Rúmum 175 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 02/24/2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Hæstu styrkir 12 milljónir króna

Sem fyrr eru verkefnin fjölbreytt og dreifast víða um land. Hæstu styrkina, 12 milljónir króna, hljóta Vatnajökulsþjóðgarður vegna salernisaðstöðu við Snæfellsskála og Akraneskaupstaður vegna framkvæmda við Breiðina. Snæfellsbær fær 10 milljón króna styrk vegna aðgengis við Bjarnarfoss ...

Eyjarhóll í Mýrdal. Ljósm. Árni Tryggvason.Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Hæstu styrkir 12 milljónir króna

Sem fyrr eru verkefnin fjölbreytt og dreifast víða um land. Hæstu styrkina, 12 milljónir króna, hljóta Vatnajökulsþjóðgarður ...

24. February 2015

Hótel Rauðaskriða fékk s.l. föstudag VAKA viðurkenningu sína afhenta, fyrst allra gististaða eftir að gistihlutinn var innleiddur í gæða- og umhverfiskerfið. Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti eigendum viðurkenninguna á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic. Hótel Rauðaskriða flokkast sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum þeim sem unnið er eftir og sem taka mið af viðmiðum hotelstars í Evrópu. Auk þess fær Hótel ...

09. February 2015

Frá afhendingu umhverfisverðlaunanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála; Brynhildur Guðmundsdóttir og Katelijne Beerten frá Reykjavík Natura; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Björn Jóhannsson, umhverfisstjóri Ferðamálastofu.Icelandair Hótel Reykjavík Natura fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en verðalunin voru nú veitt í 20. sinn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts Ferðamálþings í Hörpu.

Mikill árangur af umhverfisstarfi
Icelandair hótel Reykjavík Natura fékk umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað skv. staðlinum ISO 14001 árið 2012, fyrst hótela á Íslandi. Mikill árangur náðist í umhverfisstarfinu ...

Á Gásum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu (Silfurbergi) miðvikudaginn 29. október kl. 13-17. Megináhersla þetta árið er á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.

Dagskrá:

12:45 Afhending ráðstefnugagna

13:00 Setning - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.

13:15 Ávarp - Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

13:30 Quality - a key element to sustainable visitor ...

26. October 2014

Merki umhverfisverðlauna Ferðamálastofu.Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?
Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda ...

29. September 2014

Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár

Vatnajökulsþjóðgarður, Norðurþing, Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ferðamálstofa efna til málþings á Fosshótel Húsavík 3. apríl í tilefni af því að meira en 40 ár eru liðin síðan þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973.

Dagskrá:

10.30 - 10.40 Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, setur fundinn.

10.45 - 11.25 Kristveig Sigurðardóttir ...

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2013. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?

Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda ...

Tvö ný fyrirtæki hafa nú lokið innleiðingarferli og eru fullgildir þátttakendur í gæða- og umhverfiskerfi VAKANS. Þetta eru fyrirtækin Kynnisferðir ehf og Reykjavik Excursions en þau fengu bæði gullmerki í umhverfiskerfinu.

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions hófu rekstur árið 1968 og eru í dag meðal stærstu fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu. Árið 2010 var fyrirtækinu skipt í tvö fyrirtæki, Reykjavik Excursions ehf. sem ...

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisstjóra í 100% starf. Umhverfisstjóri starfar á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík og heyrir beint undir ferðamálastjóra. Laun samkvæmt kjarasamningm opinberra starfsmanna.

Stafssvið m.a.:

 • Fagleg þjónusta fyrir hönd Ferðamálstofu við stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, ásamt rekstrarstjóra og skjalaverði.
 • Umsagnir um þingmál og önnur erindi er varða starfssvið umhverfisstjóra og berast frá stofnunum og öðrum aðilum.
 • Mat ...

Ísland – allt árið, Íslandsstofa og SAF boðar til kynningafundar miðvikudaginn 20. febrúar 2013. Á fundunum munu fulltrúar frá Vegagerðinni kynna nýtt og öflugt upplýsingakerfi sem sýnir ástand og færð á vegakerfinu í rauntíma.

Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 08:30 – 10:00

Nánar um upplýsingakerfið:

Á síðustu árum hefur Vegagerðin þróað öflugt upplýsingakerfi um veður og færð ...

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru núylega veitt í 18. sinn og komu þau að þessu sinni í hlut Grand Hótel Reykjavík. Ólöf Ýrr Atladóttir, afhenti verðlaunin við athöfn á Ferðamálaþingi 2012 í Hörpunni.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og áminning ...

Örráðstefna um þolmörk, fjöldamark og gjaldheimtu í ferðiðnaðinum verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands Mánudaginn 10. desember, kl. 16.00-17.00 

Í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli hefur gestum fjölgað milli ára langt umfram það sem venja er. Á því eru margar skýringar, en samhliða hefur tekið að bera á áhyggjum ferðaþjónustuaðila, sem og annarra, að of geyst sé farið. Landeigendur ...

Umhverfiskerfi - Viðmið

Umhverfisflokkun Vakans er fyrirtækjum sem taka þátt í gæðakerfi Vakans þeim að kostnaðarlausu. Þátttaka í umhverfiskerfinu er ekki skilyrði, en sjálfsagt fyrir ábyrg fyrirtæki að sækja um að fá þessa flokkun. Athugið að ekki er eingöngu hægt að taka þátt í umhverfiskerfinu, þ.e. það stendur eingöngu þátttakendum í gæðakerfinu til boða.

Þrjú stig umhverfisviðmiða

Umhverfisviðmiðin eru notuð ...

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2012. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ...

Þann 3. júlí sl. fagnaði Ferðamálastofa því að fyrstu íslensku fyrirtækin hafa lokið innleiðingu á Vakanum, nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækin eru öll umsvifamikil á sviði íslenskrar ferðaþjónustu en þau eru: Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar – Höldur, Ferðaskrifstofan Atlantik og Iceland Excursions Allrahanda.

Auka öryggi og efla gæði 

Vakinn felur í sér viðameiri úttekt á starfsemi íslenskra ...

Nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem ber heitið Vakinn, verður formlega ýtt úr vör í Sunnusal Radisson Blu Hótel Sögu þriðjudaginn 28 febrúar kl 14:30. Í framhaldinu verða kynningarfundir haldnir víða um land.

Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa um nokkurt skeið unnið að þróun metnaðarfulls gæðakerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og binda aðstandendur kerfisins  miklar vonir við að VAKINN ...

Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 11:30-13:30 gengst Ferðamálastofa fyrir málþingi á Grandhótel í Reykjavík um markaðssetningu innanlands undir yfirskriftinni Ísland allt árið, fyrir Íslendinga líka?

Dagskrá:

Kl. 11:30    Súpa og brauð borið fram.
Kl. 11:50    Setning: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri
Kl. 12:00    Vörmerkið Ísland - fyrir hvað stendur það í hugum Íslendinga? - fyrir hvað á það að ...

13. February 2012

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru veitt í 17. sinn í fyrradag og komu þau að þessu sinni í hlut Hótel Eldhesta í Ölfusi fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og áminning til þeirra sem stunda ...

Vefsíðan www.gadling.com hefur útnefnt Farfuglaheimilið í Laugardal í Reykjavík sem eitt af 10 umhverfisvænustu farfuglaheimilum í heimi. Rík umhverfismeðvitund sé ráðandi í rekstri heimilisins, það sé staðsett við hlið sundlaugarinnar í Laugardal og stutt í margar náttúruperlur.

Tekið er fram að farfuglaheimilið leggi mikla áherslu á endurvinnslu, orkusparnað, bjóði morgunverð úr lífrænt ræktuðu hráefni úr grenndinni og selji ...

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2011. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ...

Á fimmtudaginn svipti Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðmála, hulunni af nafni á nýju gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem hlotið hefur nafnið VAKI. Efnt var til samkeppni um nafnið - sem skyldi vera á íslensku og lýsandi fyrir verkefnið en jafnframt þjált í framburði á alþjóðavettvangi.

130 tillögur bárust
Um 130 tillögur bárust og var það niðurstaða dómnefndar að nýtt gæða- og umhverfiskerfi ...

20. December 2010

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2010. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ...

Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Saf og Ferðamálasamtök Íslands standa fyrir málþingi um gæða- og umhverfismál í ferðaþjónustunni á Grandhóteli í Reykjavík. þ. 12. maí frá kl. 14:00 til 16.00. Allir velkomnir!

Drög að dagskrá:

14:00 Sýn Ferðamálastofu á gæða- og umhverfismál - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
14:15 Building ...

Gígjökull

Aukin sjálftavirkni í morgun. Fjórir skjálftar frá því rétt fyrir klukkan 9. Þeir eru 1 til 1,5 á stærð. Þá hafði skjálfti ekki mælst síðan rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi.

Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir ...

Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2010. Alls bárust 260 umsóknir, sem er um 18% fjölgun frá 2009 sem þá var metár.

Mörg áhugaverð verkefni
Heildarupphæð sem sótt var um var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir króna, eða 9.4%. Umsóknir voru almennt mjög vel ...

04. March 2010

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í 15. sinn í dag. Þau komu í hlut Íslenskra Fjallaleiðsögumanna fyrir markvissa umhverfisstefnu, með það að leiðarljósi að öll ferðamennska á vegum fyrirtækisins sé sjálfbær. Einnig fyrir áralanga baráttu fyrir verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða með hagsmuni næstu kynslóða í huga. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti verðlaunin.

Fyrirtækið Íslenskir Fjallaleiðsögumenn var stofnað árið 1994 af fjórum ungum ...

Alls bárust 27 tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2009 en frestur rann út í lok október. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 19. nóvember næstkomandi.

Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi ...

Miðvikudaginn 20.maí næstkomandi verður haldinn stofnfundur samtaka um fuglaskoðun. Einnig er komin út samantekt sem Ráðgjöf Ferðaþjónustunnar (RRF) hafa ný lokið vinnu við fyrir Útflutningsráð og Ferðamálastofu varðandi fuglaskoðun erlendra og innlendra ferðamanna á Íslandi.

Útflutningsráð hefur ásamt samstarfsaðilum unnið að undirbúningi við að skoða tækifæri til aukinnar markaðssóknar á fuglaskoðun í ferðaþjónustu á Íslandi. Í upphafi árs var ...

Markaðsráð Hríseyjar stendur fyrir málþinginu ,,Menning á sjálfbærum áfangastað” í Hrísey laugardaginn 23. maí kl. 10:30 – 15:00.

Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að skapa sjálfbært samfélag í Hrísey. Frá upphafi verkefnisins hefur verið hugað að því hvernig hægt sé að nýta verkefnið til atvinnusköpunar auk þess að koma á framfæri sérstöðu svæðisins. Hefur í því ...

Málþing um stöðu markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu 2009 verður haldið í Laugardalshöll, sal 1, föstudaginn 8. maí kl. 14:30. Málþingið er haldið af Ferðamálasamtökum Íslands í tengslum við sýninguna Ferðalög og frístundir, sem verður opnuð klukkan 16 sama dag.

Dagskrá:

 • 14:30 Setning – Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands
 • 14:35 Erindi – Ársæll Harðarson, verkefnastjóri erlendra umboðsskrifstofa Icelandair
 • 14 ...

Í gær barst Náttúrunni bréf um að vefurinn hafi fengið styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map frá Iðnaðarráðuneytinu, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Styrkurinn gerir okkur kleift að halda áfram með rannsóknarvinnu og skráningar aðila á græna kortið með viðbótarflokkum sem spanna ...

Málþing um strandmenningu á Norðausturlandi „Spegill fortíðar – silfur framtíðar“ verður haldið í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. maí.

Dagskrá:

 • 10:00 Setning – Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins
 • 10:10 Fornleifavernd ríkisins – Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur
 • 10:30 Menningarlandslag hafsins - Daníel Borgþórsson og Sigurjón Hafsteinsson, Safnahúsinu á Húsavík
 • 10:50 Strandmenning í neytendaumbúðum - Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi þingeyinga
 • 11:10 FISHERNET- ...

 

 

Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er þannig tengt saman með menningasamningum og starfi sjö menningarráða. Samningarnir fela í sér markvissan stuðning ríkisins við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði.

Ráðstefna 11.-12. maí
Nú er tímabært að ...

Síðasta vetrardag var rannsóknadeild Selaseturs Íslands á Hvammstanga opnuð með pompi og prakt. Við þetta tækifæri voru undirritaðir samstarfssamningar setursins við Veiðimálastofnun og Hólaskóla en starfsmenn frá báðum stofnunum hafa nú aðsetur í setrinu.

Starfsmaður Veiðimálastofnunar er Sandra Magdalena Granquist og mun hún stunda selarannsóknir en starfsmaður Hólaskóla er Per Åke Nilsson sem auk kennslu við skólann mun sinna rannsóknum ...

Menningarráð Suðurlands boðar til málþings um menningartengda ferðaþjónustu undir yfirsögninni „Máttur menningar“ fimmtudaginn 12. mars. kl 10:00-17:00 í Árnesi.

Dagskrá:

 • Velkomin - Ásborg Arný órsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu - Tónlistaratriði,  þjóðleg tónlist.
 • Opnunarerindi - Jón Jónsson  þjóðfræðingur, menningarfulltrúi  Vestfjarða - Hraðstefnumót með þátttöku fundarmanna
 • Galdrasýning á Ströndum,  Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs.

12:00- 14:00  Hádegisverður og ferð í Þjórsárdal í samvinnu ...

Ferðamálaráð hefur sent iðnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, yfirlýsingu þess efnis að ráðið taki undir þær áhyggjur sem Samtök ferðaþjónustunnar og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, hafa þegar lýst af fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Í yfirlýsingunni segir einnig:

„Mikil vinna er framundan við að styrkja ímynd og orðspor landsins á erlendum vettvangi og er ekki síst horft til ferðaþjónustunnar í þeim efnum. Með því ...

Vert er að minna á að þann 31. janúar rennur úr frestur til að sækja um til Ferðamaálstofu styrki vegna úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka og sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum.

Styrkir skiptast  í þrjá meginflokka:

1. Til minni verkefna:
Úthlutað verður til minni ...

Samningur um gerð verndaráætlunar, rekstur og uppbyggingu á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var undirritaður í Freysnesi í Öræfum síðastliðinn föstudag. Þá var einmitt Dagur umhverfisins.

Fjölþætt markmið
Markmið samningsins eru fjölþætt. Til dæmis á að móta stefnu um að jafna ágreining á milli ólíkra hagsmunaaðila um nýtingu og verndun landslagsheilda og skapa þannig samstöðu í samfélaginu eftir því sem kostur er um ...

Alls bárust Ferðamálastofu 152 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári. Nú er lokið við að vinna úr umsóknum og hlutu 60 verkefni styrk að þessu sinni.

Til úthlutunar voru um 54 milljónir króna sem skiptast í þrjá flokka. Umsóknir hljóðuðu uppá samtals tæplega 400 milljónir króna. Til viðmunar við úthlutun styrkja var stuðst við þær meginhugmyndir ...

Á ferðmálaráðstefnu Ferðamálastofu á fimmtudaginn var, hlutu Hópbílar hf umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár. Hópbílar hafa allt frá árinu 2001 einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfismálum og árið 2004 fékk það umhverfisstefnu sína vottaða skv. alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001, umhverfisstefnan hefur verið yfirfarin og uppfærð árlega (sjá umhverfisskýrslu 2005) og er orðin hluti af stjórnskipulagi fyrirtækisins.

Nýtt efni:

Messages: