Söfnun jurta 05/25/2015

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því íslenska flóran er mjög viðkvæm. Einnig þarf að taka tillit til þess að sumar jurtir eru friðaðar.

Mjög auðvelt er ...

Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því ...

Hrafnaklukkan er nú í blóma en hún getur verið annað hvort ljósfjólublá eða hvít á lit. Þetta smáa, að virðist viðkvæma blóm, býr þó yfir ýmsum leyndum kröftum og kostum sem nýta má til heilsubóta. Nú er rétti tíminn til að safna hrafnaklukku og þurrka. Nýttir plöntuhlutar er öll jurtin sem vex ofanjarðar, ekki rótin.

Á floraislands.is segir svo ...

Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]. Aldinin kallast lúsamulningar, og er vinsæl fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyngið vex einkum í lyngmóum og skóglendi og er algengt í sumum landshlutum, en vantar annars staðar. Það er viðkvæmt fyrir vetrarbeit, og hefur trúlega horfið að ýmsum svæðum þar sem vetrarbeit var mikil. Í seinni tíð eftir að beit létti breiðist það nokkuð ört út aftur ...

Ef barnið grætur mikið að næturlagi þarf að ganga úr skugga um að ekkert ami að því. Haldið svefnherbergi barnsins hlýju og loftræstu. Látið lítið náttljós loga og látið dyrnar standa opnar til þess að barnið skynji návist fólks. Látið barnið aldrei veria aleitt, grátandi inni í lokuðu herbergi. Vinna má gegn svefnörðugleikum með jurtum, t.d. með því að ...

Rótin er kraftmest á haustin þegar ofanjarðarhlutar plöntunnar eru farnir að visna og deyja. Grafið upp rót einærra jurta þegar vaxtartímabilinu er lokið og rót fjölærra jurta á öðru og þriðja árinu þegar öll virk efni ættu að hafa myndast.

Grafið frá allri rótinni og varist að særa hana eða skera í hana. Skerið af þá hluta eða magn sem ...

Haugarfi [Stellaria media] er af flestum talið hið leiðinlegasta illgresi, en eins og svo margt annað í náttúrunni leynir hann á sér. Hann er m.a. notaður í mörg krem og áburði, þá sérsaklega í vörum frá tveimur íslenskum framleiðendum sem á síðustu árum hafa verið að slá í gegn með framleiðslu sína. Í 24-stunda kreminu frá tær icelandic er ...

Í jurtaríkinu eru fjölmargar græðandi og barkandi jurtir. Barkand jurtir eru notaðar á minniháttar sár og skrámur til þess að flýta blóðstorknun og gróandi í sári. Flestar barkandi jurtir eru einnig græðandi og eru því notaðar jafnt á brunasár sem önnur sár.
Barkandi jurtir til útvortis nota eru m.a. ljónslappi, maríustakkur, kornsúra, hjartarfi, jakobsfífill, jarðarber, blágresi, lófótur, mýrasóley, lyfjagras ...

Magakrampi er algengur meðal ungbarna, en vinna má gegn honum með jurtum. Lagið te með ¼ tsk af kamillu og 1/6 tsk af fennikku á móti einum bolla af vatni. Gefið barninu ½ tsk af þessu tei á 5 mínútna fresti uns versti krampinn er yfirstaðinn. Gefið síðan barninu ½ tsk á klukkutíma fresti uns bati er fenginn. Þegar ...

Viðarelementið umlykur lifur og gallblöðru, sem aftur hafa áhrif og gefa kraft til sina og sveigjanleika til sina og vöðva. Lifrin hefur líka sterk áhrif á augun, gefur þeim vökva og skýrir sjón. Jafnframt sér lifrin um að orka allra líffæra sé rétt, t.d. að magaorka fari niður á við og orka miltans rísi. Geðlæg áhrif viðar eru reiði ...

Eldselementið umlikur hjarta, smágirni, hjartaverndara (Gollurhús) og „þrjá hitara“, sem aftur hafa áhrif á og gefa kraft til blóðs og æðakerfis. Hjartað gefur jafnframt kraft til tungu þannig að fólk geti tjáð sig og þrír hitarar bera blóð og orku milli hinna þriggja svæða líkamans, fóta, búks og höfuðs. Geðlæg áhrif elds eru gleði og sköpun.

Jarðarelementið umlikur maga og milta (þar með talið bris sem er séð sem hluti af starfsemi milta), sem hafa áhrif á og gefa kraft og massa til vöðva. Miltað gefur einnig kraft til munns, þ.e. slímhúðar munnsins og bragðskyns tungunnar. Miltað sér um að melta orku úr mat í stað raka sem getur orðið að slími sé of mikið ...

Við eðlilegar aðstæður er mikið af náttúrulegum gerlum í leggöngunum sem vernda konum gegn sýklum. Stundum kemst ójafnvægi á leggangaflóruna og óeðlileg fjölgun og eða innrás gerla getur átt sér stað. Ójafnvægið getur leitt til bólgu og sýkingar í leggöngum sem lýsir sér með særindum, kláða og útferð. Orsakir breytinga á flórunni í slímhúð legganga geta verið margar, sem dæmi ...

Málmelementið umlykur lungu og ristil, sem aftur hafa áhrif og gefa kraft til húðar og nefs. Lungun eru einnig séð sem kraftur okkar til að berjast við utanaðkomandi öfl, þ.e. ónæmiskerfið. Geðlæg áhrif málms eru dómgreind og sorg.

Fjallagrös [Cetraria islandica] eru algeng um allt land og hafa verið mikilvæg björg í bú hér áður fyrr enda góð til matar og lækninga. Grösin voru soðin í mjólk og heitir það grasamjólk. Grösin vour einnig notuð í brauðbakstur og í dag eru Fjallagrasabrauð m.a. bökuð í Brauðhúsinu í Grímsbæ auk þess sem fyrirtækið Íslensk fjallagrös ehf þróa og ...

Vatnselementið umlikur nýru og þvagblöðru, sem aftur hafa áhrif á bein og liðamót, tennur og eyru. Nýrun eru sögð geyma erfðaefni líkamans og hafa þannig mikil áhrif á alla erfða sjúkdóma. Geðlæg áhrif vatns eru viljakraftur og kvíði.

„Túnfífillinn [Taraxacum officinale] er sennilega sú jurt sem nú er mest notuð til lækninga. Margir blanda sama rót og blöðum til að nýta verkun beggja hluta sem best. Blöðin, sem eru mjög næringarík, verka lítið á lifrina, en eru þvagdrífandi og innihalda mikið af kalíum. Þau eru því mikið notuð við bjúg, einkum ef hann orsakast af máttlitlu hjarta. Rótin ...

Blóðberg er mjög vinsæl kryddjurt (timjan). Blóðbergið er mest notað gegn flensu og kvefi, sérstaklega lungnakvefi og öðrum lungnasjúkdómum þar sem þarf að eyða sýklum og losa um slím. Blóðberg er einnig mjög gott við ýmsum meltingarsjúkdómum, s.s. maga- og garnarbólgu. Blóðberg linar krampa í meltingarfærum og er þá gjarnan notað með öðrum jurtum. Sterkt te af jurtinni, drukkið ...

Ef barn er með hægðatregðu er mikilvægt að það borði mikið af ávöxtum, grænmeti og brauðmeti á hverjum degi. Þurrkaðir ávextir, t.d. sveskjur, rúsínur, apríkósur og döðlur, koma einnig að notum. Gefið barninu nóg af hreinum ávaxta- og grænmetissafa og kamillutei með örlitlu af hunangi.

Jurtir sem örva meltingu:
Fjallagrös, túnfífill (rót), lakkrísrót, regnálmur og kamilla.

Engin þessara jurta ...

Algengt er að börn fái vörtur á hendur. Þá er mikilvægt að láta barnið þvo þær oft. Til þess að eyða vörtum má reyna að bera vaselín á húðina umhverfis vörtuna og nudda síðan ferskum hófsóleyjarblómum á vörtuna sjálfa. Gott er að setja síðan plástur yfir svo að blómasafinn haldist lengur á vörtunni. Endurtakið tvisvar til þrisvar á dag uns ...

Verkir sem fylgja tanntöku eru iðulega mjög sárir. Oft má lina þá með því að láta barnið tyggja lakkrísrót. Ef barnið berst lítt af er gott að væta bómull í urtaveig af kamillu, sólblómahatti eða mjaðurt og bera á góminn.

Tannkþli er ígerð í tannholdi við tannrót. Gegn tannkýli getur hjálpað að gefa barninu te eða urtaveig með eftirtöldum jurtum:

2 x sólblómahattur
1 x lakkrísrót
1 x gulmaðra
1 x morgunfrú

 

 

Börn geta smitast af sveppasýkingu í fæðingu ef sýking er í leggöngum móðurinnar. Pelabörnum er hættara en brjóstabörnum við að fá sveppasýkingu. Börn sem eru með sveppasýkingu í munni eru mjög oft með sveppasýkingu í öllum meltingarveginum. Því er gott að gefa barninu urtaveig af sólblómahatti (miðið skammtastærð við aldur barnsins) út í 3-4 msk af soðnu vatni þrisvar á ...

Þvoið barnið með sterku tei af vallhumli og ferskum haugarfi og berið smyrsl af morgunfrú á versta kláðablettina. Gefið barninu urtaveig af sólblómahatti frá fyrsta degi til þess að styrkja ónæmiskerfið.

Aldrei ætti að reyna að stöðva bráðum niðurgang, því að hann getur verið viðbrögð líkamans við sýkingu í meltingarvegi. Ef barn er með þrálátan niðurgang má venjulega rekja orsakirnar til mataræðisins. Reynið ávallt að finna orsök vandans áður en meðferð er hafin.
Gegn tíðum niðurgangi hjá börnum er gott að gefa kamillu og regnálm, sem eru róandi fyrir meltingarveginn, og ...

Mislingar eru veirusýking og henni fylgir oft útbrot og hár hiti. Meðferð með jurtum beinist að því að slá á háan hita (sjá kafla um hita) og kláða. Gegn miklum kláða er gott setja ferskan haugarfa í baðvatnið eða baða húðina með tei af ferskum haugarfa. Gott er að baða sár og viðkvæm augu með augnfró eða kamillu tvisvar til ...
Gegn kvefi er gott að gefa mikið af jurtatei af vallhumli og blóðbergi. Gott er að bæta katarmintu í teið ef mikill slímgangur fylgir. Gefið barninu 500 mg af náttúrulegu C-vítamíni á dag, það örvar hægðir og styrkir auk þess ónæmiskerfið.
Ef barnið ber sig aumlega og kvartar um beinverki er líklegt að það sé með flensu. Farið eins að ...
Kíghósti er ólíkur öllum öðrum hósta, einna líkastur snöggu gelti þar sem djúpt innsog fylgir strax á eftir. Best er að byrja meðhöndlun um leið og barnið tekur að hósta. Gefið barninu urtaveig af sólblómahatti í volgu vatni ásamt hunangi milli hóstahviða. Pressið hvítlauk og blandið safanaum í þykkt smyrsl. Nuddið síðan smyrslinu á iljar barnsins og klæðið það í ...

Leitið ávallt orsaka hóstans áður en jurtalækning er hafin. Sé barnið með hósta a völdum kvefs eða annarar sýkingar í lungum og öndunarvegi er gott að gefa te af jurtum, einkum blóðbergi, garðablóðbergi, hóffífli, lakkrísrót, ísópi, fagurfífli, fjallagrösum, lyfjagrasi og sólblómahatti. Gerið teið af einni eða fleiri jurtanna og gefið slímlosandi jurtir með sólblómahattinum.

Einföls hóstasaft handa börnum

2 x ...


Meðferð er sú sama og þegar um hita og mislinga er að ræða. Gott er að setja eina matskeið af natroni (matarsóda) í baðvatnið þegar kláðinn er mestur. Einnig má draga úr kláða með því að setja sterkt te af fersku haugarfa í baðvatnið.
Þegar barnið fær hita er það vísvbending um að líkami þess sé að takast á við sýkingu og því má ekki bæla hann nema ef hann verður hættulega hár. Í þeim tilvikum er best að kæla barnið með því að þvo því með svampi eða klút sem vættur er í köldu vatni og eplaediki í hlutföllunum 3:1. Ef sóttheitt ...
Gefið barninu kamillute sem er styrkjandi og slær á háan hita. Klóelftingarte er gott við hettusótt vegna þess að klóelfting styrkir þau líffæri sem bólgna vegna sýkingarinnar.
Sólblómahattur í urtaveig styrkir ónæmiskerfið.
Mörgum börnum verður óglatt um leið og þau koma í bíl, skip eða flugvél, en yfirleitt eldist það af þeim. Gefið barninu te af ferskri, niðurrifinni engiferrót og örlitlu af hunangi áður en ferðin hefst. Gefið þí síðan heimabakaðar piparkökur til þess að narta í á leiðinni.
Ferskt loft er mjög til bóta og einnig er gott að beina athygli ...

Orsakir barnaexems geta verið margar og það er ávallt mikilvægt að reyna að finna orsökina áður en lækning er reynd. Mörg börn sem þjást af exemi eru viðkvæm fyrir ýmsum fæðutegundum, oftast mjólkurvörum, hveiti og sítrusávöxtum. Því er rétt að halda þessum fæðutegundum frá barninu um sinn. Gefið barninu kalkríka fæðu og fulgist með því hvort það hefur hægðir reglulega ...

Gefið barninu járnauðuga fæðu, t.d. rauðrófur, rúsínur, apríkósur og vætukarsa og hvetjið það til útiveru.

Jurtir gegn blóðleysi

Brenninetla, túnfífill, refasmári, tunsúra, haugarfi, steinselja og fennikka.

Algengt er að börn fái asma, en í mörgum tilvikum hverfur hann með öllu snemma á fullorðinsárum. Forðast skal að gefa asmaveiku barni mjólkurafurðir og móðir með asmaveikt barn á brjósti ætti einnig að forðast þær. Notið sojamjólkurvörur úr heilsubúðum í stað kúamjólkur, helst kalsíumbætta. Notið sykur og egg sparlega. Gefið barninu sem mesta af ferskum mat, grænmeti og ávöxtum ...

Algengt er að fyrsta fæðu sem barni er gefin sé ýmiss konar krukku eða pakkamatur. Tilbúinn matur inniheldur flest næringarefni og það er mjög fljótlegt og einfalt að nota hann. Hann er hins vegar mjög líflaus fæða og börn sem venjast á slíkt fæði verða yfirleitt matvönd þegar þau síðar meir eiga að borða heimatilbúinn mat og ferskar fæðutegundir.
Ungbörn ...

Grasalæknar beita mismunandi aðferðum til þess að meta hæfilegar skammtastærðir fyrir börn. Bæði eru börn misjöfn að hreysti og þoli og einni eru þau misstór eftir aldri.
Oft er sú aðferð notuð að miða skammtastærðina við aldur barnsins, eins og hér er sýnt.

Aldur í árum / Aldur í árum +10 = hluti af fullorðinsskammti

Og því verður skammtur fyrir 5 ára ...

Börn bregðast mjög fljótt og vel við jurtalyfjum og þurfa því að neyta mun minna magns af jurtum en fullorðnir. Sumir kvarta um að jurtalyf séu bragðvond og því erfitt að koma þeim ofan í börn, en yfirleitt má með fortölum fá börn til að taka lyfin. Fullorðnir sætta sig fremur við sjúkdóma og vanheilsu, en börn hafa annað viðhvorf ...

Bólga í brisi er oft mjög kvalafull. Hún getur bæði komið fram í bráðu kasti og orðið mjög þralát. Orsakir brisbólgu geta verið margvíslegar, en oftast er talið að hún stafi af gallsteinum.
Ef um bráða brisbólgu er að ræða er nauðsynlegt að leggjast á sjúkrahús því að afleiðingar hennar geta orðið mjög lavarlegar ef ekki er rétt að farið ...
Lítils háttar blóðsykurskortur er mjög algengur, en því miður vilja nútímalæknavísindi ógjarnan viðurkenna líkan kvilla. Fólk sem þjáist af of litlum blóðsykri er oft mjög þreytt og jafnvel þunglynt. Verst er líðanin tveimur til þremur tímum eftir máltíð og lýsir sér með skyndilegu hungri og skapstyggð. Orsakir blóðsykurskorts geta verið margar. Efnaskipti líkamans geta hafa raskast eða trufln er á ...
Sykursýki er einn algengasti sjúkdómur í innkirtlum og um einn af hundraði Vesturlandabúa þjáist af sjúkdómnum einhvern hluta ævinnar. Stór hluti sykursjúkra verður sjúkdómsins ekki var fyrr en eftir fertugt og nefnist þessi mynd insúlínóháð sykursýki. Orsök sjúkdómsins er sú að þótt líkaminn framleiði hormónið nægir framleiðslan ekki til að uppfylla þarfir líkamans, einkum ef sjúklingurinn er feitlaginn. Yfirleitt má ...
Brisið er allstór, aflangur kirtill sem er vinstra megin í kviðarholi aftan við maga. Brisið er bæði útkirtill, sem framleiðir meltingarensím, og innkirtill. Innkirtlastarfsemi fer fram í briseyjum sem eru smáir frumuklasar vítt og breitt um brisið. Í briseyjunum myndast hormónin insúlín og glúkagon. Insúlín minnkar blóðsykur m.a. með því að örva upptöku á glúkósa úr blóði og umbreytingu ...

Vanvirkni í skjaldkirtli hægir á efnaskiptum líkamans. Sjúklingurinn verður skvapholda og finnur fyrir stöðugri þreytu og jafnvel þunglyndi. Önnur einkenni vanvirks skjaldkirtils eru hægðatregða, þurr húð og hár, bjúgur, hæsi og minnisleysi og óeðlilega miklar tíðablæðingar. Orsakir geta veirð margar, en algegnast er að um einhvers konar sjálfsofnæmissjúkdóm sé að ræða. Vanvirkni í skjaldkirtli er mun algengari meðal kvenna og ...

Þegar skjaldkirtill framleiðir of mikið af hormórnum örvast efnaskipti í líkamanum verulega. Þessi umframbrennsla leiðir til þess að viðkomandi er stöðugt hungraður og borðar þar af leiðandi meira, en þrátt fyrir aukið át grennist sjúklingurinn. Fólk sem þjáist af ofvirkum skjaldkirtli verður oft skapstyggt, taugaspennt og geðveiflur verða mjög miklar. Oft getur verið erfitt fyrir ættingja og vini að skilja ...

Skjaldkirtillinn myndar þrjú hormón, og er þþroxín þeirra mikilvægast. Skjaldkirtilshormónin hafa áhrif víðs vegar í líkamanum, þau örva efnaskipti í nær öllum líkamsvefjum og hafa áhrifa á vöxt og þroska.
Það er því alvarlegt ef myndun skjaldkirtilshormóna verður of lítil eða of mikil. Starfsemi skjaldkirtils hefur áhrif á hugarástand fólks og lund og líkast til eru þau áhrif gagnkvæm.
Nýrnahettur eru tveir örlitlir kirtlar hvor ofan á sínu ný ra. Hetturnar eru samsettar af merg hið innra og berki hið ytra. Nýrnahettubörkur og –mergur starfa óháð hvor öðrum, enda á hvor hluti ný rnahettu sér ólík uptök á frumstigi fósturs. Nýrnahettumergur þroskast úr taugavef og er oft talinn hluti af drifkerfinu (sympatíska taugakerfinu). Nýrnahettumerguri framleiðir tvö hormón, adrenalín og ...
Heiladingullinn er örsmátt líffæri í miðju höfuðs og vegur einungis um hálft gramm. Honum er skipt í tvo hluta fram- og afturhluta. Afturhluti heiladinguls (taugadingull) er í raun framlenging af undirstúku heila og þaðan berast í blóðið tvö hormón sem myndast í undirstúku. Hormónin eru þvagtemprandi hormón og oxþtósín (hríðahormón) en það veldur samdrætti í sléttum vöðvum mjólkurkirtla og í ...
Innkirtlakerfið er nátengt taugakerfinu og ásamt því viðheldur það jafnvægi í líkamanum. Starf innkirtlanna byggist á hormónum sem bera efnaboð um líkamann. Orðið hormón er komið úr grísku og merkir að vekja eða að örva. Hvert hormón örvar yfirleitt eitt tiltekið líffæri sem kallast marklíffæri þess. Hormón stýra margvíslegri starfsemi í líkamanum s.s. vexti, efnaskiptum, líkamsýroska, salt- og vökvajafnvægi ...
Vörtur stafa af veirum og gegn þeim eru notuð sömu jurtalyf og gegn áblæstri. Á þær má bera safa úr hófsóley eða sóldögg og einnig þykja túnfífill (mjólkin), helluhnoðri og freyjubrá góð gegn vörtum.
Sveppasýking veldr myndun bletta og hringja sem geta komið upp nánast hvar sem er á húðinni. Þess háttar sýking á bol nefnist bolværing. Sveppasýking getur veirð mjög þrálát og því þarf að taka jurtirnar inn jafnfrma t því sem smyrsl eða áburður eru borin á blettina. Jurtir sem eru góðar til inntöku við sveppasýkingu eru einkum sólblómahatur, hvítlaukur og morgunfrú ...
Veiran sem veldur áblæstri (frunsum) liggur yfirleitt í dvala í taugakerfi líkamans og veldur endurtekinni sýkingu. Áblástur kemur einkum upp þegar ónæmiskerfi líkamans er undir álagi, í sól eða þegar konur er á blæðingum. Þí reynist vel gegn áblæstri að styrkja ónlmiskerfi líkamans með jurtum, s.s. sólblómahatti, hvítlauk og gulmöðru. Jurtirnar eru þá teknar um langt skeið og stöðugt ...
Sóríasis (sóri, blettaskán) er mjög algengur húðsjúkdómur, einkum meðal hvítra manna, en um þrír af hverjum hundrað þeirra eru haldnir sjúkdómum. Sóríasis er húðbólga sem einkennist af rauðu flekkjum með þurru, silfruðu hreistri. Oft fylgir mikill klaði útbrotunum, Útbrotin stafa af því að húðfrumur fjölga sér tífalt hraðar en eðlilegt er. Sóríasis virðist tengjast gigt og oft eru neglur sóríasisskúklinga ...
Gelgjubólur eru algengur kvilli sem herjar á meirihluta ungs fólks á gelgjuskeiði. Oftast hverfa bólurnar þegar jafnvægi kemst á hormónastarfsemi líkamans, eða um tvítugt, en í einstaka tilvikum verða gelgjubólur að langvinnum kvilla sem helst langt fram eftir aldri. Gelgjubólur koma fyrst í ljós um kyný roskaskeið þegar framleiðsla á karlhormónum eykst hjá báðum kynjum. Karlhormón örva fitumyndun húðarinnar sem ...
Exem getur verið margs konar og orsakirnar eftir því. Exem lýsir sér sem útbrot í húðinni. Oft getur húðin verið mjög þurr, stundum verða úr sár sem vætlar úr og yfirleitt fylgr mikil erting og kláði. Exem getur verið húðbólga sem stafar af snertingu við eitthvað sem sjúklingurinn hefur ofnæmi fyrir. Eina ráðið við slíku ofnæmisexemi er að forðast það ...
Húðin er mikilvægt líffæri með margþætt hlutverk. Eitt helsta hlutverk hennar er að verja íkamann gegn ytri áhrifum. Hún ver líkamann gegn hvers kyns efnum sem annars gætu skaðað hann. Hún verndar hann einnig gegn örverum, m.a. með því a gefa frá sér efni sem eyða þeim, en einnig eru gerlar á húðinni sem eru hluti af náttúrulegri flóru ...
Meðferð vöðvagigtar er sú sama og meðferð annars konar gigtar hvað mataræði snertir.
Forðist alla streitu og iðkið slökun.

Jurtir gegn vöðvagigt
Bólgueyðandi og hreinsandi jurtir: td. Víðir, vallhumall, birki, mjaðurt, horblaðka, haugarfi, rauðberjalyng, þrenningarfjóla, lakkrísrót og djöflakló.
Vöðvaslakandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm og garðabrúða.
Blóðrásarörvandi jurtir: t.d. eldpipar, engiferjurt, rósmarín og garðablóðberg.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn vöðvagigt ...

Þvagsýrugigt orsakast af þvagsýru sem safnast í liði, einkum einn af liðum stórutáar. Þvagsýrugigt veldur bólgu og miklum verkjum í sjúka liðnum. Þvagsýra fellur út í líkamanum af mörgum orsökum og oft virðist sjúkdómurinn ganga í ættir.
Meðferð er svipuð og gegn öðrum tegundum gigtar, rétt mataræði er mjög mikilvægt og einnig er nauðsynlegt að draga úr streitu.

Jurtir gegn ...
Iktsýki er sjálfsofnæmissjúkdómur sem er mun algengari hjá konum en körlum. Hún er ólík slitgigt að því leyti að margir liðir geta sýkst samtímis. Algengt er að samstæðir liðir t.d. báðir hnjáliðir, séu sýktir of stirðleiki og verkir eru yfirliett verstir að morgni. Oft hleypur mikil bólga í liðina og sýkingin getur borist milli liða. Iktsýki kemur fram í ...
Slitgigt er ein helsta undirrót fötlunar vegna gigtar. Orsakirnar geta verið eðlileg hrörnun í mikið notuðum lið eða meiðsli í lið eins og oft verður hjá íþróttafólki og öðrum sem reyna um of á einstaka liði um langt skeið. Slitgigt er algengari hjá konum en körlum, einkum eftir tíðahvörf, enda gætir oftar kalkskorts hjá þeim. Einkenni slitgigtar eru stirðir og ...
Til stoðkerfisins heyrir beinagrindin og vöðvarnir sem henni tengjast, en auk þess sinar og liðbönd. Stoðkerfið er beinagrindin og vöðvarnir, auk sina og annars konar bandvefja. Beinagrindin er úr beinum og brjóski. Hún ver innri líffæri og er auk þess burðarás líkamans. Beinin eru í st0ðugri endurnýjun og mikil efnaskipti fara þar fram. Rauð blóðkorn myndast í beinmerg sumra beina ...
Þunglyndi er alvarlegur og þungbær sjúkdómur og oft er það fylgikvilli annarra veikinda, líkamlegra eða andlegra.
Ýmsar jurtir geta sannanlega komið að gagni, en nauðsynlegt er fyrir fólk sem þjáist af þunglyndi að fá reglulega ráðgjöf til þess að öðlast betri skilning á ástandi sínu og orsökum þunglyndisins.
Reglulegar líkamsæfingar eru vænlegar til árangurs vegna þess hve góð áhrif hreyfing ...
Góður svefn er nauðsynlegur fyrir andlegt og líkammlegt heilbrigði fólks. Fátt raskar janvægi fólks jafnmikið og svefnleysi. Undirrót svefnleysis getur verið margvísleg. Svefný örf fólks minnkar yfirleitt þegar það eldist og einnig hafa hormónabreytingar, t.d. hjá konum um tíðahvörf, mikil áhrif á svefninn. Líkamleg vanlíðan getur haldið vöku fyrir fólki og einnig getur ofát og koffínneysla truflað svefn. Algengasta ...
Streita veldur mörgum af þeim kvillum sem þjaka nútímamanninum. Jurtir geta komið að miklum notum, en nauðsynlegt er fyrir fólk sem haldið er stöðgri streitu að beita hugleisðlu eða slökun til þess að vinna bug á henni. Mataræði hefur mikil áhrif á streitu og því skal forðast allan mat sem örvar taugakerfið, einkum kaffi, te, kakó og kóladrykki. Borðið lítið ...
Ristill er veirusjúkdómur af völdum herpesveiru, sem sest að í taugahnoðum og veldur sársaukafullum útbrotum í andliti, á bol eða útlimum. Sjúkdómurinn getur orðið mjög langvinnur og erfiður viðureignar og meðferð tekur ávallt langan tíma.

Jurtir gegn ristli
Sþklaeyðandi jurtir: t.d. sólblómahattur og hvítlaukur
Jurtir sem styrkja taugakerfið: t.d. ginseng, hafrar, jónsmessurunni og garðabrúða.
Verkjaeyðandi jurtir: t.d ...
Mígreni (heilakveisa) er alvarlegt, kvalafullt höfuðverkjakast. Oft fylgka sjóntruflarnir, ljósfælni, ógleði og uppköst. Mælt er með því að fólk leiti til sérfræðings áður en lækning er reynd með grösum
Orsakir mígrenis geta verið margar og oft stafar það af fæðuofnæmi. Því er mikilvægt að finna og útiloka allt slíkt Margar neysluvörur geta auk þess aukið líkur á mígrenikasti og má ...
Flestir hafa einhverju sinni fengið höfuðverk og oft má rekja orsakir hans til streitu eða annars álags. Aðrar orsakir eru m.a. meltingartruflun, hægðartregða, vöðvabólga, áreynsla á augun, rangur líkamsburður, hormónatruflun, rangt mataræði, ofnæmi og þorsti.
Meðferð ræðst fyrst og fremst af orsök kvillans.
Ef höfuðverkur kemur aðeins endrum og eins getur hvíld og einföld teblanda með einni eða fleirum ...
Taugakerfið stjórnar allri starfsemi líkamans og tengir hann við umhverfi sitt. Taugakerfið er flóknasta líffærakerfi líkamans og það kerfi sem menn hafa minnsta þekkingu á. Það skapar ekki aðeins tengsl við umheiminn heldur tengir það einnig saman huga og líkama. Taugakerfið skiptist í miðtaugakerfi. Sem er heili og mæna, og úttaugakerfi, sem er aðrir hlutar taugakerfisins.
Röskun á eðlilegu starfi ...
Orsakir tíðaverkja eru óljósar. Sumar konur þjást af sjúkdómum og sýkingu í æxlunarfærum sem leiða til tíðaverkja, en það á einungis við um fáar þeirra kvenna sem þjást af tíðaverkjum. Einkennin eru yfirleitt þau sömu hver sem orsökin er. Verkirnir geta verið mjög sárir og konur þurfa að leggjast í rúmið meðan verstu kramparnir ganga yfir. Yfirleitt eru verkirnir verstir ...
Tíðateppa er þegar tíðir falla niður af einhverjum orsökum í lengri eða skemmri tíma. Orsakir tíðateppu, þegar ekki er um þungun eða tíðahvörf að ræða, geta verið óljósar, en oft liggja þar að baki flóknar sálrænar eða líkamlegar orsakir. Innkirtlarnir starfa sem ein heild og jafnvægi hormónastarfseminnar veltur því á heilbrigði allra kirtlanna. Undirstúka heila stýrir myndun þeirra heiladingulshormóna sem ...

Sveppasýking í leggöngum er mjög algengur kvilli sem flestar konur verða einhvern tíma fyrir. Sýkillin er þruskusveppur (Candida albicans) sem er eðlilegur þáttur í líkamsflórunni. Við tilteknar aðstæður getur orðið óeðlileg fjölgun gersveppa svo að sýking kemur fram í líkamanum, m.a. í munni, meltingarvegi, þvagrás eða leggöngum. Sveppasýking í leggöngum lýsir sér með miklum kláða og særindum og yfirleitt ...

Óreglulegar blæðingar geta torveldað þungun. Á sama hátt getur óregla í blæðingum orðið til þess að kona verður barnshafandi án þess að hafa ætlað sér það.
Óreglu sem lýsir sér þannig að blæðingar byrja meira en viku of snemma í tíðahringnum má rekja til einnar af þremur ástæðum:
a.) Of lítið prógesterón. Oft má bæta úr því með t.d ...
Ef konur sem að öllu jöfnu hafa reglulegar blæðingar fá óeðlilega miklar blæðingar má vinna gegn því með barkandi jurtum, t.d. hjartarfa, maríustakki, bjöllulilju, brenninetlu og hindberjum. Jurtirnar draga úr blóðflæðinu án þess að bæla dulinn sjúkdóm sem kynni að vera til staðar.
Ef blæðingar eru hins vegar ætíð óeðlilega miklar ætti viðkomandi kona að leita til kvensjúkdómalæknis til ...
Fyrirtíðarspenna er algengur kvilli sem herjar á konur en þrátt fyrir það hefur henni lítill gaumur verið gefinn í hefðbundnum læknavísindum. Einkenni fyrirtíðarspennu eru mismunandi, konur geta orðið mjög sólgnar í sætindi, átt erfitt með svefn og orðið þunglyndar. Margar konur kvarta um þembu og eymsli í brjóstum vegna mikillar vökvasöfnunar. Þyngdaraukning og bjúgur eru megineinkenni fyrirtíðaspennu, svo og kvíðaköst ...
Tíðahvörf marka lok þess tíma sem kona getur eignast börn (á náttúrlegan hátt). Eggjastokkar hætta að þroska egg, framleiðsla á estrógenum og prógesteróni stöðvast og konur hætta ða hafa blæðingar.
Tímabilið frá því að hormónabreytingarnar hefjast og þar til blæðingar stöðvast geturs staðið í mörg ár. Eggjastokkar minnka framleiðslu á estrógenum og prógesteróni og ójafnvægi skapast milli þessara veggja hormóna ...
Meðganga er yfirleitt eðlilegt og heilbrigt skeið í lífi kvenna en þó geta ýmsir kvillar skotið upp kollinum á meðgöngu. Eftirfarandi jurtir geta komið að gagni gegn þeim. Gott er að drekka te af hinderjablöðum einu sinni til tvisvar á dag á seinni helmingi meðgöngunnar. Jurtin styrkir legið og býr það undir fæðingu svo að hún verður auðveldari og sársaukaminni ...
Ef ónóg mjólk er í brjóstunum má örva mjólkurmyndun með brenninetlu, járnurt og fennikku. Beste r að taka jurtirnar inn í heitu tei þrisvar á dag. Drekkið mikið, sérstaklega af heitum drykkjum , en forðist kakó og kaffi sem geta haft samandragandi áhrif á mjólkurkirtlana.
Ef st0ðva þarf mjólkurframleiðslu í brjóstum má taka inn lyfjasalvíu í urtaveig eða sterku tei. Drekkið ...
Helstu líffæri sem teljast til æxlunarfæra kvenna eru eggjastokkar, eggrásir, leg og legöng en hér verður einnig fjallað um brjóstin í tengsl við brjóstagjöf.
Starfsemi æxlunarfæranna fylgir tíðahringnum, sem er að að meðaltali tuttugu og átta dagar. Fyrsti dagur tíðahrings miðast við upphaf blæðinga. Tíðahringnum er stjórnað af hormónum sem framleidd eru í heiladingli. Heiladingulshormónin eru eggbússtýrihormón (ESH) og gulbússtýrihormón ...
Stundum myndast bjúgur af ókunnum orsökum. Oft má rekja vökvasöfnunina til þess að annað ný rað starfar af einhverri ástæðu mun verr en eðlilegt má teljast.
Þvagfrífandi jurtir, s.s. túnfífill (rót) og vatnsarfagras. Því er best að nota blöndu með túnfífilsrót og –blöðum í slíkum tilvikum.
Orsakir bjúgs geta verið margar og alvarlegar og því skal ætíð leita til ...
Talað er um að ný run séu ofvirk þegar fólk þarf að kasta af sér þvagi óeðlilega oft og vaknar jafnvel á nóttunni til þess. Fólk sem er með ofvirk ný ru þjáist oft jafnframt af hárlosi. Orsakir þess konar óreglu í ný runum geta verið margar. Oft er um að ræða minni háttar sýkingu í ný rum sem vinna ...
Steinar geta myndast og sest hvar sem er í þvagfærin. Nýrnasteinar valda verk í lendum. Steinar í þvagpípum geta valdið ný rnakrampa þar sem verkurinn virðist oft liggjaf rá lendum niður í nára. Steinar í þvagblöðru valda sterkri þörf til þess að kasta af sér þvagi þó svo að blaðran sé tóm. Steinar í þvagrás geta hamlað eðlilegu þvagflæði. Minnstu ...
Ástæður fyrir lausheldni á þvagi geta verið margar. Oft er orsökin sálræn, einkum ef um börn er að ræða. Stundum má rekja orsökina til lkuvöðva í þvagblöðrunni. Réttar og reglulegar æfingar sem styrkja lokuvöðvann geta oft gert mikið gagn í þeim tilvikum. Svo fremi sem ekki er um að ræða alvarleg veikindi eða galla í viðkomandi líffærum má fá góða ...
Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils er mjög algeng. Orsakir eru ekki ljósar, en þó er talið að hormónabreytingar hafi þar einhver áhrif,svo og hreyfingarleysi. Þeir karlmenn sem þjást af stækkn blöðruhálskirtils ættu að fara reglulega í læknisskopðun vegna þess hve algengt blöðruhálskirtilskrabbamein er.

Jurtir sem styrkja blöðruhálskirtil

Klóelfting, brenninetla, húsapuntur og freyspálmi. Jurtirnar þarf að taka inn í langan tíma.

Stundið ...
Blöðruhálskirtilsbólga getur m.a. orsakast af kyn- eða blóðsjúkdómi. Nauðsynlegt er því að leita læknis, áður en lækning er reynd með jurtum. Blöðruhálskirtilsbólga getur valdið háum hita og miklu verkjum aftur í bak. Jurtir gegn blöðruhálskirtilsbólgu eru þær sömu og gegn blöðrubólgu, að viðbættri klóelftingu og brenninetlu.
Blöðrubólga er bólga í þvagblöðru og einkennist af sviða við þvaglát, verk í nára fyrir og eftir þvaglát og sífelldri þörf fyrir að kasta af sér vatni, jafnvel þóað þvagblaðran sé tæmd. Stafi blöðrubólgan af ný rnasýkingu getur verið hætta á ferðum Einkenni slíkrar sýkingar eru bakverkur, magaverkur, höfuðverkur og þreyta sem koma fram áður en blöðrubólgunnar verður vart. Meðferð ...
Þvagfærunum tilheyra ný ru, þvagpípur, þvagblaðra og þvagrás. Helsta hlutverk þvagfæranna er framleiðsla og losun á þvagi úr líkamanum en auk þess sinna þau ýmsum öðrum verkefnum sem ekki verða rakin hér.
Nýrun viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum. Mikill hluti blóðvökvans síast úr háræðakerfinu í ný runum, en þau skila honum hins vegar nánast öllum aftur inn í blóðrásina. Eftir verða ...
Vessakerfið samanstendur af a) vessaæðum er taka við vökva sem er milli fruma í vefjum og skila honum aftur í blóðið, b.) vessa (sogæðavökva) sem flytur næringarefni og úrgangsefni, c.) eitlum sem hreinsa sýkla og eiturefni úr vessanum, d.) hóstarkirtli sem gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfinu og e) milta sem á þátt í að þroska eitilfrumur líkamans og átfrumur þar ...
Sþking í stikilsbeini er fremur algeng og veldur stikilsbólgu. Stikillinn er beinhnúður aftan við eyrun. Bólgan lýsir sér oft með graftarkþli í ytra eyra eða miðeyra.
Gegn stikilsbólgu gagnat jurtir sem eru blóðhreinsandi, t.d. gulmaðra og jurtir sem styrkja ónæmiskerfið, t.d. sólblómahattur og hvítlaukur. Oft þarf að taka jurtirnar lengi inn sökum þess hve þrálat bólgan getur verið.
Eyrnabólga er bólga í miðeyra, oftast vegna gerla- eða veirusýkingar. Eyrnabólga getur orðið mjög alvarleg og oft eru sýklalyf eina ráðið við henni. Ef sýklalyf eru notuð í miklum mæli geta þau skaðað eyrun. Því er æskilegra að reyna jurtir og breytt mataræði sem lækningu, sérstaklega ef um þráláta eyrnabólgu er að ræða.
Fæðuofnæmi, oftast af völdum mjólkurvara, er mjög ...
Eyrun eru flókin líffæri að gerð. Þau gegna því hlutvekri að skynja hljóðbylgjur og jafnframt berast frá þeimupplýsingar um jafnvægi og stöðu líkamans. Eyrun ásmat nefi og hálsi engjast kokhlust og því er eyrnarbólga oft fylgikvilli kvefs og hálsbólgu.
Jurtir eru gagnlegar við kvillum í ytra eyra og miðeyra, en hafa lítil áhrif á sjúkdoma í innra eyra.
Vogrís er smákþli eða bólga í fitukirtlum við hársekki augnháranna. Þrálátur vogrís er merki um ofþreytu. Styrkjandi og blóðhreinsandi jurtir eins og sólblómahattur, gulmaðra og hvítlaukur koma því að góðu gagni hér.
Útvortis má nota sömu jurtir og nefnar voru í tengslum við augnslímhúðarbólgu.
Bráð augnslímhúðarbólga (augnangur) orsakast oftast af gerli eða veiru, en einnig getur bólgan verið fylgikvilli ofnæmis, s.s. heymæði. Langvinn bólga í augnslímhúð er algeng hjá fólki sem býr við mikla loftmengun og einnig hjá rosknu fólki ef augnslímhúðin hefur þornað upp vegna minnkaðrar táraframleiðslu.
Best er að nota jurtir í senn í inntöku og sem augnskol.
Augnskol getur verið ...
Margs konar sjúkdómar og kvillar leggjast á augun og verður ekki fjallað um þá alal hér heldur mun umfjöllunin einskorðast við bólgu og annað sem herjað getur á slímhúðaugna og tárakirtla.
Jirtir hafa takmörkuð áhrif á ýmsa sjúkdóma í augum, s.s. gláku, lithimnubólgu, vagl (skþ á auga) og aðra alvarlega kvilla sem leitt geta til blindu.
Asmi er sjúkdómur þar sem grennstu lungnaberkjurnar herpast saman um tíma. Það veldur því að maður með asma á erfitt með að aanda frá sér og því fylgir mæði og blísturshljóð. Asmakast getur valdið mikilli hræðslu en hræðsla og streita magnar asmakastið og þannig skapast vítahringur.
Orsakir asma eru oft óljósar. Ástæðan getur verið ofnæmi fyrir einhhverju í andrúmsloftinu, t ...

Hósti er oftast vísbending um að eitthvað sé í barka eða lungum. Oft er það slím sem slímhúð lungnanna myndar. Slímmyndun lungnanna er hluti af varnarkerfi þeirra gegn örverum og framandi ögnum.
Leitið ávallt læknis ef hóstinn lagast ekki á nokkrum dögum. Hann gæti verið merki um vefrænan sjúkdóm.
Þrálátur hósti bendir til þess að styrkja þurfi ónæmiskerfi líkamans. Þá ...

Barkakþlisbólga stafar af sýkingu í barkakþli. Hún orsakar hæsi og sumir verða raddlausir um hríð. Fólk sem notar röddina mikið, t.d. söngvarar og kennarar, hefur tilhneigingu til þess að fá barkakþlisbólgu oftar en aðrir. Því fólki má ráðleggja forvarnir, t.d. að drekka daglega mýkjandi te úr regnálmsberki eða fjallagrösum, og hollt er að borða eins og eitt hvítlauksrif ...
Hálskirtlarnir (hálseitlarnir) eru hluti af varnarkerfi líkamans. Líkt og í öðrum vefjum vessakerfisins verða eitilfrumur til í hálskirtlum og þær mynda mótefni og annast frumubundin varnarviðbrögð gegn ýmsum örverum og sjúkdómum sem herjað geta á líkamann.
Að nema nurt hálskirtla er vísbending um að varnarkerfi líkamans þurfi á stuðningi að halda. Það getur einnig bent til ofnæmis fyrir einhverju á ...
Bólga í ennisholum og öðrum afholum nefs er oft fylgikvilli kvefs og inflúensu. Bólga getur einnig komið fram ef fólk hefur ofnæmi fyrir einhverri fæðutegund, t.d. mjólkurafurðum. Langvinn bólga í ennisholum getur valdið verk í andliti, enni, kringum augu og jafnvel höfuðverk. Ef kjálkahola er bólgin getur það valdið tannverk Verkir frá bólgnum afholum nefs eiga það sameiginlegt að ...
Kvef er sýking í nefhöngum og koki. Það lýsir sér einkum með nefrennsli, hálsbólgu, hósta, höfuðverk og í sumum tilfellum hita. Kvefið stafar af veiru, en það skýrir hvers vegna sýklalyf, sem drepa gerla, duga illa við kvefi. Ýmsar jurtir styrkja ónæmiskerfið og líkaminn í heild og margar þeirra eru tladar geta unnið á veirum Kvefsækið fólk er oftast með ...
Öndunarfærin eru nef, háls, barkakþli, barki og lungu. Þegar við öndum að okkur fyllast lungun af lofti og úr því vinna þau súrefnið sem er nauðsynlegt öllum furmum líkamans. Við útöndun losar líkaminn sig við koltvísýring. Í hvíld öndum við að okkur um fimmtán sinnum á mínútu og lungu fullorðinna rúma um þrjá lítra af lofti. Djúp öndun getur tvöfaldað ...
Blóðleysi er í eðli sínu ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni. Orsakir blóðleysis geta verið margar og nauðsnlegt er að fá rétta sjúkdómsgreininu áður en lengra er haldið. Blóðleysi getur valdið óeðlilegum fölva, mæði, stöðugri þreytum, svefnleysi, svima og yfirliðaköstum, hugmyndaruglingi og skertum viðnámsýrótti gegn sjúkdómum. Í stuttu máli er blóðleysi skortur á súrefnisbundnu blóði vegna vöntunar á blóðrauða, og undirrót þess ...
Of lágur blóðþrýstingur (lágþrýstingur) getur hað fólki sem þjáist þá af stöðugri þreytu, svimaköstum og lélegri blóðrás. Ef engar orsakir finnast má nota jurtir sem styrkja blóðrásina og líkamann í heild. Hafrar koma sérstaklega að gagni í slíkum tilvikum.

Jurtir gegn lágum blóðþrýstingi
Jurtir sem örva blóðfæði : t.d. engiferjurt, eldpipar og ætihvönn.
Hvítþyniver hafa þann eiginleika ða koma jafnvægi ...

Hár blóðþrýstingur (háþrýstingur) á sér í fæstum tilvikum augljósa skýringu og margt fólk sem þjáist af háum blóðþrýstingi verður alls ekki vart við sjúkdóminn. Blóðþrýstingurinn er ákvarðarður með tvíþættri mælingu sem gefur svokölluð efri og neðri mörk. Efri mörkin, slagþrýstingurinn, er það ástand sem ríkir í æðakerfinu þegar hjartað dælir blóðinu út í kerfið en neðri mörkin, þaný rþstingurinn, er ...

Æðahnútar geta verið ættgengur kvillli, en oft koma þeir fram hjá fólki sem hreyfir sig lítið og fólki sem stendur mikið við sinnu sína. Aðrir þættir sem geta orsakað æðahnúta eru þungun, offita, þröngur klæðnaður, rangur skófatnaður og langvinn hægðatregða. Æðahnútar myndast venjuleg aí bláæðum fótleggja, en þeir geta einnig myndast í bláæðum eistna og endaarms. Æðahnútar geta valdið verkjum ...
Æðakölkun felst í þykknum og hörðnun slagæðaveggja. Æðakölkun er eðlilegur þáttur í hrörnun fólks þegar það eldist. Fituhrörnun er hins vegar þegar slagæðar þykkna vegna fitulags sem sest innan á veggi þeirra. Fituhrörnun leiðir yfirliett til æðakölkunar.
Æðakölkun getur orðið hvar sem er í líkamanum og sjúkdómseinkennin geta verið margs konar. Kölkun í slagæðum ný rna getur leitt til hækkaðs ...

Hjartað fær súrefni og næringu til eigin þarfa með blóði sem berst um kransæðarnar. Ef kransæðarnar þrengjast minnkar blóðflæðið til hjartand og súrefnisskorts getur orðið vart. Þrengsli í kransæðunum orsakast venjulega af fituhrörnun, þ.e. fita sest innan á æðaveggina. Ef blóðflæðið um hjartað er eki nægjanlegt þegar álag er á líkamann, t.d. við áreynslu, í kulda og við ...
Fólki hefur reynst vel að beita slökun og hugleiðslu til þess að vinna bug á streitu og álagi. Kannanir hafa sýnt að hætta á hjarta- og æðasjúkdómum er mun minni hjá fólki sem getur slakað á og útilokað allar áhyggjur, þótt ekki sé nema í fáeinar mínútur á hverjum degi.
Besta hreyfingin er að ganga eða synda rösklega þannig að reyni á hjarta, lungu og helstu vöðva líkamans. Reglulegar líkamsæfingar valda því að æðarnar víkka og verða þar af leiðandi teygjanlegri, hjartað styrkist og blóðþrýstingur lækkar. Fólk sem er óvant hreyfingu ætti að byrja rólega á reglulegum líkamsæfingum.

Mikið hefur verið sagt og skrifað um rétt og rangt mataræði en sérstaklega hefur kólesterólmagn í fæðu verið til umræðu sem og áhrif mikillar fituneyslu á hjarta og æðakerfi.

Margoft hefur verið sannað að tengsl eru milli hjartasjúkdóma og mikillar fitu í fæðu, mikils magns kólesteróls í blóði, hækkaðs blóðþrýstings, reykinga og kyrrsetu. Ekki verður farið ítarlega út í mataræði ...

Blóðrásarkerfið skiptist í hjarta, blóð og æðar og það tengir saman öll líffærakerfi líkamans. Það flytur næringarefni, súrefni og hormón til fruma í líkamsvefjunum og færir úrgangsefni frumnanna til þveitislíffæra (ný rna, lungna og annarra líffæra sem sjá um losun úrgangsefna úr líkamanum). Til viðbótar gegnir blóðrásarkerfið veigamiklu hlutverki í vörnum líkamans gegn sjúkdómum.

Þungamiðja blóðrásarkerfisins er hjartað, afkastamikill vöðvi ...

Bólga í gallblöðru orsakast yfirleitt af gallsteinum og getur verið mjög sársaukafull. Gallsteinar myndast vegna útfellingar efna í galli og þeir geta verið margs konar, bæði að efnasamsetningu og stærð. Orsök gallsteinamyndunar er óþollt en þó er næsta við að mataræði á þar hlut að máli. Jurtir geta í mörgum tilvikum unnið á gallsteinum og eða hjálpað til við að ...

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og tengist beint eða óbeint allri líkamsstarfseminni. Lifrin framleiðir gall em er nauðsynlegt við meltingu fitu. Hún tekur við ýmsum umframnæringarefnum og vítamínum úr blóðinu og geymir þau eða kemur þeim fyrir í geymslu annars staðar í likamanum. Lifrin breytir glúkósa í glþkogen og geymir þegar blóðsykur verður of mikill og leysir það síðan út ...

Haull getur myndast í vegg kviðarhols ef veila (kviðslit) er í honum, ristillinn bungar þá út í haulinn og sýking og bólga grefur þar oft um sig. Haulbólga er mjög algeng nú vegna hreyfingarleysis og rangs mataræðis, t.d. of lítilla trefjaefna í fæðu. Bólgan er einkum algeng meðal folks sem komið er yfir fimmtugt og lýsir sér með krampaverkjum ...

Ristilbólga er einn algengasti sjúkdómur stórþarma. Sjúkdómseinkenni eru mismunandi eftir því hversu áköf bólgan er, en í öllum tilvikum lýsir sjúkdómurinn sér með niðurgangi og harðlífi á víxl. Oft fylgir blóð og eða slím með hægðunum og fólk getur orðið mjög þróttlaust og jafnvel þunglynt. Algeng orsök ristilbólgu er fæðuóþol og fæðutegundirnar sem helst valda slíkum einkennum eru glúten (prótín ...

Hægðatregða stafar oft af röngu mataræði, hreyfingarleysi og skorti á gróf- og hrámeti sem örvar stórþarma. Hægðatregða getur verið vísbending um sjúkdóm í stórþörmum og einnig getur óvirk lifur orsakað hægðatregðu. Ef orsökina er að finna í stórþörmum getur hún annað hvort verið van- eða ofvirkur ristill.

Vanvirkan ristil má yfirleitt örva með reglulegum líkamsæfingum og styrkjandi jurtum, d.d ...

Niðurgangur sem varir einungis í einn til tvo daga er mjög algengur kvilli. Orsökin er oftast bráð sýking eða bólga einhvers staðar í meltingarvegi og yfirleitt er niðurgangur einfaldlega aðferð líkamans til þess að losa sig við eiturefni. Þannig niðurgang ætti aldrei að reyna að hefta, heldur gefa mildar jurtir til þess að styrkja slímhúð meltingarvegarins og bólgueyðandi jurtir sem ...

Meginhlutverk stórþarma er upptaka vatns og salta. Gerlar í stórþörmunum framleiða K-1, B1-, B2-, B12- vítamín og fólsýru, sem oft eru talin til B-vítamína. Hin náttúrulega gerlaflóra ver einnig gegn skaðlegum gerlum og öðrum sýklum. Stórþarmar sjá einnig um losun úrgangsefna úr líkamanum með hægðum.

Bólga getur komið upp hvar sem er í smáþörmunum og hún getur náð til allra þarmanna. Meðferð er svipuð og gegn magabólgu, en auk þess er til bóta að nota jafnframt víði og sólblómahatt.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn garnabólgu

2 x fjallagrös

2 x lakkrísrót

2 x kamilla

1 x sólblómahattur

2 x víðir

Melting og upptaka næringarefna fara einkum fram í smáþörmum. Kvillar í smáþörmum geta því haft mikil áhrif á upptöku næringarefna og orsakað næringarskort ef um langvinnan vanda er að ræða.

Sár í meltingarfærum geta myndast í kjölfar langvinnrar magabólgu og ýmissa alvarlegra sjúkdóma. Þau geta einnig myndast vegna slæmra matarvenja, reykinga, tiltekinna lyfja og streitu. Hvers svo sem orsökin er geta sár í meltingarvegi valdið miklum verkjum og orðið alvarleg, einkum ef þau gróa seint og illa.

Verkur frá magasári er jafnan mestur þegar borðað er og er jafnan minni ...

Magabólga getur komið upp vegna matareitrunar eða annarrar sýkingar í maga. Í sumum tilvikum getur magabólga orðið þrálátur sjúkdómur sem illmögulegt er að lækna. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg, fók getur orðið mjög þreytt og geðstirt, þunglynt og oft fylgja miklar sveiflur í blóðsykri. Magabólga veldur yfirleitt magaverkjum, einkum á milli mála þegar magasýran nær að vinna á viðkvæmri slímhúð magans og ...

Með meltingartruflunum er átt við margs kyns sjúkdómseinkenni sem raska starfsemi magans. Þær geta orsakast af röngum matarvenjum eða ofnæmi fyrir einhverri fæðutegund. Sjúkdómseinkennin geta m.a. verið verkir, þemba, brjóstsviði og óreglulegar hægðir.

Meðferð er fyrst og fremst fólgin í því að bæta matarvenjur og mataræði og sneiða hjá öllu sem veldur ofnæmi.


Jurtir gegn meltingartruflunum
Gegn offramleiðslu magasýru ...

Brjóstsviði stafar af sýru úr maga sem berst upp í vélinda og jafnvel upp í munn. Sár geta myndast í vélinda vegna sýrunnar og valdið miklum óþægindum og sársauka. Streita og álag geta magnað brjóstsviða vegna örvandi áhrifa taugakerfisins á magasýrurumyndun.

Fólk sem hefur mikinn brjóstviða ætti að sofa með hátt undir höfði því þá flæða magasýrurnar síður upp í ...

Meginhlutverk magans er að grófmelta fæðuna sem við neytum og búa hana undir frekari meltingu í smáþörmum. Í maga myndast m.a. saltsýra sem drepur sýkla og auðveldar starf meltingarensíma. Heilbrigði magans veltur mjög á því hvað í hann er látið og hvort regla er á matmálstímum. Ofát og hraðát, óhollur matur, áfengi, nikótín, lyf og streita eru óheilnæm fyrir ...

Meltingin hefst í munninum og kvillar þar geta haft áhrif á alla meltinguna. Ef bólga er t.d. í slímhúð eða tannholdi getur fólki reynst erfitt að tyggja matinn nægilega vel og það eykur álag á maga. Tengsl eru milli heilbrigðis tannholds og slímhúðar í munni og heilbrigðis annarra hluta meltingarfæranna. Langvinn sár í munni benda oft á tíðum til ...

Meltingarvegurinn er 5-6 metra langur frá munni að endaþarmsopi.
Hann er misgildur og skiptist í ólík líffæri með sérhæfð starfsemi Meltingarveginum tilheyra munnur, kok, vélind, magi, smáþarmar, sem skiptast í botnlanga, ristil og endaþarm. Önnur líffæri sem tengjast meltingarfærunum vegna framleiðlsu þeirra á meltingarvökva eru munnvatnskirtlar, lifur og bris. Meltingarvegurinn er að innanverðu þakinn slímhúð sem í sumum líffærum gefur ...

Takið fyrst saman þær jurtir sem þarf að sjóða.

20 g víðir

30 g úlfarunni

Setjið í pott með 500 ml af vatni (1:10) og látið sjóða í 20 mínútur. Takið síðan þær jurtir sem mega ekki sjóða.

20 g horblaðka

10 g lofnarblóm

1 g eldpipar

Hellið á þær 300-500 ml af sjóðandi vatni, lokið ílátinu og látið ...

Ef búa á til urtaveigarblöndu úr þessum jurtum er yfirleitt best að útbúa urtaveig fyrst af hverri jurt fyrir sig og blanda síðan saman í réttum hlutföllum.

20 ml víðir (urtaveig)

20 ml horblaðka (urtaveig)

30 ml úlfarunni (urtaveig)

10 ml lofnarblóm (urtaveig)

1 ml eldpipar (urtaveig)

alls 81 ml sem síðan er geymt og tekið inn í 5 ml ...

Jurtalyfjablanda er ýmist blanda af tei og seyði eða blönduð urtaveig

Dæmi um jurtalyfjablöndu við vöðvagigt

2 x víðir

2 x horblaðka

2 x úlfarunni

2 x lofnarblóm

2 x eldpipar

Fyrst verður skýrt hvernig heppilegast er að laga blandaða urtaveig (þ.e. af nokkrum mismunandi jurtum, en síðan hvernig jurtalyfjablanda er löguð af jurtum sem ýmist eru notaðar í ...

Skammtastærð er gefin þar sem fjallað er um hverja jurt í meginhluta bókarinnar. Hér er tekið dæmi af fjallagrösum og einstakir liðir skýrðir.

1:5: 1 hluti (þyngd) af grösum á móti 5 hutum af 25% vínanda (t.d. 100 g jurtir á móti 500 ml af 25% vínanda). Af þessu eru teknir 2-5 ml þrisvar á dag

Te: 1 ...

Grisjuþófi er notaður á líkan hátt og bakstrar, en munurinn er því sá að við bakstra snerta jurtirnar húðina. Notið hreinan bómullarklút eða sárabindi (grisju) og vefjið um jurtirnar sem nota skal. Látið grisjuþófann liggja í sjóðandi vatni í 5-10 mínútur, vindið hann lítillega og leggið síðan svo heitan sem mögulegt er á eymslin. Þófinn þarf að vera heitur og ...

Bakstrar eru lagðir við gigtveika liði og sár sem gróa illa. Nota má bæði ferskar og þurrkaðar jurtir í bakstra. Þegar ferskar jurtir eru notaðar eru jurtahlutarnir marðir rækilega og lagðir beint á húðina en síðan er blaut og heit grisja bundin yfir. Þegar þurrkaðar jurtir eru notaðar þarf að útbúa deig úr þeim áður en þær er lagðar við ...

Olía er búin til á tvö vegu. Hreinar ilmolíur þarf að vinna úr jurtunum með flókinni eimingu sem er ekki á allra færi. Hentugast er því að kaupa þær eftir þörfum. Hins vegar má vinna jurtaolíu á einfaldari hátt, en hún verður þá ekki eins auðug að virkum efnum og sú sem unnin er með eimingu.

Olía unnin úr jurtum ...

Gott er að bera fljótandi áburð á spennta og gigtveika vöðva og liði. Áburðurinn er þeim eiginleikum gæddur að húðin tekur auðveldlega til sín þau efni sem lina og bæta.

Dæmi um áburð við vöðvabólgu

Hellið 50 ml af möndluolíu í skál. Bætið út í olíuna 35 ml af urtaveig með úlfarunna og 15 ml af eldpiparurtaveig. Hrærið öllu vel ...

Tjöruáburð má gera úr ýmsum jurtum og er hann mjög kraftmikill. Sá tjöruáburður sem besta raun hefur gefið er rauðsmáraaburður sem er notaður gegn ýmiss konar húðkrabbameini.

Rauðsmáraáburður við húðkrabbameini

Setjið 200 g af þurrkuðum rauðsmárablómum í hægsuðupott ásamt 2 lítrum af vatni. Látið krauma við vægan hita í tvo sólarhringa. Pressið allan vökva úr hratinu og setjið vökvann aftur ...

Smyrsl eru hálffljótandi blanda af lyfi og fitukenndu efni til útvortis nota. Flestar jurtir má nota í smyrsl. Gegn kláðaútbrotum er gott að nota ferskan haugarfa, brenninetlu og njóla og gegn útbrotum og brunasárum reynast morgunfrú, kamilla og vallhumall vel. Til mýkingar má nota regnálm, sigurskúf og hóffífil, gegn húðkrabameini er rauðsmári góður og til að vinna á vörtum og ...

Stílar eru notaðir m.a. til þess að mýkja og græða slímhúð í endaþarmi. Þá eru notaðir stílar með græðandi jurtum, t.d. regnálmi, haugarfa, sigurskúfi eða hóffífli. Einnig eru stílar oft notaðir við gyllinæð og eru þá notaðir barkandi jurtir, t.d. ljónslappi og kornsúra, ásamt bólgueyðandi jurtum, s.s. víði.

Stíla má einnig nota við bólgu og særindum ...

Legskol er notað gegn sýkingu í leggöngum, t.d. sveppasýkingu. Notað er óþynnt te eða þynnt urtaveig. Teið þarf að laga sérstaklega fyrir hvern dag. Auðveldast er að nota sérstakar legskolssprautur til þess að setja skolið í leggöngin. Notið 1 dl af tei tvisvar til þrisvar á dag og hafið það við líkamshita.

Urtaveig er einfaldari í notkun að því ...

Augnskol er ýmist te eða urtaveig. Ef te er notað skal laga te sérstaklega fyrir hvert skol. Teið þarf að vera mjög veikt, ½ tsk af jurtum á móti ½ bolla af vatni.

Gætið þess að sía teið mjög vel og kæla það fyrir notkun. Deilið teinu síðan í tvö ílát og notið hvort fyrir sitt auga. Skolið ávallt bæði ...

Frá fornu fari hafa böð mikið verið notuð í grasalækningum. Þau henta sérstaklega ungbörnum og fólki sem þolir illa að neyta jurtalyfja. Engiferböð eru góð í uððhafi kvefs og inflúensu og þau sveita út óhreinindum ír líkamanum og örva blóðrás. Lofnarblóm, hjartafró og garðabrúða eru heppilegar jurtir í kvöldböð fyrir fólk sem þjáist af miklum kláða í húð og svo ...

Sýróp er oft gefið börnum sem erfitt er að fá til að taka inn annars konar jurtalyf. Æskilegast er að búa sýrópið til úr hunangi sem hefur það frá yfir sykur að vera vítamínríkt og gerladrepandi. Til eru margar tegundir af hunangi, em best er að nota seigfljótandi eða fast hunang.

Sýróp gert

Útbúið ½ lítra af tei með tvöföldum ...

Best er að nota eplaedik við blöndun ediksurtaveigar. Eplaedik hefur sjálft heilsubætandi eiginleika og því er urtaveig af edikinu góð í mörgum tilfellum, einkum þó við alls kyns gigt og krabbameini. Ediksurtaveig er búin til á sama hátt og önnur urtaveig að öðru leyti en því að jurtirnar eru látnar liggja lengur í edikinu, allt að sex vikum, áður en ...

Urtaveig (tinktúra) er jurtalyf í vínandalausn (eða ediki). Vínandi leysir betur upp ýmis efni í jurtum en vatn. Urtaveig má laga á marga vegu og reglur um hlutföll og styrkleika vínandans eru mismunandi eftir plöntum. Best er að búa urtaveigina alltaf til á sama hátt nema uppskrift kveði á um annað. Vínandi sem er 45% að styrkleika er nógu sterkur ...

Seyðing er sú aðferð sem notuð er til þess að laga seyði úr harðgerðum plöntuhlutum, t.d. rótum berki og fræi. Seyði er notað á sama hátt og te.

Seyðing Setjið jurtirnar í pott (notið aldrei álpotta.) Hellið yfir þær köldu vatni. Lokið pottinum og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið vatnið við vægan hita í 15-20 mínútur. Takið pottin ...

Þegar te er gert skal nota ílát sem þolir vel hita og er með góðu loki. Notið hvorki álpotta né óglerjuð leirílát. Ef búa á til te fyrir einn bolla er best að setja 1-2 tsk af jurt í bolla af vatni. Ef búa á til te fyrir þrjá daga skal nota 100 g af jurt á móti lítra af ...

Jurtalyfjafræði er fræðigrein sem ekki er unnt að gera til hlítar grein fyrir í þessari bók. Líklegt má telja að þegar menn hófu að nota jurtir sér til heilsubótar hafi þeir einfaldlefa verið neytt eins og þær komi fyrir út í náttúrunni. Smám saman jókst þekking manna á notagildi einstakra plantna og plöntuhluta til lækninga og því hvernig tilreiða mætti ...

Best er að geyma jurtirnar í dökkum, lokuðum glerílátum eða glerjuðum leirílátum. Setjið jurtina í ílát um leið og þær eru orðnar vel þurrar, merkið ílátin greinilega og tilgreinið innihald og dagsetningu. Geymið ílátin á dimmum og köldum stað.

Jurtir geymast í tvö til þrjú ár ef rétt er með þær farið. Þær eru þá kraftmestar fyrsta árið eftir þurrkun ...

Fræ er þurrkað á líkan hátt og blöð og blóm. Það þornar fljótt á þurrum, hlýjum stað þar sem loft nær að leika um það. Venjulega þornar fræið á innan við tveimur vikum.

Ber og aldin eru lengur að þorna og þeim þarf að snúa oft til þess að flýta þornun.

Þvoið rót og börk vel og þerrið áður en að breitt er úr þeim. Skerið bæði börkinn og rótina í smá hluta til þess að flýta þornun og auðvelda tilbúning á seyði og urtaveig síðar.

Rætur og börkur þurfa háan hita til þess að þorgna vel, allt uppí 50°C, og best er að þurrka allt saman á neti eða ...

Séu blöðin eða blómin óhrein er betra að þurrka óhreinindin burt með þurrum klút en að skola þau af með vatni. 

Þurrkið á hlýjum, dimmum stað þar sem loft nær að leika um jurtirnar. Hitastigið má vera um 32°C fyrstu tvo dagana og 25°C eftir það. Best er að breiða úr blómum og blöðum á net eða annað ...

Nausynlegt er að þurrka jurtina svo fljótt sem auðið eð eftir tínslu, því að breytingar verða á efnaskiptum um leið og blöð eða blóm eru tekin af plöntunni. Ensím sem áður unnu að myndun á virkum efnum geta nú tekið til við að brjóta sömu efni niður. 

Þurrkun má hvorki vera of hröð né of hæg, því að sum efni ...

Börkurinn er kraftmestur á vorin og haustin þegar hann er safaríkastur. Börkinn er best að taka á rökum degi þegar hann flagnar auðveldlega af stofni og greinum. Best er að taka börkin af þykkum greinum sterk byggðra trjáa eða af stofni trája sem hafa verið felld. Það drepur tré ef börkurinn er tekinn allan hringinn af stofni þess og því ...

Tínið fræ og aldin á þurrum degi, þegar þau eru fullþroskuð. Fræin eiga að vera gulbrún, brún eða svört, en aldrei græn þegar þau eru tínd. Hristið dálítið af fræi í bréfpoka eða klippið blómahnappinn af og hengið yfir bakka til þess að safna fræinu. Merkið umbúðirnar strax svo að ekki fari milli mála hvert innihaldið er.

Best er að tína blóm um miðjan dag, á þurrum, sólríkum degi. Blómin innihalda mest af virkum efnum þegar þau hafa rétt náð því að opnast til fulls. Setjið blómin á dimman stað eins fljótt og auðið er eftir tínslu og breiðið vel úr þeim svo að þau þorni sem fyrst. Blóm eru mjög viðkvæm og vandmeðfarin eftir tínslu, tínið ...

Safnið blöðunum að morgni eftir að döggin hefur þornað af þeim. Blöðin eru kraftmest rétt fyrir blómgun jurtarinnar. Skerið þau af plöntunni með beittum hníf eða garðklippum, því hætt er við að stilkurinn skaddist ef blöðin eru rifin af honum.

Nýtt efni:

Messages: