Laukar og hnýði í Grasagarði Reykjavíkur 05/12/2014

Á miðvikudaginn verður spennandi fræðslukvöld í Grasagarðinum fyrir áhugafólk um ræktun.

Í Grasagarðinum hefur náðst góður árangur í ræktun lauk- og hnýðisplantna upp af fræi. Miðvikudaginn 14. maí kl. 20 fjalla Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins, og Jóhanna Þormar garðyrkjufræðingur um helstu aðferðir og vandamál sem upp geta komið við ræktunina. Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands.

Ljósmynd: Gestir skoða íslensku jurtirnar í Grasagarði Reykjavíkur, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Á miðvikudaginn verður spennandi fræðslukvöld í Grasagarðinum fyrir áhugafólk um ræktun.

Í Grasagarðinum hefur náðst góður árangur í ræktun lauk- og hnýðisplantna upp af fræi. Miðvikudaginn 14. maí kl. 20 fjalla Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins, og Jóhanna Þormar garðyrkjufræðingur um helstu aðferðir og vandamál sem upp geta komið við ræktunina. Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands.

Ljósmynd: Gestir skoða íslensku ...

Sunnudaginn 4. maí kl. 11 verður fjölskrúðugt fuglalífið í Laugardal skoðað á göngu um garðinn í samstarfi við Fuglavernd. Um leiðsögn sjá Hannes Þór Hafsteinsson náttúrufræðingur og Aron Leví Beck fuglarannsóknarmaður.
Gangan hefst við aðalinngang garðsins.

Safngripirnir eru óðum að vakna úr vetrardvala og því er áhugavert að ganga um sígrænkandi Grasagarðinn. Skógalyngrósin skartar meðal annars sínu fegursta um þessar ...

Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna í Grasagarði Reykjavíkur í sumar.

Föstudagur 5. júlí kl. 15

Hús fyrir lús – listasýning í matjurtagarðinum
Í vikunni hafa skemmtilegir 10-12 ára krakkar sótt listasmiðjuna Hús fyrir lús í Grasagarðinum. Í dag, föstudaginn 5. júlí, opna þau sýningu á verkum sínum í matjurtagarðinum kl. 15. Verkin endurspegla tegundir, hlutverk og heimkynni jarðvegsdýra ...

Grasagarður Reykjavíkur heldur upp á Dag íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september með því að standa fyriir Náttúruratleik og rathlaupi sem hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 14:30

Í ratleiknum verður lögð áhersla á umhverfisupplifun. Hvað sjáum við, heyrum og finnum í umhverfi okkar og náttúrunni þegar vel er að gáð?

Félagar í Rathlaupsfélaginu Heklu munu einnig kynna ...

Árleg uppskeruhátíð Grasagarðs Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 25. ágúst kl. 13:00 - 15:00. Garðyrkjufræðingar og annað starfsfólk garðsins kynna ræktun, nýtingu og geymslu mat- og kryddjurta.

Einnig mun Einar Logi Einarsson grasalæknir fræða gesti um lækningajurtir og áhrif þeirra en í nytjajurtagarði Grasagarðsins eru, auk grænmetis og kryddjurta, ræktaðar lækningaplöntur.

Gestum verður boðið að bragða á nýuppteknu grænmeti úr ...

Íbúasamtök Laugardals standa fyrir árvissum útimarkaði laugardaginn 18. ágúst frá kl. 12:00-17:00. Í ár verður markaðurinn haldinn á „Laugatorgi“ á horni Laugalækjar og Hrísateigs þar sem boðið verður upp á sannkallaða götumarkaðsstemningu. Frú Lauga stendur við „Laugatorg“, sjá staðsetningu hér.

Á markaðnum kennir ýmissa grasa á söluborðum íbúa: föt, fínerí, geisladiskar, plötur, grænmeti, leikföng, listmunir, húsgögn, handverk, heimagerðar ...

Gróskan er mikil í Grasagarði Reykjavikur um þessar mundir og garðurinn verður fallegri og fallegri með hverjum deginum sem líður. Í júnímánuði eru margir skemmtilegir viðburðir á dagskrá; fræðslugöngur, ljósmyndasýningar og tónleikar

Í júnímánuði verður boðið upp á vikulegar fræðslugöngur á föstudögum um garðinn. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Mæting við aðalinngang. Fræðslugöngurnar hefjast kl. 13:00.

Fimmtudagur 7. júní ...

Sunnudaginn 6.maí kl. 11 verða fuglar í fyrirrúmi í Grasagarði Reykjavíkur. Í samstarfi við Fuglavernd verður ljósmyndasýningin Fuglablik opnuð í Café Flóru, nýuppfærður upplýsingaveggur um fuglana í garðinum afhjúpaður  og að auki verður boðið upp á fuglagöngu um garðinn undir leiðsögn félaga úr Fuglavernd.

Ljósmyndasýningin Fuglablik er farandsýning Fuglaverndarfélags Íslands og er hún tileinkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni ...

Grasagarður Reykavíkur og Erfðanefnd landbúnaðarins hafa gert með sér samning um að Grasagarðurinn varðveiti safn rabarbaraklóna sem lengi hafa verið í ræktun á Íslandi. Með undirritun samningsins er plöntunum tryggður vaxtarstaður til framtíðar.  

Í stefnumörkun Erfðanefndar landbúnaðarins fyrir árin 2009-2013 er lögð áhersla á að leita eftir samstarfi við grasagarða og byggðasöfn til að varðveita gamlar íslenskar nytjaplöntur í klónasöfnum ...

Laugardaginn 27. ágúst verður heilmikil hátíð í Laugardal þegar Grasagarðurinn heldur uppskeruhátíð í nytjajurtagarðinum, býbændur kynna hunangsuppskeru sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Íbúasamtökin halda árlegan útimarkað í trjágöngunum á milli Grasagarðsins og Húsdýragarðsins. Auk þess verða alls kyns skemmtilegar uppákomur í dalnum yfir daginn.

Í Grasagarðinum taka garðyrkjufræðingar og annað starfsfólk garðsins á móti gestum milli kl.13-15 og ...

Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 20 verður boðið upp á fræðslugöngu um Grasagarðinn þar sem skipulag garðsins og ný stækkun verða kynnt.

Í ár fagnar Grasagarður Reykjavíkur 50 ára starfsafmæli en garðurinn var stofnaður 18. ágúst 1961 og skipar garðurinn stóran sess í garðsögu Íslands. Garðurinn hefur þróast mikið á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun hans. Í upphafi ...

Fimmtudaginn 21. júlí kl.17 verður fræðsluganga um rósir í Grasagarði Reykjavíkur. Eftir fræðsluna verður gengið yfir í skrúðgarðinn í Laugardal þar sem nýr Rósagarður Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, Reykjavíkurborgar og Yndisgróðurs verður formlega vígður.

Leiðsögn verður í höndum Jóhanns Pálssonar, grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, sem fagnar áttræðisafmæli sínu þennan dag.

Rósir hafa lengi verið ræktaðar og elstu heimildir geta ...

Á sunnudaginn kl. 11 verður boðið upp á fuglagöngu í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal en í garðinum er fjölskrúðugt fuglalíf. Steinar Björgvinsson, skógfræðingur og fuglaáhugamaður, leiðir gönguna.  Steinar mun fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber og auk þess skoða hvaða tegundir plantna laða að fugla.

Áður en fuglagangan hefst mun ungt tónlistarfólk úr Skólahljómsveit Austurbæjar taka á ...

Fimmtudaginn 20. janúar kl. 20 verður haldinn fræðslufundur í Grasagarðinum í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands.

Á dagskrá er myndasýning frá gróskumiklum Grasagarðinum í Wales, The National Botanic Garden of Wales. Þar dvaldi Anna Margrét Elíasdóttir, garðyrkjufræðingur í Grasagarðinum, við störf um tveggja vikna skeið síðasta sumar. Einnig verður afmælisdagskrá Grasagarðs Reykjavíkur kynnt því garðurinn fagnar 50 ára starfsafmæli í ár ...

Nýtt efni:

Messages: