Dagsetningar um sáningu 02/24/2016

Á Íslandi er erfitt að gefa fastar dagsetningar um sáningu, plöntun, jafnvel jurtatínslu því allt er þetta háð veðráttu og gangi himintunglanna. Alltaf verður að viðhafa vissa skynsemi. Ef erlendis jurtir eru sterkastar á morgnana áður en sól verður of sterk, getur verið að hér séu þær einmitt orkumestar um miðjan dag þegar sólin er hæst á lofti.

Varðandi ræktun er gott að sjá fyrir sér þrjá mánuðina frá jafndægrum þ.e.
Einmánuð, Hörpu og Skerplu eða tímabilið frá 20 ...

Á Íslandi er erfitt að gefa fastar dagsetningar um sáningu, plöntun, jafnvel jurtatínslu því allt er þetta háð veðráttu og gangi himintunglanna. Alltaf verður að viðhafa vissa skynsemi. Ef erlendis jurtir eru sterkastar á morgnana áður en sól verður of sterk, getur verið að hér séu þær einmitt orkumestar um miðjan dag þegar sólin er hæst á lofti.

Varðandi ræktun ...

Að kvikfénaðarrækt og fiskifang séu þeir almennu næringarútvegir og gagnlegustu til lífsbjargar á Íslandi vita allir, þeir sem landið þekkja. Bæði á fyrri öldum og nú hafa menn hér á landi kost á því að sjúga gnægð gjafarans og þá fjársjóðu, sem hyljast á mararbotni (5.Mósebókar 33. 19.). Fiskur aflast og eyðist fljótt, gjörir marga menn auðuga, færir peninga ...

Þorri - 20. janúar – 20. febrúar

Þorri er sá mánuður, á hverjum sól gengur um vatnsberamerki. Með þorrakomu er vetur hálfnaður. Nú er tími til innanbæjarverka en útivinna er nú lítil nema grjótdráttur. Allt sem þú geymir af lifandi ávöxtum innanhúss þarf nú meiri vöktun en fyrri part vetrar og því meiri sem á líður fram til sumarmála að það skemmist ...

20. september – 20. október.

Haustmánuður byrjast næst jafndægrum en sólin gengur um þann tíma í vigtarmerki. Líka var þessi mánuður kallaður garðlagsmánuður því þessi þótti hentugur tími að bæta túngarða, engigarða, haga- eða skjólgarða og grannagarða ... Nú er tími að velta landi því, sem sáð skal í einhverju fræi að vori. Vatnsveitingaskurði á nú að stinga svo ekkert vatn geti ...

Í tilefni þess margbreytilega veðurfars er nú stendur yfir, birtum við örlítinn kafla úr ritinu „Atla, eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn, helst um jarðar- og kvikfjárrækt aðferð og ágóða, með andsvari gamals bónda. Samanskrifað fyrir fátækis frumbýlinga, einkanlega þá sem reisa bú á eyðijörð“. Ritið er eftir séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal (1724-1794) og kom út árið 1777. Í ...

Mörsugur heitir sá mánuður, sem byrjast næst vetrarsólstöðum, þá sólin kemur í steingeitarmerki. Nú er peningsrækt og innivinna helst til þarfa. Sleðafæri má nýta um þessa tíma þar sem þess þarf. (Einkum draga til grjót á frosnu landi.) Í 10. viku vetrar hleypa menn hrútum til ásauðar, nema menn hafi nóg hey og vænti eftir góðu vori, þá viku fyrr ...

Gormánuður tekur nafn af slátrun fénaðar. Með honum kemur vetur og um það leyti gengur sól í sporðdrekamerki.

Allt hvað ónýtist af jurtatagi í görðum gefist nú nautum, helst kálfum. (Eða setjist í safnhaug). Nú má planta villivexti svo sem birki, víði, reyni, hvönn, netlu etc. Líka skal nú búa um jurtir þær, sem úti eiga að standa um vetur ...

Tvímánuður er sá tími, er sól rásar um meyjarmerki, og er öll hin sama iðn sem hinn næsta umliðinn mánuð. Nú eru álftir fjöðursárar og er því þeirra veiðitími. Allur árgróði lætur nú af að vaxa og eins tré í skógum. Aðalbláberjalyng má nú brúka í barkar stað á skinn og leður. Eftir Mikaelsmessu mjólkast ásauður aðeins einu sinni á ...

Heyannir er mánuður sá, sem sól hleypur um ljónsmerki. Nafn þessa mánaðar sýnir hvað þá skal iðja. Því nú er komið að því ábatasamasta verki hér á landi, sem er að afla heys, og meta það flestir menn öðrum framar. Sláttur byrjar venjulega að miðju sumri. Vökva menn plöntur einu sinni í viku, með sjóvatni en öðru vatni annars, ef ...

„Góð og forstöndug húsmóðir gætir þess jafnan að allur hennar matur sé hreinn, þokkalegur álits, smekkgóður og allra helst að hann hollur sé. Hér til vandar hún mest hreinláta meðferð allra hluta, helst matvælanna og allra þeirra kera og íláta. sem þar til brúkast, svo sem eru mjaltafötur, rjómatrog og dallar, samt öll keröld, sem til matar er höfð. Hún ...


Sólmánuður heitir sá tími er sól gengur um krabbamerki. Hann byrjar á sólstöðum. Fyrst í honum fara menn á grasafjall. Um það leyti safna menn þeim jurtum, sem til lækninga eru ætlaðar. Lömb gelda menn nálægt Jónsmessu er færa frá viku seinna. Engi, sem maður vill tvíslá, sé nú slegið í 10. viku sumars. Vilji maður uppræta skóg skal það ...

Eggtíð eða stekktíð kallast sá mánuður nær sól er á ferð um tvíburamerkið. Á Ströndum kallast hann skerpla. Nú er sáðtími þegar seint vorar. Í miðjum þessum mánuði eru fardagar. Um það leyti má grafa villirætur til matar. Því síðar þegar gras fer að vaxa út úr þeim eru þær lakari. Nú er tími að byggja hús og garða, hreinsa ...

Þar um bil byrjar sumar er sólin kemur í tarfsmerki ... kallaður gauksmánuður eða Harpa. Nú er sáðtími í fyrsta lagi í kalda jörð með því móti að vorgott sé. Og er þá betra að sá litlu salti með snemmsánu fræi eða að vökva um sinn með saltlegi eða sjóvatni. Það ver nokkuð kulda, ofþurki og líka kálormum. Frostlaus snjór, ofan ...

12. A. Nú verð eg strax að segja er eg fæ byggingarbréf frá amtmanni að velja bæjarstæði. Segðu mér nú fyrst hverninn þér líst að eg velji afstöðu og landslag sem byggilegast þar sem eg tek eyðijörð til fjalla, sem legið hefur í kaldakoli margra mannsaldra?      B. Fyrst skaltu velja gott vatnsból því flestum óhægindum er það verra ef þess ...

Í dag hefst einmánuður en hann hefst þriðjudag í 22. viku vetrar. Svo segir í Riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal* um einmánuð:

„Einmánuður er ferð sólar gegnum hrútsmerki og byrjar hann nálægt jafndægrum. Sé vorgott er nú hentugur tími að stífla vatn, sem veitast skal yfir land svo vatnið standi þar á meðan vorleysing er mest. Því það grugg, sem ...

Góa heitir sá mánuður nær sól er á hlaupi um fiskamerki. Nú er sama að vinna og varast og á þorra. Nú koma þeir stórstraumar, sem kallast góuginur. (Stórstraumsfjörur sem eru bestar til skeljatöku.) Þá er skeljafiskatekja hægust og best tittlingaveiði, sem þá eru feitari en með smástraumi. Líka er nú góður tími til rjúpnaveiða. Um þessar mundir bæta menn ...

38.

Atili: Síðan eg fór út vistinni frá þér, bóndi, í vor hefi eg húsað bæ fyrir mig á Konungastöðum, að ráði þínu. Segðu mér nú hvað þér lísti hvað mikið tún eg skal taka fyrir mig að hegna? Hvað það kann fóðra eftir stærðinni?

Bóndi: Það er gagnlegast hverjum manni að láta sér nægja það sem nóg er og ...

46.

Atli: Þetta eru gömul ríkismanna ráð. Þeir vilja að almúginn þrælki og vinni baki brotnu og bæti jarðir fyrir ekkert. Hvað gefa þeir í staðinn?

Bóndi: Satt er það að sá verður að ráða sem ríkið hefur meira. Og eru þau fyrirvöld best, sem eru vitur og góðgjörn en þar með stjórnsöm. Svo vill hver faðir að börn sín ...

Af loftinu má svo veður marka „Sjáist fjallatindar klárir og skýlausir öndverðan vetur og fram um jól, boðar mildan vetur. Sýnist sólin oft rauð eftir sólhvörf á vetrum, boðar það frostasaman og vindsvalan vetur. Það sama merkja dökkir og grænir hringar um sólina öndverðan vetur. Það sama merkir grænn eða gulleitur litur sólar og þó helst að vetur muni snævi ...

29. A. Ekki veit eg hvað degi líður á Konungsstöðum. Þar mun enginn vita dagsmörk. En svo mikið hefi eg nú þegar lært af ráðum þínum að eg mun þurfa að vita rismál bónda.
      B. Sagt mun þér hafa verið að sólarhringnum eða degi og nóttu saman er venjulega skipt í 8 eyktir, sem heita miðnætti, ótta, miður morgunn, dagmál ...

22. A. Eg er svo fátækur. Eg á engin sængurklæði.
      B. Svo mikið muntu eiga fyrirliggjandi af fatavaðmáli þínu, frá fyrri árum, með því sem eg geld þér að vori, að ykkur hjónum dugi í sæng og rekkjuvoðir. Þar innan í gerið þið fengið ykkur þurran dýjamosa eða þann sem menn kalla barnamosa (sphagnum palustre) má hann líka brúkast fyrir ...

16. A. Heyrt hefir eg hverninn eg eigi að velja bólstað. En segðu mér eitt: Hverninn á ég að velja sjálft hússtæðið?
      B. Hart og hátt, þurrt og þétt, einkanlega að þú sért viss um að ekki sé neðanganga (5) [og] hvar ei hallar mjög landinu, því það kostar erfiði að hlaðað grundvöll jafnan, sem gjöra verður af stóru grjóti ...
16. A. Heyrt hefir eg hverninn eg eigi að velja bólstað. En segðu mér eitt: Hverninn á ég að velja sjálft hússtæðið?
      B. Hart og hátt, þurrt og þétt, einkanlega að þú sért viss um að ekki sé neðanganga (5) [og] hvar ei hallar mjög landinu, því það kostar erfiði að hlaðað grundvöll jafnan, sem gjöra verður af stóru grjóti ...

7. A. Fyrst þú ræður mér ekki frá hjúskapnum, þá muntu ekki ráða mér frá búskapnum.    B. Rétt getur þú til þess, því það er aumingjaháttur og óráð að vilja kvongast til að ala börn í annarra manna húsum. Hver maður á að ráða fyrir konu sína og börn en það má hann ekki hvar hann er annarra hjú.8 ...

Nýtt efni:

Messages: