Er vistferilshugsun almenn í íslenskum byggingariðnaði? 05/18/2015

Þann 21. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistferilshugsun og íslenskur byggingariðnaður. Hvað er vistferilshugsun? Skiptir máli að skoðasérstaklega lífsferil vöru þegar við erum að byggja hús? Hefur það teljandi áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar? Hvar get ég aflað mér upplýsinga um umhverfisáhrif vöru, og hvað þýða þessar upplýsingar sem settar eru fram?

Á  opnum fundi Vistbyggðarráðs sem  haldinn verður í Norræna húsinu, fimmtudagsmorguninn 21. maí ...

Þann 7. apríl næstkomandi standa Vistbyggðarráð og Skipulagsstofnun fyrir námskeiði um vistvænt skipulag. Námskeiðið fer fram í Hannesarholti við Grundarstíg 10 frá kl. 13:00-16:30

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem koma að gerð og framfylgd skipulags- ráðgjöfum og hönnuðum,
sérfræðingum hjá sveitarfélögum og stofnunum.
Það er einnig kjörið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum sem vilja kynna sér umhverfisáherslur ...

Þann 14. janúar næstkomandi mun Vistbyggðarráð standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að auka gæði bygginga, draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, tryggja vellíðan og öryggi um leið og dregið er úr heildakostnaði bygginga á öllum líftíma hennar.
Þetta hálfs dags námskeið ætti að gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þess mál frekar ...

Þann 21. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistferilshugsun og íslenskur byggingariðnaður. Hvað er vistferilshugsun? Skiptir máli að skoðasérstaklega lífsferil vöru þegar við erum að byggja hús? Hefur það teljandi áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar? Hvar get ég aflað mér upplýsinga um umhverfisáhrif vöru, og hvað ...

18. May 2015

Opinn fundur Vistbyggðarráðs í samvinnu við NordGreen verkefnið á Íslandi verður haldinn í Norræna húsinu þ. 6. mars kl. 8:15 - 10:00. Húsið opnar kl. 8:15 – boðið upp á kaffi og brauð til 8:30.

Ein áhrifaríkasta aðferð nútímamannsins til að að hafa áhrifa losun gróðurhúsalofttegunda er að auka hlutfall gróðurs og grænna flata í umhverfinu einkum innan ...

24. February 2015

Rusl til urðunar í Álfsnesi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fyrir rúmum 12 árum síðan voru hér á landi samþykkt lög um meðhöndlun úrgangs (nr. 55/2003 ). Meginmarkmið laganna er að tryggja ábyrga úrgangsstjórnun og að meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og að ekki hljótist af skaði fyrir umhverfið. Þá sé unnið að sjálfbærri auðlindanotkun og með sértækum aðgerðum og fræðslu ...

Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.

Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.

Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til ...

Þann 2. - 3. október 2014 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum Norræna samstarfsvettvangsins um vistferilsgreiningar (NorLCA) á Hótel Sögu í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni "Global Sustainability Challenges - Northern Approaches", eða "Áskoranir á sviði sjálfbærni - norðlægar nálganir". Dagskrá ráðstefnunnar má finna á vefsíðu hennar, www.norlca.org

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verður Michael Hauschild, prófessor við DTU háskólann ...

24. September 2014

Vistbyggðarráð hefur ákveðið að leggja áherslu á samgöngumál í viku vistvænna bygginga en vistvæn bygging er ávallt hluti af heildarskipulagi. Bestur árangur næst einmitt þegar gott samræmi er á milli hönnunar og útfærslu mannvirkja annars vegar og svo vistvænna markmiða skipulags. Í flestum vistvottunarkerfum fyrir byggingar eru ákvæði um samgöngur þar sem m.a er fjallað um staðsetningu bygginga og ...

Fimmtudaginn 8. maí kl 15:00 stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina, „Háhýsi eða smáhýsi í vistvænu skipulagi“.

Á fundinum verða kynntar tillögur að vistvænum borgarhlutum, annars vegar Vogabyggð við Sundin og hins vegar nýju Hlíðarendahverfi í Vatnsmýrinni. Samspil bygginga og skipulags verður skoðað sérstaklega út frá almennum skilgreiningum um sjálfbæra byggð. 

Í umræðunni um ...

Nordic Built er norrænt fjármögnunartilboð til fyrirtækja sem þróa sjálfbærar vörur og þjónustu til að endurgera byggingar. Verkefnið veitir hlutafjármögnun frá norrænu hagsmunaaðilum.

Nordic Built gerir þær kröfur að verkefnin feli í sér samstarf fyrirtækja eða samtaka frá nokkrum norrænum ríkjum.

Síðla árs 2013 tók Norræna ráðherranefndin þá ákvörðun að tryggja framhald kyndilverkefnis Norræna Nýsköpunarsjóðins, Nordic Built, og var það ...

Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Vistbyggðarráð býður til opinnar málstofu um það hvernig vistvæn hönnun getur gagnast fyrirtækjum. Málstofan verður á Hilton Reykjavík Nordica (2. hæð) þann 11. apríl frá kl. 8:00 – 10:30.

Dagskrá málstofu:

8:00-8:30 Morgunverðarhlaðborð og skráning

8:30-8:50 Opnun og kynning á verkefninu ECHOES. Kjartan Due Nielsen, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar á ...

Samstarfsyfirlýsing

Náttúran.is og Vistbyggðarráð hafa gert með sér samkomulag um miðlun, fræðslu og framsetningu upplýsinga um aðgengi að vistvottuðum byggingavörum hérlendis m.a. í gegnum vefsíðuna natturan.is ásamt því að hafa samstarf um undirbúning og greiningu markaðar fyrir vistvænar byggingavörur. Samkomulagið gildir frá árinu 2013 til ársins 2016.

Vistbyggðarráðin (Green Building Councils) í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi hafa tekið höndum saman um að gjörbylta markaði fyrir byggingarvörur  á Norðurlöndum.

Með verkefninu „Samnorrænn gagnabanki um vistvæn byggingarefni“,  sem snýst um gerð gagnabanka og gerð leiðbeininga um vistvæn byggingarefni,  þar sem settar verða fram samræmdar leiðbeiningar um notkun þeirra og almennar kröfur um visthæfi vottaðra byggingarefna á Norðurlöndunum ...

28. March 2014

Opinn fundur/vinnustofa um hagkvæmar tæknilausnir fyrir vistvænar byggingar verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica, miðvikudaginn 20. nóvember 2013. Kl. 10:00-12:00.

Fundurinn er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vistbyggðarráðs og er hluti af stóru evrópuverkefni sem ber heitið, Europe Enterprize Network.

Á fundinum verður áhersla lögð á það að skoða rekstrarlegan og heilsusamlegan ávinning vistvænna bygginga hvort sem ...

Fimmtudaginn 31. október næstkomandi stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistvænar byggingar, gróður og gott inniloft. Á fundinum verður m.a. fjallað um mikilvægi góðs innlofts og hönnun vistvænna bygginga  skoðuð út frá sjónarhorni notenda og lýðheilsumarkmiða. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu kl. 8:30-10:00. Óskað er eftir að gesti skrái sig en enginn ...

Vistbyggðarráðs stendur fyrir 3-4 opnum fundum á ári þar sem fjallað er um afmörkuð efni sem tengjast viðfangsefninu vistvæn byggð í víðum skilningi. Þessi fundir hafa verið vel sóttir og oft skapast líflega umræður. Fundirnir eru öllum opnir og eru einkum ætlaðir til að vekja athygli á mikilvægi þess að efla vistvæna byggð. Nú er komið að fyrsta fundi á ...

Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Vistbyggðarráð býður til opins vinnufundar á Hilton Reykjavík Nordica 2. h. föstudaginn 18. janúar frá kl. 9 - 12.

Dagskrá:

  • Innleiðing og kynning á PRISM verkefni Enterprise Europe Network á Íslandi - Gauti Marteinsson, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Þurfum við vistvænar byggingar? - Erindi: Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdarsýslu Ríkisins - Markaður fyrir vistvænar byggingar - Vinnustofa ...

Þann 29.nóvember frá kl. 15:00 -16:00 stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Græn leiga og samkeppni um vistvæna endurhönnun. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Eflu að Höfðabakka 9

Á fundinum verða svokallaðir grænir leigusamningar skoðaðir og hvaða áhrif þeir geti haft á  íslenskan leigumarkað.
Einnig verður samkeppni Nordic Built um vistvæna endurhönnun kynnt og farið ...

Skipulagsverðlaun SSFÍ verða afhent í Iðnó, fimmtudaginn 8. nóvember, sem er alþjóðlegur skipulagsdagur. Athöfnin hefst kl. 15:00 en þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt.
Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi a ...

Þann 13. september næstkomandi stendur Norræni nýsköpunarsjóðurinn fyrir opnum kynningarfundi þar sem fulltrúar Nordic Built kynna nýjan sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Markmiðið er að virkja lykilaðila á íslenskum byggingarmarkaði til þess að taka höndum saman um að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum.

Fundurinn er haldinn er í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík frá kl. 15-17 og ...

Þann 24.maí næstkomandi stendur Vistbyggðarráð fyrir ráðstefnu um vistvæn byggingarefni. Ráðstefnan ber yfirskriftina, Efnið skapar andann. Vistvæn byggingarefni og áhrif þeirra á innivist og hönnun.

Ráðstefna er haldin á Hótel Reykjavík Natura, fimmtudaginn 24. maí frá kl. 9:00-13:00, en í tengslum við ráðstefnuna höfum við boðið framleiðendum og söluaðilum að  kynna vörur sínar.

Á ráðstefnunni verður sjónum ...

Föstudaginn 27. apríl nk. stendur Vistbyggðarráð fyrir kynningarnámskeiði um DGNB sem er þýskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Námskeiðið verður haldið í Fógetastofu í Aðalstrætii frá kl. 9-12.

Ýmsir vilja halda því fram að þetta kerfi tilheyri 2. kynslóð  umhverfisvottunarkerfa fyrir byggingar og er þá vísað til þess að kerfið er í nokkuð umfangsmeira og tekur inn í fleiri þætti í vinnsluferlinu ...

Á morgun föstudaginn 18. nóvember stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi um orkunýtnar byggingar í vistvænu skipulagi í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Að fundinum standa tveir af vinnuhópum VBR sem hafa verið að að fjalla um orkunýtni vistvænna bygginga og vistvænt skipulag. Markmiðið er að koma af staða umræðu um orkuvænar byggingar og hlutverk þeirra í skipulagi, en hóparnir hafa hvor um ...

Fyrsti opni fundur Vistbyggðarráðs veturinn 2011/2012 verður haldinn í KEX hostel, Skúlatúni 28, föstudaginn 28.október kl. 8:30.

Leitast verður við að finna svör við spurningunni – hvað er vistvænt á Íslandi? Það er einmitt viðfangsefni eins af vinnuhópum Vistbyggðarráðs og mun Halldór Eiríksson arkitekt og hópstjóri gera stuttlega grein fyrir störfum hópsins. En vistvænt hús verður ...

Þann 12. maí nk.verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Vistbyggðarráðs og Vistmenntarverkefnisins, sem ber yfirskriftina: Vistvænni byggð!heilbrigðara umhverfi=betri líðan=bjartari framtíð! Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 16:00.

Fyrri hluti ráðstefnunnar er á ensku en meðal fyrirlesara eru aðilar sem hafa komið að hönnun og skipulagningu verkefna í mannvirkjageiranum sem vinna með ...

Vistmennt* og Vistbyggðarráð standa saman að málþingi um Vistmennt í arkitektúr og skipulagi, fimmtudaginn 17. mars nk. frá kl. 8:30-11:00 og er haldið í húsakynnum Iðunnar– fræðsluseturs, Skúlatúni 2, Reykjavík

Dagskrá:

8:30- 8:40 Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs - Hver er sýn Vistbyggðarráðs á menntun til sjálfbærni?
8:40-8:50 Halldór Eiríksson, arkitekt - Hvernig lítur vistvænt Ísland ...

Nýtt efni:

Messages: