunnar er sett þannig fram að þú sérð á tímalínu hvaða tímabil hentar best til að sá til eða gróðursetja hina sex flokka; ávexti, blóm, blöð, rót, tré og ýmislegt. Einnig hvenær óhagstætt er að sá eða gróðursetja. Þú getur valið um að sjá einn dag, viku eða mánuð í senn. Með smelli á reitina sérð þú nákvæmar tímasetningar ...

Náttúran hefur frá upphafi starfrækt Náttúrumarkað, vefverslun með hugsjón en eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Hér á nýjum vef Náttúrunnar munum við ...

Grasa-Gudda er guðmóðir Náttúran.is en fyrsta útgáfa vefsins, sem fór í loftið haustið 2005, hét einmitt grasagudda.is og fræddi um jurtir og var ennfremur fréttavefur um umhverfismál.

Tilgangur Grasa-Guddu þáttarins hér á vefnum er að seilast í viskubrunna fortíðar og nútíðar og fræða um villtu jurtirnar og hvernig þær geta fætt okkur og læknað. Fjöldi greina um villtar ...

Náttúran.is verður með kynningarbás á Mataramarkaði Búrsins í Hörpu helgina 1.-2. mars þar sem fjölmargir framleiðendur munu kynna og selja framleiðslu sína beint.

Kíkið við hjá okkur frá kl. 11:00 - 17:00 á laugardag eða sunnudag, fáið kynningu á nýja vefnum og takið með ykkur Grænt kort af Íslandi og höfuðborgarsvæðinu í prentútgáfu.

Hlökkum til að sjá ...

Náttúran.is býr yfir miklu úrvali af myndefni og textum um náttúru og umhverfi sem henta vel til kennslu á hinum ýmsu skólastigum. Við bjóðum upp á að útbúa sérsniðnar veggmyndir með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Veggmyndirnar geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum. Við bjóðum ferðaþjónustuaðilum og öðrum áhugasömum að fá Græna ...

„Þetta er mjög græn stefna. Við viljum hafa matjurtagarða og kaupmanninn á horninu í öllum hverfum“, sagði Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs við undirritun nýs aðalskipulegs Reykjavíkur í Höfða í gær. 

Ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum. Markmiðið er að þétta byggðina og eiga 90 prósent allra íbúða að rísa innan núverandi þéttbýlismarka. Skapa á heildstæðari borgarbyggð, nýta betur ...

Sóun á mat veldur mikilli umhverfismengun, eykur kostnað á matvælum og þegar við hendum mat erum við á sama tíma að henda peningum. Verum Vakandi og stuðlum í sameiningu að því að hætta að sóa mat.“ 

Vakandi eru samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla.
Talið er að á Íslandi endi þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru sem sorp ...

Vitna má í allar fréttir og greinar á Náttúran.is á öðrum miðlum eða nýta sér RSS fréttafóðrun en vinsamlegast getið uppruna með skýrum hætti og tengið inn á viðkomandi grein með tengli. Við aðstoðum gjarnan við að finna sértækt efni á vefnum og veitum frekari upplýsingar. Hafið samband við okkur á natturan@natturan.is.

Náttúran er ehf. á höfundarrétt ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Ferskir ávextir eru oft grunsamlega fagrir. Það er ekki einungis að ljótu ávextirnir hafa verið flokkaðir burt, heldur hafa margir ávextir einnig verið úðaðir eða þvegnir með skordýraeitri til þess að þeir líti betur út. Lífrænir ávextir hafa hins vegar ekki verið þvegnir upp úr eiturefnum, ekki hafa verið notuð fyrirbyggjandi lyf og varnarefni og einungis er notaður lífrænn áburður ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Framleiðsla vörutegunda eins og vefnaðarvöru, leikfanga, húsgagna og matvöru er oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa þó að sum framleiðsla sé sem betur fer umverfisvænni en önnur. En hvernig vitum við hvaða framleiðandi er ábyrgur og hvaða vara er betri og heilbrigðari en önnur? Viðurkenndar vottanir hjálpa okkur til að vita ...

Korn er uppistaða brauðmetis og hreinleiki kornsins er því það sem mestu máli skiptir varðandi brauðmat. Sætt brauð, kökur og kex hafa aftur á móti oft sykur og fitu sem aðaluppistöðuefni. Brauðmatur úr lífrænu korni er almennt umhverfisvænna en annað brauð, sérstaklega ef kornið er ekki flutt um langan veg. Mikil mengun vegna flutninga getur vegið upp á móti öllum ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Íslendingar eru menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi. Hvernig væri að ...

Fair Trade deildin

Fair Trade eða sanngirnisvottun er oft nefnt réttlætismerki enda byggist hugmyndafræðin á því að sanngirni og virðing sé viðhöfð í viðskiptum. Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi.
Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og ...

Fatnaður er okkur mannfólkinu nauðsynlegur og stendur okkur næst i orðsins fyllstu merkingu. Húðin snertir efnið og því er mikilvægt að íhuga hvað við berum næst okkur. Mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks ...

Þegar verslað er hér á Náttúrumarkaði fer pöntunin alltaf í pakka sem er sendur með Íslandspósti samdægurs eða næsta dag eftir því á hvaða tíma dagsins þú pantar. Pöntunin fer af stað samdægurs sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi og er þá að jafnaði komin á leiðarenda daginn eftir. Þú getur einnig sent pakkann til annarra, sem gjöf ...

Ferskt lífrænt grænmeti er án efa besta grænmeti sem hægt er að fá. Ekki er verra ef það er íslenskt. Lífrænt grænmeti er ræktað á þann hátt sem styður við vistkerfi og viðheldur heilbrigði jarðarinnar. Grænmeti er einnig ein aðaluppistaðan í mörgum unnum matvörum og því tilefni til að lesa vandlega á umbúðirnar. Hér í deildinni eru nákvæmar upplýsingar um ...

Heilsuvörur eru vörur sem stuðla að bættri heilsu á einhvern hátt. Í dag er nokkuð erfitt að skilgreina hvað flokkast undir heilsuvörur og hvað ekki, því úrvalið er gríðarlegt og hugtakið heilsa svo víðfemt. Það sem fyrir einn er hollt er kannski óheppilegt fyrir annan svo það er erfitt að alhæfa í því sambandi. Til að mynda eru þarfir ófrískra ...

Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

Landsbankinn 2012 og 2015
Uppbyggingarsjóður Suðurlands 2015
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - 2006, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014
Sorpa 2012, 2014 og 2016
Úrvinnslusjóður
2012 og 2014
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
- 2009, 2011, 2013 og 2014
Alþingi Íslendinga - 2008, 2009, 2010 og 2011
Norræni menningarsjóðurinn- 2010
Landsvirkjun - 2010 og 2011
Reykjavíkurborg - 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar - 2009 ...

Að borða lítið af kjöti er eitt það umhverfisvænsta sem hægt er að gera. Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til þess að framleiða hvert kíló af kjöti. Íslenskt kjöt er þó betra en flest annað kjöt í Evrópu að þessu leyti. Íslenska fjallalambið gengur um frjálst úti í guðsgrænni náttúrunni og er því umhverfisvænt ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum efnum sem ekki eru sérstakleg heilsusamleg og jafnveg skaðleg. Góð leikföng þurfa ekki alltaf að vera úr hreinum náttúrlegum efnum þó að þau geti verið það. Gerviefni geta verið jákvæð út frá umhverfissjónarmiðum ...

Green Map® System er alþjóðlegt flokkunarkerfi til að auðvelda þér að taka þátt í því að skapa sjálfbært samfélag. Þú finnur grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu. Athugið að sumir flokkar taka einnig til varhugaverðra fyrirbæra og svæða.

NÝTT! Grænt kort – Suður, sérstök app-útgáfa um Suðurland.

Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheims-regnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri ...

Í matvörudeildinni finnur þú allar mat og drykkjarvörur eða allt vöruúrval Náttúrumarkaðarins sem er ætlað til manneldis. Hér í deildinni leitumst við við að setja fram sem nákvæmastar upplýsingar og birta innihalds, framleiðslu- og vottunarupplýsingar á sem nákvæmastan hátt. Regla er að allar upplýsingar sem er að finna á umbúðunum séu hér vel læsilegar. Það á við bæði um samsetningu ...

Hildur Hákonardóttir, lista- og búkona með meiru, hefur starfað sem ráðgjafi og greinarhöfundur frá stofnun Náttúrunnar.

Greinar úr bókum Hildar „Ætigarðinum“ og „Blálandsdrottningunni“ birtast hér á vefnum reglulega auk þess sem Hildur hefur verið með í ráðum við þróun liða s.s. Eldhúsgarðsins sem er sameiginlegt hugarfóstur þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Hildar. Reynsla Hildar af uppeldi plantna og annarra lífvera ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Fiskur er holl uppspretta próteins og vítamína. Hann inniheldur einnig Omega-3 fitusýrur sem eru fyrirbyggjandi gegn mörgum sjúkdómum.

Nokkrir aðilar hafa þróað staðla og vottunarkerfi fyrir sjálfbæra nýtingu sjávarfangs. Umfangsmest þeirra er Marine Stewardship Council (MSC), en einnig hafa Friends of the SeaFriends of the Sea, KRAV í Svíþjóð, Naturland í Þýskalandi og stjórnvöld nokkurra ríkja þróað slík kerfi ...

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og siðgæðisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist til ...

Náttúran.is hefur hannað og látið framleiða allar vörur Náttúrubúðarinnar. Hér finnur þú Svansmerktu Náttúruspilin, lífrænt- og kolefnisvottaða stuttermaboli og taupoka merkta Náttúrunni.is sem og græn kort og veggmyndir í ýmsum stærðum og gerðum. Athugið að einnig er hægt að sérpanta veggmyndir með ákveðnum skilaboðum t.d. til notkunar í skólastarfi og einnig er hægt að panta stærri upplög ...

Dominique Plédel Jónsson þýddi efni Græna kortsins hér á vefnum yfir á frönsku svo það mætti nýtast öllum frönskumælandi á ferð sinni um landið.

Dominique Plédel Jónsson er landfræðingur að mennt frá háskóla í París og með réttindi sem leiðsögumaður á Íslandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 1971 með 10 ára hléi er hún var búsett í Danmörku ...

Eins og í sælgæti er ógrynni af litarefnum í ís og frostpinnum.  Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru.  Brilljant blátt FCF (E-133) t.d. er að finna í ís. Efnið var lengi bannað í sumum löndum Evrópu en hefur nú verið leyft vegna reglna innan ESB. Efnið er unnið úr kolatjöru og það getur framkallað ...

Það hefur færst í vöxt að fisk- og kjötvörur séu ekki hrein afurð, jafnvel þó að aðeins sé um niðurskurð og pökkun að ræða. Kjúklingalæri og ýsuflök pökkuð í frauð og plast eru oft sprautuð með vatni, salti og sykri auk bragðaukandi efna.

Unnu fisk- og kjötafurðirnar eru þó enn varasamari hvað þetta varðar. Nítröt og nítrít (natríum og kalíumsölt ...

Steinunn Harðardóttir

Þáttastjórn Með náttúrunni

Steinunn Harðardóttir gekk til liðs við Náttúruna og stjórnaði þáttaröðinni „Með náttúrunni“ í Grænvarpinu á árunum 2014-2015, Grænvarpið er þjónustuliður þar sem áherslan er á vandaðar umfjallanir sem snerta samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar. Grænvarpið leggur ekki síst áherslu á viðtöl við fólk sem er að gera spennandi og uppbyggilega hluti í samfélaginu.

Um ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Líkami barna er mun minni en okkar fullorðnu, og börnin þola því minna af hættulegum efnum þar sem áhrif slíkra efna eru oft minni eftir því sem líkamsþyngd er meiri.

Í sælgæti er ógrynni af litarefnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133 ...

Ísland er land sem þarf að flytja inn megnið af ávöxtum sem hér eru á markaði, en mjög gott íslenskt grænmeti er hins vegar ræktað innanlands. Ávextir og grænmeti sem eru ekki með skýrt upprunavottorð eru oft grunsamlega fallegir. Oft er askorbínsýra (E300) og sítrónusýra (E330) notaðar til að varðveita lit og ferskleika grænmetis og ávaxta einkum þegar flytja þarf ...

Flest ilmvötn í dag eru unnin úr jarðolíu, og til er í dæminu að eitt ilmvatnsglas sé samsull úr um 500 mismunandi efnum. Yfirleitt stendur bara ilmefni á umbúðunum, og ekki kemur fram að þau eru unnin úr jarðolíu eða kolatjöru. Í snyrtivörum geta verið hvimleið aukefni eins og E-240 - formaldehýð sem er þekktur krabbameinsvaldur. E-218 Metýl paraben og önnur ...

Ný útgáfa Græna kortsins yfir Ísland birtist nú hér á vefnum á fimm tungumálum, íslensku og ensku eins og í fyrri útgáfum og á þremur nýjum málum, þýsku, ítölsku og frönsku. Með því að auka við málaflóruna hefur Græna kortið nú möguleika á að ná til mun stærri hóps jarðarbúa en áður.

Þýsku þýðinguna vann Kathrin Schymura, ungur þroskaþjálfi sem ...

Náttúruteymið

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúrunnar vinna nú að nýjum vef sem settur verður í loftið þ. 1. febrúar nk. Vefurinn verður einfaldur í útliti en stórbrotinn í allri virkni. Nýi vefurinn verður skalanlegur á spjaldtölvur og snjallsíma. Við vonumst til að með þessu framtaki takist okkur að sinna umhverfisfræðsluhlutverki okkar enn betur en áður.

Beðist er afsökunar á að ekki er ...

Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir.

Nokkrar gerðir sjónvarpa eru á markaði í dag, en algengustu sjónvörpin eru Led-sjónvörp. Auk þess eru til NeoPlasma og Oled-sjónvörp. LCD og Plasma voru algengastir áður fyrr og eru enn til á markaði.

Orkunotkun ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt.

Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Þriðjudaginn 23. janúar kl. 8:30 - 10:00 standa Festa og Samtök atvinnulífsins fyrir ráðstefnunni "Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur" á HIlton Reykjavík Nordica.

Á ráðstefnunni fá forsvarsmenn sex fyrirtækja, sem öll hafa innleitt hugmyndafræði um samfélagsábyrgð, sjö mínútur til að segja sína sögu:

- Hvers vegna að innleiða stefnu um samfélagsábyrgð?

- Hverju getur samfélagsábyrgð skilað fyrirtækinu?

- Hverjar eru helstu áskoranirnar ...

Málning frá því að þú málaðir síðast, lakk fyrir bílinn, leysiefni og terpentína eru oft geymd lengi í bílskúrnum. Slík efni eru eldmatur og ættu að vera í lokuðum hirslum, helst í járnskápum. Uppgufun og öndun þessara efna getur legið í loftinu og eldur blossað upp ef opinn glóð er í nágrenninu. Best er að losa sig við málninguna ef ...

Hringið í Neyðarlínuna 112 ef slys ber að höndum.

Ef um minni skrámur eða veikindi er að ræða er góður sjúkrakassi eitt það allra nauðsynlegasta á heimilinu. Einnig er gott að hafa mikilvægustu símanúmer á ísskápshurðinni og á miða í sjúkrakassanum. Plástrar í ýmsum stærðum, sáraumbúðir, teygjubindi, verkjalyf og sótthreinsandi áburður er það allra nauðsynlegasta.

Það er staðreynd að flest ...

Nú er hart í ári fyrir smáfuglana okkar, víða djúpt að kroppa í gegnum snjóinn. Það er því mikilvægt að við hugsum til okkar litlu vina og gefum þeim lítið eitt af borði okkar, það munar um það. Það er auðvitað hægt að fara út í búð og kaupa poka af fuglafóðri en við gömlum eplum, ögn af fitu eða ...

Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Þetta vill Náttúran er ehf. gera með því að vera:

 • fréttamiðill og veita neytendum óháðar upplýsingar um vörur og þjónustu sem tengjast náttúrunni, umhverfis-, félagslegum og/eða ...

Ísland er í 30. sæti hjá New York Times yfir '52 places to go in 2014'. Í blaðinu birtist eftirfarandi grein um Ísland og ímyndið ykkur áhrifin sem að slík frétt getur haft. Þetta er orðsporið sem ríkisstjórnin og umhverfisráðherra eru búin að skapa okkur. Er þetta það sem við viljum?

Náttúruundur í hættu. Farið að sjá þau áður en ...

Um árabil hefur SORPA gefið út einstaklega falleg og skemmtileg dagatöl.

Myndskreyting almanaks SORPU í ár er unnin af einstaklingum sem sækja þjónustu hjá Ási styrktarfélagi, nánar tiltekið í Lyngási, Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu. Það er til marks um sköpunarkraft þeirra sem tóku þátt í verkefninu að verkin sem bárust voru mun fleiri en mánuðir ársins.

Hér til hliðar ...

Ímyndið ykkur framtíðina án plastpoka í öllum skápum og skúffum heimilisins þar sem litlu plastikpokahaldararnir inni í eldhússkápnum ná aldrei að halda utan um allan þann fjölda plastpoka sem læðast inn á heimilið úr búðinni.

Sú framtíð er ekki langt undan á Hawai þar sem öll fjögur byggðu sveitarfélög landsins hafa samþykkt plastpokabann í kjörbúðum en bannið mun taka gildi ...

Myndlist er mikilvæg á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða teikningu eftir börnin er að ræða, gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ er að hún er vönduð, fer ekki úr tísku og er því ákaflega umhverfisvæn.

Um ...

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og félagið Vinir Þjórsárvera sendu í fyrradag þ. 3. janúar frá sér eftirfarandi bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Í bréfinu eru greinargóðar útskýringar á því hvað það er sem ráðherra er að gera rangt og hvaða lög hann er að brjóta með ákvörðun sinni um að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera sem tilkynnt ...

Erfðabreytt matvæli eru í sjálfu sér ekki hluti af E-efna kerfinu. En rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Rannsóknir hafa að mestu verið framkvæmdar og kostaðar af framleiðendum og því verður að taka þeim með fyrirvara.

Óháðir aðilar hafa framkvæmt rannsóknir sem sumar hverjar benda til þess að erfðabreytt matvæli hafi slæm áhrif á meltingarkerfi tilraunadýra ...

Margir hafa tekið eftir því að algengar brauðtegundir eru farnar að endast æ lengur. Samt er það svo að brauð sem er nýbakað úr náttúrulegum hráefnum helst ekki lengi ferskt.

Ýmis efni eru notuð til að lengja geymslutímann. Kalsíum própríónat (E282) kemur þannig í veg fyrir að brauð og kökur mygli. Rannsóknir benda til þess að efnið geti skert athyglisgáfuna ...

Náttúran.is skoraði á söluaðila flugelda á landinu öllu fyrir áramótin 2007 (sjá áskorunina) að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn ...

Það hlaut að koma að því; jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert?

Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóra svarta plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún ...

Mennirnir hafa frá fornu fari fórnað skepnu til guða sinna þegar mikið lá við. Valið besta sauðinn eða það dýr sem hendi var næst og í sumum tilvikum lagt mikið upp úr því að innbyrða það með viðhöfn á eftir. Jólasteikinni má líkja við fórn til guðs/guðanna fyrir endurkomu ljóssins. Staðreyndin er að við mennirnir höfum í raun lítið ...

Nú, í aðdraganda jóla og áramóta, á hátindi ársins, lítum við til baka og reynum að gera okkur grein fyrir hvað árið færði okkur, hvað við gerðum fyrir aðra og hvað við hefðum getað gert betur. Eins og Jörðin ferðast hring í kringum sólina á einu ári þá er hugmyndin um tíma einnig eins og hringur sem lokast og byrjar ...

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett.

Skógræktarfélög ...

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur allt ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Grafík: Skreytt jólatré, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.


Kort sem ekki eru með aðskotahlutum s.s. málmfilmum eða gerviefnum má setja í venjulega pappírsendurvinnslu en kort með aðskotahlutum eru ekki endurvinnanleg. Það sama gildir um gjafapappír. Jólapappír er oft með mikið af málmum og er því óendurvinnanlegur. Flestan jólapappír má  setja í pappírsgáma. Sterk rauður jólapappír (meirihlutinn rauður) og mikið gylltur pappír er óvelkominn í pappírsgáminn og fer ...

Guðsmóðirin hefur mikið vægi í kaþólskri trú en ekki alveg að sama skapi í lúterskri trú. Móðirin gleymist oft eða er öllu heldur túlkuð í náttúrulögmálinu, samanber móður jörð.

Það að María skuli hafa átt barn sitt eingetið setur mennskum mæðrum stólinn fyrir dyrnar því samkvæmt því eiga þær börn sín í synd.  Hugsanlega er kominn tími til að íhuga ...

Í dag þ. 13. desember 2013 er síðasti dagur framlengingar frests til að senda inn athugasemdir við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Mikil andstaða hefur verið við áform ráðherra um brottfall náttúruverndarlaga en í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands segir m.a.:

Frumvarp það sem ráðherra hefur lagt fram um brottfall laga ...

Vörurleitin á Náttúrumarkaði gefur þér kost á að þrengja leitina til að finna vörur sem uppfylla þær kröfur sem þú gerir til framleiðanda, merkingar eða viðurkenndrar vottunar. Sjá hér til hægri undir Vöruleit á Náttúrumarkaði. Vöruleitin nýtist vel til vistvænna innkaupa opinberra aðila jafnt sem fjölskyldunnar.

Allar vörur sem skráðar eru á Náttúrumarkað koma upp í Vöruleit, hvort sem þær ...

Þriðja árið í röð heldur ljúfmetisverslunin Búrið sinn sístækkandi og gómgleðjandi jólamatarmarkað í Hörpu helgina 14. - 15 des. frá kl. 11:00 - 17:00.

Rúmlega fimmtíu framleiðendur og bændur frá öllum landsfjórðungum koma saman í Hörpunni til að selja og kynna vörur sínar og framleiðslu. Fjölbreytt úrval ljúfmetis hefur aldrei verið meira og hægt verður að krækja sér í eitthvað ...

Elding hvalaskoðun hefur nú tryggt sér hina virtu gullvottun EarthCheck sem eru vottunarsamtök fyrir ferðaþjónustu. Þannig hefur Elding slegist í hóp með leiðandi fyrirtækjum á heimsvísu sem, á fimm ára tímabili eða lengur, hafa sýnt fram á einurð og sett sér háleit markmið í umhverfisstjórnun.

Til að öðlast vottun frá EarthCheck, þarf að gera grein fyrir umhverfisfótspori og fylgja alþjóðlega ...

Fyrirtækin Síminn, Pósturinn og Græn framtíð standa fyrir farsímasöfnunarátaki 6.-16. desember næstkomandi. Pósturinn sendir sérhannaða  plastpoka inn á öll heimili í landinu sem viðtakendur eru hvattir til að nýta undir bilaða eða afgangs farsíma. Símunum er svo skilað til Símans, þaðan sem þeir rata í hendur Grænnar framtíðar, sem kemur þeim í verð með endurnýtingu og endurvinnslu. Fyrirtæki geta ...

Í fyrra kom út Jákvæðar sögur af Svaninum í smærri byggðum hjá Norrænu ráðherranefndinni hefti með 18 frásögnum af reynslu lítilla fyrirtækja í smærri byggðum á Norðurlöndunum sem fengið hafa vörur sínar eða þjónustu vottaða með Norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Umhverfismerki Evrópusambandsins. Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice safnaði frásögnunum og bjó þær til útgáfu, en verkið var fjármagnað af ...

Orkuveita Reykjavíkur hefur á undanförnum árum selt upprunaábyrgðir á markað í Evrópu. Það er þó ekki svo að íslensk raforka sé nú flutt úr landi um rafstreng án þess að við höfum tekið eftir því heldur er málið þannig vaxið að með aukinni eftirspurn eftir „vottaðri endurnýjanlegri orku“ á meginlandinu hefur verið komið á kerfi sem að gerir raforkuframleiðendum eins ...

Vistvæn jól - er hugtak sem farið er að nota yfir það að taka örlítið meira tillit til umhverfisins og náttúrunnar þegar að jólaneyslan er annars vegar. Betra væri þó að tala um „minna vistspillandi jól“ því að nútíma jól og jólaundirbúningur getur ekki talist sérlega umhverfisvænn. Það er ekki ætlunin hér að umturna hefðum og ræna börnum gleði jólanna, þvert ...

Þörf okkar fyrir táknmyndir jólanna kemur hvað skýrast í ljós við val á formum fyrir smákökur.

Við notum, hringi, stjörnur, hjörtu, engla.  Á kökurnar má líta eins og oblátur.

Ljósmynd: Piparkökubakstur, Guðrún Tryggvadóttir.

Náttúran.i vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu prentútgáfu Græna Íslandskortsins sem kom út haustið 2013. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt kort® yfir Ísland væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Stuðningsaðilarnir eru:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Áfengis- ...

Endurvinnsla sorps er ein mikilvægasa leiðin til að minnka ágang á gæði jarðar og ætti að vera sjálfsagður þáttur í hverju fyrirtæki og á hverju heimili. Um 1/7 hluti alls úrgangs fellur frá heimilum en 6/7 frá fyrirtækjum heimsins. Með endurvinnslu eykst meðvitund um hvað við sóum miklu og verðmæt efni komast aftur í umferð og hættuleg efni ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða ...

Þegar gjöf er valin er ekki síst mikilvægt að hafa í huga að ákvörðun þín hefur alltaf bein áhrif á umhverfið. Ef gjöfin er flutt langt að og er framleidd úr PVC, áli eða öðrum efnum sem hafa óvéfengjanlega slæm áhrif á umhverfið, bæði við framleiðslu og eftir líftíma, þá ertu kannski ekki að gefa eins góða gjöf og þú ...

Vistvæn innkaup snúast um að velja þá vöru sem er síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna samanborið við aðrar vörur sem uppfylla sömu þörf og samtímis bera sama eða lægri líftímakostnað.

Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Viðmiðin eru ...

MAST hefur send út boð til hóps félaga og fyrirtækja um að Skráargatið, sænskt merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði, verði loks innleitt hér á landi, sem er ánægjulegt.

Minna ánægjulegt hefur þó verið að fylgjast með þessari erfiðu fæðingu og ekki síður furðulegt að Skráargatið hafi verið notað ...

Linda Ólafsdóttir myndskreytir hefur málað stórsnjalla mynd af tré þar sem árstíðirnar og þar með árið allt er sett fram á einu tré. Hugmyndin að myndinni vaknaði þegar að ung dóttir hennar var að reyna að átta sig á hve langt væri í afmælið sitt.

Þann 31 desember í fyrra spurði Lára dóttir mín hvað myndi ske á næsta ári ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull sem er ræktað þarf ...

Nú stendur Umhverfsiþing yfir í Hörpu. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hélt inngangserindið sem fjallaði um innihald þingsins sem er „Verndun og nýting - framtíðarsýn og skipulag“. Í ræðu ráðherra kom m.a. fram að hann vildi taka af allan vafa um að áformuð stækkun friðlands Þjórsárvera fæli ekki í sér að virkjanaskostir væru innan þess. Aftur á móti gæti ...

Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg.

Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu ...

Sólblómafræ eru ein sú fullkomnasta fæða sem völ er á en ef þú leyfir þeim að spíra margfaldast næringargildi þeirra. Þau eru stútfull af próteinum og C vítamíni og fleiri efnasamböndumn og auðveldara er að melta spíruð fræ en óspíruð. Spírur af sólblómum henta vel t.d. í græna drykki, salöt og bara til að steita úr hnefa því þau ...

Grafíski hönnuðurinn Selina Juul, stofnandi samtakanna Stop Spild Af Mad sem vinnur gegn sóun matvæla með ýmsum aðferðum, hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs nú á dögunum.

Seelina er af rússensku bergi brotinn og blöskraði sóun matvæla en hún hafði upplifað skort á mat á æskuárum sínum í Rússlandi. Seelina starfar sem dálkahöfundur við Jyllands-Posten og sem ráðgjafi danska umhverfisráðuneytisins í ...

Uppi á milli fjalla í Lækjarbotnum (Kópavogi) munu Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar þann 16. nóvember n.k. kl. 12:00 - 17:00.
Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa lagt alveg gríðarlega vinnu síðast liðna mánuði við að undirbúa þennan dag. Í huga barnanna, stórra og smárra, er þetta einn af stærstu dögum skólaársins.

Margt fallegt ...

Sennilega eru hjólbarðarnir einn mikilvægasti hluti ökutækja, og sá hluti sem verður fyrir fjölbreyttasta álaginu. Hjólbarðar eru mikilvægir varðandi allt öryggi, góðir hjólbarðar geta forðað slysi á sama hátt og lélegir hjólbarðar geta orsakað slys. Hjólbarðar þurfa að uppfylla ýmsar kröfur sem oft eru mótsagnakenndar. Kröfurnar snúa að viðnámi, styrk og endingu en einnig að eldsneytiseyðslu og hávaða.

Almennt má ...

Hin gömlu íslensku mánaðaheiti eru þessi:

 1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
 2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
 3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
 4. harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)
 5. skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)
 6. sólmánuður hefst ...

Hraunavinir skora á almenning að taka þátt í meðmælum með Gálgahrauni og gegn eyðileggingu þess. Í tilkynningu frá Hraunavinum segir „Nú er að duga eða drepast“ og „nú er ljóst að einn af þeim stöðum sem fer undir veginn er álfakletturinn Ófeigskirkja“.

Hraunavinir hvetja fólk til að mæta í orustuna fimmtudaginn 31. október kl. 12:30 og verja hraunið frekari ...

Hreinlætisvörur
Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta ...

Náttúran umfjallanirNáttúran.is byggir hugmyndafræði sína á samstarfi við alla sem eitthvað hafa fram að færi á sviði náttúru og umhverfis.

Náttúran.is vill auka sýnileika annarra en til þess að það geti orðið treystum við á að samvinnuviljinn sé fyrir hendi í báðar áttir. Sýnileiki og vöxtur Náttúran.is er grundvallaratriði svo vefurinn geti sinnt því ábyrgðarfulla hlutverki að gefa ...

Voffi er ein „persónan“ í merki Náttúrunnar og tákn fyrir leitarvélina hér á vefnum en hann þefar uppi og vísar þér á það sem þú ert að leita að hvort sem það er hugtak, fyrirtæki eða ákveðin vara. Prufaðu að slá inn það sem þú hefur áhuga á að finna í leitarreitinn hér til hægri á síðunni og smelltu á ...

Fólk heldur að efni sem eru notuð í dag, t.d í sjampó, fötum, byggingarefni, leikföngum og öðru séu prófuð og viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum. Nær er að segja að þau séu ekki bönnuð því að það er ekki til nein lagasetning sem leggur það á herðar framleiðenda að athuga skaðsemi efna áður en þau eru notuð í vörum eða á ...

Grænkortakerfið Green Map System sem Náttúran.is er í náinni samvinnu við vann í gær til viðurkenningar fyrir verkefni sitt Climate Change Ride frá Human Impacts Institute.org en verðlaunin eru veitt fyrir skapandi loftslagsverkefni (Creative Climate Action Award).

The Human Impacts Institute's hlutverk er að styðja við verkefni sem stuðla að sjálfbærni.

Ljósmynd: Wendy Brawer stofnandi Green Map ...

Þurrvara er eins og nafnið bendir til þurr matvara úr öllum fæðuflokkum sem er þurrkuð sérstaklega til að geymast lengur. Þurrvara þolir ekki raka. Oft er þurrvara pökkuð í rakaþolna poka eða ílát en alls ekki alltaf. Því er nauðsynlegt að geyma þurrvöru á þurrum stað til að koma í veg fyrir að hún skemmist.

Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál ...

Í sjálfbæru samfélagi er notað rafmagn sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vatnsorku, vindorku og sólarorku. Ísland er ríkt af vatnsorku og jarðvarma og anna Íslendingar raforkuþörf sinni að 99,9% með þessum sjálfbæru innlendu orkugjöfum. Nýting á orku fallvatna hefur engin áhrif á afrennsli af landinu og því ekki hægt að ofnýta þessa orku. Vinnsla jarðhita er ...

Bækur vekja athygli barna mjög snemma. Fyrsta bókin getur verið myndaalbúm með myndum af mömmu, pabba og systkinunum eða harðspjaldabók með einföldum myndum af húsdýrunum. Þessar bækur geta verið tuggðar og plastbækur sognar. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru vandamál í leikföngum, sérstaklega í mjúku plasti og eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum ...

Splunkunýtt Grænt kort / Green Map IS sem Náttúran.is stendur fyrir þróun og framleiðslu á verður frumsýnt og kynnt á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 27. september frá kl. 17:00 - 22:00.

Kynningin er á vegum Ferðamálafræði og landfræðideildar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina Grænt Ísland - forsenda ferðaþjónustu.

Við munum dreifa Græna kortinu til gesta auk þess að sýna ...

Eftir 10. október nk. verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Reykjavíkurborg hefur hvatt borgarbúa til að fá sér eða þá koma honum í bláa grenndargáma sem staðsettir eru út um allan bæ, eða í pappírsgámana á gámastöðvunum

Ef pappír finnst í ...

Í dag réðst starfsmaður Íslenskra Aðalverktaka að nokkrum Hraunavinum þar serm þeir voru að kanna aðstæður við Gálgahraun og ógnaði þeim með gröfu. Það er ekki hægt að búa við svona ógnanir í lýðræðissamfélagi og það er því brýnt að allt náttúruverndarfólk standi saman, mótmæli þessu og hindri frekari skemmdarverk á Gálgahrauni. Í dag náðu gröfur verktakanna að hraunjaðrinum að ...

Húsgögn og innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í ...

Skógræktarfélag Íslands útnefndi Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri, þ. 2. september sl.

Gráösp (Populus x canescens) var valin Tré ársins 2012 en tréð er blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Gráösp er sjaldgæf hér á landi en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu, Vestur-Asíu og Suður-Rússlandi. Uppruni þessa tiltekna trés er ...

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið allt alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lísviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og er undirbúningur fyrir dagskrána í ár hafinn. Einstaklingar, stofnanir ...

Bensín og dísel úr jarðolíu eru algengustu orkugjafarnir fyrir farartæki en það er mikilvægt að þróa betri tækni og finna nýja orkugjafa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þessara orkugjafa. Almenningur og löggjafinn vilja sjá sparneytna, hagkvæma og mengunarlitla bíla en er það framkvæmanlegt og hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fljótvirkasta aðgerðin til að draga úr bensín og ...

Horblaðka (Menyathes trifoliata) er algeng í votlendi, síkjum og grunnum tjörnum, um allt land. Í plöntunni eru bitrir sykrungar, þ.á.m. lóganín og fólíamentín, einnig flavonar, sápungar, ilmolíur, inúlín, kólín, C-vítamín og joð. Nota má blöð horblöðkunnar til að örva meltingu og hægðir, auk þess sem inntaka virkar bólgueyðandi, þvagdrífandi og hitastillandi. Um notkun segir Arnbjörg Linda Jónhannsdóttir grasalæknir ...

Í 10. grein Reglugerðar um náttúruvernd frá 20.05.1973 segir:

Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla.

Á óræktuðu landi er öllum heimilt að lesa villt ber til neyzlu á vettvangi. Óheimilt er að nota tæki við berjatínslu, ef uggvænt þykir að spjöll á góðri hljótist af notkun þeirra. Er Náttúruverndarráði rétt að banna notkun slíkra tiltekinna ...

Baldursbrá [Matricaria maritima] - Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason, segir í undirtexta sem vísar í þjóðlegar heimildir*:„Tegundin er ein þekktasta lækningaplantan. Einkum var hún notuð við kvensjúkdómum eins og nöfnin fuðarjurt og móðurjurt gefa til kynna (matricaria komið af matrix, leg; skylt mater, móðir). Hún átti að leiða tíðir kvenna og leysa dautt fóstur frá konum, eftirburð ...

Nú eru rannsakaðir margir möguleikar sem miða að því að minnka orkunotkun í samgöngum eða beina notkuninni í annan farveg en bensín og dísel. Í þessari grein eru skoðaðir nokkrir möguleikar sem er verið að vinna með.

Lífdísel er orkugjafi sem mikil áhersla er lögð á í dag. Lífdísel er framleitt úr jurtaolíu eða dýrafitu en einnig eru vonir bundnar ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleifar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að ...

Náttúran.is fylgir kalli náttúrunnar og birtir stöðugt efni sem tengist hverri árstíð. Nú er berjatíminn genginn í garð og margt hægt að gera, nýta, njóta, frysta, sulta og gerja. Í Grasaskjóðuna er Náttúran að safna uppskriftum af ýmsum grasa- og gróðurráðum og uppskriftum. Gaman væri að fá uppskrift að sultu eða uppskrift af hverju sem er úr ríki náttúrunnar ...

Ber eru sannarlega björg í bú og margt annað hægt að gera úr þeim góðu ávöxtum en sultur þó að þær standi alltaf fyrir sínu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem virka:

Frosin ber
Bláber (eða hvaða ber sem er) eru lögð í plastglas, vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Lokað með plastfólíu og sett í frysti. Þannig geymast berin „fersk ...

Endingarnar „stör, grös, finningur, sef, gresi, laukur, puntur, fax, hveiti, reyr, toppa, gras, hæra, skúfur skegg og nál“, eru seinni nafnhlutar hinna ýmsu grasategunda sem vaxa hér á landi. Um þessar mundir eru grösin í sínum árlega fjölgunarham og tún og móar fá á sig litslykju af ríkjandi fræhulstrum á svæðinu. Litirnir eru fjölbreyttir og ægifagrir og leggjast yfir græna ...

Í bók Sigurveigar Káradóttur Sultur allt árið sem Salka gaf út fyrir síðustu jól eru gnægt spennandi uppskrifta. Sigurveig leyfði Náttúrunni að birta nokkrar uppskriftir úr bókinn og hér koma tvær bláberjasultuuppskriftir:

Bláberjasulta

300 g bláber
150 g hrásykur
3 cl koníak
2-3 msk vatn

Allt nema koníakið er sett í pott og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar ...

Guðrún Arndís Tryggvadóttir 37,54%
Einar Bergmundur Arnbjörnsson 25,52%
Lýsi hf. 10,25%
Tryggingamiðstöðin hf. 10,25%
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. 10,25%
Tvídrangi ehf. 1,95%
FSV ráðgjöf ehf. 1,14%
Birgir Þórðarson 0,86%
Bjarnheiður Jóhannsdóttir 0,86%
Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ ehf. 0,51%
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 0,43%
UMÍS - Environice ehf. 0,43%

Eldhúsgarðurinn er þáttur hér á vefnum sem snýst um að gera skipulag garðsins einfaldara og ánægjuna af ræktuninni þeim mun meiri, og gjöfulli uppskeru, vonandi.

Eldhúsgarðurinn er í raun fjórskiptur, en garðurinn er allur hugsaður út frá fermetrum þannig að hægt sé að rótera plöntutegundum á milli ára enda byggir garðurinn á lífrænni ræktun þar sem jarðvegurinn á að fá ...

Uppstillingar á við þessa má nú finna um víðan völl, enda náttúran önnum kafin við að auka kyn sitt og skartar til þess sínu fegursta.

Fremst í hópi þessara sandelsku plantna er geldingahnappur [Armeria maritima] á sínum fallegasta blómgunartíma, til hægri er blóðberg [Thymus praecox ssp. arcticus]. Ofan við blómplönturnar er kattartunga [Plantago maritima].

Heilsumatur.allthitt.is er lífrænt pöntunarfélag á netinu þ.e. þar er hægt að panta lífrænt ræktaðar matvörur í stærri einingum. Stefnumið fyrirtækisins er að lækka verð á lífrænum vörum almennt og stuðla þannig að bættri heilsu. Matvöruflokkarnir sem boðið er upp á til að byrja með eru: hnetur, fræ og þurkaðir ávextir, hunang o.fl. Allar vörur hjá heilsumatur ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og hafa því hormónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn ...

Á dögunum hittum við þær Þóru Þórisdóttur og Guðbjörgu Láru Sigurðardóttur sem reka Urta Islandica í Gömlu matarbúðinni að Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Í búðinni var mikið um að vera og öll fjölskyldan að störfum við afgreiðslu, pökkun og útkeyrslu á vörum en vörurnar frá Urta Islandica eru nú til sölu út um allt land. Pakkningarnar eru einfaldar og hentar ...

Garðrækt hefur ekki langa sögu á Íslandi. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að farið var að gera tilraunir með kartöflurækt og ræktun annarra matjurta hér á landi. Hins vegar var því þannig háttað í Englandi og víða á meginlandi Evrópu fyrr á tímum, að enginn bóndi lét sér detta í hug að kaupa grænmeti, eða egg ...

Landið er nú eitt blómahaf. Vegkantar eru víða sem skreyttir fyrir brúðkaup. Gulmurur, músareyru, blágresi, hofsóleyjar, fífur, fíflar, grös og blóðberg skarta sínu fegursta.

Myndin var tekin af blóðbergsskjóttum sandi við þjóðveginum milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Hlutverk eldavéla er að hita mat. Sá hluti orkunnar, sem því miður er stór, sem ekki hitar matinn, hitar andrúmsloftið og það er orkusóun. Að lofta eldhús vegna hita er eitt einkenni þessarar orkusóunar. Því skal hafa eftirfarandi í huga þegar eldað er:

 • Setja skal lok á pottana til þess að hitinn gufi ekki upp. Bara þetta minnkar orkunotkunina um ...

Gott skipulag auðveldar vinnuna við þvottinn til muna. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að taka þátt í a.m.k. að ganga frá sínum eigin fötum. Það eykur ábyrgð og sjálfstraust barnsins að koma fötunum sínum í þvott og kunna að ganga frá þeim á rétta staði. Ef álagið er aðeins á einni manneskju getur það verið mjög íþyngjandi.

Best er að ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert það að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang ...

Gæludýr eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir í flestum fjölskyldum. Þau veita félagskap og huggun og öll börn hafa gott af að sjá um dýr. Ofnæmi fyrir ákveðnum dýrum er þó ekki óalgengt enda hefur ofnæmi fyrir ýmsum náttúrlulegum hlutum aukist til muna síðustu ár. Hugsanlega vegna þess hve við komumst í snertingu við mörg aukaefni og áreitið á ofnæmiskerfið er svo mikið ...

Að hjóla er ekki aðeins holl íþrótt heldur ákaflega umhverfisvænn ferðamáti. Hægt er að gera flest á hjóli. Minni innkaup má bera í bakpoka eða í hliðartöskum á hjólinu. Einnig er hægt að tengja kerru við hjólið.

Það sama gildir um hjólið og bílinn þ.e. að það þurfi að vera gott og öruggt farartæki.

Hjólreiðar eru vítt svið og ...

Á hverju sumri er haldin röð fræðslufunda um umhverfimsál í Sesseljuhúsi þar sem sérfræðingar á mismunandi sviðum umhverfismála fræða áhugasama um ýmis áhugaverð málefni. Fundirnir eru ýmist haldnir á laugardögum eða fimmtudögum og hefjast kl. 15:00. Allir eru velkomnir á fræðslufundina og er aðgangur ókeypis.

Hér að neðan getur að líta fræðslufundina sem framundan eru:

22. júní. Laugardagur kl ...

Það ótrúlega hefur gerst að sitjandi umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera eins og til stóð og boðskort og fréttatilkynningar höfðu verið sendar út um (sjá hér að neðan). Undirritunin átti að eiga sér stað í Árnesi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppi dag kl 15:00 en unnið ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl.05 :04 morguninn 21. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

Náttúran óskar öllum stelpum stórum og smáum til hamingju með daginn en dagurinn er helgaður kvenréttindabaráttu hér á landi. 19. júní í ár eru liðin 93 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.

Baráttunni er þó að sjálfsögðu ekki lokið og raunar er ansi langt i land, ekki aðeins á launasviðinu heldur kannski sérstaklega inni ...

Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]. Aldinin kallast lúsamulningar, og er vinsæl fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyngið vex einkum í lyngmóum og skóglendi og er algengt í sumum landshlutum, en vantar annars staðar. Það er viðkvæmt fyrir vetrarbeit, og hefur trúlega horfið að ýmsum svæðum þar sem vetrarbeit var mikil. Í seinni tíð eftir að beit létti breiðist það nokkuð ört út aftur ...

Hér að neðan er vitnað í þá kafla í viðtali við sjávarútvegs-, landbúnaðar, umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson sem birtist í Bændablaðinu sem kom út þ. 6. júní sl. og hafa með umhverfismál að gera. Eins og gefur að skilja eru umhverfissinnar sem Náttúran.is hefur haft tal af hér á landi og erlendis gersamlega kjaftstopp yfir yfirlýsingum ráðherra ...

Lúpínan stækkar nú ört og fjólublá blómin farar brátt að sjást og skreyta meli og móa vítt og breytt um landið.

Alaskalúpínan [Lupinus nootkatensis donn ex Simms] var flutt frá Alaska til Íslands árið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Þó er talið að hún hafi áður borist til Íslands, seint á 19. öldinni, þá notuð sem skrautjurt í garða. Lúpínan líkt ...

Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í Reykjavíkurakademíunni þ. 25. maí sl. en fyrir utan afgreiðslu hefðbundinna aðalfundarstarfa héldu nokkrir lykilaðilar tölu um lífræn málefni. Þeirra á meðal var Skúli Helgason fráfarandi alþingismaður og hvatamaður að Græna Hagkerfinu sem var samþykkt á þingi nú fyrr í ár. Greindi hann frá því að alls verða samtals fjórir milljarðar settir í verkefnið ...

Yfir tvöþúsund manns mættu á fund sem Landvernd boðaði til við Stjórnarráðið í dag þar sem ætlunin var að afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig var ætlunin að afhenda þeim áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar ...

Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15 ...

Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Laugardaginn 25. maí nk. halda Samtök lífrænna neytenda aðalfund sinn í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121. Húsið opnar kl. 13:30 en dagskráin er sem hér segir:

 • 13:30 Húsið opnar
 • 14:00 Aðalfundarstörf
 • 14:30 Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti heldur fyrirlestur um lífræna ræktun.
 • 15:00 Skúli Helgason fv. þingmaður fjallar um Græna hagkerfið.
 • 15:15 Hlé
 • 15:30 Afhending ...

Ég, eins og aðrir umhverfissinnar á Íslandi, velta nú vöngum yfir því hvernig næstu fjögur ár eigi eftir að líta út hjá okkur. Verðum við að efna til stórra meðmælagangna fyrir náttúruna með reglulegu millibili og jafnvel krefjast nýrrar ríkisstjórnar, eða verður náttúrunni kannski hlíft og allt verður gúddí. Þetta er alls ekki ljóst af því sem komið er fram ...

Með svolítilli hagræðingu og snyrtimennsku er hægt að gera hina vistlegustu vinnuaðstöðu í bílskúrnum, þó að hann sé smár. Skúffur, hillur og snagar (naglar) til að hengja verkfæri á, t.d. með teiknuðum útlínum, einfalda mjög alla reglu á hlutunum. Þannig er gott að fylgjast með hvort að verkfæri vanti á sinn stað eða ekki.

Við kaup á verkfærum er ...

Fatasöfnun Rauða krossins í samstarfi við Eimskip fer fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 25. - 26. maí. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík, við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.

Á landsbyggðinni taka móttökustöðvar Eimskips Flytjanda við fatnaði. Einnig er hægt að setja föt í söfnunargáma deildanna.

Fatasöfnunarpokum verður dreift með Íslandspósti í öll heimili á landinu ...

Laugardaginn 25. maí kl. 11:00 - 13:00 verður líf og fjör í nytjajurtagarði Grasagarðs Reykjavíkur. Þá kynna garðyrkjufræðingar garðsins ræktun mat- og kryddjurta. Spurt og spjallað um sáningu, forræktun, útplöntun, umhirðu og annað sem viðkemur ræktuninni.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Ljósmynd: Dill, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Laugardaginn þ. 25. maí verða haldnar.m.k. 330 göngur í 41 löndum til að mótmælum ægivaldi Monsanto í heiminum.

Undirbúningsfundur fyrir göngu hér á landi verður haldinn í kaffihúsinu Stofunni við Ingólfstorg, þriðjudaginn 21. maí kl. 17:30.

Monsanto risinn er eins og flestir vita leiðandi í þróun erfðabreyttra fræja og svífst einskis til að auðgast. Monsanto komst á ...

Kartöflur [Solanum tuberosum].

Íslensku afbrigðin (yrkin) eru þrjú; rauðar íslenskar, gular íslenskar og bláar íslenskar.

Vaxtarrými: 33X33cm
Dýpt: Fer eftir yrki, 5-10 cm
Gróðursetning: Maí
Uppskera: Ágúst-september

Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til ...

Að rækta garðinn sinn getur verið bæði einfalt og flókið en hugmyndin að Eldhúsgarðinum hér á Náttúran.is er að koma skipulagi á hugmyndina þannig að útfærslan verði sem allra einföldust og skemmtilegust. Þó að skipulagningin sem slík geti auðvitað orðið svolítið þrúgandi og virki stíf á stundum er það alveg örugglega einfaldari leið en að misreikna sig í garðinum ...

Þurrkarinn notar næstum því jafn mikla orku og ísskápurinn (en ísskápurinn eyðir að jafnaði mestri orku á heimilinu). Best er að nota þvottasnúruna til að þurrka en ef þú þarft að kaupa þurrkara hafðu þá í huga að hann noti sem minnsta orku.

Þurrkarar með barka blása hita og raka út um barkann en barkalausir þétta rakann í sérstök hólf ...

Græningjar úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins flykktust að Hlemmi uppúr hádegi í dag til að taka þátt í „grænu göngunni“ sem náttúruverndarsamtök landsins höfðu boðað til. Tilefnið var að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar. Þúsund grænir fánar kláruðust fljótt í ...

Bensín og dísel úr jarðolíu eru algengustu orkugjafarnir fyrir farartæki en það er mikilvægt að þróa betri tækni og finna nýja orkugjafa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þessara orkugjafa. Almenningur og löggjafinn vilja sjá sparneytna, hagkvæma og mengunarlitla bíla en er það framkvæmanlegt og hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fljótvirkasta aðgerðin til að draga úr bensín og ...

Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Fyrir nokkrum árum sá ég svo fallega kamillujurt við gróðurhús í Skaftholti að ég fór að trúa því að kamilla gæti vel vaxið hér á landi. Í mörg ár hef ég þó verið að bíða eftir því að sá kamillu úr bréfi sem ég keypti í Skotlandi fyrir nokkrum árum. Hélt jafnvel að fræin væru orðin óvirk. En svo er ...

Í dag, á hátíðahöldum sumardagsins fyrsta í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) fékk Björn Pálsson fv. héraðsskjalavörður, umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fyrir skelegga baráttu að umhverfis- og náttúruverndarmálum á síðastliðnum árum. Þakkarræða Björns var svohljóðandi:

Orður og titlar, úrelt þing,
eins og dæmin sanna,
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.

Þessi gamla staka Steingríms Thorsteinssonar skálds kom mér fyrst ...

Í dag, á Degi umhverfisins og sumardeginum fyrsta fagnar Náttúran.is sex ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl á því herrans ári 2007. Síðan þá hafa þrjár konur sest í stól umhverfisráðherra, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og nú síðast Svandís Svavarsdóttir. Hver sest í ...

Náttúran.is er upplýsingaveita, fréttamiðill og söluaðili fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem ...

Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónum króna í umhverfisstyrki í ár. Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkir til umhverfismála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 6. maí 2013 ...

Þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í ...

Á vefnum alftanesvegur.is standa Hraunavinir fyrir söfnun mótmælum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við færslu Álftanesvegar út í Gálgahraun. Hraunið er á náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Umhverfismat rann úr gildi 22. maí 2012 og þarfnast endurskoðunar, þar sem forsendur þess eru brostnar. Ekki er lengur gert ráð fyrri 8.000 manna byggð í Garðaholti og 22.000 bíla ...

Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak fyrir sáningu trjáplantna og runna og gildir það fyrir allt árið 2013. Um trjáplöntur og runna gilda aðeins önnur viðmið en sáning blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplantna. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og ...

Grænn aprílGrænn apríl stendur fyrir dagskrá á Degi Jarðar í ár. Dagskráin verður haldin í Háskólabíói, sunnudaginn 21. apríl kl. 15:00. Þema dagsins er birting loftslagsbreytinga.

Víða um heim hefur alþjóðlegum Degi Jarðar (22. apríl) verið fagnað í meira en fjörutíu ár. Í fyrstu var um að ræða áhugamannasamtök í Bandaríkjunum en síðar tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag sem Dag ...

Í Eldhúsgarðurinn er virkni um matjurtirnar í garðinum þar sem upplýsingar um sáningartíma þ.e.; sáning innandyra „innisáning“ og sáningartími utandyra þ.e. beint í jörð „útisáning“, gróðursetning þeirra fræja sem vildu koma upp og eru tilbúnar til að fara út í íslenska veðráttu „gróðursetning innisáningar“ og uppskerutími „uppskera“ birtist um hverja matjurt fyrir sig.

Einnig er hægt að sjá ...

Verið velkomin í Garðyrkjuskólann Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) á sumardaginn fyrsta þ. 25. apríl nk. frá kl. 10:00-18:00

Nú eru ríflega 50 nemendur við nám á garðyrkjubrautum LbhÍ að Reykjum, á fjórum brautum, blómaskreytingum, garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrúðgarðyrkju og ylrækt. Hefð er fyrir því að bjóða vorið velkomið með hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta.

Á markaðstorgi verður til ...

Vettvangsheimsókn og samráðsfundir

Vottunarstofan Tún vinnur að mati á grásleppuveiðum við Ísland samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar.

Matsnefnd sérfræðinga mun afla upplýsinga um þessar veiðar, m.a. með viðræðum við fulltrúa veiða og vinnslu, rannsóknar-, eftirlits- og stjórnstofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi mun nefndin funda í Reykjavík dagana 21. - 24. maí n.k.
Hagsmunaaðilar ...

Í boði náttúrunnar og Lífrænt ÍslandskortTímaritið Í boði náttúrunnar kom út í byrjun mars með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt.

Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum. Áskrifendur blaðsins fengu Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki ...

Ljósmyndir og myndir gegna mikilvægu hlutverki á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða ljósmyndir af fjölskyldunni gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ og „ekta“ ljósmyndir er að þær eru vandaðar, fara ekki úr tísku og eru því ...

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn var í dag Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður félagsins nýjan tón og afgerandi í lok inngangsræðu sinnar:

„Ég held að það sé kominn tími til að sprengja stíflur staðnaðs hugarfars og hyggja að nýjum lausnum þar sem sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni eru í öndvegi.“

Guðmundur Hörður Guðmundsson var endurkjörinn formaður Landverndar.

Kosið var til stjórnar ...

Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í 18. sinn. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur. Tekið á ...

Þriðjudaginn 16. apríl, 8:30-12:30, stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að tryggja matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem ...

Það er ótrúlegt, en Monsanto og Co. eru komnir aftur af stað.  Þessir hagnaðar-gráðugu líftækni-fyrirtæki hafa fundið leið til að "eignast" eitthvað sem í frelsi ætti að tilheyra okkur öllum --- maturinn okkar ! Þeir eru að reyna að fá einkarétt á daglegu grænmeti okkar og ávöxtum eins og gúrkum, brokkoli og melónum, með því að þvinga ræktendur til að borga þeim ...

Á síðustu þrjátíu árum hefur Helga Mogensen tekið þátt í uppbyggingu margra helstu grænmetisveitingastaða landsins og deilt reynslu sinni og þekkingu í grænmetismatargerð, landanum til ánægju og heilsubótar.

Helga Mogensen hefur nú sett á markað sælkeramat undir heitinu „Úr eldhúsi Helgu Mogensen“. Hugmyndafræði Helgu er einföld. Hún vill bjóða landsmönnum og -konum upp á hollan og hreinan sælkeramat, sem er ...

Innkaupaferð fjölskyldunnar í Nettó á Selfossi í gær endaði með því að ekkert var keypt. Ástæðan var að kjötborðið uppfyllti engan veginn okkar gæðakröfur. Sem meðvitaður neytandi leyfi ég mér að röfla yfir þessu.

Það er reyndar algengara en ekki að kjöt og kjúklingar sem hafa aðeins verið skornir niður og eða hakkaðir sé pakkað með ýmsum E-aukefnum, fylliefnum, salti ...

Náttúran birtir nú þriðja sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Í gær var haldin málstefna um Þingvelli, nánar tiltekið um hvort að „Blámi og tærleiki Þingvallavatns sé í hættu“. Sjá frétt. Fundurinn var haldinn í fundarsal Ferðafélags Íslands og varð húsfylli. Að málstofunni stóðu Náttúruverndarsamtök Suðurlands og  Suðvesturlands en heiðurinn af skipulagningunni á Björn Pálsson alræmdur náttúruverndarsinni, leiðsögumaður og fyrrverandi héraðsskjalavörður á Selfossi.

Góð og ítarleg erindi voru flutt á ...

Nýja kremið frá NIVEA hefur verið auglýst mikið í fjölmiðlum að undanförnu. I auglýsingunni er það fullyrt að kremið stinni húðina og auki teygjanleika  „á tveimur vikum“. Ennfremur er sagt er að kremið sé 95% náttúrulegt sem vekur spurningar um hvað hin 5% af ónáttúrulegum efnum séu. Skilgreiningin á „náttúruleg“ getur svosem þýtt næstum hvað sem er enda ekki viðmið ...

Í hitteðfyrra var í fyrsta sinn efnt til Græns apríls en aðalsprautan í því verkefni er Guðrún Bergmann. Maríanna Friðjónsdóttir var henni til halds og trausts fyrstu tvö árin en í ár fyllir Ingibjörg Gréta Gísladóttir hennar skarð. Verkefnið fór vel af stað og hvatti fjölda fyrirtækja til góðra verka.

Markmið Græns apríls rímar vel við markmið Náttúran.is* sem ...

Justina Lizikevičiūtė umhverfisleiðtogi hjá sjálfboðaliðasamtökum SEEDS og félagar hennar hrundu af stað skemmtilegu ljósmyndaverkefni á Grænum dögum í Háskóla Íslands á dögunum. Þau báðu nemendur og aðra að setja fram skilaboð „My green step“ eða „Mitt græna skref“ og skrifa þau á töflu.

Þar sem að Justina og félagar hennar komu síðan í kynningu og hugmyndavinnu hér hjá okkur á ...

Fræðslu- og heimildamyndin Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara er nú aðgengileg á YouTube . Smelltu hér til að skoða myndina

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem ...

Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður sýnd í Ríkissjónvarpinu i kvöld kl. 19:25 og verður síðan endursýnd þ. 7. apríl kl. 14:50.

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en ...

Ungir umhverfissinnar eru nýstofnuð samtök sem hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.

Kynningarfundur samtakanna verður haldinn í Hinu húsinu fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00. Allir áhugasamir á aldrinum 15-30 ára eru hvattir til að mæta.

Um félagið:

Félagið Ungir umhverfissinnar er félag fyrir alla á aldrinum 15-30 ára sem vilja ...

Nýlega opnaði í Skipholtinu verslunin Rafmagnshjól ehf. en hún selur fjórar gerðir rafmagnshjóla frá af gerðinni QWIC Trend en þau hafa hlotið nokkur fyrstu verðlaun í óháðum hjólaprófunum í Hollandi á undanförnum árum . Hjólin uppfylla alla ströngustu Evrópustaðla. Að sögn Ragnars Kristins Kristjánssonar eiganda verslunarinnar verður von á enn fleiri tegundum með vorinu.

Hjálparmótor í framhjóli er 250 W og ...

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga með þeirri breytingu að gildistími þeirra verði frá 1. apríl 2014. Breytingartillaga þess efnis var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 1. Frumvarpið var samþykkt í heild með 28 atkvæðum en 17 sátu hjá.

Í atkvæðaskýringu sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, að málið væri stórt og að með því væri staða náttúrunnar ...

Námskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík föstudaginn 19. apríl 2013 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar.

Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eigi síðar en 10. apríl.
þátttökugjald: Kr. 6.500
Fundarstaður ...

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu í dag þ. 26. mars 2013 yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.

Veðurstofa Íslands hefur upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu. Jafnframt hefur Veðurstofan hækkað eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferða, sem þýðir að eldfjallið sýni óvenjulega virkni.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari ...

Ein mikilvægasta fjáröflunarleiðin fyrir vefinn Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki hafa auglýst hér á vefnum frá upphafi og þannig stuðlað að því að vefurinn er lifandi í dag. Þeim er hérmeð þakkaður stuðningurinn!

Auglýsingar hér á vefnum ná til ört ...

Iðnaður er mikilvægur hluti af atvinnulífi hverrar þjóðar. Hann hefur þó margvísleg áhrif á umhverfi og náttúru sem ekki eru öll af hinu góða. Stór iðnfyrirtæki losa t.d. mikið af gróðurhúsalofttegundum* út í andrúmsloftið þótt gerðar séu strangar kröfur til mengunarvarna í starfsleyfum.

Umhverfisstjórnun er því mikilvægur þáttur í allri slíkri starfsemi. Gerðar eru kröfur um „grænt bókhald“ hjá ...

Jarðarstund verður haldin hátíðleg þ. 23. mars. Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007. Árið 2007 voru ljósin slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Árið 2008 tóku alls tóku 370 borgir í 35 löndum þátt ...

Þau dýr sem algengust eru á bæjum og býlum kallast húsdýr. Það eru kýr, hestar, kindur, geitur, svín, hænur og fleiri tegundir dýra svo sem eins og gæsir og kanínur. Öll þessi dýr eiga það sameiginlegt að þau eru á býlinu af ákveðinni ástæðu. Hún er sú að maðurinn getur nýtt sér dýrin á einhvern hátt s.s. til átu ...

Munu komandi kynslóðir erfa gruggugt vatn með fátæklegra lífríki?

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Náttúruverndarsamtök Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Málstofan verður í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá málstofunnar verður þessi:

 1. Fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum:  Inngangserindi
 2. Guðrún Ásmundsdóttir ...

Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000 kr. hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúrunnar.

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina til ergo.is. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því til hvers nýta skal ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af eigin raun en þeim mun mikilvægara er að við ...

Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var dagana 13. og 14. mars sl. kemur fram að umhverfismálin virðast vera ofar í huga yngra fólksins en kjósenda almennt. Um 84,8 prósent þeirra telja mjög eða frekar mikilvægt að ganga harðar fram í að vernda umhverfið, en 72,6 prósent kjósenda allra deila þeirri skoðun.

Könnunin var tvískipt. Annars ...

Síðan að við mannfólkið fórum að hreiðra um okkur innan dyra hafa plönturnar fylgt okkur eftir. Nálægð við gróðurinn er mikilvæg á margan hátt. Plöntur þjóna því hlutverki í náttúrunni að fylla loftið af súrefni* svo að á jörðinni þrífist líf. Plöntur innan dyra auka súrefnisflæði, jafna rakastigið og hreinsa eiturefni úr loftinu. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa plöntur ...

Miðvikudaginn 20. mars efnir Íslandsstofa til ráðstefnu um heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 12:00. Ný skýrsla um íslenska ferðaþjónustu verður kynnt þar sem tekið er á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu, stefnumótun ásamt aðgerðaráætlun. Skýrslan var framkvæmd af PKF viðskiptaráðgjöf í Bretlandi fyrir Íslandsstofu og Græna ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli við framleiðslu vefnaðarvörum eins og gardínum fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af ...

Sjötta árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum.

Allir fyrirlestrar og aðrir viðburðir Grænna daga fara fram á ensku.

Mánudagur - 18. mars

12:00-12:30 Opnunarathöfn Grænna daga á Háskólatorgi - Ávörp flytja; Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Davíð Fjölnir Ármannsson formaður Gaia auk þess ...

Lóan er komin. Á fuglar.is segir:

Stök heiðlóa sást við Útskála í Garði nú í dag.  Þessi fugl er mun fyrr á ferðinni en hefðbundið er fyrir vorkomu heiðlóa og allt eins mögulegt að þarna sé um að ræða fugl sem verið hefur í vetursetu hérlendis.

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að ...

Tímaritið Í boði náttúrunnar var að koma út með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt. Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum.

Áskrifendur blaðsins fá Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki sínu ...

Endurvinnslupokinn er kominn aftur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Pokarnir eru úr 85% endurunnu efni og þola allt að 20 kílóa þyngd. Með pokanum fylgir flokkunartafla sem auðveldar íbúum að flokka og skila til endurvinnslu. Þar má líka finna fjögur einföld skref til þess að byrja að flokka heima fyrir.

Á Endurvinnslukortinu og Endurvinnslukorts appinu er hægt að nálgast ókeypis upplýsingar um ...

Þær fréttir voru að berast að Fjarðarkaup hafi nú danska lífrænt vottaða kjúklinga til sölu en það er þá í fyrsta skipti sem að lífrænt vottaðir kjúklingar standa Íslendingum til boða. Enn hefur enginn íslenskur kjúklingaframleiðandi tekið skrefið til framleiðslu á lífrænt vottuðum kjúklingum og ekki heldur lífrænt vottuðum eggjum. Neytendur hafa þó í æ ríkari mæli sýnt áhuga á ...

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Víða um heim fagna konur deginum og minna á mikilvægi jafnréttis kynjanna og stöðu kvenna í hinum ýmsu menningarheimum. Hér á landi verður m.a. fundað á Grand Hótel í dag kl. 11:15 - 13:00 undir fyrirsögninni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður - ný kynslóð, nýjar hugmyndir?“ og Menningar- og friðarsamtök MFÍK heldur ...

Prentsmiðjan Litróf hefur fengið vottun Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra afhenti Konráði Inga Jónssyni Svansleyfið í húsnæði fyrirtækisins seinasta föstudag.

Svansmerktar prentsmiðjur eru nú orðnar tíu talsins og því ætti enginn að lenda í vandræðum með að verða sér úti um Svansmerkt prentverk.

Litróf Prentmyndagerð var stofnuð árið 1943 af Eymundi Magnússyni og á ...

Norræna húsið í Reykjavík verður vettvangur áhugaverðra vangaveltna um matarleifar og matarmenningu þann 18. mars n.k. og hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 15:00. Málþingið er tvískipt, fyrri hluti þess fjallar um sóun á mat og sjónum beint að þeim miklu verðmætum sem er sóað í hverju skrefi matvælaframleiðslu. Skoðað verður hvað er til ráða við ...

Hægt er að breyta eða endurnýta fatnað, gefa vinum eða auglýsa hann til gjafar eða sölu. Í gáma merkta Rauða krossi Íslands fara allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnaður, barnafatnaður, yfirhafnir, gluggatjöld, áklæði, teppi og handklæði. Föt og klæði þurfa að vera pökkuð í lokaðan plastpoka. Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs innanlands og erlendis á vegum Rauða kross Íslands.

Upplýsingar ...

Tölvur eru stolt hvers fyrirtækis, næstum allra og varla fyrirfinnst tölvulaust heimili á Íslandi í dag. Tölvur eru einfaldlega alls staðar og gera allt fyrir alla.

Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðslu geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálfa á milli og ...

Austræn trúarbrögð og heimspeki byggja á því sem staðreynd að innra með okkur séu sjö orkustöðvar sem eru eins og höfuðstöðvar ákveðinna hvata og þarfa mannsins, hvort sem þær eru andlegs eða líkamlegs eðlis. Tilvist þeirra er óumdeilanleg þó að nútíma læknavísindi vinni ekki með þær á þann hátt sem gert er með austrænum aðferðum.

En mannslíkaminn er flókið fyrirbrigði ...

Gert er ráð fyrir að fjárfesting í evrópskum sorporkuverum verði komin í 5 milljarða dollara (tæplega 650 milljarða ísl. kr.) árið 2016. Þetta er afleiðing af viðleitni stjórnvalda til að draga úr urðun og losun gróðurhúsalofttegunda. Á næstu árum þarf fyrirsjáanlega að leggja mikið fé í endurbætur á eldri stöðvum til að þær nái að uppfylla nýjustu kröfur um hreinsun ...

Náttúran birtir nú annað sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Fjölskylda sambýliskonu minnar á yndislegt afdrep á fallegum stað í dæmigerðu sumarhúsahverfi fyrir austan fjall. Góður staður til að njóta þess að slaka á og auk þess er örstutt að skreppa þangað úr bænum. Þarna er fjöldi bústaða, misjafnlega mikið notaðir sem eru þó sami sælustaðurinn fyrir eigendur þeirra.

Algengastir eru þessir „venjulegu“ bústaðir eins og maður kallar þá og ...

Hrossakjöt í tilbúnum matvörum af erlendum uppruna vakti neytendur um allan heim af værum blundi fyrir nokkrum vikum. Matvælaeftirlitsaðilar fengu ærlegt sjokk og gerðu sér grein fyrir hve máttlaust eftirlit þeirra hefur verið hingað til. Grunur um að eftirlit með þeim matvörum sem okkur manneskjunum er boðið upp á væri ekki nægjanlegt hefur svo sem verið fyrir hendi en við ...

Leikvellir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir eru staðsettir á skólalóðum og í hverfum og jafnvel í heimagörðum.

Hér áður fyrr voru „gæsluvellir“ í hverfum Reykjavíkurborgar þar sem hægt var að koma með börnin til að leika úti í nokkra klukkutíma á dag undir eftirliti gæslufólks. Nú eru slíkir vellir ekki lengur í boði nema án gæslu enda ganga ...

Á Landsþingi Vinstri grænna er nú verið að ræða stefnumál hreyfingarinnar í landbúnaðarmálum m.a. eftirfarandi:

Svo drepið sé niður í þeim kafla er varðar erfðabreytta ræktun þá segir í línum 29-35:

„Viðhafa þarf skýra varúðarreglu við erfðabreytta ræktun, sérstaklega ef heimila á útiræktun í ljósi þess að þekking og reynsla er enn mjög takmörkuð. Setja þarf skýrt verklag um ...

HugmyndinHugmyndin að Náttúrunni.is fæddist sumarið 2002 og hefur verið í þróun æ síðan. Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður (sjá ferilskrá). Hugmyndin byggir á því að nota veraldarvefinn sem tæki til að skapa sjálfbært samfélag. Vefurinn er bæði fréttamiðill og upplýsingaveita um umhverfisvænan lífsstíl. Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja ...

Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku.

Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til ...

Gaskútar fást fylltir á flestum bensínstöðvum og nýtast því til fjölda ára. Þú skilar tómum gaskút og færð fullan kút í staðinn. Illa förnum og ónýtum gashylkjum skal koma til endurvinnslustöðva og flokka sem spilliefni þannig að þeim verði fargað á réttan og áhættulausan hátt. Gashylkjum úr sódastream vélum og rjómasprautum skal einnig skila sem „Spilliefni“ innihaldi þau gas en ...

Skrúður við Núp í Dýrafirði hlaut nýlega alþjóðlega viðurkenningu ítalskrar stofnunar, sem árlega velur einn skrúðgarð sem vakin er sérstök athygli á. Árið 2013 er Skrúður valinn. Nýlega barst Brynjólfi Jónssyni skógfræðingi og formanni Skrúðsnefndar bréf, þar sem fram kemur að dómnefnd Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino [Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða] samþykkti einróma að tileinka sína árlegu ...

Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Sæng barnsins ætti ekki að vera of þung og ekki of stór. Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

Við val á sængurfötum ættum við m.a. að taka tillit til þess að ...

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Félagsmönnum í Landvernd fjölgaði um rúm 15% starfsárið 2011-2012 og hefur nú þegar fjölgað um svipaða prósentutölu ...

Nú liggur fyrir Alþingi eftirfarandi þingsályktunartillaga sem að þingmennirnir Þuríður Backman, Birgitta Jónsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lögðu fram.

Þess er óskað að undirritaðar umsagnir um „Tillögu til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum“ berist fyrir 22. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 ...

Oft eru lyf geymd í baðskápnum en hann þarf að vera nógu hátt á vegg eða læstur til að litlu mannverurnar nái ekki til þeirra. Barnalæsingar þurfa að vera á neðri skápum ef þar eru geymd lyf, hreinsivörur eða hreinlætisvörur.

Ef slys ber að höndum og lyf hafa af einhverjum ástæðum verið gleypt eða misnotuð skal leita strax til Eitrunarmiðstöðvarinnar ...

Náttúran.is hefur þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu.

Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla. Upplýsingar um lífræna aðila hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og upplýsingarnar hafa verið uppfærðar reglulega á grundvelli ...

Frysting matvæla við kjöraðstæður í frysti er góð leið til að stöðva örvervuöxt og minnka ensímvirkni lífrænna afurða. Geymsla í frysti getur þó aðeins verið tímabundin og er háð þvi að hitastiginu sé haldið jöfnu þ.e. -18 °C út allan geymslutímann og að frágangi matvæla, hreinlæti og afhýðingu sé rétt staðið. Talað er um að ekki eigi að geyma ...

Laugardaginn 2. febrúar frá kl. 11:00 til 13:00 verða þrír áhugaverðir fyrirlestrar fluttir hjá Toppstöðinni við Rafstöðvarveg.

Dagný Bjarnadóttir

Áhugi á vistvænum lausnum og endurvinnslu eykst með ári hverju. Sú staðreynd að úrgangur er vaxandi vandamál, ásamt því að hráefnisskortur er fyrirsjáanlegur í nánustu framtíð, leiðir hugann að því að nýta betur hráefni sem við köllum "úrgang“. Í ...

Smáfuglarnir eru ekki einungis skemmtilegir félagar í garðinum heldur þjóna þeir ákveðnu hlutverki í lífskeðjunni. Þeir éta orma og skordýr en stundum líka berin sem ætluð voru í sultugerð. Hægt er þó að forða berjunum með einföldum aðferðum eins og að leggja net yfir runnana þegar líður að þroskatíma berjanna. Að laða fugla í garðinn er tvímælalaust gott fyrir garðinn ...

Náttúruverndarsamtök Íslands voru að opna nýja vefsíðu Natturuvernd.is en samtökin opnuðu einnig Facebooksíðu fyrir nokkrum dögum. Á nýju vefsíðunni gætir ýmissa grasa en aðalflokkar eru; Náttúruvernd, Loftslagsbreytingar og Lífríki sjávar en markmið Náttúruverndarsamtaka Íslands er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða og stuðla að verndun náttúru Íslands til láðs, lagar og lofts, málefna sem eru í senn íslensk og ...

Sum bókasöfn taka við bókum séu þær áhugaverðar fyrir safnið og nokkur sveitarfélög hafa sérstakt ílát fyrir bækur á stærstu móttökustöðunum. Þær rata þá til Góða hirðisins eða annarra aðila sem geta komið bókunum í nýtingu eða verð. Hægt er að gefa vinum bækur eða auglýsa þær til gjafar eða sölu. Ef um verðmætar bækur er að ræða væri skynsamlegt ...

Ökutækjum er skilað til viðurkenndra móttökuaðila*. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi sveitarfélag/móttökustöð til að fá upplýsingar áður en farið er með ökutækið. Skilagjald fæst greitt fyrir bíl sem komið er með til förgunar. Til að fá skilagjaldið greitt þarf að sýna skilavottorð sem staðfestir að bifreiðinni hafi verið skilað til endurvinnslu og hún afskráð af götum landsins. Einnig þarf ...

Vatnið sem kemur úr krananum á Íslandi er yfirleitt af besta gæðaflokki sem þekkist. Ef eitthvað er að kranavatninu þínu þá er það yfirleitt vegna tæringar í þeim vatnslögnum sem liggja að húsinu frá stofnæðinni.

Þótt við Íslendingar séum svo lánsamir að eiga nóg af vatni þá er óþarfi að bruðla með það. Betra er að venja sig á að ...

Að henda mat er í raun að lifa í ótrúlegri forheimskun. Um tveim milljörðum tonna er hent á ári, helming heimsframleiðslunnar. í Bretlandi einu saman er 7,2 milljónum tonna hent af mat á ári hverju. Að meðaltali hendum við 120 kg. af mat á ári. Hver og einn okkar. Mest er hent af kartöflum, síðan banönum.

Þar sem helmingi ...

Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður frumsýnd í Bíó Paradís 24. janúar nk.

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að ...

Blátunna er í boði í sveitarfélaginu Ölfusi, Árborg, Bláskógarbyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi, í Rangárþingi eystra, Rangárþingi ytra, Ásahreppi, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ og Mosfellsbæ. Í Blátunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, fernur, bylgjupappa, markpóst og annan prentpappír.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Te & Kaffi uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænu kaffi. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í kaffibrennslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 11. janúar 2013. Te & Kaffi er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til framleiðslu á lífrænu kaffi hér á landi.

Með vottun Túns er staðfest að lífrænt kaffi sem vinnslustöðin framleiðir ...

Í frétt á vef Íslenska gámafélagsins í dag segir;

„Auður I fagfjárfestasjóður hefur keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og eignast helmingshlut í félaginu. Með þessum kaupum hefur sjóðurinn alls fjárfest fyrir um 3 milljarða króna og er fullfjárfestur.

Íslenska gámafélagið starfar á sviði sorphirðu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög og veitir tengda þjónustu s.s. ráðgjöf, heildsölu, endurvinnslu og útflutning ...

Barnahúsgögn eru oft stækkanleg, t.d. hægt að lengja rúm og hækka borð og stóla. Slík húsgögn geta verið mjög umhverfisvæn þar sem þau er hægt að nota lengi. Það er þó margt annað sem hafa ber í huga eins og t.d. hvort að þau séu raunverulega það sterkbyggð að þau þoli margra ára ef ekki áratuga notkun.

Vönduð ...

Reykjavíkurborg hefur nú sett upp vefsíðuna pappirerekkirusl.is þar sem íbúum er kynnt þjónusta borgarinnar með blátunnuna sem er valkvæð þjónusta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg vinnur nú að því fram til næstu áramóta að innleiða kerfi, í hvert hverfi á fætur öðru, sem felur í sér að ef skilagjaldsskyldar umbúðir eða pappír finnst í gráu heimilistunnunni (sem er nú einnig ...