Tíu leiðir til að endurnýta notaða tepoka 08/14/2013

Fyrir okkur sem er umhugað um umhverfið og líður óþægilega að henda allskyns hlutum og úrgangi í ruslatunnuna eru tíu hugmyndir um hvernig hægt er að endurnýta notaða tepoka.

Einn bolli (eða tveir, eða þrír, eða fjórir) af tei á dag býr til lítið fjall af notuðum tepokum. Eftir að ketillinn er löngu orðinn kaldur og þú ert búinn að njóta tesins, hvað gerirðu þá við tepokann? Í staðinn fyrir að henda honum geturðu prófað einhverja (eða jafnvel allar) aðferðir ...

Fyrir okkur sem er umhugað um umhverfið og líður óþægilega að henda allskyns hlutum og úrgangi í ruslatunnuna eru tíu hugmyndir um hvernig hægt er að endurnýta notaða tepoka.

Einn bolli (eða tveir, eða þrír, eða fjórir) af tei á dag býr til lítið fjall af notuðum tepokum. Eftir að ketillinn er löngu orðinn kaldur og þú ert búinn að ...

Þegar kemur að því að velja eitthvað í staðinn fyrir mjólkurvörur er um margt að velja. Hrísgrjón, hnetur, hamp, soja, kókoshnetur og hafrar eru góð dæmi um það. En hvar á maður að byrja? Gott er að byrja á því að taka venjulegar mjólkurvörur af innkaupalistanum.

Kúamjólk er fiturík og inniheldur mikið af kólesteróli. Hún er einnig ætluð kálfum til ...

Það er ekki hægt að neita því að klór virðist virka vel þegar hreinsa á mismunandi hluti og fleti. En aftur á móti er spurning hver vilji anda að sér gufunum sem fylgja klórnum? Og hvað er "hreint" við það? Betra er að sleppa því að vera með eitruð efni á heimilinu, sérstaklega ef börn eru á heimilinu. Góðu fréttirnar ...

Þrátt fyrir að hægt sé að fá allar mögulegar snyrtivörur í verslunum landsins þá hefur áhuginn á að heimatilbúnum snyrtivörum aukist, sérstaklega hjá þeim sem láta sig varða hvaða efni eru í snyrtivörum. Margir hafa því horfið aftur í tímann til formæðra okkar og búið til sínar snyrtivörur sjálfir. Það er ekki endilega auðveldasta leiðin að búa til eigin snyrtivörur ...

Kjötbollur eiga ekkert sameiginlegt nema nafnið þegar kemur að næringargildi og hollustu. Í heimatilbúnum bollum er ferskleikinn í fyrirrúmi, við ráðum hlutfalli kjöts og annarra hráefna. Kjötbollur ætti alltaf að búa til úr nýju hakki - helst sem við hökkum sjálf. Keyptar kjötbollur eru oft úr kjötfarsi sem við vitum ekki hvað inniheldur og getur verið of salt.

Kjötbollurnar eru bestar ...

Hnetur eru mjög næringarríkar og innihalda hollar fitur sem vernda hjartað og minnka kólesteról. Hnetur eru einnig flokkaðar undir ofurfæðu. Áður en þú teygir þig í skál fulla af mismunandi hnetum er þó gott að vera meðvitaður um hvernig mismunandi hnetur blandast saman, næringarlega séð. Hér að neðan er listi yfir fimm hollustu hneturnar.

1. Valhnetur
Allar hnetur eru þekktar ...

Spergilkál er meðal þess hollasta sem móðir náttúra gefur af sér. Það er ríkt af andoxunarefnum og inniheldur C, K og A vítamín, kalk og magnesíum. Þar að auki er það fallegt og börnum finnst gaman að borða það.

Í bökur er hægt að nota óendanlega mikið af hráefni til að hafa fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Hér er ein mjög góð ...

Ef börnin mættu velja myndu þau mörg hver vilja pítsu í nestið á hverjum degi. Pítsa getur verið hollur kostur sé botninn úr grófu mjöli, sósan heimalöguð og gott grænmeti kemur í staðinn fyrir feitt kjötálegg. Það er líka óþarfi að drekkja þeim í osti. Tilvalið er að setja klettasalat ofan á.

Þessi pítsa er einkar næringarrík og bragðgóð. Grænmetispítsa ...

Baunabuffin eru heilsusamlegur, próteinríkur og bragðgóður kostur í nestisboxið, svo eru þau svo falleg á litinn. Baunir eru sannkölluð próteinuppspretta, þær lækka kólesteról, koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og innihalda góð kolvetni. Þær eru fullar af vítamínum, kalki og járni, að ógleymdum steinefnum.

 • 170 gr frosnar grænar baunir
 • 370 gr kjúklingabaunir
 • 2 msk bragðlítil kókosolía/önnur olía
 • 2 vorlaukar, fínsaxaðir ...

Simon Dale er fjölskyldufaðir og arkítekt frá Wales. Simon ákvað að byggja hús fyrir fjölskyldu sína og fékk hann hjálp frá tengdaföður sínum. Það tók um 4 mánuði að byggja húsið. Húsið er þó ekki eins og venjulegu húsin sem við erum svo vön að sjá í kringum okkur. Húsið minnir á lítið hobbitahús. Framkvæmdirnar kostuðu ekki nema 3.000 ...

Nú þegar farið er að hausta er tilvalið að baka dýrindis múffur. Þessi uppskrift sameinar sætt bragð stappaðra banana og hreins hlynsíróps. Uppskriftin inniheldur ekki smjör, heldur olíu því þá verða múffurnar yndislega rakar og mjúkar. Ástæðan fyrir því er að olían kemur í veg fyrir að glútein myndist í heilhveitinu. Auk olíu er einnig notuð mjólk og hlynsíróp. Þegar ...

15. September 2011

Lárpera eða avókadó (fræðiheiti: Persea americana) er ávöxtur af lárperutréi sem á uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Lárperur hafa verið ræktaðar í mörg þúsund ár og innihalda mikið af hollum fitum sem vernda hjarta og augu og koma í veg fyrir blóðtappa og ýmsar tegundir af krabbameini. Einnig innihalda lárperur mikið af vítamínum og steinefnum. Erfitt er að neita ...

Húðin okkar getur verið breytileg á milli árstíða. Kalda haustloftið blandað við sól sumarsins getur oft á tíðum gert húð okkar þurra. Krem sem eru framleidd í verksmiðjum innihalda fyllingar- og aukaefni sem gera húðina ekki “ómótstæðilega mjúka” þó það standi á umbúðunum. Að búa til sitt eigið rakakrem úr hráefnum sem þú átt sennilega nú þegar til í eldhúsinu ...

Nau (borið fram eins og Ná eða Now í ensku) er fataframleiðandi staðsettur í Portland í Bandaríkjunum. Nau framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað. Notast er við lífræn og endurunnin efni í framleiðslu fatnaðarins. Einnig er mikið notast við ull. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi samanstendur Nau af færri en 20 starfsmönnum. Hugmyndin á bak við Nau er að endurhanna tískuna eins og hún ...

Til þess að framtíð okkar allra verði sjálfbær er mikilvægt að við pössum okkur á því að hanna með það í huga. Hönnun okkar þarf að vera útpæld og í samræmi við sjálfbæra framtíð.

Þýski iðnhönnuðurinn Dieter Rams hefur útbúið 10 boðorð hönnunar þar sem tekið er tillit til sjálfbærni.

Boðorðin 10 eru eftirfarandi:

 1. Góð hönnun er nýjungagjörn
 2. Góð hönnun ...

Nú þegar það er farið að kólna og sólarstundum fer fækkandi þá þarf að fara að huga að því að gera garðinn kláran fyrir veturinn. Mikilvægt er að njóta garðsins og einnig fallegu litanna sem haustið býður upp á. Hér að neðan eru ýmis góð ráð um haustverkin.

Það skiptir miklu máli að fólk geri arfahreinsun einu sinni á hausti ...

Þar sem veturinn nálgast óðfluga er tilvalið að birta upplýsingar um harðkornadekk, sem koma í stað nagladekkja. Meðal þeirra sem hafa staðið að þróun harðkornadekkja er fyrirtækið Nýiðn hf.

Harðkornadekk eru einkum ætluð til vetraraksturs en hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að nota þau allt árið. Harðkornadekk fara sérstaklega vel saman með notkun ABS hemlakerfis og njóta sín ...

Í stóreldhúsum og mötuneytum eru spanhellur útbreiddar vegna hinna mörgu kosta sem þær bjóða upp á. Eftirspurn einkaaðila hefur stigaukist á sama tíma. Spanhellurnrar hafa ótrúlega fljótan upphitunartíma og svara breytingum á stillingum jafn hratt og örugglega og gas. Eina skilyrðið er að potturinn sé með botni sem leiðir segul. Með svona fljótlegri og nákvæmri hitun er meðal annars hægt ...

Richard Van Os Keuls, arkitekt frá Silver Spring, Maryland hóf fyrir nokkrum árum að safna áldósum til að þekja vegg á viðbót á húsi.

Hann þrífur dósirnar vel til að losna við alla lykt svo að engar pöddur falli í þá freistingu að reyna að komast að dósunum. Svo stígur hann á dósirnar til að gera þær flatar og notar ...

My sustainable house er skemmtilegur leikur sem getur frætt bæði krakka og fullorðna.
Hægt er að velja um tvo mismunandi leiki, einn þar sem umhverfið er í brennidepli en hinn kennir þér hvernig hægt er að byggja sjálfbært hús frá grunni.

Leikurinn um umhverfið kennir okkur hvernig við getum meðal annars minnkað úrgang og otkunotkun okkar. Hægt er að horfa ...

Nú hefur Costa Rica bæst í hóp með Kúbu og Mexíkó sem hafa lagt mikla vinnu í að planta trjám. Forseti Costa Ricu, Oscar Arias, plantaði síðustu plöntunni af þeim 5
milljónum sem gróðursett voru nálægt skrifstofu hans í San Jose. Costa Rica hefur sett sér það háleita markmið að minnka kolefnislosun sína niður í núll. Áætlað er að takmarkinu ...

Ný síða hefur litið dagsins ljós fyrir hina tískumeðvituðu og einnig þá sem eru í grænni kantinum. Fashion Conscience er vefverslun sem selur tískuföt sem eru umhverfisvæn að einhverju leiti. Slagorð vefsins er eftirfarandi: Það að vera í tísku og siðferðilega ábyrgur er eins einfalt og að:

 1. Segja NEI við barnaþrælkun og þrælabúðum
 2. Segja JÁ við lífrænum- og eiturefnalausum klæðnaði ...

Rethink Games Ltd, er fyrirtæki sem Lili Larratea og Caroline Barnett reka í London og gefa út sitt fyrsta umhverfisvæna borðspil sem ber nafnið Rethink (ísl. Endurskoðaðu/Hugsaðu upp á nýtt).

Markmið leiksins er að fá fólk til að hugsa, eða endurmeta, hvernig hægt er að láta hluti í umhverfi okkar verða umhverfisvænni. Leikmenn læra um sjálfbæra hönnun með því ...

Breska hönnunarstofan thomas.matthews hefur útbúið lista yfir það hvernig hægt sé að berjast gegn loftlagsbreytingum.

 1. Endurskoða
 2. Endurnýta
 3. Nota vistvæn hráefni
 4. Spara orku
 5. Deila nýjum hugmyndum með öðrum
 6. Hanna endingargott
 7. Velja hráefni úr næsta nágrenni
 8. Styðja góð málefni
 9. Veita innblástur, gleðja sig og aðra
 10. Spara pening

Hægt er að skoða hönnun stofunnar á thomas.matthews.com

Á morgun er haldinn Buy Nothing Day (ísl. Ekki kaupa neitt í dag dagurinn) í Bandaríkjunum en 24. í öðrum löndum. Eins og margir vita þá er Þakkargjörðarhátíðin í Bandaríkjunum nú um helgina. Buy Nothing Day er ekki til þess að fólk kaupi ekki neitt yfir hátíðir eins og Þakkargjörðarhátíðin eða jólin, heldur til þess að staldra aðeins við og ...

Við ferðumst aftur í tímann og erum komin til ársins 1956. Þetta er árið sem Elvis Presley færir okkur lagið Hound dog, Johnny Cash gefur út Walk the line og slagarinn Blue Suede Shoes eftir Carl Perkins heyrist oft og títt í útvarpinu. En hvern hafði grunað að sama ár yrði fundið upp útvarp sem gengur fyrir sólarorku? Útvarpið sem ...

Í morgun var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun félagsins Suðurlinda. Að þessu stóðu sveitarfélögin Grindavík, Hafnarfjörður og Vogar. Markmið félagsins er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitafélaganna um náttúruauðlindir í landi þeirra. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að sveitarfélögin þurfa að eigi gott samstarf um skipulag og framkvæmdir á auðlindasvæðum.
Auðlindirnar sem eru í umdæmi þessara sveitarfélaga eru Trölladyngja, Sandfell ...

Rapparinn Dr. Octagon (einnig þekktur sem Kool Keith og Black Elvis) er talsmaður fyrir umhverfið. Lag hans Trees má finna á plötu hans frá 2006, The Return of Dr. Octagon.
Þó lagið sé ekki beint rökrétt og skiljanlegt þá kemur það samt skilaboðum á framfæri:

“Watch your atmosphere and pesticides / Control damaging trees and roots / A bunch of chemicals y ...

Móna Róbertsdóttir Becker
Fædd 1988
Sími: 483 1500 – Gsm: 659 1861

Nám

2006-dato Borgarholtsskóli – Listnámsbraut - Fjölmiðlafræði.
Mun útskrifast sem stúdent og fjölmiðlatæknir vorið 2008. Þegar með stúdentspróf í jarðfræði, dönsku, bókfærslu, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og líffræði
2004-2006 Verzlunarskóli Íslands – Náttúrufræðibraut – Líffræðisvið
2003–2004 Réttarholtsskóli, Reykjavík – Grunnskóli 10. bekkur
2000–2003 Þinghólsskóli, Kópavogi – Grunnskóli 7. – 9. bekkur
1998–2000 Valentin-Traudt-Schule, Þýskalandi – Grunnskóli ...

Að háma í sig kökur og sætindi er ekki eina ástæða þess að börn fitna. Samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í nóvember útgáfu tímaritsins Pediatrics, eru börn sem ekki fá nægan svefn í sérstaklega mikilli hættu á að verða of feit.

Rannsóknin fólst í því að skoða tengsl á milli lengd svefns og hættu á yfirþyngd barna í þriðja til ...

Alheimssamtök neytenda (Consumers International) stóðu fyrir "verðlaunaafhendingu" til þeirra framleiðanda sem þykja hafa brugðist skildu sinni og fyrir að hafa misnotað neytendur sína.

Consumers International (CI) eru einu sjálfstæðu og alþjóðlegu samtökin sem eru í umfangsfangsmikilli herferð til þess að vernda neytendur út um allan heim.

Niðurstöður voru birtar á alheimsráðstefnu CI í Sidney 29. október - 1. nóvember 2007.

"Vinningshafar" ...

Hver er ekki til í að auka orðaforða sinn og gefa hrísgrjón í leiðinni?

FreeRice.com er ný r vefur sem hefur litið dagsins ljós. Vefurinn komst í gagnið 7. október og þá fáu daga sem vefurinn hefur verið uppi hefur hann gefið mikið af sér. FreeRice gengur út á það að þeir sem leggja leið sína á vefinn geta ...

Sumar lífrænar matvörur, þ.á.m. ávextir, grænmeti og mjólk, geta verið næringarríkari en matvörur sem ekki eru lífrænar, samkvæmt breskri rannsókn vísindamanna.

Fyrstu niðurstöður úr 12 milljóna punda rannsókn sýndu fram á að lífrænir ávextir og grænmeti innihéldu 40% meiri andoxunarefni, samkvæmt Carlo Leifert, prófessor við háskólann í Newcastle sem stjórnar verkefninu Quality Low Input Food.
Meiri munur fannst ...

National Tribal Environmental Council (NTEC), góðgerðasamtök staðsett í Albuquerque, New Mexico hafa hafið samstarf við 15. árlegu umhverfisráðstefnu næsta vor um að halda Global Green Indigenous kvikmyndahátíð 18.-20. apríl 2008.

NTEC eru samtök sem hafa unnið að því að bæta getu hvers ættflokks til að vernda, varðveita og efla skynsamlega stjórnun lofts, lands og vatns til hagsbóta núverandi og ...

Eins og margir áhorfendur Skjás1 hafa tekið eftir, er verið að sýna 9. seríu af America´s Next Top Model (ANTM). Vitundarvakning í umhverfismálum hefur náð auknum vinsældum í sjónvarpi og hefur m.a. náð fótfestu í raunveruleikasjónvarpi. ANTM gerir tilraun til þess að vera grænn þáttur. Þó það sé gott framlag þá getur maður ekki annað en velt því ...

Nú eru dagarnir farnir að styttast og lauf falla af trjánum og mynda mikla litadýrð. Tré sem hafa rauð lauf eru ávallt falleg, en rauði liturinn getur gefið í skyn að tréð vaxi í nánast dauðum jarðvegi.

Emily M. Habinck, fyrrverandi nemi við háskólann í Norður-Karolínu, komst að því að á stöðum þar sem jarðveg skortir köfnunarefni og önnur nauðsynleg ...
... hvað sem er til að bæta lifnaðarhætti okkar, hvað myndirðu hanna?

Þetta er ansi góð spurning og 12 hönnuðir hafa þegar svarað spurningunni. Þeir voru beðnir um að taka sér frí frá hversdagsleikanum til að velta fyrir sér aðstæðunum og hvað sé hægt að leggja af mörkum.

Heimurinn breytist á ógnarhraða og fólk er smám saman farið að vakna til ...

Rétt í þessu var tilkynnt í Osló að Al Gore hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels árið 2007. Gore hlaut verðlaunin fyrir framtak sitt til að bjarga heiminum frá hlýnun jarðar. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hlýtur einnig þessi verðlaun og deila því Al Gore og loftslagsnefnd SÞ titlinum. Loftslagsnefndin hefur safnað saman upplýsingum um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hefur komið á framfæri þekkingu ...

Hver ræður hvað þú borðar? er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður 16. október á Grand Hótel. Það er Matvæla- og næringarfræðafélagið (MNÍ) sem stendur fyrir Matvæladeginum 2007. Efni dagsins er þekking á matvælum, upplýsingar og val.

Fjöreggið 2007, verðlaun sem veitt eru fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði verða einnig veitt á ráðstefnunni (kl. 12:45). Dómnefnd á vegum ...

Starbucks-keðjan sem er þekkt út um allan heim hefur tekið skref í átt að umhverfisvernd. Í samstarfi við Global Green USA hefur þróast skemmtilegur leikur sem heitir Planet Green Game.

Planet Green Game er ekki bara leikur til afþreyingar heldur er hann einnig upplýsingaveita og kennir okkur að hugsa um umhverfið okkar. Leikurinn gengur út á það að kanna bæinn ...

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin hófst fimmtudaginn síðasta. Á hátíðinni eru sýndar ýmsar spennandi myndir en mynd sem hefur vakið sérstaklega mikla athygli er kvikmyndin The 11th Hour, eftir systurnar Nadia Conners og Leila Conners Petersen. Leikarinn Leonardo DiCaprio er einn handritshöfunda myndarinnar. Jafnframt er DiCaprio sögumaður.

Meðal þeirra sem leggja orð í belg eru Stephen Hawking og Mikhail Gorbatsjov. Myndin er byggð ...

Te er sá drykkur sem hvað mest er drukkið af í heiminum á eftir vatni. Nokkrar af algengustu og vinsælustu tegundum heims eru unnar úr laufum af terunnanum Camellia Sinensis. Meðferð og vinnsla þeirra ákvarðar hvort teið flokkast sem svart, oolong, grænt eða hvítt.

George, 9 ára hundur af Jack Russell Terrier kyni, bjargaði 5 krökkum frá tveimur grimmum Pit Bull hundum. George særðist alvarlega við björgunina og þurfti því að svæfa hann eftir átökin.

Richard Rosewarna, 11 ára drengur sem George bjargaði útskýrir að Pit Bull hundarnir hafi komið aftan að krökkunum og hafi ráðist á 4 ára bróður sinn Darryl Wilson þegar ...

27. September 2007

Skemmtilegt atvik hefur komið upp í dýragarði í Indonesíu. Tveir Sumötru tígrisdýraungar og tveir Urangutan apaungar sem allir voru yfirgefnir við fæðingu, eru orðnir óaðskiljanlegir eftir að hafa deilt saman herbergi í dýragarðinum.


"Fjórmenningarnir hafa verið við hlið hvers annars í heilan mánuð án þess að nokkur fjandskapur hefur átt sér stað á milli þeirra," segir Sri Suwarni starfsmaður ...
27. September 2007

Mexíkóskar konur hafa stofnað samtök til verndunar skóga í Guerrero fylki í Mexíkó. Þessi samtök eru þó ekki ný leg því samtökin voru stofnuð árið 2001. Samtökin nefnast OMESP (Women´s Environmentalist Organisation of the Sierra of Petatlan) og er hlutverk þeirra að efla vistvænan og lífrænan landbúnað, koma í veg fyrir skógarelda, varðveita vatn og jarðveg, og standa að ...

24. September 2007

Nú er komið á markað færanlegt eldhús sem gengur fyrir sólarorku. Hönnuðir eldhússins eru starfsmenn argentíska stúdíósins Xcruza. Markmið hönnuðanna er að eldhúsið verði mikið notað í framtíðinni og hafi einnig jákvæð áhrif á nýtingu sólarorku.

Þó sólarorku-eldhús séu fáanleg í Evrópu og Bandaríkjunum þá hafa þau ekki verið fáanleg í Argentínu. "Tæknin á bak við eldhúsið er það einföld ...

19. September 2007

Fimmtudaginn 13. september fór fram ökutækjakeppni VOR (vettvangur um orku- og stóriðjurannsóknir) og Orkuveitu Reykjavíkur. Vistvænustu bifreiðar landsins tóku þátt í keppninni þar sem kappið í akstrinum snerist um sparneytni og lágan eldsneytiskostnað.

Markmið keppninnar var að vekja athygli á mengun frá ökutækjum ásamt orkueyðslu og beinum orkukostnaði ökutækja. Jafnframt var tilgangurinn að vekja almenning til meðvitundar um þá valkosti ...

Reva City Car er lítill og ódýr fólksbíll sem gengur algjörlega fyrir rafmagni og er hlaðinn í venjulegum innstungum, rétt eins og farsími. Kostnaður við rafmagnið er svipaður og ef bensínbíll eyddi 0,6l/100km og það besta er að Reva City Car mengar nákvæmlega ekki neitt.

Kostir Reva rafmagnsbílsins eru endalausir. Einn þessara kosta er hversu hljóðlátur bíllinn er ...

Anita Roddick, stofnandi Body Shop er látin 64 ára að aldri. Hún lést í gær, 10. september 2007.

Árum saman voru örfáar vörur sem merktar voru "against animal testing" en eftir að Anita Roddick stofnaði Body Shop hefur hún átt mikinn þátt í því að stuðla að hollum og grænum vörum.

John Sauven, framkvæmdarstjóri Greenpace sagði um Roddick:
"Hún var ...

11. September 2007
Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir bílasýningunni, Frankfurt International Motor Show. Mikið er spáð og spekúlerað í því hvað framlag þþskra verkfræðinga sé í sambandi við "græna" bíla. Eftir að hafa haldið í "clean diesel" tæknina, lofa þþskir bílaframleiðendur miklum breytingum, sem hefjast í þessari viku.

Mercedes er mikill frumkvöðull hvað varðar "græna" bíla. Af þeim 19 bílum sem verða sýndir ...
10. September 2007

Í Bretlandi hefur broddgelti og gráspör verið bætt á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, einkum vegna eyðileggingar á heimkynnum.

Gaukurinn, uppskerumúsin og önnur þekkt dýr úr breskum bókmenntum og tónlist munu hljóta sérstaka vernd og aukningu á fjölda villtra heimkynna. (Sjá glærusýningu af breskum dýrum í útrýmingarhættu.)

Aðgerðaáætlunin, sem er endurskoðuð á hverjum áratugi, hefur tvöfaldað fjölda tegunda úr 577 ...

07. September 2007
Landeigendur, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra þar sem látið verður á það reyna hvort fyrrverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, hafi brotið lög þegar hún samþykkti vegalagningu Vestfjarðavegar 60 í gegnum Teigsskóg. Þessar framkvæmdir eru taldar hafa í för með sér gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll í nær ósnortnu umhverfi.

Í fréttatilkynningu frá stefnendum kemur fram að ...

Þþski hönnuðurinn Alice Kaiserswerth fann upp á snilldar hugmynd, "Dos Caras".
Dos Caras er jakki sem hægt er að breyta í tösku og taska sem hægt er að breyta í jakka.
Þetta sameinar tvo mikilvæga hluti sem allir kvenmenn þurfa á að halda. Það er óþolandi að þurfa að burðast með jakkann sinn þegar maður er farinn úr honum, en ...

Er það mögulegt að Växjö sem er borg í suðurhluta Svíþjóðar, sé grænasti staðurinn í Evrópu ?
Þó mikil tregða sé fyrir því að vera með þessa öfgafulla staðhæfingu er þó ástæða til þess að borgin fái þennan titil.
Evrópusambandið færði þessari litlu borg verðlaun fyrir sjálfbæra þróun - sem jafnast á við það sérkenni að vera "grænasta borg Evrópu".

Ástæðan fyrir ...
Nú hefur Ferrari fundið uppá nýjung sem á að sameina sportbíla og umhverfisvernd. Eins og flestir vita er það ekki beint umhverfisvænt að ferðast um á 400 hestafla tryllitæki. Margir bílaframleiðendur hafa þó áttað sig á því að umhverfisvernd hefur orðið áberandi á undanförnum árum og hefur Ferrari ákveðið að bætast í hóp grænna bíla.

Ferrari hefur kynnt til sögunnar ...
Það fyrsta sem ferðamaður á Indlandi lærir er að drekka EKKI kranavatn, enda góð ástæða fyrir því. Milljónum tonnum af skolpi er sturtað daglega í indversku fljótin. Sum þessara fljóta, þ.a.m. hin heilugu Yamuna og Ganges, eru hægt og bítandi að kafna til dauða. Slíkt stofnar lífum milljóna manna í hættu.

"Við ræðum mikið um iðnaðarmengun í fljótum ...
Kína, sem er stærsti markaður fyrir hefðbundin lækningalyf gerð úr líkamshlutum tígrisdýra, hefur bannað sölu á beinum tígrisdýra til þess að koma í veg fyrir að tígrisdýrin deyji út. Bráðlega munu þó tígrisdýrabein sennilega aftur verða fáanleg til sölu vegna gífurlegrar eftirspurnar sem ekki sé hægt að standast, að sögn dýraverndunarsinna.

Kínverska ríkisstjórnin hefur orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá tígrisdýrabændum ...

Höfrungarnir frá Yangtze fljóti eru nú "eiginlega" útdauðir, sem þýðir að þó það sé enný á eitthvað eftir af þeim þá eru þeir ekki nógu margir til að geta haldið stofninum við. Ástæðan fyrir þessum hörmungi er mikil vatnsmengun og plön um vatnsorkuver á heimaslóðum þeirra. Vatnsorkuver eru skaðandi fyrir höfrungastofninn því þau einangra hópa af höfrungum sem gerir það ...

Xiang Xiang, 5 ára gamall pandabjörn, sem á síðasta ári var frelsaður eftir að hafa verið alinn upp á rannsóknarstofu, er látinn.
Birninum var sleppt úr rannsóknarstofunni Wolong í apríl 2006 eftir að hafa verið þjálfaður í 3 ár til að lifa af í náttúrunni. Þar var honum kennt að byggja greni, afla sér fæðu og að merkja sér svæði ...

Fréttastofa ABC fjallaði nýlega um ferðalag myndatökumannsins Scott Schulman til noðurheimskautsbaugsins. Schulman var staddur í 600 manna þorpinu Shishmaref sem er að fara undir sjó vegna loftslagsbreytinga.

"Þorpið er lifandi dæmi um hvaða áhrif loftslagsbreytingar geta haft á samfélög nálægt sjó. Síðustu 50 ár hefur hitastigið í Alaska hækkað fjórum sinnum hraðar en meðaltal hitastigs heims. Þessi breyting hefur haft ...

People Tree er vistfræðilegt tískufyrirtæki og brautryðjandi í sanngjörnum viðskiptum.
Vöruúrval People Tree einkennist af fallegum fatnaði og fylgihlutum fyrir konur, karla, krakka og smábörn.
People Tree vörurnar eru búnar til frá A til Ö með umhverfisstaðli í huga og sýna jafnframt fram á að það er mögulegt að klæðast ný tískulegum og spennandi fatnaði á viðráðanlegu verði á sama ...

Dagana 9.-10. júní munu Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa fyrir tveggja daga námskeiði í hefðbundinni íslenskri hleðslutækni.

Torfhús og garðar sem eru hluti af húsaþyrpingu torfbæjarins í Austur-Meðalholtum verða lögð til grundvallar á námskeiðinu. Helstu aðferðir í hefðbundnum veggjarhleðslum verða skoðaðar í samhengi við hugmyndafræði torfbygginga. Lykilhugtök, verkfæri og tækniatriði verða rædd og skilgreind.

Dagna 24. til 27. maí er haldin fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi sem ber nafnið Fjör í Flóanum 2007.

Dagskrá hátíðarinnar:

Fimmtudagur 24.maí:

12:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu býður fallega gjafa- og nytjavöru fyrir heimilii og sumarbústað. 10% afsláttur af öllum vörum þessa einu helgi. "Sumardrykkur" að hætti hússins. Minnsta búð landsins með stærsta hjartað :-)

Nýtt efni:

Messages: