Tímamót í loftslagsmálum? 01/25/2017

Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að:

Ein stærsta ógn samtímans er hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda.

Þessari yfirlýsingu fylgdi engin montstatus þess efnis að Ísland stæði framar öllum þjóðum í nýtingu hreinnar orku. Heldur sagði Bjarni Benediktsson:

Við þurfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna.

Væntanlega vísa þessi ummæli forsætisráðherra til þess að Íslendingar verði að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í stað þess að auka hana stöðugt; að ...

Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að:

Ein stærsta ógn samtímans er hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda.

Þessari yfirlýsingu fylgdi engin montstatus þess efnis að Ísland stæði framar öllum þjóðum í nýtingu hreinnar orku. Heldur sagði Bjarni Benediktsson:

Við þurfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna.

Væntanlega vísa þessi ummæli ...

Opinn fundur um stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum verður haldinn í Norræna húsinu í dag þ. 18. október kl. 20:00.

Flokkarnir verða spurðir um stefnu þeirra varðandi þrjú meginmál:

 1. stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands;
 2. hvernig ber Íslandi að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu, og
 3. hvernig vilja flokkarnir tryggja verndun hafsins, gegn mengun, súrnun þess og hækkandi sjávarhita.
 4. Fram koma ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands haldinn Reykjavíkur-Akademíunni 22. ágúst 2016, lýsir eftir loftslagsstefnu stjórnvalda.

Við undirbúning og eftirfylgd Parísarráðstefnunnar hafa íslensk stjórnvöld ekki kynnt skýr markmið um hversu mikið Ísland hyggst draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (ghl) á tímabilinu 2021–2030. Einungis hefur komið fram að Ísland muni taka þátt í sameiginlegu markmið aðildarríkja ESB um samdrátt í losun ghl. um 40% fyrir ...

Ein niðurstaða fundar forsætisráðherra Norðurlandanna og Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, er að Noregur, Ísland og Bandaríkin hétu því að fullgilda eða með öðrum hætti tilkynna um aðild sína að Parísar-samkomulaginu strax í ár. Skuldbinding af þessu tagi hefur ekki áður komið fram af hálfu Íslands en bæði Noregur og Bandaríkin höfðu áður lýst sig reiðubúin til að fullgilda Parísar-samkomulagið í ...

Bréf frá þeim samtökum sem hér undirrita, til að hvetja Ísland, Bandaríkin og hin Norðurlöndin til að sameinast um að banna notkun svartolíu (e. heavy fuel oil - HFO) um borð í skipum norðan heimskautsbaugs.

Svartolía er alvarleg ógn við lífríki Norðurslóða og bruni hennar skaðar loftslag jarðar. Leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna, sem haldinn verður í Washington þann 13. maí næstkomandi ...

Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands (sjá viðhengi). Ný vefsíða hálendisverkefnisins var opnuð: http://halendid.is

Markmiðið með viljayfirlýsingunni er að ná sem víðtækastri samstöðu um verndun miðhálendis Íslands með stofnun þjóðgarðs í eigu íslensku þjóðarinnar. Þau samtök sem undirrita yfirlýsinguna eru sammála um að hálendisþjóðgarður geti orðið eitt stærsta framlag ...

Dynkur í Þjórsá. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi.

Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar, sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra, auk þess sem fjallað verður um reynsluna af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ókeypis er á ráðstefnuna og hún ...

Kindur á beit við Kjalveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi.  Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna (sjá hér).

Síðustu mánuði hafa fulltrúar bænda og ...

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 2. febrúar nk. frá kl. 12:00-13:30 býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar í Safnahúsinu við Hverfisgötu um stöðu loftslagsmála í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í desember sl.

Farið verður yfir samninginn sem þar var undirritaður af þjóðum heims og hvaða þýðingu hann hefur fyrir loftslagsmálin í heiminum. Staða Íslands verður sérstaklega skoðuð í þessu ljósi og rætt ...

Þann 29. nóvember ætlar almenningur um heim allan að flykkjast út á götu og krefjast aðgerða í loftslagsmálum fyrir fund Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun desember, en markmið fundarins er að þjóðir heimsins nái bindandi samkomulagi um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Við ætlum líka að láta í okkur heyra, endurtaka leikinn frá því í fyrra og ganga Loftslagsgöngu í ...

Í þeirri sóknaráætlun í loftslagsmálum sem þrír ráðherra kynntu í morgun er bara að finna eitt magnbundið og tölusett markmið. Nefnilega að „... að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) um 40% til 2030 miðað við 1990 frá sjávarútvegi.“ Engin slík markmið er að finna um losun frá landbúnaði eða samgöngum.

Stefna Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París er afar óljós. Ísland fylgir ...

Ferðamannastraumurinn við Gullfoss á fögrum sumardegi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12:15 - 13:15 standa Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd fyrir fyrirlestri Brent Mitchell í samstarfi við Landgræðsluna, Vatnajökulsþjóðgarð, Þingvallaþjóðgarð og Umhverfisstofnun/þjóðgarðinn Snæfellsjökli. Fyrirlesturinn fer fram á ensu og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. En geta markmið verndar og nýtingar farið saman ...

Lundi með sandsíli. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 23. september til 5. október sýnir að 67,4% aðspurðra telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. Hlutfall þeirra sem telja litla þörf á að stjórnvöld bretti upp ermarnar er 12 ...

Plastmengun á sjávarströnd.Sameinuðu þjóðirnar og Samtök  fyrirtækja í sjávarútvegi  taka höndum saman um umræður og sýningu kvikmyndar um plastmengun í sjónum.

70 milljónum plastpoka er hent hér á landi á hverju ári og má gera ráð fyrir að verulegur hluti þeirra lendi fyrr eða síðar í sjónum. Að meðaltali er hver plastpoki notaður einu sinni  í 25 mínútur en það getur tekið ...

Þriðjudaginn 2. júni frá kl. 9:00 - 10:30 verður haldinn fundur á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands, franska sendiráðsins, Evrópustofu og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Á fundinum verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi sjávar, súrnun hafsins, breytta fiskigengd í hafinu og áhrifin á Ísland. Í hverju felst barátta alþjóðlegra náttúrverndarsamtaka og í hverju felast aðgerðir Evrópusambandsins í baráttunni?

Auk þess verður ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands 2015 verður haldinn verður á morgun, miðvikudaginn 27. maí í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2, 4. hæð og hefst fundurinn kl. 20.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Bent skal á að á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Íslands í fyrra var kjörinn þriggja manna nefnd til að yfirfara lög og starf samtakanna. Nefndin hefur skilað tillögu að nýjum lögum til stjórnar og ...

Á málinginu um miðhálendið laugardaginn 16. maí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.þFullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

Fyrri hluti málþingsins fjallaði um virði hálendisins. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, ræddi um náttúrufarslegt virði svæðisins og nefndi ...

Í Kerlingarfjöllum. Hjólspor eftir utanvegaakstur sýnileg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir málþingi um miðhálendið.

Miðhálendi landsins hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Sú umræða hefur meðal annars átt sér stað í tengslum við hinar ýmsu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og hvernig þær myndu hafa neikvæð ...

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Verðlaunaljósmynd Roar Aagestad í ljósmyndaleik Hjarta landsins.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið og SAMÚT (Samtök útivistarfélag) bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Meðal listamanna sem fram koma eru AmabadAma og Andri Snær. Frítt inn og allir velkomnir ...

Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst meðal annars í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið ...

System Change not Climate ChangeÞann 23. September næstkomandi munu leiðtogar heims funda í New York um loftslagsbreytingar. Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-moon, er gestgjafi fundarins og markmið hans, og um leið alþjóðasamfélagsins, er að gefa ráðamönnum tækifæri til að ræða nauðsyn aðgerða, nú rúmu ári fyrir Loftslagsþingið sem haldið verður í París í lok næsta árs. Þar er stefnt að bindandi samkomulagi aðildarríkjanna um samdrátt ...

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Náttúruverndarþing 2014 verður haldið laugardaginn 10. maí, kl. 10:00-17:00 í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni og eru allir vekomnir á þingið.

Dagskrá:

10:00-10:10 Opnun: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

10:10-11:00 Náttúruverndarupplýsingaveitur:

 • María Ellingsen frá Framtíðarlandinu kynnir Náttúrukortið
 • Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur frá Náttúran.is kynna Græna kortið
 • Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar kynnir ...

Dr. Dan Laffoley, sérfræðingur í vistkerfum úthafanna, flytur fyrirlesturinn „Hafið, framtíðin sem við viljum“ í sal 105 á Háskólatorgi (HT105) mánudaginn 7. apríl 12.10– 13.10. Laffoley er þekktur fyrirlesari (danlaffoley.com) og hefur verið mikilvægur þátttakandi stefnumótun og umhverfisverndarumræðu í Evrópu og Stóra-Bretlandi undanfarna áratugi, en ...

Kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, var tekin upp hér á landi að hluta til á árinu 2012. Við tökur á myndinni lagði Darren mikla áherslu á valda engu raski á náttúrunni. Kvikmyndin Noah verður frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll þann 18. mars kl. 17.30. Um kvöldið þ. 18. mars verða síðan haldnir tónleikar í Hörpu til stuðnings náttúruvernd á Íslandi, þar ...

Þriðja sérleyfið vegna olíuleitar á Drekasvæðinu verður undirritað í dag, þann 22. janúar, í Þjóðmenningarhúsinu. Undirrituð samtök telja að olíuleit á norðurslóðum stangist á við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og ógni lífríki á svæðinu.

Loftslagsbreytingar eru stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Fimmta skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út s.l. haust tekur af allan vafa ...

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og félagið Vinir Þjórsárvera sendu í fyrradag þ. 3. janúar frá sér eftirfarandi bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Í bréfinu eru greinargóðar útskýringar á því hvað það er sem ráðherra er að gera rangt og hvaða lög hann er að brjóta með ákvörðun sinni um að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera sem tilkynnt ...

Í dag þ. 13. desember 2013 er síðasti dagur framlengingar frests til að senda inn athugasemdir við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Mikil andstaða hefur verið við áform ráðherra um brottfall náttúruverndarlaga en í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands segir m.a.:

Frumvarp það sem ráðherra hefur lagt fram um brottfall laga ...

Náttúruverndarsamtök Íslands mótmæla harðlega öllumáformum Landsvirkjunar og umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu. Með þessum áformum er gengið þvert gegn lögum rammaáætlun sem kveða skýrt á um að virkjunarkosti í verndarflokki beri að friðlýsa. Virkjunarkosturinn Norðlingaölduveita er í verndarflokki rammaáætlunar en Landsvirkjun og umhverfsráðherra hyggjast hafa þau lög að engu.

Verði af byggingu Norðlingaölduveitu yrði í fyrsta sinn ráðist í virkjanaframkvæmdir vesta Þjórsár ...

Við setngingu umhverfisþings s.l. föstudag tilkynnti ráðherrann að þegar nýju nattúruverndarlögin væru frá yrðu smíðuð enn nýrri lög í samráði og samlyndi við alla aðila (væntanlega þó með áherslu á framkvæmdaaðila því aðrir eru mest öfgamenn í augum ráðherra). Á ríkisstjórnarfundi um morguninn kynnti síðan Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra, frumvarp til laga um „… afturköllun laga um náttúruvernd nr ...

Samkvæmt svari Sigurður Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra við fyrirpurn Katrínar Jakobsdóttur þingmanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs - sem dreift var á Alþingi í gær, upplýsti ráðherra, að

Umhverfisstofnun hefur unnið friðlýsingarskilmála fyrir stækkun á friðlandinu í Þjórsárverum í samræmi við náttúruverndaráætlun og taka þau áform til lögsögu átta sveitarfélaga þar sem fram kom tillaga um að friðlýsingin tæki m.a. yfir allan ...

Sunnudaginn 27. október verða haldnir tónleikar í Neskirkju til stuðnings baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns og til heiðurs þeim sem handteknir voru í vikunni. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Verndari er Vigdís Finnbogadóttir.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 en einnig verður tekið við frjálsum framlögum. Auk þess má styðja baráttu Hraunavina fyrir verndun Gálgahrauns með því að leggja beint inn ...

Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) kynnir í dag helstu niðurstöður sínar í Stokkhólmi (Summary for Policy Makers) kl. 10 í Stokkhólmi. Niðurstöður rannsókna þúsunda vísindamanna sem nefndin hefur farið yfir fela í sér afar skýra kosti. Loftslagsbreytingar gerast nú hraðar en áður var talið.

Frá því Vísindanefndin kynnti síðustu skýrslu sína árið 2007 hefur bráðnun jökla aukist mun hraðar ...

Umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannson, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að lög um náttúruvernd verði afturkölluð.

Náttúruverndarsamtök Íslands mótmæla þessari yfirlýsingu umhverfisráðherra harðlega. Hún er til marks um fjandsamlega afstöðu hans til náttúruverndar. Hann hefur allt á hornum sér. Fyrst lýsti hann vilja sínum til að leggja niður umhverfisráðuneytið, því næst tók hann undir kröfu iðnaðarráðherra um að Norðlingaölduveita ...

Minnisvarði til minningar um Má Haraldsson, bónda í Háholti, oddvita og fjallkóng verður afhjúpaður sunnudaginn 22. september kl. 16.00. Minnisvarðanum hefur verið valinn staður við bílveginn yfir Lönguhlíð skammt innan við sæluhúsið í Gljúfurleit en þar á háöldunni sér inn til jökla og fjalla. Það er Ferðafélag Íslands sem hefur forgöngu um gerð minnisvarðans í samráði við fjölskyldu Más ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavikur Akademíunni þann 9. september 2013, skorar á umhverfisráðherra að fara að niðurstöðum Rammaáætlunar, að vinna í samræmi við gildandi lög um rammaáætlun og undirrita þegar í stað fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum.

Hvers kyns áform um Norðlingaölduveitu jafngilda stórtækum breytingum á rammaáætlun. Ætli ríkisstjórnin að fara þessa leið er engin sátt lengur ...

Tal iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, um að engin ágreiningur sé um friðun Þjórsárvera er ekki sannleikanum samkvæmt því Norðlingaalda - þar sem fyrirhuguðuð veita átti að liggja - er í Þjórsárverum.

Ennfremur, rammaáætlun kveður á um að virkjunarkosturinn Norðlingaölduveita sé í verndarflokki og því er stjórnvöldum lögskylt að hefja friðllýsingarferli þar sem Norðlingaalda verði innan friðlandsins í Þjórsárverum.

Um það sagði ráðherrann ...

Náttúruverndarsamtök Íslands gera eftirfarandi athugasemdir við bréf Landsvirkjunar til umhverfis- og auðlindaráðherra:

Í bréfi Landsvirkjunar til umhverfis- og auðlindaráðherra, dagsettu, 20. júní 2013 segir:

... Landsvirkjun sendi inn umsögn með bréfi dagsettu þann 8. apríl 2013 þar sem Landsvirkjun gerði ýmsar athugasemdir og lagðist gegn fyrirhugaðri friðlýsingu. Í umsögn Landsvirkjunar er vakin athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins. Frá því að ...

Svo virðist sem umhverfisráðherra hafi ekki kynnt ákvörðun sína um að undirrita „… friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum." eins og segir í boðskorti sem sem sent var út fyrr í vikunni. Þar segir einnig að „… undanfarin misseri hafi verið unnið að stækkun friðlandsins en verin voru fyrst friðlýst árið 1981."

Til að taka af öll tvímæli þá segir í ...

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fjallar í dag um þróun markaða fyrir hvalkjöt í Japan:

Bent hefur verið á að sala hvalkjöts í Japan hafi verið dræm undan farin ár. Árið 2012 skiptist salan með eftifarandi hætti:

Heildarsala hvalkjöts í Japan 2012                             3350,7    tonn    100%
Afurðir vegna vísindaveiða Japana                             2472,4      -         74%
Afurðir hvals hf. frá 2009 eða ...

Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, gaf út þá yfirlýsinguí gær að nú sé til skoðunar í hennar ráðuneyti að veita Norðuráli ýmsar ívilnanir vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík.

Ekki er kunnugt um að Norðurál hafi farið fram á neinar slíkar ívilnanir. Engar vísbendingar eru heldur uppi um að HS Orka og/eða Orkuveita Reykjavíkur vilji selja þessu álveri orku. Sala ...

Og áfram er þjóðin látin geta í eyðurnar varðandi framtíð hins íslenska umhverfisráðuneytis. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands skrifar þ. 29. maí á heimasíðu samtakanna:

Spurt hefur verið um á hverju fullyrðingar um að umhverfisráðuneytið verði lagt niður byggi. Sjálfsagt má benda á fleiri en eitt í því sambandi en í Kastljósi þann 22. maí sagði Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra ...

Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15 ...

Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag, mun náttúruverndarhreyfingin bjóða alla náttúruunnendur velkomna til Krýsuvíkur til viðburðar undir heitinu Verjum Krýsuvík!

Boðið verður upp á nokkrar léttar og fræðandi gönguferðir um svæðið. Geta þátttakendur valið þá göngu sem þeir vilja eða farið í allar göngurnar sem leiddar verða af staðkunnugum jarðfræðingum. Leitast verður við að svara spurningum um náttúru og sögu þess merkilega náttúru- ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Í tilefni af Degi jarðar bjóða Náttúruverndarsamtök Íslands og Vísindafélag Íslands, í samstarfi við Breska sendiráðið, til frumsýningar á kvikmyndinni "Thin Ice". Sýningin hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís á Degi jarðar, mánudaginn 22. apríl, en myndin verður heimsfrumsýnd sama dag víða um heim.

"Thin Ice" er ný heimildamynd um loftslagsrannsóknir, þar sem vísindamönnum sem starfa að slíkum rannsóknum ...

Almenningar er þjóðlenda og því ætti hver sem er að geta kært úrskurð ítölunefndar. Það ættu sem flestir að gera og með þeim hætti heiðra minningu Herdísar Þorvaldsdóttur og hennar baráttu. Verði þessum úrskurði ítölunefndar ekki snúið erum við komin áratugi aftur í tímann enda eru ráðleggingar vísindamanna að engu höfð. Hann stenst engan veginn varúðarregluna sem nýlega var leidd ...

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent þingmönnum eftirfarandi bréf:

Ágætu þingmenn

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um náttúruvernd. Brýnt er að endurskoða gildandi lög og færa lagaákvæði um náttúruvernd til nútímahorfs. Munar þar mestu um að frumvarpið kveður á um innleiðingu á meginreglum umhverfisréttarins, t.d. varúðarreglunni og greiðslureglunni.

Á sínum tíma beitti umhverfisráðherra Framsóknaflokksins, Jónína Bjartmarz, sér fyrir lögfestingu ...

Siv Friðleifsdóttir, f.v. umhverfisráðherra Framsóknarflokksins ver enn þá ákvörðun sína að snúa við úrskurði Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn Kárahnjúkavikjun vegna þess að umhverfisáhrif virkjunarinnar væru óviðunandi í skilningi laganna og að mikið af upplýsingum um þau áhrif hafi skorti í matsskýrslu Landsvirkjunar.

Ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur var í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þann 13 ...

Nú hefur sannast með hörmulegum hætti að varúðar- og gagnrýnisraddir um neikvæð áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts höfðu rétt fyrir sér. Bakkar fljótsins brotna niður og gegnsæi vatnsins stórminnkar með þeim afleiðingum að fiskur er að hverfa. Þar með er ljóst að eitt af fegurstu vötnum landsins hefur orðið fyrir stórskaða og er vitnistburður um fyrirhyggjuleysi þeirra predikuðu hvað mest ...

Að undanförnu hafa jeppaklúbburinn 4×4, Samút og Skotvís beitt sér mjög gegn nýju frumvarpi til laga um náttúruvernd. Grein Arne Sólmundssonar, varaformanns Skotvíss, í Morgunblaðinu 13. feb. vekur spurningar sem vert er að beina til Arne, með von um svör.

Arne segir:

„Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir ofurtrú stjórnvalda á að leysa sameiginlegan vanda með boðum og ...

Á morgun fimmtudaginn 29. nóvember boða Náttúruverndarsamtök Íslands til fundar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þar mun Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar kynna umhverfisstefnu fyrirtækisins og svara spurningum fundargesta um stefnu og áform fyrirtækisins.

Fundurinn hefst kl. 12 og lýkur eigi siðar en 13.30.

Á haustfundi Landsvirkjunar þann 21. nóv. s.l. sagði Hörður Arnarson:

„Og í allri okkar uppbyggingu á ...

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sagði m.a. í ræðu sinni á haustfundi Landsvirkjunar í gær:

Annað öflugt verkfæri í átt til sáttar er orðræðan. Ég tel að þar getum við öll gert miklu betur. Við verðum að virða ólík sjónarmið hvers annars og nálgast umræðu um þau af fagmennsku. Við verðum að hlusta á hvert annað og gera okkur grein ...

Ein afleiðing hlýnunar jarðar eru auknir öfgar í veðurfari sem birtist víða um heim í „... gríðarlegum þurrkum með tilheyrandi uppskerusbresti og hækkandi matvælaverði, stórflóðum og öflugum hvirfilbyljum."

Hér „Öfgar í veðurfari og hlýnun jarðar - Spegill RÚV 11. september“ má hlýða á mjög fróðlegt viðtal Jóns Guðna Kristjánssonar við Jón Egill Kristjánsson prófessor í veðurfræði við Oslóarháskóla um samand hnattrænnar hlýnunar ...

Nú er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur ræður ekki við brennisteinsmengun á Hellisheiði. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að brennisteinsmengun mun ekki standast heilsuverndarmörk árið 2014 við óbreyttar aðstæður og verða yfir þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett til að verja heilsu almennings, en brennisteinsvetni veldur sjúkdómum í öndunarfærum. Undirrituð náttúruverndarsamtök krefjast þess að fundin verði ásættanleg lausn á málinu.

Eftir ...

Í dag 6. júní er umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna og eftir 15 daga hefst Ríó +20, umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem yfir 120 þjóðarleiðtogar munu leggja mat sitt á þann árangur sem náðst hefur - eða ekki - frá því Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun var haldin í Ríó de Janeiro fyrir 20 árum síðan.

Umhverfisverndarsamtök og mjög mörg aðildarríki Sameinuðu ...

Evrópsku samtökin Pan Parks Foundation, sem vinna að friðlýsingu náttúrusvæða í Evrópu, hafa sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra náttúruverndarsamtaka vegna afstöðu þeirra til Rammaáætlunar.

Í stuðningsyfirlýsingunni kemur fram að Ísland sé eitt fárra landa í Evrópu sem enn býr yfir stórum ósnortnum náttúrusvæðum. Minnstu framkvæmdir geta valdið umtalsverðum skaða hér á landi vegna þess hve viðkvæm náttúra norðurslóða er.

Pan Parks ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSV) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í kvöldið, 30. maí. Fundurinn var fjölsóttur og fundarmenn lýstu yfir óánægju sinni með hversu margar virkjanahugmyndir á svæðinu lenda í orkunýtingarflokki, eða alls 7 af 15 hugmyndum. 5 lenda í biðflokki og 3 í verndarflokki. Þegar hafa risið 4 jarðvarmavirkjanir á svæðinu.

Á fundinum töluðu Sigmundur ...

Önnur ályktun Náttúruverndarþings 2012 frá hópi um náttúruvernd og ferðmennsku hljómar þannig:

Náttúruverndarþing 2012 vill að tryggt verði með öflugri stefnumótun og samvinnu mismunandi hagsmunaðila, þ.m.t. heimamanna, að aukinn ferðamannastraumur á láglendi og hálendi komi ekki frekar niður á náttúrugæðum en nú er. Nýting auðlindarinnar verður að vera sjálfbær bæði til styttri og lengri tíma litið. Í þessu ...

Náttúruverndarþing 2012 tekur eindregið undir umsögn þrettán náttúruverndarfélaga um drög að tillögu um rammaáætlun sem send var iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra 11. nóvember 2011. Þingið fagnar því að allmörg verðmæt svæði, sem löngu var tímabært að friðlýsa, hafa samkvæmt fyrirliggjandi þingsályktunartillögu verið sett í verndarflokk. Nokkur önnur svæði, þar á meðal tengd Neðri-Þjórsá, Skrokköldu og Hágöngum hafa réttilega verið færð úr ...

Í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Græna netið, Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd í byrjun apríl kemur fram sterk andstaða sjóðfélaga í lífeyrissjóðum við að lífeyrissjóðir þeirra leggi fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju.

Úrtakið var 1350 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall 63,2%. Spurt var: Ertu ...

Neðangreint bréf hefur verið sent alþingismönnum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á flokksráðsfundi s.l. laugardag að með „baktjaldamakki” væru „öfgamenn í umhverfismálum eru hreinlega að taka orkumál á Íslandi - og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar - í gíslingu. Um það,” segir Bjarni „getur aldrei tekist nein sátt!”

Formaðurinn vísar einkum til þess að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita með uppistöðulóni ...

Náttúruverndarsamtök Íslands sendu alþingismönnum eftirfarandi bréf í gær:

Ágætu þingmenn.

Athygli ykkar er vakin á að innflutningur sorps og spilliefna frá Bandaríkjunum er ólöglegur. Ísland er aðili að Basel-samningnum um flutning og förgun splliefna (Basel Convention on the Control of Transboundary Movements of Hazardous Wastes and their Disposal. (Basel Convention)). Þar með talin heimilisúrgangur og spillefni frá bruna heimilisúrgangs.

Basel-samningurinn ...

Greinargerð vegna fyrirhugaðrar ræktunar erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi, sbr. starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa Orf líftækni hf., fyrir starfsemi með erfðabreyttar lífverur í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að  Reykjum í Sveitarfélaginu  Ölfusi.

Hópur fólks, félaga og stofnana*,  hefur skoðað hvaða áhrif leyfisveiting, fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera í tilraunagróðurhúsum LBHÍ að Reykjum í Ölfusi, gæti haft í för með sér. Hópurinn ...

Í kjölfar yfirlýsinga forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, um laka arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hafa tvær skýringar verið gefnar sem ástæða: Í fyrsta lagi að þáverandi stjórnendur fyrirtækisins og landsins hafi staðið sig illa í samningagerð við Alcoa. Í öðru lagi að stjórnvöld hafi rekið stóriðjustefnu til að skapa atvinnu, verkefni fyrir byggingariðnaðinn og um leið landsbyggðastefnu en látið nægja að orkuverðið stæði ...

Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins* sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands? Helstu niðurstöður eru: 56% aðspurðra eru hlynntir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, 17,8% aðspurðra eru andvígir en 26,2% eru hvorki hlynntir né andvíg.

Hugmyndin um ...

"Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat," segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu.

„Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer ...

Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þessi leið hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því er ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri ...

Björgum Reykjanesskaganum! - fundur 20. september 2011   

Fundur áhugafólks um björgun Reykjanesskagans verður haldinn á Café Aroma í Verslunarmiðsöðinni Firði í Hafnarfirði á annari hæð, Fjarðargötu 13.-15., klukkan 20:00, þriðjudaginn 20. september 2011. Samkvæmæmt drögum að þingsálytunartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða mun Reykjanesskaginn verða gerður að samfelldu orkuvinnslusvæði. Það er skylda okkar að reyna af fremsta megni að ...

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að í dag hefur á Alþingi náðst samkomulag um fullgildingu Árósasamningsins.

Grundvallaratriði Árósasamningsins eru:

 • Aðgengi almennings að upplýsingum um umhverfismál
 • Aðgengi almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál
 • Aðgengi almennings að dómskerfinu til að fá skorið úr málum er varða ákvarðantöku um umhverfismál

Þessi grundvallaratriði byggja á 10. grundvallaratriði Ríó-yfirlýsingarinnar um nauðsyn þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál ...

Drög að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða fela í sér mikilvægan sigur í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands. Við stofnun Náttúruverndarsamtaka Íslands árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið í stefnu samtakanna. Þingsályktunartillagan er stórt skref í þá átt. Við blasir að stofnaður verði Hofsjökulsþjóðgarður* með Þjórsárver í suðri (Norðlingaölduveita hefur loks verið slegin af),** Kerlingafjöll í ...

Um næstu mánaðarmót verða niðurstöður Rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða kynntar opinberlega. Því miður helgast tímasetningin fremur af kröfum aðila á vinnumarkaði um að hraða framkvæmdum en vilja stjórnvalda til að ná sátt um niðurstöðuna.

Í þeirri nefnd sem skipuð hefur verið til að flokka svæði verndar- og/eða virkjanakosti í verndar-, bið- eða nýtingarflokk eiga náttúruverndarsamtök engan fulltrúa ...

Séð inn Grændal ( Grendal )Umhverfisráðherra
Svandís Svavarsdóttir
Umhverifsráðuneyti
150 Reykjavík

Iðnaðarráðherra
Katrín Júlíusdóttir
Arnarhváli
150 Reykjavík

Reykjavík 2. júní 2011

Erindi: Orkustofnun hunsar lög um Rammáætlun

í 1. mgr. 3. gr. laga um Laga um verndar- og orkunýtingaráætlun segir:

3. gr. Verndar- og orkunýtingaráætlun.

Iðnaðarráðherra leggur í samráði og samvinnu við umhverfisráðherra eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til ...

Í ljósi þess að verksmiðja Becromal við Krossanesi í Eyjafirði hefur vísvitandi losað margfalt meira magn af vítíssóda-menguðu vatni í sjó en heimilt er samkvæmt starfsleyfi ber umhverfisráðherra að útvíkka beiðni sína til Ríkisendurskoðunar um að fram fari stjórnsýsluúttekt á afskiptum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra aðila af sorpbrennslustöðvum sem fengu starfsleyfi fyrir 28. desember 2002.

Nauðsynlegt er að Ríkisendurskoðun ...

Umboðsmaður Alþingis tekur undir kvörtun Nátturuverndarsamtaka Íslands yfir ákvörðun iðnaðarráðherra (þá Össur Skarphéðsinsson), dags. 28. október 2008, að gefa út endurnýjað virkjunarleyfi fyrir Múlavirkjun.

Eftir byggingu Múlavirkjunar kom í ljós að uppsett afl virkjunarinnar var hærra en tilkynnt hafði verið til Skipulagsstofnunar og kveðið var á um í upphaflegu virkjunarleyfi.

Náttúruverndarsamtökin bentu á að skilyrði laga fyrir útgáfu virkjunarleyfisins hafi ...

Náttúruverndarsamtök Íslands telja Drög stýrihóps að orkustefnu mikla búbót fyrir umræðu um sjálfbært samfélag á Íslandi. Um tveggja áratuga skeið hefur verið rekin de facto orkustefna; stefna sem þótti svo sjálfsögð að hún var eiginlega ekki til umræðu.

Mikilvægt er að orkustefna feli í sér metnaðarfull markmið um orkusparnað, aukna orkunýtni og að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Taka verður ...

Kæru félagar.

Félagi okkar í náttúruverndarbaráttunni, Atie Bakker í Skaftholti við Þjórsá er látin. Langt fyrir aldur fram.

Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Atie stofnaði ásamt fleirum Sól á Suðurlandi til að berjast fyrir verndun Þjórsár. Atie var lífið og sálin í náttúruverndarbaráttunni við Þjórsá. Hún var eins konar framkvæmdastjóri fyrir þann hóp fólks ...

Náttúruverndarsamtök Íslands vekja athygli á eftirfarandi:

Almenningi gefst nú tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við drög að frumvörpum sem lögð eru fram vegna fullgildingar Árósasamningsins. Hægt er að senda athugasemdir með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is til og með 4. febrúar næstkomandi. Árósasamningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í ...

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök á Íslandi fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.

Engum vafa er undirorpið að Gjástykki er svæði - gjár, misgengi, hraun, eldgígar - sem er einstakt á heimsvísu og ríkisstjórn Íslands er einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega.

Leyfi Orkustofnunar ...

Vegna rannsóknarleyfis þess sem Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær til rannsóknarborana í Gjástykki vill Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka íslands benda á að í fyrirspurnartíma á Alþingi þann 13. desember s.l. sagði iðnaðarráðherra eftirfarandi:

„Virðulegi forseti.

Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Við höfðum reyndar samband við Orkustofnun vegna þess að þarna er alltaf um eitthvert ákveðið mat að ræða þegar ...

Dökk framtíðarmynd er dregin upp á loftslagsráðstefnunni í Mexíkó: Á hverju ári deyja nú þegar 350 þúsund vegna hlýnunar jarðar.

Á hverju ári láta 350 þúsund manns lífið þar sem dánarorsök má beint rekja til loftslagsbreytinga. Börn í Afríku- og Asíuríkjum eru í meirihluta þeirra sem deyja. Eftir tíu ár gæti þessi tala látinna verið komin upp í eina milljón ...

Samkvæmt skoðanakönnun á afstöðu almennings til þátta er varða viðfangsefni stjórnlagaþings og framkvæmd var af Miðlun ehf. nefnir helmingur þeirra er afstöðu tóku: Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Spurt var: Nú 27. nóvember verður kosið til stjórnlagaþings sem á að koma saman eigi síðar en 15. febrúar á næsta ári og hefur það hlutverk að endurskoða ...

 • Meginorsök skuldavanda Orkuveitu Reykjavíkur eru fjárfestingar í orkusölu til stóriðju. Skuldir vegna þeirra nema 90 milljörðum eða 38% af heildarskuldum. Upphæðin er nærri upphaflegri kostnaðaráætlun vegna Kárahnjúkavirkjunar.
 • Orkusala til stóriðju skilaði aðeins 3,5 milljörðum í tekjur á síðasta ári og er því endurgreiðslutími skulda 26 ...

Í frétt frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að búið sé að taka ákvarðanir um uppbyggingu orkufreks iðnaðar víða á Reykjanesi áður en fyllilega var ljóst hvaðan sá iðnaður fengi orku. Það er óæskilegt en við undirbúning ákvarðana um uppbyggingu orkufrekrar starfsemi er nauðsyn að fyrir liggi upplýsingar og skýr heildarsýn og stefna um hvaðan slík starfsemi sæki orkuna.
Sjá frétt eyjan ...

Nú styttist í vettvangsferð Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Græna netsins um eitthvert magnaðasta eldsumbrotasvæði veraldarsögunnar, Skaftárhrepp og nærsveitir.

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur verður leiðsögumaður í ferðinni og mun hann fara með ýmsan fróðleik um virkjunaráform í Skaftárhreppi og umhverfisáhrif þeirra. Einnig fjallar Sigmundur um eldgosið í Eyjafjallajökli, sögu Kötluhlaupa, eldgos í Eldgjá í upphafi 10. aldar, Skaftáreldahlaup og áhrif þeirra á ...

Morgunblaðið sagði  frá því í síðustu viku að hvalveiðar Kristjáns Loftssonar gangi mjög vel.

Minna hefur farið fyrir fréttum af sölu hvalkjöts en fyrstu 6 mánuði ársins flutti Hvalur hf út nær 372 tonn til Japans. Skráð útflutningsverðmæti eru 584,9 milljónir kr. Ekkert var flutt út í fyrra en í lok vertíðar 2009 voru 1500 tonn af hvalaafurðurm í ...

Upphlaup Sjálfstæðisflokksins

Um árabil hefur ríkt víðtæk samstaða um að stækka beri Friðlandið í Þjórsárverum. Í niðurstöðum Rammaáætlunar, faghóps 1 um Náttúru og menningarminjar, segir:

Það var mat hópsins að nokkur svæði, einkum vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Torfajökulssvæðið/Friðland að fjallabaki, Þjórsárver, syðri hluti gosbeltisins við Skaftá/Langasjó/Tungnaá, Vonarskarð og Markarfljót væru gríðarlega verðmæt. Vatnasvið Jökulsánna í Skagafirði er ...

Þann 16. júní næstkomandi kl.12:00 á hádegi verður afmælisfundur Framtíðarlandsins í Þjóðmenningarhúsinu. María Ellingsen kynnir starf félagsins og nýja stjórn og Andri Snær Magnasson veltir upp þeirri spurninguhvort sá banki sem við eigum í náttúru Íslands sé í öruggum höndum og hvað þarf að geratil að verjast aukinni ásókn í þann höfuðstól.

Allir sem áhuga hafa á framtíð ...

Stjórnvöld hvött til að veita upplýsingar um orkuöflun

Nokkur náttúruverndarsamtök hafa sent ríkisstjórn Íslands eftirfarandi áskorun:

Skorað er á ríkisstjórnina, einkum forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra,

að taka saman yfirlit og gera rækilega grein fyrir því hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til þess að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álverksmiðju í Helguvík.

Orkuþörf þessa fyrirhugaða álvers er ...

Þegar Einar K. Guðfinnsson kynnti ákvörðun sína um að veita kvóta til hvalveiða þann 27. janúar 2009, hélt hann því fram hvalveiðar gætu skilað 5 milljörðum króna í gjaldeyrirstekjur. Á gengi þess dags nam sú upphæð 41 milljón bandaríkjadala.

Útlfutningsverðmæti hvalaafurða frá janúar – nóvember 2009 numu samtals 5.442 ISK eða 0,0001% af þeirri upphæð sem Einar K. Guðfinnsson ...

Ástandið í Danmörku minnir á það sem ríkti í Reykjavík þegar Reagan og Gorbachev hittust í Höfða árið 1986. Niðurstaðan varð i fyrstu mikil vonbrigði fyrir þá sem vonuðust eftir samkomulagi um afvopnun en þegar fram liðu stundir kom í ljós að töluverður árangur hafði náðst - þrátt fyrir allt.

Fjölmiðlar í Bella Center, ráðstefnugestir og heimurinn allur bíður í ofvæni ...

Samningar í Kaupmannahöfn eru nú á hástigi – “high level segment” á máli Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni eru það þjóðhöfðingarnir sjálfir – í fyrsta skipti – sem stýra viðræðum. Ekki umhverfisráðherrar eins og venjan er. Alls eru 130 þjóðhöfðingar eru komnir til Kaupmannahafnar eða á leið hingað. Samtals eiga 193 ríki með samninganefndir hér í Kaupmannahöfn.

Í morgun sagði Danmarks Radio að ...

Heimurinn krefst samnings sem heldur - THE WORLD WANTS A REAL DEAL:

Í dag þann 12. desember mun fólk um heim allan taka þátt í meira en 2000 kertaljósavökum. Krafan er sú að bindandi samkomulag náist á Loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Attac á Íslandi skipuleggur vökuna í Reykjavík. Komið verður saman á Lækjartorgi kl: 17:30, og kveikt á kertum. Ólafur Páll ...

Í ræðu sinni í Osló í dag kom Barack Obama, forseti Bandaríkjanna inn á loftslagsbreytingar. Hann sagði:

It is undoubtedly true that development rarely takes root without security; it is also true that security does not exist where human beings do not have access to enough food, or clean water, or the medicine they need to survive. It does not ...

Í næstu viku hefst 15. loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Hið fyrsta var haldið árið 1995 en Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Sjá vef ráðstefnunnar en.cop15.dk

Aðildarríkina hafa í samræmi við samþykktir 13. loftslagsþingsins í Bali árið 2007 stefnt að tímamótasamþykkt í Kaupmannahöfn er leysi af hólmi Kyoto-bókunina frá 1997. Ekki þykir seinna vænna því Kyoto-bókunin rennur út ...

Eftirtalin samtök lýsa vaný óknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Álver í Helguvík með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslu með tilheyrandi orkuöflun og umhverfisáhrifum er ekki einkamál Suðurnesjamanna. Ekki er útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur sig þurfa,auk þess sem orkuþörf Norðuráls í Helguvík hefur ...

Hvað eiga fyrirtækið Skólamatur, sem býr til matarmiklar og bragðgóðar pítsur skv. eigin vefsíðu, og trésmiðjan Víkurás sameiginlegt? Jú, að hafa auglýst að þau styðji Samtök atvinnulífsins í baráttu við umhverfisráðherra um svokallaðar Suðvesturlínur, fyrirbrigði sem umhverfisráðherra ákvað nýlega að Skipulagsstofnun þyrfti að endurskoða úrskurð sinn um að línurnar þyrfti ekki að meta með tengdum framkvæmdum, svo sem orkuöflun. Skipulagsstofnun ...

Hæstiréttur hefur fallist á kröfur landeigenda, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2007, sem féllst á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi.

Nokkrir landeigendur á svæðinu, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands höfðuðu málið á hendur Vegagerðinni og kröfðust ógildingar. Vegagerðin ...

Athugasemdir vegna auglýsingar um skipulagsbreytingu Ölfuss þar sem gert er ráð fyrir stóraukinni sókn Orkuveitu Reykjavíkur í verðmæta náttúru með tilheyrandi fórnum á náttúruverðmætum, landslagi og loftgæðum.

Náttúruverndarsamtök Íslands leggjast gegn auglýstri skipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir stóraukinni ásókn í orkuauðlindir á Hengilssvæðinu með tilheyrandi fórnum á stórbrotinni náttúru svæðisins. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa lagst eindregið gegn frekari virkjunum ...

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur skrifar ítarlega úttekt á vef Smugunnar í dag þar sem hann spyr hvort við getum virkjað endalaust. Niðurstaða hans er eftirfarandi:

Álver í Helguvík og á Bakka myndu soga til sín nær alla orkuna frá orkulindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi, ekki bara frá jarðvarmavirkjunum heldur einnig frá vatnsaflsvirkjunum. Þar með er farin nánast öll hagkvæmasta orkan ...

Japan hyggst minnka útblástur um fjórðung miðað við 1990   
Nýkjörinn forsætisráðherra Japans, Yukio Hatoyama, lofar að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020 miðað við 1990. Hann tekur við embætti þann 16. september.

Fyrr í sumar höfðu japönsk stjórnvöld kynnt markmið um 8% samdrátt á sama tímabili en þá skal haft í huga að Vísindanefnd Sameinuðu þjóðann telur ...

Nú eru 100 dagar þar til Kaupmannahafnarráðstefnan hefst. Klukkan tifar en samningar um að bjarga loftslagskerfi Jarðar ganga hægt. Í gær minntu fjöldi samtaka víða um heim á að tíminn er naumur.

Aðalaritari sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon sagði í yfirlýsingur í gær: "Time is running out. Scientists warn that climate impacts are accelerating. Now more than ever, we need political ...

Framkvæmdastjóri Sameinðu þjóðanna gagnrýnir leiðtoga G8 ríkjanna harðlega fyrir að setja sér ekki markmið um verulegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að forðast loftslagsbreytingar.

Hann nefnir sérstaklega að leiðtogar G8 verði að setja metnaðarfull markmið fyrir árið 2020.

"This is politically and morally imperative and a historic responsibility for the leaders... for the future of humanity, even for the future ...

Frá og með 60. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Santiago de Chile í fyrra hafa engar ályktanir verið samþykktar nema samhljóða. Formaður ráðsins, Dr. William Hogarth vill með þessu forðast atkvæðagreiðslur um ályktanir sem oftar en ekki fordæma annan hvorn deiluaðilann, þau ríki sem eru andvíg hvalveiðum og/eða þau ríki sem styðja hvalveiðar.

Markmið formannsins er að skapa traust meðal aðildarríkja ...

Í grein í Berlingske tidenda* segir frá því að Connie Hedegaard, loftslagsráðherra Danmerkur hafni séróskum Grænlendinga fyrir undaný águr frá ákvæðum loftslagssamninga fyrir áliðnað (Alcoa), olíuiðnað og annars konar starfsemi sem veldur mengun andrúmsloftsins.
 
Grænlenska heimastjórnin hótar að ekki verða aðili að nýjum alþjóðlegum loftslagssamningi um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda fái hún ekki sínu framgegnt. Líkt og Siv og Illugi ...

Í gær lauk í Bonn öðrum samningafundi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna á þessu ári í aðdraganda 15. loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember þar sem reynt verður að ná samningum um arftaka Kyoto-bókunarinnar. Á fundinum í Bonn lögðu aðildarríkin (eða ríkjahópar á borð við ESB) fram fyrstu tillögur sínar um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næsta skuldbindingartímabili sem hefst 2013 ...
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands haldinn í ReykjavíkurAkademíunni þann 4. júní 2009 fagnar Náttúruverndaráætlun 2009 – 2013 sem afgreiða skal á yfirstandandi þingi. Aðalfundurinn fagnar sérstaklega áformum um stækkun Friðlandsins í Þjórsárverum þar sem segir „… að það nái yfir allt votlendi veranna.” Jafnframt er því fagnað að „… Langisjór og nánasta umhverfi hans verði friðlýst og fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð.”

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisráðherra stjórnsýslukæru vegna ávkörðunar Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum tengdum framkvæmdum.

Náttúruverndarsamtök Íslands telja að í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum verði að meta tengdar framkvæmdir, framkvæmdir sem háðar eru hver annarri, (álver, orkuver og raflínulagnir) sameiginlega. Hér er um að ...

Í ár voru verðlaun Minningarsjóðs Önnu Lindh, f.v. utanríkisráðherra Svíþjóðar, veitt Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja fyrir framlag hans til að tengja mannréttindabaráttu og loftslagsbreytingar. Verðlaunin voru einnig fyrir hlutverk forsetans í lýðræðisvæðingu eyjanna.

Á Maldíveyjum er meðalhæð yfir sjávarmáli 1,5 metrar og eyjarnar munu hverfa í hafið innan 100 ára takist ekki að hefta loftslagsbreytingar. Mohmed Nasheed forseti ...
Þær góðu fréttir bárust í gær frá vegamálastjóra að hætt hefði verið við að skrifa undir samning við verktakann um byggingu vegar um Gálgahraun. Þetta vekur vonir um að þessi veglagning verði stöðvuð.

Náttúruverndarsamtök Íslands - með aðstoð félaga okkar á Álftanesi Gunnsteini Ólafssyni - sendu fyrir helgi áskorun til vegamálastjóra og bæjarstjóra Garðabærjar. Áskorunin fer hér á eftir:

Áskorun frá Náttúruverndarsamtökum ...
Til að gylla kosningaloforð sín um tvö ný álver hafa forustumenn Sjálfstæðisflokksins reynt að gera sem mest úr fjölda afleiddra starfa en þagað þunnu hljóði yfir umhverfisáhrifum virkjanaframkvæmda sem samsvara tveimur nýjum Kárahnjúkavirkjunum að afli. Virkjanir fyrir álver í Helguvík og á Bakka.

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson fullyrti í kosningaþætti Rikissjónvarpsins þann 8. apríl sl. að þau störf sem fylgja ...
Siv Friðleifsdóttir er fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu sem ber titilinn „... hagsmunir Íslands í loftslagsmálum.” Ekki er ljóst hvað tillagan felur í sér en samkvæmt flutningsmönnum er það markmiðið að Ísland fái frekari undaný águr fyrir útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju í samningaviðræðum um framhald Kyoto-bókunarinnar sem fram fara í Kaupmannahöfn í desember.

Samtals nemur aukning í losunarheimildum Íslands nær 60% á ...
Vonast er til að um milljarður jarðarbúa sem búa í stærstu borgum heims slökkvi ljósin heima hjá sér í klukkustund nk. laugardag, kl. 20:30 að staðartíma. Þetta tengist Earth Hour - Stund Jarðar. Íbúar heims eru hvattir til aðgerða gegn loftlagsbreytingum.


Ljósin verða m.a. slökkt í Empire State byggingunni í New York, við egypsku pþramídana í Giza, Petronas turnana ...
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis umsögn um þingsályktuartillögu Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um frekari undaný águr fyrir Ísland frá alþjóðlegum samningum um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda, 2013 - 2020.

Tillagan og greinargerðin með henni er illa unnin og röksemdafærslan hæpin. Ísland er aðili að EES-samningnum og viðskiptakerfi EB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er nú hluti þess samnings. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu ...

Sigrún Helgadóttir hlýtur viðurkenningu Hagþenkis árið 2208 fyrir framúrskarandi rit, bókina Jökulsárgljúfur - Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Útgefandi er Bókaútgáfan Opna.

Tíu bækur voru tilnefndar til viðurkenningarinnar. Athöfin fór fram í Þjóðarbókhlöðunni í dag þ. 23. mars. Formaður Hagþenkis, Jón Yngvi Jóhannsson veitti Sigrúnu viðurkenninguna og kr. 750.000. Í greinargerð viðurkenningarráðs segir um bókna: Lykill að stórbrotnu ...

Í rúmt ár hefur formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins, Bandaríkjamaðurinn, Dr. Bill Hogarth, reynt að ná deiluaðilum innan ráðsins að samningaborðinu; boðað málamiðlun sem bæði hvalveiðríkin þrjú og hvalfriðunarríki gætu sætt sig við. Árangurinn hefur verið umdeildur og er ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar f.v. sjávarútvegsráðherra um stórauknar hvalveiðar hér við land dæmi þar um.

Dr. Hogarth var skipaður af George W. Bush ...
Málstofa á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands um hvali, vistfræði verður haldin þriðjudaginn 24. febrúar í Öskju, Sturlugötu 7, stofu 131 og hefst kl. 16:45.

Markmið málstofunnar er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um þessi umdeildu dýr í sjávarlífríkinu.

Gísli Víkingsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, mun fjalla um útbreiðslu og fæðuhætti stórhvala á Íslandsmiðum og greina m.a. frá nýjum ...
Færri en 300 dagar eftir - Opið bréf til þjóðhöfþingja og ríksistjórna Evrópusambandsins um loftslagsógnina

Í nýjasta hefti The Economist er birt sem auglýsing opið bréf evrópskra umhverfisverndarsamtaka til leiðtoga Evrópu og skorað á þá að taka loftslagsógnina (climate crisis) alvarlega.

Nú eru færri en 300 dagar þar til loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn og undirrituð samtök, þ.m.t ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að staðfesta Árósasamninginn en bæði þessi samtök hafa um árabil barist fyrir því að Íslandi staðfesti samninginn. Í stuttu máli felur Árósasamningurinn í sér umtalsverðar réttarbætur fyrir þau samtök sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd, styrkir stöðu þeirra og eflir lýðræðislega umræðu um umhverfismál í samræmi við 10. gr. Ríó-yfirlýsingarinnar frá 1992 ...

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að endurskoða umdeilda ákvörðun fyrirrennara síns um að leyfa veiðar á 100 hrefnum og 150 langreyðum árlega næstu fimm ár. Áður en lengra er haldið er brýnt að Alþingi og ríkisstjórn svari eftirfarandi spurningum:
 • Hvað kostar kíló af hrefnu- eða langreyðarkjöti út úr búð í Japan?
 • Hvað kostar að flytja kjötið til ...
Í yfirlýsingu Landssambands íslenskra útvegsmanna frá því í gær segir eftirfarandi:

„Ávinningurinn af sjálfbærum hvalveiðum snýst ekki eingöngu um verðmæta- og atvinnusköpun sem tengist þeim. Með skynsamlegri nýtingu hvalastofna gætum við aukið veiði á þorski og öðrum arðbærum tegundum. Þar erum við að tala um tugi milljarða króna í útflutningstekjum til viðbótar þeirri verðmæta- og atvinnusköpun sem hvalveiðarnar færa okkur ...
„Vonandi fáum við Vinstri-græn umboð til að halda áfram í ríkisstjórn svo fleiri hugðarefni okkar komist til framkvæmda. Engu að síður langar mig til þess að gera eitthvað nú sem er táknrænt fyrir vilja Vinstri grænna til breytinga. Friðun Þjórsárvera er ofarlega á blaði hjá mér."

Sjá viðtal við Kolbrúnu Halldórsdóttur, umhverfisráðherra á Smugunni
.
Umræður um hvalveiðar hafa verið líflegar undanfarna daga. í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld tókust á Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf og Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW).

Líkt og við mátti búast færðist fljótt harka í leikinn og undir lok þáttarins lét Kristján Loftsson í ljósi megna andúð sína á þeim samtökum sem Sigursteinn talar fyrir. Fullyrti hann að á vefsíða ...
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda víða um heim bera með sér að ríkisstjórnir vilja einnig ná árangri í umhverfismálum. Þetta hefur BBC eftir Yvo de Boer, yfirmanni Skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á áform um að auka fjárfestingar í endurnýjanlegri orku og almenningssamgöngum.

Sjá fréttaskýringu BBC

Í dag fyrirskipaði forseti Bandaríkjanna aðgerðir alríkisyfirvöldum í að snarlega ...
Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, skrifaði athyglisverða grein um olíuáform iðnaðarráðherra í Morgunblaðið í gær. Hjörleifur benti á að Stærsta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir tengist loftslagsbreytingum í kjölfar sívaxandi framleiðslu af jarðefnaeldsneyti, olíu, jarðgasi og kolum. ... að ... mörg iðnríki, þar á meðal Evrópusambandið, [hafi] sett sér það markmið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 20% fram til ársins 2020 og um ...
Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, sendi forseta Bandaríkjanna heillaóskaskeyti í gær. Í skeytinu segir Stoltenberg nauðsynlegt að að leita sameiginlegra lausna á þeim vanda sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir; fjármálakreppuna, loftslagsmál, baráttan við fátækt og baráttan fyrir frið og öryggi. Við megum ekki láta efnahagsleg vandamál bitna á fátækum þjóðum, svo unnt verði að ná samkomulagi um loftslagsmál og tryggja frið ...
"Sjálfbærar veiðar"?! - athugasemd Ólafs Karvel Pálssonar við ákvörðun sjávarútvesgsráðherra    

Með þessum ákvörðunum eru skynsamlegar ákvarðanir ráðherra á síðasta ári, varðandi uppbyggingu þorskstofnsins, að engu gerðar. Þær leiða til þess að fiskveiðidauði mun aukast um a.m.k. 20% og hrygningarstofninn mun vaxa 30 þúsund tonnum minna en ella hefði verið. Hrygningarstofninn mun því verða áfram í mikilli lægð og líkur ...
Forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, Jóhann Sigurjónsson, lýsir yfir í viðtali við mbl.is vonbrigðum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að auka þorskvóta á þessu fiskveiðiári um 30 þúsund tonn.

Forstjóri Hafró segir:

„Ef það gengur eftir sem lesa má úr tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins, að þessari aukningu fylgi viðlíka aukning á næsta ári, þá náttúrulega stefnir þetta uppbyggingarstarfinu í algjöra óvissu. Og það eru vaxandi líkur ...

Krafa um ógildingu á samþykkt skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir virkjun Þjórsár í byggð var afhent umhverfisráðherra í dag.

Atli Gíslason lögmaður fer fram á að umhverfisráðherra ógildi skipulagstillögu Skeiða og Gnúpverjahrepps eða vísi henni til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar. Atli afhenti umhverfisráðherra kröfu um þetta í dag.

Lögmaðurinn og félagar hans í samtökunum Sól á Suðurlandi hafa margsinnis gert ...

Villandi auglýsing    

Sjávarnytjar – með Landssamband íslenskra útvegsmanna, Félag hrefnuveiðimanna, sveitarfélög, sjómannafélög og fleiri aðila í fararbroddi hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum í dag undir fyrirsögninni: „Hefjum hvalveiðar"

Krafa auglþsenda er að stjórnvöld sjái til þess að „... hvalveiðar við Ísland hefjist á sumri komanda, á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til."

Rökstuðningurinn er að „Í ...

Umræðan um arfleifð Bush forseta er að ná hámarkí Bandaríkjunum. Þar telja menn dagana þar til hann lætur af embætti.

Lincoln Mitchell, sem skrifar í Huffington Post segir að Bush verði minnst fyrir "The Bush presidency will most likely remembered for squandered opportunities and disastrous decisions in foreign policy, mismanagement of the economy, corruption of both a petty and serious ...
Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefur kynnt til sögunar nýtt hugtak – fjárfestingarsamningur – í viðleitni Century Aluminum til að fjármagna álver í Helguvík. Hvort um er að ræða fjárframlag ríkisins vegna hluta þeirra 200 milljarða íslenskra króna sem bygging álvers í Helguvík mun kosta eða ríkisábyrgð fyrir allri þeirri upphæð verður ekki ráðið af orðum iðnaðarráðherra.

Ráðherra lætur nægja að fullyrða fjárfestingarsamningurinn sé ...
Í dag eru 18 dagar þar til Barack Obama tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Þá verðum við laus við George W. Bush og niðurrifsstefnu hans.

Árið 2008 gerðist fátt í umhverfismálum nema það að við fengum nýjan forseta í Bandaríkjunum sem boðar breytingar. Við fengum reyndar ekki að kjósa en áhrif hins nýja forseta varða okkur öll.

Öll vonum við ...
Frétt Morgunblaðsins í dag af fjárhagslegum stuðningi ríkisstjórnarinnar við álver Norðuráls í Helguvík á sömu forsendum og milljarðastuðningur við álver Alcoa í Reyðarfirði og Norðurál á Grundartanga bendir til að ríkisstjórnin hyggist lejggja Norðuráli til nokkra milljarða til að auðvelda fjármögnun.

Morgunblaðið bendir á, að áður en samningur ríkisins við Norðurál verður undirritaður, verði „fyrst að tilkynna hann, líkt og ...

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðins rekur í skýrslu sinni (Desember 2008) upphaf þenslu og ójafnvægis í íslensku efnahagslífi til fjárfestinga í álverksmiðjum og tengdum rekstri. Sú þensla sem hófst með fjárfestingum í Kárahnjúkavirkjun og álversfjárfestingunum var haldið við með mikilli einkaneyslu og kynnt undir með auðveldum aðgangi að erlendu lánsfé.

Executive Board Assessment
Executive Directors observed that the Icelandic economy is at a ...

Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í dag saman um aðgerðir í orku- og loftslagsmálum.

Umhverfisverndarsamtök á loftslagsþinginu í Poznan hafa harðlega gagnrýnt samkomulagið í Brussel og skorað á Evrópuþingið að hafna því. Sjá fréttatilkynningu.

Óbein skilaboð frá Obama
Í frábærri ræðu á loftslagsþinginu í dag sagði Al Gore frá fundi sínum með hinum ný kjörna forseta Bandaríkjanna. Al Gore sagði að Barack ...
Vegna frétta um hugmyndir stöðvarstjóra Laxárvirkjunar stækkun stíflu í Laxárdal vilja Náttúruverndarsamtök Íslands benda á eftirfarandi:

Laxá í Laxárdal er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar.

Bent hefur verið á aðrar lausnir til að stemma stigu við ísvandamálinu. Vandamálið er að inntak Laxár III er hannað fyrir lón, sem aldrei var gert (vegna Laxárdeilunnar). Opið stendur því uppúr ...
Við opnun loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna í Poznan, Póllandi, á mánudag, sagði formaður Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóanna um loftslagsbreytingar, nóbelsverðlaunahafinn, Rajendra Pachauri nauðsynlegt sé að endurskoða hvort 2°C hitnun andrúmslofts jarðar, að meðaltali væri nægilega lágt viðmið, efri mörk, fyrir hættulegar loftslagsbreytingar.

Á ráðstefnunni hefur komið fram að niðurstöður fjórðu matsskýrslu IPCC sem kom út fyrir ári síðan hafi byggst á ...

Áhrif Johns Kerrys, öldungardeildarþingmnns og frambjóðanda Demókrata til forseta árið 2004 hafa nú aukist í Washington í kjölfar sigurs Obama í forsetakosningum.

John Kerry mun taka við formennsku í utanríkismálanefnd Öldungadeildarinnar þegar Joe Biden verður varaforseti Obama. Kerry hefur upplýst loftslagsbreytingar verði bæði bæði "miðlægar og efst" á dagskrá nefndarinnar næsta ár.

Kerry fer til Poznan í Póllandi þar sem ...

Að tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur sameinuðust virkustu náttúruverndaröfl Íslands í áskorun til Össurar Skarphéðinssonar um að beita sér fyrir náttúruvernd.

Áskorun til ferðamálaráðherra um að beita sér fyrir náttúruvernd !

Náttúruvernd samtvinnuð ferðaþjónustu er öflug leið til að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn.

Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind og sú náttúruverndarbarátta sem háð hefur verið undanfarin ár og áratugi er ...

Landvernd hefur beint því til Skipulagsstofnunar að gera Alcoa að meta umhverfisáhrif þeirrar orkuöflunar, sem til þarf til þess að anna álveri á Bakka við Húsavík með allt að 350 þúsund tonna framleiðslugetu.

Landvernd telur líkt og Náttúruverndarsamtök Íslands, að með tillögu sinni að nærri 350.000 tonna álveri reyni Alcoa að komast hjá því að framkvæma af heilindum heildstætt ...
Fimmtudagur 6. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121, 4. hæð

Pallborðsumræður um ímyndir Íslands eftir „hrunið“. Þátttakendur: Árni Finnsson, Björn Friðfinnsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Þorfinnur Ómarsson, Þorgerður Þorvaldsdóttir.

Fundarstjóri: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.

Í stuttum erindum munu þátttakendur í umræðunum fjalla um hvernig ímyndir um Ísland hafa birst varðandi alþjóðaviðskipti og -stjórnmál, jafnréttismál, listir og ...
Fræðslumorgnar eru haldnir í suðursal Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 1:00. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, lektor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands, ræðir nk. sunnudag, 19. október, um vistguðfræði og umhverfissiðfræði. Þetta er brýnt mál í samtímanum, ekki síst þegar að kreppir í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls.

Sólveig Anna kennir námskeið í guðffræðideild ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir ekki koma til greina að víkja frá heildstæðu umhverfismati vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks spurðist fyrir um það á Alþingi í dag hvort ráðherrann vildi beita sér fyrir því að víkja heildstæðu mati í ljósi efnahagsaðstæðna.

Umhverfisráðherra benti réttilega á að lög um mat á umhverfisáhrifum hafi verið sett hér á ...
Rússneski blaðamaðurinn og umhverfissinninn Grigory Pasko er væntanlegur til landsins þann 4.október næstkomandi en hann kemur í boði Íslandsdeildar Amnesty International. Haldið verður málþing í Norræna húsinu honum til heiðurs og til minningar um samstarfskonu Pasko í blaðamennsku, Önnu Politkovskaju, en hún var myrt þann 7.október fyrir tveimur árum.

Málþingið er öllum opið og hefst það klukkan 8 ...
Pallborðsumræður um umhverfismál og kvikmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. september Kl. 16.00-18.00

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir pallborðsumræðum þar sem kvikmyndagerðarmennirnir Yung Chang, Konstanty Kulik, Ben Kempas og Teri McLuhan munu ræða kvikmyndir sem fjalla um umhverfismál og áhrif þeirra. Þarna ættu án efa að skapast spennandi umræður. Andri Snær Magnason stjórnar umræðunum.

Pallborðið er í ...
Í Fréttablaðinu í dag birtist auglýsing frá Kópavogsbæ um kynningarfund um breytt skipulag á Kársnesi. Þar sem auglýsingin er lþtt áberandi sjá Náttúruverndarsamtök Íslands ástæðu til að benda íbúum sérstakleg á mikilvægi fundarins.

Fundurinn er haldinn til að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti kynnt sér tillögu bæjarins um 1.000 nýjar íbúðir og 13 ha. landfyllingar á Kársnesi. Áhrifin verða stórfelld ...

Ísinn á Norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni en í sumar sem leið. Vísindamenn hafa fylgst með ástandi íssins í 50 ár með aðstoð gervihnatta en s.l. áratug hafa orðið meiri breytingarnar en nokkru sinni.

Sjá frétt CNN. Myndefnið er sérlega áhugavert.

Sjá einnig frétt International Herald Tribune um framlag Íslands til að hjálpa smáeyríkum við að ...

Opin sýning á heimildamyndinni Hver drap rafmagnsbílinn?

Bandaríski leikstjórinn Chris Paine sýnir heimildamynd sína Hver drap rafmagnsbílinn? - Who Killed The Electric Car? og situr fyrir svörum í sal 101 í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti þriðjudagskvöldið 23 september, klukkan átta. Aðgangur er ókeypis.

Leikararnir Mel Gibson og Tom Hanks, auk James Woolsey, fyrrverandi forstjóra CIA, eru á meðal viðmælenda í ...

Evrópusambandið vill nýta sér markaðstækin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland mun falla undir tilskipun ESB þar að lútandi.

Spegill RÚV sendi út í gær var viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Þar kemur meðal annars fram að álframleiðleiðsla fer inn í kerfið árið 2012 - 2013.
Hlusta á viðtalið hér.

Líkt og við mátti búast leggst ...

Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi.
Sjá frétt visir.is.

Sjá hér (á pdf) skýrslu umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur til Alþingis ...

Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins skoðar hugmyndir um Skaftárveitu

Óskar Bergsson, formaður Samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins, hefur með fundarboði til nefnarinnar, dagsett 20. ágúst, sett á dagskrá ”Veitu í Langasjó og síðan í göngum inn á vatnasvið Tungnaár vestan Grænafjallgarðs. Orkugeta allt að 550 GWst/ári. Langisjór verður nýttur sem miðlun.

Þetta framtak Óskars Bergssonar stangast á við þá stefnu umhverfisráðherra ...

Skiptar skoðanir eru meðal landsmanna um frekari uppbyggingu álvera hér á landi en næstum 38% landsmanna eru hlynnt frekari uppbyggingu álvera en tæplega 42% segjast andvíg. Landsmenn virðast þó sammála um að uppbygging netþjónabúa eða gagnavera sé eftirsóknarverð, en nálægt 85% landsmanna segjast hlynnt slíkri uppbyggingu en aðeins rúm 2% eru henni andvíg.
Opið bréf til Árna Mathiessen fjármálaráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, landbúnaðarráðherra og Kristjáns Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála.

Samþykkt aðalskipulag Skeiða-og Gnúpverjarhrepps er nú til skoðunar hjá Skipulagsstofnun. Í ljós hefur komið að skipulagsvinnan var ekki unnin í héraði eins og almennt gerist. Aðalskipulag sem gerir ráð fyrir þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár er unnið að ...
 "Menn hafa [líka] hikað í stóriðjuframkvæmdum,“ segir Loftur Árnason, forstjóri Ístaks í viðtali við Morgunblaðið í dag til að skýra uppsagnir 300 starfsmanna hjá fyrirtækinu.

Að lokinni Kárahnjúkavirkjun - þar sem Impregilo fleytti rjómann ofan af - krefst undirverktakinn Ístak þess nú að stóriðju- og virkjanaframkvæmdum verði fram haldið.

Forstjóri Ístaks kennir umhverfisráðherra um að nú hægi á framkvæmdum. Mat á umhverfisáhrifum ...
Að loknum undirbúningsfundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Accra, Ghana, 20. – 27. ágúst, telja umhverfisverndarsamtök að árangur hafi náðist í samningum um aðgerðir til að draga úr eyðingu regnskóga.

Um fjórðungur af árlegri losun koltvísýrings í heiminum stafar af eyðingu regnskóga og því afar mikilvægt samkomulag náist um raunhæfar aðgerðir til að sporna við þeirri þróun verði hluti af þeim í ...

"Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace segjast hafa komist að raun um, að ekki hafi verið sótt um innflutningsleyfi í Japan fyrir 85 tonn af hvalkjöti, sem flutt var héðan til Japans í maí. Hugsanlegt sé að kjötinu verði eytt."

Greenpeace segir í tilkynningu, að forsvarsmenn innflutningsfyrirtækisins, sem beri ábyrgð á hvalkjötinu, hafi sagst vera að hjálpa vinum sínum á Íslandi, þegar þeir ...

Nýr borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, fullyrti í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Bitruvirkjun muni "renn[a] styrkari stoðir undir samfélag og efnahagsumhverfi okkar."

Þessi fullyrðing borgarstjórans gengur þvert gegn niðurstöðum Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif Bitruvirkjunar frá 19. maí 2008. Þar segir á bls. 36:

Áhrif á jarðhitaauðlindina. Skipulagsstofnun telur í ljósi framlagðra gagna mikla óvissu vera um hver verði áhrif ...
Í nýjasta hefti tímaritsins SÖGU fjallar Unnur B. Karlsdóttir sagnfræðingur ítarlega um deiluna um Þjórsárver á undanförnum fimm áratugum. Greinin nefnist „Ríki heiðagæsarinnar. Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera 1959–2007.“ Þjórsárver hafa verið í sviðsljósinu á síðustu árum, m.a. vegna áforma um miðlunarlón við Norðlinngaöldu.

Rætur deilunnar liggja aftur í tímann og var hún fyrsti árekstur virkjanastefnu og náttúruverndar á ...
Veigrunarorð (e:euphemism) orð notað í stað orðs sem talið er hætta á að hneyksli eða særi. Nýtt dæmi um slíkt veigrunaryrði í pólítíkinni er að finna í yfirlýsingu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskars Bergsonar um borgarstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Þar segir að "Breyttar aðstæður í efnahagsumhverfi kalla hins vegar á ákveðnar viðbætur við þann samning [samstarfssamning flokkana frá 2006 ...
Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum.

Álver sem framleiðir ...
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna yfirlýsingu iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, í hádegisfréttum RÚV þess efnis að friðlýsa beri Þjórsárver í heild sinni en ekki bara „hið sérstaka votlendi veranna.” líkt og kveður á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Yfirlýsing Össurar er jafnframt viðurkenning hans á því að markmið Fagra Íslands um að „Stækka friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar í samráði við ...
Iðnaðarráðherra er nú mjög annt um náttúruvernd. Hann tók netta rispu út af Kerinu í Grímsnesi og nú er honum mjög umhugað um Gjástykki og vill að þar fari fram mat á umhverfisáhrifum. Slíkt mat gæti orðið til þess að rannsóknarleyfi Landsvirkjunar yrði afturkallað, þ.e.a.s. ef Össur vill að rannsóknarboranir Landsvirkjunar sæti umhverfismati likt og skýr heimild ...
Á fundi leiðtoga G-8 ríkjanna - Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan, Rússland og Þýskaland - í japönsku borginni Toyako á eyjunni Hokkadio gengu leiðtogar ríkjanna skrefinu lengra en á síðasta ári þegar þeir samþykktu almennt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2050 til að stöðva loftslagsbreytingar.

Á fundi G-8 ríkjanna fyrir ári síðan var samþykkt að "íhuga ...
Í umræðum á Alþingi þann 3. október 2006 um stefnuræðu forsætisráðherra lét formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eftirfarandi orð falla:

Með þessari stefnumótun um hið fagra Ísland hefur Samfylkingin tekið þá skýru stefnu að sú stóriðjustefna sem ríkisstjórnin hefur fylgt á umliðnum árum og boðar á komandi kjörtímabili eigi ekkert erindi við framtíðina. Hún á ekkert erindi við framtíðina, nú ...
Fjárfesting í „grænni“ orku jókst verulega árið 2007 miðað við árið áður þrátt fyrir vandræði á fjármálamörkuðum. Aukningin hefur haldið áfram það sem af er þessu ári. Helstu vaxtarbroddar endurnýjanlegrar orku eru vind- og sólarorka.

Fjárfesting í vindorku í heiminum jókst meira en í bæði kjarnorku og stórum vatnsaflsvirkjunum. Í Evrópu jókst framleiðslugeta vegna tilkomu nýrra vindorkuvera um 40% og ...

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, eru 57 prósent landsmanna andvíg byggingu frekari virkjana fyrir orkufrekan iðnað. 41,1 prósent svarenda búsettra á landsbyggðinni styður frekari virkjanir til stóriðju, og 44,4 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikill munuru er á afstöðu karla og kvenna.

Að mati Náttúruvernadarsamtaka Íslands má skýra niðurstöðu þessarar könnunar með þeirri staðreynd að náttúruvernd á ...

Í skýrslu nefndar grænlenska landsþingsins um álver er vitnað í álit breska ráðgjafarfyrirtækisins, CRU, fyrir landsþingið. CRU sérhæfir sig í málmum og orkumálum og er einn helsti ráðgjafi Landsvirkjunar (sjá vefsíðu Landsvirkjunar).

Í skýrslu landsþingsins er rætt um þá áhættu sem felst í því að taka fjárhagslega ábyrgð á virkjun fyrir álver. Bent er á reynsluna af Kárahnjúkavirkjun og virkjun ...

Í dag er haldið upp á dag umhverfisins hjá Sameinuðu þjóðunum, sjá vef Sameinuðu þjóðanna um daginn.

Að því tilefni er vel við hæfi að benda á að umhverfisráðuneytið hefur gefið út fræðslubækling um loftslagsmál.

Í bæklingnum er sagt frá orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Þá er einnig greint frá aðgerðum sem grípa verður til svo koma megi í veg fyrir ...

Í dag opnaði ljósmyndasýning – SKOVBO – eftir danska ljósmyndarann, listmálarann, tónlistarmanninn og kvikmyndaleikarinn Viggo Mortensen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin stendur frá 31. maí til 31. ágúst.

Sýningin er sérstaklega sett upp fyrir Ljósmyndasafnið og þemað er þeir sem búa í skógi eða það að eiga heima í skóginum.

Í fréttatilkynningu Ljósmyndasafnsins segir, "Viggo vinnur sköpun sinni ...
Það er mikið ánægjuefni að hvalveiðar eru nú smámál, að mati forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, sbr. ummæli hans í Morgunblaðinu í dag og á Alþingi í gær. Þar sagði forsætisráðherra að "... Málið snýst eingöngu um hvaða mat fólk leggi á þetta mál gagnvart öðrum hagsmunum."

Mikið rétt! Spurningin er þá af hverju forsætisráðherra styður sjávarútvegsráðherra í slíku smámáli ...

Yfirlýsing forsætisráðherra eða skýring hans á hvalveiðistefnu stjórnvalda í umræðum á Alþingi í gær bendir til að hvalveiðar eigi ekki mikla framtíð fyrir sér. Forsætisráðherra sagði að sjávarútvegsráðherra fylgi „þeirri stefnu sem mörkuð var í fyrri ríkisstjórn; að halda úti þessum takmörkuðu veiðum í stuttan tíma.”

Tilgangurinn er, sagði Geir H. Haarde, „Meðal annars til að halda fram rétti okkar ...

Skipulagsstofnun leggst gegn því að Bitruvirkjun á Hellisheiði verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Þá setur stofnunin skilyrði fyrir Hverahlíðarvirkjun.

Á vef Skipulagsstofnunar, má nálgast álitið en þar segir m.a. að um sé að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og búi svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist ...

Sjá hér að neðan svar Dr. Robert T. Watson, forvera Rajendra K. Pachauri í embætti yfirmanns Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPPC. við fullyrðingum Sir Nigel Lawson, öðru nafni Lord Lawson, í tilefni útgáfu bókar eftir hinn síðar nefnda um loftslagsbreytingar og kynnt var hér á landi í Silfri Egils s.l. sunnudag.

Grein Dr. Watsons birtist í Financial Times ...

Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus.

Þegar tilkynnt var að Al Gore og Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn ...

Ég sagði, virðulegur forseti, að það væri mikilvægt að taka í taumanna og ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta og tekið raunverulega í taumanna þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem fyrirhugaðar á eru næstu árum og þar vísa ég auðvitað til áformana um stækkun álversins i Straumsvík og álver í Helguvík.

Þessi orð formanns ...
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir álver í Helguvíks. Náttúruverndarsamtökin krefjast þess að framkvæmdaleyfin sem gefin voru út af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar og Garðs þann 12. mars. s.l. verði fellt úr gildi. Til bráðabirgða er þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar án tafar þar til mál þetta hefur verið til lykta leitt, sbr ...

Samkvæmt túlkun Norðuráls á skuldbindingum Íslands gagnvart Kyoto-bókuninni mun losun koltvísýrings frá álverum á Íslandi við upphaf næsta skuldbindingartímabil Kyoto sem hefst 2013 verða mun meiri en skuldbindingar Íslands kveða á um.

Yfir tímabilið 2008 - 2012 fékk Ísland til úthlutunar samkvæmt íslenska undaný águákvæðinu 8 milljónir tonna af koltvísýringi vegna losunar frá stóriðju. Það er 1600 þúsund tonn á ári ...

Í Morgunblaðinu í gær kom fram undarlegur skilningur Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Við Morgunblaðið sagði hann: "Mér skilst að það verði enn einfaldara eftir árið 2012 að útvega losunarkvóta. Það er því ekki rétt að valið standi á milli Helguvíkur eða Bakka við Húsavík ...“

Á hverju byggir skilningur Árni Sigfússona? Hver heldur því fram að ...
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna gagnrýni umhverfisráðherra á samþykktir bæjarstjorna Garðs og Reykjanesbæjar. Samtökin lýsa yfir fullum stuðningi við kæru Landverndar og krefjast þess að umhverfisráðherra ógildi álit Skipulagsstofnunar um álver í Helguvík og tryggi með þeim hætti að fram fari heildstætt umhverfismat fyrir álver, orkuflutninga og þær virkjanir sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í.

Fyrir kæru Landverndar liggja gild rök sem ...
Í nýrri skýrslu OECD um Ísland er að finna sterk varnaðarorð um að ekki verði ráðist í frekari stóriðjuframkvæmdir fyrr en jafnvægi hefur verið náð í efnahag landsins. Jafnframt draga sérfræðingar OECD sterklega í efa að uppbygging virkjana til stóriðju sé arðbær. Orðrétt segir:

Ákvarðanir um fjárfestingaverkefni ráða úrslitum

Stór fjárfestingaverkefni tengd áliðnaði þarf að taka með í reikninginn, bæði ...

Íslensk hátækni - það fyrirtæki sem áformar að byggja olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - heldur því fram að olíhreinsistöð á Vestfjörðum myndi losa 560 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það þýðir 15% aukningu í útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi miðað við 1990. Á hinn bóginn, ef miðað er við losun gróðurhúsalofttegunda frá stærstu olíuhreinsunarstöð Noregs í Mongstad myndi aukningin verða nær 40% miðað ...

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tekið saman helstu samþykktir loftslagsfundarins í Bali í desember s.l. og einnig hverjar séu skuldbindingar Íslands. Sjá hér greinargerð Náttúruverndarsamtaka Íslands hér.

Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum eru af tvennum toga: Í fyrsta lagi lagalegar skuldbindingar byggðar á ákvæðum Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingum og Kyoto-bókunarinnar. Og, í öðru lagi, pólitískar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með ...

Ráðstefnan sem fór fram bæði á Bíldudal og Ísafirði var bþsna vel heppnuð. Ekki er deilt um að losun gróðurhúsalofttegunda myndi aukast mjög mikið ef byggð yrði olíuhreinsistöð í Dýrafirði eða Arnarfirði. Viðmið Íslenskrar hátækni eru þau lægstu sem um getur í Evrópu og töldu forsvarsmenn fyrirtækisins ótímabært að ræða slíkar tölur. Einnig þótti þeim ótímabært að ræða hvaða olíufyrirtæki ...

Í mars hefti tímaritsins National Geographic er ítarleg grein POWER STRUGLE - The people of Iceland awaken to a stark choice: exploit a wealth of clean energy or keep their landscape pristine.

Greinin fjallar um baráttuna milli þeirra sem vilja vernda náttúru landsins og þeirra sem sjá hag sinn í að virkja orku þess fyrir stóriðju. Greinarhöfundur, Margurite Del Guidice heimsótti ...
Samkvæmt nýrri rannsókn Sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar SIDA (Swedish Institute of Development Aid) er ástandið svo óstöðugt í um 50 ríkjum að loftslagsbreytingar geta leitt til alvarlegra stríðsátaka. Um 50 lönd til viðbótar eru í hættu samkvæmt skýrslu stofnunarinnar sem kom út í dag.

Þrír fjórðu íbúa heims búa í löndum þar sem mikil hætta er á vopnuðum átökum eða pólitískum óstöðugleika ...
Við umræður á Alþngi þann 12. nóvember s.l. um þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að „... ekki ganga til samningaviðræðna að sinni við fyrirtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi.“ lýsti forsætisráðherra því yfir á Alþingi að „... Vissulega þýðir þetta að óbreyttu að ekki verður reist álver í Þorlákshöfn eða nýtt álver á Suðvesturlandi.”

Viðskiptaráðherra, Björgvin Sigurðsson ...
John McCain er eini frambjóðandinn í röðum Repúblikana sem stutt hefur raunhæfar aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Hann hafði frumkvæði um lagasetningu um þau mál ásamt Joe Lieberman, öldungardeildarþingmanni.

Bæði Barack Obama og Hilary Clinton hafa kynnt loftslagsstefnu sem byggir á “cap and trade”, þ.e. lagalega bindandi takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og verslun með losunarkvóta ...
Eitt helsta deiluefnið á loftslagsráðstefnunni í Bali er hvort iðnríki skuli stefna að 25 - 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2020 miðað við 1990; hvort það markmið skuli vera einn helsti bautasteinninn í Bali-vegvísinum eins og væntanleg niðurstaða samningaviðræðna hér í Bali er gjarnan nefnd. Einnig nefnt Bali-umboðið. Þetta markmið er nefnt í nýrri stefnumótun ríkisstjórnar Íslands um samningsmarkmið í ...
Samkvæmt nýrri skýrslu Germanwatch þar sem borin eru saman loftslagsstefna, losun gróðurhúsalofttegunda og þróun í losun gróðurhúsalofttegunda hjá 56 ríkjum er Ísland nú í þriðja sæti.

Ísland tekur stökk upp á við frá því fyrir ári síðan þegar Ísland lenti í 14. sæti. Að sögn Germanwatch munar mestu um stefnumörkun stjórnvalda frá í febrúar um að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda ...
ECO, fréttabréf umhverfisverndarsamtaka á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Bali, fjallar í dag um samningsmarkmið Íslands, 4 degrees of disintegration.*

Ástæða er til að vekja athygli á grein um frumkvæði Þýskalands. Um það má einnig lesa á vefsíðu Der Spiegel.

Að lokum er bent á yfirlýsingu yfir 200 virtra vísindamanna á svið loftslagsrannsókna. Í yfirlýsingunni segir að

"Based on current scientific ...

Ríkisstjórn Íslands viðurkennir vandann og tekur undir 2oC markmið ESB og Noregs

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands að samningar um framhald Kyoto-bókunarinnar - eftir 2012 - skuli miða að því að fyrirbyggja að andrúmsloft Jarðar htini um meira 2 gráður á Celcíus að meðaltali. Það er í samræmi við tilmæli Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Þessi stefnumörkun þýðir ...

Skþr vilji almennings: Stóriðjufyrirtæki eiga
að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsaofttegundum.

Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 31. október til 11 nóvember s.l. telja 95,4% aðspurðra að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum,* 3,3% voru ósammála og 1,3% tóku ekki afstöðu.

Þessi niðurstaða Capacent Gallup bendir eindregið ...

Stjórnmálaskýrendur tóku eftir því að þegar vatni var hleypt formlega á vélar Kárahnjúkavirkjunar var ekki ein einasta silkihúfa nærstödd. Það var látið duga að yfirverkfræðingur framkvæmdarinnar ýtti á takkann. Skömmu síðar upplýsti yfirverkfræðingurinn í viðtali við Stöð 2 að kostnaður vegna virkjunarinnar væri kominn nokkrum milljörðum króna fram úr áætlun.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram á Alþingi ...

Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Nú neita þeir pólitíkinni ákaft stjórnmálamennirnir. Ákvarðanir Landsvirkjunar séu teknar á viðskiptalegum forsendum en ekki pólitískum. Þetta er þekkt aðferð stjórnmálamanna til að koma sér hjá gagnrýni eða falla frá fyrri ákvörðunum án þess að viðurkenna það.

Árni Mathiesen lýsti því yfir í viðtali við Fréttastofu RÚV á sunnudaginn að ríkisstjórnin hefði ekki skipað ...

Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Landsvirkjun hefur um langan tíma þráast við að viðurkenna að Kárahnjúkavirkjun muni fara fram úr kostnaðaráætlun. Samkvæmt frétt á Stöð 2 liggur nú fyrir játning og munar nokkrum milljörðum.

Stöð 2, 08. nóv. 2007 18:45 .
Kárahnjúkavirkjun komin fram úr kostnaðaráætlun .
„Kárahnjúkavirkjun er komin fram úr kostnaðaráætlun og munar nokkrum milljörðum króna“. Þetta kemur ...

Einstaklingar tilbúnir til að leggja meira að mörkum til umhverfismála

Fjórir af hverjum fimm íbúum rúmlega tuttugu landa segjast reiðubúnir til að færa persónulegar fórnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BBC. 22.000 manns tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var í 21 landi en könnunin fór á meðal annars fram í Bandaríkjunum og Kína þar sem losun ...
Nær 2/3 aðspurðra eru sammála ákvörðun þeirri sjávarútvegsráðherra að ekki gefa út kvóta til hvalveiða

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare (IFAW), gerð í fyrri hluta október, segjast 66,3% aðspurðra sammála þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra að ekki gefa út kvóta til hvalveiða fyrr en markaðsaðstæður fyrir hvalkjöt hafa batnað ...
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 29. maí 2007, skorar á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í 16-18% af veiðistofninum árlega líkt og vísindamenn hafa lagt til.

Greinargerð:
Í ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar fyrir fiskveiðiárið 2006 – 2007, sem gefin var út fyrir ári síðan ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands verður haldinn þriðjudaginn 29. maí í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð og hefst fundurinn kl. 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar verður kynnt aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera:
• Setning aðalfundar.
• Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
• Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
• Ákveðið árgjald.
• Lagabreytingar.
• Kjör tveggja endurskoðenda ...

Frétt sjónvarpsins í gær um að Alcan gæti þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði byggt nýtt álver með 350 þúsund tonna framleiðslugetu samkvæmt gildandi deiliskipulagi var ekki sennileg. Yrði slíkt gert – jafnvel þótt löglegt væri – þyrfti að rífa niður tvo kerskála með 110 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Það þþddi framleiðslutap upp á 6 – 8 mánuði hið minnsta. Því næst þyrfti ...

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Skoða verður frumvarpið í samhengi við loftslagsstefnu ríkisstjórnar Íslands og samningsmarkmið Íslands á 3. fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar sem haldinn verður í Bali, Indónesíu 3. – 14. 12. 2007 og næstu tveggja funda þar á eftir. Mikilvægt er að hafa hugfast að stefnt er að því að á 5 ...

Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk.

Bæði Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk. Samtökin segja leyfið ekki í samræmi við aðalskipulag. Þá hafa menn frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur skoðað trén sem fjarlægð voru úr Heiðmörkinni og segja að þau virðist ónýt.

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn.
 
Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfisvernd ...

Náttúruverndarsamtökum Íslands sendu í dag frá sér eftirfarandi:

Ýmsir klóra sér í hausnum yfir þjóðarsáttartillögu iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar. Jónas Kristjánsson ritstjóri lýsir undrun sinni og bendir á að fyrst vilji iðnaðarráðherra stækka álverið í Hafnarfirði og byggja nýtt á Húsavík með tilheyrandi orkuverum. Síðan hefjist friðarferlið ráðherrans. „Það er,” segir Jónas „eins og að semja um frið í stríði með ...
Náttúruverndarsamtök Íslands
Iceland Nature Conservation Association

-
Reykjavík 31. janúar 2007.
-
Um Fjórðu skýrslu Millríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
-
Þess er vænst að meginniðurstaða Fjórðu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kynnt verður í París á föstudaginn 2. febrúar verði sú að andrúmsloft jarðar hitni ört vegna sívaxandi magns gróðurhúsalofttegunda, að vandamálið sé alvarlegt og að lítill vafi leiki á ...

Í frétt á vef Náttúruverndarsmataka Íslands segir:
-
„Stjórnmálaskýrendur hafa spáð því að umhverfismál verði eitt helsta kosningamálið í ár. Vonandi verður það en jafnvíst er að stjórnarflokkarnir munu leita leiða til að komast hjá umræðu um þau mál. Þá verður haldið á lofti hugtökum eins og þjóðarsátt og væntanlegt er frumvarp iðnaðarráðherra undir þeim formerkjum byggt á skýrslu auðlindanefndar“.
Lesa ...

Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að leggja fram frumvarp um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Frumvarp er feli í sér friðlýsingu alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.

Þessi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands er tvímælalaust viðbrögð við harðri og langvinnri baráttu náttúruverndarhreyfingarinnar á Íslandi fyrir verndun hálendisins, einkum norðan Vatnajökuls. Í þeirri baráttu nutu Náttúruverndarsamtök Íslands fjárhagslegs og faglegs stuðnings Alþjóðanáttúruvernadarsjóðsins (WWF – Arctic Programme ...

Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins opin fund um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Spurt var hvort möguleiki væri á að ná sátt milli þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja nýta (væntanlega með því að virkja fyrir álframleiðslu). Fundurinn var vel sóttur sem bendir til að áhugi sé fyrir málefninu.

Það er einungis á færi stjórnvalda, ríkisstjórnar og/eða ...
Í viðtali við NFS í dag, sagði Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála og að hann muni skoða hvar hann kæmi helst að gagni. Ómar sagði þetta í viðtali í kjölfar fréttamannafundar sem hann boðaði til.
Á ...

Í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Tuttugu til þrjátíu milljarða tap af Kárahnjúkavirkjun - samkvæmt uppgefnum tölum Landsvirkjunar.
-
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa ítrekað gagnrýnt neikvæða arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og þá einkum hversu litlar kröfur Landsvirkjun (eigendur fyrirtækisins) gera til arðsemi fjárfestingarinnar. Nú má reikna hana með tölum sem Landsvirkjun gefur upp í nýju og endurskoðuðu arðsemismati sem birt er á vefsíðu fyrirtækisins (sjá ...
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ritaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fyrir hönd samtakanna, skorar á iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, að lýsa stuðningi sínum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Segir Árni að þar með væri tekin af öll tvímæli um að Norðlingaölduveita sé úr sögunni og að verin fái þá vernd sem þeim ber. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna ...

Eins og fjallað hefur verið um hér á síðum Náttúrunnar, gaf bæjarstjórn Ölfuss grænt ljós á áframhaldandi efnistöku úr Þórustaðanámu, til a.m.k. 8 ára, þrátt fyrir álit Skipulagsstofnunar þess efnis að aðstandendur Þórustaðanámu yllu óásættanlegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum með frekari námuvinnslu í fjallinu. Var um tímamótaúrskurð að ræða þar sem nú reyndi í fyrsta sinn á hvaða vald ...

Í frétt frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Laugardaginn 7. janúar verður haldinn fundur í Norræna húsinu til stuðnings stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Fundurinn hefst kl. 13:30 og lýkur kl. 15:00. Dagskrá verður auglýst fljótlega. Meðal fundarboðenda eru Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruvaktin, Landvernd, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök suðurlands og NAUST.
Ástæða er til að ítreka að úrskurður umhverfisráðherra frá síðustu viku vegna skipulags ...

Nýtt efni:

Messages: