Söfnun og meðferð vallhumals 08/07/2015

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin blöðn sem vaxa snemma vors, áður en blómstilkur myndast. Það er þó miklu seinlegra og skilar sér ekki í verði ...

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin ...

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð ...

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja ...

Sveppir hafa ekki blaðgrænu og geta því ekki tillífað, þ.e. unnin lífræn efni úr ólífrænan efnum andrúmsloftsins. Þeir lifa því á rotnandi lífrænum leifum og/eða í samflífi eða sníkjulífi við aðrar jurtir.

Á Íslandi eru þekktar yfir 1000 sveppategundir en talið er að þær geti verið helmingi fleiri. Flestir þeirra sjást ekki með berum augum. Milli 20 og ...

05. August 2014

Ljónslappi [Alchemilla alpina]

Lýsing: Margir blómstönglar upp af marggreindum jarðstöngli. Blöðin 5-7 fingruð. Hæð 5-30 cm. Algengar um allt land á melum og í skriðum. Ljónslappi hefur lengi verið talinn með bestu te- og lækningajurtum.

Árstími: Júní-júlí. Í blóma eða eftir blómstrun.

Tínsla: Skorinn rétt ofan rótar.

Meðferð: Þurrkun.

Ljósmynd: Ljónslappi, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Beitilyng [Calluna vulgaris]

Lýsing: Kræklóttur smárunni, getur orðið þriggja áratuga gamall. Blöðin eru smá og krossgagnstæð. Blómin lítil í löngum klösum, greinaendar oftast blómlausir. Vex í mólendi og á heiðum. Algengt nema á NV-landi og miðhálendi.

Árstími: Nýblómgað í ágúst.

Tínsla: Tekið með skærum eða klippum. Einungis nývaxnir sprotar.

Meðferð: Þurrkað, gjarnan í knippum.

Ljósmynd: Beitilyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Ætihvönn [Angelica archangelica]

Lýsing: Ætihvönnin er stórgerð og hávaxin, stundum mannhæðar há. Hún safnar næringu í rót nokkur ár áður en hún blómgast. Rætur eru stungnar undan jurtum sem ekki hafa blómgast enn. Algengust nálægt sjó, við læki, í hlíðarhvömmum inn til landsins og í gömlum kálgörðum. Geithvönn er svipuð ætihvönn tilsýndar, en algerlega óæt. Endasmáblað ætihvannar er þrískipt og ...

Tágamura (silfurmura) [Potentilla anserina]

Lýsing: Murutágarnar eru langir jarðlægir stönglar sem kjóta rótum með löngu millibili og vex upp af þeim blaðhvirfing. Blöðin stilksturr stakfjöðruð, silfurhærð á neðra borði eða báðum megin. Rósaætt. Vex í sendnum jarðvegi, oft efst í fjöru.

Árstími: Júlí-ágúst

Tínsla: Varast að rekja upp jarðlægan stöngulinn, eingöngu blöðin eru nýtt. Afbrigði af tágamuru eru misjafnlega silfurhærð ...

Fléttur

Fléttur eru samlífa svepps og þörungs. Sveppurinn er fyrirferðameiri og ræður mestu um útlit fléttunnar. Sveppurinn er venjulega asksveppur sem myndar langa granna þræði. Þörungarnir eru örsmáir græn- eða blágrænþörungar. Samlífið byggist á því að báðir aðilar njóti góðs af. Hagnaður þörungs er vörn gegn of mikilli birtu, tiltölulega hátt og jafnt rakastig og næringarefni frá sveppi. Hagnaður svepps ...

21. July 2013

Kúmen [Carum carvi]

Lýsing: Tvíær jurt með greinóttum stöngli og ljósgrænum tví- til þrífjaðurskiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá, en bleðlarnir eru breiðari og ekki eins þráðlaga. Blómin hvít og mjög smá. Algeng sunnanlands, en aðeins á ræktuðu landi í öðrum landshlutum. Ólíklegt er að söfnun skili tekjum í samræmi við vinnu.

Árstími: Júlí-ágúst

Meðferð: Fræið er tekið þegar það ...

GulmaðraGulmaðra [Galium verum]

Lýsing: Upprétt, 15-50 cm há, vex upp af rauðum skriðulum jarðstöngli, blöðin striklaga í kransi, blómin gul, smá og þétt. Ilmar. Aðallega á þurru valllendi um allt land.

Árstími: Tekin í fullum blóma í júní-ágúst.

Tínsla: Klippt eða slegin

Meðferð: Þurrkuð, gjarnan í knippum. Vill molna í þurrkun og því gott að hafa þéttan dúk undir. Notuð ...

Holtasóley (rjúpnalauf) [Dryas octopetala]

Lýsing: Myndar flatar þúfur, stönglarnir trékenndir. Blöðin eru skinnkennd, sígræn, gljáandi, dökkgræn að ofan en silfurhvít og hærð að neðan. Blómin hvít, minna á sóley, en hafa 8 krónublöð. Algeng á melum og heiðum.

Árstími: Rjúpnalauf* má taka allt sumarið, best í júní-júlí.

Tínsla: Klippið einungis nýja greinaenda til að fyrirbyggja upprætingu þar sem jurtin vex ...

Lokasjóður (peningagras) [Rhinanthus minor]

Lýsing: Lokasjóður er af grímublómaætt. Stöngullinn uppréttur með gagnstæðum stilklausum blöðum. Aldinn kringlótt, dökkbrún og gljáandi. Lokasjóður er að hluta til sníkjuplanta, rætur hans vaxa inn í rætur annarra jurta og draga næringu frá þeim. Vex aðallega í hálfröku valllendi.

Árstími: Júlí-ágúst

Tínsla: Skerist þegar fræið er fullþroskað og guli liturinn farinn af blóminu. Gæta ber ...

Hlaðkolla [túnbrá, gulkolla, gulbrá) [Chamomilla suaveolens]

Lýsing: Líkist baldursbrá, en hvítu blómin vantar í körfurnar. Vex sem slæðingur við híbýli og oft í miklu magni í gömlum kálgörðum.
Árstími: Tekin nýblómguð fyrri hluta júlí.

Tínsla: Efri helmingur jurtarinnar er klipptur eða skorinn.

Meðferð: Forðast hærra hitastig við þurrkun en 20-25°C. Jurtin er vökvamikil og því seiný urrkuð. Þurrkun tekur 7-10 ...

KlóelftingKlóelfting [Equisetum arvense]

Lýsing: Gróstönglar eru ljósleitir eða svartir, blaðlausir og liðskiptir, svokallaðir skollafætur. Gróaxið situr efst. Þeir eru ekki nýttir. Grólausu stönglarnir verða 20-40 cm háir grænir með uppvísandi greinakrans á hverjum lið, greinarnar þrístrendar.

Algengt um allt land, vex víða í þéttbýli og því er ástæða til að minna á að forðast staði þar sem notað hefur verið ...

Bláberjalyng [Vaccinium uliginosum]

Lýsing: Sumargrænn smárunni, blöðin blágræn og egglaga. Algengt um allt land í kjarri, mólendi og mýrum.

Árstími: Maí-júní.

Tínsla: Yngstu sprotarnir takist með skærum eða stuttum hníf.

Meðferð: Þurrkað, gjarnan í knippum. Þolir þurrkun í sól.

Ljósmynd: Bláberjalyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Lyfjagras [Pinguicula vulgaris]

Lýsing: Blöðin safamikil og breiðast út fast niður við jörðina. Upp úr blaðhvilfingunni miðri vaxa 5-10 cm langir blaðlausir blómleggir og bera eitt lotið blóm efst. Jurtin nærist að hluta á skordýrum sem festast við blöðin. Vex í rökum jarðvegi um allt land.

Árstími: Fyrir blómgun í júní.

Tínsla: Jurtin skorin frá rótinni.

Meðferð: Þurrkun.

Ljósmynd: Lyfjagras ...

Blágresi [Geranium sylvaticum]

Lýsing: Jurtin er fjölær vex upp af skriðulum jarðstöngli, 20-50 cm há. Blöðin eru stór handskipt, blómin oftast fjólublá. Finnst helst í skjóli við kjarr eða í hvömmum, lautum og snjódældum um allt land. Meðan jurtirnar eru óblómgaðar er hægt að villast á blágresi og sóley vegna handskiptu blaðanna. Flipar sóleyjarblaðanna skerðast dýpra og eru sepóttir en ...

Brenninetla (stórnetla og smánetla) [Urtica dioica og Urtica urens]

Lýsing: Stöngullinn uppréttur, ferstrendur. Blöðin langydd, hvassagtennt. Blómhnoðun í greinóttum öxum, hangandi. Vex sem illgresi kringum bæi. Smánetlan er minni, vex í fjörum og görðum og hefur minni kringlóttari blöð.

Árstími: Best nýsprottin.

Tínsla: Skorin eða slegin með ljá. Nauðsynlegt að nota hanska.

Meðferð: Þessum tveimur tegundum verður að halda hvorri ...

Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]

Lýsing: Sígrænn jarðlægur runni með þykkum gljáandi blöðum. Blöðin eru öfugegglaga og heilrennd. Blómin fá saman á greinaendum. Algeng um allt land í kjarri og mólendi.

Árstími: Sortulyng er hægt að taka næstum allt árið er best að taka það yfir sumarmánuðina, júní-ágúst.

Tínsla: Klippið fremsta hluta nýrra greina með ungum blöðum.

Meðferð: Þarf langan tíma í ...

Aðalbláberjalyng [Vaccinium myrtillus]

Lýsing: Sumargrænn smárunni með ljósgrænum hvassstrendum greinum. Blöðin smásagtennt, ljósgræn, þunn og egglaga. Finnst aðallega á skjólgóðum stöðum í skóglendi, móum og hlíðarbollum þar sem snjóþyngst er. Síst á Suðurlandi.

Árstími: Júní

Tínsla: Takist með skærum eða stuttum hníf, einungis yngstu sprotar.

Meðferð: Þurrkað.

Ljósmynd: Aðalbláberjalyng, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birki [Betula pubescens]

Árstími: Fyrri hluti júní eða seinni hluta ágúst. Ef birkilauf er tínt á miðju sumri er mikil hætta á að skordýr slæðist með.

Tínsla: Takist 5-10 cm sproti fremst af greinum, nýlaufgað í júní eða ársproti seint í ágúst, notið trjáklippur. Tína ber frá skemmd lauf og möðkuð. Kvisturinn á að fylgja með blöðunum því í berkinum ...

Túnfíflar [Taraxacum spp.]

Lýsing: Algengir um allt land, mest á láglendi, og afar auðþekktir. Blómin stórar gular körfur efst á víðum holum legg og hvirfing af fagurgrænum flipóttum blöðum í kring. Allur fífillinn er nýtanlegur til matar. Blöðin má nóta í salötm eða gera af þeim seyði, blómin má steikja eða gera af þeim vín. Hér verður aðeins fjallað um ...

Íslenskar villiplöntur hafa verið seldar hér innanlands í nokkra áratugi. Þar er einkum um að ræða söl og fjallagrös auk þess sem bláber og krækiber hafa verið seld ný tínd. Markaðurinn virðist nokkuð stöðugur og lítið eitt vaxandi. Blóðberg hefur lítið eitt komið til sölu í verslunum sem sérhæfa sig í heilsuvörum og kryddi, en ekki í nægilega miklu magni ...

06. May 2013

Aðalbláberjalyng [Vaccinium myrtillus]
Lýsing: Sumargrænn smárunni með ljósgrænum hvassstrendum greinum. Blöðin smásagtennt, ljósgræn, þunn og egglaga. Finnst aðallega á skjólgóðum stöðum í skóglendi, móum og hlíðarbollum þar sem snjóþyngst er. Síst á Suðurlandi.

Árstími: Júní
Tínsla: Takist með skærum eða stuttum hníf, einungis yngstu sprotar.
Meðferð: Þurrkað.

Beitilyng [Calluna vulgaris]
Lýsing: Kræklóttur smárunni, getur orðið þriggja áratuga gamall. Blöðin eru ...

Lýsing
Stórar, aflangar, brúnar blöðkur sem sitja á stilk (þöngli) sem er festur við klöppina með greinóttum festusprotum (þöngulhaus). Lengd 0,5-2,0 m. Vex neðst í grþttum fjörum eða klapparfjörum.


Árstími
Beltisþarinn vex á vorin og er blaðkan fullvaxin í maí/júní.


Tínsla
Skorinn.


Meðferð
Þurrkaður strax eftir tínslu.


Ábendingar um ítarlegra efni
Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

10. April 2007

Samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 eru eftirfarandi plöntutegundir friðlýstar þar sem þær vaxa villtar. Lagt er bann við að slíta af þeim sprota, blöð, blóm eða rætur, traðka á þeim, grafa þær upp eða skerða á annan hátt.

  • Blóðmura [Potentilla erecta]
  • Burstajafni [Lycopodium clavatum]
  • Davíðslykill [Primula egaliksensis]
  • Dvergtungljurt [Botrychium simplex]
  • Eggtvíblaðka [Listera ovata]
  • Ferlaufungur [Paris quadrifolia]
  • Fitjasef [Juncus gerardii]
  • Flæðarbúi ...
10. April 2007
HÁPLÖNTUR
Helstu einkenni háplantna eru að þær hafa rætur, stöngul og blöð. Einnig hafa þær æðastrengjakerfi sem flytur vatn frá rótum upp til annarra plöntuhluta og næringarefni frá blöðunum niður í stofn og rótakerfi.
Flestar tegundirnar fjölga sér með fræjum og mynda blóm og kallast því blómplöntur. Aðrar mynda gró og kallast gróplöntur, t.d. elftingar og burknar.
Á Íslandi ...
10. April 2007

Þörungar

Þörungar lifa flestir í sjó eða vatni. Þeir eru ýmist sviflægir eða fastsitjandi. Svifþörungar mynda undirstöðu lífsins í sjónum og vaxa þar í gífurlegu magni, má þar nefna, kalkþörunga, kísilþörunga og skoruþörunga.
Í fjöru og á grunnsævi vaxa botnlægir þörungar. Um 250 tegundir eru þekktar við strendur Íslands. Flestar eru smávaxnar, stórar áberandi tegundir eru aðeins um 100. Þörungum ...

10. April 2007

Nýtt efni:

Messages: